Lögberg - 14.09.1916, Blaðsíða 8
8
LuiiBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1916
Or bænum
Gott hús til leigu á Gimli í miö-
parti bæjarins fyrir $8 á mánuSi um
vetrarmánuBina. Eldavél fylgir hús-
inu. Ritstjóri vísar á.
Helgi Einarsson kaupmaður frá
Fairford var í bænum á mánudag-
inn í verzlunarerindum.
Miss Dalman frá Gardar sem hér
var um tíma hjá Dr. Brandson, Dr.
Bjömson og öðru vina fólki, fór
suður aftur á föstudaginn var.
Svo segir “Edinborg Tribune” að
séra Páll Sigurðson og kona hans
sem getið var um hér i blaðinu, séu
nú komin og presturinn tekinn til
starfa. Með þeim kom að heiman
Kristján Kristjánsson.
Egill Skjöld lyfjafræðingur á-
samt konu sinni og barni fór suður
til Dakota í vikunni sem leið að
heimsækja frændur og vini.
“Edinborg Tribune” getur þess
að látin sé að Mountain io ára göm-
ul stúlka sem Kristin hafi heitað,
dóttir Odds Sveinssonar og konu
hans. Sama blað getur þess að
látin sé Mrs. H. Austford að Hens-
el í Norður Dakota.
a-
úr bænum og grendinni
“Wynyard Advance” flytur
gæta þýðingu af hinni snjöllu ræðu
sem Hjálmar Bergmann lögmaður
flutti að Wynyard 2. ágúst í sum-
ar.
Christian Ólafsson umboðsmað-
um “New York Life” félagsins fór
norður til Árborgar á föstudaginn
í erindum fyrir félag sitt og kom
heim aftur á þriðjudaginn.
Haraldur Ólafsson sem dvalið
hefir um tveggja ára tima suður í
Dakota er nú alkominn til bæjarins.
Haraldur sagði engar merkar frétt-
ir. Hann eins og allir aðrir hafa
þá sögu að segja að uppskera sé
mjög rýr þar syðra.
Sigurður Sveinsson frá Gimli
kom til bæjarins á mánudaginn og
dvaldi hér til þriðjudags; var hann
að finna Óskar son sinn tinsmið hér
í bænum.
V. Ellert Jóhannsson hljómfræð-
ingur frá 350 Reta St. í St. James
fór suður til Callingwood, St. Paul
0g Minneapolis í vikunni sem leið
og býst við að dvelja þar um tveggja
vikna tíma.
P. S. Pálsson og kona hans fóru
nýlega vestur til Leslie og dvöldu
þar hjá foreldrum og bræðrum
hennar í viku tima. í>au komu aft-
ur á mánudaginn.
Pétur Anderson frá Leslie kom
til bæjarins á mánudaginn. Með
honum kom Björg systir hans, sem
verður við nám hér í vetur. Helli
rigning' hafði verið þar vestra á
sunnudaginn.
“Minnesota Mascot” getur þess
að séra Friðrik Friðriksson hafi
flutt skilnaðarræðu sina þar á
sunnudaginn. Blaðið segir einnig
þá frétt að söfnuðurinn hafi kallað
hann til fastrar prestþjónustu, en áð-
ur en hann geti gefið fullnaðarsvar
verði hann að fara heim til Islands
og grenslast eftir högum ungmenna
félaganna. Er sagt að ekki sé ör-
vænt um að hann taki kölluninni og
lýsir blaðið ánægju sinni yfir þeirri
von. Kveður það sé*ra Friðrik svo
vinsælan að allir óski að hann megi
ílengjast i Minnesota, hvaða trúar-
skoðanir sem þeir hafi.
VTerkstoíu Tals.:
Garry 2154
Hetm. Tals.:
Garry 2949
G. L. Stephenson
Plumber
Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem
straujárna víra, allar tegundlr af
glösum og aflvaka (batterls).
