Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.09.1916, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1916 3 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Charles Garvice “Umfram alt, verið þér ekki hræddar”, stamaði hann. “Eg er kvíðandi. Hvar erum við ? Erum við enn þá í leikhúsinu?” “Já, eg held við séum í leikhúsinu enn þá”, sagði ihann. Svo mundi hún skyndiiega eftir brjáluðu manneskj- Unum, sem börðust um að komast út, hún byrgði and- litið með höndum sínum og skalf af viðbjóð. “Ó, þessar vesalings manneskjur, vesalings mann- eskjur”, stundi hún upp, “varð þeim bjargað? Ó, það er hræðilegt”. Hann tók eftir því með aðdáun, að á þes'su augna- bliki hugsaði hún meira um aðra en sjálfa sig. “Já, já”, sagði hann fljótlega, “en nú verð eg að hugsa um yður”. “Erum við ekki frelsuð ?” spurði hún og leit í kring um sig í reyknum. “Hvar erum við ?” “Eg veit það ekki”, svaraði Bertie. “Eg veit einu sinni ekki hvernig við komumst hingað. Þetta pláss er bak við leiksviðið”. Hún leit í kring um sig og þá kom alvarlegur svipur i augu hennar. “Við erum komin út í yzta enda leikhússins. Þetta er leiðin til vélaherbergjanna”. “Eru engar útidyr hér?” spurði hann. “Nei, dyrnar þarna eru eini útgangurinn”. Hann léit þangað, dymar voru nú eitt eldhaf sem gaf frá sér birtu inn í 'heúbergið sem þau stóðu í. Hve langt mundi líða þangað til eldurinn næði þeim ? Fimm eða tíu mínútur—og máske ekki svp langur tíma. “Erum við í hættu?” spurði Jóan rólega. Hann svaraði ekki. Hann furðaði sig á því hve róleg hún var. “Við emm lokuð inni”, svaraði hann loksins hásum rómi. “Eini útgangurinn er eitt eldhaf—” hann benti á dyrnar. Jóan hné niður á planka sem lá þvert yfir gólfið, og vafði hárið sitt upp í hnút ofan á höfuðið, varirnar skulfu ögn en hendurnar ekki. “Hvaða leið komuð þér?” spurði hún. “Þvert yfir leiksviðið, held eg. Nokkuð af skraut- inu 'hafði dottið ofan á hægra tjaldið”. “Þá verður þetta eini útgangurinn”, sagði hún og benti á opið. “Og hann verður ekki fær rétt lengi”, sagði Bertie. Hann gekk aftur og fram nokkurum sinnum, kom svo til ihennar aftur. “Viljið þér reyna að far^ þessa leið ásamt mér?” stamaði hann. Hún stóð upp og rétti honum hendi sína með veiklu- legu brosi. En þegar þau nálguðust opið hopaði hún á hæl óttaslegin. Bertie beit á jaxlinn og tók hana í faðm sinn um leið og hann þaut áfram. Hitinn var afar mikill. Hann fann sviða og bruna i sínu andliti og hugsaði um fagra, fína og skæra andlitið hennar. “Snúið andliti yðar að mélr”, hvíslaði hann. “Felið það við brjóst mitt”. Jóan hlýddi og lokaði augunum, hún fann sig Ijorna gegnum eldstraum, svo stóð ihann kyr og hún opnaði augun, hún var enn í litla herberginu. “Það hepnaðist ekki”, sagði hann. “Það hefði verið opinn dauðinn fyrir yður, ef eg hefði farið lengra”. “Og fyrir yður?” spurði hún alúðlega. “Fyrir mig, hvaða þýðingu hefir það hvort eg lifi eða dey ? Eg er ekki til gleði né gagns fyrir nokkra manneskju. En þér—þér”, hann gat ekki sagt meira og sneri sér við. Á þessu augnabliki lagði logann, sem hann hafði hræðst, í gegnum opið, og birtan af honum féll á hvíta andlitið hans. Jóan hrökk við og hopaði á hæl, en svo laut hún áfram og starði undrandi á hann. “Eruð það þér?” spurði hún. “Já”, hvíslaði hann og gat sér til um hugsanir hennar, “það er eg, Bertie Dewsburý. Munið þér eftir mér ?” “Já, eg man eftir yður”, svaraði Jóan lágt. “Og þér hafið verið 'héir í kveld? Þektuð þér mig?”