Lögberg - 14.09.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries
Heildsöluverzlua
Búa til beztu tegundir af sœtabraufSi. Ekkert sparað
til að hafa það »em ljúffengast. Giftingar kökur búnar
og prýddar aérataklega vel af manni »em er meistari iþeirri
ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til »ölu. Pantanir fr á
verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar.
C. HJALMARSON, Eigandi,
1156-8 Inaersoll 8t. - Tals. G. 4140
29. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 14. SEPT.
1916
NÚMER 37
QUEBEC BRÚIN HRAP-f
AR I ANNAB SINN
Níu manns missa lífið. Brúin vóg 5100 smá-
lestir. Stykkið sem í ána fór kostaði
$500,000. Sama brúin hrapaði árið 1907,
þá fórust 70 manns og skaðinn metinn um
2 miljónir.
f fimm sííastliðin ár hefir staöiS
yfir bygging' eins hinna mestu
mannvirkja í heimi, þar sem veriS
var aS smíSa brú yfir St. Lawrenre
fljótiö í Queber.
Hún var svo a8 segja fullgerö
núna á mánudaginn og átti þá aö
setja í skoröur miðstykkiö, sem var
úr stáli og vóg 5100 smálestir.
Þegar alt var komiö í skoröur féll
þetta heljarbákn ofan í ána, sem er
200 feta djúp þar, og fórust 9
manns en margir meiddust. Sagt er
aö brúin sé sú lengsta í heimi af
sömu gerð; Forth brúin á Skot-
landi er sú næsta. $17,000,000 er
sagt að brúin kosti öll og er þetta
eitthvert alvarlegasta slys sem fyrir
hefir komiö af sömu tegund, sér-
staklega þegar þess er gætt að þetta
er i annaö skifti sem þessi sama brú
hrynur. Þaö var áriÖ 1907 sem
hún hrundi í fyrra skiftiö og varö
þá 70 manns aö bana og meiddi
fjölda fólks.
Þúsundir manna voru viöstaddir
þegar þetta slys vildi til í bæöi skift-
in, því það þótti heimsviðburður aö
þessi brú fullgeröist.
Enn þá er ekki fullljóst hver or-
sök hefir verið fyrir þessu slysi, en
verið er aö rannsaka þaö.
Skuldir Canada.
Þær eru nú orðnar 658,620,270.-
00 ósex hundruð, fimmtíu og átta
miljónir, sem 'hundruð og tuttugu
þúsundir, tvö hundruð og sjötiu
dalir). Þær hafa vaxiö um $186,-
212,385.00 árið sem leið og um
$23,417,356.00 síðan i júlí i sumar.
Skuldir ríkisins hafa svo að segja
tvöfaldast síöan striðið byrjaði.
Útgjöldin í ágústmánuði voru $10,-
693,916.00 og er það 1,200,000.00
hærra en útgjöldin i sama mánuði í
fyrra.
Útgjöldin í sambandi við stríöið
voru í ágúst $24,986,758.00 eða hátt
upp í miljón dali á dag.
Uppreistarandinn á Irlandi.
Blaðið “London Times’’ segir frá
þvi 8. ágúst að uppreistarandinn á
írlandi aukist og útbreiðist svo aö
ótrúlegt sé. Uppreistarræður séu
fluttar við öll möguleg tækifæri;
uppreistarmyndir sýndar; uppreist-
arsöngvar ortir og sungnir á öllu
austur og suðaustur írlandi.
Eitt stórstiyið enn.
Hefnry Ftord hinn mikli umbóta-
maður hefir stigið eitt sporið enn,
sem ekki er litils virði. Eins ,og
allir vita, er það siður bifreiðafé-
laganna að láta einstöku menn í
hverjum stað hafa einkasölurétt.
Nú hefir Ford hætt þeirri reglu og
tekið upp þann sið að hvaða áreið-
anlegur maður sem er og eins marg-
ir og vera vilji geti selt bifreiðar
hans.
