Lögberg - 10.08.1916, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGIN'N 10. ÁGÚST 1916
5
Óskar við leiðið.
Sbr. “Hinn glataöi sonur’’, eftir Hall Caine.
Vökva þitt leiði vina tár mín heit,
verma þig máske, nóttin er svo köld.
Dauft finst mér vera og dapurt nú í sveit.
dagurinn langur eins og þungbær öld.
Gras er til höfða, lilju hvítt þitt lín,
lífiö er hverfult, dauSastríðið nóg.
Græt eg ei missi’, en vina, verkin mín,
var eg iei skugginn sem þig hingað dró?
Prýddu þig meira augu æsku hrein,
austrið en prýSir sól aS morgni björt.
Varstu sem stjama er skín og skartar ein,
skýja á milli um rökkur kveldin svört.
Gæti þín englar, blóm á beöi smá,
bliöróma fuglar syngi legstaö lijá.
J. G. Hjaltalín.
Merkileg þing.
Konur hafa haldiö tvö merkileg
þing alveg nýlega. Annaö í Mel-
bourne í Ástraliu og hitt í Berlin á
•Þýzkalandi. Margar merkilegar
tillögur komu fram og samþyktir
voru geröar á báöum þessum þing-
um.
Á Ástralíu þinginu var þetta sam-
þykt meöal annars:
x. AÖ stjórnin annaöist um aö
vemda stúlkur og pilta innan
tvítugs frá þeirri hættu sem ó-
siöferðis félagsskapur hefir í
för meö sér.
Er þetta afar þýðingarmikið at-
riði og þyrfti sannarlega íhugunar
með hér hjá oss ekki síður.
2. AÖ sama kaup sé goldiö fyrir
sömu vinnu hvort sem hún sé
unnin af karli eöa konu.
3- Aö stúlkur sem séu afvega leidd-
ar og tældar til ásta innan 21
árs og veröi mæður sem afleið-
ing af því, skuli hljóta sama rétt
sem væru þær giftar konur, og
ef faðirinn sé kvæntur annari
konu skuli hann undir öllum
kringumstæðum kærður fyrir
fjölkvæni.
1 sumum löndum hefir það þegar
veriö lögleitt að móðir skuli hafa
sömu réttindi gagnvart fööur barns
sins, hvort sem hún er gift honum
éöa ekki og barnið sama rétt og það
væri skyldgetið.
Á Berlinarfundinum voru mættir
kvenfulltrúar frá Þýzkalandi,
Austurríki og Ungverjalandi. Var
þar einnig rætt um margt merkilegt
og fjöldi samþykta gerður. Þar á
meðal þessar:
i. Um fækkun fæöinga og þann
þjóðfélagsglæp er margt heldra
fólk fremdi meö því að koma í
veg fvrir fólksfjölgun. Of
mikiö munaðarlíf, of mikið
gjálífi og skemtana þrá og of
mikil leti voru taldar aðal or-
sakir þess.
g. Um nauösyn ]>ess að konur
fengju fullkomna viðurkenn-
ingu fyrir störfum sínum í öll-
um efnum, bæöi í orðum og
launum.
3- 1’m afnám þess akvæöis dö em-
bættis eöa stjórnarstarfa konur
‘kuli vera ógiftar.
4. Að betra og meira eftirlit sé
haft með verksmiðjum og vínnu-
•stofum, sérstaklega að því er
heilbrigði snertir.
5- Aö bannaö sé með lögum aö
menn eða konur geti gert sér
þaö aö atvinnu aö skapa tízku
í klæðaburði og öðru sem fólkið
hlýöi eins og blindir þrælar,
sjálfu sér og þjóðinni í heild
sinni til heilsutjóns og bölvunar.
Þetta siðasta atriði er eftirtekta-
vert og umhugsunar, því fáir harö-
^tjórar eru miskunnarlausari en
tízkan.
Tapaður vinnukraftur
Þúsundir manna hafa verið sett-
ar í gæzluvarðhald fyrir þaö að þeir
hafa sagt eða gert eitthvað, sem
ekki þótti holt eöa sanngjarnt í
s'ambandi við stríðið. Þessir menn
eru svo aö segja iðjulausir og tap-
ast því frá arðsamri vinnu í landinu
og eru ómagar. Má vel vera að
allir þessir menn hafi verið teknir
af góðum og gildum ástæðum;
seinni timinn leiðir það í ljós, en
hitt virðist sjálfsagt að nota vinnu-
kraft þeirra eftir þvi sem mögulegt
er.
