Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1916 Jögbeig Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,<Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: TI)E OOLUMBI/V PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, N|»n- UtanáskriEt ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Síðustu og verstu dagar. Á öðrum stað í þessu blaði er frá því skýrt að eitt afturhaldsblaðið í Canada stingi upp á því að nýr stjómmálaflokkur sé mynaaður í ríkinu. Er það einkum blaðið “World” sem um þetta efni hefir fjallað, og ýms önnur hafa tekið í sama strenginn og margir einstakir menn. pað er haft þessari hugmynd til meðmæla að þörf sé á alls konar umbótum og flokkapólitíkin í landinu sé orðin óþolandi; hún verði að breytast og batna. pjóðin heimti umbætur, heimti fram- farir, heimti ráðvandari meðferð almannafjár og trúari ráðsmensku yfir efnum þjóðarinnar en vér höfum átt að venjast í þeirra höndum sem völdin hafa haft. petta lætur alt vel í eyrum, lítur alt vel út á pappímum; en við það er ýmislegt að athuga eins og það kemur fram. par á meðal þetta. 1. Hverjir koma með þessar tillögur? 2. Undir hvaða kringumstæðum koma tillögum- ar? 3. Hvaða bendingar eru gefnar um stjórn hins tilvonandi nýja flokks og 4. Hver er reynsla þessa máls hér í Manitoba? Að því er fyrsta atriðið snertir er það athuga- vert að sá flokkurinn kemur fram með tillögu um þessa breytingu, sem allra ósvífnast hefir staðið í vegi allra eða flestra heillamála þessarar þjóðar og þessa lands. Afturhaldsflokkurinn ber sannarlega nafn með rentu og með réttu hér í landi. Hann hefir vemdað það flest sem þjóðinni er að hnekkir og framfaratálmi; hann hefir barist á móti því að hér kæmist á frjáls verzlun og svift þannig bænd- ur tugum miljóna á ári hverju af réttmætum ágóða. pessi flokkur, sem hver einasti bóndi landsins ætti að rísa upp á móti og reka á dyr, kemur nú með þá tillögu að breytt sé um til batnaðar. Greindur bóndi og gætinn frá Alberta kom til Winnipeg nýlyega og átti tal um landsins gagn og nauðsynjar. Var hann ekki á því að hér væri öll- um uppreidd dúnsæng þegar til þessa lands kæmi, eins og sumir vilja halda fram. “petta er allra bezta land” sagði hann, “en hér eigum við bænd- urnir við margar plágur að stríða. pær eru ef til vill ekki eins margar og þær vom í Egyptalandi, en sumar þeirra eru miklu verri—sérstaklega ein. Plágurnar eru: ofmikið regn stundum, lítið regn á öðrum tímum, frost, hagl, ormur, fellibyljir og síðast en alls ekki sízt afturhaldsstefnan og verzl- unar kúgunin. Hér erum við bændur beygðir og bognir við erfiðisstörf á landi voru svo að segja árið um kring, og Ieggjumst til hvíldar þreyttir að kveldi lamaðir af áhyggjum fyrir því að vita ekki nema fyrsta sjónin þegar risið er úr rekkju næsta morgun verði flag, þar sem áður var blómlegur akur og öll ársvinnan þannig eyðilögð; eða alt hvítt af hélu í ágústmánuði þegar kornið er að þroska komið, og því þá svo hnekt að það sé á eftir lítils eða einskis virði. Æfi bóndans er engin sældar æfi þegar alt hið ófyrirsjáanlega er tekið til greina, og þær stöðugu áhyggjur sem bætast ofan á erfiðisstörfin og baslið. En alt þetta væri gott og blessað og ekkert yfir því að kvarta, sérstaklega af því að við því verður ekkert gert, ef ekki væri hér ein aukaplága, sem öllum hinum er skaðlegri og þyngri; plága sem hvorki verður kent um guði né náttúrunni, heldur sjálfum oss eða þeim sem vér höfum verið svo heimskir að láta ráða málum vorum. pessi plága sem eg á við er verzlunar einokun- in ; verzlunar ófrelsið, verzlunar þrældómurinn. Að stjóm landsins; okkar eigin