Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 7
LOGBERG, FIMTlGAGINN 21. SEPTEMBER 1916 Akuryrkjumáladeildin í Saskatchewanfylki. Sambandsrjómabú grœða fé fyrir bændur. 1 fyrri daga, meðan strjálbygt var í Vestur-Canada, voru þar mjög fáar kýr og sérstaldega liart um smjör; var það þá í afar háu verði án tillits til gæða. Frumbyggjar segja margar skrítnar sögur um það, að þeir urðu að fara 12—15 mílur eftir smjöri og borga 35 til 50 cent fyrir eina litla dós (baking powder box) af smjöri eða annað smláhylki án tillits til þess, hvort það vigtaði 13 eða 17 únsur eða meira (íða minna. Eftir því sem kúm fjölgaði í landinu, óx smjörið óð- um og verð lækkaði þangað til um sumarmánuðina það varð það svo mikið, að ekki varð hægt að selja það fyrir meira en 9, 10 og stundum jafnvel 6 cent pundið. 1 þá daga var nú samt þekkingin á búnaði í þurkahéruðum (vatnsveitinga búnaði) lítt þekt og þess vegna var upp- skerubrestur ekki sjaldgæffur. og vegna þess virtust gripir vera eina tekjugréinin í búnaði sem á væri byggj- andi. Kúm fætkkaði ekki, þótt mlarkaðurinn væri slæm- ur. Næsta spurningin var sú, að fá góðan markað og þá byrjaði rjómabúahreyfingin. Vegna þess að fylkin höfðu þá ekki fengið sjálfstæði sitt, voru fyrstu rjómabúin í því héraði sem nú er kallað Saskatchewan, stofnuð af sambandsstjórninni. Þó þess-# um rjómabúum væri stjórnað í félagi að vissu leyti, þá hepnuðust þau ekki sem bezt, og engar verulegar fram- farir urðu í smjör-framleiðslu í þessu fylki þangað til breytingin með samvinnu rjómabúin komst á undir um- sjón fylkisstjórnarinnar. Þegar búnaðardeild fylkisins vár stofnuð var W. A. Wilson útnefndur umsjónarmaður rjómabúanna. Undir yfirumsjón hans voru fjögur samvinnu rjómabú stofnuð pg þau iátin starfa sem sérstök deild árið 1907. Mr. Wilson afði lært af fyrri reynslu og tók því upp aðferð, sem hefir reynst frábærlega vel, og hefir sam- vinnulireyfingin stöðugt farið vaxandi frá byrjun. Fyrstu tólf mánuðina, þegar fjÖgur rjómabú störf- uðu, voru búin til 87,804 pund af smjöri. Frá þessari byrjun hefir vöxtur framleiðslunnar verið svo mikill og ágætur, að í tólf mánuði seni enduðu 31. Okt. 1915, var smjörið frá 15 rjómabúum, sem stjórnin þá hafði umsjón yfir, all's 2,012,065 pund. Af þessum rúmum tveimur miljónum punda af smjöri voru 52 vagnhlöss eða 765,000 pund send til British Columbia. Fyrir þetta smjör fékst í kring um $206,000 og var sú peningaupphæð flutt inn í fylkið og skift á milli bændanna í ýmsum héruðum, þar sem samvinnu rjómabúin eru. Til þess að skilja hvað stefna stjórnarinnar og smjör- sölu möguleikarnir hafa þýtt fyrir smjörgerðina í Sas- katchewan, þarf ekki annað en athuga hvernig alt væri ef svona mikið af heimatilbúnu smjöri, 52 vagnhlöss, hefði verið boðið á heimamárkaði innan fylkis. pað hefir ávalt reynst miklum erfiðleikum bundið að selja mikið af heimatilbúnu smjöri með góðu verði; sérstak- lega vegna þess hversu misgott smjörið er og mislitt,. pegar smjör frá mörgum er látið saman. Vegna þess sölu fyrir- komulags, sem verið hefi.r hafa framfarir í gæðum þeima- tilbúins smjörs verið mjög litlar. Hér um bil alt sem ekki er haft til heimanotkunar hjá bændum, er selt til næsta kaupmanns, og af því