Lögberg - 14.09.1916, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1916
COAL & SUPPLY CO.
Limited
DAVID BOWMAN
Við seljum eftirfylgjandi
kolategundir
SCRANTON Karð kol, YOUGHIOGHENY fyrir gufuvélar,
POCOHONTAS reyklausr VIRGINIA og LILY járnsmiðju kol
Kol frá Canada fyrir gufuhitun:
GREEN HILL, reykjarlaus kol tekin úr námum nálægt
Crow’s Nest Pass.
Til brúkunar í heimahúsum:
Lethbridge Imperial Lump Kol
Pembina Peerless Kol ogl
Maple Leaf Souris Kol
Aðalskrifstofa: Yards:
Confederation Life Bldg. 667 Henry Ave.
461 Main 8t. Tals. Main 3326
Tals. Garry 2486
Silfurbrúðkaup
Mr. og Mrs. Ottensonar
5. sept. 1916.
Sól á heiSu hausti breitSir
helga glóö of famar slóSir,
hjónin svinn aS sigur minni
sitja glöö í vina rööum,
Islands svipir öndveg skipa
omar neistinn, forna hreystin,
enn á skildi skína gildir
skarpir þættir vikings ættar.
Sé ykkur hjónum hlýtt í dag
við hljóm af liönum brautum,
meö tilfellanna hálan hag
í höppum lifs og þrautum, /
sem hafiö gengiö trygöum tengd
á takmark, silfur áriö,
því vist á slíkri vegalengd
oss veitt er mörgum sáriö.
Já, þaÖ er margt á langri leið
sem lifir minning vafið
meö söknuö, gleði, sæld og neyð,
um sollið stunda hafið.
En reynslan gefur táp og traust
sem talar öllu hærra,
þar er vor sigursól um haust
er sýnir markið stærra.
[Þið bámð með oss byrði dags
á brautum æfi tíða,
í þrautum okkar þjóöfélags
hve þungt var oft aö striða,
en Iþá var hjálpar höndin rétt
við helga kærleiks tóna,
þar lýsir sælan sólskins blett
í samfylgd ykkar hjóna.
Vér þökkum sérhvem fegins fund
sem frægði ykkar merki,
vér þökkum hlýja höföings lund
með hug og dug í verki.
Sé ykkar leið um lífsins vog
meö Ijúfum strengja hljómum,
svo hrein sem noröurljósa log
og létt sem dögg á blómum.
M. Markússon.
Nýjar kröfur.
Aðflutningur til landsins á kolum,
síldartunnum og salti stöðvað-
ur um stund.
í gær bárust stjómarráðinu nýj-
ar kröfur frá Bretum. Heimta þeir
hvorki meira né minna en það, aö
landstjómin geri ráðstafanir til
þess, að héöan verði ekki fluttar
neinar vörur til óvinaþjóða Breta
né Norðurlanda eða Hollands, nema
Bretum hafi áður verið gefinn
kostur á að kaupa þær fyrir það
verð, sem þeir hafa tjáð sig fúsa til
að greiða fyrir þær.
Ef landstjórnin vill ekki ganga
að þessu, þá er hótað útflutnings-
banni á vörum frá Englandi til ís-
lands og stöövun á ööram aðflutn-
ingum til landsins, eftir því sem
Bretar fá við ráðið og telja nauð-
synlegt til að ná tilgangi sínum.
Þessari hótun hafa Bretar þegar
framfylgt með því að stöðva kola-
skip landstjómarinnar og 2 skip,
sem voru á leið hingað með síldar-
tunnur frá Noregi til G. Copelands.
Eins og kunnugt er, liggur við
borð, að síldveiðamar nyrðra
stöðvist, vegna tunnu- og saltleysis,
og sum síldveiðaskipin hafa neyðst
til að hætta að veiða um stund.
Það er vitanlega tilgangur Breta,
að stöðva framleiðsluna á þeim af-
urðum, sem þeir vilja láta banna út-
flutning á til nefndra landa, ef þeir
fá ekki kröfunum fullnægt. Þeim
tilgangi geta þeir náð með þvi að
stöðva aðflutninga á kolum, salti,
olíu, síldartunnum, veiðarfærum o.
s.frv.
