Lögberg - 14.09.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.09.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1916 SSflbtrg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,!Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE OOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winniptg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS. Sýnilegur árangur. (Frh.). Tveir voru merkastir þessara skóla, þeir voru í Haukadal og Odda. í Haukadal var forstöðu- maðurinn Hallur pórarinsson, en í Odda Sæmund- ur Sigfússon hinn fróði. Aðaláherzluna lögðu þessir skólar á þjóðleg fræði og voru þeir aðaluppspretta hins fornís- lenzka bókmentalífs. Svo má segja að Haukadalsskólinn hafi fætt þjóðinni Ara fróða og með honum fslendingabók, en Oddaskólinn var andleg móðir Snorra Sturlu- sonar. Er það merkilegt að Sæmundur fróði var um tíma horfinn frá þjóðerni sínu með öllu og búinn að gleyma tungu sinni. Hafði hann sem ungur maður og fróðleiksfús farið til pýzkalands, Frakk- lands og víðar til þess að afla sér mentunar og hugurinn smám saman leiðst í burtu frá öllu ís- lenzku; en Jón ögmundsson sá er fyr var getið og síðar varð biskup fann hann erlendis af hendingu einni og fór með hann heim með sér. Varð Sæmundur ekki lengi að átta sig og varð einhver hinn nýtasti maður sem fsland hefir átt og eldheitasti þjóðernis frömuður. Skóla hans í Odda hefir lengi verið við brugðið fyrir áhrif og lærdóm þeirra sem þar kendu, bæði undir hans eigin stjórn og afkomenda hans. f ræðu þeirri sem Goðmundur skáld Kamban flutti hér á íslendingadaginn tók hann það rétti- lega fram, að ef íslendingar ætluðu sér að skara fram úr öðrum þjóðum að einhverju leyti, þá yrði það að vera þar sem yfirburðimir væru ekki komn- ir undir höfðatölu; þetta er hverju orði sannara. pjóðin er svo fámenn, að hún getur aldrei kept um neitt það sem komið er undir atkvæðum né fjölda. pað eru listimar og um fram alt bókmentimar sem íslendingar hafa orðið frægastir fyrir, þar verða þeir að reyna að halda sínu ef þeir eiga ekki að deyja sem þjóð er heimurinn viti af. Og hvað sem tízkan kann að megna og hver sem aldarhátturinn verður í bókmentafyrirkomu- laginu, þá er það víst að ljóðagerðin hefir verið fjöregg þjóðar vorrar á umliðnum öldum og hún heldur áfram að vera það. peir sem ekkert sjá né heyra annað en verald- lega muni telja ljóðagerð lítils virði, og leggja það helzt til að hún sé fyrir björg borin. En sann- leikurinn. er sá að vafasamt er hvort þjóðin væri til ef það væri ekki fyrir ljóðin sem hún á og allar afleiðingar þeirra og áhrif fyr og síðar. Takið í burtu úr íslenzku þjóðlífi áhrif af ljóð- um Egils Skallagrímssonar, Hallgríms Pétursson- ar, Eggerts ólafssonar, Bjama Thorarensens, Jónasar Hallgrímssonar, Steingríms Thorsteins- sonar, Matthíasar Jochumssonar, Benedikts Gröndals, Einars Benediktssonar, Kristjáns Jóns- sonar, Hannesar Hafsteins, Guðmundar Friðjóns- sonar, Guðmundar Guðmundssonar, þorsteins Er- lingssonar, Valdimars Briem og síðast en ekki sízt Stephans G. Stephanssonar og margra fleiri, og hvað verður eftir? Ekkert nema köld eyðimörk og gróðurlaus á því svæði þjóðlífsins sem allra blómlegast hefir blasað við augum alheimsins. Grikkir fengu mann er Tyrtæeus hét til þess að yrkja hersöngva og hvetja til