Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Gif tingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ingersoll St. - Tals. G. 4140 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. SEPT. 1916 NÚMER 38 STÓRSIGUR UBERALA I BRITISH COLUMBIA Allir ráðherrar Conservatívu stjórnarinnar biðu ósigur: þar á meðal stjórnarformaðurinn sjálfur. Fólkið hefir rekið af höndum sér þann óaldarflokk sem þar befir setið að völdum. Kvenrettindi og vínbann sigra. Ein-s.og áöur var skýrt frá fóru fram fylkiskosningar í British Columbia 15. september. Hafði canservative flokkurinn náð svo miklu haldi þar meö samskonar tökum og Roblin flokkurinn hér aö viö siöustu kosningar var ekki nema einn liberal þingmaöur kosinn. Sá heitir MeBride er þar hafði for- ustu og alls konar klækir voru bom- ir á. En þegar í óefni var komið fyrir honum smokkar hann sér undan og fær sér $15,000 árslauna- stööu heima á Englandi sem um- boðsmaöur British Columbia og lætur dómsmálastjórann er Bowser heitir taka viö forsætisráöherra- störfum. Var Bowser þessi nökkurs konar “Robert Rogers” þar vestra. En svo var óánægjan oröin almenn meö fjárdrátt og alls konar svik og gjör- ræöi hjá Bowser- eöa McBride- stjórninni að úr hófi hefir þótt keyra, og hefir hana vist verið far- ið að dreyma þunga drauma, því hún tók þáð ráð rétt fyrir kosning- arnar að taka upp á stefnuskrá sína ýms umbótamál, sem hún altaf áð- ur hafði svívirt og unnið á móti. Pór hún þar að nákvæmlega eins' og gamli fjárdráttarflokkurinn í Mani- toba; þar sem hann til málamynda flaggaði með vinbanni og kvenrétt- indum eftir 16 ára svívirðilega bar- áttu gegn því hvorutveggja. En fólkið sá að þetta var blekk- ing ein og lét ekki ginnast. Alveg sama varð sagan í British Columbia. Þarhafði stjórnin barist með öllum brögðum gegn frjálsum umbótum; í dauðateygjunum þóttist hún hafa breytt um stefnu, en fólkið trúði ekki afturhaldinu og gjörræðis- flokknum þar fremur en hér. Enda rak þessi afturhaldsstjórn í British Columbia endahnútinn á hengingaról sinnar eigin tilveru með þeim óheyrðu einveldislögum, sem sérstaklega voru þannig samin réítt fyrir kosningarnar aö hægt væri að beita meiri pólitískum skálka að- ferðum en dæmi séu til áður eða annarsstaðar. Þau lög geta menn ryfjað uj>p fyrir sér á ný, þau voru nýlega birt í Lögbergi. Um leið og kosið var ’t British Columbia voru einnig greidd at- kvæði um vínbann og atkvæðisrétt kvenna. Var vinbannið samþykt 1 með 6öoo atkvæða meiri hluta [ heimaatkvæða og kvenréttindin með S 10,000 meiri hluta. Auðvitað getur þetta breyzt nokk- uð þegar hermanna atkvæðin koma, en ekki til stórra muna. “Nýi dagurinn”. f blaðinu “The World”, sem er strang-conservative, var ritstjórn- argrein á laugardaginn þar sem það heldur því fram að stofna þurfi nýjan stjórnmálaflokk í Canada. Heldur blaðið því fram að nú sé til þess tími og tækifæri. að menn mundu þyrpast undir merki nýs flokks og yfirgefa hina flokkana. Segir það að ekki þurfi nema 20 til 30 manns til þess að byrja og stingur upj) á nokkrum conservative leiðtogum. Þar á m'eðal W. F. MacLean ritstjóra þess í Ottawa, Sir Hmbbert Tupper í British Col- umbia, og Sir Adams Beck í On- tario. Blaðið stingur upp á að nafn flokksins verði “Nýi dagurinn", og segir að endingu: “Conservative blöð um land alt eru reiðubúin að gera uppreist á móti aðgerðaleysinu i Ottawa og skipunum lögmanna- stjórnarinnar i Toronto. Þjóðin er á nálum af þrá eftir