VINNUSIOFA; S7E KOME STREET,
WINNIPEG
Goðmundur Kamban
hefir framsögn á eftirfylgjandi
stöðum og tíma:
Lundar, mánudag 18. Sept. kl.
8 að kveldi.
Otto, þriðjudag, 19. Sept., kl.
2 síðdegis.
Markland, miðvikud. 20. Sept
kl. 2 síðd.
Vestfold, fimtud. 21. Sept., kl.
2 síðdegis.
NB.— Framsögn á Vestfold
var auglýst í síðasta blaði 20
Sept., en verður nú hinn 21.
Allir þeir sem vilja fá fyrirlestra
Sigurðar Vilhjálmssonar „A leið
sannleikans" og „Kraftur og efni“
geta sent pantnnir til hans. Bókin
kostar 75 cts. Látið borgun fylgja
pöntnninni. Bókin verður send
kostnaðarlanst til kaupanda.
S. Vilhjálmsson,
637 Alverstone St., Winnipeg
Viðskiftabálkur.
Ólafur Jakobsson í Swan River
spyr eftir “Leiftri” Hermanns Jón-
assonar. Það mun ekki komið
hingað vestur til sölu enn þá, en H.
S. Bardal getur óefað útvegað það.
Auglýsing.
f tilefni af mörgum eftir-
spurnum frá íslendingum eftir
þessum vel þektu plástrum:
“Guðshandarplástur” og “Gum-
miplástur” sendum við frá
lyfjabúðinni í Edinburg, N. D.,
til hvaða staðar í Canada og
Bandaríkjunum sem er 3-16. úr
pundi af þessum plástrum fyrir
$1.00. Borgun þarf að fylgja
hverri pöntun. Burðargjald
frítt.
B. B. HANSON.
Edinburg, N. D.
Til þess að vama* sóttnæmum
sjúkdómum hefir heilbrigðisráðið í
Winnipeg gert allmikið árið sem
leið. Samkvæmt nýútkomnum
skýrslum hefir það gengist fyrir
sótthreins'un á 46 húsum, 15 kenslu-
stofum í alþýðuskólum og 1075
herbergjum.
Hettusótt hefir verið tíðari árið
sem leið en um langan tíma að
undanfömu, sömuleiðis berklaveiki
og kíghósti, en úr kíghósta dóu þó
helmingi færri þetta ár en næsta ár
á undan (1914). Alls voru á árinu
1915 í Winnipeg 4009 manns sem
veiktust af næmum sjúkdómum, en
næsta ár á undan voru þeir 4615.
$500,000 skaðabætur.
Fimtudaginn 24. f.m. voru gefin
saman í hjónaband i Glenboro, Man
Friðrik kaupmaður Friðriksson og
ungfrú Þóra Sigurðsson; hjóna
vígsluna framkvæmdi séra F. Hall
grimsson á heimili foreldra brúð
gumans F. S. Fredericksons og
konu hans. Samdægurs lögðu ungu
hjónin af stað í skemtiferð tii
Winnipeg í bifreið sinni, og voru
þeirri ferð rúma viku. — Nokkrum
dc%um eftir að þau komu heim aft-
ur, Héldu íslendingar í Glenboro
þeim veizlu í samkomuhúsi sínu og
gáfu þeim gjafir til minja, enda
hafa þau að mestu leyti alið þar ald
ur sinn og eru einkar vinsæl.
Föstudaginn 8. þ.m. gaf sera
Bjöm B. Jónsson saman í hjóna-
band að heimili sinu í Winnipeg
þau Joseph Borra og Katterine
Petrovich. Bæði brúðhjónin eru
rómversk kaþólsk.
E. Sigrtyggur Jónasson á Gimli
býður konu eða stálpaðri skólastúlku
heimili í vetur gegn lítilli hjálp.
Tiltioð sendist tafarlaust.
