Lögberg - 17.08.1916, Page 1

Lögberg - 17.08.1916, Page 1
Peerless Bakeries ! Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauÖi. Ekkert sparað til að bafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1 1 B6-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4-140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FFMTUDAGINN 17. AGÚST 1916 NÚMER 33 Italir vinna hvern stórsig- urinn á fætur öðrum og Rússinn rekur Austur- ríkismenn á undan sér semfé í fjallgöngum. Bandamenn vinna á allar hliöar. Italir hafa gert mest skurk sí'ðan blaðið kom út seinast. Á föstudag- inn komust þeir svo að segja aS bænum Gorizia í Austurríki, og ér ekki taliÖ nema stundarspursmál að þeir taki þann bæ, en hann er mik- ils virði sökum þess að hann er nokkurs konar lykill að borginni Trieste, sem er aðalborg Austur- ríkismanna við Adriahafið. Italir tóku io.ooo fanga skamt frá bæn- um og allmikið af vistum og skot- færum. Leizt Austurríkismönnum ekki betur á blikuna en svo að þeir fóru burt með flota sinn frá Triest, en þar eru aðalflotastöðvar þeirra. Á mánudaginn tóku ítalir 2,000 fanga í viðbót og komust enn þá nær borginni. Aftur urðu ítalir fyrir því slysi að sprenging varð í herskipi Sem þeir áttu og Leonardo de Vinci het; var það 22,000 smá- lestir, 575 feta langt og 92 feta breitt, með 957 manns og 12 stórar byssur. Fórust 300 manns og mest af farangri. Þetta var á höfninni í Taranto á ítalíu. Rússar hafa einnig hamrað á Þjóðverjum og Austurríkismönn- um ; tóku þeir á f östudaginn 15,- 000 fanga skamt frá bænum Stanislau. Fóru Rús'sar yfir ána Koropice í Austurríki á föstudag- inn og tóku bæina Slobindkagurna og Fulvarki; sömuleiðis járnbraut- ina milli Montastzyska og Cyovt- koff. Mariampole í Galiciu tóku þeir á inánudaginn og hröktu Aust- urríkismenn á löngu svæði hjá ánni Bystritza. Á milli 4. og 11. ágúst hefir Scherbatchoff hershöfðingi Rússa tekið 367 herforingja, 16,594 her- menn, fjórar fallbyssur og 47 véla- byssur. Sami herforingi tók frá 5. júní til þessa tíma 1,263 herfor- ingja, 55,154 hermenn, 55 fallbyss- ur og 211 vélabyssur, en Latchitzky hershöfðingi Rússa tók frá 1. til 10 ágúst 171 hershöfðingja, 10,450 hermenn og 9 fallbyssur og 77 véla- byssur. Aftur á móti biðu Rússar lægra hlut í orustu við Tyrki á nokkrum stöðum þessa síðustu daga og urðu að láta þeim eftir bæina Mush og Bitly í Armeniu. Á vesturkantinum hafa Frakkar og Englendingar þokast áfram jafnt og*þétt og unnið áfram á öl'lu hersvæðinu. Þó unnu Þjóðverjar í orustu hjá Pozieres á mánudaginn, en l’retar unnu jiað aftur á þriðju- daginn sem þeir töpuðu daginn áð- ur. Canadamenn hafa verið færðir frá Ypress til Somme, þar sem að- alorustan stendur nú yfir og eru þeir þar 80,000. Verkamannafélögin og stríðið. Nýútkomnar skýrslur verka- manna félaganna i Canada sýna það að árið- sem leið hafa 120 deildir lagst niður og meölimatala hefir fækkað um 22,820 manns. Við lok ársins 1915 voru 143,348 manns,. en árinu áður 166,163. I mörgum héruðum er svo fátt orðið í sumum verkamannadeild- unum að þær eru tæpast til. En það eru dkki verkamanna félögin ein sem þessa sögu hafa að segja, nálega öll félög landsins eru ann- aðhvort sofandi eða aðgerðalítil nema þau sem að einhverju leyti hafa það fyrir stafni að vinna að hersafnaöi eða 'einhverju stríðinu til styrktar. Meira að segja kven- fclögin hafa mörg lagt niður starf sitt sem slík og snúist í bráðina