að kaupmaðurinn er hræddur við að móðga einhvem og tapa viðskiftavinum, þá neyðist hann venjulega til þess að borga sama verð fyrir alt smjör, hvort sem það er gott eða ilt. Sá siður að borga jafnhátt verð fyr- ir lélegt smjör og hitt sem betra er og vel tilbúið, hreint og bragðgott, er mjög ranglátur við þann sem vandar vöruna, því svo má segja að verðlaun séu gefin fyrir kæruleysi í staðinn fyrir þrifnað og hreinlæti. legar samvinnurjómabúin voru fyrst stofnuð, var rjóm- inn allur keyptur fyrir sama verð; samt varð 'það rjómabús- smjör sem vér höfðum afgangs að vera selt á markaði í mikilli samkepni við annað smjör, þar sem verðið fór eftir gæðum; og það var nauðsynlegt að hafa gætur á öllu því sem áhrif gat haft á smjörgæðin; þetta varð til þess að fyrir nokkrum árum var tekin upp sú breyting, sem nú er kölluð rjómagreiningar aðferð—það er að borga fyrir rjómann eft- ír gæðum. Nú skilja menn þessa aðfeð alment og hafa hin góðu áhrif hennar verið svo mikil og auðsæ að hún hefir verið tekin upp svo að segia á öllum rjómabúum í fylkinu, bæði þeim sem stjómin hefir umsjón með og þeim sem prívat menn stjórna. Með þessari aðferð er ekki einungis það að rjómiinn frá hverjum einstaklingi sé merktur og mað- ur viti hvaðan hann er, heldur er hverj um einstaklingi borg- að eftir því verki sem hann hefir unnið og þeirri nákvæmni sem hann hefir við haft, Ein aðferð er það meðal annara sem upp hefir verið tekin við þessi samvinnu rjómabú, það er að stofna rjómakaup- stöðvar til og frá í fylkinu. Á þessum stöðvum er rjóminn keyptur og smjörfitan mæld og rjóminn borgaður annað- hvort í peningum eða vörum. Eftir að rjóminn er reyndur er honum helt í stórar flutn- ingskönnur og sendur á rjómabúið. pessi aðferð í því að koma rjóma til markaðar er stór umbót frá heimatilbúnu smjöri, en margt er það þó sem spillir fyrir því að hæsta verð fáist fyrir rjómabússmjör eða réttara sagt að hægt sé að búa til beztu tegund smjörs. Á stöðvunum hefir víðast mjög lítill gaumur verið gefinn rjómaverzlaninni og gildi hennar, heldur hefir kaupstöðin aðeins verið aðdráttarafl fyrir búðina. pess vegna verður það eins og það var þegar um heima tilbúna smjörið var að ræða, að alt hefir verið þegið sem boðist hefir fyrir sama verð. Og of oft hefir það átt sér stað að meðferð rjómans á stöðvunum verður til þess að minka gæði hans og skemma hann til stórra muna. Svo alvarleg hefir þessi hlið rjómakaupanna orðið að lakari tegund rjómans var farin að hafa sjáanleg áhrif á gæði smjörsins; því það er öllum ljóst að fullkomnustu smjörgjörðarmenn geta ekki búið til fullkomlega gott smjör sem vel geymist úr lélegum eða illa höndluðum rjóma. Vegna þessa hefir það verið talið nauðsynlegt í ár að setja þær reglur á kaupstöðvum að rjómi sé liöndlaður í sér- stöku herbergi, þar sem vel sé gætt hreinleika og heilbrigðis kringumstæða. par sem hinn einstaki framleiðandi flytur beint til rjómabúsins, er ekki einungis vakandi auga haft á rjóman- um frá hverjum einstökpm seljanda og borgað fyrir rjóm- ann eftir gæðum, heldur einnig getur rjómabússtjórinn gefið seljandanum reglur og heilræði til þess að bæta rjómann eða meðferð hans í næsta skifti. En eins og að ofan var tekið fram kemur rjómi