Lögberg - 05.10.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.10.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER 1916. Sýnilegur árangur- Vér höfum látið það dragast af ásettu ráði að enda þessa grein. f síðasta kaflanum var skýrt frá nokkrum íslenzkum höfðingjum heima í fom- öld, sem lögðu fram sjálfa sig og sumir höfuðból sín, til þess að þjóðlegar mentastofnanir kæmust á í landinu. Var þeirri spumingu hreyft hvort ekki mundu finnast nokkrir menn hér vestra, ef vel væri leit- að, sem til þess væru fúsir að feta í fótspor feðra vorra í þessu efni, og gefa eða leggja fram staði og starf, í líkingu við það sem Gizur ísleifsson og fleiri gerðu heima. Oss þótti rétt að veita mönnum umhugsunar- tíma um þetta mál, áður en niðurlag greinarinnar birtist. En nú eru liðnar 2—3 vikur og oss vitanlega hefir enn enginn Gizur boðið fram höfuðból sitt og enginn Sæsmundur fróði sjálfan sig, þessu máli til styrktar. Vér höfum átt tal við allmarga um þetta efni einmitt síðan, og eru skoðanimar furðanlega sam- hljóða. Með örfáum undantekningum er það einhuga ósk og djúp þrá íslendinga hér alment að þjóðemi vort og tunga haldist við sem lengst. Á það virðast flestir sáttir og um það vissir að hvorugt geti, ef til vill haldist við um aldur og æfi; en eftir því sem vér vinnum öflugar að því, eftir því haldist það lengur og eftir því mótum vér dýpri og víðtækari áhrif á þjóðh'f þessa lands og vor gæti meir. Allir — eða flestir — virðast hafa það á með- vitundinni, aö ef vér hverfum bráðlega með öllu, ef tunga vor þagnar nú þegar, eða svo að segja, og bókmentum vorum hér er kastað fyrir borð tafarlaust, þá verði nafn fslendingsins ekki greypt né grafið á björg framtíðarinnar með því letri sem varanlegt verði. Og það finst flestum óbærilegt, ef svo skyldi fara að vér hyrfum, án þess að vor yrði hér getið þegar tímar liðu fram. Ritstjóri þessa blaðs átti þátt í umræðum um þetta mál í fyrra þegar porsteinn Bjömsson flutti fyrirlestur sinn. B. L. Baldwinson hélt þá fram þeirri stefnu að þjóðemi vort hlyti hér að hverfa með tíð og tíma, og væri þá eins heppilegt að losna við það nú þegar, eins og að berjast fyrir því um tíma og týna því svo. pessu mótmæltum vér með þeim orðúm að þótt vér vissum það allir að B. L. Baldwinson ætti einhverntíma að kveðja þenna heim og þótt hann vissi það sjálfur, þá kæmi hon- um ekki til hugar að fara að dæmi Júdasar sáluga og ráða sér bana; hann mundi reyna að klóra í bakkann eins og við hinir og lifa sem lengst, þrátt fyrir það þótt hann vissi að hann hlyti einhvem- tíma að kveðja. Svo kom Dr. Guðmundur Finnbogason nokkru síðar og flutti sinn snjalla fyrirlestur um viðhald íslenzks þjóðernis. Hann tók í sama strenginn. Kvað hann það vera forlög hvers manns að deyja, en engum heilbrigðum manni kæmi það til þess að stytta sér aldur. Yfir höfuð virðist svo nú, sem þannig hugsi allur fjöldi fólks, og það er heilbrigt. Vér vitum það öll að vér eigum að deyja; vér teljum það öll sjálfsagt að þjóðemi vort og tunga muni einhvem- tíma líða undir lok, en eins og Yér lifum alla vora æfi þótt takmörkuð sé, eins teljum vér það skylt að láta tungu vora hér í álfu lifa alla sína æfi, ef vér getum fengið nægilegan áhuga fyrir henni til þess að hún færist ekki í neinar forsmánarflíkur