Sigurður Sölvason aktýgjasmið-
ur frá Westburne var hér á ferð
nýlega, kom á föstudaginn og fór
heimleiðis aftur á þriðjudag. Hann
kom í verzlunarerindum. Sigurður
Iét vel yfir öllu þar ytra; bjóst við
að yfirleitt yrði þar meðal upp-
skera. Þó er alt gjöreytt hjá sum-
um, þannig var lagður eldur í 500
ekrur siem Ottawa bankinn átti og
brent upp söicum þess að ekki þótti
svara kostnaði að slá. Sumir hafa
fengið þar 26 mæla af góðu hveiti
af ekrunni. Sigurður hefir ekkert
frétt lengi af dreng sínum sem hann
á í Striðinu; hafa hervöldin engar
upplýsingar getað gefið honum, en
vonandi er að hann sé fangi eystra.
Þessa visu gerði B. Benedikísson
nýlega:
Eg veit þú lætur falan frið,
ef fólkið vildi reyna;
en til hvers er að tala við
trúarlausa steina?
“Markland”, bók Guðbrandar Er
lendssonar er til sölu hjá J. J.
Vopna ráðsmanni Lögbergs og
kostar 50 cent. Þeir sem vilja
fræðast um nýlendulíf íslendinga
ættu að kaupa þessa bók.
Þrjár mæðgur komu hingað til
bæjarins á föstudaginn sunnan frá
Battle Creek í Michigan. Vom það
þær Þuríður Oddson og Guðrún
og Helga dætur hennar. Þær eru
Borgfirðingar, er Þúríður tengda-
dóttir Odds bónda á Brennistöðum
og Helgti ikonu hans og svsturnar
því sonardætur Odds, Böðvars-
dætur. — Guðrún er útskrifuð
hjúkrunarkona, en Helga er
nýbyrjuð á sams konar námi.
Er það frábær dugnaður og þrek
þegar þess er gætt að ekki em nema
aðeins 5 ár síðan þær mæðgur komu
að heiman. — Engir íslendingar
segja þeir að séu i Battle Creek
nema þær og þrjár stúlkur aðrar;
Myndasthiing fer fram í Fyrstu
lútersku kirkjunni í kveld (fimtu
dagskveld), eins og auglýst er ann-
arsstaðar í blaðinu. Þar verða
sýndar 40 litskuggamyndir einstak-
I'ega fagrar og lærdómsríkar úr
sögu og lífi Livingstons. Sig. Júl.
Jóhannesson skýrir myndirnar, eða
segir þá sögu sem á bak við þær
liggur.
Séra Rúnólfur Marteinsson pré-
dikar í Skjaldborg næsta sunnudag
á venjulegum tima.
“Hagalagðar” Júlíönu Jónsdótt-
ur, sem getið var um í síðasta blaöi,
eru ekki gefnir út af O. S. Thor-
geirssyni, heldur aðeins prentaðir
hjá honum. Bókin er gefin út af
gömlu konunni sjálfri; það væri því
vel að íslendingar gerðu sitt bezta
til þess að bókin gæti fengið sem
mesta útbreiðslu, þar sem hér á
hlut bláfátæk, munaðarlaus og há-
öldmð kona. Helzt ættu einhverj
ir i hverri bygð að taka sig til og
selja bókina endurgjaldslaust; með
því er unnið mannúðarverk án
mikillar fyrirhafnar eða útláta og
allir geta boðiö bókina blygðunar
laust, því hún er fullkomíega þess
virði sem fyrir hana er borgað og
sómir sér vel að efni og innihaldi í
hvaða bókasafni sem er.
Ford, bifreiðákóngurinn mikli
hefir höfðáð skaðahótamál á móti
blaðinu “Chicago Tribune” fyrir
það að ritstjórinn hafði kallað hann
stjórnleysingja í ritstjórnargrein.