Kveður hann það ósanngjarna
einokun og ranglæti að útilöka
nokkurn mann frá verzlun og veita
öðrum einkaréttindi. Ford lét
smíða ágætar bifreiðar eigi alls
fyrir löngu sem hann selur fyrir
minna en $500, og var því spáð af
hinum sem við hann keppa að hann
mundi tapa á því og verða að hækka
verðið ; en því fer f jarri; nú er alt
útlit til að hinir verði að feta í fót-
spor hans í þessu sem öðru.
Ford stígur hvert sporið öðru
stærra til þess að bæta kjör verka-
lýðsins og er það eins dæmi um
mann i hans stöðu.
ókeypis útsæði.
Búnaðarráðherrann í Ottawa
hefir lýst því yfir að í vetur og vor
verði útbýtt sérstaklega góðri teg-
und af útsæði fyrir korn og kart-
öflur. Það verða þessar tegundir:
Vorthveiti, 5 pund, hvítir hafrar 4
pund; bygg 6 pund. SömuleiðL 3
pund af kartöflum frá tilraunabu
unum. Alt þetta verður sent með
pósti kostnaðarlaust. Um að gera
að senda pantanir nógu snemma og
ættu íslendingar ekki að Iáta hjá
liða að nota sér þetta því það getur
yerið þýðingarmikið þegar fram i
sækir.
Canadamenn í sjóliðið.
J. D. Hazen flotamálarábherra í
Canada hefir lýst því yfir að nokk-
ur þúsund manns héðan hafi veriö
boðin ensku stjórninni í sjóliðið og
hafi því boði verið tekið. Verði þvi
bráðlega farið að safna aukaliði til
þess út um alt land.
15 börn veik í Manitoba
Samkvæmt skýrslu heilbrigðis
ráðsins í fylkinu hafa þegar 15 börn
veikst af máttleysis plágunni, en
aðeins eitt dáið. Heilbrigðisdeild-
in álítur þó að lítil hætta sé á út-
breiðslu vei-kinnar, sérstaklega vegna
þess að hitatíminn er liðinn.
Alvarleg villa.
Þáð iktemur fyrir einstöku sinn-,
um að blöðum yfirsést. Þannig var
það með blaðið “Daily Mail” á
Englandi 29. ágúst. Á öftustu síðu
blaðsins birtist stór mynd af manni
í sjómannafötum með sjómanns'
/húfu á höfði. Yfir myndinni stóð
prentað “Lusitaniu morðinginn”, en
undir henni: “Max Valentiner
skipstjóri”. Sagt er að myndin hafi
verið svo einkennilega glæpamanns-
leg að aldrei hafi sést ljótara andlit
á lögreglustöðvum á Englandi.
En svo segir sagan að þegar til
kom hafi myndin alls ekki verið af
Valentiner skipstjóra, heldur af
Corneliusi Vanderbilt. Hafði
myndin verið tekin fyrir skömmu
þar sem hann var í skemtiferð á
siglingaskútu sem hann á.
Sagt er að afar mi'kið skaðabóta-
mál hafi verið höfðað gegn útgef-
endum blaðsins.
Uppreist í S. Afríku.
Enn á ný hafa komist upp tilraun-
ir til uppreistar gegn Bretum í
Suður Afríku. Var uppreistar for-
ingi þar tekinn fastur, er Vader
Merwe heitir og annar sem heitir
Schowen. Voru þeir kærðir í
Bloomfontain fyrir það að hafa
gengið í samsæri til landráða.
Komst það upp að þeir höfðu reynt
að fá í lið nteð sér marga leiðandi
menn; þar á meðal De Wet herfor-
ingja, og sagt þeim að tilbúið væri
heilmikið af byssum og skotfærum
og að vissir Búaforingjar væru
viljugir að stjórna uppreistinni.
Rannsókn i málnu stendur yfir.
Gullfoss.
Símskeyti kom frá íslandi í
fyrradag, þar sem Áma Eggerts-
syni fulltrúa gufuskipafélagsins
hér er tilkynt að Gullfoss hafi farið
frá Reykjavík 10. sept. og fari frá
New York um 2. október. Allir
þeir sem hugsa sér að fara heim
með skipinu ættu að kaupa sér far-
bréf eða skrifa Árna Eggertssyni
sem allra fyrst, því svo getur farið
að menn verði af ferð ef ekki er alt
í röð og reglu i tæka tíð. Fyrir
unglinga innan tólf ára verður að
greiða hálft fargjald.