úpp i stríðshjálparfélög. Hveitikaup. Hveiti hlefir skemst afarmikið í ýmsum pörtum Bandaríkjanna bæði af ryði og hagli. Af því leiðir það að Bandaríkin mundu þarfnast alls þess hveitis er Canada gæti selt. Þétta hefir það í för með sér aftur á móti að Englendingar fengju ekki það hveiti sem þeir þyrftu héðan, ef ekki væri tekið til nýrra ráða. Hefir það því Weyrst að Englend- ingar muni taka alt það hveiti er Canada geti selt fyrir ákveðið verð. Að sjálfsögðu verður það verð hátt, en illa er sagt að þeim sé við þetta, sem hveitiverzlun hafa og eru sum- ir afarhugsjúkir yfir. Bænarskrá eða áskorun hefir verið send til þingsins í Washing- ton um það að banna allan útflutn- ing hvieitís frá Bandaríkjunum. Skipum sökt. Á fimtudaginn var sökti einn þýzkur neðansjávarbátur sjö skip- um. Eitt skipið var fransikt, eitt norskt, tvö ítölsk, eitt japanskt og tvö ensk. Öllum mönnum var bjargað. Þjóðverjar sekta Dani Sú frétt stendur í “Ugebladet” 11. ágúst að Þjóðverjar hafi sektað Dani um $80,000,000 og Danir þori ekki annað en greiða sektina. Ástæðan er sögð sú að Þjóðverj- ar hafi haldið því fram að Danir levfðu Englendingum að fara ó- hindraö á neðansjávarbátum í fyrra vietur inn í Eystrasalt eftir Eyrar- sundi eða Stórabelti. Telja Þjóð- verjar það ómögulegt að Englend- ingar hafi komist það hvað eftir annað nema með leyTi eða að minsta kosti afskiftaleysi Dana. Til þess að komast að raun um hvort iþetta væri svo í raun og veru eða ekki, komu enskumælandi menn til dönsku stjórnarinnar, búnir í ensk sjómanna föt og báðust þess að mega fara óhindrað á neðansjáv- arbáti í gegn um Eyrarsund. Þetta leyfi segja þeir að hafi fengist taf- arlaust. Sögðu þeir Dönum að þeir ætluðu til Kiel á Þýzkalandi, og töldu því þetta greinilegt hlutleys- isbrot. Þ'egar neðansjávarbáturinn var kominn fram hjá Danmörku köstuðu skipverjar dularklæðum og tilkyntu svo þýzku stjöminni árang- urinn af njósnum sínum. Þarna kváðu Þjóðverjar Dam staðna að hlutleysisbroti og kröfð- ust þess að þeir greiddu $80,000,000 fyrir. Segir fréttin að Danir hafi ekki getað borið á móti kærunni og lofað að greiða sektina. Þetta hefði átt að fara leynilega, en þó borist út, eftir þvi sem frétt- in segir. Smuts hershöfðingi látinn. Flestir kannast við Tobias Smuts i Suður-Afríku. Hann sótti um forsetastöðu ]iar i landi á móti Paul gamla K rúgcr árið 1897 og var mjög framarlega í Búastríðinu. Smuts var þingmaður í Transwal og atkvæðamaður mikill í hvívetna. Hann andaðist nýlega eftir skamma legu. Vínsölubann- Atkvæði á að greilja um vínsölu- bann í British Columbia í haust 13. september. Ákvæði voru gerð um það að hermenn í Evrópu greiddu atkvæði um það og er W. D. Railev swidur til Englands sem 'fulltrúi bannmanna við atkvæðagreiðsluna. Bailey er kennari hér frá Winnipeg og mikill siðbótamaður; hann vann frábærlega vel i vor við atkvæða- greiðsluna i Manitoba, og er til ]>ess trúandi að líta vel eftir því sem fram fer. Enskar konur vakna. Eins og allif muna stóð yfir deila mikil á Englandi núlli stjórnarinn- ar og kvenfólksins' þegar stríðið hófst. En þegar ófriðurinn byrjaði hættu konur öllum kröfum i bráð- ina og sneru sér að því að vinna fyrir stríðið eða í sambandi við það. Mrs. Pankhurst og fylgjendur hennar lýstu því þó yfir að sömu kröfum yrði haldið fram að stríð- inu afstöðnu, aðeins með meira afli. Nú hefir það komið til orða að kosningarlögunum á Englandi verði