Eiríkur Hjartarson raffræðing-
ur fór af stað í gær alfarinn héðan
mcð fjölskyldu sinni. Hann fór
fyrst til Chicago og vinnur þar hjá
Hirti Þórðarsyni um tíma og hygst
síðan að hverfa heim til íslands
aftur. — Það er gleðilegt að frétta
að Þórðarson kennir hverjum ung-
um íslendingnum á fætur öðrum,
sem láta svo ættjörðina njóta þekk
ingar sinnar og krafta. Sigurður
Kjartanson sem nýlega er kominn
heim lærði hjá honum og Eiríkur
einnig; hefir Eirikur verið hjá hon
um áður svo árum skifti. Hedl
fylgi hverjum þeim er hér safnar
menningu og fer svo heim.
SKÓLANÁMIÐ ÞITT.
FYRSTU VIKU hausttímabilsins bafa margir nýir
nemendur komið í Winnipeg Business College. Fleiri
byrja næsta mánudag. Þeir sem nám ætla að stunda
ættu að athuga vel að með þvi að ráða yfir hinu undra-
verða „Paragon“ hraðritunarkerfi hefir þessi gamli á-
reiðanlegi skóli tækifœri til þess að spara nemendum
tveggja til þriggja mánaða kostnað, og eins að því er
praktískan árangur snertir af mentuninni. Gætir þú
komið því svo fyrir að þú ákvæðir í dag að byrja næsta
mánudag ?
Winnipeg Business College
222 PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN.
George S. Houston, Skólastjóri
George Loos, C.A., Verzlunarkenslustjóri.
Fulltrúanefnd.
Blaðið “Wynyard Advance” hef
ir að undanförnu flutt merkilegar
ritgerðir á ritstjórnarsíðunni. Heita
þær “Blöð úr óritaðri minnisbók”
Höfundarins' er ekki getið, en grein
arnar eða hugleiðingarnar eru frá
bærlega vel ritaðar og blaðinu stór
sómi.
Magnús jTh. Johnson frá Selkirk
kom til bæjarins á fimtudaginn
Hann sagði fremur dauft þar
nyrðra, lítið um vinnu nema við ís
húsin. Talsviert kvað hann hafa
verið um barnalasleika þar að und
anfömu, en ekki þó alvarlegan.
Benson lögmaður í Selkirk fékk
bréf nýlega frá s'éra Steingrími
Þorlákssyni, og getur hann þess að
sonur hans hafi ekki getað lagt af
stað á Kyrrahafið þegar til stóð
sökum þess að kona hans var ekki
ferðafær. Háfði hún verið lasin
um tíma og taldi læknir það óráð
fyrir hana að fara sem stæði. Séra
Steingrimur bjóst við að þau mundu
því ekki fá fierð fyr en í desember
Þóra Johnson frá Leslie og A1
berta systurdóttir hennar eru stadd'
ar hér í bænum og dvelja um nokk-
urra vikna tíma.
Jóhannes Pálsson læknir frá Ár-
borg var á ferð í bœnum á fimtu-
daginn. Hann sagði uppskeru al-
ment afarrýra þar nyrðra; ryð hef-
ir skemt svo mikið að sumstaðar
svarar þresking ekki kostnaði.
Lundar Home Economia Socrety
iefir útsölu (Bazaar) og matsölu
Lundar Hall, Iaugardaginn 7. okt.
Þar verður til sölu heitur miðdags-
verður, kaffi með brauði eftir nón-
ið og ísrjómi. Þar að auka margt
gott og nytsamlegt til sölu. — Arð-
inum af samkomu þessari verður
varið til að hjálpa ísienzku her-
mönnunum.
Guðsþjónustur.
Séra Carl J. Olson messar
æssum stöðum sunnudaginn 17.
sept.: Að ísafold P.O. kl. 11 f.h.
Að Wild Oak P.O. kl. 3 e.h.
Langruth P.O. kl. 7.30 e.h.
Að
Félagið “Jón Sigurðsson” er að
undirbúa samsöng og hljómleika-
skemtun, sem það heldur bráðlega.
Nánar auglýst í næsta blaði.
