Lögberg - 10.08.1916, Page 1

Lögberg - 10.08.1916, Page 1
Peerless Bakeries I Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sœtabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 10. AGÚST 1916 NÚMER 3 FRAMHALD AF SIGRUM BANDA- MANNA Á ÖLLUM VÍGSTÖÐVUM Búlgarar sagðir í þann veginn að snúast á móti sínum Bandamönnum. Tyrkinn á fallandi fæti. Rúss- ar taka 9 þúsund Austurríkismenn til fanga. Italir vinna og stórsigur á Austurríkismönnum. Á því viröist ekki leika neinn efi, að nú sé aldan snúin í stríðinu. Hversu harSsnúnar tilraunir sem ÞjóSverjar gera til þess að stöðva bandamenn kemur það fyrir ekki neitt. Lemburg, sem er stórbær, er þeg- ar í stórhættu fyrir Rússum og tal- ið sjálfsagt að hann verði tekinn innan skamms. Austurrikismenn virðast vera að þrotum komnir og kjarklausir eftir síðustu fréttum og er talið víst aö Rússar muni vaða inn í landið þegar minst vari, og segja síðustu fréttir að þeir hafi hertekið 8,500 af þeirra liði og yfir 100 yfirforingja. Auðvitað lýsa Þjóðverjar því yfir að þeir hafi nóg lið og geti komið Austurrikismönnum til að- stoðar ef á þurfi að halda, en aftur á móti virðist sem þeir hafi fult i fangi að vestan. Þeir hafa gert Hindenburg 'að aðalhershöfðingja að norðan, en samráða við Austur- ríkismenn og eru þeir óánægðir yf- ir. Á Hindenburg að ráðast á Pét- ursborg, en Rússar kveða þar enga hættu á ferðum. Italir virðast einnig vera að sækja sig upp á síðkastið; þeir hafa þeg- ar tekið brúna við Goriza og gefur það þeim svo að segja óhindraðan veg inn i Austurriki nema því meira ofurefli liðs sé að mæta, sem ekki þykir líklegt. Búlgariumenn virðast vera farn- ir að iðrast fyrri gerða sinna, þvi sú frétt barst í gær að þeir hefðu boðist til að segja skilið við fyrri bandamenn sina og ganga í lið með hinum; reikna þeir að líkindum þannig að sigurinn sé vís banda- mönnum og hætta því á að þeir verði hart leiknir þegar til samninga kemur, en ætla að bjarga sér með þessu móti. ■Tyrkir virtust taka fjörsprett um það leyti sem siðasta blað kom út af Lögbérgi, en siðan hafa þeir farið halloka. Á sunnudaginn var réðust Englendingar á þá og her- tóku 3000, en ráku hina á flótta út á eyðimörk Egyptalands. Er svo frá sagt í síðustu fréttum að stjórn- arskifti séu að verða þar i landi, ungu Tyrkir að tapa en hinir gömlu að verða ofan þýðir það ekkert annað en sérstak- an frið, því það hefir verið stefna gömlu Tyrkjanna. Frakkar og Englendingar feta sig altaf áfram á vesturhliðinni. Þar er nú bardaginn hvað harðast- ur og ekkert útlit að þeir láti und- an siga. Stórkostlegur loftfara bardagi átti sér stað á vesturhlið orustuvallarins, og sprengdu banda- menn margar herstöðvar og járn- brautarlestir óvinanna. Yfir höfuð virðist betur ganga nú .en nokkru sinni fyr. Þjóðeign járnbrauta. Norris, öldungaráðsmaður frá Nebraska hefir komið fram með frumvarp um það að þjóðin slái eign sinni á fkaupi með virðingar- verðiý allar járnbrautir. Kveður hann það vera hina einu lausn á þeim vandræðum, er stafi og ósættum milli verk- verkveitenda á jám- verið frest- Siðgœzlustjórinn. Þess var áður minst að mál stæði yfir útaf kærum er siðgæzlustjóri fylkisins, sem Battley heitir höfðaði gegn konu er forstöðu veitti siðleys- ishúsi og Sis Fraser