nýjum flokki; þetta blað er nVeð stefnubreytingu og flokki “Nýja dagsins”. $12,000 sekt. Samkvæmt skýrslum Manitoba- stjórnarinnar hafa menn og konur verið sektuð síðan 1. júni um $12,- 000 fyrir brot á hinum nýju vín- bannslögum, Sumir hafa ekki get- að borgað sektina og því orðíð að fara i fangelsi og þar sitja sex nvi sem stendur. Fundinn sekur. E. H. Devlin þingmaður fyrir Kinistino kjördæmið í Saskatchew- an hefir játað sekt sina í þeim kær- um sem á hann voru bornar. Hafði hann alls þegið um $10,000 mútur eða meira. Hann verður dæmdur 11. október. Sútlkur teknar fastar. Sjötta september voru tvær sex- tán ára gamlar stúlkur teknar fast- ar fyrir það að klæðast karlmanns- fötum — hermannafötum — nálægt Hughes herbúðunum. Það var siö- ferðisnefndin siem tók þær fastar. Sagt er að fleiri stúlkur muni verða teknar fastar fyrir það sama. TVEIR FRŒNDUR í HERNUM ] - Frank Mulvey Polson. Hann er fæddur 31. ágúst 1896; er hann sonur Jóhanns sál. Polssonar innflutninga umlxiðs- manns og konu hans hér í bæ. Jóhann var flestum Islendingum kunnur hér vestra og leituðu margir til hans urn ýmsar upp- lýsingar. Frank Mulvey er merkisberi i 100. herdeildinni. Hefir hann unnið alllengi á skrifstofu , hjá Great West lífsábyrgðarfélaginu, byrjaði að vinna þar þegar hann misti föður sinn og hefir komist sérlega vel áfram. Arclubald Jón Polson. Hann er fæddur 25. nóvember 1895 * Winnipeg. Foreldrar hans eru þau Ágúst Polson verzlun- arstjóri á Gimli og kona hans. Hann vann við sömu verzlun og faðir hans fThorvaldson og Sig- urdson) þangað til í vetur að hann gekk i 108. herdeildina og er í stórskotaliðinu. Archibald er sérlega efnilegur piltur. Þess- ir piltar eru bræðrasynir og eru báðir komnir af stað austur til Evrópu, hvor með sinni deild. Ásgeir Fjeldsted Eins og áður hefir verið getið um í Lögb. lézt Á'sgeir Fjeldsted verzl- unarstjóri (nú siðast j>ó undirfor- ingi í hernum) á Alnrenna spital- anum i Winnipeg þann 30. ágúst síðastl. Var það svæsin botnlanga- bólga sem dró hann til dauða. Varð altekinn og hastarlega veikur heiina á heimili sínu í Árborg sunnúdag- inn þann 13. ágúst, og með þvi að engin sunrtudagslest er frá Árborg til Winnipeg, en lækni leizt óráð- legt að fresta uppskurði til mánu- dagsmorguns, var keypt sérstök lest seinni part sunnudags til að flytja hann til Winnijreg og var hann skor- inn upp strax um kveldið. Reynd- ist J>að j>ó alt of seint, botnlanginn sprunginn og svo illa komið, að lítil von var um bata. Samt virtist í bili sem hann mundi komast til heilsu, ar sló niður aftur og var ]>á auðsætt að draga mundi að j>ví eina og and- aðist hann kl. 5.15 að morgni þess 30., nálægt tveimur og hálfri viku eftir að uppskurðurinn hafði venð gerður. Ásgeir var maður kornungur, fæddur 28. júní 1885, á Jörfa í Kol- beinsstaða hreppi í Hnappadals- sýslu, þar sem foreldrar hans, Þor- bergur Fjeldsted og Helga Guð- mundsdóttir, j>á bjuggu. Munu þau hjón hafa flútt vestur um haf tveim árum síðan, eða árið 1887. Settust þau að i Mikley í Winnijægvatni; þar misti Þorbergur jkonu sína strax á fyrsta ári og stóð einn uppi með hóp barna í ókunnu landi. Áíá nærri geta hive sár sá missir hefir veri-ð Þorbergi og börnunum ungu tap óúíreiknanlegt. Og þó slikir viðburðir séu tiðir og algengir, ]>á eru þeir þó nýr harmur hverjum sem reynir. Systkini Ásgeirs, ]>au er á lífi eru, eru Guðmundur, bóndi í grend við Gimli; Guðrún, kona Jóns Eggerts- sonar, í