Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 2
2 í.OGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1916 Hundrað ára afmæli Hins fslenzka Bókmentafélags 15. ágfúst 1916. MinningarhátíS Bókmentafélags- ins var haldin í sal neðri deildar í Alþingishúsinu og hófst kl. 1, en um morguninn hafði stjóm félags- ins fariS inn að Göröum á Álftanesi og lagt sveig áleiöi Áma Helgason- ar. Minningarhátíöin hófst meS því, aö sungnir voru og lesnir fimm fyrstu kaflar kvæðaflokksins, sem prentaSur er hér á eftir, en síSan flutti forseti félagsins ræSu, las upp ávarp og skeyti til félagsins og skipulagsskrá 1000 kr. sjóSs, er hann gaf félaginu í afmælisgjöf. AS því loknu var sunginn 6. kafli kvæöaflokksins. Ámi Thorsteins- son stýrSi söngnum, en Jón docent Jónsson las þau kvæSin, sem ekki votu sungin. RÆÐA FORSETANS. Háttvirtu félagsbræöur! Eg óska ykkur alla velkomna. Svo kvaS Stgr. Thorsteinsson á 50 ára afmæli félags vors áriö 1866. SíSan eru nú aftur liöin 50 ár, og félagiö hefir náö 100 ára aldri. Nú, á þessari “gleöistund”, viS þennan “merkisstein” á æfiferli félagsins býöst oss tækifæri til aö renna huga vorum aftur á bak yfir hiö runna skeiö og mæla þaS meS sjónum vorum. Eg skal þó ekki þreyta ykkur á aS rekja sögu fé- lagsins út í ræinar æsar — til þess mundi timinn ekki vinnast, enda veröur sagan sögS greinilega í minningarriti, sem mun koma út innan fárra daga og veröa sent fé- lagsmönnum. Eg mun þvi aS eins drepa lauslega á helztu atriöin, og sný eg mér fyrst aS stofnun félags- ins. ÁriS 1813, um miöjan ágúst, ef til vill þenan sama dag, bar hingaö aö Reykjavík góöan gest, Rasmús Kristján Rask, hinn danska visinda^" mann, sem síöar varö heimsfrægur af tungumálauppgötvunum sínum. Hann haföi þegar á uppvaxtarárum sinum tekiö ástfóstri viS íslenzka tungu. Hann hafSi þá fyrir tveim árum gefiS út íslenzka málfræSi, sem nefndist “Vejlednig til det ís- landske eller gamle norske sprog” (Kh. 1811). Um þá bók hefir veriö sagt, aö ‘hún hafi gert “eigi minni bvlting i ísl. málfræSi en Copernic- usí geröi í stjörnufræöinni. 1 henni skapar Rask hina ísl. mál- fræöi frá rótum. Nú kom þessi maöur hingaö í fullu fjöri æskunn- ar, 25 ára aö aldri, meö hjartaS fult af ást til hinnar fögru tungu vorrar til aS heyra sjálfur, hvernig hún hljómaöi á vörum þjóSarinn- ar. Og honum brá heldur en ekki í brún, þegar hann fór aS tala viö Reykvíkingana, sem fyrstir uröu á vegi hans. Hann lýsir því sjálfur meö svofeldum orSum í bréfi til vinar sins Bjarna Thorsteinssonar, rituöu rétt eftir hingaSkomuna: “Annars þér einlæglega aö segja held eg, aö íslenzkan bráöum muni út af deyja; reikna eg, aS varla muni nokkur skilja hana í Reykja- vík aö 100 ásum liönum. en varla nokkus í landinu aö öörum 200 ár- um þar upp frá, ef alt fer eins og hingað til og- ekki verða rammar skorður við reistar — jafnvel hjá beztu mönnum er annaöhvort orð á dönsku.” t sambandi viö þetta, skal eg benda á. aS i 1. grein hinna elztu laga Bókmentafélagsins, sem Rask hefir samiö, segir svo; “ÞaS er tilgangur félags þessa að viðlialda liinni ísl. tungu og bókskrift.” I jæssu orði “að viðhalda' lýsir sér hræðsla um, aö máliS muni líöa •undir lok, sama hræöslan sem kem- Úr fratn í bréfinu til Bjarna Thor- steinssonar. í orðum bréfsins “ef ekki eru rammar skorSur við reist- ar”, rituðum skömmu eftir að Rask steig af skipsfjöl, felst vísir- inn til stofnunar Bókmentafélags- ins i huga Rasks. Hann vildi reisa “rammar skorSur” viS hnignun málsins fargra, sem hann elskaöi eigi siöur en móSurmál sitt. Og honum kom til hugar, aS eini veg- urinn væri sá, aS íslendingar sjálf- ir, allir beztu menn þjóðarinnar, tæki höndum saman og mynduöu eitt öflugt félag til að “viðhalda" móðurmáli sínu. Næsta vetur eft- ir fór hann úr Revkjavík og upp aS Reynivöllum i Kjós til vinar síns Arna Helgasónar sem þá var |>ar prestur, og dvaldi hjá honutn þaS sem eftir var vetrar, og haföi hann þá gott tækifæri til aS ræSa við Arna um þessa hugmynd sina og