frá kaupstöðvum blandaður saman og þó lélegur rjómi komi þá er ekki hægt að vita frá hverjum hann hefir komið, og bæði rjómabústjórinn og rjómaframleiðand- inn eru í myrkri að því er þekkingu á því atriði snertir, og geta því ekki hjálpað hvor öðrum. Tilgangurinn með því að stofna samvinnu rjómabú undir umsjón fylkisstjómarinnar var sá að auka og fjörga smjör- framleiðslu með því að skapa góðan markað fyrir vöruna. Með þeirri aðferð sem þegar hefir verið tekin fram, kom- ast kaupandi og seljandi í nánara samband hvor við annan —eins nálægt og hægt er. Rjómabúsdeildin hefir engan gróða fyrir rekstur sinn og aít söluverðið að frádregnum kostnaði við framleiðsl- una er bóndinn látinn hafa. petta þýðir það að bóndinn fær meira fyrir það sem hann framleiðir, en þegar það varð að fara í gegn um hendur milli- mannsins. pegar rjóminn fer í gegn um hendur kaupmannsins eða einhvers annars sem kaupir, þá þýðir það að annar maður tekur kaup frá bóndanum og þar af leiðandi lækkar verðið á vöru hans. pað er of algengt að bændur álíta að það sé of mikil fyrirhöfn að framleiða góðan rjóma og flytja hann til mark- aðar og fá svo lágt verð fyrir, þar sem ekki sé hærra verð borgað þeim er vel geri en hinum sem vanrækslu sýni og borgað sé á rjómabúinu í héraði þeirra, sem auðvitað er bezta verð sem fæst, þegar allur tíminn er tekinn til greina. Hver einasti maður sem framleiðir rjóma ætti að athuga vel hvað góður rjómi þýðir í dollara tali og centa og aldrei að láta það koma fyrir að hann sé ánægður með annað en allra bezta rjóma og þar af leiðandi hæsta verð. Smjör sem heima er tilbúið verður ekki selt eins háu verði og rjómabússmjör. pað að selja rjóma á rjómasölu- stöðinni eru stórar framfarir frá því að selja heimatilbúið smjör í búð. En á þennan hátt fær bóndinn ekki eins hátt verð og hann fær þegar hann selur rjómann beint á sam- vinnu rjómabúi. Samvinnu rjómabúin borga bóndanum hærra verð fyrir rjómann, en hann fær á rjómakaupstöðv- um, og því betri og hreinni sem rjóminn er, því hærra verð fær hann fyrir hann. Umboðsmaður rjómabúanna sem heyrir til búnaðardeild- arstjórninni í Regina hefir aðalumsjón yfir öllum rjómabú- um í öllu Saskatchewanfylki og flutningsgjald undir rjóma er borgað til sambandsrjómabúastöðvanna. Allar upplýsingar fást ókeypis með því að sambands- rjómabúin eru eign bændanna og þeim stjórnað fyrir bænd- urna í Saskatchewan. Ræða (Fraimh. frá 6. bls.) * mánuö, og leggja á sig vökur til þess aÖ geta framleitt nógu mikiö prjón- les fyrir eitt pund af kaffi og sykri og hálft pund af tóbaki til jólanna. Þiö muniö eftir frásögn Jóns heitins Mýrdals á nýju fölunum hans Vigfúsar í Hala. Ef Þor- björg, móöir Vigfúsar, heföi veriö pieöal kvenmaður til verka, heföi hún þurft aö spinna í heila io daga, sauma í viku, til þess aö koma þeim upp, auk þess sem Árni bóndi hefði orðið aö hjálpa til meö því aö vefa og þæfa í 3 >eða 4 daga. Þaö ætti ekki aö þurfa neina sérstaka hag- fræðis þekkingu til þess að sjá og skilja aö slík vinnubrögð eru harla óhagsýn, aö, sú þjóö sem eyðir tíma sinum og kröftum á slikan hátt, er mjög skamt á veg komin í iðnaðar þekkingu og verklegri hagsýni. Eg tel þaö hiklaust stórt framfara spor fyrir þjóö vora aö