Nýlega kom það til orða að láta
þessa menn vinna að vegabótum, og
ætlaði þá sambandsstjórnin að
borga þeim 25 cent — tuttugu og
fimm cent — á dag fyrir fullkomna
vinnu. En mennirnir afsögðu með
öllu, og kváðu blöðin v’afasamt
hvort það borgaði sig að þvinga þá
til vinnu. Auðvitað sögðu blöðin
að það væri hægt með herliði, en
])að mundi verða eins kostnaðar-
samt að halda uppi sérstöku herliði
til ]>ess eins og að borga mönnunum
fult kaup.
En hvers vegna er það stjórninni
á móti skapi að láta þessa menn
vinna fyrir sanngjarna borgun, t. d.
25 cent um klukkutímann ? Land-
ið og þjóðin þarf á vinnu þeirra að
halda og það er gróði að hafa þá
við nauðsynlega atvinnu en stór-
tjón allavega að halda þeim iðju-
lausum. Fjöldi heimila er forstöðu-
laus vegna þess að fyrirvinnan er í
gæzluvarðhaldi; hví ekki að láta
mennina hafa atvinnu til þess að
þeir geti sj'álfir séð heimilum sín-
um og fjölskyldum borgið, enda
þótt þeir séu fangar, í stað þess að
auka byrði þjóðarinnar með því að
kasta öllu þessu fólki iðjulausu
henni á herðar?
Oss virðist þetta vera mesta óráð.
Stórkostlegt verkfall.
Þeir sem vinna á strætisvögnum
í Nevv York hafa gert verkfall svo
að segja allir og horfir þar til vand-
ræða. Er það mesta verkfall sem
komið hefir í borginni og líklegt að
fleiri bœir verði fvrir því sama.
í Philadelphia var því lýst yfir í
gær að þar mundi verða gert verk-
fall, ef ekki gengi saman í New
York. Verkamenn krefjast hærri
launa og styttri vinnutíma.
Það var fyrsti Apríl.
“Mamma, mamma! komdu fljótt!
Það er ókunnugur maður í borð-
stofunni að kyssa vinnukonuna.”
Konan flýtti sér af stað. Þá hló
litli sonur hennar og sagði: “Eg get
látið þig hlaupa Apríl, mamma; það
var bara hann pabbi.”
Islenzka glíman.
Islendingadagurinn annan ágúst
síðastliðinn hefir sjaldan verið bet-
ur sóttur en einmitt i ár. Þrátt
fyrir það þótt fækkað hafi að mun
íslendingum í bænum og einnig
haldinn Islendingadagur í flestöll-
um, eða í öllum aðalbygðum Islend-
inga, svo fátt kemur því hingað.
Um tvö þúsund manns munu
hafa sótt hátíðahaldið, en önnur tvö
þúsund setið heima.
Margt mætti segja um þennan
dag, þennan minningardag Vestur-
Islendinga. Til hvers höldum vér
þennan dag hátíðlegan? Vér ger-
um það ekki í minningu um neina
gamla stjórnarskrá, eða aukin
stjórnarfars réttindi Islands. Nei,
vér höldum þennan dag hátíðlegan
til að minnast móður vorrar. Vér
eigum að helga þennan dag íslenzk-
um emhirminningum; vér eigum að
opna hjarta vort fvrir íslenzkum
áhrifum, sem ættu að streyma inn í
sálu hvers einasta manns og konu
og geymast þar, eins og hugljúfar
endunninningar ungmeyjarinnar
eftir fyrsta fund sinn við unnust-
ann
Eg ætla mér ekki að rekja við-
burði dagsins, frá morgni til kvelds,
heldur aðeins taka til íhugunar
þrítugasta og annan lið skemtiskrár-
innar, sem er íslenzka glíman.
Flest allar þjóðir heimsins liafa
átt og eiga séríþrótt, sem þeim hef-
ir verið kær framar flestum öðrum
og þær hafa varðveitt, jafn vel og
móðurmál sitt.