ráðsmenn; okkar eigin þjónar, skuli taka sér það vald að banna okkur bændum að selja okkar eigin vöru hvar sem okkur sýnist, og hvar sem við getum með hægustu aðferð fengið fyrir hana hæst verð, pað er svo óskylt allri sannri menning og ber vott um svo mikið þrællyndi að tæpast verður trúað.” petta sagði greindur og góður bóndi, og allur fjöldi bænda er sömu skoðunar. Sami flokkurinn sem þessum þrælatökum hef- ir béitt bændur landsins hefir ekki látið þar staðar numið. Hann hefir veitt auðvaldinu takmarka- laust lið til þess að tvöfalda verð á þeim verkfær- um, sem bændurair verða að hafa til akuryrkju; er þannig kipt undan bændum báðum fótunum í senn. Bóndinn er aðalstoð þessa lands; afturhalds- stjómin—og stefnan—hefir valdið því að okurverð er á flestu sem hann þarf að kaupa og bannað hon- um svo óhindraðan aðgang að frjálsri verzlun. pegar þannig er búið að lama bóndann á alla vegu, þá kemur þessi sami flokkur eða stjóm með alls konar kvaðir og kröfur gegn þessum sömu bændum sem þannig hafa verið kúgaðir. Sannast það á þessum mönnum er þannig troða bændastétt landsins undir fótum sér að “þungar byrðar binda þeir bræðrum sínum, en við þeim vilja þeir ekki snerta slnum minsta fingri sjálfir.” Já, þetta eru mennimir sem nú tala hátt um siðbætur og nýjar stefnur. í raun og sannleika ættu þessi tákn tímanna að vera öllum sönnum borgurum landsins gleði- efni, ef — já, stórt ef — ekki væri sá galli á gjöf Njarðar að hér er ætlast til að dúfa komi úr hrafnsegginu. Skal síðar sýnt fram á hversu því er varið og á hverju sú staðhæfing er bygð. En hver er ástæðan fyrir því að þessar raddir koma nú úr þessari átt? Viðurkendir og heilir umbótamenn hafa lengi talið hér þörf á nýjum flokki og um það hefir enginn getað efast með neinni átyllu að þar fylgdi hugur máli. En þegar kringumstæðumar eru athugaðar og það um leið hverjir fyrir þessari nýju hreyfingu gangast, þá dettur manni í hug dæmisagan hans Æsops þegar fjóshaugurinn var að þvo sér og vildi telja öllum trú um að hann mundi verða mjallhvítur og tár- hreinn. pað var rétt um það leyti sem kosningaúrslitin fréttust frá British Columbia, sem þessi nýja flokksstefna og umbótahreyfing komst í hámæli hjá afturhaldsliðinu. pað er á allra vitund að í því fylki hefir verið spiltari stjóm en dæmi séu til; jafnvel ekki að undantekinni Manitoba á dög- um Roblins sál. Samband og náin vinátta hafði verið meðal forkólfanna þar og þeirra sem hæst skipa sæti í Ottawa. Sambandsstjómin var víst farin að hafa grun um að ekki mundi sessinn vera sér sem öruggast- ur; enda hlaut hún að sjá það þar sem allar kosn- ingar um þvert landið og endilangt fordæmdu undantekningarlaust afturhaldið og allar aðfarir þess og kröfðust með atkvæðum sínum frjáls- lyndra fulltrúa. Nýmóðins kosningalög voru samin fyrir her- mennina frá British Columbia svo ósanngjöm og svo gjörræðisfull að aldrei hefir nokkrum svika- meistara betur tekist en þeim er um þau fjallaði ef þau hafa verið í því skyni gerð að afreka það sem beinast liggur fyrir að ætla. par er einum svæsnasta og reyndasta afturhaldsmanni — Mc- Bride — heimiluð sú aðferð við atkvæðasöfnun og meðferð sem jafngildir því í margra augum að honum væri gefin heimild til þess að greiða sjálf- ur og einn atkvæði fyrir alla hermenn frá British Columbia, lifandi og dauða, og skifta þeim niður eins og honum sýndist. Sumir voru svo illgjamir að geta þess til að þetta væri aðeins prófsteinn; ef þessi aðferð nægði til þess að halda hinni spiltu og fordæmdu stjóm í British Columbia við völdin, þá mætti reyna sömu aðferðina yið sambandskosningar, og með því gæti afturhaldið