nefnist. Ber Battley henni á brýn meinsæri, en hún heldur því fram að Battley hafi verið í ráðtun með sér og öðrum vændiskonum og þegið mútur fyrir. Hvernig málinu kann að lykta vita menn ekki, en margra grunur er það að einhver fótur muni vera fyrir kærum konunnar, þótt það sé engan veginn sannað. En það er sjálfsögð skylda siðgæzlufélagsins og stjómarinnar að láta rannsaka málið til fullnustu og hrinda ámæl- unum af Battley sé hann sýkn, en hegna honum sé hann sekur, því ekkert er meira siðspillandi en það, ef • svokallaðir siðgæzlumenn eru ó- trúir. Frjál* verzlun. Frjáls verzlun! Hvað þýðir það ? Það þýðir það að rifa niður múr- veggi sem aðskilja þjóðir; múrveggi sem eru þess eðlis að í skjóli þeirra fæðist og þroskast dramb, hefni- girni, hatur og afbrýðissemi, sem öðru hvoru brýst út, til þess að veita blóðöldum yfir heil lönd; í skjóli þessara múrveggja þróast þær til- finningár sem leiða af sér djöful- æði stríðs og styrjalda og landrána; þær tilfinningar, • sem telja trú um að 'ekki sé hægt að reka verzlun án landrána; þær tilfinningar sem ala landránsfýsnina og drotnunargirn- ina; þær tilfinningar sem senda hersveitir til þess að strá eyðilegg- ingu og dauða um önnur lönd. Þýtt úr “The Voice” 4. ágúst. a; sé það satt af deilum gefenda ©g brautum. Málinu hefir þá að um stund. Vel gert. Tveir læknar hér i bænum, Dr. Robert E. Porke og Dr. E. Rich- ardson fóru nýlega til Boston og dvöldu þar í mánuð til þess að kynna séá barnasjúkdóma og beztu ráð gegn þeim. Eftir það hafa þessir læknar unnið að því fyrir ekki neitt nokkurn tima á hverjum degi að leiðbeina fólki um meðferð á börnum. Heilbrigðisráðið i Winnipeg samþykti þakklæti til þessara lækna i vikunni sem leið og veitti hvorum þeirra $100 í viður- kenningarskyni. Slys. 10 mán. gamalt barn sem Billy hét sonur hjóna er T. Howes heita í Springstein i Manitoba lézt fyrsta ágúst á þann hátt að hann sat i stól fyrir framan borð, en panna með sjóðandí sósu var látin á borðið, sem hann náði i og hvolfdi yfir sig. Hann brann svo mjög á andliti og brjósti og holi að engin læknishjálp gat bjargað. Barn skilið eftir. Tveggja vikna gamalt barn fanst við dyrnar á “no Wilmot Place” í Fort Rouge á fimtudaginn og var nælt á það pappírsblað þar sem sá er fyndi var beðinn að sjá vel um barnið sökum þess a”ð móðirin gæti það ekki. G. M. Christie hét konan sem fann það og var farið með það á bama heimili. Skemdir á uppskeru. iTil skamms tíma leit vel út með uppskeru, en fyrir skömmu fór að bera svo mikið á ryði að á stórum svæðum er uppskeran eyðilögð svo að 30% til 40% nemur. Auk þess hefir kveðið svo mikið að hagli upp á síðkastið bæði í Canada og norðurhluta Bandaríkj- anna að um $10,000,000 skaði er talinn að minsta kosti. Hafa heil héruð eyðilagst svo að nú er svart flag á mílna svæði þar sem blómleg- ir akrar voru fyrir nokkrum dög- um. Samkoma Kambans. Eins og auglýst er annarsstaðar heldur Goðmundur Kamban “fram- sögn” i Skjaldborg á mánudaginn. Oþarft er að mæla með því að sam- koman verði sótt, mönnum gazt svo vel að framsögn hans síðast að líklegt er að húsið verði fult. Það er óvist að tækifæri verði að hlusta á Kamban aftur í bráðina og ættu menn því ekki að láta hjá líða að koma í þetta skifti. Það eina sem