hreysti og er sagt um einstök erindi hans að þau hafi tvöfaldað hemaðardug liðs þess er hann orti fyrir. Enda þarf engra sögusagna um áhrif ljóða þegar þeim fylgir hiti og styrkleikur. pað er viðurkendur sannleikur að “Guð er sá sem talar skáldsins raust”. Vér þurfum ekki annað en stinga hend- inni í vom eigin barm. Vér finnum það öll og vit- um að þegar vér hlustum á mann flytja ræðu, þá verða þau áhrifin dýpst á oss og varanlegust er hann hefir með ljóðum sem hann tilfærir efni því til liðveizlu, er hann ræðir um. Heyrið fallega flútt erindið: “Hvað er svo glatt” o.s.frv. og takið eftir þeirri hlýju sem streymir um allan yðar innra mann. Leysið er- indið upp í óbundið mál og heyrið það svo lesið jafn vel með sömu orðum, og þér munuð komast að raun um að áhrifin verða önnur eða minni. Nei, ljóðagerðin má ekki glatast; hún er eins og vér sögðum fyr, fjöregg þjóðarinnar. Hún er andlegt málverk sem öllu öðru fremur getur skygnst inn í alla heima mannlegra tilfinninga og stefnt þeim í hjartastað þeirra sem ljóðin heyra. pað er eftirtektavert, sem getið var um í þjóðernisbaráttu Gizurar biskups fsleifssonar í Skálholti, að hann lét blátt áfram kenna ljóðagerð í skóla sínum. Nokkrir íslenzkir námsmenn í Reykjavík tóku sig til árið 1893 og mynduðu félag til þess að læra og kenna Ijóðagerð. f því voru meðal annara Guðmundur Guðmundsson skáld, Jóhann Sigur- jónsson skáld, séra ólafur sonur Valdimars biskups Briem, Lárus Sigurjónsson, Stefán Bjömsson fyr- verandi ritstjóri Lögbergs, sá er þetta skrifar og fleiri. petta var kallað “Hagyrðingafélag” og áttu menn þar oft glaða stund. A því teljum vér engan efa, hvað sem aðrir kunna að halda, að félagið hafi talsvert áunnið sem skáldspaparleg kenslustofnun og vér erum sannfærðir um að mörg hinna fögru kvæða sem Guðmundur Guðmundsson hefir ort hafa verið inn- blásin frá þeim tíma. petta félag naut virðinga og álits heima og þótti skynsamleg tilraun til þess að kenna og læra að yrkja. par var það mönnum ljóst að ljóðagerð er list sem lærist með æfingu, tilsögn og aðfinn- ingu alveg eins og hvað annað, þótt hún verði að vera manni í eðli gefin til þess að geta komist þar langt eða gert vel—en svo er um flest. Hér vestra var samskonar félag stofnað árið 1902 eða 1903 og er það enn á lífi, þótt andardrátt- urinn sé ekki hávær nú sem stendur. Og það er víst að út frá því félagi eiga Vestur-íslendingar marga góða vísu og kvæði sem aldrei hefði orð- ið til ella, eða hefðu verið ver úr garði gerð og því minna virði. Gizur biskup fsleifsson vissi hvað hann fór þegar hann taldi það þjóðinni hollustu að kenna ljóðagerð, og þótt hlegið væri ef til vill að honum ef hann væri uppi nú og vildi stofna sams konar skóla, þá hafa engir aðrir betur gert en hann í þjóðernis baráttunni. Sá andi virðist að færast yfir allar þjóðir nú að leggja niður ljóðagerð í föstu formi. Rímlaus ljóð eru að koma í stað hinna fögru og formföstu kvæða, en rímlaus ljóð eru eins og vængjalausir fuglar; áhrif þeirra tapast, þau festa aldrei eins djúpar rætur í hugum þjóða og einstaklinga. pað að sleppa ríminu er banatilræði við feg- ursta form hins fullkomnasta skáldskapar. pegar rímið hverfur þá hættir það að vera “guð sem talar skáldsins raust”. Ef þér leysið upp alla Passí.usálmana í óbundið mál, þá