Samkoman og myndasýningin í
Fyrstu lút. kifkjunni í kveld (fimtu-
ein þeirra heitir Guðriður Finnsson 1 dag) er ókeypis; en samskot verða
og er að læra hjúkrunarfræði. [tekin.
Guðsþjónustur.
Sunnudaginn 17. sept.: 1 Kanda-
har kl. 11 f.h. í Wynyard kl. 1.30
e.h. í Mozart kl. 3.30 e.h.
H. Sigmar
Hagalagð
ar
ljóð eftir Júlíönu Jónsdóttur, kosta
50 cents'. Bæði íslenzku blöðin
hafa getið þessarar bókar rækilega.
Eg hefi á hendi aðal-útsölu hennar,
en skáldkonan sjálf er útgefandinn
og gengur því það er afgangs verð-
ur í prentkostnaði til hennar. Allir
góðir menn og konur eru beðnir að
styðja að útbreiðslu bókar þessarar,
þvi með þvi rétíta þeir hjálparhönd
háaldraðri konu, sem er einstæð-
ingur, — fyrir utan að bókin borg-
ar vel verð sitt.
Ólafur S. Thorgeirsson,
678 Sherbrooke St., Wpg.
Verkamanna og iðnaðarmanna
samkoma var haldin í Winnipeg á
fimtudaginn og þar samþykt að
skora á v’erkamála ráðherrann að
láta ékki hætta við þinghúsbygg-
inguna í haust. Var Rigg þingmað-
ur verkalýðsins foringi nefndarinn-
ar sem kosin var til að flytja þetta
mál. Nefndin gekk á fund ráð-
herrans á laugardaginn, skýrði fyr-
ir honum málið; 'kvað það mundu
valda fátækt og vandræðum í vetur
ef verkinu yrði hætt og krafðist því
áframhalds. Nefndinni var vel og
kurteislega tekið og þvi lofað að í-
huga málið, en ekkert ákveðið.
Stærð Winnipeg bæjar.
Bærinn nær yfir 14,865 ekrur af
landi og 472 ekrur af vatni. Alls' er
bæjarstæðið 24 fermílur.
Lítilsháttar viðurkenning.
I,ögberg hefir ljós oss fært,
líf, og sálarhita, —
og meira’ að siegja margan nært
á mörgum góðum “bita”.
S. R.
Takið eftir, íslendingar!
400 heimilisréttarlönd verða opn-
uð í British Columbia 9. október.
Er sagt að löndin séu öll ágæt og
ekkert jæirra lengra en 10 mílur
frá járnbraut. Flest löndin eru i
hinum svokallaða Nechako dal, í
Fort Fraser héf-aðinu. Einhverjir
íslendingar geta ef til vill fært sér
þetta í nyt.
Hlver sem selt getur söguna
“Elmorona” eftir Gunnstein Eyj-
ólfsson geri svo vel að láta ritstjóra
Lögbergs vita.
Mrs. Louse Ottensen í River
Park er komin sunnan frá St. Paul
og Minneapolis, þar sem hún hefir
dvalið i sumar; hún hefir nú byrj-
að aftur að kenna hljómfræði eins
og að undanfömu.
Egill Zoega frá Silver Bay kom
til bæjarins. á þriðjudaginn. Hann
var að fara út i Sewell, er í 222.
herdeildinni, en hefir verið heima
að vinna land sitt um mánaðar tíma
að undanförnu.
Þakklœti.
Vér undirritaðir œttingjar og
aðstandendur Ásgeirs sál. Féld-
steds vottum vort innilegt þakk-
læti öllum þaim mörgu, er hlut-
töku sýndu við fráfall hans,
bæði með aærveru sinni við
jarðarförina í Wjnnipeg og á
Árborg og á ýmsan annan hátt.
Ekkja hins látna,
faðir hans og systkyni
Til
minms.
mið-
Fundur t “Skuld” á hverju
vikudagskveldi kl. 8.
Fundur t Heklu” á hverju föstu-
dagskveldi kl. 8.