stofna félag til aS “reisa skorS- ur” við hnignun íslenzkunnar. l'rðu þeir vinir vel ásáttir um mál- ið og kom saman um, aö Rask skyldi á ferðum sínum um landið safna loforðum um árleg tillög til hins fyrirhugaöa félags, en Árni veita viStöku því sem safnaðist. ÞaS var ekki auðhlaupiö að því aS stofna slíkt félag hér á landi, eins og þá stóð á. Hinn mikli NorSur- álfuófriður stóö enn yfir, j>egar Rask kom út, og var Danaveldi flækt i hann og losnaSi ekki úr honum fyr en í KielarfriSnum 14. Jan. 1814, einmitt um það le>li sem þeir Rask og Árni Helgason voru að bræöa félagsstofnunina á Reyni- völlum og vissu þá ekki annað, en aö ófriöurinn geysaði enn, því aö friðarfregnin hefir ekki borist hingaS fyr en um vorið. Styrjöld- in hafði haft mjög alvarlegar af- leiöingar fyrir land vort sakir ó- nógra aðflutninga, verSfalls pen- inga og ríkisgjaldþrotanna og þar af leiðandi bankahruns í Dan- mörku, sem varö til þess aS margir töpuðu stórfé og sumir aleigu sinni. Þáð var því ekki álitlegt aö knýja á dyr almennings til sam- skota um þessar mundir. Ýmsir fleiri öröugleikar voru og á því aö stofna féilag, sem átti aS ná yfir alt landiö. Vegir voru engir nema þeir, sem hestafætur höfðu troðiö, samgöngur ógreiðar, ' póstferðir mjög fátíðar o.s.frv. En þeir fé- lagar Rask og Árni létu sér ekki þetta fyrir brjósti brenna. Þeir treystu því, aS málefniö var gott og sigursæll góöur vilji. Rask ferö- aöist um landiS tvö sumur eftir þetta, 1814 og 1815, og varð tals- vert ágengt að safna tillagaloforö- um. ÞaS var honum til mikils stuönings', að Geir biskup Vtdalín sendi boðsbréf til félagsstofnunar, sem Rask haföi samiS, til allra pró- fasta landsins og veitti því öflug meSmæli viS þrestastéttina Þegar Rask haföi komiS fótum undir félagsstofnunina hér á landi, fór hann heim til Kaupmanna- hafnar sumariS 1915 og baS Árna Helgason fyrst um sinn taka viS forstöSu félagsins hér ásamt þeim Siguröi landfógeta Thorgrím- sen og Halldóri sýslumanni Thor- grímsen. Þegar heim kom gekst Rask fyrir því, aö þar var stofnað samskonar félag, sem bæði íslend- ingar í Höfn og Danir gengu í, og var haldinn stofnfundur þar 30. Marz 1816 og embættismenn kosn- ir — Rask auSvitaS forseti — en lög voru samþykt á fundi 13. Apr. 1816, og var í þeim ætlast til aS bæöi fciögin, þetta i Höfn, og hitt sem myndað var í Reykjavík, vröi eitt félag í 2 deildum. Voru því lögin send Reykjavíkurfélaginu til samjryktar. ÞaS hélt stofnfund og valdi sér embættismenn 1. Ágúst 1816—var Ámi Helgason kjörinn forseti—en lögin meS því ákvæði aS félögin skyldu sameinast og vera tvær deildir í einu félagi voru samþykt á fundi 15. Ágúst 1816; þá fyrst mátti heita aö félagiS i heild sinni væri stofnsett aS fullu, og því höldumv ér nú 100 ára af- mæli félagsins. Árangurinn af fjársöfnun Rasks til félagsins sést bezt á því, að á hinu fyrsta ári þess bárust því alls 1550 rbd. n.v. í tillögum frá ís- landi, en 800 rbd. n. v. frá Dan- mörku. Þegar tekið er tillit til þess, hvernig þá stóS á hér á landi, gegnir þaö mestu furöu, hve mikið safnaöist hér, einkum þar sem svo var til ætlast, aS félagsmenn skyldu ekkert fá í aöra hönd fyrir tillag sitt — þeir urSu lengi vel framan af aS kau[)a bækur jiær, sem fé- lagið gaf út fullu bókhlöSuverSi eins og utanfélagsmenn. Orsökin til þess, aS félagið var haft í tveim deildum, annari í Reykjavik, hinni í Höfn, liggur í augum up>pi. Reykjavík var þá enn í barndómi, ekki annaö en lít- iö jx>rp, og þó aS hún ætti aS heita höfuSstaður landsins, þá átti hún langt í land til að verða sú miðstöö hins andlega lífs hér á landi, sem hún síðar varS. Hér á landi var þá ekki nema ein prentsmiSja, sem EandsulppfræSingarfél. átti. Var því enginn vegur aS fá neitt prentað hér, nema félagið setti á fót prentsmiöju handa sér. Aftur á móti var ihægt aS fá alt prentaö sem maSur vildi í Khöfn. Frá Reykjavík voru og engar þær sam- göngur viS aðra parta landsins, að unt væri að senda þaSan bókasend- ingar út um land. En frá Höfn mátti