« “Ekki fyr en eg sá yður á leiksviðinu,” svaraði hann fljótlega. “Eg kom hingað-af tilviljun; en eg þekti yðúr strax og eg sá vður.” “Það er undarlegt,” sagði hún fljótlega. ''Þer sagt. “Og eg vil frelsa yður nú,” hrópaði hann. Næst- um án þess að vita hvað hann gerði, greip hann stór- ann bjálkabút og barði á múrinn með honum. Bertie var sterkur og örvilnanin gerði hann enn sterkari. Múrveggurinn, sem var einfaldur, skalf og hristist undir höggum hans og gaf alt í einu eftir. Hann fékk að eins tima til að fleygja bjálkanum og leiða Jóönu burt, þegar stórt stykki af veggnum datt niður, mikið rýk sameinaðist reyknum, svo þau voru í algerðu myrkri. “Hér er einhverskonar gangur—hvert liggur hann?” hrópaði hann inn í eyrað á Jóönu, því skruðn- ingurinn í múrgrjótinu og brakið í eldinum gerðu vanalega heyrn ómögnlega. Jóan leit i kring um sig. " “Hann liggur upp i málaraherbergið,” sagði hún. “Komið þér með mér,” hrópaði hann, greip í hönd henni og leiddi hana upp stigann. Þegar þau komu upp á fyrsta þrepið, leit hann við og sá nú litla herbergið logandi. Á þrepinu, þar sem þau námu staðar til að kasta mæðinni, var gluggi á veggnum; þau gengu bæði að honum og litu ofan, og við birtuna frá hinu brennandi húsi sáu þau ótölu- legan manngrúa. Þegar þau horfðu út um gluggann, kom mannfjöldinn auga á þau og hljóðaði svo hátt, að byggingin virtist skjálfa, og þúsundir af höndum bentu á þau í glugganum. “Bíðið þér hérna,” sagði hann og studdi hendi sinni á 'handlegg hennar til að auka kjark hennar og gera hana rólega. “Standið þér fast við gluggann, svo þér fáið sem mest af hreinu lofti. Eg kem strax aftur.” Hún brosti ofurlitið til hans, sem merki hlýðni sinnar, en hann hljóp upp stigann og inn í málara- herbergið. Þegar hann kom þangað inn, heyrði hann vatnið dynja á veggnum frá slökkvivélinni. Með eld- ingarhraða tíndi hann saman alla þá kaðla, sem harfti gat fundið, og til allrar lukku var það ekki svo lítið, og þegar hann. var búinn að binda þá saman í eina taug, fór hann aftur til Jóönu. “Hjálpið þér mér”, sagði hann flýtislega og sýndi henni hvernig hún ætti að búa til lykkju, á meðan hann festi hinn endann við stigastólpann. Meðan hann var að þessu óx hávaðinn og aðvörunar- ópin frá mannfjöldanum niðri. Hann vissi hvað það þýddi og að engu augnabliki mátti eyða. “Nú”, sagði hann og hnýtti kaðalinn fastan undir handleggjum hennar. “Nú verðið þér að vera kjark- góð og huguð. Þetta er eina aðferðin til að frelsa yð- ur. Réttið hendur yðar frá yður til þess að varna því að koma við múrvegginn—” “Ætlið þér að láta mig síga niður?” spurði hún og leit ^i hann. “Já,” sagði hann með ákafa. “Farið þér að glugganum og látið yður síga niður. Lokið augunum og verið ekki hrædd'ar. Þér skuluð ekki verða ineiddar." “Og þér?” spurði hún í innilegum róm. “Eg?” sagði hann óþolinmóðlega. “O, eg skal bjarga mér. Mér veröur eitthvað rétt hingað upp, og eg get farið ofan kaðalinn á eftir yður. í hamingj- unnar bænum, flýtið þér yðar. Það er verið að kalla á okkur,” . “Þér getið ekki sigið einsamall niður á eftir mér,” sagði Jóan og hikaði. “Þér