Fundur í barnastúkunni “TEskan
á hverjum laugardegi kl. 3,30 e.h
Sigurður Vilhjálmsson hélt
snjallan og efnisríkan fyrirlestur
gærkveldi í neðri sal Unitara kirkj
unnar. Nefndi hann fyrirlesturinn
“Kraft og efni”. Það er auðheyrt
að Sigurður er þaullesinn eðlisfræð-
isiega. Hann er maður sem aldrei
hefir gengið skólaveginn, en ment-
að sjálfan sig í hjástundum sínum
Efnið er viðfangsmikið, en snild
var það hvað vel því var fyrir kom-
ið. Fyrirlesturinn var heldur vel
sóttur, eftir því sem viðgengst hér
við svoleiðis tækifæri.
Sigurður kvrjð hafa í hyggju að
ferðast til nýja íslands og flvtja
þar erindið. Er það engum vafa
bundið að sú ferð verður honum
til frægðar, en fólkinu til uppbygg
ingar.
/. Paulson.
Þessa greiu var Heimskringla
beðin að birta um það leyti er fyr-
jrlesturinn var haldinn, en einhverra
ástæða vegna var neitað að birta
hann. Nú er Sigurður búinn að
láta prenta erindið og mun fólki
gefast tækifæri að dæma það sem
ekki var viðstatt. /. P.
Séra Rúnólfur Marteins'son kom
á þriðjudaginn norðan frá Norrows
bygðum; hefir hann verið þar
hálfan mánuð í fjársöfnunarferð
fyrir skólasjóðinn og hafði aflast
vel; árangiyinn verður væntanlega
auglýstur siðar. Með honum fór
frú Lára Bjarnason og kom með
honum aftur; var hún að finna
vinkonu sina Elinu Scheving og
dvaldi hjá henni á meðan séra
Rúnólfur ferðaðist um bygðina.
Þess var getið fyrir skömmu að
Lárus Ámason á Leslie hefði slas
ast þannig að hann varð sjónlaus
af. Hann er kominn á efra aldur
og er einstæðingur. Hefir hann
fengið sér verustað á Gamalmenna-
heimilinu “Betel” og lætur vel af
liðan sinni þar. Lárus getur þess
í bréfi sem hann hefir látið skrifa
Lögbergi fyrir sig að vænt þætti
sér um að vinir sinir og kunningj-
ar sendu línu, því það sé dægra-
stytting og hugfró að heyra vina-
bréf, þótt augunum sé vamað sjón-
ar að lita höndina.
Fallegt kvæði eftir Sv. Simonson
kemur í næsta Sólskini.
Séra B. B. Jónsson fór vestur til
Argyle á þriðjudaginn og kom aft-
ur í gærkveldi (miðvikudag).
Vinnukonu vantar strax út á
land á fámennu myndar heimili,
vana húsverkum. Upplýsingar á
skrifstofu blaðsins.
Kvenfálag Skjaldborgar safnað-
ar er að undirbúa samkomu vand-
aða og góða, sem haldist á þakklæt
isdaginn. — Nánar auglýst síðar.
O. G. Olafsson frá Tantallon og
Margrét Anna ísafold Vigfússon
voru gefin saman í hjónaband að
heimili brúðarinnar í Tantollon 8.
þ.m. af séra Guttormi Guttorms-
syni. Brúðguminn er sonur Guð-
mundar Ólafssonar bróður Einars
sál. Ólafssonar, en brúðurin dóttir
Narfa bónda Vigfússonar í Tan-
tallon. Brúðhjónin komu hingað
til bæjarins eftir giftinguna og eru
sezt hCT að. Hæimili þeirra er
Suite 23 Coronado Apartments á
Furby og Ellice strætum.
Silfurbrúðkaupshátið var þeim
haldin 5. september Mr. og Mrs. N.
Ottenson í River Park. Var þar
fjöldi manns saman kominn bæði
innanbæjar og utan.