Winnij>eg, ébróður Árna Eggertssonar) ; séra Rúnólfur pró- fessor í Hassiskum fræðum, i Chinago; Jón, skraddari i Reykja- vík á Íslandi; Halldóra, kona Sig. JÚI. læknis Jóhannessonar, ritstj. Ivögb., i Winnipeg; Helga, kona Jóns J. Sveinbjörnssonar, bónda i nánd við Elfros, Sask.. og Ragn- heiður kona Halldórs Jóhannesson- ar í Winnipeg. Hálfsvstkini, sam- feðra og yngri, eru Jónina skóla- kennarj í Saskatshewan, Anna og Helga Arnfríður, báðar heima. Æfi Ásgeirs Fjeldsteds varð ekki löng, aðeins rúm ]>rjátíu ár. Á þeim aldri er sjaldnast orðið fyllilega vist hvað i mönnum býr, eða hversu nýt- ur maður einn eða annar kann að verða. En þó munu flestir sem hann þöktu hafa það á tilfinningunni, að með fráfalli Ásgeirs hafi nýtur maður og góður drengur horf- ið úr hópi vorum. Munu marg- ir aðrir en nánustu ástvinir sjá eftir honum og þykja skaði ekki all-lítill að hann varð að burtkall- ast svo snemma. Ásgei’. var maður friður sýnum, g ldur, liðlegur á velli, léttur i hreyfingum og að öllu vel á sig kominn. Hann var maður dökkur yfirlitum, með athugult augnatillit, viðfeídinn svip, glaður og þægileg- ur í viðmóti og hafði fremur fast, en hlýtt og gott handtak. Við verzl- unarstörf var hann ötull og lipur. Naut þar almennra vinsælda. Hann var og söngmaðitr ágætur. Hafði fyrirtaks söngrödd og lagði sig æði mikið eftir að svngja einsöngva og nokkuð eftir að spila á-hljóðfæri. Hefir varla verið svo nokkur sam- koma haldin í Nýja íslendi norðan- verðu hin síðari árin, að ekki væri Ásgeir fenginn þar til að syngja. Mun fleirum en mér sem heyrðu hann syngja hafa komið til hugar, að hann, með nógri æfingu og þar til heyrandi lærdómi, hefði sem bezt getað gert sönglistina að lifsstarfi sínu. Ásgeir var maður örgerður í lund. Getur það lundareinkenni verið manni annaðhvort veikleiki eða styrkur, alt eftir því í hvaða sam- bandi það er við aðra eiginleika. Hjá Ásgeiri varð þetta að hvoru- tveggja. Ef um kappsmál var að ræða var honum fljótt að renna i skaj>, en fljótur að gleyma, og bar helzt á þessu á meðan hann var manni hálfkunnugur. Við nánari kynni hvarf þetta meir og rneir og kom þá hið góða i fari hans stöð- ugt meir í ljós. Man eg að ein- hvern tíma hafði hann orð á því viö mig hversu gott væri að temja sér ró og stilling, og tel eg víst, að með aldri og reynslu, hefði hann orðið maður vel stiltur, kannske álíka og faðir hans, sem er manna stiltast- ur og prýðilega viti borinn. Sem styrkleiki hjá Ásgeiri kom örlvndið fram i því að hanrl var alha manna fljótastur til að gera greiða og hjálpa. Kom þetta fram bæði fé- lagslega og við einstaklinga. í sam- kvæmislífi sVeitarinnar tók hann mikinn þátt, var boðinn og búinn að hjálpa þar á allan hátt, var ötull styrktarmaður sveitarvínbannsins á meðan það var og einn af þeim duglegustu i nefnd þeirri sem Ár- borgarbúar kusú til að fá menn til fylgis við fylkisvinbannið síðastlið- fnn vetur. Þegar hús Templara i Árborg var bygt var Ásgeir þar fremstur í flokki. í leikflokiki bygð- arinnar var hann einnig og sömu- leiðis í “Árborg- Orchestra”, sem oft og vel hefir skemt hér á samkom- um. Um eitt skeið var hann og formaður sunnudagaskólans í Ár- borg og lengi- í söngflokk safnaðar- ins og formaður flokksins. Var Ásgeir góður sunnudagaskólamað- ur og eins og áður er fram tekið, alveg ágætis söngmaður. Var yndi að heyra hann syngja einsöngva og ekki sízt andleg Ijóð. Með þau fanst mér hann fara hreint fyrir- taks