Landstjórnin hefir þegar afráðið
að fara að vilja Breta i þessu efni,
og samið reglugerð þar að lútandi.
— Er það gert í s'amráði við vel-
ferðarnefndina, eða þá nefndar-
menn, sem nú eru í bænum: Jón.
Magnússon, séra Kristinn Daníels-
son og Svein Björnsson, og varð
enginn ágreiningur á milli þeirra og
landstjómarinnar um málalokin.
Hér skal enginn dómur lagður á
þessa nýju ráðstöfun. Og þýðing-
arlaust er að vera með ágizkanir
um það, hvers vegna Bretar -hafi
fært sig upp á s'kaftið. — En það
dylst væntanlega engum, að blaða-
deila sú, sem hafin var út af “sam-
komulaginu við Breta”, hefir að
óþörfu vakið athygli á þvi, að ekki
væri alt fengið með því að skylda
skipin til að koma við í brezkri höfn.
—Vísir.
Hér sjást ástæðurnar fyrir gerð-
um stjórnarinnar í þessu máli. Hún
virðist blátt áfram hafa verið
neydd til þess með hótun um
sveltu. — Ritstj.
Stína.
Heyrðu Stína, Stína mín!
Veiztu hvað eg sá?
Ærnar bitu í haganum
og lömbin léku hjá.
Nú langar mig til að vita,
því eg elska þig,
hvort þú vilt nú dansa og leika
svona fyrir mig?
En Stina dansar aldrei framar —
Eitthvað er það, sem henm amar.
Brostu Stina, Stína mín!
Veiztu hvar eg var?
Eg gekk út í hraunið
að horfa á stjörnurnar.
• Nú langar mig til að sjá
hvort yndislegar skín
Sírus og Venus,
eða augun þin?
En Stína brosir aldrei framar —
Eitthvað er það, sem henm amar.
Hlæðu Stína, Stína mín!
Áðan fann eg það,
Að bam í vöggu hló svo dátt,
mér hitnaði’ í hjartastað.
Nú langar mig til að heyra
hvemig ástin hlær,
vita hvort að ylinn leggur
hjarta mínu nær?
En Stina hlær nú aldrei framar—
Eitthvað er það, sem henni amar.
Gráttu Stína, Stína mín!
Veiztu hvað eg veit?
Piltur náði hafmey á öngul,
en af sig hún sleit.
Nú langar mig að sjá þig gráta,
Ejg skal hugga þig.
Þá vaknar kannske ást þín aftur,
Ó — fyrir mig?
En Stína grætur aldrei framar —
Eitthvað er það, sem henni amar.
Stína litla, Stína mín.
Viltu heyra ljóð?
Það eru vökudraumar um
hvað þú séVt góð.
Komdu nú fram i dalinn
og dreymdu með' mér,
þar á eg kvæði falin
dg öll handa þér.
maður; en þeir gáfust svo misjafn-
lega í þá daga landráðamennirnir,
að orðið hafði (& 13. og 14. öld)
merkingaskifti, fór í þá merkingu,
sem við iþekkjum og enn tíðkast:
landráð = föðurlandssvik. Bara
það fari nú ekki eins um “pólitík-
ina”!
En við skulum nú tala svo allir
skilji og segja þjóðráð, en ekki
“pólitík”, og kalla það góða þjóð-
ráðagerð, sem nú er nefnt “góð
pólitík” — án þess alþýða viti hvað
átt er við. — Þá blasir hún við okk-
ur beijnskan í þessum pólitísku
dánp.rfregnum. Góður þjóðráða-
maður gengur ekki fyrir stapann,
þó hann hverfi úr þingsölunum;
hann vinnur jafnt eftir sem áður
að áhugamálum sínum, og verður
oft fult eins mikið ágengt þó að
hann ‘‘sitji(!) ekki á þingi”. Hitt
er satt, að ónýtir þjóðráðamenn
detta jafnan í dá, ef þeir “missa
þingsætið”, hafa ekki atkvæði á al
þingi. Og alt þetta hjal hér á landi
um “póiitísk lik” ’er blátt áfram
vottur um það eitt, að hér hafi verið
fremur fátt um nýta þjóðráðamenn.