breytt til þess' að veita mönnum at- kvæðisrétt er líf sitt séu að leggja í sölurnar fyrir þjóðina, en ekki hafa rétt til atkvæða eftir núverandi lögum. Þetta tækifæri kúeðast konur ætla að gríþa, og hefir Mrs. Fawcett lýst því yfir að ef kosningalögun- um sé breytt á annað borð verði það heimtað hlífðarlaust að konum sé veitt atkvæði um leið. Mrs. Fawcett þessi er ein allra helzta for- stöðukona kvenréttindamálsins á Englandi í þeim flokki sem var á móti því að beita ofbeldi. Hún segir að sumir haldi þvi fram að enskar konur ættu að fá atkvæði í launaskyni fyrir það hversu vel þær hafi komið fram i striðinu; en það kveður hún fjarstæðu; þar hafi konur aðeins komið fram eins og skyldan bauð þeim og eigi þær engin laun fyrir: “Vér þiggjum aldrei atkvæði sem laun fyrir netit”, segir hún, “en vér heimtum þau eins og það sem oss ber með réttu, eða öllu hfeldur, eins og eign sem vér höfum verið rændar með hnefarétti. Vér heimtum þau og hættum því aldrei fyr en þau eru fengin.” Plágan heldur áfram. Ungbarnaveikin í New York geysar enn og deyja frá 40 og upp í 50 l>öm á hverjum degi — stund- um meira. Alls hafa veikst 6,310 börn en 1,493 dáið. Læknarnir standa ráðalausir og geta ekkert að gert' _ Lík grafin upp. Þrir Kínverjar vort^ grafnir upp úr Brookside kirkjugarðinum í vikunni sem leið og fluttir austur til Kína til greftrunar. Einn hafði verið grafinn þar 1884, annar 1897 og sá þriðji 1899. Samkvæmt trú Kínverja verða þeir allir að graf- ast heima. pjóðverjar taka vistaskip. A föstudaginn var tóku Þjóð- verjar danska gufuskipið Stórabelti á leið til Newcastle á Englandi með 1700 tunnur af smjöri, 2000 tunnur af svínakjöti og afarmikið af eggj- um og fóru með það til Swine- munde. $70 pundið. Liturinn sem þýzka skipið Deutchland flutti til Bandaríkjanna er sagður svo góður að pundið af sumum tegundum er $70 virði. JÞað er sá litur, sem hvergi er bú- inn til nema á Þýzkalandi. Búnaðarskólarannsóknin. Galt dómari hefir verið útnefnd- ur til þess að rannsaka búnaðarskól- ann, en Hugh Philipps lögmaður fyrir stjórnarinnar hönd. Rann- sóknn byrjaði í vikunni sem leið og er búist við að þar komi margt sögulegt fram. 5000 húsviltra manna. Fellibylur kom í Coal River daln- um í Vestur Virginia fyrra mið- vikudag, með ofsaregni. Áin og lækir sem i hana renna uxu svo sikjótt að furðu sætti og fór yfir landið eins' og fossandi flóð; sópaði burtti með sér húsum og öllu sem fyrir varð. Er skaðinn metinn á $1,000,000 og að minsta kosti biðu 100 manns bana en 5000 hafa orðið húsviltir og fjöldi manna limlestir. Séra Baisler hækkar í tign. Margir íslendingar kannast við séra P. E. Baisler, prest í lútersku kij"kjunni ensku á horninu á Ellice Ave. og Maryland St. Hann hefir unnið upp söfnuð sinn hér með frá- bærum dugnaöi og hefir nú verið gerður að umsjónarmanni ensku kirkjunnar lútersku i Vestur Can- ada milli Fort William og Kyrra- hafsins. Séra Baisler byrjaði þennan söfn- uð hér með 14 manns fyrir átta ár- um, en nú er í söfnuðinum á þriðja hundrað manns. Cocaine- og opiumbann. Enska stjórnn bannaði á föstu- daginn allan innflutning á cocain og opium til brezku eyjanna. Er sagt að opium og cocaine nautn hafi aukist ]iar svo mjög upp á síðkast- ið að til vandræða horfi. "---” HINN FYRSTI ÍSLENZKI HEIÐINGJA TRÚBOÐI ■.... * Scra S. 0. Thorlaksson. Séra S. 0. Thorláksson Þess var getið nýlega í Lögbergi að hann hefði útskrifast í guðfræði