þótti að hinni samkomunni var há- vaðinn af strætisvögnum; nú verð- ur það ekki því Skjaldborg er langt frá vagnalínu. Mannfall 8,500,000. Svo segja síðustu fréttir að þjóð- verjar og bandamenn þeirra hafi þegar mist hálfa niundu miljón matina síðan stríðið byrjaði, og þó hafa Þjóðverjar um 2,000,000 á vesturhliðinni, auk allra sem ann- arsstaðar eru. Skáldkona látin. Kate Seymour Maclean skáld- kona í Toronto andaðist 2. ágúst 87 ára gömul. Hún hafði gefið út nokkrar bækur af ljóðum; var sú seinasta þeirra prentuð árið 1904 og kallaði hún hana “Frá svölunum” fFrom tíhe Balcony). ÓVIÐEIGANDI. Gullsóttin er að aukast. Svo segja þeir sem verið hafa í Rice Lake héraðinu að þar séu ágætar námur. Var haldinn fundur ýmsra auð- pianna og verzlunarmanna hér í Winnipeg nýlega og þar samþykt að biðja fylkisstjórnina að leggja fram fé til vegagerðar út í gullhér- aðið. Sagðist mönnum svo frá að um $100,000 hefði þegar verið eytt í námumar. Það er með öllu óvið- eigandi að fylkisstjórnin sinni því. Námbur eru að öllu leyti undir um- ráðum sambandsstjórnarinnar og þær eru svo að segja reknar ein- göngu til ágóða fyrir gróðafélög; það er því rangt að verja fé fylkis- ins þannig til ágóða fyrir einstaka menn. Ef stjórnin gæti sjálf haft yfirráð yfir námunum og látið vinna þær, þá væri öðru máli að gegna; þá væri sjálfsagt að hún sendi fyrst málmfróða menn til rannsókna og bygði síðan brautir ef vel liti út. Sanngirni. A. C. Grey hershöfðingi hefir gefið út reglur sem hersafnaðar- menn verða að fylgja hér eftir. Meðal þeirra er þetta: Kallið engan daufingja, bleyðu, letingja, né neitt annað niðrandi. Biðjið ekki mann að ganga í herinn þar sem hann er við vinnu sína, hvort sem það er fyrir sjálfan hann eða aðra. Eigið ekki í neinu orðakasti við menn eftir að þér sjáið að þeir vilja komast hjá því að ganga i herinn. Hreytið engum niðrunarorðum að neinum sem sýnist vera á her- bjónustu aldri þegar hann gengur um götur eða annarsstaðar. Biðjið engan mann að ganga i herinn þó hann komi hingað ann- arsstaðar frá til uppskeruvinnu.” Enn fremur er sú skipun látin fylgja að liðsafnaðarmenn verði að yera kurteisir í öllu þegar þeir séu að safna í herinn. Plágan heldur áfram. Ekki minkar ungbamasýkin 'í New York; í gær höfðu 5,208 börn sýkst alls og 1,183 dáið. Sýkin hefir varað í sex vikur, og er þetta afarmikið á svo stuttum tíma, þó fólkið sé margt. Tjón af eldi í Winnipeg Hlutafél.-byggingarnar í “Winni- peg “Paint and Glass Co.” hét í bænum brunnu svo að segja til kaldra kola fyrra miðvikudag. Eng- inn veit um uppruna eldsins. Skað- inn er metinn á $100,000 og voru Lvggingarnar trygðar fyrir eins miklu eða meiru. íslendingar áttu hluti í þesu félagi; hversu margir vitum vér ekki. Deutschland slapp. Mikill hiti og ákafi var i mönnum ,á báðar hliðar um það leyti sem þýzka neðansjávarskipið Deutsch- land ætlaði af stað heimleiðis frá Ameriku. Mörg skip af enska flotanum voru á verði til þess að reyna að ná því eða skjóta á það þegar það kæmi út fyrir landh^lgi. Var stórfé veðjað á báðar hliðar um það hvort skipið mundi komast út i rúmsjó eða ekki. Það lagði af stað frá Virginia höfðanum kl. 8.30 e.h. fyrra mið- vikydag. Margir telja þó lklegt að það náist áður en það lendir í Evrópu, en