Eins og vér vitum, eða œttum að
vita, er íslenzka gliman sú eina
]>jóðlega íþrótt, sem vér getum helg-
að oss með réttu, og vér getum
verið stoltir af, að þegar hefir
unnið allmikið álit meðal þeirra
þjóða sem þekkja hana. Og þeir
eiga skilið þökk, sem unnið hafa
öyggilega að því að útbreiða hana.
Þvi halda margir fram, að íslenzka
þjóðin leggi mikið á borð heims-
menningarinnar í listum, bókment-
um og íþróttum. Það má vel vera
að það sd ekki mikið. í samanburði
við stórmokstur annara þjóða—en
það skín á gullkornið þó kastað sé
í moðhauginn. Það litla sem hún
leggur til er gott.
En kunnum vér sjálfir að meta
hvað gott það er ? Hvað gerum vér,
Vestur-lslendingar, til að varðveita
séreign móður vorrar, til dæmis
íþróttina? ÞVí ætti nokkur önnur
iþrótt að skipa æðsta sess á íþrótta-
skrá þessa eina sameigjjilega hátiða-
halds íslendinga en einmitt íslenzka
glíman? Það kom mér því undar-
lega fyrir er eg las það í skemtiskrá
dagsins, að islenzku glimunni var
gert lcerga undir höfði en öðrum
íþróttum, auðsjáanlega ekki lögð
nein áherzla á, að hún gæti farið
sem bezt fram og notið þeirrar við-
urkenningar er luin verðskuldar.
Eg vil benda hór á nokkur atriði
sem sýna þetta.
1. Iþróttaskránni var skift niður
í fjórtán þætti, og voru veittir
heiðurspeningar fyrir hvem ein-
stakan þátt. í sjö af þessurn þátt-
um voru keppendumir aðeins frá
tveimur og upp í fjóra.
2. íslenzka glíman var tekin af
þessari íþróttaskrá eftir að hafa
verið þar að minsta kosti tvö sið-
astþðin ár, og þá hlotiftsömu verð-
laun og hinar iþróttirnar, heiðurs-
peninga þrennskonar.
3. Nú voru veitt fyrir íslenzku
glimuna aðeins tvenn verðlaun, tíu
og átta dala virði í vöruúttckt úr
einhverri búðinni hérna i bænum!
Það minnir mig á “uppskipunar”-
vinnulaun heima á Fróni fyrir
mörgum árum.
4. Glímupallurinn mjög slæmur,
alls ekki í því lagi, sem þurfti fyrir
fáklædda menn að þreyta glímu á
enda urðu glímumenn fyrir meiðsl-
um af þeim ástæðum.
5. Nefnd sú sem skipuð var á
síðustu stundu—eftir að glímu-
mennimir voru tilbúnir uppi á
glímupallinum—til að stjórna glím-
unum, virtist ekki vera því starfi
vaxin, sem varla var við að búast,
þar sem hún var skipuð af handa
hófi, af einhverjum sem þá voru
við hendina.
Fleira mætti benda á, sem sýnir
hvað lítil fyrirhyggja, lítil rækt er
lögð við þjóðar iþrótt vora, enda
mun einnig þeim fimm mönnum,
sem þátt tóku í glímunni, hafa
fundist henni gerð litil virðing, því
áður en glíman hófst, barst nefnd-
inni bréf frá þátttakendum glím-
unnar, undirritað af ]>eim öllum.
þar sem þeir afþakka verðlaun ís-
lendingadags nefndarinnar, og
keppi því einungis um “beltið”, s'em
gefið var af einstökum manni, M.
Hannessyni, og er því íslendinga-
dags nefndinni óviðkomandi, en sá
fær að auk er vinnur fyrstu verð-
laun 1 slendingadagsne f ndarinnar.
Að lítil áherzla er lögð á þessa
þjóðlegu íþrótt vora er þó langt frá
því að vera einungis að kenna for-
stöðunefnd, íslendingadagsins. Sök-
in liggur einnig meðal hinna vngri
uppvaxandi íþróttamanna, bæði hér
í bænum og annarsstaðar. Getur
verið af þeirri ástæðu að áhuginn
er daufur fyrir þessari íslenzku list,
og þeir ekki brýndir fram til dáða
af hinum eldri, sem þó hafa svo
mikla ánægju af að sjá þá yngri
takast á. Svo mikil fjörgandi áhrif
hefir það á þá, að þeir lyftast úr
sætum sinum, horfa arnhvössum
augum og hrópa:
“Þetta var andsk ... vel brugðið,
það minnir mig á gamla daga!