fremur öðrum málum, sem hér eru töluð eða rituð. Spumingin er einungis þessi: “Getum vér tekið saman höndum í þessu máli? Erum vér nógu miklir íslendingar til þess að geta verið sammála um það að halda við tungu vorri til hins ítrasta, þótt vér deilum um önr.ur mál? pegar þess er gætt að annað blaðið sem hér er gefið út, hefir haft það sem eitt aðalmarkmið sitt milli 10 og 20 ár að vinna á móti íslenzku þjóðerai, og samt hefir ekki unnist meira á í þá átt en raun er á orðin, þá sést það bezt hversu lífstaugar tungu vorrar og þjóðemis tilfinninga em ódrepanlegar. Stefna Heimskringlu hefir lengi verið sú að eyðileggja þjóðerni vort, nema þann stutta tíma sem séra Rögnv. Pétursson var ritstjóri hennar. Hann er einlægur íslendingur. pó hefir aldrei kastað tólfum þar fyr en nú, þar sem hver ritstjórnargreinin rekur aðra með því svæsnasta níði um fsland sem hugsast getur og heiftar- og hótunaryrði til þeirra, sem svo djarfir gerast að leggja því liðsyrði. pað er hér nú eins og var á ættjörðu vorri í fyrri daga, að mepn rísa upp á móti vorum eigin málum og vinna þeim tjón. Friðaröldin heima, þegar kirkjuleg og verald- leg stórmenni tóku saman höndum þjóðemi og tungu til varnar og hver skólinn reis upp á fætur öðrum, er glæsilegasta tímabil þjóðar vorrar. En Sturlungaöldin hnekti því öllu með sínum banvænu áhrifum og svo að segja lagði landið í kaldakol um tíma. Gizur porvaldsson, hinn mikli hæfileikamaður, beitti þreki sínu og valdi þjóðinni til tjóns og verð- ur það ekki með tölum talið hvílíka ógæfu og smán hann leiddi yfir landið. Og svo langt fór óstjóm cg drenglyndisskortur að það er sagt um biskup- ana á íslandi á 14. öldinni að hirðirinn hafi sjálfur verið úlfur í sauðargæru sem lagst hafi á hjörð- ina og sama hafi verið að segja um hina verald- legu valdsmenn. Segir Jón Jónsson sagnfræðingur svo frá að þegar erlend kúgun hafi ógnað tilveru íslenzks þjóðernis þá hafi, þótt skömm sé frá að segja, íslenzkir menn tekið þátt í því, og þeir hafi ekki verið hóti betri en hinir erlendu og hafi ættjörð og þjóðemi orðið þeim létt á metum. Og er ekki þetta nákvæmlega það sama sem er að gerast hér hjá oss einmitt nú? Hver á að vera hirðir hjarðarinnar ef ekki þeir sem tekið hafa að sér þá stöðu að stjóma blöðum þjóðarinnar? Er það ekki á þeirra ábyrgð frem- ur en flestra annara að þjóðemi og máli sé haldið við eftir megni? Væri það ekki mótsögn að gefa út blað á þeirri tungu sem maður áliti að ætti að eyðileggja? Er það ekki nú, eins og var fyr, að hirðirinn gerist sjálfur úlfur í sauðargæru, sem legst á hjörðina þegar þeir sem trúað er fyrir málgögnum þjóðar- innar ráðast á tungu vora, þjóðemi, ættjarðarást og alt annað sem öllum sönnum mönnum er sann- helgast ? Er það ekki vesturheimsk Sturlunga öld sem upp er runnin, þegar þannig er komið? Jú, sann- arlega. En hvernig fór fyrir þeim sem ódæðisverkin unnu gegn íslenzku þjóðinni á Sturlungaöldinni ? Hvernig fór fyrir Gizuri porvaldssyni ? pegar hann hafði unnið hvert drengleysis- verkið á fætur öðru, og þar á meðal það að ráða af dögum hinn mæta mann Snörra Sturluson tengdaföður sinn, þá var sönnum sonum landsins orðið svo heitt um hjartarætur að þeim blöskraði. Og þótt ekki sé hægt að afsaka Flugumýrar brennu, þar sem ein hin veglegasta