af lúterska prestaskólanum i Chicago í vor. Hann las guðfræði i því augna- miði að gerast heiðingjatrúboði að afloknu námi og það efndi hann. Steingrimur Octavius Thorláks- son er fæddur 26. mai 1890 í Minne- ota í Minne’sota. Er hann sonur séra Steingríms N. Thorlákssonar prests í Selkirk og konu hans sem Erika heitir Rynúng og er norsk að ættum. Undirbúningsmentun fékk hann í Selkirk og gekk einn vetur á Westley College í Winnipeg. Þrjú sumur kendi hann á skólum i Manitoba, en haustið 1910 byrjaði hann nám á Gustavus Adolphus skólanum í St. Peter í Minnesota ríki og útskri'faðist þaðan 1913; byrjaði sama ár á guðfræðisnámi í Chicago og útskrifaðist þaðan í vor sem ileið. Tvö ár að undanförnu hefir hann unnið að heimatrúboðsstörfum fyr- ir kirkjufélagið. 12. mai síðastliðinn kvæntist hann ungfrú Karolínu Kristínu Thomas frá Winnipeg. 25. júní var hann vígður til prests af forseta kirkjufélagsins séra B. B. Jónssyni, en séra Stein- grímur faðir hans flutti vígsluræð- una. Þrítugasta júní var honum hátið- lega afhent heiðingjatrúboðsem- bættið. Gerði það séra B. B. Jóns- son fvrir hönd heiðingjatrúboðs General Counrils í fjarveru Dr. L. G. Abrahamsonar frá Rock Island, sem það átti að gera, en gat ekki komið því við. Allir prestar kirkjufélagsins voru viðstaddir og héldu fjórir prestar ræður. Séra B. B. Jónsson, séra K. K. Ólafsson, sé'ra Steingr. Thor- láksson og séra Baisler fá ensku). Séra Steingrímur stýrði guðsþjón- ustunni. Séra Octavius flutti ræðu að at- höfninni afstaðinni og fór alt fram hið hátíðkgasta og í viðurvist f jölda fólks. Daginn eftir lagði hinn ungi trú- boði af stað austur til Asíu ásamt konu sinni. Komu þau við í Wyn- yard og dvöldu þar þangað til um síðustu helgi. Þau sigldu frá Yancouver 24. ágúst og fylgja þeim hamingjuósk- ir allra Islendinga. Fréttir hindraðar. Þjóðverjar hafa farið þess á leit við Bandarvkin að þeir hlutuðust til um að Englendingar hættu að hindra,fréttir. sem sendar væru frá Berlin til Bandaríkjanna og fara yrðu gegn um London. Þessu svar- ar Robert OeCil lávarðurf á þá leið að fréttir frá Berlin séu svo ósann- ar og óáreiöanlegar að ef þær væru ekki hindraðar kæmust þær út um alt og gæfu ranga hugmynd um stríðið yfirleitt og einstakar orustur sérstaklega, nenva því aðeins að Englendingar gæfu þá út fréttir jafnótt i mótmælaformi, en það vilja þeir ekki gera; telja það ein- faldara að hleypa ekki út þýzkum fréttum, þegar þær geti veriö vill- andi og haft ill áhrif. Frost í Vestur Canada. 10. og 11. þ.m. var frost í ýmsum pörtum vesturfylkjanna. Mest var það i Wainwright í Alberta ^ stig og 1 til 3 stig viða annarsstaðar. William J. Burns tekinn fastur Hann er einhver frægasti leyni- lögreglumaður sem Bandaríkin eiga —-og jafnvel sá snjallasti i heimi. Hann hefir hvað eftir annað þótt ganga svo nærri persónufrelsi manna og beita svo ósvífnum að- ferðum að glæpsamlegt hefir verið talið. En hann hefir afsakað svg með því að atferli hans væri til þess að konva sannleikanum í ljós, enda hefir lögreglan hlíft honum svo að hneyksli hefir þótt ganga næst. Nú hefir þessi syndaselur loks- ins verið tekinn fastur í New York fyrir ódæði sem hann er sakaður um. Hefir dómsmálastjórnin í New Yonk kært hann fyrir það aö hafa brotist inn í lögmanns skrif- stofu og stolið bréfum og skjölum, og enn fnemur um það að hafa náð með svikum upplýsingum i gegn um talsima með því að hlusta á prívat- tal