Á. Sigurðsson.
Heilbrigði.
Sjúkrasamlög
(Framh.)
Stjórnarfyrirkomulag sjúkrasam-
laganna.
Hvert s'júkrasamlag velur stjórn
á aðalfundi.^sem halda skal í febrú-
ar ár hvert. í stjórninni sitja
fimm menn, formaður og fjórir
ineðstjórnendur. Þar að auki eru
tveir varafulltrúar kosnir á aðal-
fundi.
Enginn getur að forfallalausu
skorast undan kosningu í stjómina.
Kosningar gilda fyrir tvö ár i
senn, þannig að annaðhvort ár fara
])rír menn og annaðhvort ár tveir
úr stjórninni. Endurkosning má
ávalt eiga s'ér stað.
Allar kosningar, bæði i stjórnina
og endurkosningar, fara ávalt fram
skriflega.
Stjórnarfundir eru haldnir svo
oft sem nauðsyn ber til, og að
minsta kosti einu sinni á þrem mán-
uðum.
Ef einhver stjórnarfulltrúa mæt-
ir ekki á þremur stjórnarfundum i
röð, er hann rækur úr stjórninni,
og kemur þá varafulltrúinn i hans
stað..
Auk s'tjórnarinnar kýs hvert
sjúkrasamlag sér starfsmenn á að-
alfundum. Helztu starfsmanna eni
féhirðir og einn eða . fleiri inti-
.heimtumenn tillaganna. Féhirðir-
inn verður að vera reikningsfróður,
og hann verður að leggja fram fjár-
upphæð, stærri eða minni. i hendur
stjórnarinnar, sem tryggingu fvrir
fé því, er hann hefir undir höndum.
Hann hefir ábyrgð á öllum eignum
sjúkrasamlagsins og er skyldur að
sjá um, að sjóður þess sé ávaxtað-
pr í ömggum verðbréfum eða spari-
jsjóðum. Hann á að skrá állar tekj-
ur og gjöld sjúkrasamlagsins' í bók,
sem bæði stjórnin og endurskoðun-
armennimir ætið hafa rétt til að sjá
og gagnrýna.
Féhirðir er launaður með 20 aur-
um fyrir hvern félagsmann árlega.
Endurskoðunarmennirnir, sem
kosnir eru til tveggja ára í senn,
eins og stjórnin, hafa rétt til, hve-
nær sem þeim sýnist, að rannsaka
allar bækur og skjöl féhirðis og
stjómarinnar. Þeir fá svolitla
þóknun fyrir starfa sinn.
Formaður og aðrir stjórnarfull-
trúar fá vanalega ekki, eða hafa
hingað til ekki fengið neina þóknun
fyrir starfa sinn, sem þó oft er
mjög mikill og erfiður. En sam-
kvæmt hinum nýju sjúkrasamlög-
um, sem fyrir skömmu eru gengin
í gildi, eiga formenn samlaganna
nú að fá dálítil laun, enda er það
réttmætt.
Öll ríkisviðurkend sjúkrasamlög
í hverju amti mynda eitt höfuö-
sjúkrasamlag, með sérstakri stjórn.
f höfuðsjúkrasamlaginu eru vana-
lega haldnir 2—3 fundir á hverju
ári. Fundina sækja íulltrúar frá
öllum sjúkrasamlögunum. Yana-
Iega mætir einn fulltrúi fyrir hvert
llumdrað félagsmanna, nema í mjög
stórum sjúkrasamlögum, þar mætir
máske aðeins einn fulltrúi fyrir
hverja 500 félagsmenn. Amts- eða
höfuðsjúkrasamlögin i öllu ríkinu
mynda aftur allsherjarsjúkrasam-
lag rikisins, sem hefir sína sérstöku
stjórn og fulltrúa, sem kosnir eru á
fundum í amtssj úkrasamlögunum
og meðal stjórnarfulltrúa þeirra.
Yfir öllum sjúksasamlögum rik-
isins stendur yfirumsjónarmaður,
sem er háttstandandi embættismað-
ur, er ásamt aðstoðarmönnum sín-
um myndar einskonar stjórnardeild
í innanríkisráðaneytinu.