veizla er set- in hefir verið á Fróni endaði með því að eldur var lagður í bæinn og svo að segja allir brendir inni til bana, þá voru það ekkert annað en afleiðingar af ódrenglyndi Gizurar og annara óheillamanna. Og þó Gizur þá kæmist undan og bjargaði lífi sínu í sýrukerínu, þá varð lífið honum óglæsilegt cftir, því fyrir augum hans svifu svipir vaknandi samvizku, sem veittu honum enga ró. Og eins fer þeim er nýja Sturlungaöld hefja hér, í því skyni að svívirða íslenzka tungu og ís- lenzkt þjóðemi. peir verða taldir vargar í véum — þjóðernislegir óbótamenn. Og kalt mun þeim verða í sýrukerinu ekki síð- ur en Gizuri porvaldssyni, þegar sú Sturlungaöld líður hjá, sem þeir sköpuðu. pví eins og Sturlungaöldin með öllum sínum hörmungum heima á ættjörðu vorri varð til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir nauðsyn á sam- vinnu og friði, þótt seint væri, eins verður einmitt þessi ódrengilega herferð vissra—örfárra—manna á móti þjóðemi voru til þess að tengja þá enn fastarí böndum er ættjörðu sinni unna og íslendingar vilja vera. (Framh.) Heimsóknir og harðindi. Tæplega líður svo dagur — og alls ekki vika — að ekki sé eitthvert fólk hér í bænum heimsótt af heilum herskara. Stun&im er það við einhverja burtför, stund- um ' ið heimkomu, stundum við giftingar, en lang- oftast .ið silfurbrúðkaup. peita er fagur siður og lofsverður að uppmna til og þanmg ekkert út á hann að setja. En það er eitt í sambandi við hann, sem ekki væri úr vegi að athuga, einmitt nú þegar veturinn fer í hönd — líklega einhver ískyggilegasti vetur sem fólk hefir horfst í augu við í þessu landi. petta atriði er það að heimsóknum fylgja æfinlega einhverjar stórar gjafir. peir sem í hópinn slæðast verða að leggja fram 1—3 dali í hvert skifti, og þótt það sé ekki stór upphæö, þá dregur það sig saman þegar heimsóknir eru oi’ðn- ar eins tíðar og nú á sér stað. petta er ekki einungis ósiður sem á að leggjast niður, heldur er það beinlínis ljótt og í alla staði rangt. Lítum á hvemig farið er að þessu: Einhver tekur sig til og gengur hús úr húsi til þess að safna mönnum og konum eða loforðum þeirra um það að þau “verði með”. Hér í bæ eru um 5000 íslendingar og svo að segja allir þekkjast. pegar því einhver hjón hafa verið fundin sek um það í laumi að hafa verið í hjónabandi í 25 ár; eða þegar það hefir verið njósnað að einhver ætli að fara eitthvað, eða von sé á einhverjum og farið er að hóa fólki saman til fagnaðar í sambandi við það, þá hafa memj ekki kjark í sér til þess að neita þótt þá dauðlangi til. peir þekkja þann eða þá sem um er að ræða og vilja “vera með”, en ástæðurnar leyfa það ekki öllum að bæta á sig 1—2 dala aukagjaldi mörgum sinnum í hverjum mánuði. Sá einhver nógu hreinskilinn að segja eins og er og neita að fara af þeim orsökum, þá er nafn hans á hvers manns vörum fyrir smásálarskap eða skort á félagslyndi. Og svo eru fæstir nógu stórir menn til að þola slíkt umtal; því orðsýki er sjúkdómur sem marga þjáir. pað er fagur siður að koma saman á fagnað- arfund og eiga glaðar stundir með vinum sínum, kunningjum og vandamönnum við hátíðleg tæki- færi. Og þessi grein er ekki í þeim tilgangi rituð að. hnekkja þeim sið né lítilsvirða hann. En það eru gjafimar, sem vér teljum blátt áfram hneyksli. Fólk