koma bókasendingum til flestra hafna á landinu. Ef ekki hefði verið sérstök deild af félag- inu í Höfn, hefði J>að þó orðiö aö hafa J>ar framkvæmdarstöð, sem hefði oröiö því dýr. ÞaS var J>vi vel ráSið, eins og þá stóS á, aS hafa félagiö í tveim deildum, og þaö var fyrirsjáanleg og eölileg afleiðing af ástandinu sem ]>á var hér heima og í Höfn, að Hafnardeildin mundi fyrst í staS draga til sín svo aö segja allar framkvæmdir félagsins, svo sem prentun bóka og útsending. En framsýni Rasks og góðvild hans til íslands lýsir sér í því, að hann þrátt fyrir ]>etta felkk þaö sett í lög- im að Reykjavíkurdeildin skyldi vera aðaldeild félagsins og Hafnar- deildinni fremri aS virðingu, og að heldur skyldi prenta og binda bæk- ur á íslandi en í Höfn, ef þaS gæti orðið félaginu aö skaðlausu. Svo var þá félagið vel og far- sællega komiö á legg og megum vér í dag minnast þeirra manna, sem að stofnuninni unnu, með innilegu þakklæti og virðingu, bæði hinna mörgu sem lögöu fram rífleg tillög til félagsins, margir af litlum efn- um, og þó einkum þeirra tveggja manna, sem fyrstir allra gengust fyrir því aö koma félaginu á fót og lögSu sig alla fram í því efni, fyrst og fremst Rasks, sem átti upp- tökin, og þar næst Árna Helgason- ar, sem var Rasks önnur hönd við félagsstofnunina hér á landi. ÞaS er1 því ekki ófyrirsynju, að félags- stjórnin hefir gert ráðstafanir til þess, aö krans sé lagður á leiði þess- ara tveggja manna nú í dag. Hefir Þorvaldur Thoroddsen lofaö að sjá um, aS félagsbræður vorir í Höfn inni af hendi þessa þakkarskyldú við Rask, og er liklegt, aS sú at- höfn standi nú yfir eða sé ef til vil! um íarð gengin. Og í morgun hef- ir félagsstjórnin fariS suður aö GörSum á Álftanesi og lagt krans á leiði Árna Helgasonar, en áður hafði hún látiö gera viö minnisvarð- ann, sem var farinn aS bila, og mun sjá um, að gerf verði viS grindum- ar kringum leiðiS. Eg vil biSja menn að minnast þessara og annara stofnenda félags- ins meS því aö standa upp. Þá skal eg drepa í sem fæstum orðum á helztu atriðin i^sógu fé- lagsins frá stofnun Jæss til vorra daga. Fyrsta tímabilið í sögu félagsins má telja frá stofnuninni til sumars- ins 1851, ]>egar Jón SigurSsson er kosinn forseti Hafnardeildarinnar. Árni Helgason er forseti Reykja- vikurdeildarinnar allan þann tíma, nema 3 síSustu árin er Pétur, síðar biskup, Pétursson forseti. Hefir enginn gegnt forsetastörfum jafn- lengi og Ámi. En í Hafnard. voru þessir forsetar: Rask, Bjarni Thor- steinsson, Finnur Magnússon, Þor- geir GuSmundsson og Brynjólfur Pétursson, allir saman ágætir menn. Fjársöfnunin haföi gengið .svo vel, aö fél. gat tekiö til starfa þegar eftir stofnunina og farið aS gefa út bækur. Fyrstu rit, sem það gaf út, voru ársrit félagsins, sem var kall- að Islenzk sagnablöð, og Sturlunga og Árna biskups sögu. Kom fyrsti árgangur ársritsins út vorið 1817 og síSan kom þaö út á hverju ári til 1826 — alls 10 árgangar — en þá s'kifti timarit þessa um nafn og var kallað Skímir og kemur þaS út enn í dag undir þvi nafni og er víst eitt hið elzta tímarit á NorSurlöndum. Jafnframt réSst félagið og í það stórvirki að gefa út Sturlungu og Áma biskups sögu, meSfram fvrir hvatir hins nafnfræga öSlings Birgis prófessors Thorlaciusar, sem lagSi ríflegan styrk til útgáf- unnar. Gat félagið varla valiS rit, sem var betur fallið til aö opna augu manna fyrir fögru máli og vera fyrirmynd í því máli en þessi rit frá gullöld bókmenta vorra. C’t- gáfunni var lokiö á fjórum árum (1820). Einn af þeim mönnum, sem sá um útgáfuna, var Sveinbjörn Egilsson, og var það hans fyrsta starf í forníslenzkum fræðum, sem hann varö síöar svo mikill snilling- ur í, og má ætla aS það hafi fyrst dregiS huga hans aS þeim efnum. og víst er um það, að oröfæriS á Sturlungu og öörum sögum vorum var honum fyrirmynd að hinu fagra ritmáli, sem hann skapaöi þegar hann sneri kvæöum Hómers á ís- lenzku. Nokkru síöar ("1820) réöst félagiS í annaS stórvirki ekki minna, en þaS var aS gefa út Árbækur