manna. Rurns á marga óvini eins og vænta má og gleðjast þeir yfir þesSu; enda hefir hann oft verið svo miskunnarlaus við aðra, að fá- ir munu syrgja það þótt hann verði að taka skamt af eigin meðulum. Jóns Bjarnasonar skóli. Fyrir þeim, sem komast vill áfram og verða að verulegum not- um, ier leiðin vanalegast torsótt fjallganga. Hann klífur upp emn hjallann eftir annan, og sæll er sá sem kemst upp á hinn örðugasta. Þéssu er eins farið með skóla og einstaklinga. Ekki vil eg staðhæfa, að skólinn sé kominn ypp á “örðugasta hjall- ann”, svo eg noti líkingamál úr einni sögu Einars Hjörleifssonar; •til þess er hann alt of ungur, og má vera að fastur f járhagslegur grund- völlur sé örðugasti hjallinn fyrir hann, en jafnvel þéim hjalla verð- ur náð ef fólk vort fær nógu sterka frú á fyrirtækinu. Hitt vil eg staðhæfa að í þessari litlu sögu, sem skólinn hefir nú eignast, hafi hann náð að minsta kosti all-örðugum hjöllum, og vert er fyrir alla, bæði meðmælendur og mótmælendur skólans, að athuga þetta, svo það verði sem bezt skilið hvert hann er kominn á þessum þremur árum, sem hann hefir lifað. “Enginn veit að hvaða barni gagn verður”, segir máltækið. Hinn pnga verður að reyna áður en hann getur hlotið viðurkenningu. Því er eins farið með skóla. Reynslan ein gettrr áunnið honum fult rtaust. Hegar skóli vor hóf göngu sina, höfðu sannaríega mjög fáir trú á fyrirtækinu. Fyrsti örðugi hjallinn var sá að fá nemendur. En reynsla fyrsta ársins sannaði að nemendur gátum vér fengið, ef vér gerðum ekki ver en aðrir. Fólk vort vildi gefa oss kost á að sýna hvað vér gætum, en ekki hafna oss að óreyndu. Og nemendafjöldi hefir aukist árlega. Fyrsta árið voru þeir 18, annað árið 28, en Jiriðja árið 34. Næsti örðugi hjallinn var námið sjálft eða prófsteinn þess, sem nem- endur vorir, eins og allir aörir nem- endur i sömu hekkjum í fvlkinu þurfa að standast, hjá mentamála- deildinni. Gat skóli vor kent hinar innlendu námsgreinir eins vel og aörir skólar í fvlkinu? Gátu nemendur fengið sömu mentastig með því að ganga á skóla vom eins og aðra skóla í þvi ríki? Gátu nemendur vorir staðist eins vel hið opinbera próf eins og aðrir nemendur? Um þetta var efast, og ekkert nema revnslan gat gefið fullnægjandi svar við þess- um spurningum. Hver er þá reynslan? Fyrsta árið gengu nemendur vor- ir ekki undir neitt opinbert próf. Háskólinn hafði fram að þeim tíma annast þetta próf og ekki krafist prófs fyr en að loknu tveggja ára námi. Einnútt það vor komst sú breyting á, að mentaskóladeild fvlkisins tók að annast alt mið- skólaprófið að vorinu, en þá voru nemendur vorir í þann veginn að fara heim, þvi vér höfðum þann vetur styttri skólatíma en vér höf- um siðan haft og þeir gátu tekið próf í öllu sem heyröi til fvrsta og annars árs námi næsta vor. Annað árið stigu þeir fram á or- ustuvöllinn í fyrsta sinn og sann- gjamlega verður sagt að þeim hafi tekist sæmilega. En þá er að athuga prófið síðast- li'ðið vor, í lok þriðja skólaársins. Þrátt fyrir það að skólinn, siðast- liðinn vetur, misti nokkra hinna ágætustu nemenda sinna í herinn, og þrátt fyrir það að engum nem- anda sem var á skóla í skólalok var bannaö að ganga undir próf (sem er tiöast gjört í skólum hér) stóð- ust þó prófið 18 nemendur af þeim 20 sem undir það gengu. Og þessi útkoma hygg eg að muni vera með- al hins allra bezta í þessu fylki. Verð eg því að skjóta því undir álit almennings hvort