vel. Sakna eg þess nú að fá ekki að heyra rödd hans framar, hvorki á samkomum né í kirkjunnii Svo munu og margir gera. — Ræðugerð hafði Ásgeir ekki tam- ið sér neitt að mun og hafði frenuir litla trú á sér til þeirra hluta. En hann hefði hæglega getað orðið góð- ur ræðumaður, sérstaklega á enskri tungu. Maður með jafngóða greind og hann hafði, nóg vald á tungu landsins, fremur gott traust á sjálf- um sér, hæfilegan metnað, góða þekkingu yfirleitt, ört og skarpt hugsandi og fallegur maður á ræðu- palli, hefði fljótt komið til að verða fær og vinsæll ræðtnnaður. Átti eg von á þvi, ef Ásgeiri hefði enzt ald- ur og hann hefði komið heill aftur úr stríðinu, að þá hefði hann fyr eða síðar getað átt kost á að skipa eitthvert það sæti sem menn sækj- ast eftir og glæsilegt þykir. í Árborg hafði Ásgeir haft heim- ili sitt alla tíð síðan bær sá varð til, stýrði þar stórri verzlu fyrir Sig- urðsson og Thorvaldson Co. og var sjálfur að einhverju leyti meðeig- andi. Hafði hann gift sig rétt um sama leyti og hann tók við stjórn verzlunarinnar í Árborg og flutti þangað. Kona hans, sem svo snemma og óvænt er orðin ekkja, er Ingunn dóttir Kristjóns Finnsson ar fyrrum kauptnanns og sögunar- mylnueiganda við ísl.fljót. Eign- uðust ]>au þrjá drengi, sem allir eru á lífi. Elztur þeirra er Jóhannes Hermann, þá Thór Björgvin og vngstur ]>eirra Ingvar, rúmt árs- gamall. Hús, mjög myndarlegt og allkostbært hafði Ásgeir bygt sér sunnan megin fljótsins í Árborg, rétt andspænis verzlunarhluta bœj- arins. Get eg ]>ess til að mörgum sem koma um þessar mundir til Ixejarins verði litið vfir til hússins. þar sem ekkjan og litlu bræðurnir þrir enn eiga heima og komist við í huga sínum út af þeim harmi að húsráðandinn, svo ungur og vænn og vinsæll, skyldi svo fljótt og skyndilega í burtu tekinn. Og það er það, eina sem vér mennirnir get- um i svona tilfellum— vér getum samhrygst þeim sem sorgin heim- sækir, en engit kipt í lag, svo mikill er vanmáttur vor og tilfinnanlegur. Eitt atriði er það sérstaklega í sambandi við kynni mín af Ásgeiri Fjeldsted, sem eg minnist með ánægju. Reunar á eg þaðan marg- ar minningar sem mér eru ánægju- legar, svo sem það hversu ágætur samferðamaður hann var og ýmis- legt fleira sem eg hefi allareiðu minst á, en minningin sem mér þyk- ir lang bezt, er sú, að þvi meira sem eg þekti hann ]>ví rneiri mætur fekk eg á honum. Mun það sjaldan bregðast, að vinir sem eru nokkuð lengi á leiðinni tii manns, ef svo mætti að orði komast, reynast manrfi þrautsegir, og þá mun hitt heldur varla bregðast, að þeir sem ekki taka tilfinning manns mjög geyst fyrst í stað sem æskilegir vinir, en fara svo smátt og smátt að verða manni kærari og maður fær vax- andi mætur á þeim, að það eru menn sem góðum kostum eru bún- ir, þó litið kunni að bera á því i fyrstu. Naumast býst eg við að þetta i viökvnning minni við Ásgeir Fjeld- sted hafi verið nokkuð sérstakt fyr- ir mig. Þvert á móti býst eg við að það hafi yfirleitt verið revnsla þeirra sem urðu honum vél kunn- ugir. Getur maður þá lika betur skilið harma ástvinanna sem áttu liann sérstaklega og þektu hann allra bezt. — Jarðarför Ásg^irs var afar fjöl- I menn. Kirkjan í Árborg troðfull og hópar af fólki úti. Mun aldrei áður hafa verið jafnmargt fólk þar við jarðarför. Veður var hið inn- dulasta. En mörgum mun þá öðrum en syrgjendunum nánustu hafa verið harmur i hug og þótt sárt, a|S leiðir urðu að skiljast svo snemma. Jóh. B. Danmörk