Símskeyti kom til Arna Eggerts-
sonar í gær ('miðvikud.J þar sem
frá því er sagt að menn geti sent
bréf heim til íslands með Gullfossi,
en utan á þau skrifist þannig:
“Via Gullfoss, per Bennett Hvosles'
& Co. 18 Broadway N.Y. — Takið
eftir l>essu og kaupið farbréf sem
allra fyrst.
Hjálmar Gíslason og Ingunn
Baldvinsson voru gefin saman í
jhjónaband 7. þ. m. af séra Rögn-
valdi Péturssyni.
Fróðleg skýrsla.!
í búnaðarskýrslum Bandaríkj-
anna nýútkomnum er þetta meðal
annars.
Eftir öllu útliti að dæma fyrsta
september er áætlað að uppskera
verði sem hér segir:
Vorhveiti .. .. 156,000,000 mælar
Alt hveiti .. .. 611,000,000 —
Mais...........2,710,000,000 —
Bygg.............184,000,000 —
Hafrar . . . . 1,231,000,000 —
Hitar og þurkar í ágúst eyðilögðu
67,000,000 mæla af maís, 43,000,000
af höfrum, 46,000,000 mæla af
kartöflum og 43,000,000 mæla af
höfrum, en aftur jók sú veðurátta
ióbaksuppskeru um 2,000,000 pd.
Vorhveitisuppskera í Bandaríkj-
unum er 46% af venjulegri upp-
skeru, eða tæpir 9 mælar af ekrunni.'
Hveiti uppskera alls 12 mælar af
ekrunni.
Maís uppskera 71% eða 25 mæl-
ar af ekrunni. Hafrar 78% eða 30
mælar af skrunni. Bygg 74% eða
24 mælar af skrunni. Hitamir og
þurkarnir eyðilögðu enn fremur
11,000,000 mæla af byggi, 1,400,000
mæla af grjónum, 1,100,000 bindi af
bómull og 3,900,000 tunnur af
kartöflum.
I fyrra var alt hveiti Bandaríkj-
anna 1,000,000,000, en 738,000,000
að meðaltali i síðastliðin 5 ár.
Tóbaks, grjóna og hey uppskera
er talsvert meiri en nokkru sinni
áður, en kartöfluskortur er fyrir-
sjáanlegur, eftir því sem skýrslurn-
ar segja og hveita verður svo lítið
að ekkert verður til útflutnings af
því.
Atkvæði kvenna.
Konur í Bandarikjunum hafa
lengi barist fyrir jafnrétti eða at-
kvæðisrétti, en það hefir gengið líkt
og hér. Mieira að segja Wilson for-
seti, sem í flestu hefir komið fram
bæði viturlega og mannúðlega hefir
við ýms tækifæri breytt öðruvisi en
góðum stjórnanda sómdi í því máli.
Þánnig hefir hann daufheyrzt við
nefndum frá kvenfélögum sem
krafist hafa réttarbóta og jafnvel
ekki virt þær svars.
En þetta er að smá færast í lag.
Wilson hélt ræðu á föstudaginn var
í Atlantic City á þingi þar sem rætt
var um jafnrétti kvenna: “Eg er
hér kominn til þess að berjast með
ykkur”, sagði hann; og þóttu það
vera gleðifréttir ekki litlar. Fjögur
þúsund kvenna voru á þinginu og
var Dr. Anna Howard Shaw heið-
ursforseti. Stóð hún upp tafarlaust
þegar Wilson hafði lokið máli sínu
og mælti á þessa leið: “Vér höfum
biðið nógu lengi með þolinmæði
eftir atkvæðis rétti; en nú kref j-
umst vér hans tafarlaust. Vér
krefjumst hans á meðan þú situr
við völd.”
Mrs. Corrie Chapman Colt for-
geti félagsins mælti: “Þú snertir
við hjartastrengjum vorum, hierra
forseti, þegar þú lýstir því yfir að
þú værir hér kominn til þess að
berjast með oss; og sé það í alvöru
jalað hefir þú unnið mi'kið með
þvi.”