Paul König skipstjóri var glaður i bragði og kvaðst vera alls óhræddur. enda þótt hann væri sér þess meðvitandi að ferðin væri ekki hættulaust. íslenzk kol. I blaðinu “Norröna” 3. ágúst er eftirfylgjandi grein: “Kaupmannahöfn, 1. júlí 1916. Fyrir nokkrum tíma var skipuð nefnd i því skyni að rannsaka ýms kolalög í vesturhéruðum Islands. þíefndin hefir borið þann árangur með þeitn rannsóknum sem hún hefir þegar gert að mikil ástæða er til þess að bíða með eftirvæntingu frekari rannsókna. Það þykir nú þklegt að ekki megi einungis vænta (að brúnkol (surtarbrandur finnist, eins og fommenjafræðingar höfðu haldið, heldur einnig kol sem eru miklu meira virði. Það sem fanst i efstu lögunum var aðeins surtar- brandur, en eftir því sem neðar kom urðu kolin betri og nú hefir fundist lag af svo góðum kolum sem frek- ast má verða og eru mjög lík beztu kolum hér (anthracite). Nú er verið að rannsaka hvort ekki muni borga sig að fara að vinna þessi kol.” Ráðherramálin. Þar er fjörugt öðru hvoru. Andrews aðallögmaður ráðherr- anna og Bonnar lögmaður stjórn- arinnar hafa leitt -;.man hesta sína óspart og hlífðarlaust. Auk þess hefir Horwood gert Andrews gramt í geði og komið honum í klípu. Hann lýsti því yfir fyrra miðvikudag að Andrews hefði ver- ið á samsærisfundum gömlu stjórnarinnar þegar verið var að finna ráð til þess að halda vitnum frá reikningslaga nefndinni með svikum. Sagði Horwood þar stað og stund og varð Andrews hvumsa við; þorði ekki að bera á móti þvi að hann hefði verið á fundunum, en vildi þó reyna að láta lita svo út sem hann hefði ekki verið þar sem þátttakandi í samsærinu. Þétta þótti býsna merkilegt og gerir það Andrews vörnina erfiöa, ef það er komið í ljós að hann er sjálfur beinlínis flæktur inn i málið. Horwood kvaðst hafa ætlað að hlífa honum við þessu; en með því að honum fanst hann beita meiri ósanngirni en góðu hófi gegndi taldi hann rétt að láta það koma fram. Atta tíma vinna. I Mexico hafa verið samin lög, sem ákveða aðeins átta stunda vinnutima fyrir þá sem vinna á járnbrautum. Þykja þetta miklar framfarir og þeir þar syðra gera oss skömm til hér norður frá. Islending adagurinn. Hann hefit aldrei verið eins fjöl- sóttur og í ár; voru þar á þriðja þúsund manns. Fólk kom að úr öllum áttum og varð margt til þess. Hermennirnir drógu að fjölda fólks, Guðmundur Kamban er mað- ur sem mörgum var forvitni á að heyra; íslenzk kona kom þar fram í fyrsta skifti, og fleira var þar ný- stárlegt. Þrjár ræðurnar birtast í blaðinu nú, og þarf því ekkert um þær að segja, þær lofa höfundana bezt sjálfar. Sama er að segja með kvæðin ; þau birtast öll í þessu blaði. Ræða Steinu Stefánsson birtist næst, og geta menn þá dæmt um haná. Álit vort er að ræðurnar séu hver annari betri, og þó eru þær all- ar ólíkar hver annari, og er það kostur. Um íþróttir er skrifað af öðrurn, og teljum vér það greiða, því vér erurn sneiddir þeirri gáfu að geta tekið þátt í iþróttum eða dæmt um þær. Þó má geta þess að Lund'arbúar virðast vera mestu íþróttamenn þessa fylkis meðal íslendáiga— bæði karlar og konur—og mun það öörum fremur vera þeim að þakka Páli Reykdal og Dr. Blöndal. Ritstjóri þessa blaðs var dómari við barnasýninguna ásamt tveimur enskum hjúkrunarkonum, og er það bæði vandasamt