Espólíns, sem er nokkurs konar framhald af Sturlungu og rekur sögu landsins fram á daga höfund- arins. Þetta rit hefir síðar veriS leiöarsteinn allra þeirra, sem feng- ist hafa við sögu lands vors á síð- ari öldum, og jafnframt er þaö rit- að á hreinu og fögru sögumáli, sem hafSi mikil áhrif í þá átt aS hreinsa og bæta íslenzkuna. MeS útgáfu þessara tveggja rita, Sturlungu og Árbóka Espólíns, bjó félag vort því að nokkru leyti í haginn fyrir Fjölnishreyfinguna, sem hófst á 4. áratug 19. aldarinnar. En jafn- framt gaf félagið á árunum 1820 til 1830 út ýms önnur rit, svo sem lantlafræði Gunnlaugs Oddssonar, ágæta bók fyrir sinn tíma, Ljóðmæli Stefáns Ólafssonar, Paradísarmissi Miltons, þýddan af Jóni Þorláks- syni, GrasafræS^ Odds Hjaltalíns o.fl. Eftir 1830 verSur bókaút- gáfan nokkuð strjálli um hríS, og kemur það af því, að félagið tekur þá að séír að styðja Bjöm Gunn- laugsson í því að mæla landiS og koma uppdráttum Iandsins þeim er hann hafSi gert á prent, ien það var mjög kostnaðarsamt fyrirtæki og hefði orðiS félaginu um megn, ef það hefðí ekki fengið riflegan styrk til þess frá stjóminni. Þetta er eittlwert hið þarfasta verk, sem BókmentafélagíS hefir unnið aS, og er bæSÍ Bimi Gtmnlaugssyni og félaginu til ævarandi sóma. Upp- drættirnir komu út, hinn stærri 184Q. MeSan á þessu kostnaðar- sama verki stóS, gaf þó Bókmenta- félagíð út ýms merk rit, svo sem Messías Kloppstokks í þýðingu Jóns Þorlákssonar í 1834—38), Frumparta íslenzkrar tungu eftir KonráS Gíslason (1846Ó og kvæði þjóSskáldanna Bjama og Jónasar, sem höföu svo mikil áhrif á kveö- skap íslendinga á siðari hluta 19- aldar (1847), auk ýmsra smærri rita. Enn fremur gekst félagið fyrir því á þessum árum, að fá sýslumenn og presta til þess að semja sýslna og sókna lýsingar og senda fél., og varS úr því mikiS safn og merkilegt, sem nú er geymt í landsbókasafninu, og hefir oröið ýmsum aö notum (t. d. dr. Kr. Kálund í íslandslýsingu hans). Á þessu tímabili Ó816—1851) hlóSust næstum því allar fram- kvæmdir félagsins, bæöi um bóka- útgáfu, útsending bóka og inn- heimtu á Hafnardeildina af þeim ástæðum, seni eg áSur tók fram. ÞaS varð smám saman að venju, að Hafnardeildin innheimti eigi að eins öll tillög erlendra manna, held; ur og mest af tillögum manna hér á landi, en Reykjavíkurdeildin inn- heimtii aö eins tillögin úr Reykja- vík og þar í grend, og sendi þó mest af þeim til Hafnardeildar til út- gjalda félagsins þar. Hún varS því í reyndinni nokkurs konar inn- heimtustofnun fyrir Hafnardeild- ina í Reykjavik og þar í grendinni. ViS þetta drógust mestallar árs- tekjur félagsins til Hd. og þeim fylgdu framkvæmdirnar. Samt safnaði Reykjavík smátt og smátt nokkrum sjóði af sinum árstekjum, og oft sendi hún Hd. góSar tekjur til framkvæmda, sem Hd. tók til greina. T. d. átti Reykjavík frum- kvæSið að landsmælingarfyrirtæk- inu. En þaS er ekki fvr en seint á þessu timabili, árið 1846, aS Rvd. fer aö gefa út nokkuð Hér heima. Stendur þetta eflaust í sambandi viS þaö, að landsprentsmiðjan var flutt til Reykjavíkur 1844, svo að þá fyrst var unt aS fá hér bœkur prentaöar, en meSfram stafar þessi röggsemi deildarinnar af þvi, að' Reýkjavik var þá vaxinn nokkuS fiskur um 'hrygg og meiri kostur þar á .ritfærum mönnum, en áður hafði veriS. Fyrstá bókin, sem Rvd. gefur út, eru Skýringar yfir fornyrSi Iáigbákar eftir Pál Vída- lin, og sá Þóröur Sveinbjömsson um útgáfuna (Ý846—1854). Það sem gerSi aS félagiö gat af- kastaS svo miklu á þessum fyrstu árum sínum og þó safnað miklum sjóði (1837: 12,800 kr.), var aöal- lega tvent: það greiddi framan af engin ritlaun og lét félagsmenn ekki fá neinar bækur fyrir tillög sín. Hvorugt gat gengiS til lengdar, og seint á þessu timabili kemst breyt- ing á þetta. Frá 1840 fer félagiö aS greiða ritlaun og 1845 er sam- þykt að láta félagsmenn fá bækur ókeypis. ÞaS hafSi sannast á fé- laginu, aö “leiSir verða langþurfa- inenn”. Af því að menn fengu ekkert fyrir tillög sin, gengu margir úr félaginu, einkum