Ýfirumsjónarmaðurinn á sæti í
ýmsum nefndum og dómstólum,
sem eiga að skera úr þrætumálum
milli sjúkrasamlaganna innbyrðis
eða milli þeirra og læknafélaganna.
Hann er oft og einatt einskonar
milligöngumaður og sáttasamjari
milli lækna og sjúkrasamlaga ásamt
áðurnefndum kviðdómum, sem bæði
sjúkrasamlagafulltrúar og fulltrú-
ar allsherjarlæknafélagsins eiga
sæti í.
Formaður hvers sjúkrasamlags
er skyldur, ár hvert fyrir 15. febrú-
ar, að senda yfirumsjónarmanni
sj úkrasamlaganna skrá yfir tölu fé-
lgasmanna. Allir stjórnarmenn
ásamt yfirskoðunarmönnum verða
að votta skriflega, að skráin sé rétt
í alla staöi. Með henni eiga að
fylgja reikningar yfir öll útgjöld
og tekjur félagsins á hinu umliðna
ári. Yfirumsjónarmaður og að-
stoðarmenn hans reikna svo út, eft-
ir þessum skjölum og skýrslum, til-
lag það, er hvert sjúkrasamlag,
samkvæmt lögum, á að fá úr ríkis-
sjóði, en það er 2 krónur fyrir hvern
félagsmann árlega, og þar aö auki
hluti af öllum útgjöldum sjúkra-
^samlaganna á umliðnu reikningsári.
Þó eru hér dálitlar skorður settar,
,sem sé, að í Kaupmannahöfn greið-
ist aldrei rneira en kr. 4.00, í kaup-
stöðum kr. 4.00 og til sveita kr.
3.60 árlega úr ríkissjóði. Þetta er
þannig hámark ríkissjóðsstyrksins,
og er heldur ekki alllítið, þegar
tekið er tillit til allra annara hlunn-
inda, sem sjúkrasamlögin hljóta frá
ríkisins hálfu eða frá sveitar- og
amtssjóðum, svo sem áður hefir
verið á drepið, t. d. hvað vist á
spítölum og heilsuhælum snertir.
Það er lögboðið að öll sjúkra-
samlög eigi af fremsta megni að
mynda viðlagasjóð. Ýrnsar auka-
tekjur, sektir og ennfremur upp-
tökugjald eiga að renna i hann.
Þótt allmörg sjúkrasamlög í Dan-
mörku eigi næsta erfitt uppdráttar,
þrátt fyrir hina miklu hjálp af rík-
isins hálfu, þá nema þó eignir allra
ríkisviðurkendra sjúkrasamlaga hér
um bil sjö miljónum króna, eða
með öðrum orðum um 11 krónur
fyrir nef hvert.
Eins og gefur að skilja, er kostn-
aðurinn við læknishjálp aðalútgjöld
sjúkrasamlaganna. Það er því um
að gera fyrir þau, að fá sem bezt
kjör hjá læknum, eða með öðrum
orðum að fá læknishjálpina eins ó-
dýra og unt er. í Kaupmannahöfn,
öllum kaupstöðum og smærri þorp-
um og allvíða til sveita hafa sjúkra-
samlögin fasta samninga við lækna
um ákveðna þóknun árlega. Lækna-
launin eru enn þá dálítið mismun-
andi í hinum ýmsu landshlutum. Á
öllu Jótlandi eru þau nálega jafnhá,
og fá læknar hér sem ársþóknun
frá sjúkrasamlögum 11 kr. fyrir
hverja fjölskyldu og 5)4 kr. fyrir
hvern einhleyping, en fyrir einstæð-
an mann eða konu með börnum fá
þeir 8)4 kr. á ári. Launin eru
nokkru lægri í Kaupmannahöfn og
á evjunum.
Alt til þessa tíma hafa launin að-
eins numið 8 kr. fyrir fjölskyldu
og 4 kr. fyrir einhleyping. Og ekki
alls fyrir löngu voru launin enn þá
miklu lægri, og voru þannig í fyrstu,
er verið var að koma sjúkrasam
lögunum á stofn, allvíða aðeins 2
kr. fyrir fjölskyldu hverja á ári!