heimsiönaður- inn er aö leggjast niöur heima, aö þjóðin hefir lært að tíma hennar og kröfttun verður betur varið en meö því aö prjóna sjóvetlinga fyrir Eæreyjiska fiskimenn eða duggara- peisur handa “flöndrurum”. Eg mynnist þess meö fögnuði aö visir islenzks verksmiðju iönaöar er nú að spretta heima á ættlandi voru. Eg bíö óþreyjufullur þess komandi dags að ísilenzku ullarverksmiðjurn- ar þrjár margfaldist og stækki, þangaö til að íslenzkir dúkar, í stað- inn fyrir islenzka óunna ull, veröi vel þekt og útgengileg verzlunar vara. Eg vona aö sá tími sé' í nánd aö verksmiðjurnar fáu og smáu. sem nú vinna áburöarefni úr sild eöa fiskiúrgangi, eöa þær sem fást viö niðursuöu á fiski, verði bæði margar og stórar, nógu stórar til þess að veita mörgu fólki vinnu, nógu margar til þess aö agnýta mörg þúsund króna viröi af not- hæfum efnum sem árlega er kastað í sjóinn alt í kring um strendur landsins. Já, eg vona aö sjá þann dag aö íslenzkar verksmiðjur uppi i sveit- um og niður viö strendur vinni með bættum búskap og bættum fiski- veiðum, að viöreisn landsins. Vinni sameiginlega að því aö gera landið fagurt og auðugt og þjóðina ríka, vinni að því í sameiningu að nota krafta þjóðarinnar með hvggind- um, og auðæfi landsins með fram- sýni. Eitt af því sem skipiö átti aö flytja til landsins voru sláttuvélar. Um mörg huitdruð ár hefir islenzka þjóöin slitið kröftum sínum á ís- lenzku þúfunum, án þess að nokkr- um kæmi til hugar að ryðja þeim úr vegi. Nú er notkun vinnuvéla við sveitavinnuna óöum að færast í vöxt. Má til dæmis geta þess sem dæmis aö 80 sláttuvélar voru notað- pr á Suöurlandsundirlendinu árið I9I3- Ef einhver efast um framfarir Isiands, vildi eg ráðleggja honum að lesa búnaöarritið gaumgæfilega og reikna saman, eftir því, hversu miklu fé og hversu miklum tíma er árlega varið til búnaöar framfara í landinu. Þaö er gleðilegt aö minnast þess að hverju dagsverki sem variö er til þess aö grafa vatns veitu s’kurði, slétta túnin eða af- giröa engin, er vanð til þess aö bæta og fegra landið fyrir aldar og ó- bornar kynsióöir. Svo segja gamlar íslenzkar sagn- ir aö landið hafi eitt sinn verið skógi vaxiö milli fjalls og fjöru Fátt sýnir jafn áþreifanlega vak- andi áhuga þjóðarinnar fvrir vel- ferð lands og lýðs, eins og viðleitni ungmennafélaganna heima i því að klæöa landið að nýju með laufsæl um runnum og fögrum skógum. Viö lesum enn fremur um 1000 tunnur af olíu til Eýfirskra véla- báta útgerðarmanna. Eg hefi bæði i þessu landi og heima kynst ís- lenzkum erfiðismönnum með hálf- kreftar hendur eftir margra ára róður á íslenzku róðrabátunum. Mér fellur vel aö taka í þessar sin- beru erfiðishenilur með margra ára sigg í lófum eftir margra ára heið- arlegt erfiði, en mér kemur þó jafn- an til hugar hversu erfið lífskjör >eirra hafa verið, hversu erfiðið hafi verið mikiö en launin smá. Fiskiveiöar stundaðar á opnum bát- um innfjaröar, þegar fiskur gafst og veður leyfði, var auðvitað stop- ull og óábyggilegur atvinnuvegur, pg má það víst óhætt með stórfram- henni til gagns og sóma, svo að út frá þessari helztu og æöstu menta- stofnun landsins streymi Jífsandi og lifgandi straumar menta og menn- ingar inn í hvert heimili á landinu. Aö aukin mentun hafi