verk og óvinsælt. Eðlilega þykir hverjum sinn fugl fagur og vænti’r verðlauna. Alls voru sýnd 14 börn og hlutu þessi verðlaun. Jónas Rafnkelsson frá Lundar, Lister Saul og Francis Alary Hatcher, bæði frá Winnipeg. Eru mæður tveggja hinna síðar- töldu íslenzkar en feður enskir. Hvort sem foreldrar eru ánægðir yfir dóminum eða ekki, þá er það víst að engin vísvitandi hlutdrægni komst að á neinn hátt, og dómararn- ir voru allir sammála. Nefndin hefir haft mikið fyrir ivi í ár að reyna að láta hátíðina hepnast. Hafði hún haldið milli 10 og 20 fundi, auk margra undir- nefndarfunda og var mikill timi lagður í sölumar af sumum nefnd- armanna. Það er vist að allir gerðu sér far um að vinna samvizkusamlega og vel eftir möguleikum. Og ef nefnd- inni hefir að einhverju leyti mistek- ist—sem tæpast er að efa—þá hefir >að ekki verið af þvi að hún hafi dregið sig i hlé eða sparað þá fyrir- höfn er henni fanst til þess þurfa að vel færi, heldur af því að henni hefir sýnst á annan veg en sumum öðrum kann að litast. Þáð er rétt sem haldið er fram í íþróttagrein þeirra Árna og Guðm. að islenzka gliman á undir öllum kringumstæðum að vera hæzt allra iþrótta á hátiðinni og er líklegt að þess verði gætt framvegis. Öll kvæði sem ort eru fyrir minni ættu að sjálfsögðu að vera sungin, og skáldunum það gert að skilyröi að þau yrki undir þægilegu lagi. Bæjarfréttir. Mjss Theodora Herman hjúkrun- arkona hefir í sumarleyfinu verið að ferðast' vestur á Strönd og kom heim aftur fyrir helgina. Fór hún alla leið norður til Skagway í Al- aska og syðst til Seattle Wash., og kom við í Prince Rupert og fleiri bæjum. Mjög skemtilegt telur hún að ferðast meðfram Kyrrahafs- ströndinni á þessu svæði. Agnes, Thorgeirsson og Guðrún Johnson leggja af stað vestur á Kjyrrahafsströnd í kveld. Lögberg óskar séra Stefáni Björnssyni, fyrverandi ritstjóra, til hamingju með embœttið. leifsdóttur Johnson að St. Adelard P.O., hjá föður brúðarinnar. Fór þar fram myndarlegt samsæti að hjónavígslunni afstaðinni. Séra H. Sigpnar prédikar í Leslie kl. 12 á hádegi næsta sunnudag, að Kristnesi kl. 3 e.h. og í Elfros kl. 7 að kveldinu (énsk messa). BITAR Nú þykir enginn frægur, sem ekki er fær til víga, og þess vegna verða glímur og aðrir leikir að sitja á hakanum. Þ. Þ. Þorsteinsson skáld og konaj Einn aðalkosturinn við baðstöðx- hans fóru norður i Nýja Island á amar norður með vatninu, eftir því sem “Tribune” segir, er það að þar geta piltarnir séð hvemig stúlkum- ar eru í vexti, alveg eins vel og þeir sjá hvort þær eru andlitsfríðar. fimtudaginn og dvelja þar um tíma; ætlar Þorsteinn að mála þar ýmsar myndir af “vestur-íslenzku” lands- Iagi. Sigurður Gíslason frá Gimli var á ferð í bænum á þriðjudaginn. Frá Islandi. Séra Stefán Bjömsson fyrver- andi ritstjóri Lögbergs var kosinn prestur að Hólmum í Reiðarfirði nýlega. Hlaut hann 128 atkvæði, en séra Ólafur Stephens'en, sá er flest atkvæði fékk næst honum, hlaut aðeins 68. Lögrétta frá 12. júlí segir að Jón Ólafsson hafi fengið slag kl. 5 að morgni þess 11. og dáið kl. 11 um kveldið. Mrs. Sigriður Haagen og Mrs. H. Sigurðsson frá Leslie komu til bæj- arins frá Vestfold um helgina semj leið. Maður á Gimli spurði kunningja sinn frá Selkirk hvort þeir Selkirk- búar hefðu