á Islandi. Á hinum fyrstu árum hafði félögum fjölgað óöum og komst félagatalan á Islandi brátt upp í 6ot>, en um 1837 voru félagsmenn á íslandi komnir niSur í 28, og var það mjög ískyggilegt. Menn vonuöu, aS þetta mundi lagast og félögum fjölga, ef félagið tæki upp þann sið, að láta féJaga fá bækur fyrir tillag sitt, og su varð líka raunin á þegar fram liöu stundir. AnnaS tímabil i sögu félagsins tel eg stjómarár Jóns Sigurössonar sem forseta í Hafnardeildinni 1851 til 1879. Þessi ár marka djúpt spor i sögu félagsins. Jón Þorkelsson rektor, sem þó hafði átt í töluverSri déilu við Jón SigurSsson út af fé- lagsmálum, ann honum þess sann- mælis, að “enginn af forsetum Bók- mentafélagsins' hafi veriö jafn dug- legur og Jön SigurSsson og að und- ir einskis forseta stjórn hafi félag- iö gefið út eins margar og merki- legar bækur”. Eg hef áSur ritað allgreinilega um starf Jóns Sigurðs- sonar fyrir BókmentafélagiS, í Skírni 1911, og get því vísað til þess og til Minningarrits þessa af- mælis. TTé'r skal aöeins drepiö á hið merkilegasta. Jón Sigurðsson sá fram á það að bezta ráSiö til aS f jölgá félagsmönn- um og halda þeim í félaginu var að láta þá fá á ári hverju svo mikiS í bókum, sem svaraði árstíllagi þeírra cða riflega þaS. Þetta markmið setur hann sér frá upphafí og kem- ur því í framkvæmd frá árinu 1833 og síðan. Bókaútgáfuna, sem hafði næstu ár á undan legiS mikíð til í dái, eykur hann stórum. Skömmu eftir að Jón tekur við stjóm Hd.ar fer sú deild aS snúa sér að útgáfu stórra safnrita um sögu íslands og bókmentir, landshagi og stjórnar- málefni. Þes'si rit eru Safn ti! sögu Islands og ísl. bókmenta, ís- lenzkt fornbréfasafn, Bískupasög- ur, Skýrslur um Tandshagi á íslandi og Tíðindi um stjörnarmálefni Is- lands. Jón Sigurösson átti ekiki frumkvæöiS aS öllum þessum fram- kvæmdum sjálfur—þaS var Gí'sli Brynjólfsson sem átti fvrstu ihug- mynd að Safni t. s. fsl. og Jón Pét- ursson aS Fornbrs., en hann kom öllu þessu i verk og átti sjálfur drýgstan þáttinn í flestum þessum safnritum. ÞaS þarf ekki að taka þaö fram, hve mikla vísi'ndalega þýöingu SafniS, Biskupasögur og Fornbréfasarniö hafa fyrir sögu vora og bókmenti'r. AS Safninu vann ,Jón mikiS sjálfur og hefir félagið haldiö því riti áfram jafnan síðan; í Biskupasögum 1. bindi á hann út- gáfu Kristnisögu, en GuSbr. Víg- fússon hitt, og í síðara bindinu á Jón ýmsa merkilega söguþætti um siðaskiftin; um hiS fyrsta bindi fornbréfasafnsins annaSist hann eingöngu sjálfur og lét eftir sig stór mikið safn til framhaldsins', og var þaS ómetanlegur stuöningur fyrir þann mann, sem liélt verkinu áfram eftir Jón látinn, dr. Jón Þorkelsson yngra. ,TiT S'kýrslna um landshagi og TiSinda um stjórnarmálefni vít- vegaði hann ríflegan styrk hjá stjórninni, svo að þau rit urðu fé- laginu ekkl þungbær. Þessi rit voru nauSsynleg skilyrði fyrir því, að bæöi Jón SigijrSsson og aSrir, sem viS landsmál fengust, gæti haft eftirlit með gjörðum stjómarinnar, og varla mun Jóni á öllum sinum Ianga stjámmálaferli hafa komið til hugar meira snjallræði en þetta, að knýja stjómina til að birta gerðir sínar og nota til þess Bókmentafé- lagið, án þess þó aö bendla það viö deilumál dagsins. Félag vort veitti Jóni þannig óbeinlínis góðan styrk í stjórnmálabaráttu hans. Auk þessara sagnrita komu marg- ar merkilegar bækur frá Hd. i stjórnartíS Jóns Sigurðssonar. Nefni eg af þeím að eins Sálma- söngsbók Péturs Guðjohhsens, sem varð til aS gerbreyta sálmasöngn- um hér á landi, Fiskibók Jóns Sig- urðssonar og Varningsbók, Minn- ingarrit félagsins 1867, Skýrslu um Forngripasafn íslands I—II, Prestatal og Prófasta eftir Svein Níelsson, Kvæði Jóns Thoroddsens og skáldsögu hans Mann og konu. Álls' gaf Hd. út í stjórnartíö Jóns rúmar 1410 prentaöar arkir, sem svarar rúmlega <22,560 blaSsíðum í 8 bl. br. Jafnframt hélt heimadeildin á- fram bókaútgáfu þeirri, sem hún hafði byrjaö í lok næsta tímabils á undan, en alt var það í smærra stíl, ]>ví að tekjurnar voru smáar. Telst