Ef þér nú rennið augum yfir æfi-
feril minn, þá mun yður, og öllum,
skiljast, að eg er víst jafndauður
eftir sem áður, hvort sem eg næ
bosningu eða verð “strykaður út”,
— hefi skemstan hluta æfinnar
setið á alþingi, og ekki neitt meira
lif í mér þá en endranær, og svo
mun enn reynast.
G. Björnson.
—Dagsbrún.
Tom-Brown tambandið í Ameríkn.
(Úr: Teosofisk Tids'krift)
En Stínu dreymir aldrei framar—
Eitthvað er það, sem henni amar.
Sigurður Sigurðsson.
—Isafold.
“Pólitískur dauði”
Herra ritstjóri. Eg er orðinn
margleiður á þessu sífelda rausi
um “pólitískan dauða” og “pólitisk
lík”, þegjir talið berst að mönnum,
sem setið hafa á alþingi, en hverfa
þaðan, ná ekki kosningu.
Hvað er “pólitík” ? — (Tleitið er
runnið af gríska orðinu polis=borg,
og politeia=borgarstjóm). — For-
feður okkar kölluðu pólitikina
landráð; “að fást við pólitík” það
var að ráða landráðum; og hver
pólitíkus” var ntefndur landráða-
í fangelsi einu í Ameríku hefir
verið reynd ný meðferð á föngum
og hefir hún gefist svo vel, að mikl-
ar likur eru fyrir, að hún gerbreyti
fangelsum heimsins, áður en langt
líður.
Fyrir tiokkrum árum gd<k mað-
ur einn, að nafni Qsborne, sjálf-
viljugur i fangelsi, til þess að kynn-
ast hegningaraðferðinni og finna
ráð til bóta henni.
Hann tók sér dulamafnið: Tom
Brown. Meðan hann var í fang-
elsinu, ákvað hann og mótaði í huga
sér umbætur þær, er hann taldi
heillavænlegastar, og þegar hann
sjálfur varð forstöðumaður hegn-
ingarhúss, kom hann þeim í fram-
kvæmd.
Fangamir vinna og fá laun fyrir
yinnu sína, en hver og einn verður
að borga fyrir klefa sinn og sjá sér
sjálfum fyrir fæði. Fpngunum er
kent. Þeim er gert skiljanlegt, að
hver einstaklingur hafi skyldur að
rækj a og verði einnig að bera á-
byrgð á gerðum sínum gagnvart
þjóðfélaginu. Þeim er sýnt fram
á, hversvegna þjóðfélagið neyðist
til að talka í taúmana, hvers vegna
hegningin sé nauðsynleg og réttlát,
ef lög þess eru fótum troðin. Eins
konar sjálfræði ríkir í fangelsinu,
og föngum, er hegða sér sómasam-
lega, er bráðlega gefin lausn.
Þéssi skynsamlega og mannúð-
lega meðferð hefir unnið krafta-
verk.
Með gömlu aðferðinni urðu að-
eins tíu af hundraði ærlegir menn,
en með þessari “Brpwn’s:aðferð”
sjötíu og fimm af hundraði. Eins
og nærri má geta, er Osbome elsk-
aður og virtur meðal fanganna.
Nýlega héldu fjöratíu fyrverandi
sakamenn, sem allir voru orðnir
merkir borgarar, veizlu mikla, til að
fagna honum.
Að enduðu hátíðahaldinu, mynd-
uðu þeir “Tom Brown-sambandið”,
og er hlutverk þess, að hjálpa og
leiðbeina sakamönnum, þegar þeir
losna úr fangelsunum, — því ein-
mitt þá byrja oft þyngstu þrautir
þeirra. —
Nær myndi slíkur mannvinur sem
Osbome rísa upp á þessu landi, og
hvenær slikt félag sem “Tom
Brown-sambandið” ?