Winnipegtima—þennan fljóta tíma. “Nei”, svaraði maður- inn, “við höfum vitlausra spitala, og það nægir okkur.” Ákærur þær sem Kýte og Carvel báru á sambandsstjórnina segir Heimsk að allar hafi verið tilbún- ingur og vitnar í “Telegram” því til sönnunar. Sama sönnunin sem sama blað visaði til með það að kærur Tofinsons og Norris á Roblin- stjórnina væru lognar. Guðmundur bóndi Jónsson frá Dog Creek var á ferð í bænum i gær og fór heimleiðis samdægurs. Halldór Jóhannesson trésmiður og fjölskylda hans komu norðan frá Mikley á föstudaginn, þar sem hann hefir verið í þrjá mánuði að undan- förnu við húsasmíðar. Þórarinn Þorvarðsson kom til borgarinnar á mánulaginn; hefir verið við fiskiveiðar norður á vatni i tvo mánuði hjá Sigtryggi Jónassvn á Gimli. Hann lét vel yfir afla. Svohljóðandi tillaga var sam- þykt í einu hljóði á allsberjarþingi ungmennafdlaganna á Islandi ný- lega: “Þingið telur islenzkunni mjög misþyrmt með hinni nýju ættarnafna breytingu að óþolandi sé og skorar á ungmennafélögin að vinna af alefli gegn henni. Einnig telur þingið það nauðsynlegt að vanda eiginheiti og útrýma úr mál- jnu óþjóðlegum nöfnum.” Ólafur læknir Þorsteinsson i Revkjavík og ungfrú Kristin Guð- mundsdóttir ("Einarssonar frá Hraunum) eru nýgift og fóru brúð- kaupsferð til Norðurlanda. Sigfús Einarsson tónskáld dvelur erlendis í sumar; ferðast hann víða um Norðurlönd að kynna sér nýj- ustu framfarir í sönglist og söng- stjórn. Pétur Lárusson gegnir organleikarastöðu hans á meðan. Islendingar hafa gert sérstaka verzlunarsamninga við Englend- inga á meðan stríðið stendur yfir. Er stofnuð kaupmannaskrifstofa i Reykjavik í sambandi við það og er forstöðumaður hennar Carl Proppé. Látilin er að Skeljabrekku í Borgarfirði bændaöldungurinn Jó- hann Bergþórsson 84 ára gamall, sonur Bergþórs bónda í Ardal og Staðarhóli, Gunnlaugssonar bónda í Vogatungu í Leirárhreppi. Látin Nú er enginn sýslumaður á ís- landi sem heitir Ari Jónsson. Nei •—heldur Ari Amalds. — Nú er ekkert skáld lengur til sem heitir Einar Hjörleifsson—heldur Einar Kvaran. — Nú er enginn kennari sem heitir Helgi Salomonsson, held- ur Helgfi Hjarvar, og enginn íþrótta- maður sem heitir Magnús Tómas- son, heldur Magnús Kjaran. A því herrans ári 1916 urðu mislingar og ættarnafnapest land- læg á Islanui! (IsafoJd). Svo er tízkan hörð húsmóðir að barnungar stúlkur þora ekki annað en hlýða henni jafnvel þegar hún skipar þe:m að klæðast eins og van- færar konur. Pétur kaupmaður Johnson frá Mozart var á ferð í bænum í vik- unni sem leið í verzlunarerindum. er Kristján Pálsson andaðist á heim- ili séra Sigurðar Ólafssona í Blaine, Wash., að kfv'eld.1 föstudagsins 28. J/úlí. Banamein hans var krabba- mein. Hann var fæddur 6. Febr. 1876 á Rafnkelsstöðum í Hraun- hreppi í Mýrasýslu. Nánara næst. Mrs. H. F. Johnson héðan úr bæn- um fór vestur til Bredenbury nýlega í kynnisför til Christians Thorvalds- sonar kaupmanns og konu hans. Með henni fóru þrjú börn hennar; hún bjóst við að dvelja þar um þriggja vikna tíma. Séra 'Friðrik Hallgrímssoni fór heim á mánudaginn; hafði dvalið hér nokkra daga og prédikaði á sunnudagsmorguninnj í Fyrstu lút. kirkju en að kvöldinu í Skjaldborg. Thos. ’H. Jahnson ráðherra og kona hans eru nýlega komin heim sunnan