Þetta voru auðvitað mestu sultar-
laun fyrir læknana, en þeir voru svo
vægir í kröfum i fyrstu við sjúkra-
samlögin, til þess að þau gætu kom-
ið fótum undir sig og ekki farið á
hausinn jafnharðan og þau mynd-
uðust. Þetta hefir komið lækna-
stéttinni í Danmörku að góðu haldi,
því að það eru nú einmitt sjúkra-
samlögin, sem gefa þeim drýgstu
og vissustu tekjurnar; því á síðustu
árum hafa sjúkrasamlögin árlega
greitt hérumbil '3 ]/2 miljón kr. til
allra lækna landsins; og þegar þess
er gætt, að varla eru fleiri en 1500
sjálfstæðir starfandi læknar í Dan-
mörku, þá er það góður skamtur,
sem hver fær að meðaltali, ef að
jöfnu væri skift á milli þeirra; en
þvi fer auðvitað fjarri.
Auk föstu launanna fá læknar
aukaþóknun fyrir stærri upp-
skurði, þar sem að minsta kosti
tveir læknar þurfa að vera viðstadd-
ir, fyrir hjálp við barnsburð og fyr-
ir læknisstörf á sunnu- og helgi-
dögum, og á nóttum frá kl. 8 á
kveldin til kl. 8 á morgnana.
Milli sjúkrasamlaganna í sveit-
um og lækna eru venjulega engir
fastir samningar um árslaun.
Sjúkrasamlögin verða að greiða fé
fyrir læknastörfin eftir almennum
reglum og ákvæðum læknafélag-
anna. Ein læknisvitjun upp í sveit
t.d. kostar þannig 7 kr., ef hann
þarf að ferðast eina mílu vegar til
sjúklingsins, og viðræða eða lækn-
’ isráð fkonsultation) 2 eða 3 krónur.
j En læknar gefa þá sjúkrasamlögum
! þessum afslátt, er nemur 25% af
i allri upphæðinni. Sama afslátt gefa
I þeir á aukareikningum til kaup-
staðasamlaganna.
Þótt sveitasjúkrasamlögin fái
þennan tiltölulega háa afslátt, þá
eiga þau oft erfiðara uppdráttar en
þau sjúkrasamlög í kaupstöðunum,
er fasta samninga hafa við lækna
sína. Útgjöldin verða tiltölulega
hærri, einkum þegar kvillasamt er.
Þegar félagsmenn sjúkrasamlag-
anna þurfa á læknishjálp að halda,
verða þeir að snúa sér til einhvers
stjórnarfulltrúa og fá skírteini, er
vottar, að samlagið ábyrgist lækn-
inum borgunina. 1 sveitasjúkra-
samlögum þeim, sem engan samn-
ing hafa við lækna, mega félags-
menn snúa sér til hvers nágranna-
læknis, er þeir óska, og mega skiíta
eins oft um lækna og þeim sýnist.
Þegar þröngt er í búi hjá sjúkra-
samlögunum, verða félagsmenn,
auk hinna föstu mánaðartillaga, að
greiða hærra eða lægra aukagjald
fvrir hvert skírteini. Gjaldið nem-
ur vanalega 25—50 aurum. Lækn-
arnir safna öllum þessum seðlum
eða skirteinum saman og senda þau
aftur til formanna sjúkrasamlag-
anna ásamt reikningi fyrir hverja
3 mánuði í senn.
Það hjálpar oft mikið sjúkrasam-
lögunum, að efnaðri húsmenn og
bændur krefjast oft og einatt ekki
dagstyrks, þegar um stuttan sjúk-
dóm er að ræða og samlögin eiga
þröngt í búi. Dagstyrkurinn er líka
vanalegast miklu lægri í sveitunum
en í bæjum og þorpum.
„ •• 1* ÍC* timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir teguiKium, geirettur og au-
konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar til vetrarin*.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
---------------- Limlted ------------
HENRY ÁVE. EAST - WINNIPEG
SEGID EKKI
“BXS GBTT SKKI BOKGAB TAXKIÆKNI N*.’
Vðr yltum, .3 nú cengrur ekkl alt aB Oekum og erfltt er aB elcnaM
eklldlnsa.. Bf tll rlll, er oga þaB fyrtr beitu. J>aB kennlr oee, eem
verBum aB vinna fyrlr hverju centl, a8 meta rlldl penlnaa.