sem er svo fátækt sumt að það getur bókstaflega ekki keypt nauðsynleg hús- gögn, hefir sannarlega nægar afsakanir til þess að neita að taka þátt í þessum tíðu og dýru gjöfum. pað eru ekki peningar sem eiga að vera aðalat- riði þessara heimsókna; það eru vináttumerki og heillaóskir sem þar eiga öllu að ráða. Að komið sé saman á heimili silfurbrúðhjóna til þess að skemta sér og þeim og samgleðjast þeim; ryfja upp farnar brautir og kasta ljósi hlýrra óska á ógengin spor, það er eða ætti að vera aðalkjarninn. Fólkinu væru heimsóknirnar alveg eins kærar þannig og hinum miklu hægari. pví það er sann- leikur sem ekki verður á móti mælt, að sumt fólk tekur bókstaflega nærri sér til þess að geta verið með í þessum hóflausu gjöfum, en hefir ekki kjark til að neita. Astœðurnar. “Alt hefir sínar ástæður”, sagði Jón gamli Repp”, og hann hafði rétt að mæla. Ástæður eru fyrir því ekki síður en öðm að afturhaldsflokkurinn í öllu landinu er dauðadæmd- ur allstaðar þar sem einhverjum dómi verður við komið. pað er ekki. einungis í einu héraði eða einu fylki, heldur er það sunnan frá línu og norður að Hudsonsflóa, austan frá Atlantshafi og vestur á Kyrrahafsströnd. “Hvernig stendur á þessum einróma dómi fólksins?” spyrja menn. “Einhver hlýtur ástæð- an að vera. það mögulegt að annar flokkurinn sé svona miklu spiltari en hinn ? Er það mögulegt að þangað veljist verri menn?” Svarið við þessum spumingum er bæði játandi og neitandi. Til þess að skýra það þarf að gera grein fyrir mismuni flokkanna. Sumir halda því fram að sama sé hvor flokkurinn sé að völdum; þeir séu báðir spiltir og óþokkar innan um í báðum. petta hefir við nokkur rök að styðjast, ef til vill. En þau rök eru veik þegar vel er athugað. Og hvernig á að fara að því að athuga ? Hvem- ig á fyrst og fremst að sannfærast um það að annar flokkurinn virkilega sé spiltari en hinn, ef það er, og hvernig á í öðru lagi að finna ástæðum- ar fyrir því að svo sé ef sannfæringin fæst ? Um það þarf tæpast lengi að deila eða eftir því lengi að grafa hvor flokkurinn sé spiltari. pað sem daglega er að gerast ætti að nægja til þess að sannfæra um það alla þá sem sönnunum taka. Farið yfir sögu Manitobafylkis frá byrjun og rannsakið þar framkomu flokkanna þegar þeir hafa verið þar að völdum. Jafnvel sá sem allra blindastur væri af flokksgulu gæti ekki sjálfan sig úr vitni rekið með það að hér sé svo mikill munur á sögu og mannorði hinna tveggja flokka að þeir séu eins ólíkir og vetur og sumar eða nótt og dagur. En það er ekki einungis í Manitoba sem slíkt á sér stað. Lesið sögu British Columbia og berið saman breytni flokkanna þar og þá verður það sama upp á teningnum. pað er víst alment álitið að Roblinstjómin, McBride—Bowser stjómin og Tammany flokkur- inn hafi verið þeir pólitísku ræningjaflokkar í þessari álfu sem lengst hafi gengið. pegar fram á það var farið að ranhsakaðar yrðu gerðir Tammanyflokksins í New York forð- um, barðist hann gegn því með hnúum og hnef- um, en fólkið rak hann loksins af höndum sér með atkvæðum og það svo rækilega að hann á sér aldrei uppreistarvon. pegar rannsaka átti Roblinstjómina voru einn- ig allar mögulegar hindranir settar í veginn og margs konar lög og reglur fótum troðin til þess að hylja sannleikann og halda hlífiskyldi