eru helgiáhrif þeirra að miklu horfin og svo er með öll önnur áhrifamikil ljóð. pví hefir verið haldið fram í blaði vor á meðal að kvæði þau sem ort séu á íslendingadögunum séu einskis virði; en þér megið trúa því að væru öll minni íslands sem hér hafa verið flutt og ort í síðastliðinn aldarfjórðung prentuð í eina bók, þá væri þar góður vísir til viðhalds íslenzku þjóðerni, sérstaklega ef kvæðin væru öll prentuð með lögum eða nótum og iðulega sungin. Hér eftir þarf sú regla að komast á að öll kvæði sem ort eru fyrir íslendingadaga séu sungin af æfðum flokki; að minsta kosti íslandsminni. pví hefir verið haldið fram að árangur af ís- lenzka skólanum hér hjá oss gæti ekki orðið telj- andi. En mættum vér spyrja, mundu ekki þeir sem því halda fram hafa flutt sömu kenninguna, hafa lýst sama vantraustinu, komið með sömu úrtölum- ar ef þeir hefði verið uppi á dögum Gizurar biskups ísleifssonar? Mundu þeir þá ekki hafa talið það heimsku næst og þýðingarlaust að stofna skóla til þjóðem- is viðhalds ? Jú, vafalaust. Og þótt menn ef til vill haldi því fram að þar og þá hafi staðið öðruvísi á, þá er það létt á voginni. peir sem sjá óyfirstíganlega erfiðleika hér nú, mundu ekki síður hafa séð málinu örðuga leið framundan heima í þá daga. peir sem þeirri stefnu fylgja að vilja aldrei eða nenna aldrei að leggja neitt í sölurnar nema því aðeins að árangurinn sjáist áður en verkið er hafið, eru samir hvar og hvenær sem þeir eru uppi. Gizur biskup átti við ýmsa erfiðleika að stríða í þjóðemisbaráttu sinni, en hann hafði trú á starf- inu, þrek til þess að hefja það hvað sem sagt var og elju til að halda því áfram hvemig sem gekk. Og árangurinn varð sýnilegur og er sýnilegur enn þann dag í dag. Enginn getur með tölum talið hversu mikið íslenzkt þjóðerni á að þakka þeim eina manni og skóla hans. Gizur biskup stofnaði þennan eina skóla aðal- lega, en út frá starfi hans og áhrifum var það að aðrir skólar ri§u upp í landinu, eins og drepið hef- ir verið á. Hann gekk á undan öðrum í því drengi- lega og höfðinglega tiltæki að gefa föðurleifð sína, höfuðbólið Skálholt til þess að þar skyldi vera biskupsstóll og skóli. Að hans dæmi fóru nokkrir aðrir höfðinglynd- ir menn og var árangur af verki hans þannig sýni- legur. Tvö slík höfuðból auk biskupsstólanna hafa þegar verið nefnd og má svo segja að eigendur þeirra hafi lagt fram bæði jarðimar og sjálfa sig þjóðlegri mentun og menningu til viðhalds. Eins og ísland var í þá daga skift aðallega í tvent, Norðurland og Suðurland með Hólum að höfuðbóli nyrðra og Skálholti syðra, eins er ástatt nú fyrir oss Vestur-fslendingum. Hér em einnig Sunnlendingar og Norðlendingar — Bandaríkja- menn og Canadamenn. Hverjir eru nú þeir íslenzkir höfðingjar hér vestra meðal vor, sem leggja vilji þann skerf til viðhalds íslenzku þjóðemi að þeir gefi föðurleifð sína til höfuðbóls í því skyni? Er nokkur maður svo íslenzkur í Canada meðal vor að hann vilji gefa “Hóla”, sem vera skuli höf- uðból þeirra Vestur-íslendinga sem í Canada búa, í líkingu við þá stofnun sem Gizur biskup fsleifs- son kom á fót á íslandi til foma? Og er nokkur höfðingi til vor á meðal sem á sama hátt og í sama tilgangi vilji gefa “Skálholt”, sem verði höfuðból sunnan línunnar — á Suður- landi, í líkingu við það sem Skálholt var