Wilson talaði ekki greinilegar um
málið; en þetta er alment þannig
skilið að konum verði veitt atkvæði
ef Wilson nái kosningu. Hughes
þefir þegar lýst því yfir að hann sé
m]eð atkvæðisrétti kvenna og er þeim
eftir því trygður sigur í baráttunni
hvernig sem fer.
Tvöföld laun.
Úrskurður hefir fallið í ]>á átt
að bæjarráðsmenn, sem farið hafa
i striðið geti tekið tvöföld laun;
fyrst hinn venjulega mála og eins
bæjarráðslaunin, þótt þeir yfirgefi
embættið. Ekki er of þung byrðin
á fól'kinu þótt á hana sé bætt með
öllu móti.
Þinghússprengingin.
Þvi var lýst yfir í Lögbergi ný-
lega hvernig stjórnin hefði látið
sprengja þinghúsveggina i Ottawa.
Var þar farið um það miklu mild-
ari orðum en í mörgum öðrum
blöðum landsins, þar á meðal
“Tribune”.
En Heimsk. “fitjar upp á það”
síðast og vill reyna að telja mönn-
um trú um að stjórnin sé ekki sek
um það sern á hana er borið og hér
sé um ekkert athugavert að ræða.
Fíflalátum blaðsneypunnar í sam-
bandi við þetta efni skal hér ekki
svarað, en sökum þess að hér er um
alvarlegt mál að ræða sem snertir
þjóðina í heild sinni, og sökum þess
enn fremur að Lögberg er blað sem
lætur sig varða heill almennings, þá
telur l>að sér skylt að segja sann-
leikann í því sem öðru, og draga
enga fjöður yfir.
Til þess að þeir geti sannfærst
sem sannleika unna í þessu máli,
skal þeim bent á ritstjórnarsiður
blaösins “Tribune” 4. ágúst í sum-
ar. Þar er saga málsins greinilega
sögð og “|Tribune” er af öllum sann-
gjörnum mönnum viðurkent óháð
blað og alls ekki óvinveitt Borden-
gtjóminni.
Sannleikur málsins er sá að eftir
brunann voru útnefndir af Robert
Rogers tveir 'byggingameistarar til
þess að skoða þinghúsið og koma
með tillögur um hvað gera skyldi;
þetta var síðast í febrúar í vetur.
Þ'eir gáfu þær skýrslur að þeir
hefðu skoðað byggingarnar ná-
kvæmlega og sannfærst um að meiri
hluti bygginganna eins og þær
stæðu hefðu ekki orðið fyrir nein-
ym verulegum skemdum. I skýrslu
þeirra er þannig komist að orði:
“Byggingin, eins og hún nú
stendur, er virði fullkomlega $2,-
000,000 (tveggja uiljóna dollara) í
efni og vinnu, sem hægt er að nota.
Ytri veggirnir þurfa aðeins lítil-
fjörlegra aðgerða og þegar það er
gert sjást engin merki þess að nokk-
um tima hafi brunnið.”
Vill Heimsk. bera á móti því að
þetta sé rétt og orðréltt þýðing úr
opinberri stjórnarskýrslu sem bygg-
ingameistararnir Úve>r) sambands-
stjórnarinnar gáfu eftir nákvæma
rannsókn? Vill hún virkilega gera
það?
Þegar þetta álit byggingameistar-
anna var komið var skipuð nefnd til
þess að standa fyrir viðgerð þing-
hússins, í henni voru fulltrúar bæði
stjórnarinnar og liberala.
Þessir voru í nefndinni: Robert
Rogers, J. D. Reid, P. E. Blondin,
J. D. Hazen ráðherrar og I.ong'nead
úr öldungaráðinu. Þessir allir eru
fulltrúar stjórnarinnar; en fyrir
liberala voru: William Pugsley,
Rudolph Lemioux, Watson og
Charles' Murphy.