tapar. Eins og lesendur Lögbergs muna fluttu blöðin þær fréttir nýlega að Danmörg hefði stórgrætt á stríðinu. Nýrri fréttir hafa gagnstæða sögu að segja. Skeyti frá Winslow að- alræðismanni í Kaupmannahöfn dagsett 15. þ.m. s'kýrir frá því að Danmörk hafi biðið stórtjón af striðinu. Fjárhagsárið sem endaði 1. april tapaði landið $12,000,000; höfðu tekjurnar yfir árið verið 35,000,000 en útgjöldin $47,000,- jooo. Ekki er minst í þessu skeyti á þær $23,000,000 stem Þjóðverjar sektuðu Dani um fyrir að leyfa Englendingum greiða leið innan landhelgi. $25,000,000 sem Danir fá fyrir Vesturhafseyjarnar vega á móti því tapi sem verður næsta f jár- hagsár. Holland í klípu. Bandamenn í stríðinu hafa lagt bann við þvi að ‘'vissar vörur séu fluttar til Hollands frá Bandaríkj- unum og neita að taka gildar á- byrgðir Bandaríkjanna fyrir því að vörurnar fari til Skandinavisku landanna. Hafa Bretar tekið þá stefnu að leyfa aðeins vissa upphæð af vörum sem flutt sé til hvers hlut- lauss lands í Evrópu á ári. Segja þeir að sum löndin hafi þegar dreg- jð að sér meiri vörur á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru af þessu ári en venjulegt sé alt árið. Þannig hafi Hplland þegar dregið að sér 50,000 smálestir af kaffi, en þurfi ekki nema 18,000 smálestir á ári og halda þeir að eitthvað af þessu geti komist til Þýzkalands. Fimm ára stríð hér eftir. Robert M. Thompson herforingi, formaður sjóliðsdeildarinnar í Bandaríkjunum álítur að stríöið hljóti að vara i fimm ár hér eftir. Hann segir að Þ jóðverjar sigrist ef nógu lengi sé haldið út, en til þess þurfi að minsta kosti tvö ár að reka þá burtu úr þeifti löndum sem þeir hafi tekið, og þegar það sé búið þá hafi þeir sýnt svo harðfenga mót- stöðu að þeir verði aldrei sigraðir innan eigin landamæra á skemmri tíma ten þremur árum. fslendingur hækkar í stöðu. Kristján Fjeldsted Anderson (sonur Andrésar á Hvítárvöllum í Mýrasýslu) hefir verið lengi í kon- unglega varnarliði vesturlandsins. Hann hefir verið déildarstjóri í mörg ár,~en nú er hann útnefndur umsjónarmaður varnarliðsins í stað P. W. Pennefethers, sem það hefir verið áður. Er það virðingar staða mik.il og sýnir hvílíkt traust er borið til Kristjáns’. Hann er kvæntur enskri konu. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. . Ritstjóra Lögbergs barst bréf frá séra Sigurbirni Ástvaldi Gislasyni rétt um ]>að leyti sem blaðið var að fara í prentsmiðjuna. Hann getur ]>ess þar að hann hafi tekið að sér til eignar og ritstjórnar blaöið “Bjarma” og kveðst hann eftir því sem rúm leyfi munu láta það blað styðja samkomulag milli vor hér vestra og systkyna vorra þar eystra. Það er vel mælt og verður óefað efnt. Vér þekkjum séra Ástvald og alvöru lians. — Meira síðar. Or bœnum og grend. Jón Hannesson prentari er nýlega kominn vestan frá Saskatchewan, hefir verið þar á heimilisréttarlandi, en verður hbr i vetur. F.lin Magnússon frá Minneota kom til Ixejarins á laugardaginn var að finna Mrs. Þórðarson frænd- konu sína og fleiri kunningja og fór heimleiðis aftur á mánudaginn. J. J. Sveinbjörnsson frá Elfros var hér á ferð nýlega, kom á sunnu- dag og fór á mánudag. Jón átti lengi heima hér í bænum en flutti vestur fyrir 8 árum og hefir búið á landi nálægt Elfros. Guðmundur Johnson klæðskeri frá Pembina var á ferð í bænum um síðastliðna helgi og fór suður aftur á mánudaginn. Hann ætlar vestur til Big River innan skamms og verður þar við matreiðslu