ef til vill hangið á strái á bakkabarm- inum, án þess að falla þegar ofan í hyldýpið, þar sem það átti heima. En jafnvel þrælatök bregðast og svo fór hér. Kjósendur heima í British Columbia sáu hvaða tökum þeir voru teknir og höfðu vaðið fyrir neðan sig, þeir greiddu því atkvæði sín svo samhljóða á móti hinum óhreinu öndum að þeir eru allir út- reknir úr hinum pólitíska líkama, og það svo greinilega að þótt hvert einasta atkvæði greitt af hermönnunum eystra—eða kallað greitt af þeim— yrði afturhaldsmegin, þá nægði það ekki. Svo ákveðinn var sá dauðadómur sem þjóðin kvað upp 14. þ. m. að honum1 breytir ekkert. Svo sterk var snaran sem Bowser-stjómin var hengd í að hana skera engar óhreinar samsærishendur. petta olli sambandsafturhaldinu órórra drauma og þungra áhyggja og loksins kemur sú uppá- stunga á þessum síðustu og verstu dögum þess að breytt sé um stefnu og nýr flokkur stofnaður. örvæntingin um það að hægt verði að vinna sambandskosningar jafnvel með sömu aðferð- um og við voru hafðar í British Columbia kom þessum hreyfingum af stað—þessum örþrifaráð- um. En eru þetta nokkur örþrifaráð? munu sumir spyrja. Er það ekki virðingarvert að menn snúi frá villu vega sinna og bæti ráð sitt? Eru ekki umbætur æskilegar þegar eitthvað er að hvenær sem þær koma? Er það ekki rangt og óhyggilegt að hindra stofnun nýs flokks með heilbrigðri stefnu? Er það samboðið þeim sem frjálslyndir kallast að gerast þrándar í götu nýrra umbóta hreyfinga ? petta eru sláandi spurningar og líta allvel út. Sumum finst ef til vill að þær komi hinum svo- kölluðu frjálslyndu í bobba. . En gáum að. Getum vér trúað því að hér sé um alvöru að tala ? Getum vér treyst því að und- irokarinn og kúgarinn verði alt í einu einlægur frelsispostuli ? Getum vér trúað því að djöflinum sé alvara þótt hann lofi því að verða engill þegar hann er orðinn veikur og heldur að hann sé að deyja? Er það víst að hann snúi ekki aftur til fyrra lífemis og athæfis þegar hann hressist—ef hann hressist ? Vér vitum það að þetta umbótatal afturhalds- manna er aðeins örþrifaráð hinna síðustu og verstu daga þeirra, Vér trúum því ekki að hér sé um neitt annað að ræða en blekkingu. Og vér segjum þetta ekki út í bláinn; fyrir því eru miklar og margar ástæður ef ekki sannan- ir. Lítum á þeirra eigin bendingar. Blaðið “World” segir að afturhaldsmenn og afturhalds- blöð í öllu landinu séu orðin þreytt á aðgerðaleys- inu í Ottawa og séu reiðubúin að styðja nýja stefnu og nýjan flokk. En hvaða bendingar gefur blaðið viðvíkjandi því hverjir verða eigi leiðtogar þessa nýja flokks? Eru það óháðir framfara menn, sem staðið hafa utan beggja flokkanna og sem um tugi ára hafa viljað mynda óháðan framfaraflokk ? Eru það siðbótamenn sem andmælt hafi og þrumað á móti Öllum svívirðingum þessara síðustu og verstu daga? Nei, það eru blátt áfram gamlir klakaklárar afturhaldsins, sem blaðið bendir á fyrir leiðtoga. Hvenær hefir það heyrst að slíkt gæti blessast ? Hver er svo blindur að hann ekki sjái í gegn um þessa flækju? Sannleikurinn er sá að eftir því sem vér getum bezt séð er afturhaldsskrímslið sem haldið hefir þjóðinni í klónum hér í landi að reyna að halda sjálfu sér við framvegis með því að skríða að yfirborðinu til undir þær voðir, sem ofn- ar hafa verið af góðum og hugheilum borgurum landsins. Undir þeirri voð hugsa þeir sér að skýla öllum hinum fyrri klækjum; undir henni halda þeir að allar óhæfur gleymist og undir henni ætla þeir að reyna að skapa sér tækifæri til framhalds- valda. Hver halda menn að árangurinn yrði ? Hvern- ig ætti að fara að því að svæfa svo samvizku sína eða blinda