eruð þreyttur og úttaug- aður—sko hvemig hendur yðar skjálfa. Ó, eg veit hvað þér viljið. Þér viljið frelsa mig—og verða hér eftir til að deyja. En eg vil það ekki—nei, nei, við deyjum hér saman—” “f guðs ænum,” hrópaði hann. “Flýtið þér yður.” Ilún brosti við honum, og það bros mundi hann , • morgum arum seinna. “Eg elsika ekki lífið svo mikið, vinur minn,” sagði hún. “Nei, eg læt mig ekki síga niður—við verðum hér bæði.” Það var engu augnabliki að eyða. Örvilnaður festi Bertie kaðalinn, greip hana, léít hana út um glugg- ann og lét hana svo síga niður. Óp af undrun og á- nægju ómuðu frá fjöldanum niðri, sem óx stórum, þegar menn sáu við birtuna frá eldinnm að þetta var hin fagra leikmær, sem sveiflaðist fram og aftur i loftinu, átrúndðargoð almennings. “Það er Ida Trevelyan!” var hrópað. “Verið þér hugrakkar. Þér eruð bráðum óhultar. Ágætt— ágætt.” Hægt en hættulaust nálgaðist hún jörðina. Mann- fjöldinn var á sífeldu iði, þaut fram og aftur æstur af geðshræringum. Mennirnir orguðu sig hása, kven- fólkið grét og snökti og allir reyndu að nálgast hana. Þá tróð maður sér í gegn um fjöldann þangað sem hún seig niður. Þegar eldsbirtan féll á andlit hans og mannfjöldinn sá hann og þekti hann, furðaði marga að það var Mordaunt Royce. Það voru hans hendur, sem fyrst gripu hana, og þegar hún að hálfu leyti meðvitundarlaus hné niður i faðm hans, heyrðist fagnaðaróp frá fjöldanum, er svo hrópaði: “En maðurinn—maðurinn þarna uppi!” Þúsund augu horfðu á gluggann, þjir sem Bertie stóð. Þau sáu hann lúta áfram til að gá að því hvort hún væri óhult, svo vatt ihann sér út um gluggann og lét sig síga niður. 1 sama bili heyrðist voðalegt brak og hávaði; þakið hafði fallið niður. Mikið af timbri og steinum féll niður í kring um hann og sumt lenti á honum, en hann hélt samt áfram að láta sig síga. Nú var alger grafarþögn, það var eins og enginn þyrði að draga andann. En eldliðsmennirnir þutu rólegir þangað sem Bertie hékk og þöndu út á milli sín lér- efts og strigadúka; mannfjöldinn, sem ekki skildi til- ganginn, æpti samhrygðaróp. Fet eftir fet seig Bertie niður. Með lokuðum augum hélt hann sér fast í kað- alinn unz hann orkaði ekki lengur. Þá stundi hann og slepti kaðlinum. Hræðsluóp heyrðist frá fjöldanum, þegar hann datt, en eldliðið náði honum í útþöndu dúkana sína og veifaði höndum til merkis um að honum væri ó- hætt. Menn og konur þutu til hans til að taka í hendi hans og óska honum hamingju—margir spurðu hver hann væri, og þegar nafn hans fluttist frá munni til munns, hrópuðu menn: “Ágætt, lávarður. Ágætt, lávarður Dewsbury!” Bertie, sem var alveg ringlaður af 'hávaðanum í kring um sig, stóð snöggklæddur með óhnept vestið og blóðugt af sárunum á *öndum hans. Gula hárið hans var sviðið og brunnið og andlitið sótugt. “Hvar er ungfrú Trevelyn?” spurði hann loksins, þegar hann fór að átta sig. Hún var ekki langt í burtu. Menn höfðu reynt að fá hana til að fara heim, en hún vildi eklki hreyfa sig eitt einasta fet, fyr en hún með eigin augum hefði sannfærst um, að sá sem bjargaði henni væri líka sloppinn úr hættunni, og nú kom hún til hans með fram réttar 'hendur og tárfull augu. “Ó, guði sé lof, guði'sé lof,” stamaði hún af mik- illi geðshræringu. “Erúð þér ómeiddur? ’ “Eg tr aiveg ómeiddur”, svaraði hann