Hér ætti þó að vera kleift að
bjarga, þar er tiltölulega fáir ganga
glæpabrautina. — fVísir).
M. Jóh.
Þetta er það sama sem Lögberg
skýrði frá fyrir nokkru, en þar var
sagan aðeins sögð lengri og greini
legri. Það er gleðilegt að blöðin á
íslandi gefa þessum málum gaum.
—Ritstj.
' Sakamálshöfðua.
Eins og áður hefir verið drepið
á, voru nokkrir kaupmenn í Kaup-
mannahöfn kærðir í júni fyrir
óleyfilegan útflutning á saltfiski,
með öðrum orðum “klausúlu”-brot.
Meðal þessara rtianna voru þeir
Herluf Bryde kaupmaður og Ingolf
Jadobsen kaupmaður.
Þegar rannsóknardómarinn hafði
lokið sínum störfum, sendu, hinir
kærðu umsókn til dómsmálaráð-
herrans danska Zahlemm að sleppa
með sektir. Auk þeirra tveggja
sem áður er getið voru fjórir aðrir
kaupmenn undir kæru: Ulrik Holm,
Henry Jensen, Valdemar A. Peter-
sen og Rördal. Beiðni sína rök-
studdu þeir með þvi, að þeir hefðu
verið “í góðri trú” og litið svo á, að
þeir hafi ekki brotið neinar “'klau-
súlur”.
En dómsálaráðaneytið, hefir litið
annan veg á þetta mál, því það hefir
synjað beiðninni og vísað málinu
til sakamálsréttarins.
—ísafold.
Vinna fyrir 1563 í Ágúst.
Winnipegbær útvegar atvinnu
þeim er þurfa og hægt er að
fá störf fyrir; og er það gert ó-
,keypis. í ágúst mánuði var þannig
útveguð staða 1563 manns; þar af
860 ikarlmönnum og 695 konum.
Hitt voru unglingar.
Meðal þeirra starfa sem útveg-
uð voru karlmönnum voru: tré-
,smíðar 29, ökumannsstörf 25, lyfti-
véla vinsa 3, sendiferðir 4, bænda-
vinna 20, slökkviliðsstörf 6, garð-
yrkjustörf 14, daglaunavinna 620,
viðarsölu'störf 9, vélastjórn 7 og
vöruhúsvinna 26.
Störf sem konum voru útveguð
voru meðal annars: innanhússstörf
á gististöðum 9, daglaunavinna 597,
vistir 31, verksmiðjustörf iö, hús-
stjórn 10, eldhússtörf 19, umboðs-
störf 5 matreiðslustörf 7, barna-
stundun 14, skrifstofustörf 1, hrað-
ritun 1, veitingastörf 26, hospítal-
störf 7.
S 6 Ii S K I N
þið að það hafi verið? Það var
saga sem þið hafið öll heyrt; og
það var saga sem öll börnin h >fðu
i-eyrt sem hlustuðu á hann, e.i samt
þótti þeim svo skemtilegt að idusta
á hann að þau voru grnfkyr cins og
fullorðið fólk við bænagerð
Hann sagði söguna af týnda syn-
inum. Þið munið öll hvermg liún
var? Þið munið eftir því að það
voru einu sinni tveir bræður hjá
föður sínum. Annan þeirra lang-
aði ósköp mikið til þess að fara eitt-
hvað í burtu; honum leiddist heima
og hann nenti ekki að vinna. Hann
bað því pabba sinn um peninga til
þess að hann gæti komist í burtu.
Pabbi hans skifti öllu sem hann
átti í vissa parta og lét þennan pilt
hafa einn partinn.
Svo fór hann, en hinn varð eftir
og vann heima. Nú fór þessi pilt-
urinn út um öll lönd og eyddi því
sem hann fékk heima og gerði ekki
neitt.
Loksins átti hann ekkert eftir og
hafði ekkert að borða. Þá fór hann
í vinnu til manns sem átti mikið af
svínum og gætti þeirra fyrir hann.
Og hann var oft svo svangur að
hann át af raslinu sem svínunum
var gefið.