Ritstjóri Lögbergs gat ekki sótt
samkvæmið sökum forfalla og hef-
ir því ekki tök á að skrifa um það
svo í lagi fari. Má vera að það
verði gert siðar af einhverjum sem
viðstaddur var.
f
Gefið þið Lasarusi bita af borð-
um yðar. — Djáknanefnd Fyrsta
úterska safnaðar heldur s>kemtisam-
komu í kveld, fimtudaginn 14. sept.,
til arðs fyrir líknarstarfið. Þar
verður fluttur fyrirlestur um æfi
David Livingston, sem lét líf sitt
j Afríku fyrir þjóð og kristindóm.
JÞar verða sýndar 40 skuggamyndir
af ferðalagi hans. Söngur og hljóð-
færasiáttur verður þar einnig til
skemtunar.
Fyrir hönd nefndarinnar.
A. S. Bardal.
bréfi frá séra Sigurði Ólafs-
sym til ritstjóra Lögbergs í dag,
segir að séra S. O. Thorlaksson hafi
j siglt frá Vancouver 7. þ. m.
Þórður Vatnsdal kaupmaður frá
Wadena var hér á ferð fyrir helg-
jna á heimleíð frá Dakota.
ORPHEUM.
Miss Laura Nelson Hall i leikn-
um “The Cat and the Kitten” leik-
ur svo að allir hljóta að dáðst að.
Sömuleiðis Paul Morton og
Naomi Glass i hinum merkilega
skopleik sem heitir “1916—1950”.
Britt Wood sem kallaður er
stundum “The Bobb’ ’ leikur svo
skringilega að allir áheyrendur velt-
ast i hlátri.
ROYAL CROWN SÁPA
er Kreinust og bezt
Verðmætir hlutir gefnir í skiftum fyrir
COUPONS og UMBÚÐIR
Byrjið strax að safna þeim. Yður mun blöskra hversu
fljótt þeir koma.
Þír skuldið sjálfum yður það að brúka þá sápu
sem hefir reynst yður best að undanförnu.
Sendið eftir verðlaunalista. Hann kostar ekkert.
Verðlaunalistinn söm gefinn var út fyrir Maí 1916
er fallinn úr gildi. Skrifið til
THE ROYAL CROWN S0APS
Limited
PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN.
NorsK-Ameriska Linan
Nýtízku gufuskip sigla frá
New York sem segir:
‘‘Berg'ensfjord'’ 16. Sept.
“Kristianiafjord” 7. Okt.
“Bergensfjord” 28. okt.
Norðvesturlands farþegar geta ferðast
með Burlington og Baltimore og Ohio
járnbrautum. F*rbrj«f fra !•-
landi eru seld til hvaða staða sem er
í Bandaríkjunum og Canada. — Snúið
yður til
HOBE & CO., G.N.W.A.
123 S. 3rd Street. Minneapolis, eða
H. S. BARDAL,
892 Sherbrooke Street, Winnipeg.
Klæðskerar og saumakonur alls
konar geta fengið vinnu við kvenn-
föt, yfirhafnir og kjóla. Gott kaup
og stöðug atvinna. Komið og spyrj-
ist fyrir hjá
The Faultless Ladies Wear Co. Ltd.,
Cor. McDermot & Lydia St.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
“granite” legsteinunum “góðu”
stöðugt við hendina handa öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, s'em hafa verið að biðja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina í sumar, að finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur.
Yðar einlægur.
A. S. Bardal.
Ef eitthvað gengur að érinu
þínu þá er þér langbezt að sendA
það til hans G. Thomas. Haua er
í Bardals byggingunni og þá naátt
trúa því að úrin lcasta eflibalgn-
um 5 höndunum á honum.