heima á dögum Jóns biskups ögmundssonar? í sannleika væru þess konar rausnargjafir ekki nema mannsverk, en hver getur reiknað þau eilífu áhrif sem slíkt gæti haft? pað er ekkert efamál að ef einhver Canada- fslendingur hefst handa og leggur fram “Hóla”, þá stendur ekki á “Skálholti” syðra. petta er alvörumál; hugsið um það; látið það ekki 3em vind um eyrun þjóta. Hver veit nema saga Vestur-íslendinga eigi það eftir að geta slíkra höfðingsverka. (Frh.). Ráðherramálin. í síðasta blaði var skýrt frá úrslitum þeirra eða réttara sagt úrslitaleysi. Fréttin um málið barst blaðinu rétt áður en það var prentað, og því varð það ekki rætt eins ítarlega og vera bar. Til þess að sýna að ummælin í síðasta blaði voru ekki út í bláinn; sýna að vér erum ekki einir um þá skoðun að allar sakir sem á ráðherrana voru bornar hljóti að álítast réttar, prentum vér hér í blaðinu nefndarálit konunglegu rannsóknar- nefndarinnar, sem skipuð var þremur valinkunn- um dómurum og báðir flokkar samþyktu. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu að allar kærumar væru sannaðar. Verður þar tæplega um kent pólitísku fylgi, þar sem einn dómarinn var leiðtogi conservativaflokksins og stjórnarformað- ur canservativa-stjómarinnar. petta nefndarálit er fróðlegt og greinilegt og ættu menn að lesa það gaumgæfilega. pað er einkennilegt að blaðið “Tribune”, sem er óháð öllum flokkum, flutti svo líka ritstjómar- grein þeirri sem Lögberg flutti um úrslit málsins að svo að segja sömu setningarnar eru í báðum blöðunum og komu bæði blöðin út sama daginn. Byrjun á “Tribune” greininni er þannig: “Köllun ráðvandra blaða er ekki síður erfið, ógeð- feld stundum og ábyrgðarmikil en þær skyldur sem lagðar eru á herðar dómsmálastjóranum eða dómara eða kviðdómi í því að halda fram réttlætinu gegn ranglætinu og krefjast þess að óhlutdrægni og réttlæti sé viðhöfð og hegning látin koma niður á þeim sem hana verðskulda samkvæmt lögum landsins og heilbrigðri skynsemi. Frá því fyrstu áreiðanlegu líkur komu fram um hið svívirðilega atferli manna í opinberri stöðu, sem gerðust landráðamenn hjá þjóð sinni og gengu í félag við aðra samsærismenn í því skyni að ræna ríkisfjárhirzluna—og rændu hana—hefir það verið heilög skylda þessa blaðs og allra annara blaða, sem með réttu geta vænst virðingar þjóð- félagsins að krefjast fyrst konunglegrar nefndar og síðar rannsóknar fyrir lögregludómi, sem nið- urstaða nefndarinnar fullkomlega krafðist ásamt hinna blygðunarlausu játninga og glæpa sannana, sem svo voru fullnægjandi að engum gat blandast hugur um réttmæti kæranna og sekt vissra manna, sem trúað hafði verið fyrir því að fara með fé þjóðarinnar og málefni fylkisins. Eftir langan og leiðinlegan drátt svo mánuð- um skifti; eftir að yfirstignar höfðu verið allar laga flækjur, bæði gildar og ógildar, sem kunnar voru hinum frjósama flækjuheila vissra lögmanna eða sem þeir fundu upp, var málsókn loksins hafin. Eftir sex eða sjö vikna ræður, ávörp, fram- burði, útúrsnúningsspumingar, mótmæli svo hund- ruðum skifti ef ekki þúsundum, sýningar, jafnvel áflog og hótanir, flækjuspurningar til vitna stund- um hógværar og stundum þvert á móti, jafnvel móðgandi og ósvífnar; eftir mótmæli kviðdóms- ins gegn drætti málfærslunnar. — Já, eftir þetta alt hefir loksins sést fyrir enda málsins—í bráð- ina.