og leit á liana. “Og þér?” “Eg er líka alveg ómeidd. Ó, hve dásamleg var þessi frelsun. Og eg á yður að þakka, að eg lifi enn þá.” Bertie thélt enn i hendur hennar án þess að skeyta um manngrúann sem hafði hópað sig saman utan um þau og horfði á þau með innilegri hluttekningu. “Hann hefir frelsað líf hennar,” sagði einn mað- ur og tárfeldi. “Það var djarflega gert. Þrisvar sinnum húrra fyrir lávarði Dewsbury! Guð blessi yður, lávarður.” Bertie hélt enn í hendur hennar, þegar Mor- daunt Royce kom til ]>eirra. “Komdu, Ida sagði hann, “vagninn bíður.” Þá varð honum litið á Bertie og starði undrandi á hann. “Þetta—þetta er maðurinn, sem fralsaði mig,” sagði Jóan, og ofurlitlum roða brá fyrir í kinnum hennar. “Hvað þá—Royce,” sagði Bertie undrandi. “Eg—eg vissi ekki að það voru þér, Bertie,” sagði Rovce fljótega. “íjað—það hafa menn ekki sagt mér. Hvernig get eg—getum við þakkað yður?” “Það er ekki þess vert að minnast á það,” sagði Bertie. “Hver sem helzt hefði gert það sama i mínum sporum.” “Eg—eg kem til yðar á morgun,” sagði Royce, um leið og hann tók hendi Jóönu og leiddi hana burt. Einn af mönnunum fór úr treyjunni sinni og rétti Bertie hana. “Farið þér í hana, þér getið orðið innkulsa. M'enn finna oft að höfðingjunum, en hér eftir geri eg það aldrei. Þér hefðuð ekki getað gert það betur, þó þér hefðuð verið verkamaður.” “Þökk fyrir," sagði Bertie brosandi. “Eg vil feginn þiggja treyjuna yðar. Við höfðingjarnir, sem þér kallið, gerum ekki kröfu til að vera eins góðir og þið, verkamennirnir, en við gerum það sem við getum.” Bertie gejck nú lieim. Eins óhreinn og sótugur og hann var, settist hann á stól og«liugsaði um alt, sem fram hafði farið. Hann hafði séð hana, hann hafði loksins fundið hana, og hann hafði bjargað lífi hennar. Þessi hugsun kom blóðinu til áð renng hraðar um æðar hans. Svo Ida Trevelyan var þá sú stúlka, sem strokið hafði með Stuart Williars. Og hún þekti Mor- daunt Royce. Hann kom fram gagnvart henni, eins og hann væri bróðir hennar—honum sárnaði þessi hugsun—eða heitmögur eða eiginmaður hennar. Hvers vegna hafði hann svo algerlega dulið kunnings- skap sinn og hennar? Það var alt svo undarlegt og óskiljanlegt. Bertie hugsaði og hugsaði og studdi hönd undir kinn, en þvi meira sem hann hugsaði, þess dul- ara varð þetta honum. En eitt var víst, og það var, að Royce var vinur hennar og að hann tók hana frá honum þetta kvöld. Þegar hann ( var að klæða sig morguninn eftir, fundust honum viðburðirnir frá deginum áður helzt vera draumur, en frásagnir blaðanna sannfærðu hann um hið gagnstæða. Þau voru full af frásögnum um leikhúsbrunann og frelsun ungfrú Idu Trevelyan. Bertie sá sjálfum sér hrósað afarmikið. Hann hafði komið fram sem hetja, og það minsta sem yfirvöldin gætu gert til að sýna honum virðingu sína, væri að gefa honum björgunar minnispening úr gulli. Bertie las allar þessar frásagnir brosandi og jafnframt sneypulegur. Svo lauk hann við búning sinn. Þjónninn hans var alveg hissa yfir útliti hans, því hár hans Var víða brunnið og skeggið sótugt, og mörg sár voru á laglega, hreinskilna andlitinu, sum svo djúp, að þjónninn áleit að það liði margir mánuðir áður en þau greri. En Bertie 'hló að honum. “Skeytlð þér eikkert um hárið eða skeggið, Sim- mond,” sagði hann, “það