svo sjónir sínar að ekki sæist hvað af því hlyti að leiða? Nei, þjóðin er ekki svo blind né svo heimsk— ekki svo mikill þorskur að hún gleypi þessa flugu. Hún hefir sýnt það með kosningunum í Manitoba, British Columbia og víðar að hún er vöknuð og glaðvöknuð. Hún krefst þess og fylgir þeim kröfum fram þegar til kemur að ef nýr umbótaflokkur myndast þá verði honum ekki valdir leiðtogar úr Tammany- flokknum í Canada. Sá flokkur er dauðadæmdur og á sér engrar uppreistar von. Hversu lengi sem fjóshaugurinn er þveginn verður hann aldrei hreinn. Einhverjir segja máske að þetta séu órök- studdar getgátur út í bláinn. pessir menn hafi verið harðstjórar og óheill hafi staðið af þeim hingað til, en þeir geti verið einlægir og orðið þjóðinni til blessunar. En þeir góðu menn sem þannig kynnu að mæla ættu að gæta þess að hér er ekki rent blint í sjó- inn; vér höfum þegar reynslu í þessu efni. Eða er mönnum fallinn úr minni endurfæddi flokkur- inn í Manitoba? Hafa þeir gleymt flokknum sem fyrst hét afturhaldsflokkurinn, síðan frjálslyndi afturhaldsflokkurinn og síðast óháði frjálslyndi afturhaldsflokkurinn ? Hafa menn gleymt því hvernig afturhaldið reyndi með blekkingum’ að halda sér í seinasta stráið hér í fylkinu við sein- ustu kosningar? Hafa þeir gleymt dauðavæli hins fordæmda afturhalds hér í fylki? Muna menn ekki þegar því var lýst yfir á elleftu eða jafnvel tólftu stundu að nýr flokkur væri fæddur með nýrri stefnu, nýjum siðferðisreglum, nýjum leið- togum og öllu nýju frá toppi til táar? Muna menn ekki hvemig þessi “nýi” flokkur kom fram með alla eða flesta leiðtoga sína úr gömlu samkundunni og ætlaði að telja kjósend- um trú um að þeir væru allir nýir menn — bók- staflega nýir ? Muna menn ekki hvemig þessir “nýju” menn fordæmdu Roblin og gerðir hans og kváðust sjálf- ir vera andstæðir öllum hans lokaráðum og fé- laga hans ? Fólkið mætti trúa sér til þess að hafa aldrei tekið þátt í neinu slíku og aldrei kæmi það fyrir að þeir afsökuðu það. Og blaðið þeirra “Telegram” birti það með stórum stöfum að sjálfsagt væri að rannsaka og hegna og hlífa engum. En svo var kosið og fólkið sá ekki hreinleika fjóshaugsins þó hann hefði verið þveginn og það mokaði honum í burtu. Og nú eru þessir sömu siðbótamenn og vand- lætarar stórreiðir yfir því að nokkuð skyldi hreyft við óhæfumálunum; segja að það hafi ekki verið annað en pólitískt flokkshatur; og blaðið sem hæst hrópaði um rannsókn og hegningu fyrir misgerð- ir, gleðst nú yfir því ef ekki sé hægt að fá nógu marga menn nógu einarða eða nógu samvizkusama til þess að dæma skálkana. Af þessu sést hversu mikil alvara “nýja” flokknum hefir verið í Manitoba og “nýju” mönn- unum þar, og eftir því má dæma um það hve mikil muni alvara “nýju” mannanna í hinum fyrirhug- aða “nýja” flokki í sambandsmálinu. í Manitoba reyndist það þannig að dúfa hefir ekki komið úr hrafnsegginu, í sambandsmálunum færi það alveg á sama veg. petta er aðeins svikamylna til þess að reyna að halda afturhaldinu við stýrið. Víst er það skrítið en samt er það satt. Síðan kvæðið “Poem of Heart” eftir Jóhannes Stefánsson kom út í Lögbergi og fáein ummæli um það frá ritstjóranum, höfum vér átt í orða- kasti við nokkuð marga út af því. Allur fjöldi fólks virðist ekki getað trúað því að nokkuð sé í þetta kvæði varið eða að það sé þess virði að halda því á lofti. Segja sumir að þar sé engri byggingaheild fylgt og að í því sé enginn skáldskapur. En þetta er einhver sá hraparlegasti misskilning- ur sem hugsast getur. Blindni manna í allar áttir er ótrúleg. Almenn- ings álitið er sá konungur sem flestir beygja sig fyrir, óafvitandi