--------- Enginn efi verður á því í hugum allra sann- gjarnra og óháðra borgara að réttlætið hafi hér farið út um þúfur.--------- pegar misgerðamenn eru staðnir að því ómót- mælanlega að stela—þegar komið er að þeim með þýfið í höndunum og þeir svara ekki nema ósvífni og bjóða lögum landsins og réttarfari byrginn, og setja sig upp á háan hest í ræningjasætinu í stað þess að játa í einlægni yfirsjónir sínar, iðrast þeirra og beygja sig viljugir undir sanngjarna hegningu. — Já, þegar glæpamennirnir koma þannig fram, þá er það ekki einungis að alt rétt- læti sé snoppungað, heldur má svo segja að mönn- um sé farið að þykja sómi að skömmunum. Og ef stjórnleysi, lögleysi, spilling og alt ilt sem því fylgir á ekki að verða hér alráðandi, þá verður að krefjast þess og endurkrefjast að réttlæti og vald laganna nái fram að ganga, hvað sem fyrir verður. Lögin, eins og þau hafa birst í málsókn þeirri sem hér er ný afstaðin, hafa ekki samþykki þjóð- arinnar og eiga ekki að viðurkennast af henni. Á öðrum stað birtum vér niðurstöðu Mathers háyfirdómara, Sir Hugh John Macdonalds og D. A. Macdonalds dómara. peir heyrðu sama framburð og kviðdómurinn, sem ekki varð sammála. Auk þess heyrðu þeir vitnisburð hinna ákærðu ráðherra. Mismunurinn á niðurstöðu þessara þriggja dómara og niðurstöðu kviðdómsins er mismunurinn á milli heilbrigðrar skynsemi í dómi sínum um augljósa, ómótmælanlega staðreynd sem sönnuð er með vitnisburðum og skjölum og ó- greinilegri niðurstöðu manna sem annaðhvort eru blindaðir af hlutdrægni, alveg leiddir af lögmanna- ílækjum eða ófærir til þess að skilja sannleikann þegar hann kemur þeim fyrir sjónir. pað er óþarft að nefna hér allar þær ástæður, sem að því leiddu að alt réttlæti fór í handaskol- um í þessu máli, en vér erum samdóma blaði sem nýlega sagði að það væri grátlegt hversu kæru- lausir menn væru alment um málefni þjóðarinnar, þegar um það væri að ræða að hegna fyrir glæpi sem framdir séu gegn ríkinu. “Vegna þessa langvarandi kæruleysis”, segir blaðið, “elzt þessi kynslóð upp við það að sjá menn sem svívirðilegustu glæpir hafa sannast á, ekki einungis sleppa við lagahegningu, heldur jafnvel kosna af hinni afvegaleiddu og villuráfandi þjóð í æðstu trúnaðarsæti.” Mr. Bonnar talaði orð út úr hjarta allra rétt- hugsandi manna og stjórninni samboðin þegar hann skoraði á kviðdóminn að lýsa vanþóknun á þeim mönnum, sem trúað hefði verið fyrir opin- berri stöðu og svikið hefðu þjóðina og fómað nafni og virðingu fylkisins og fólksins fyrir eigingimi og óhlutvendni. Hann krafðist dómsúrskurðar kviðdómsins, sem verið gæti aðvömn til þjóna þjóðarinnar og undir þeim úrskurði kviðdómsins var það að miklu leyti komið hvort stjórnmála- menn í þessu landi þyrftu að vera heiðvirðir menn eða ekki. i THE DOMINION BANK STOFNSETTUK 1871 Bankastörf öll fljótt og samvlzkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögð á a'5 gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. 