Liberal fulltrúarnir kröfðust þess
tafarlaust að látið yrði bjóða í við-
gerðina á þinghúsinu; en Rogers
nehaði þvi með öllu og félagar
hans; kváðu þeir þetta vera aðeins
aðgerð en ekki byggingu og því ó-
þarft að auglýsa eftir tillx>ðuni.
Var það svo samþykt í nefndinni
með meiri hluta atkvæða að ekki
skyldi auglýst eftir tilboðum.
Rogers samdi því næst við s'inn
pólitiska vin Lyall að gera við hús-
ið. Átti hann að fá $80 af hverju
þúsundi sem kostað væri til húss-
ins í efni og vinnu auk kostnaðar-
ins sjálfs; félagið rnátti vera eins
lengi og því sýndist og átti að fá
$200 á ári af hverju $1000 virði í
verkfærum sem notuð væru við
verkið, eða með öðrum orðum
$1200 fyrir hverja $1000 sem verk-
(færi kostaði í sex ár og eiga verk-
færin eftir sem áður. Þetta atriði
hefir áður verið skýrt i Lögbergi
og skorum vér á Heimsk. að sýna
fram á eina einustu staðhæfingu,
þar sem hallað sé máli í því efni.
Svo vita menn ekki fyr til en
að einn góðan veðurdag heyrast
dynkir og dunur, skothríðar og
sprengingar og þinghúsveggirnir
og allar byggingamar eru sprengd-
ar upp ögn fyrir ögn.
Liberal fulltrúar nefndarinnar
kröfðust skýringar á þessu athæfi.
Hafði Rogers kallað fulltrúa
blaðanna að rústunum eftir spreng-
ingarnar, sagt þeim að hann hefSi
Játiií gera þaS meS ráfii samnefnd-
ar manna sinna. Þetta var snemma
í júlí mánuði.
En þegar nefndarmenn neituðu
^ð þeir hefðu haft hugmynd um
þetta verk eða gefið samþykki sitt
til þess, þá kemur hik á Rogers og
kennir hann þá byggingarmeistur-
unum um það og sagði að það vœri
alvarlegt rnál sem þcir yrðu að gera
grein fyrir. Þetta var 21. ágúst.
Byggingameistaramir heita Pear-
son og Morchand. Þáma ber hann
tvær sögur um sama efni alveg
hvora á móti annari.
Lögberg skorar á Heimsk. að
benda á það ef hallað er sannleika
j þessu máli.
Þessu reiddust fulltrúar liberala
í nefndinni, sem von var, og hafa
þeir sagt af sér hver af öðrum.
Heimtuðu þeir nú að Lyall væri
borgað fyrir að hafa sprengt upp
bygginguna og verkið svo auglýst
til útboðs.
Þ'essu neitaði Rogers og fylgi-
fiskar hans með öllu og vildu á ekk-
ert annað hlusta en láta Lyall hafa
alt saman útboðslaust. Og Lyall
fær ekki einungis samning fyrir
$2,000,000 viðbót, heldur eru 8%
af þeirri auka upphæð $160,000.
Og svo segir Heimsk. að þetta
hefði ekki getað haft neina þýðingu.
Þeir sem yfir kosningasjóði ráða
hafa ef til vill aðra skoðun. Þeir
sem fylgst hafa með atferli Mani-
toba stjórnarinnar gömlu í sam-
bandi við þinghússamninginn hér
og kosningasjóð, þeir skilja það að
þessi endurbygging og sprenging er
ekki tilgangslaus.
Vill nú Heimsk. benda á eitthvað
rangt í þessu? Svar!
„Heimafáninn^
— Erindi, 2. ág. 1916. Markerville,
Alberta. —
Heiðraða hé'raðsfólk l
Forseti ræðuhaldanna hefir mælst
til þess af mér, að eg fagnaði með
nokkrum orðum fánanum nýja,
þessum íslenzka, sem nú blaktir hér
við hún, í fyrsta sinn, svona gerð-
ur.
Eg færist aldrei undan, ef á mig
er skorað, að segja upp allan hug
um það, sem mér þýkir eihvers
vert.