orðið þjóðinni til blessunar, aö við get- um talað um andlegar framfarir engu síður en verklegar, sést bezt á því hversu miklum andlegum þroska þjóöin hefir tekiö á síöast- liönum 40 árum. Við eigum nú álitlega vísinda-, lista- og bókmenta menn, sem getið hafa sér alþjóða álits fyrir list sina og kunnáttu. Viö kunnum aö sjá þetta betur meö samanburði. Utah hefir meir en fjórum sinn- um fleiri íbúa en ísland og ibúar þessa rikis eru, eftir minni skoöun, í betra meðallagi aö andlegu atgerfi, bornir saman við íbúa annara fylkja og ríkja í þessari álfu, en eg hefi ekki heyrt getið um aö hér hafi búiö eða búi einn emasti bókmenta- maöur, sem með ritum sínum hafi getið sér alþjóða frægðar. Við höf- um þrjú íslenzk leikritaskáld sem getið hafa sér slíkrar frægðar með öörum þjóöum aö verk þeirra hafa verið leikin í sumum allra helztu leikhúsunum í Evrópu og bækur þeirra þýddar á útlend mál. Skáld- sögur Jóns Trausta, Gests Pálsson- ar, Einars Hjörleifssonar og Séra Jónasar Jónassonar hafa verið þýddar ekki einungis á Norður landa tungumálin heldur einnig í þýzku, ensku, svensku og mig minnir á Hollensku. En eg man förum telja að menn hafa alment lært að nota vélaafl í stað manns- aflsins við íslenzkar fiskiveiðar, og eru nú farnir að sækja á djúp mið í staðinn fyrir að bíða í landi eftir næstu fiskigöngu, eins og fyrrum var siður. Hvaö um rafmagns útbúnaðinn i steinsteypuhúsin á fjöllunum? .Eg býst við að því sð líkt fariö með ykkur og mig, að margar af ykkar hlýjustu og hugnæmustu endur- minningum séu að einhverju leyti tengdar við íslcnzku sveitar heimil- in—íslenzku torfbæina, með þröngu, rangala bygðu göngunum og hálf- dimnni baöstofunum, þar sem viö hlustuðum á íslenzkar sögur og rímur. lesnar og kveðnar á löngum, hljóðum vetrarkveldum. Það voru þessi fátæklegu híbýli sem öldum saman skýldu þjóð vorri frá hríð- um og kulda og hér var þaö sem æskuþrá vor fæddist og andi vor þroskaðist. Já, mér er vel við ís- Jenzku torfbæina vegna þess að mér eru endurminningarnar sem við ná eru tengdar, kærar. En samt er eg glaður yfir að frétta að þeim er nú óðum að fækka torfbæjunum heima og reisuleg timbur- eða steinsteypuhús að koma í þeirrc stað. Mig langar til þess að lifa þann dag, að öll þjóöin heima búi í snotrum, rúmgóöum og björtum heimkynnum, þar sem hátt verður til lofts og vítt til veggja. Vel sé þeim íslenzku framfaramönnum sem famir eru að nota árnar eða bæjarlækina til framleiöslu raf- magns, ljóss og hita, fyrir hús sín og heimili. Eg vona aö þaö verði margir til þess í framtíöinni að færa þannig ljós og hita inn á ís- lenzku sveitaheimilin, þangaö lil skammdegis nætumar verða þjóð- inni eins hlýjar og bjartar eins og vomæturnar heimf, jægar miðnæt ursólin vermir og lýsir evjuna sina kæru. Það er getið um háskólann í Reykjavík. Lítum nú á mentunar ástandið heima fyrir 44 árum síð- an. Barnaskólarnir voru fáir og lélegir, miðskólar voru engir, og æðsta mentastofnun landsins latínu- skólinn í Reykjavik í vonlausu ólagi. Að allur f jöldi manna var ekki méntunarlaus meö öllu, var eintíng- is hinni meðfæddu mentunarfýsn alþýðunnar aö þakka. Það var ís- lenzku smaladrengjunum, sem dróu stafina í sandinn meö smalaprikinu sínu og lærðu að lesa