8. BUKGER, Manager. Réttlæti laganna hefir hlotið alvarlegan hnekki við þetta hér í landi. En látum oss vænta leið- réttingar og lækninga. Verðug virðing ber þeim níu kviðdómsmönnum, sem feldu rétt an úrskurð samkvæmt skýlausum sönnunum, en hina þrjá öfund- um vér ekki af því að glíma við sína eigin samvizku.” pannig er partur af því sem “Tribune” hafði um málið að segja: “Síðan rannsóknum hætti höf- um vér átt í allhörðum orðasenn- um við nokkra menn sem kenna stjórninni um misfarir málsins. En sá er steinblindur sem ekki sér það að hún hefir gert skyldu sína. Stjórnin var ásökuð til skamms tíma fyrir það að of- sækja hina ákærðu. Auðvitað náðu þær staðhæfingar engri átt; málið var sótt á hendur- þeim með hinni mestu samvizkusemi. Nú er reynt að telja mönnum trú um að stjóminni sé um að kenna að ekki fékst dómur, en það er jafn fráleitt og jafn glæp- samleg staðhæfing. Stjómin hefir fengið bezta lögmann sem landið á til þess að sækja málið, enda hefir hann sótt það einarð- lega og vel. Stjórnin hefir út- vegað öll skjöl sem fáanleg voru, látið sækja öll vitni sem bent var á, hvar sem þau voru og látið málið ganga eins krókalaust, samyizkusamlega og hlífðarlaust og framast var unt. pað hvem- jg lómar falla er alls ekki í valdi stjómarinnar; það eina sem hún getur er að láta rannsaka að nýj u og áfrýja dómnum og fullnaðar- eða æðsta dómi verður hún að hlíta hvernig sem hann verður. peir sem álíta að sekt hafi sannast á hina kærðu—og hver er sá er í alvöru efast um það— þeir verða að kasta steini á dóm- arann og kviðdóminn, en stjórn- in á þar engan hlut að máli. Rúmgóða þjóð- kirkjan eftir Séra SIGURÐ STEFÁNSS0N Mikill er fögnuiiurinn í herbúS- um nýju guðfræbinnar yfir hæsta- réttardöminum í Arboe Rasmussens málinu. ÞaS er og eölilegt eftir þeim skilningi höfuöprests hennar hér á landi, prófessors J. H., á þessum dómi. FullkomiS kenningarfrelsi, full- komiS hugsunarfrelsi kennimanna þjóSkirkjunnar, fuIlkomiS jafnrétti nýju guSfræSinnar viS hina gömlu í þjóSkirkjunni, óskoraS heimilis- fang þar fyrir hvern þann heima- mann, sem veit sig byggja á grund- velli heilagrar ritningar eins og skynsemi hans gerir grein fyrir vitn- isburSi hennar og eins og þessi vitn- isburSur nær tökum á samvizku hans, þótt kenningar hans komi í bág viS játningarrit kirkjunnar í mikilvægum atriSum, séu þær aS öSru leyti í anda hinnar evangelisku lútersku kirkju. öll þessi gæSi eru veitt og viSur- kend meS þessum hæstaréttardómi, sarrlkvæmt fullyrSingmm J. H. A8 visu hefir þaS bæSi hér á Jandi og í Danmörku orkaS tví- mælis, hvort heilbrigS skynsemi geti meS nökkru lifandi móti s’kil- iS dóminn á þennan hátt. En hann hefir nú “náS þessum tökum” á skynsemi og samvizku prófessorsins og þess vegna er gleSi hans svo mikil. Nú er kennara- og prédikunar- stóllinn í evangelisk-lútersku iþjóS- kirtkjunni jafn heimill þeim, sem afneita meginatriSum kristindóms- ins eins og hann hingaS til hefir veriS boSaSur og fluttur í þjóS- kirkjunni, sem hinum er sannfær- ingar sinnar og samvizku vegna ekki geta afneitaS meginatriSum hans Þótt prestar þjóSkirkjunnar kasti trú hennar, eiga þeir þar eftir sem áSur óskoraS heimilis- fang, meSan þeir sjálfir vilja, ef skynsemi þeirra og samvizka segir þeim, aS þeir standi á grundvelli heilagrar ritningar. Um þaS efast víst enginn, aS prófessorinn telji sig byggja á grundvelli heilagrar ritningar í niSurrifsstarfi sinu á kenningum þjóSkirkjunnar. Hitt er annaS mál, hvort þjóS- Jíirkjan telur niSurrifs-kenningar hans samkvœmar heilagri ritningu og aS hann eigi óskoraS heimilis- fang í henni, þrátt