sprettur aftur. Eg hafði svo mikið að gæra í gærkveldi, að eg gat ekki hugsað um það.” \ Svo tók hann hattinn sinn og gekk út. Blöðin höfðu sagt að ungfrú Trevelyan hefði farið til heimilis síns i Vernon rescent, og Bertie fékk sér vagn og bað ökumann að flytja sig þangað. Þeg- ar hann barði að dyrum i litla húsinu, voru hugsanir hans fremur órólegar, en hann re.yndi að tála rólega þegar hann spurði þernuna hvernig ungfrú Trevelyan liði. Stúlkan sá skrámurnar á andliti hans og augu hennar geisluðu. “Ungfrú Trevelyan líður mjög vel, herra. En— eruð þér ekki lávarður Dewsbury?” “Jú, það er mitt nafn,” svaraði Bertie. “Ó, viljið þér ekki gera svo vel að koma inn, lá- varður ?” Meðan hún horfði á hann með aðdáun, fylgdi hún honum inn í litlu dagstofuna. Strax á eftir voru dyrnar opnaðar og hann gékk hratt áleiðis til þeirra, en það var ekki Ida Trevelyan, það var önnur ung stúlka, litil vexti, með sítt gult hár og laglegt, fjörugt andlit. Hún nam staðar eitt augnablik, svo gekk hún til hans og tók í hendi hans. “Ó, lávarður, lávarður Dewsbury”, sagði hún. “Eg er svo glöð yfir þvi að þér eruð kominn, eg, hefi viljað fara til yðar—eg vildi fara til yðar i gærkvöldi, en eg fékk ekki leyfi til þess, mér var sagt að þér vær- uð svo þreyttur og úttaugaður. Ó, hve kjaúkgóður og hraustur þér hafið verið.” Emily þagnaði og tár kömu út úr augum hennar. “Mig langar svo mikið til að þakka yður, en get nú ekki sagt eitt einasta orð.” Bertie brosti og roðnaði meðan hún* þrýsti hendi hans. i “Minnist þér ekki á þetta”, sagði hann ráðalays. islega “Minnast ekki á það,” sagði Emily næstum reið. “Ö, nei, þannig hagar fólk sér oft. Maður hefir bjargað lífi annarar manneskju, og svo megum við ekki tala um þáð. En lávarður, eg er yður innilega þakklát, og get aldrei fullþakkað yður. Haldið þér ekki að hún hafi sagt okkur frá öllu, sem þér gerðuð fyrir hana?” Bertie roðnaði enn þá meira—“og hvernig þér hvað eftir annað stofnuðuð yðar eigin lífi í hættu. En eg get ekki sagt alt, sem eg vil segja, og eg hefi allan þennan morgun verið að æfa mig i ræðu, sem eg ætlaði að hálda, og nú er hún gleymd. En þökk, margfalda þökk, lávarður Dewsbury.” “Það er nú þegar búið að þakka mér alt of mikið, ungfrú—” “Montressor,” sagði Emily, “bezta vinstúlka ung- frú Trevelyan.” Bertie hneigði sig. “Allir menn mundu vilja vera í yðar sporum í dag,” sagði Emily fjörlega. “En eruð þér alls ekki meiddur?”” bætti hún við og leit á brenda hárið hans, sviðna yfirskeggið og állar rispumar og skrámurnar á andliti hans, sem gerðu það tilbeiðsluvert í hennar augum. “Ekki hið allra minsta”, svaraði liann. “En ung- f-ú Trevelyan?” “Hún er alveg óskemd. En hún var mjög skelk- uð og titrandi, það eru naumast margar stúlkur, sem hefðu getað þolað það sem fyrir hana kom í gær- kvöldi. Og henni líður þó mjög vel.” “Guði sé lof,” sagði Bertie. “Og hún kemur strax ofan til að heilsa yður. Þegar ihún heyrði, að þér væruð kominn, vildi hún strax fara á fætur, og nú cr hún að klæða sig.” “Látið hana um fram ált engri truflun mæta,” stamaði Bertic feimnislega. “Hún—eg ætla að koma—” Á sama augnabliki voru dyrnar opnaðar og Jóan kom inn. Andlit hennar var fölt, og á annari kinninni var rauður blettur eftir stein, í nánd við eyrað. Hár hennar var dálítið sviðið