tilsagnarlaust, að þakka aö þjóðinni var ekki skip- a"Ö á bekk með skrælingjum, þaö var íslenzku stúlkunum aö þakka, sem þrátt fyrir fátækt og erfiöar kringumstæöur lærðu, svo aö segja af sjálfu sér kurteisi og kvenlegar mentir, að við erum ekki jafn illa siðaðir og nábúar vorir, grænlenzku skrælingjarnir. Nú hafa myndarleg skólahús verið reist í flestum kaupstööum og þéttbygðari sveitunum, en umferða- kennarar kostaðir af almennu fé að kenna börnum og ■ unglingum í heimahúsum á þeim stöðvum sem slikra skóla nýtur ekki viö, svo hvert barn nýtur -frirrar og lög- boðinnar kenslu, likt og á sér stað í þessu Iandi. Við eigum tvo miðskóla, 3 búnaö- arskóla, 1 verslunarskóla, 1 sjó- mannaskóla, 3 eða 4 kvennaskóla og pllmarga lýðskóla með ýmsu sniði. Nú hefir Iandiö eignast háskóla sem er aö vísu í byrjun og enn sem komið er fátækur að húsum og munum, en pg ber þaö traust til þjóöarinnar, að henni láti sér vel farast við þetta nýalda óskabarn sitt, aö hún reynist því nærgætin og umhyggjusöm móðir, sem lætur ekkert sparaö svo þaö megi vaxa og dafna, svo að þaö megi verða Business end Professional Cards Dr. R. L. HURST. Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrlfaSur af Royal College of Physlcians, London. Sérfræ8ingur I brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimill M. 2696. Tími til viStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telbphone garrv 32v> Officb-Tímar: a—3 Heimili: 776 Victor St. Tslephone garry 381 Winnipeg, Man. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfra&Oiayar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building;, Portage Avenue Ábitun: P. O. Box 1050. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒBI: Homi Toronto og Notre Dame Pho“* Haimllia Omrry Oarry 2988 Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér komlS með forskrlftina til vor, megiS þér vera viss um aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dainc Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Giftingaieyfisbréf seld. ekki til aö eg hafi heyrt nokkurn tíma getiö um að skáldsagna höf- undur frá Utah hafi getið sér orö- stýrs hinumegin Atlantshafs. Eg hefi lesið um listamann, mynd- höggvara frá Utah, sem vakiö hefir allmikla eftirtekt meöal listfróðra manna, og eg vona að þetta fagra fjallaríki framleiði bæði skáld og listamenn á koipandi öldum, s.em lyft geti huga manna upp yfir hið hverfandi smáa, til þess bezía og göfugasta sem mannkynið á í fögr- um hugsjónum og lífgandi vonum. ísland, sem einnig er fagurt land meö afbrigðum, hefir ekki einung- is framleitt heimsfræg skáld, held- ur lika heimsfræga listamenn; næg- ir mér þar aö benda á Thorwaldsen og Einar Jónsson, auk allra þeirra ungu listamanna sem nú eru aö vaxa upp heima á ísJandi. Þiö haf- ið sjálfsagt heyrt getið um' Nobels verðlaunin. Þau eru aðeins vejtt cágætustu mönnum fyrir stórkost- legustu uppfyndingar teöa fram- kvæmdir mannkyninu til heilla. Tveir af þegnum Danadonungs hafa hlotiö þessi verðlaun og annar þeirra var Islendingur. Þegar alþjóöafélag jarðfræðinga vildi sæma nokkra ágætismenn í æirri visindagrein virðingarmerkj- um fyrir starf þeirra, var Dr. Thor- oddsen einn meöal þeirra sára fáu, $em þeirrar viröingar