vér getum ekki kent hinar innlendu námsgreinar eins vel og aðrir. Þeir nemendur, sem fóru frá oss j herinn, fengu viðurkenningu frá háskólanum fyrir árs námi, sem jafngildir prófi. Þess skal ennfremur getið, að skóli vor var í þetta sinn eini mið- skóli í Manitoba, sem sendi nem- endur til prófs hjá mentaskóla- deildinni í íslenzku. Og vér erum eini skólinn af þeim er senda nemendur til þessa prófs, sem veitir nokkra tilsögn í kristin- dómi. Hér birtast svo myndir og stutt æfiágrip þeirra er útskrifuðust við prófið og eins hinna er gengu i herinn og fengu viðurkenningu fvrir fullnaðar (11. bekkjar) prófi. Sifturbj. Kinarsson. Agnes Jónsson. Gilb. J. Jónsson. Sig'. J. Kiríksson. Jóh. 6. Olson. Karl H. Tliorkolsson. SiR'nrbjörg' Kinarsson er fæúd í Sayreville i New Jersey- riki 22. Marz 1898. Foreldrar henn- ar eru Jón Einarsson og IngrigerÖur Hannesdóttir. pegar hún var eins árs gömul flutist hún meö foreldrum slnum til Winnipeg og hefir átt þar heima stöan. VoriÖ 1912 lauk hún barnaskólanám, en haustiö 1913 inn- ritaöist hún 1 Jóns Bjarnasonar skóla og hefir nú útskrifast þaðan. Hún hefir I hyggju kennarastarf eins fljótt og auMÖ verður. Agnes Jónsson er fæd.d 25. Júlí 1898 I Minneota I Minnesota-ríki, dótttr séra BJörns B. Jónssonar og fyrri konu hans Sigur- Bjargar Stefánsdðttur. Gekk á barna skóla í Minneta og lauk þar námi voriö 1912 og var svo tvö ár á miti- skóla þar I bæ. Vorið 1914 flutist hún með föður sínum til Winnipeg, stundaði þar nám við einn miðskóla Winnipegbæjar næsta vetur. en var síð&stliðinn vetur á Jðns Bjarnason- ar skóla og útskrifaSist nú þaöan. Karl Baklvin Thorkelsson er fæddur 1. Febr. 1896 í Winnipeg og er sonur Gufijóns heitins Thor- kelssonar og konu hans Lilju Sezelju Jðnsdóttur. pegar Karl var fjögra ára fiuttist hann með foreidrum sín- um til Marshland og þar fékk hann alþýðuskólamentum HaustfS 1913 innritaðist hann I Jóns Bjarnasonar skóla og var meðal fyrstu nemenda þar. Hefir hann nú lokið námi þar og hygst I framtíðtnni að stunda læknaskólanám. Jóhannes 6lafnr Olson er fæddur 2. Marz 1894 I Winnipeg. Foreldrar hans eru Haraldur Olson og kona hans Karítas Hanslna Ein- arsdóttir. 1 Winnipeg hefir hann á- valt átt. heima. Hann útskrifaðist úr barnaskóla vorið 1908, stundaði nám á miðskóla I bænum um stund, svo á verzlunarskóla, vann svo á banka hálft þriðja ár. Tvo síðustu vetur stundaði hann nám við Jóns Bjarna- sonar skóla. Hinn 25. Marz gekk hann I 223. herdelld, en fékkk við- urkenningu háskólans fyrir fullnað- ar (11. bekkjar) prófi. Sigurður Jónsson Kiríksson er fæddur 23. Júnl 1893 I Mýrasýsiu á íslandi. Faðir hans, Jón Eirlksson, kom frá íslandi árið 1900 og býr nú I Grunnavatnsbygð I Manitoba, en móðir hans, Ingibjörg porkelsdóttir, er dáin. Sigurður hefir notið tilsagn- ar I barnaskólanum að Vestfold, slð- ar I Wesley Coliege og nú slðast 1 Jóns Bjarnasonar skóla. innritaðist þar haustið 1914, tók próf annars bekkjar næsta vor með 1B einkunn. Síðastliðinn vetur var hann þar þangað til hann gekk I 107. herdeild, en fékk viðurkenningu háskðlians fyrir fullnaðar (11. bekkjar) prófi. Gilbert J. Jónsson er fæddur 15. Sept. 1899. þar sem foreldrar hans, Filippus Jónsson og pórdís þorsteinsdóttir. þá áttu heima, fau komu frá Islandi fyrir meir en 25 árum, en hafa nú allmörg ár búið I grend við Stony Hill pósthús I Grunnavatnsbygð. Fékk Gilbert fræðslu I Stony Lake skólanum og stðan