hjá gagnaugunum, en stutta hárið hrukkaði sig um hvíta énnið, og hún var í hanr augum jafn fögur ef ekki fegri en áður. Hún gekl- til hans með háð".r hendur fram réttarr, og angurblitt jyjARKET þ^OTEL Við sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland og þakklátt bros lék á vörum hennar og i augunum. Bertie var svo hugfanginn, að hann gat ekki talaö. Hann tók að eins um hendur ihennar og þrýsti þær al- úðlega. “Það var vel gert af yður að kdma hingað til að vita hvernig mér liði,” sagði hún. “Og eg er komin ofan til að sýna yður hve vel yður tókst að bjarga mér.” “Mér þykir slæmt að hafa truflað yður,” stamaði Bertie. “Það var áform mitt og Emily að heimsækja yð- ur í dag og vita hvernig* yður liði,” sagði Jóan bros- aidi. Svo leit hún snöggvast á brunasárin í andliti hans. “En sú voða nótt. En eg sé á svip yðar, að þér viljið ekki að eg þakki yður aftur.” “Nei, eg vil það ekki,” sagði hann. “En eg er yður svo þakklát. Mér er sagt að kjarkur yðar í gærkveldi hafi verið óviðjafnanlegur.” “Gerið mér nú þann greiða að hugsa ekki meira um þetta,” sagði Bertie. “Hugsa ekki um þetta,’” endurtók Jóan brosandi. “Þó eg verði hundrað ára gömul, hætti eg aldrei að hugsa um það.” “Þó eg verði meira en hundrað ára, vil eg aldrei gleyma þessu,” sagði Emily með þakklátu augnatilliti til Bertie, um leið og hún fór út. “Eruð þér alveg vissar um, að þér hafið ekki meiðst?” spurði Bertie. “Já, áreiðanlega,” svaraði Jóan. “Eg hefi hrufl- að mig hingað og þangað, það er alt. Vesalings Gif- ford,” nú varð rödd hennar alvarleg. “Þetta var mik- ill skaði fyrir hann.” ? “Já,” svaraði Bertie, en hann hugsaði alls ekkert um Gifford. Allar hans hugsanir voru hjá henni, þar sem hún stóð fyrir framan hann i viðfeldna morgun- kjólnum og horfandi á hann fögru augunum sínum. Já, það er líklegt,” bætti hann við. “Hann fer lík- lega í eitthvert annað leikhús.” Að líkindum,” svaraði Jóan hugsandi. “Nú verð eg að fara,” sagði Bertie og tók hattinn sinn hálf skjálfandi. “Mér þy’kir leitt að hafa ómak- að yður; þér nefðuð átt að hvíla yður í allan dag.” Haldið þér virkilega, að eg sé of þreytt til að fara á fætur og heilsa þeim manni, sem hefir frelsað mig tvisvar. “Haldið þér, að eg hafi gert það?” spurði Bertie alvarlegur. “Eg held það ekki, eg veit það”, sagði Jóan ákveðin. í gærkveldi fundumst við í annað sinn. Fyrst frels- uðuð þér mig frá—frá sjálfri mér—í gærkveldi frels uðuð þér mig frá dauðanum, lávarður Dewsbury. Það er ekki svo undarlegt, að eg get ekki sem stendur fund- ið viðeigandi orð til að þakka yður”. Bertie nálgaðist hana. ‘Eruð þér í rauninni þakklátar?” spurði hann lágt. ^fig^^gbjóSsieg-arf Hvernig ég læknaðist af slímhimnnbólgu. SAGT Á EINFALDAN HÁTT. Án áhalda, innöndnnarverkfæra, smyrsla, áburða, skaðlegra með- ala, reyks eða rafmagns. Lœknar dag og nótt patS er ný aðfcrð. pati er nokls- uð alveg óvenjulegt. Engir áburSir, sprautanir eða daunill smyrsl etSa rjómi. Engar innöndunarvélar né nein önnur áhöld: ekkert til þess at5 reykja né soga, engin gufa né nudd, né innsprauting- ar; ekkert raf- magn né titrings- áhöld, né duft, né plástrar, pé innivera. Ekk- ert þess konar, heldur nokkutS nýtt og óþekt; nokkutS þægilegt og heilnæmt; er nokkutS, sem taf- arlaust læknar. pú þarft ekki aC bi'óa