yfir öll- um svívirðingum. út í þá sögu þarf ekki að fara frekar að þessu sinni, hún er öllum kunn. pegar rannsaka átti gerðir stjórnarinnar í British Columbia var aðferðin svipuð og svo mikill andlegur skyldleiki sjáanlegur með þeim forkólf- unum þar og stórfiskunum hér að þeir voru tví- mælalaust skyldgetnir pólitískir bræður. pegar sakir eru bornar á einhvem, þá er al- drei um nema tvent að ræða; annaðhvort sakleysi eða sekt. Sá sem saklaus er kærður lætur sér auðvitað ant um rannsókn og dóm. Hann hefir ekkert að óttast og krefst þess að málið sé rann- sakað og nafn hans fríað frá öllum óhreinleik. Sé um sekt að ræða þá er oft öðru máli að gegna, þá er það venjulegt að hinn kærði fari undan í flæmingi og hafi alls konar undanbrögð. pegar upp var komið hvemig alt var í pottinn búið í pólitíska eldhúsinu í Manitoba og British Columbia, voru fram bomar kæmr einnig á stjórn- ina í Saskatchewan. Búist sjálfsagt við að þar væri eitthvað óhreint líka og að reynt yrði að spoma við rannsókn. En hér fór á annan veg. pegar kærurnar komu lét stjórnin tafarlaust rannsaka málið; ekki til málamynda og ekki með neinni hálfvelgju. Hún sendi ekki vitni í burt úr fylkinu á fólksins kostnað eins og Roblinklíkan. Hún neitaði ekki að selja fram skjöl málinu viðkomandi, eins og hér var gert. Hún fékk ekki yfirmenn símfélag- anna til þess að brenna símskeyti sem hún hafði sent í ákveðnum tilgangi. Nei, hún gerði ekkert af þessu, heldur lét hún sækja hvert einasta vitni í hvaða landi sem það var og koma fram með hvert einasta skjal sem um var beðið og bent á. pessi aðferð gat ekki verið af öðru sprottin en því að stjómin í Saskatchewan vissi sig hafa hreinar hendur og að ef einhverjir af þjónum hennar hefðu á bak við hana framið eitthvað það sem ósæmilegt væri, þá vildi hún að það kæmist í dagsljósið og gekk hlífðarlaust fram í að rann- saka það. Eftir óhindraða rannsókn með allri mögulegri leit fanst ekkert það í athöfnum stjórnarinnar í sambandi við málið, sem nýafstaðið er, sem hún væri á nokkurn hátt ámælisverð fyrir. Nokkrir menn úr flokki hennar urðu grun- samir í byrjun málsins og lét hún halda rannsókn áfram í þeirra máli ekki síður eftir en áður. Hún hafði enga undanfærslu króka, eins og hér voru reyndir, en lét fara með mennina eins og hverja aðra kærða borgara landsins og dæma þá þegar þeir urðu uppvísir, án tillits til flokksfylgis. THE DOMINION BANK STOFNSETTUH 1871 llöluðstóll borgaður og varasjóður Allar eignir.................. $13.000,000 $87.000,000 Beiðni bœnda) um lan til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. !í| Spyrjist fyrir. Notre Dame Branch—W. M. HAMI7/TON, Manager Selklrk Branch—M. 8. BTJKGEB, Manager. Á þessum samanburði sést það hversu gagnólíkar aðferðir flokkamir hafa undir sömu kringumstæðum, og væri hægt að halda áfram lengi og bera flokkana saman á þennan hátt. Sannfæringin fyrir mismun flokkanna er með þessu fengin hjá öllum þeim, sem ekki neita því að hvítt sé hvítt og svart sé svart. En hvemig stendur þá á því að þessi mismunur virkilega á sér stað ? Og vér verðum að end- urtaka spuminguna: Er það af því að verri menn veljist í annan flokkinn en hinn? eða verða þeir verri menn þegar þeir eru komnir þangað vegna þeirr- ar spillingar sem stefna flokks- jns