Nú fór hann að hugsa heim til
pabba síns og bróður síns og nú
dauðsá hann eftir að hafa farið í
burtu. Hann hugsaði nú um það
hvað vel sér hefði liðið heima og
hvað ósköp rangt hann hefði gert
að yfirgefa heimili sitt. “En eg
þori ekki að fara heim aftur”,
sagði hann við sjálfan sig. “Pabbi
minn verður reiður og rekur mig t
burtu; og eg á það skilið.”
En svo leið honum altaf ver og
ver og leiddist altaf meira og meira
og fanst tíminn altaf lengri og
lengri. Og loksins gat hann ekki
annað en lagt af stað heim. Hann
gekk lengi—marga daga—þreyttur
pg svangur og sorgbitinn. Loksins
komst hann svo nálægt heimili
pabba síns að hann gat séð þangað
þegar hann fór upp á hæð þar ekki
mjög langt frá. Hann horfði heim
að bænum þar sem hann hafði leik-
ið sér með bróður sínum þegar
hann var barn. Hann mundi eftir
því hvað mamma hans og pabbi
hans höfðu verið góð við hann og
hvað honum hafði oft liðið þar vel.
Og hann var alveg hissa á sjálfum
sér að hann skyldi nokkurn tima
hafa getað yfirgefið þetta heimili.
Svo hélt hann enn þá áfram þang-
að til hann kom svo nálægt að hann
sá alt heima glögt og greinilega.
Hann sá bróður sinn sem var að
vatna skepnum og hann sá hundinn
með honum, sem hann hafði svo oft
leikið sér við og hann sá pabba sinn
með vatnsfötur í höndum fara inn
í bæinn. Og hann lagðist niður á
jörðina og grét, en kom sér ekki að
þvi að fara heim.
En pabbi hans sá til hans og
þekti hann. Honum hafði dauð-
Ieiðst eftir að drengurinn hans fór
pg hann hélt að hann væri fyrir »
löngu dáinn, því hann hafði ekkert
frétt af honum. Hann varð því
himiplifandi glaður þegar hann sá
til hans, fór á móti honum, faðm-
aði hann að sér og kysti hann og
leiddi hann heim. Pabbi hans lét
slá upp stórri veizlu fyrir týnda
drenginn sinn þegar ihann kom aft-
,ur; lét slátra kálfi og ætlaðist til
þess að allir væru glaðir.
Hann kallaði á hinn drenginn og
sagði honum að koma og fagna
bróður sínum; en hann varð reiður
og vildi ekki sjá hann. Hann sagði
8 6 t S K I S
að hann hefði verið að flakka i
í burtu og væri búinn að eyða öllu
sínu fé, en sjálfur sagðist hann
hafa altaf unnið. Og hann var
reiður yfir því að btúður hans
skyldi vera fagnað og kom ekki í
veizluna.
Eg þarf ekki að segja ykkur
þessa sögu; þið hafið öll heyrt hana
og kunnið hana líklega miklu betur
en eg. En eg er aðeins að segja
ykkur frá því að séra Friðrik sagði
söguna svo vel og skemtilega að
börnunum þótti ósegjanlega gaman
að heyra hana, þó þau hefðu oft
heyrt hana áður.
Og svo talaði séra Friðrik um
það hvað ljótt væri að vera óánægð-
ur heima hjá sér, þegar foreldrarn-
ir væru að gera sitt bezta. Hann
sagði frá þ\tí hvað föður drengsins
hefði þótt vænt um hann; hvað
hann hefði lagt mikið á sig hans
vegna, og hvað hann hefði oft ver-
ið búinn að hugsa um að hann yrði
sér til gleði 'þegar hann yrði stór.
Og svo lýsti hann því hvað hann
hefði tekið mikið út með því að
missa hann út í bláinn og hvað hann
hefði beðið þess heitt að guð sendi
sér drenginn aftur og hvað hann
þefði orðið innilega glaður þegar
hann hefði verið bœnheyrður.