voru taldir maklegir. Getið þið bent á nokkurt land í heimi, sem tiltölulega við fólks- fjölda hefir framleitt jafn marga ágætismenn I bók sinni “Unter der Mitter- nachtes Sonne durch Island” lætur herra Karl Kúchler þess meðal ann- ars getið aö 70 sinnum fleiri bækur séu prentaöar á Islandi í tiltölu viö fólksfjölda en í hans eigin landi, Þýzkálandi. Sem þó er, eöa öllu heldur var, talið rétt fyrir striöiö Dr. O. BJORNSON Office: Cor. Sherbrooke & William (■rlephone, garry 32s Office-tímar: 2—3 HEIMILI: 764 Victor ®t, oet rBLEPHONEl GARRY T63 Winnipeg, Man. ^ *i^rrr»~8v^ J. J. BILDFELL FA8TEIQNA8ALI Room 520 Unian Bank . T£L. 2985 Selur húí og lóWr og annast alt þar aðlútandi. Peningaláa J. J. Swanson & Co. Verzla me8 fasteignir. Sjá um leigu á húaum. Annaet lán og eldeábyrgöir o. fl. U4Tbll Phone Haia gfttT Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building COR. P0RT/\CE AVE. 8t EDMOJITOJi ST. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10 12 f. h. og 2 —5 e. h.— Talsími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talsími: Garry 2315. A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur og aunast am út'arir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina r»la. Heímlli Qarry 2151 „ OTflco „ 300 Og 37« FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rorie Str. í staerri og betri verkstofur Tals. Main' 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist eitt af mestu og helztu menningar löndum heimsins. Þess er líka getið að símskeyti hafi komið frá Reykjavík til Winni peg. Eg man þá tíö, aö þegar hollir Islendingar voru aö drekka kon- ungsminni norður á Akureyri og óska hans hátign konunginum til góörar heilsu og langra lifdaga, fullum tveim vikum eftir aö hans hátign “allramildilegast” sálaöist úti konungsins Kaivpmannahöfn. Svona voru stórfréttir lengi að berast í þá daga, en nú þjóta þær með eldvngar hraöa til landsins og út um landið, svo aö jafnvel bænd- umir noröur á Ströndum geta vitaö pamdægurs hvort Vilihjálmur Keis- ari hafi boröaö morgunverð eöa hvort George Englakonungur hafi háttaö heima hjá sér í Lundúnum siöastliöna nótt, eða hvort hann hafi skroppið yfir sundið til þess aö heilsa upp á hermennina í skot- gröfunum yfir í Flandem. Eg hefi heyrt sumt fólk telja símanum þaö helzt til gildis aö hann gefi lands- s'jóöi árlega nokkur þúsund krónur í beinum inntektum. En þetta er þó aðeins örlítill hluti af þeim hagnaöi sem síminn gefur þjóöinni j bættu viöskift^sambandi viö út- heiminn og auknari þekkingu þjóöarinnar á öörum löndum og viðburðum samtíöariinnar, og síö- ast en ekki síst meö því að gefa mönnum í fjarlægum sveitum betra tækifæri á því að kynnast og vinna saman að sameiginlegum hagsmun- um. Bygging símans markar líka að nokkru leyti tímamót í fram- farasögu þjóðaninnar. Eg man þaö lengst meö hvaða hryllingi alþýöan þugsaöi til þess aö landið ætlaöi að þleypa sér í 175,000 kr. skuld til þess aö byggja símalínu frá Seyöis- firöi til Akureyrar. Þaö var ís- lenzk framsóknar þrá 0g íslenzkur J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Street Tals. main 5302. kotungsháttur, íslenzk þröngsýni og íslenzk víðsýni, íslenzk bjartsýni og íslenzk kolsýni sem þar háðu