í vetur. Jón Ólafsson frá Geldingaholti kom til Winnipeg á laugardaginn vestan frá Klettafjöllum, þar sem hann hefir verið i þjónustu C. P. R. fólagsins um tíma. Helgi Jónsson bróðir Guðmund- ar Johnson klæðskera tók skip- stjórapróf á Englandi í sumar. Hann var stýrimaður á skipi við strendur Canada í fyrra stimar. — Þött hann hafi prófið getur hann ekki fengið skip til stjórnar á Eng- landi nú sem stendur, sökum þess að hann er ekki brezkur borgari. Eru það herreglur sem því valda. Guðni Johnson 30 ára gamall maður frá Glenboro andaðist á hospítalinu í Winnipeg 11. þ. m. Hafði orðið veikur snögglega við þreskingu og var fluttur hingað. Faðir hans var efnaður bóndi í Argýle. Hann átti fjóra bræður og þrjár systur. Jakobina Olson frá Pembina (dóttir Guðmundar Olson og Guð- fríðar konu hans) útskrifaðist í hjúkrunarfræði í Chicago í sumar; fátæk stúlka og vann sig áfram af eigin rammleik. Björn Eymundsson frá Pembina sem útskrifaðis t af háskóla í St. Peter í sumar er á förum til Chicago og ætlar að nema þar læknisfræði. Bjöm er kvæntur maður, heitir kona hans Oddný (dóttir Guðjóns Stefánssonar í Pembina); hefir hún stundað hljómfræðis- og söng- nám. Hún fer suður til Chicago með manni sínum. Frímann Árnason frá Pembina var skorinn upp hér á hospítalinu nýlega af Dr. Brandssyni; heilsað- ist honum vel og er kominn heim heill á húfi. Sofonias Thorkelsson, sem dval- ið hefir um tíma hjá Þorsteini bróður sinum að Oak Point, er ný- lega kominn heim aftur hress eftir hvíldina. Anna Erlend!sdóttir i Selkirk, lœna Ásmundar Jóhannessonar andaðist að heimili sínu 20 júlí eftir sjö mánaða legu. Hún var 61 árs að aldri, ættuð af Reykjaströnd; kom vestur 1887 og hefir dvalið lengst af í Winnipeg, lætur hún eft- ir sig ekkjumann og fimm börn; Guðrúnu gifta I. M. Pugh verzlun- armanni hjá Ashdown, Steinunni hraðritara, Jón, Önnu og Olgeir (þrjú hin siðasttöldu heima). — ísafold er beðin að birta þessa frétt. Páll Þorgrímsson frá 582 Burnell stræti gekk í 107 herdeild- inu 6. febrúar í vetur og fór austur með henni 13. september. Páll er fæddur 7. september 1869 á. Ber- serkseyri í Eyrarsveit í Snæfells- nessýslu. Hann kom hingað árið 1900 og kvæntist sama ár Sveinsínu Jósefinu Amgrímsdöttur frá Ólafs- vík. Utanáskrift Bjama E. Björns- sonar trésmiðs eru nú að Leney, Sask. Tvö herbergi eru til leigu á góð- um stað í bænum, með öllu tilheyr- andi; talsími í húsinu. Ritstj. vís- ar á. Maria Magnússon að 940 Inger- soll stræti hefir byrjað aftur að kenna piano spil. Þeir sem hugsa sér að njota kenslu hjá henni geri svo vel að láta hana vita sem fvrst. Talsimi Garry 1310. Helgi Jónsson klæðskeri og kona hans eru að flytja héðan til Winni- pegosis og ætla að setjast að ]>ar i bænum. Tvo herbergi eru til leigu að 679 Beverley stræti, með öllu tilheyr- andi. Talsími er í húsinu. Rit- stjóri vísar á. \ innu'kona sem Annie Thompson hét hjá Patrick Shea brennivíns- gerðarmanni að 140 Colonv St. fyrirfór sér á mánudaginn ;’hafði hún hengt sig í svefnherbergi sinu og voru stórar stungur í brjóstinu, sem lýstu því að hún hefði fyrst ætlað að reka sig i gegn. Enginn veit um ástæður. Eins og hálfs árs gömul stúlka, sem Dorothv Mary Chilwell hét að 149 Inkster St. datt ofan í vatns- tunnu á mánudaginn og druknaðír Samkomu hefir kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar ákveðið að halda á . T.hanksgiving day” 9. okt. í kirkju safnaðarins, verður vandað til þeirrar