Og svo talaði séra Friðrik um
það hvað það væri ljótt að vera
öfundsjúkur; hinn bróðirinn hefði
öfundast yfir því að vel hefði verið
tekið á móti týnda drengnum, þeg-
ar hann kom aftur, og hvað honum
hefði liðið betur ef hann hefði líka
verið glaður og ýerið í veizlunni
með bróður sínum og fagnað hon-
um.
Og það var margt fleira sem séra
Friðrik hafði að segja í sambandi
við þessa dæmisögu.
Upp frá þessu var altaf haldið
áfram barnaguðsþjónustum á ís-
landi, svo lengi sem eg vissi; þar
prédikuðu þeir á víxl séra Friðrik
Hallgrímsson, séra Haraldur Níels-
son, Ástvaldur Gíslason en oftast
séra Friðrik Friðriksson. Og þess-
ar guðsþjónustur voru allar þannig
að þar voru sagðar dæmisögur
Krists á skemtilegu og skiljanlegu
máli og þær heimfærðar upp á dag-
lega lifið.
Og Goodtemplarahúsið var altaf
troðfult við þessar toarnaguðsþjón-
ustur.
Svo tók séra Friðrik sér það fyrir
hendur að stofna unglingafélög um
alt land; sérstaklega drengjafélag.
í þetta félag streymdu unglingar
tugum hundraða saman. Og svo
voldugt varð það að það hefir nú
bygt í Reykjavík afarvandað og
stórt hús.
Þar koma unglingamir saman;
þar eru þeim sagðar sögur, bæði
bibliusögur og aðrar sögur; þar eru
salir handa þeim til þess að æfa og
læra alls konar íþróttir. Þar safn-
ast þeir saman og þaðan ganga þeir
í stórum og reglulegum skrúðgöng-
um út um allar grundir á sumrin
þegar fagurt er veður.
Þ5ð hafið öll tekið eftir 'þvi að í
kringum ljóskerin á götunum safn-
ast stundum urmull af flugum. Þær
sveima í kring um ljósið aftur og
fram og fram og aftur iðandi,
spriklandi og suðandi.
Séra Friðrik er alveg eins hvar
sem hann er og Ijósið sem laðar að
sér flugurnar. Hvar sem hann sást
heima var hann brosandi og ljós-
glaður og bömin söfnuðust að hon-
um og þyrptust utan um hann hopp-
andi, dansandi, hlæjandi, brosandi,
Víg Lincolns.
Vestan úr heimi heyrðist skot —
>á hrökk þessi álfa við.
Hvert uppnám hér varð og óðaþot
um alt okkar hirðbúna lið!
— Evrópa gamla, með reglu og rétt,
sem reiknar þinn gang við hvern spöl,
sem aldrei fékst á þinn skjöld einn skvett,
sem skirrist jafnan við vamm eða blett,
hve furðuleg varðst þú og föl.
Innsiglin dökkna af alríkjasorg —
með einhyming, ljón eða gamm.
Skipi er snúið frá borg í borg.
peir boðsenda aftur og fram.
Bómullarvaldið 0g lyganna land
og litla Napoleons storð —
þau voru að flétta friðarins band;
þá féll þetta skot. peirra von fór í strand
við Fylkjaforsetans morð.
pá skelfdust þér allir, Evrópuráð.
pví ægir yður, eg spyr.
Einn Prússaglæpur, ein Dybbölsdáð
á dagana kom hér þó fyr.
Eru augu eins hrafns ekki öðrum jöfn
hafa örlög Pólverja gleymst —
og floti Bretanna fyrir Höfn
og Flensborgar eða Sunnborgar nöfn?
Hvar gat ykkar hneykslun geymst?
par sprettur ein rós—hvert blað er sem blóð,
og með beig yðar hjarta hún slær.
Hún kemur af Evrópu rót, svo rjóð,
og ríkt fyrir vestan grær. —
Af Norðurvegum um Vestursand
hún vex. par er moldin frjóst.
Pér festuð þá rós á Fylkjaland
og fómardauðans riddaraband
á Lincolns blóðuga brjóst.