fyrir þaS þótt hann sé kominn á öndverSan meiS gagnvart henni um flest höfuSat- riSi evangelisk-lúterskra trúar- bragSa. , Sá ágreiningur jafnast ekki til hlítar meS neinu veraldlegu dóms- atkvæSi. Bezta úrlausnin á því máli væri sá dómur samvizku hans, aS samvistum hans viS þjóSlcirkj- una skyldi vera lokiS. Þeim fer óSum fjölgandi fagn- aSarerindum evangelisk-lútersku kirkjunnar hér á landi. FagnaS- arerindi Jesú Krists, eins og hún hefir hingaS til flutt þaS, er aS verSa úrelt og ekki samboSiS vor- um háupplýstu tímum. Þess vegna þarf aS yngja þaS upp, laga þaS og liSka eftir smekk pannvits og menningar nútímans. FagnaSarerindi niýju guSfræS- innar, andatrúarinnar og guSspek- innar taka nú höndum saman til aS lyfta þjóSinni á æSra stig trúar og siSgæSis en gamla fagnaSarer- indu hefir enn tekist. ÞaS er ný siSbót í uppsiglingu í evangelisk-lútersku kirkjunni og íslenzka þjóSkirkjan á aS gerast fulltrúi hennar og frömuSur MeS gamla fagnaSarerindinu getur hún ekki lengur fullnægt andlegum þörfum þjóSarinnar. Og hver er svo kjarninn í þess'- um nýja boSskap? Er þaS sannur guSdómur Jesú Krists Er þaS fómardauSi Jesú Krists syndugum mönnum til friSþæging- ar viS heilagan og réttlátan GuS ? Er þaS upprisa Jesú Krists frá dauSum? Er þaS lifsamfélag mannsins viS föSurinn á himnum fyrir trúna á Jesúm Krist, dáinn vegna vorra ^ynda og upprisinn oss til réttlæt- ingar ? Evangelisk-lúterska kirkjan tel- þessi atriSi til meginatriSanna i fagnaSarerindi Jesú Krists og byggir á þeim kenningar sinar. Þau eru skilgreind í játningarrit- um hennar, úts'kýrS í barnalær- dómsbókum hennar og túlkuS í sálmabókum hennar. En þaS er eitthvaS annaS, en aS þessi atriSi séu aSalatriSin í fagn- aSarerindi nýju guSfræSinnar Hún afneitar þeim öllum meira og minna afdráttariaust. Telur ýmist engar eSa litlar heimildir fyrir þeim í heilagri ritningu og þau aS öSru leyti vafin í umbúSir rangfærslu og misskilnings á per- sónu Jesú Krists, kenningu hans og verkum, fyrst of postulum hans ,og síSan af kirkjunni BáSar þess- ar trúmálastefnur, sú gamla og nýja, þykjast standa á grundvelli heilagrar ritningar. “Grundvöllurinn er maðurinn Jesús' Kristur, spámaSurinn mikli frá Nazaret, eins og hann blasir viS mér í heilagri ritningu,” segir nýja stefnan. “Grundvöllurinn er Jesús Krist- ur, Guðs eingetinn sonur, spámaS- urinn, frelsarinn, friSþægjarinn' og konungurinn, eins og hann blas- ir viS mér í heilagri ritningu,” seg- ir gamla sfefnan. Hjá nýju stefnunni hefir mann- leg skynsemi síSasta orSiS. Þeim atriSum kristindómsins, sem ekki samrýmast röksemdum mannlegs hyggjuvits, er varpaS fyrir borS. Hjá gömlu stefnunni hefir guS- leg opinberun síSasta orSiS. Hún NORTHERN CRQWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll grsiddur $1,431,200 Varasjóðu...... $ 715,600 Formaður.............- - - Slr D. H. McMIIJjAN, K.O.M.G. Vara-íormaður................... - Capt. WM. ROBINSON Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, E. F. HIJTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEDIi, JOHN STOVEIi Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við ó hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEIN9SON, Ráðsm aður Cor. William Ave. og SherbrookeiSt., . Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.