leik, og framsóknarþráin og bjartsýnið vann sigur, og með þessu fyrsta stórfyrirtæki sem þjóðin réöst í, var ísinn brotíinn til nýrra frann- fara, og meira víðsýnis. Og skeytið fór frá Búnaðarfé- lagi íslands. Ef þaö er eitt sem öllu öðru fremur hefir orðið þjóð- inni gæfuríkt i framsóknar við- lditni hennar um síðastliðna hálfa öld, þá er það vaxandi áhugi manna og vaxandi þekking manna á samvinnufélagsskapnum. Við vit- um það öll aö íslendingum er margt annað betur gefiö en félagslyndi, en þó hefir þeim furöanlega lærst að vinna saman aö sameiginlegum hagsmunum. Við höfum ung- mennafélög, kvenfélög, búnaöarfé- lög, verkamannafélög, sjómannafé- lög, verzlunarfélög og mörg önnur félög til þess aö vinna aö ýmsum nauðsynjamálum sem hin einstökn félög hafa beitt sér fyrir. “Island er bezta landið undir sól- inni”. Þannig endar bók Dr. Russels um Island, og telur hann þessfl^ orð vera orðtök framfara- mannanna heima. Aö gera þetta orðtak aö sönnum veruleika, aö gera landiö okkar aö bezta landinu undir sólinni, ætti aö veröa fram- tíðar þrá og framtíðar starf hvers manns og hverrar konu heima á ætt- landi voru. Og ísland getur oröiö þaö s'em viö öll óskum. 'Þaö verður bezta landið undir sóKnni ef landsins börn sameina krafta sina því til viðreisnar, ef ís- lenzkir menn og konur offra því bezta sem þau eiga, starfsþrótti sínum, viti og vilja, sem heilagri brennifórn á altari falslausrar fóm- fúsrar ættjaröarástar, sem gefur mönnunum þrek og vtilja aö stríöá og lifa fyrir þjóö sína og fööurland. Mikiö hefir verið gert, en meira er þó enn ógert aö bæta og fegra landið, en viö getum biðiö glöö komandi dags, því enn þá lifir í þjóö vorri sá framsóknar andi sem ruddi veginn um öræfin og brúaöi ámar, hann lifir enn í framkvæmd- um starfsmannsins, ljóöum skálds- ins í verkum listamanns-ins ogá|býrþaðtilenþiggið ekki neina meðan inann hfir getur þjoöinni Ert þú lasinn um árs- tíðaskif tin ? Eftir hinn mikla hita í ár, er nú kalda tíÖin á ferðinni og mjög margt fólk líður við þá snöggu breytingu. Það verð- ur máttlaust. Það tapar matar- Iyst, það verður fljótí þreytt og það verður eiginlega alt annað en það á að seL Hægðaleysi þvingar það líka venjulega með þeim óþægindum sem það hefir í för með sér. Við þess konar lasleika er Triners Am- erican Elixir of Bitter Wine regluleg blessun. Hvernig má það vera? Það hreinsar inn- ýflin, eykur matarlystina, tekur í burtu óþægindi, styrkir og hressir líkamann, skerpir hugs- unina og læknar hægðaleysið með öllum þess afleiðingum. Eftir rólegan og væran svefn vaknarðu að morgni hresturog endurnærður. Verð $1.30, og fæst í lyfjabúðum. Ef lyfsalinn yðar skyldi ekki hafa Tríners American Elixir of Bitter Wine þá skrifið rakleiðis þeim sem ekki fariö aftur, og ef aö henni fer ekki aftur þá hlýtur henni lika aö fara fram. lélega eða ódýra eftirlíkingu, því ódýrt er sama og óvandað. Við gigt sem venjulega kem ur með veðurbreytingu, tauga- gigt, alskonar slysum, bólgu, tognun, o.-s.írv. er Triners Lin- iment ágætt lyf það íer notað útvortis einungis. A Panama sýningunni 1916 var Triners Liniment dæmthæstu verðlaun Verð 70 cts. Joseph Triner Manufact. Chemnt 1333-34 S.Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.