svo til að bókaútgáfa heimadeildar- innar hafi á þessum árum verið hér um bil sjöttungur móts viS bókaút- gáfu Hafnardeildarinnar. Deildin undi því illa, að tekjurnar leyfSu ekki aö gefa meira út og eitt sinn (1872) var gerS tilraun til þess af deildarinnar hálfu að ná undir sig meiru af árstekjum hér á landi, en sú tilraun mistókst. Af bókum þeim, sem heimadeildin gaf út á þessum árum, má nefna hina alþýö- legu mannkynssögu Páls MelsteS, íslenzkar réttritunarreglur, Isl. málmyndalýsing og Skýring hinna almennu málfræSilegu hugmynda eftir H. Kr. Friðriksson, Úr Hauks- bók og GuSmundarsögu útg. Jón Þorkelsson, Um siöabótina á ís- landi eftir Þorkel Bjarnason, Um eöli og heilbrigöi mannlegs likama eftir Dr. J. Jónassen o.fl. og Fréttir frá ísl., sem deildin byrjaði að gefa út 1873. Forsetar Reykjavíkurdeild- arinnar á þessum árum voru þeir Pétur Pétursson, Jón Þorkelsson og Magnús Stephensen. Jafnframt bókaútgáfunni lagSi Jón Sigurðsson mjög mikla stund á að safna handritum til Handrita- safns Hafnardeildarinnar. Þegar Jón tók viS, átti deildin að eins 37 handrit, en T217 sex árum eftir dauða hans og var flestum þeim handritum safnaS af honum. Rvd. HafSi líka eignast nokkuð af hand- ritum og voru söfn beggja deilda síðan seld Landsbókasafninu, og eru þar nú vel geymd, en líklega væri nú tröllum gefið, ef J. S. og félagið hefSi ekki haldiö handritun- um saman. MeSan Jón SigurSsson var for- seti Hd., datt engum í hug að leggja hana íiiður. En skömmu eftir dauða hans kemur upp sterk hreyf- ing í iheimadeildinni í þá átt aS flytja Hd. heim. Og það er rin- mitt þessi stefna sem setur mót sitt á hið næsta fþriðja) tímabil í siögu félagsins, sem nær frá dauSa Jóns SigurSssonar (1879) til vorra daga. Þær ástæður, sem höfSu lagt mest- allar framkvæmdir félagsins í hend- ur Hd. voru ekki framar fyrir hendi. Reykjavík var orðin reisu- Iegur bær og þar var komin miSstöS hins andlega Iífs hér á landi. Prent og annað, sem til bókaútg. þarf, var yfirleitt ódýrara hér en í Höfn og hægt að fá félagsbækur prentaðar hér. Samgöngur innanlands höfðu stórum batnaS, svo að nú var bóka- útsendíng frá Reykjavík fult svo auöveld og ódýr eins og frá Khöfn. Svo vaktí það og fyrir mönnum, að þaö mundí efla mentalíf þjóðarinn- ar, ef BókmentaféTagíö yrði alger- lega innlent. Af þessum og fleiri ástæðum stafar barátta sú, sem nú hefst og míðar að því að flytja HafnardeiTdina heim. Hin fvrri heimflutningsbarátta hefst árið 1883 meS því, að Reykjavíkurdeild- in samþykkir eftir tillögu, sem upp- haflega var runnin frá Gesti Páls- syni, breytingar á lögum félagsins, sem fóru í þá átt, að afnema Hd. DeiTa þessi milli deildanna stóð i 6 ár og endaSi' með ósigri fyrir ReykjavíkurdeiTdina aS því er snerti aSalmál'iS. Hd. tókst aS verja til- veru sina með því að neita að bera upp tiT atkvæöa Tagabreytingartil- lögur, sem hin deiTdin hafði sam- þykt á löglegan hátt. En hins veg- ar vann Rvd. þó það á, a@ hún hafði fram jafnari skifting á félagstekj- unum miITi deildanna og fékk aukið starfsvið sitt að nökkru. Hin síSari' heimflutningsbarátta hófst áriS 1906 og stóS yfir til 1911. Hún var aö því leyti ólík hinni f'yrri, að í fyrri baráttunni áttu deiTdir féTagsirrs hvorar vlð aðra, en slðari baráttan hélt sér lengst af innan vébanda Hd. og stóð þar milli tveggja arrdstæðra ftokka innan deiTdar; harðnaSÍ deiTan milli flokk- anna ár frá ári, þangað til alt í .einu dettur alt I dúnalogn árfó 1911 og báðir flokkarnir koma sér saman ^tiji frumvarp til nýrra Iaga, sem fela I sér tvent í einu, bæði samein- ing deildarma í eitt félag með heim- ili í Reykjavík og gagngerða breyt- ingu ,á fyrirkomulagi félagsins, sem : fer í þá átt að takmarka fundar- haldíö. en auka vald stjómarinnar og gera hana fastari í sessi. Samn- ingamir, sem gengu á undán þesstt samkomulagi, og leiddu til þess, gerðust aö mestu bak við tjöldinog er öll sú saga nú sögð í fyrsta sinn í Minningarritinu. sem félagsmönn- um veröur sent, áöur en langt um IíStir. Réykjavíkurdeildin tók auö- vitað fegins hendi tilboöi Hd,- flokkanna um lagabreytinguna, og voru hin nýju lög samþykt fyrst á aðalfundi Reykjavíkurdeildar 8. júli 1911 og síðan á aðalfundi Hd. 31. okt. s. á. Síöan er félag vort ein heild meS heimili í Rvík. Forsetar félagsins á þessu síSasta tímabili hafa verið: í Rvd.: Magn- ús Stephensen, Björn Jónsson, Björn M. Olson ftv’svar^> Eiríkur Brievn og Kristján Jónsson. 