og hanga og borga stórar fjár upphæSit. jvi þú getur stötivaS þa!5 á einni nóttu, og eg skal meB ánægju segja þér þaS—ókeypis. Eg hvernig þú getur “Hvort eg er ?” hún leit á hann. “Er það sannfæring yðar, að eg—að eg hafi gert yður nokkurn greiða. Og viljið þér endurgjalda hann?’ spurði hann án þess að vita verulega hvað hann sagði. “Eg get aldrei endurgoldið yður hann”, sagði hún blíðlega. “En—setjum nú svo, að þér gætuð—setjum nú svo að eg segði yður hvernig þér ættuð að endurgjalda mér hann—þúsundfaldlega ?” sagði hann með titrandi rödd. Jóan stóð igrundandi og alvarleg, hún skildi hann ekki “Setjum nú”, sagði Bertie, og bláu augun hans tindruðu með þeim glampa sem gat sagt henni hvað hann meinti, “setjum nú svo, að eg segði við yður: Ef þér í rauninni álítið yður skulda mér þakklæti— ekki af því að þér hafið neitt sérstakt að þakka mér fyrir, því hver og einn hefði gert það sama og eg gerði —en ef þér eruð mér þakklátar, þá er sú aðferð til sem endurgeklur mér alt að fullu—” “Segið mér hver hún er”, sagði Jóan hlýlega. Bertie þagnaði, hjarta hans sló svo ört og blóðið kom og fór úr kinnum hans á víxl. Var hann fær um að segja henni að hann elskaði hana? Því hann elsk- aði hana sannarlega—elskaði hana eins heitt og nokkur maður hefir nokkru sinni elskað stúlku, og hann væii giaður yfir þvi að eiga hana. Hann ætlaði nú að voga öllu—vinna, eða tapa öllu. . A “Getið þér ekki gizkað á það ?” spurði hann. Jóan hristi höfuðið. “Ó, nei, hvernig ættuð þér að geta það?” stamaði hann. “En það er satt, ungfrú ,Trevelyan—munið þér —fyrirgefið að eg flyt hugsanir yðar til umliðna tímans —munið þér þegar við mættumst í fyrsta sinn ?” Jóan fölnaði. Hugsanir hennar hvörfluðu aftur tii þess morguns, þegar Stuart Williars hafði yfirgefiö hana, og Bertie kom og opnaði augu hennar fyrir þeirri svívirðing sem hún ætlaði að steypa sér í. Hún sá alt fyrir hugskotssjónum sinum—herbergin og húsbúnað- inn, hún heyrði rödd Berties og hins mannsins og mundi orð þeirra. “Eg man alt”, svaraði hún lágt. “Og eg man það líka. Eg hefi aldrei hætt að hugsa um það. Þór komuð inn í tilveru mina eins og fagur draumur—komuð og hurfuð án þess að skilja annað eftir en endurminninguna—” Jóan hrökk við og roðnaði, og leit á hann með blandaðri undrun og sárri tilfinningu. “Eg hefi alt af hugsað um yður”, flýtti Bertie sér að segja, fagra andlitið hans var fölt með kvíðasvip og íöddin hás og skjálfandi. “Eg vissi það ekki þá— eg held eg hafi ekki vitað það fyr en í gærkveldi, en nú veit eg það, nú veit eg að eg elska yður”. Augu Jóönu fyltust af ósegjanlegri sorg og kvíða. “Ó, hvers vegna lét eg yður tala þetta—eg vissi ekki”—stamaði hún. “Það er þá engin von til fyrir mig?” spurði hann með hásum róm. “En—hvernig ætti það líka að vera? Hvemig gat mér dottið í hug að þér, sem eruð svo fagrar, gáfaðar og nafnfrægar, gætuð hugsað um mig eitt augnablik—” “Ó, það er ekki það”, sagði Jóan. “En það er nú tilfellið”, sagði Bertie ákveðinn. “Elg liefi verið viti mínu f jær að ímynda mér að þér mund- uð skeyta um mig. En nú, nú hefi eg sagt yður alt— og nú er úti um alt—og nú ætla eg að fara. Eg hefði ekki átt að tala um þetta við yður i dag eftir allar þær raunir sem þér rötuðuð í í gær—en—en—þetta er í fyrsta sinn sem eg hefi orðið alvarlega ástfanginn.