I Jóns Bjarnasonar skóla. þar innritaðist hann haustið 1913 einn hinna fyrstu nemenda. Vorið 1915 lauk hann annars bekkjar prófi með 1B einkunn. Laust eftir miðjan slð- asta vetur gekk hann I 107. herdeild en fékk viðurkenningu fyrir fulln&ð- ar (11. bekkjar) prófi. Bæklingnr til fræðslu um skól- ann sendir undirritaður hværjum sem óskar. Sendið allar fyrirskurnir um skólann á skrifstofu hans, 720 Beverly St., Winnipeg. Skólinn byrjar fjórða starfsár sitt, ef g. 1. föstudaginn 22. sept. Allir væntanlegir nemendur ættu að láta undirritaðan vita hið fljót- asta. A skrifstofu Jóns Bjarnasonar skóla, 14. ág., 1916. Rúnóljur Marteinsson. skólastjóri. Bæjarfréttir. Mrs. L. H. J. Laxdal frá Kanda- har, ásamt tveim börnum sínum, fór heim til sín í gærkveldi eftir nokkra dvöl í Norður Dakota og Argyle, þar sem hún hefir verið að heimsækja kunningja og frænd- fólk. Þórður Kolbeinsson, sem getið var um að látizt hefði á Akureyri 14. maí var sonur Kolbeins Ama- sonar kaupmanns á Akureyri. Miss Knstín J. Pétursson frá Gimli, lagði af stað vestur til Kyrra- hafsstrandar á fimtudaginn var. Kemur hún fyrst við í Wancouver, en fer síðan suður til Seattle, þar sem hún býst við að dvelja um lengri tíma. Fylgja henni heilla- óskir margra kunningja og vina. Asgeir Fjeldsted undirforingi í 223. deildinni var skorinn upp á sunudaginn við Ixitnlangabólgu. Yar hann fluttur dáuðveikur norðan frá Árborg og kom kona hans með hon- um. — Dr. Brandson skar hann upp og liður honum nú eftir vonum, Sigurjón Sigurðsson kaupmaður frá Árborg var á ferð í bænum á mánudaginn í verzlunarerindum. Samsœti. Dr. Sveinn Rjörnsson, sem getið var um síðast að farið hefðti vestur til Leslie, kom aftur á fimtudaginn með konu sína. Hann fór vestur til Jiess að kvongast. Kona hans er Maria Laxdal, dóttir Grims Laxdals bonda að Kristnesi, en brcðurdóttur Jóns Laxdals tón- skálds i Reykjavik. — A fimtudags- kveldið var þeim hjónum haldið samsæti í Tjaldbúðarkirk juiini. Sveinn hefir lieyrt til þeim sÓfnuði og verið þar ötull starfsmaður. Voru á samsætinu staddir ýmsir vinir og kunningjar þeirra lijóna. Séra F riðrik Bergmann flutti ^a£ra °S skýrði skyldur og köllun læknisins. og það mikils- verða verk sem góður og samvizku- samur læknir gerði. Hann lagði áherzlu á það að læknirinn mætti með engu móti og undir engum kringumstæðum láta hugfallast, hversu sem gengi og hvernig sem þakkðð væri; jafn vel þótt andvök- ur og áreynsla og samvizkusemi værti launuð með vanþakklæti. Og hann minti konuna á að vera hug- hrevstingar ljós manni sínum heima fyrir þegar hann kæmi úr ferðum sínum, ýmislega fyrir kallaður. — Dr. Sig. Júl. Jóhannesson talaðí e nnig nokkur orð til heiðursgest- anna. Mrs. P. Dalmann söng kvæð- ið “Sólskríkjan” eftir Þ. Erlings- son með lagi Jóns Laxdals, föður- bróður brúðarinnar. Var hún köll- uð fram aftur. Bjöm Metusalems söng þriggja erinda kvæði, sem nokkrir lögðu saman að yrkja þar í kirkjunni á meðan verið var að biöa eftir heiðursgestunum. — Að endingu ávarpaði læknirinn og brúðguminn gestina ; þakkaði söfn- uðinum fyrir samvinntt og vinar- þel og hét honum framtíðar fylgi sinu og sömuleiðis þakkaði hann heimsóknina. Samsætið var í alla stáði skemtilegt og stóð það yfir til klukkan 11.30. Á föstudágs- morguninn fóru iingu lijónin heim til sín norður að Gimli og hafa í fylgd með sér hamingjuóskr allra.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.