óhjákvæmilega hafi í för pieð sér? “Sækjast sér um líkir”, segir gamalt orðtæki, og mun það eiga hér við. Sökum þess að stefna annars flokksins er óheilnæm en hin í eðli sínu góð, er það eðlilegt að fleiri safnist undir óhreinu merkin þeirra manna sem ó-1 hreint eðli hafa, en undir hin hreinu. Állinn vill altaf helzt vera þar sem saurugt er vatnið, enda er pólitískum mönnum oft líkt við sleipa ála. Aðrir fiskar eru aftur margir með því eðli gerðir að þeir una sér ekki eða geta ekki lifað í óhreinu vatni. Svo er annað. pegar góðir og hreinir menn eru einu sinni komnir þangað sem saurugt er; hafa leiðst þangað eða vilst í félagi við kunningja sína og af ýmsum ástæðum, þá er hætt við að þeir annaðhvort saurgist sjálfir smátt og smátt eða hreinleika þeirra og áhrifa gæti ekki, þar sem svo mikið er af hinu. petta skilja allir og þessu mælir enginn á móti. En um það vilja, ef til vill einhverjir efast að nokkur hrein- leika munur sé á flokkunum. Til þess að sýna og sanna að svo sé skal sýnd stefna beggja flokkanna og sá eðlilegi munur sem henni hlýtur að fylgja. (Framh.) Itís a Bear Hið mikla meistaraverk GALLOWAY’S hafa legri *’ D«Pt. ' 1 pegar þú kaupir hestafl, þá vertu viss um að þú láir þý.ð. pessi afar- sterka “Sex” Galloway gasolin vél hefir heljarafl tll vinnu. paC er ábyrgst að hún framleiSi fleiri hést- öfi en hún er skrásett fyrir, og hún er send hvert sem vera vill til reynslu í 30 daga. Kauptu ekki hinar léttu vélar sem skráséttar eru fyrir fleiri hestöflum en þær hafa, sem nú fylla markaSinn fyrir látt verð. Galloway vélin er alstaðar viðurkend sem sú er megi til fyrirmyndar I visinda- samsetningu og beita vel t'il allrar bændavinnu. Yfir 20,000 ánægðir bændur, sem keypt hafa Galloways vélina, rita þetta. SÉHSTéíK ATKIÐI: Herkules sivalnings höfuö, löng sveif, ágætur aflvaki, sparsamur brennari, engrin ofhitun, full- kominn oltuáburður, endurbættur eldsneytisgjafi og mikill eldiviðarsparnaSur.—StærS til hvers - sem er frá 1% hest- afii tii 16 hestafla, og allar seldar þannig aS reyna megi úkeypis I 30 daga meS 5 ára ábyrgð. ÓKEYPIS BÆKLINGUR segir alt um Galloways vélina, hvernig hún er búin til, seinasta verðskrá og söluskilmái- ar. SömuleiSis eru þar prentaSar mikilsverSar upplýs- ingar um alt er búnaSi heyrir til, um áhöld og verkfærl fyrir lægra verS en dæmi séu tll; föt handa mönnum, kon- um og börnum, skðr, sttgvél, vetlingar o. s. frv. SkrifiS eftir verSlistanum í dag. HANN KOSTAR EKKERT. The William Galloway Company of Canada Limited WINNIPEO, MAN. •• 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum , geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuðstóII greiddur $1,431,200 Varasjóðu..... $ 715,600 Fortnaður...........- - - Slr D. H. McMHXiAN, K.C.M.G. Vara-formaður................. - Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. A8HDOWN, E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELI,, JOHN STOVEU Allakonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reilcninga við einstaklinga eða féiög og sanngjarnir tkilmálar veittir. Avfsanir seldar til bvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex m&nuðum. T. E. THORSTEIN3SON, Ráðamaður Cor. William Ave. og SherbrookeiSt, - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.