Sem heitrofinn sáir, svikull og flár,
með samningsins rifnu örk,
með loforð í fyrra og eiðsbrot í ár,
hann uppsker á sögunnar mörk.
Piö væntuð að hljóta trygð fyrir tál
alt til þessa síðasta dags.
En útsæðið sprettur upp. Hvílíkt bál.
Pið undrist svo fibast vit og mál —
er vopn ykkur vex fyrir ax. /
par lögin greinast við glampa hnífs
og gálginn er réttarborð.
Menn vakna fyr og sjá veginn til lífs
en vér með hin drepandi orð.
Einn lifir og dæmir. Og lokan knýst
af lyganna dyflissugrind.
En ekki þó fyr en ormskelin brýst
og engir sig tímánna hneyksli og snýst
í eigin síns afskræmis mynd.
Einn andi ræður með eilífan mátt,
sem enginn á viðnám mót.
Hið “gullna hús” varð að leggjast lágt,
og líkneski Nerons, í grjót
En áður varð Rómverjans ódáð að ná
yfir aljörð, frá póli til póls,
og harðstjórinn dyrðlings dásemd að fá,
og drottinmyndir í gull að slá
af keisurum Kapitóls.
Svo steypist það. Leiksvið, hofgöng og höll,
alt hrandi sem skógarlauf,
vegir og bogar og vegsemdin öll —
undir vísundsins traðkandi klauf.
pá hóf sig hið nýja á hrapsins grunn
og hreinleik á andrúmið brá.
Nú sýnist sem roðni af röðli við unn —
sem reykur af drepsótt úr gömlum brunn
nú feyki sér til og frá.
Ef öslum við sorp og sökkvandi dý
mér sýnist það engin neyð,
þótt eiturrósimar rísi á ný
og roðni á tímans meið. —
Lát ormana naga sín hýði í hjóm,
svo hrynji hið gamla íag.
Lát hverfast um “kerfin” hol og tóm,
fyr hrópar ei réttlætið upp sinn dóm
á sviköld, hins síðasta dags.
(Ibsen).
—pjóðstefna.
SEGID EKKI
“W3 OST EKKI BOROAB TANNLaKIII WO.’*
Vér Titum, aS nú r*mur «kkl «.lt «8 6akum og erfltt *r «8 •lcnjLat
aklldlacft. ■* tll Ttll, «r om þaE fyrlr baxtu. þ«8 kcnnlr m s*m
vrtmm &■ rlnna fyrtr hvarju cantl, «8 m«U glldl pnnlasn.
HIJOÍIST þeaa. a8 dalnr cparaBur ar dalur nnnlnn.
MlSfWUrr þaaa alnnlg, a8 TKNNUR aru oft malra rtr81 an panincnr.
HKU.BRIOBI ar fyrata apor tll hamincju. frí yarSIB þ«r al rarnda
TEnnmitAR — N« er ttmlnn—hdr ar ataSnrinn tu n8 lAta |m ytg
Mikill sparnaöur á vönduðu tannverki
BHVTAKAK TKNNtJR $«.0« HVKR BKBTA M KAK. ani.I,
$».M, M KARAT GIJIjL/TKNNTJR
Vaa6 rort AnUt dbrnytc Mörg handrnS antn adr hM
HVKRS VEGNA KKKI pú T
Fara yðar tilbúnu tennur vel?
þar llaltca flr akorEum f JM þaar ftra þa8, flnaii þá tnna-
Uakna, aam vata gart val rlB tanaur ySar fyrir neft t*t8.
ythnr ajálfnr—NotM flnatán árn raya^n Torn rfl haalakah|M
M.M HVAIiBKIN OPIB A kTfll.nnw
DR. PARSONö
HeORKIVT BLOOK, PORTAGR AVK. Talafáan lá. III.
Gmad Trnnk farbréfa ArUHofa
Cppí y«»
SEXTlU og FIMM ÁRA LJÓSIN
Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn
þar sem er að rœða um
EDDY’S ELDSPÝTUR
Fyrir soxtíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt-
ur í Canada búnar til í HullafEddy og síðan hafa
þær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni.
Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um
EDDY’S