— og þér verðið að fyrirgefa mér”. er ekki læknir og þetta er ekki svo- kallaóur lyfseöiil—en eg er læknað- ur og vinir mínir eru læknaSir, og þú getur iæknast. prauttr þinar hverfa á svipstundu eins og um kraftaverk væri a8 ræða- J'’-S er frjáls.—pú getur orðið frjáls. Slimhimnubólgan I mér var við- bjóðsleg og þreytandi; eg varð veik- ur af henni; hún gerði mig sljóvan, hún veikti viljakraft minn; hóstinn hrákarnir gerðu öllum og vegna androemmunnar og leiðinlegs fram- ferðis höfðu vinir minir andstygð á mér I laumi. Lífsgleði mín var löm- uð og skynskerpa mln sljóvguð. Eg vissi að þetta mundi leiða mig I gröf- ina smátt og smátt, þvi á hverju augnabliki dag og nótt var það að grafa undan heilsu minni. En eg fqkk lækningu og eg er al- búinn að segja þér frá henni end- urgjaldstaus.t Skrifaðu mér tafar- laust. Legðu að eins eitt oent á híettu- Sendu enga peninga, að eins nafn þitt og áritun á bréfspjaldi og segðu: “Kæri Sam Katz, gerðu svo vel og segðu mér hvernig þú læknaðist af sllmhimnubólgunni og hvernig ieg get læknast.” pað er alt og sumt; eg skil það og eg skal senda þér fullar upplýsingar tafarlaust og kostnað- arlaust. Dragðu það ekki, skrifaðu mér I dag: snúðu ekki við þessu blaði fyr en þú ert búinn að skrifa Og spyrja um þessa undraverðu lækn- ingu, sém getur gert það fyrir þig sem hún hefir gert fyrir mig. SAM KAT//, Room A.L. 1107 142 Mutual St., Toronto Ont. Leiðandi iðnskólar Vosturlioims. 100 manns þörfnumst vér tafarlaust til þess að læra bifreiða og gas-drátt- véla störf I leiðandi gasvélaskóla Canada. par eru bæði dagskólar og kveldskólar. Sérstök deild er nú að æfa sig fyrir dráttvélastörf I strlð- inu. Áhöld öll ókeypis. Nemendum vorum er kent rækilega að gera við bifreiðar, flutningsvélar, gasdráttvél- ar og kyrstöðuaflvélar. Vér búum yður undir og hjálpum yður til að fá stöðu sem vélstjðrar á flutn- ingsvögnum I strlðinu eða annars- staðar, viðgerðarmenn, bifreiðastjór- ar eða kennarar I þessum fræðum. Komið eða skrifið eftir vorri fallegu skýringabók ókeypis. Hempliill’s hreyfirélaskólar 643 MainSt., Winnipeg, eða 1715 Broad St., Regina, Sask. Vér þurfum menn og konur til þess að læra rakaraiðn I elzta og stærsta hárskurðarskóla I Vesturheimi. Gott kaup borgað meðan verið er að læra. Áhöid ókeypis. Að eins þarf 8 vikur til þess að læra. Sérstaklega lágt gjald fyrir næstu 50 nemendur, sem koma. Ábyrgst staða eftir að námi er lokið, frá $15 til $25 á viku eða vér getum hjálpað ýður til þess að byrja á eigin reikning, með þvl að þér borgið smáupphæð á hverjum mán- uði. Skrifið eða komið eftir ókeypis skýringabók / og sérstaklega niður- settu verði. Hemphill’s rakaraskól- ar að 643 Main St., Winnipeg, eða 1715 Broad St„ Regina, Sask. Til J.J.Gillis Gillis' syngur liöug ljóö, ljóömæringur skemtir þjóft, þjóöin slinga elskar ó8, óÖsnillinga sterk meö hljóö. J. J. Daniehsor,. Vísubo4nar. “Smellir hnalli hart á skalla Hallur á velli fjanda snjöllum”. Hnellinn karlinn hlaut aö falla, hallast svell aö vanda í fjöllum J. J. Húnberg. Hvellibjalla ærir alla, allhátt gellur viö í fjöllum. /. ./. D. “Áin Blanda upp á land ýtti að vanda sandi og klaka.” Um hið þanda bakkaband • brauzt aö granda landi án saka Kona.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.