MIXNIST þesa, aB dalur sparaBur er dalur unnlnn.
MIXNIS'l’ þese elnnlg, aS TKNNTTB eru oft melra vlröl en penlngax.
HKIIjBRIGDI er fyrsta spor tll hamlngrju. þvl vsrBIB þér aB vernda
TKNNXTRNAR — Nú er timinn—hér er etaönrinn tll aö láta gen vM
tenuir yCer.
Mikill sparnaður á vönduðu tannverki
KINSTAKAU TENNUR $5.00 HVER BK8TA 29 KAR. GCLL
$5.00, 22 KARAT GUIjIjTKNN CR
VerC vort Ávnlt óbreytt. Mörg hondrnð manne nots sér hfB lágn ver$.
HVTCRS VEGNA KKKI pC ?
Fara yðar tilbúnu tennur vel?
eCa g&nga þmr lBulega Ar skorBum ? Bf þœr gera þaB, flnnlV þð tann-
laekna, eem geta gert vel vlC tennur yBar fyrlr vsegt verfi.
fG etnnJ yfinr sjAlfur—Notið fimtán Ára reynsiu vora vlð tannlmknlncm
$8.00 HVALBKIN OPIB A KVÖLDCM
U) -R. PAESONS
MeGRFEVY BIjOOK, PORTAGB AVH. Telefóon M. $00. Cppt yfls
Grand Trnnk fnrbréfa dcrifstofo.
S ö L S K I N
Stony Hill, Man., 6. júlí 1916.
Heiðraði ritstjóri Sólskins.
Eg þakka þér fyrir litla Sólskin-
ið. Eg er eins og hin bömin, mér
þykir undur vænt um það. Eg tel
aldrei eftir mér að hlaupa á móti
þeim sem kemur með póstinn, þrífa
af honum pokann, hlaupa með hann
inn og steypa úr honum á borðið
og hafa sem fljótastar höndur að
gripa blaðið “Lögberg”, og ná í
jnnra blaðið til að líta í Sólskinið.
En þó ber það ekki allsjaldan við
að einhver hendi verður fyrri til að
,ná í það en eg, og verða þá stundum
snörp viðskifti, en samt í gamni, og
ætíð er séð um að blaðið ekki
skemmist; eg á nefnilega tvær syst-
ur, sem vilja ná í það líka.
Hér fylgir vísa sem mömmu var
gefin í forskrift, þegar hún var á
mínum aldri. Hún er svona:
Lærðu að setja linu rétt,
lærðu rétt að stafa;
aldrei máttu blakkan blett
á bréfunum þínum hafa.
P. 0.
Eg á tvo bræður i hernum, sem eg
bið guð að leiða og varðveita, og
alla sem í þetta strið eru að fara
og eru farnir.
Eg hugsa oft um fólkið .sem má
líða píslir og þjáningar í striðs'lönd-
unum. í sambandi við það set eg
hér erindi sem eg hefi heyrt ekki
alls fyrir löngu:
Gefðu særðum sálar ró
sendu af himnum líkn og fró,
blæðandi hjörtun blessa i neyð,
bind um sár i lífi’ og deyð.
Með kærri kveðju og virðingu til
ritstjórans og allra Sólskinsbarna.
Villa S. E. horleifsson, (n ára.).
Hreiðrið.
Það stóð heima, að þegar eg
kom fram í dvmar á Lækjamóti,
þá gægðist blessuð sólin brosandi
fram undan skýi, spottakorn fyrir
ofan Víðidalsfjallið að mér virtist.
Eg flýtti mér inn aftur, þegar eg
var búinn að signa mig, því að það
var kominn tími til aö borða skatt-
inn.
“Það er undarlegt, að Trvggvi
og Guðríður skuli ekki fá smjör”,
hugsaði eg, þegar eg sá börnin vera
að naga þurt brauð. “Hvers vegna
fáið þið ekkert smjör við brauð-
inu?” spurði eg forviða.
“Þei, þei! Komdu með okkur!”
svöruðu þau í hálfum hljóðum.
Eg vissi ekki hvað til stóð, en
elti þau samt þegjandi, fyrst út á
hlaðið, og svo upp í móana fyrir
ofan túngarðinn.