Fáni er þjóðar-þörf, á erlendum
almenningi, þeim lýð sem fer landa
milli. Á því almanna-móti er hann
heimilistákn þeirra sem með hann
fara.' Með honum á að spyrjast,
eins fljótt og augað eygir, hverjir
gestir undir honum búi, og hvar sá,
siem gengur einn á erlendum öræf-
um, megi hitta á sina sveit.
Þessi islenzki fáni er þó ekki orð-
inn þetta enn, svo uppi þyki meiga
halda, jafn fánýt fyrirmunun eins
og það er. Eins og íslendingar áð-
ur stundum, siglir hann í konungs-
banni, ef hann leitar út fyrir land-
steina. Hér má hann þó veifa sér
í vinahóp.
Þó er þannig með þjóðfána, að
út úr fylgisvip þeirra les hugsandi
hugur, ekki einungis hvað þeim sem
flíka honum, sé vel gefið, heldur
lika nokkuð af hinu, sem 'þeim kann
að vera áfátt í.
I þá ætt er íslenzka fánanum einn-
ig skotið.
Það verður honum til menningar-
brags metið, að hann fer svo prúð-
Jega í fánaþvögu grann-þjóðanna,
,að hann þekkist varla frá þeim sem
kallast kynstærri og óteljandi hönd-
ur hafa til að halda sér uppi.
En hitt ferst samt hjá, að hann
sverji sig í sveitina þá, með höfð-
ingjasvipnum þeim sem sker sig
■skírt úr, vekur á sér athygli hvar
sem hann fer, og verður mönnum
piinnis'stæður.
í svona fána hefir Ingveldur
allra-systir ofið, en ekki Bergþóra.
krossmörkin i íslenzka fánanum
eru hreinni en flestra hinna þjóð-
anna, sem hafa gert þau að goðgá,
mieiri en mistilteinn hefir orðið
heiðnum sið.
Allar helztu þjóðir heimsins hafa
merkt sína fána á undan íslending-
um, og valið í þá alt sem þeim virt-
ist eigulegast, jafnvel sól og mána
og stjörnur himins.
Enn eru 'þó norðurljósin ótekin
frá norðurljósa landinu, og friðar-
boginn, fjölskreyttari en jafnvel
þríliti krossinn, prýði lofts, láðs og
lagar, eins víða og regn fellur og sól
sér. — Hann hefir engínn hrifsað
af þeirri þjóðinni siem fer um allan
heim með friði.
Þó er það síður fáni þessi, frem-
ur er það fólkiö, sem að undir hon-
um gengur, sem við fögnum hér í
,dag, við, sem höllumst upp að öðru
merki.
Við treystum því, að enginn
óréttur, erlendur né innlendur, þori
nokkru sinni að þurka blett af
brandi sinum í íslenzkan fána, af
því að hann sjái fyrir, “að undir
þeirri blæju muni búa sinn höfuð-
bani”.
1 Við vonum, að undir islenzkum
fána vaxi allra manna ^elmegun.—
Sá mannskapur, sem enga lund
hefir til að lítilþægja nokkuð það,
sem hver frjáls þjóð á a^ vera ein-
ráð um. — Sú framför, sem i heims-
fylkingu sannrar mannkynsmenn-
ingar, aldrei þarf að bera fána sinn
á flótta.
Verði ætíð frjálst og frítt undir
fána íslendinga.
Steþhan G. Stephansson.
Siðbótafélögin.
Þing fyrir alla Canada ætlaði
siðbótafélagið að halda í Toronto
18. september til þess aðallega að
ræða um það, hversu ófullkomin
þau lög séu sem fylkin hafa völd
til að samþykkja, um takmörkun
vínverzlunarinnar. Þiessu þingi
hefir nú verið frestað um óákveð-
inn tíma.
Frakkar vinna enn á
ný stórsigur við Somme
Stöðuyir vinningar á vestur og austur hlið. Can-
adamenn komnir til Somme, þar sem harð-
ast er uú barist. Búist við einhverju sögu-
legu á næstu sex vikum.