samkomu eftir beztu föng- um. Þar verður kveldverður og margbreytilegar skemtanir. Skemti- skráin og fyrirkomúlag samkom- unnar auglýst síðar. Jón Arnason læknaskólastúdent er nýkominn til bæjarins vestan frá Saskatchewan. Hann verður kenn- ari við Manitobn háskólann 1 ár; kennir þar efnafræði. Bretar finna upp ósigr- andi skotvagn. Geta skotiðjúr honum á óvinina, en engin skothríð sakar sjálfa þá. Eftir því sem lýst er nýjum hreyfi vagni sem Bretar hafa fundið upp, þá er hann afar merkilegur. Hann kvað þannig útbúinn að hægt sé að vera í honum og senda skot af skoti á óvinina, án þess að nokkuð saki þó stöðug skothríð dynji á honum. Er sagt að Bretar hafi hleypt þess- um vögnum á lið óvina sinna i Frakklandi á mánudaginn og blátt áfram ruðst í gegn um fylkingarn- ar, þrátt fyrir allar dynjandi skot- hríðar. Vagnamir eru búnir til úr blendingi af stáli og aluminum, og eirthverju fleira. Er sagt að Þjóð- verjar telji þetta þá verstu djöfuls vél sem þeir hafi nokkru sinni mætt. Bandamenn hafa unnið allmikið á síðustu viku í Somme héraðinu, tekið mörg þúsund fanga og nokkra bæi auk allstórra svæða. En nú er veður þar óhagstætt og kalt og hefir það tafið fyrir og hindrað. Á austurstöðvum vígvallarins hafa Þjóðverjar aftur á móti haft betur núna síðustu dagana. Þeir fóru yfir ána Strakhod nálægt Zarecze og Rússar þar flúið undan. Tóku Þjóðverjar þar 17 vélabyssur og 2542 manns í einni orustu, og næsta dag héldu þeir enn áfram árásum sínum, tóku allmikið af skotgröfum frá Rússum fyrir suð- austan Lemberg og 4200 manns í viðbót. Sömuleiðis segja síðustu fréttir að Þ jóðverjar hafi borið hærra hlut yfir Rúmenum í Transylvaniu og Dubrudja. Serbar hafa aftur á móti unnið á í Florina héraðinu. Þeir hafa hertekið bœina Krushread og Neokayi. Og allra síðustu fréttir segja að Bulgarar séu að yfirgefa Monastir. Allmikið uppþot varð í franska þinginu á þriðjudaginn. Þingmað- ur að nafni M. Roux-Costada og annar að nafni M. Brizon kröfðust þess að farið væri að semja um frið og töldu það mögulegt og mikið til þess vinnandi. En Briand forseti hélt þrumandi ræðu og sýndi fram á að slíkt tæki engu tali. Var mik- ill rómur gerður að ræðu hans og samþykt að prenta hana og festa upp á öllum opinberum stöðum. Tveggja vikna munaðarlaust l>arn fanst á sunnudaginn á Assineboine árbakkanum lijá Arlington St. Móðirin var austurrísk stúlka 17 ára, og fanst eða náðist á mánudag- inn. Var hún dæmd i árs fangelsi. Brotist var inn í Bobinson búð- ina hér i bænum á sunnudagsmorg- uninn, varðmaðurinn bundinn og stungið upj> í hann. Ytr: dvrttar voru sprengdar upp. Ræningjarnir bruttt síðan upo peningaskáp, en þar var ekkert. í öðrum skáp vortt $2,000, sem þeir fundu ekki. Eng- inn veit hverjir óbótamennirnir eru. IVilhjálmur Thorarinson. Wilhjálmur Thorarinson er son- ur þeirra hjónanna Einars Thorar- insonar og konu hans, Sigriðar Oddsdóttur. Þau eru nú bæði á fallanda fæti og eiga heima á Gintli. Wilhjálntur er fæddur árið 1872 á Húsavík í Þingeyjarsýslu. Hann flutti til Ameriku með foreldrum sínum ár ð 1884, og giftist hann ár- ið 1899 Jóníntt Antóníusardóttur. Þáu eiga sjö börn. Wilhjálmur gekk í 184 herdeikl- ina 21. febrúar 1916, og er nú í Camp Hughes. Wilhjálniur er ekki stór maður, en er hugdjarfur og snar, og ér það nokkuð sem hermanni þénar. Hann vann á aðal pósthúsinu hér í sex ár, áður en hann gekk i her- inn. —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.