“Héma eru blessaðir ungarnir í
hreiðrinu, en mamma þeirra er ekki
heima”, sagði Guðríður litla.
Eg sá nú ofurlítið hreiður, með
fjórum ungum í. Þeir teygðu upp
hálsana og opnuðu nefin sin litlu,
eins bg þeir ættu von á einhverju
sælgæti, enda urðu þeir ekki fyrir
neinpm vonbrigðum, því að leik-
systkyni min fóru nú að gæða þeim
á smjöri, sem þau höfðu haft með
sér innan í bréfi
Ungarnir urðu eins glaðir þegar
þeir fengu smjörið eins og börnin
þegar þau fá jólamatinn sinn.
Það var hrein og saklaus gleði,
sem skein út úr andlitum barnanna.
]>egar þau voru að gefa ungunum
smjörið sitt, enda eru þeir allir sæl-
ir, sem taka bitann frá munninum
á sér til þess að gleöja aðra og gera
þeim gott.
sólsk: xisr.
BARNABLAÐ LÖGBERGS
L AR. WINNTPEG, 3. AGtST 191« NR. 45
Gulllokkur og kórónan.
(Þýtt úr ensku).
Fyrir löngu, löngu var fátækur
hjarðmaður, sem átti konu og einn
son. Þáu bjuggu í bjálkakofa í
stórum skógi.
Pilturinn hafði langa og gula
hárlokka, sem glóðu eins og sólskin
og þess vegna var hann kallaður
Gulllokkur.
Eitt kveld fór hann að mæta
pabba sínum úti í skóginum; hann
viltist og rataði ekki heim.
Til allrar hamingju var haust og
alveg fult af berjum og hnetum á
trjánum; Gulllokkur var þvi ekki
svangur.
Eftir að hann hafði ráfað um
skóginn i þrjá daga, kom hann á
eyðilegan stað og leiðinlegan; og
eftir það lenti hann í svo þéttum
skógi að hann komst tæplega áfram.
Hann tróðst þó áfram smátt og
smátt þangað til hann komst þang-
að sem skógurinn var dálítið gisn-
ari og greiðfærari.
Loksins kom Gulllokkur að bláu
og fallegu liafi. Fis'kimenn voru
]>ar að draga upp net sín og einn
þeirra sá Gulllokk; hann kallaði og
sagði: “Hvaða dæmalaust er þetta
fallegur dtengur! Við skulum taka
þann og hafa hann heim með okk-
ur. Við þurfum dreng á skipið.”
Gulllokkur var orðinn viss um
að hann gæti aldrei fundið aftur
hjálkakofann sinn og leið þess
vegna mjög illa. Hann varð því
feginn að fara með fiskimönnunum.
Nú leið og beið. Þeir lögðu net-
in og vitjuðu um þau hvað eftir
annað, en fiskuðu ekkert.
Loksins kom gamall maður með
silfurhári til Gulllokks, fékk hon-
um net og sagði:
“Reynd þú nú, drengur minn,
hver veit nema þér gangi betur en
okkur.”
Auðvitað vissi Gulllokkur ekki
hvernig hann átti að leggja netið;
hann fleygði því út í sjóinn i
flækju ; og það var eitts og það fest-
ist á kletti í djúpinu.
Gulllokkur blóðroðnaði og
skammaðist sín fyrir klaufaskap-
inn; hann tók i netið og togaði og
spyrnti í eins og hann gat. Og
noksins' náði hann netinu upp.
Það var engin furða þótt netið
fyndis't þungt, þvi þegar það kom
upp var i þvi kóróna úr skíru gulli.
"Dýrð sé þér konungur”, hrópaöi
gamli maðurinn, og féll fram fvrir
Gulllokki. “Nú eru liðin hundrað
ár siðan seinasti konungurinn okk-
ar dó. Hann átti engan erfingja
og kastaði því kórónu sinni í sjéinn
og lýsti þvi vfir að ríki hans skyldi
vera konungslaust þangað til ein-
hver vrði svo hamingjusamur að
finna kórónuna.”
Fiskimennirnir reru undir eins
til lands og Gulllokkur stóð i skip-
inu með skínandi kórónuna á höfð-
inu. Fréttirnar um kórónufundinn