Sigur bandamanna heldur stöð-
ugt áfram á vestur hersvæðinu;
hafa Frakkar þar brotið herlínu
Þjóðverja, tekið heilmikið af skot-
gröfum og þúsundir fanga. Er
sagt að keisarinn sé sjálfur kominn
þangað til yfirstjómar og eigi nú
að taka lið frá öðrum stöðum.
Hafa bandamenn komið sér saman
um að fara hægt en stöðugt í árás-
um sinum, fóma sem minstu af
mönnum, en standa fastir fyrii*
sem veggur, þar sem reynt sé að
ráðast á, en þjappa svo stöðugt að
og sækja á með þunga.
Svo segja fréttir að austan að
Falkenhaven hafi verið settur frá
aðalherstjóm Þjóðverja og Hind-
enburg tekið við sökum þess að hinn:
fyrnefndi hafi haldið því fram að
Þjóðverjar ættu aðeins að láta hina
sækja á en verjast sjálfir, og með
því gætu þeir haldið út þótt stríðið
stæði yfir i fjórðung aldar, en
Hindenburg kvað það ósæmilegt
manndómi Þjóðverja; þeir ættu að
sækja á hlífðarlaust og hafi keisar-
inn fallist á mál hans.
Venezelos hefir gefið út heilmikla
ifirlýsingu, þar sem hann kveður
Grikki vera skylduga að fara í strið-
ið með bandamönnum ef þeir eigi
ékki að fremja sjálfsmorð sem þjóð
“Eftir stríðið verður gríska þjóðin
annars hundur” segir hann, “sem
stendur utan veggja ráðhússins og
sníkir bein, sem undir hælinn er lagt
að hann fái.
David Livingstone
Allir hafa heyrt getið um hinn
ynikla og fræga mann David Living-
stone. Æfisaga þess manns er af-
ar merkileg. Hann var fæddur af
fátæku fólki á Skotlandi; alinn upp
í svo mikilli fátækt að hann varð að
fara í vinnu þegar hann var bam til
þess að hjálpa foreldrum sínum.
Saga hans lýsir því hvemig menn
geta komist áfram í gegn um alla
erfiðleika ef ekki brestur dugnað og
sjálfsafneitun. Livingstone varð
snemma svo bókhneigður að hann
,varði öllum frístundum sínum til
Jesturs—las þegar aðrir sváfu. 27
ára gamall fór hann í trúboðsferð
til mið-Afríkn og eyddi þar allri
æfi sinni svo að segja.
í fjögur hundruð ár hafði þræla-
verzlun átt sér stað þar syðra; sam-
vizkulausir f járgróðamenn höfðu
farið þangað og tekið fólkið tugum
þúsunda saman, rekið það í stór-
hópum þangað sem það komst ekki
undan, bundið það, flutt í burtu og
selt í þrældóm eins og skepnur,
nema hve miklu ver var farið með
það en víðast er farið með skepnur
nú.
Það erátakanlegt að lesa frásögn
Livingstons um þetta efni.
Saga hans segir frá því hvernig
hann fann heil héruð í Afríku,
heilar ár og stórvötn, sem enginn
vissi um áður. Hún getur þess
hvilikar hörmungar hann varð að
þola þar syðra meðal viltra þjóða;
hversu villimennimir hræddust
hann fyrst og hversu vel honum
tókst að gera þá alla að vinum
sinum. Hann var fyrst þar syðra
með konu og bömum, en síðar lét
-hann fjölskyldu sina fara lieim og
var sjálfur eftir syðra og komst þá
í óheyrðar raunir. Hann hóf reglu-
Jegt stríð á móti þrælasölunni og á
heimurinn honum þar mikið að
þakka. Það er svo margt í sögu
Livingstons sem gagntekur lesand-
ann að fáar bækur eru áhrifameiri.
Alls konar sagnir um viðureign
hans við óargadýr, þar sem hann
beinbrotnaði og stórslasaðist; alls
konar hættur af völdum villimanna.
AJls konar þrautir á ferðalögum;
hjátrúarsögum viltu þjóðanna o.
fl., o.fl. En tveir kaflamir eru þó
áhrifamestir; það er þegar Stanley
finnur Livingstone gamlan og hrör-
legan, eftir langa leit; þegar hann
flytur honum stóran bréfabunka og
hann leitar og aðskilur öll þau bréf-
in sem voru frá bömum hans, sem
hann hafði ekki séð svo árum skifti.