ef ekki vitandi og þegar einhver hefir fengið á sig stimpil almenningsálits fyrir það að skara fram úr í einhverri grein, þá þykir það alt gullfagurt sem hann gerir í þeirri grein, hversu lélegt sem er. pegar aftur á móti einhver kemur fram ann- aðhvort óþektur eða sérstaklega með almennings álit á móti sér, þá er starblindan svo mikil í augum fólks að það sér ekki hálfri sjón. Aldrei hefir þetta komið betur í ljós eða greini- • legar en í sambandi við Jóhannes Stefánsson. Eins og fram var tekið áður er hann að ýmsu leyti galla- gripur—ónýtur að koma sér áfram og latur að vinna, en það kemur málinu ekkert við sem hér liggur til umræðu. Hvað sem hver segir þá er hann efni í skáld, ef hann heldur áfram að iðka þá list, og þetta um- rædda kvæði hefði yfirleitt þótt gott, ef það hefði birst í ensku blaði eða tímariti nafnlaust; mjög sennilega hefði þá eitthvert íslenzka skáldið tekið sig til og þýtt það á íslenzka tungu. Hér er ekki verið að halda þessu fram sem kappsmáli, en frá því fyrsta hefir það verið stefna núverandi ritstjóra Lögbergs og er enn, að viður- kenna alveg jafnt gildi kvæða hver sem í hlut á. pví er heldur ekki haldið fram hér að þetta umrædda kvæði sé gallalaust; nei, það hefir marga galla, en eru það ekki fremur fá kvæði sem enginn galli er á? Jafnvel eftir stærstu spámennina? THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 Ilöfuðstóll borgaður og: varasjóður . . $13.000,000 Allar elgnir.................. $87.000,000 Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Dome Branch—W. M. IIAMII/TON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BORGER, Manager. pað þykir ef til vill undarlégt, en það er satt, að vér treystum oss til þess að finna galla á hverju einasta löngu kvæði sem til er eftir beztu ensk skáld, t.d. Tennyson, Byron, Shakespeare og fleiri, ekki af því að vér höf- um betur vit á því en aðrir, held- ur vegna þess að jafnvel full- komnustu verk vor mannanna eru ófullkomin. peir sem telja Ijóðið skorta skáldskaparlega byggingu ættu að lesa betur. í því er með skýrum dráttum dregin fram sorgarmynd auðnu- leysingja, sem hefir verið vit- laust alinn upp, allir misskilja hann og hann misskilur alla; hann er eins og fölnandi blóm eða blaktandi strá sem berst að ósi lífsmóðunnar miklu út í haf gleymskunnar. Svo fréttir hann lát móður sinnar þar sem hann hrekst sem útlendingur í framandi landi og honum verður svo mikið um þá frétt að hann kemur eiginlega ekki upp neinu orði fyr en eftir fjögur ár. pá yrkir hann kvæð- ið; þá gefur hann hugsun sinni orð, þá eru tilfinningum hans vaxnir vængir, og hann man það í útlegðinni og einstæðingsskapn- um hversu sælt það var að eiga móður. Enginn er skáld sem ekki finnur skáldskap í þessu kvæði. Og að því er búninginn snertir þá er hann blátt áfram ágætur víða. Tökum t.d. þessi erindi: “I did not send a wreath of roses fair to thy dear grave, to fade and wither there but in my heart my memory’s roses grow, they can not die, despite the frost and snow.” Menn geta sagt hvað sem þeir vilja og sýnt eins mikla blindni og þessi veröld á til, en þetta er- indi væri blátt áfram talið gott ef það væri eftir Tennyson, og svo er með fleiri erindi í kvæð- inu. Að maðurinn sjálfur sé ræfill, eins og hann er að mörgu leyti, kemur málinu ekkert við. Frá íslandi. Atvinnumgsmál höfSaöi Sigur- jón Péftursson kaupmaSur í Reykja- vík í sumar gegn Ólafi FriSrikssyni ritstjóra “Dagsbrúnar”, fyrir þaS aS Ólafur hafSi hvatt verkamenn aS verzla elkki viS Sigurjón sökum afskifta hans af málum verka- manna þegar verkfalliS stóS yfir. Vísir segir frá 12. ágúst aS dóm- ur