1 Hd.: SigurSur L. Jónasson, Ólafur Hall- dórsson, Valtýr GuSmundsson og Thorvaldur Thoroddsen. Fram- kvæmdir féilagsins í bókaútg. hafa veriS mjög miklar, og skal eg ekki þreyta félagsmenn á því að telja upp bækurnar nema þær allra helztu. Frá Hafnardeildinni komu AuðfræÖi Arnljóts Ólafssonar, ísl. förnsögur I—III, frh. af Safni t. s. ísl., KvæSi Stef. Ólafssonar 2. útg., ísl. gátur, þulur og skemtanir I—IV, frh. af fornbréfas., sem byrjar fyrst í Hd., en síðan tekur Rvd. það að sér, LandfræSissaga fslands, sem byrjar í Rvd., en kem- ur síöan út hjá Hd., ísl. ártíðaskrá útg. af J. Þ., Landskjálftar á ís- landi eftir Þ. Th. 1899 °S l9°6, Flóra íslands, ísls. Boga M'elsteðs I—II, bygging og líf plantna eftir H. Jónsson, Lýsing fslands eftir Þ. Th., Æfisaga Jóns Indíafara útg. af Sigf. Blöndal. — Frá Ryd.: KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj umst það vera algerlega hreint, og þaf bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTÓBAK Tímarit Bókm.f. 1.—25. árg., 1880 til 1904. Sýslum.æfir eftir Boga Benediktsson I—IV. Þegar Tíma- ritiö hætti, var Skímir aukinn og endurbættur og hefir bann komiö út í þeirri nýju mynd síSan 1905. ViS þessa breyting á Skími brá svo, að félagatalan hér á landi, sem hafði lækkað mjög mikið á ámnum 1888 til 1905, fer nú aS f jölga hröS- um fetum og em nú í félaginu 1200 manns, sem er fleira en nokkru sinni áður. Annars skal eg ekki fjölyrða um stjórn félagsins og framkvæmdir síðan deildimar sarn- einuðust, máliS er mér of skylt til þess. AS eins skal eg geta þess, að fjárhagur félagsins er í allgáSu lagi- Þegar vér nú aS lokum lítum yfir framkvæmdir félagsins á hinni liSnu öld, verður varla annaS meS sann- girni sagt, en að þaS hafi alment starfaS vel og gert bókmentum vor- um mikiö gagn. Ef stofnendur fé- lagsins, þeir Rask og Árni Helga- son, mættu líta upp úr gröf sinni, þá er eg sannfærður um, aS þeir mundu' gleSjast yfir þeim þroska, sem fósturbam þeirra hefir tekið, og ekki kvarta undan því, aS það hafi brugðist þeim vonum, sem þeir geröu sér um þaS, meSan það var í reifunum. 1 þessu stutta yfirliti yfir sögu félagsins hef eg af embættismönn- um félagsins' að eins minst á for- seta, af því að þaS eru þeir, sem að- allega hafa markað þá stefnu, sem framkvæmdir félagsins hafa tekið. Þ'etta er ekki réttlátt. ASrir em- bættismenn hafa engu síður borið hita og þunga dagsins og eiga engu síður þakkir skiliS. Lengst af hafa skrifaramir, og á síðari tímum sér- staklega bókaverðirnir, veriS önnur hönd forseta í öllum störfum. Og gjaldkerum félagsins eða féhir'Sum, sem þeir hétu áSur, má segja þaS til lofs, aS félagið hefir aldrei á þessum 100 árum, svo eg viti, tap- að einum eyri á ráSsmensku þeirra. En þær mörgu þúsundir, sem hafa stutt félagið á þessum árum meS því að ganga í það og leggja því árstillög, eiga Ííka skilið okkar beztu þakkir, ekki sízt hinir mörgu alþýðumenn. ÞaS er einkennilegt fyrir Bókrmentafélögm og á sér ekki' stað um samskonar félög í öörum Iöndum, að þaS á engu síöur félaga og styrktarmenn meSal óbreyttra alþýöumanna, en meðal menta- manna. Þetta sýnir, hve djúpar rætur félagiS hefir fest í akri þjÓS- lífsins og er oss dýrmætur vottur þess, aö þaS hefur, að minsta kosti að nokkru leyti, náð þeim tilgangi sínum, aS “efla mentun hinnar Ts- lenzku þjóSar”. GuS gefi að fél'ag vort aldrei missi sjónar á þessu háa markmiöi sínu, og aö því auðnist aö halda vinsældum sínum meSal al'- ]>ýðu manna. Félag vort er aS vísu ekki auSugt í samanburöi við samskonar félög í öðrum löndum, en efti'r