frá Bandaríkjum, þar sem þau hafa dvalið rúman mánaðar- tíma. “Svo er sagt að prestur í Chicago hafi látið sér þau orð um munn fara að dauði í orustu afplánaði allar syndir og sálir hermanna færu beina leið til himnarikis; en hvert ætli sálir kriátinna presta fari sem prédika slíka kenningu?” — W. J. Bryan. Þegar Jón sál. Ólafsson var hér „vestra stakk hann upp á þvi að undimefnd væri skipuð af íslend- ingadagsnefndinni til þess að tryggja hagstætt veður. Síðan hef- ir altaf verið talað um veðurnefnd. Einhver gat þess til aö sú nefnd hefðí staðið sérstaklega vel í stöðu sinni nú fyrir 'þá sök að Jón mundi hafa lagt til gott orð hinumegin. Skyldu brauðin lœkka eins fljótt tvt-xum- ' 1 ver8i Þ€&ar kveitið fer niður eins Sléttuhlíð ekkjan Anna BjÍmadótt- þaU hakkuSu flíótt >egar ÞaS ir 80 ára að aldéi fór upp. Við bíðum og sjáum hvað setur. Elías Stefánsson útgerðarmaður i Reykjavík keypti nýlega gufu- skipið “Varangur” fyrir 18 þúsund krónur; voru honum skömmu síðar boðnar i það 60,000 kr.; en hann neitaði boðinu. Svo segir “Isafold” frá 8. júlí að þegar “Flóra” hafi verið á sigling- um fyrir utan önundarfjörð nýlega hafi brezkt, vopnað kaupfar stöðv- að hana með þremur skotum, en slept henni aftur þegar öll skjöl hennar höfðu verið skoðuð. Ráðherra hefir samið við Marconi félagið að byggja bráð- lega loftskeytastöð á Islandi. Látinn er Þorsteinn bóndi Magn- ússon i Höfn í Borgarfirði eystra, 86 ára að aldri. Dáinn á Vífilstaðahælinu stúd- art, Arinbjörn Hjálmarsson frá Grenjaðarstað, fóstursonur séra P. H. Hjálmarssonar. Landslögin banna hinum fátæku að ræna þá riku, en þau liða þeim ríku að ræna þá fátæku. (“Voice”) Annaðhvort hafa blöðin sem .skömmuðu Sir James Aikins i fyrra farið með ósannindi þá eða þau eru að smjaðra fyrir honum núna. “Hefndin gengur á ullarskóm’ -Hadda Padda. “Sá sem einu sinni lifir ^æll, deyr tvisvar”. — Hadda Padda. “Eg sá myrkrið þéttast þangað til það varð að blóðhnoðrum, sveimuðu fyrir augum mér’ Hadda Padda. sem Séra Björn B. Jónsson fór vestur til herbúða ('Camp HughesJ um helgina og þótti mikið til koma að sjá hversu þar var öllu vel hagað. Er þar verið að grafa reglulegar skotgrafir og fer alt fram nákvæm- lega eins og á vígstöðvum eftir því sem hægt er til þess að æfingar verði sem beztar. Séra Jón Jónsson á Mary Hill gaf saman í hjónaband 26. Júlí þau Steina Skagfeld og Rristrúnu ís- “Vísir” getur þess að í vor hafi tvær ær verið seldar fyrir 144 kr., eða hvor á 72 kr.; báðar tvílembdar. Sigurður Lýðsson lögfræðingur er orðinn starfsmaður í stjórnar- ráðinu í stað Bjöms Pálssonar, som tekinn er við póstmeistarastarfinu á Seyðisfirði. Lanclsímastöðvar nýopnaðar í Bygðarholti í Lóni; en Borgarnes og Sauðárkrókur gerð að fyrstu deildar stöðvum. “Eg dró allan minn vilja saman í hönd mína og lagði hana í lófa þinn”. — Hadda Padda. “Mannshjörtun eru eins og f jöll- in; þau bergmála ekki ef vér göng- um of nálægt þeim". — Hadda Padda. Eftir að þú varst farinn fann eg mínúturnar seytla niður á mig eins og kalda vatnsdropa". — Hadda Padda. “Sumar konur ættu ekki að hafa leyfi til að vera fríðar”. —Hadda Padda. “Þegar þú hlærð er eins og loftið fyllist af smáum sálum”. — Hadda Padda.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.