sé fallinn í málinu og hafi Sigur- jóni veriS dæmdar alt aS iooo kr. skaSabætur eftir óvilhallra manna dómi. Sannist þaS því ekki aS Sig- urjón hafSi skaSast neitt, þá verSur sektin engin. Theodór Árnason fiSluleikari hélt nýlega hljómleik í Kallehave á Jót- landi og er látiS mjög vel af í dönsk um blöSum. VöruverS á íslandi hefir hækkaS mjög í seinni tíS. Segir “Vísir” aS lifsnauSsvnjar hafi hækkaS síSan í vor sem hér segir: Kornvörur 5%, brauS 13%, sykur 10%, kaffibætir T5%. ostur 13% og smjörlíki 11%. AS meSaltali eru lífsnauSsynjar 7% hærri en þær voru í vetur. Steinolía hefir hækkaS um 50% síSan stríSiS hófst og kol 160%. Norska síldveiSaskipiS “Assi- stent” var á ferS meS 500 tunnur af nýveiddri síld, ósaltaSri frá Rauf- arhöfn til NorSfjarSar 8. ágúst og átti aS selja sildina þar til beitu; ei\ fyrir Uanganesi var skipiS stöövaS af ensku herskipi og skipstjóra boS- iS aS fara til Englands. ÞorSi skipstjóri ekki annaS en hlýSa, en óreiknanlegt tjón er þaS landsmönn- um aS mega ekki flytja beitu á milli hafna til eigin nota. Ásgeir Ásgeirsson guSfræSingur hefir fengiS 1200 kr. styrk til fram- haldsnáms' í guSfræSi erlendis; ætl- ar aS stimda þaS í Danmörku og Englandi. “Draupnir” heitir þilskip sem “Visir segir aS nýlega sé hlaupiS af stokkunum í skipasmíSastöS Magnúsar GuSmundssonar í Reykjavik. ÞaS er 30 smálestir aS stærS, stærsta skip sem smíSaS hefir veriS á Islandi. Er látiS mikiS af því hversu skipiS sé vandaS. Sú merkilega frétt er í “Vísi” 9. agúst aS Baldvin FriSIaugsson bú- fræSingur hafi veitt hveravatni á engjar á Reykjum i Reykjahverfi. ÁveitusvæSiS var slegiS í maílok og var taliS aS heyiS af því hefSi or£ iS nóg til þess aS bjarga öllum kúm i Reykjahverfi. Sama blaS getur þess aS Jóel Hjálmarsson, 14 ára gamall piltur á Húsavik hafi nýlega fengiS 800 kr. úr hetjusjóSi Camegies, fyrir hugrekki er hann hafi sýnt í eld's- voSa. Misti hann föSur sinn í eld- inum, en brauzt sjálfur í gegn um máliS og bjargaSi fólki í næstu húsum, en brendist viS þaS sjálfur allmikiS. GuSmundur læknir Magnússon er nú orSinn nokkurn veginn heilsu- góSur og farinn aS gegna störfum sínum. Nýlega er látinn Jón Hallsson f rá Hvassahrauni í Guílbringusýslu. Fjögra ára gömul stúlka slasaS- ist í Reykjavík 20. ágúst og beiS bana af. Hún ætlaSi vfir járnbraut- ina rétt hjá Kveldúlfshúsinu i því •er járnbrautarlestin fór þar um, en datt um teinana og varS fyrir lest- inni; hafSi annar fóturinn höggvist af barninu, en hinn molaSist svo aS einnig varS aS taka hann af; auk l>ess hafSi stúlkan lærbrotnaS báSu megin og handleggsbrotnaS. Barn- iS dó eftir einn sólarhring. JarSskjálfta varS vart nýlega á Rangárvöllum. Dr. GuSm. Finnbogason kom heim 14. ágúst meS Botniu. TrúlofuS eru Christjana Zoega dóttir Geirs kaúpmanns Zoega og John Fengers stórkaupmaSur. Afmæli stúkunnar Sknld miSvikudaginn 27. september. Öllum islenzkum bindindi$mönn- um og konum, einnig meSlimum /barnastúkunnar “Æskan”, er boSiS heim til stúkunnar Skuld aS kveldi þess 27. þ.m. Gott prógramm og veitingar. — SamsætiS byrjar kl. 9 og væri þá æskilegt aS allir væru komnir í sæti. Gunnl. Jóhannsson,\ æSsti Templar stúkunnar Skuld. Sýning úr "Aladdin” í Walker leikhúsi, fyrstu þrjú kvöldin í nœstu viku. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu..... $ 715,600 Formaður.............- - - Slr D. H. McMHjIjAN, K.C.M.O. Vara-formaður................... - Capt. WM. ROBINSON Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CA.MPBELL, JOHN STOVEU Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookelSt., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.