íslerrzkum mælikvarSa hefir það góðan grund'- völl til aS halda áfram þeim störf- um, sem félagiö á ólokiS viö, og til aS hefja ný störf á þeirri öld, sem nú er aS byrja. En skilyrSið fyrir þroska þess og þrifum er j>að, að allir góðir Islendingar leggist á eitt aS styöja þaS og styrkja og hefja þaS á hærra sti'g og hærra, og sér- staklega aS menn vandi vel stjóm- arkosningar, svo að ekki: verði kosnir aörir en ]>eir, sem líklegir eru til að hafa fult vit á, hvemig félagiö getur bezt náð tilgangi sin- um, aS “styðja og styrkja íslenzfka tungu og bókvisi og mentun og heiS- ur hinnar íslenzkn þjóðar”, liklegir til aö stjórna félaginu með atorku og dugnaði, gætni og hagsýni. Ef vér leggjumst á eitt um þetta, þá er eg sannfærður um, aS félagiö á sér fagra og góöa framtíð fyrir hönd- um á öldinni sem kemur. AS lokum er þaö mín innileg ósk 'og bæn, bæn sem eg vona aö þið all- ir, háttvirtu félagsbræður, getiö tekiS undir af hug og hjarta, aS guS, sem ávöxtinn gefur, blessi starf félags vors á ókomnum árum, svo aS þeir sem lifa næsta aldaraf- mæli geti litið yfir öldina, sem þá er liðin, meS ekki minni, iheldur margfalt meiri ánægju en vér yfir þá öld, sem nú er að hverfa í tím- ans skaut. KVŒÐAFLOKKUR fluttur á 100 ára afmæli hins ísl. Bókmentafélags 15. ág. 1916. Bftir porstein Gíslason. I. KÓR. Frá upphafi vega um aldanna svið ýmsir strengir óma meS eilífum niö. Ýmsir strengir óma enn hið sama lag, sem leikið var frá fyrstu við lífsins stóra brag. Sem leikiö var frá fyrstu við lífsins gleði og stríö og aldrei mun breytast um eilífa tíð. Aldrei munu breytast alvizkunnar ráS, né lögmálsorS lífsins í IýSa hjörtu skráö. LögmálsorS lífsins þótt leyfi enga töf, þáu verða sem þau voru, hjá vöggu og gröf. Þ'eir verða sem þeir voru um veröld fjær og nær hljómar þeirrar hörpu, sem höndin drottins slær. Hljómar þeirrar hörpu, sem hjarta hvert á, er straumbylgjur eilífðar strengina slá. Vöggugjöf lífsins er Tjósheima þrá. En vængir hugans skamt yfir víddTmar ná. Aö sækja lengra’ og lengra ei látiS verður af, því óskin bendir útyfir eilifSar haf. Ljá oss, drottirm, Ijós þitt í leitina þá, sannleikans leitina, sálnanna þrál Sú, er þrá í sál eftir sannleika ól, Ijái hún oss ljós sitt, lífgjafans sól. II. SÖLÓ. ÞaS orötak stenzt í raun að ment er máttur, og menning, frelsi, þekking æSri’ en völd. Oss reyndist féilag þetta sterkur þáttur í þjóSar vorrar framsókn liðna öld. Sé þökk og heiöur þeim, sem reistu merkiS! þeir þáðu aldrei fýrir störf sín gjöld, en unnu’ af því, þeir vissu þarflegt verkiS. ÞVí verður þökkin fika hundrað- föld. Að sækja þrek í sögu lands og þjóSar ti!sóknar nýrri menning fram á leiö, og trúaryl í gneista þeirrar glóðar, stóm guði vígS á þjóSar ami beiS: aS léggja veg úr fortíS yfir i fram- tíö, í feðra reit aö hlyrma’ að gömlum ’meið, en leita’ aS hæsta- sjónarhóli' í sam- tið: aö sjá hið farna’' og marka’ hiS nýja skeið. Þeir viTdu þetta; settu markið svona,, er sögu hel'gaS minna skyldi lýS á fornai d'áS, en Iíka vígt til vona á viðreisn þjóSar, nýja mentatíð. ; VTS geymutn feðra okkar 08 og sögur sem orkugjafa’ í þjóðarlífsins striS, I En sífelt opnast útsýn ný og fögur !um andans starfasvæði himinvíð. III. RECITATIV. Af vopnaburði er ei vaxinn upp orðstír íslendinga. En frægö þeirra er af fræðimönnum og af skáldum sköpuð. Frá fornu hefur við fræði alist islenzk alþýöa, og niöjum víkinga Norðurlanda kent þeirra mæöra prál. Þetta er heiöur, sem hefja skal ísland í áliti heimsins. Þetta er arfur, sem ávaxta skal og gæta, en aldrei glata. Jafnframt skal upplýsing alþýðunnar glæSa meö gagnlegum ritum. Finnur leiðir sá, er fræði nam. En “blindur er bóklaus maður”, Þannig byrjaöi hinn þjóðkunni faöir þessa félags, ungur, einförull útlendingur, ávarp til íslendinga. Landsmönnum þótti, er þeir litu á máliö, vel og af viti mælt. — MeS þökk er nú geymt þjóöar-ávarp Rasks, frá Reynivöllum. Aldrei fyrri hafSi okkar land (Franfh. á 5. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.