Hinn kaflinn er frásögn villimann-
anna og þjóna Livingstons um
dauða hans, því hann lét líf sitt
þar syðra.
Livingstone var bæði trúboði,
læknir og landkönnunarmaður og
þeir sem lesa vilja sannmentandi
bók ættu að lesa æfisögu hans.
Aðalatriðin úr þessari sögu verða
sögð í kveld (fimtud.) í Fyrstu lút-
kirkjunni og 40 myndir sýndar í
fullri stærð og réttum litum sem
s'kýra líf þessa heimsfræga manns
og svo að segja gera manni mögu-
legt að lifa með honum í anda.
Komið á þessa samkomu.
Landi vor Ámi lögmaður Ander-
son hefir verið kosinn í stjórnar-
nefnd Wesley skólans. Það er
heiður honum og oss og Lögberg
samgleðst.
108. herdeildim fór austur kl. 3
aðfaranótt miðvikudagsins. Þar
eru flestir íslendingar. — Farið vel
landar og komið heilir með heiðri!
Frá íslandi.
100 ára afmæli bókrmentafélags-
ins var hátiðlegt haldið í Reykjavík
15. ágúst. Þar var sunginn heil-
mikill kvæðaflokkur eftir Þorstein
Gislason, sem birtist í næsta blaði.
Björn M. Olson prófessor var kos-
inn forseti félagsins.
Svo skifti um tíðarfar 15. þ.m.
að þá kom sólskin og þurkar um alt
suðurland, alt vesturland og nokk-
urn hluta norðurlands, og ágætis tíð
segir Lögrétta 18. þ.m.
Látinn er Jón hreppstjóri Halls-
son á Smiðjuhóli i Álftaneshreppi á
Mýrum.
BITAR
1
Hafið þið tekið eftir stóru götu-
auglýsingunni, sem “Telegram”
hefir fest upp? Þar er rauður
skjöldur og á hann skráð stóru
letri: "öannleikur í auglýsingum”.
Skyldi það eiga að þýða að hér eftir
ætli blaðið að segja satt í auglýs-
ingum en halda áfram gömlu að-
ferðinni i öllu öðm? — Jæja, betra
er lítið en ékki neitt.
Hemiennimir frá Winnipeg
leggja fúslega lífið í sölumar á
Frakklandi. Er hægt að segja sama
um konurnar þeirra í Winnipeg?
Heimsik. þykir það heimskulegt
að halda að Rogers hafi sprengt
eða látið sprengja þinghúsið i
Ottawa, þar eð tilgangurinn hafi
ekki getað verið annar en aðeins að
vinna verkið. Gat ekki tilgangur-
inn verið sá sami og hann var hjá
Roblin þegar hann eyðilagði átta
hundruð þúsund dala samninginn?
Svar!
“Án fólksins væri landið einskis
,virði”, sagði séra Guðmundur
Árnason. Það kemur illa heim við
kenningar þeirra sem segja að vér
eigum alt landinu að þakka, en ekk-
ert sjálfum oss.
í júlí mánuði kallaði Robert
Rogers blaðamenn til þess að sýna
þeim þinghúsið eftir sprenginguna
og sagðist hafa látið gera það sjálf-
ur í samráði við nefndarmenn sína.
Nefndin neitaði að það væri satt og
21. ágúst sagði Rogers að bygging-
arnTeistararnir hefðu gert þetta
,og yrðu að gera grein fyrir at-
hæfi sinu. — I annaðhvort skiftið
hlaut hann að segja ósatt; í hvort
skiftið var það?
Þegar verkamennimir í Banda-
rí'kjunum vilja fá 8 stunda vinnu
með góðu og auðvaldið neitar með
hörðu, þá lætur forsetinn semja lög
sem auðvaldið verður að beygja sig
undir, en þegar verkamennirnir í
Canada reytta að hera hönd fyrir
höfuð sér, þá skipar verkamálaráð-
herrann að flytja þá í burtu eins og
landráðamenn.