•AFETY
Öryggishnífar
skerptir
RAZO
Ef þér er ant um að fá góða
brýnslu, þá höfum viö sérstaklega
gott tækifæri að brýna fyrir þig
rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ®r-
yggisblöð eru endurbrýnd og “Ditp-
lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein-
föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf-
ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur
*ýna þér hversu auðvelt það er að
raka þegar v'ér höfum endurbrýut
blöðin. — Einföld blöð einnig lög-
uð og bætt. — Einnig brýnum við
skæri fyrir lOc.—75c.
The Razop It Shear Sharpening Co.
4. lofti, 6M Buildera Exchange Grinding Dpt.
333i Portage Are., Winnipeg
Málverk.
Handmálaðar
1 i t my nd i|r
[“Pastel” og olíumálverk] af
mönnum og landslagi
býr tilog *elur með sanngjörnu verði.
Þortteiin Þ. Þorsteinsson,
732 McQee St. Tals. G. 4997
Staðurinn sem þér ætt-
uð að kaupa meðul
er í LYFJAB0Ð
Kauptu te af matvörusalanum, silki af
fatasalanum og járnvörur annarstaðar. En
þegarþú þarft að kaupa ósvikin meðul.
breinlætisáhöld eða muni, einkaleyfis-
meðul o.s.frv. þákom Þú hingað,
Vér höfum lyfjabúð.
WHALEYS LYFJABÚÐ
Phone Sheebr. 268 og 1130
Horni Sargent Ave. og Agnes St.
Simplex Straujárn
Hið bezta og áreiðanlegasta
rafmagns straujárn semtiler
Vér höfum tvær stærðir.
GAS ELDAVÉLA-DEILDIN
Co.
322 Main St.
Tals. M. 2522
KENNARA vantar fyrir Mary
Hill skóla Nor. 987 frá 1. Október til
1. Desember 1916. Ef einhver vill
sinna því þá tilgreini hann kaup og
æfingu sem kennari og sendi tilboð
sín sem fyrst til undirritaðs.
S. Sigurðsson,
Sec.-Treas.
Mary Hill P.O., Man.
Stúkan Skuld er að undirbúa af-
mælishátíð sina 26. þ.m., er hún þá
28 ára gömul. Nánar auglýst síðar.
VÉR
KENNUM
GREGG
Hraðritun
SUCCESS
VÉR
KENNUM
PITMAN
Hraðritun
BUSINESS COLLEGE
Limited
H0RNI PORTAGE 0G EDM0NT0N ST.
WINNIPEG, - MANIT0BA
ÖTIBUS-SK0LAR frá hafi til hafs
TÆKIFÆRI
pað er mikil eftirsókn
eftir nemendum, sem út-
skrifast af skóla vorum.
— Hundruð bókhaldara,
hraðritara, skrifara og
búðarmanna er þörf fyr-
ir. Búið yður undir þau
störf. Verið tilbúin að
nota tækifærin, er þau
berja á dyr hjá yður.
Látið nám koma yður á
hillu hagnaðar. Ef þér
gerið það, munu ekki að
eins þér, heldur foreldr-
ar og vinir njóta góðs af,
— The Success College
getur leitt yður á þann
veg. Skrifist í skólann
nú þegar.
YFIRBURÐIR
Beztu meðmæli eru með-
mæli fjöldans. Hinn ár-
legi nemendafjöldi í Suc-
cess skóla fer langt
fram yfir alla aðra verzl-
unarskóla í Winnipeg til
samans. Kensla vor er
bygð á háum hugmynd-
um og nýjustu aðferð-
um. ódýrir prívatskólar
eru dýrastir að lokum.
Hjá oss eru námsgreinar
kendar af hæfustu kenn-
urum og skólastofur og
áhöld eru hin beztu. —
Lærið á Success skólan-
um’ Sá skóli hefir lifað
nafn sitt. Success verð-
ur fremst í flokki.
STJCCESS- XIjMAN 1)1 IIELDUR IIAMARKI I VJELRITUJí
INNRITIST HVENÆR SEM ER
Skrifið eftir bæklingi
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
Limited
F. G. Garbutt, Pres.
D. F. Ferguson, Prin.