Lögberg - 05.10.1916, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER 1916.
6
DAVID BOWMAN C0AL&LSLYC0
Við 8eljum eftirfylgjandi
kclategundir
SCRANTON harð kol, YOUGHIOGHENY fyrir gufuvélar,
POCOHONTAS reyklaus, VIRGINIA og LILY járnsmiðju kol
Kol frá Canada fyrir gufuhitun:
GREEN HILL, reykjarlaus kol tekin úr námum nálægt
Crow’s Nest Pass.
Til brúkunar í heimahúsum:
Lethbridge Imperial Lump Kol
Pembina Peerless Kol og|
Maple Leaf Souris Kol
Aðslskrifstofa: Yards:
Confederation Life Bldg. 667 Henry Ave.
461 Main St. Tals. Main 3326 Tals. Garry 2486
Fyrirlestrar
gefnir út af Sigurði Vilhjálmssyni.
----~fr*/c
Þessir fyrirlestrar voru sendir
mér af höf. nýlega. Finn eg mér
sk>'lt aS geta þeirra frá minu sjón-
armiSi af ýmsum ástæöum.
Fyrst af þvi, aö: “þess skal getið
sem gert er, og sé þaö vel gert, þá
viöurkenna þaö, sé það miöur gott,
þá benda á lýtin. Er þaö nýjum
höf. oft mildls viröi. Og sá er
vinur, er til vamms segir.
Þessir fyrirlestrar er bókarkom
í Skímis broti, 68 bls. aö stærö, auk
kápu.
Allur frágangur frá prentaranna
hálfu er hinn bezti. Letur skýrt,
pappír góöur, og aö ytra útliti er
bókin hin eigulegasta.
Mér náttúrlega varð þaö sama
fyrir og öllum ööram myndi hafa
orðið í minum sporum, það, að lesa
ritið.
Eg hafði heyrt fyrri fyrirlestur-
inn fluttan í Winnipeg, og varð
þvi ekkert hissa á því ritverki. En
hinn fyrirlesturinn hafði eg ekki
heyrt áöur. Þann fyrirlestur
nefnir höf. “Kraftur og efni”. Er
þaö hraparlegt mishermi.
Þáö er til bók eftir Dr. Lonis
Búshner, sem heitir “Force and
Matter’' (Afl og Efniý. Seldi eg
höf. þessara fyrirlestra eintak af
þeirri bók, í enskri þýöingu. Þetta
útskýrir tilorðning þess fyrirlest-
urs. En væri svo þetta alt þýðing,
þolanleg þýöing úr Búchners ‘Force
and Matter’, þá mætti hver maöur
vel við una og þá væri ritið gjalds-
ins vert, því Búchners bók er af
bókmentamönnum skoðað eítt af
því allra bezta, sem ritað hefir ver-
ið. Hún er álíka snildarverk og
“Riddle of the Universe”, eftir
Ernst Hockel. En hér er ööm máli
að gegna. Þýöingin er óbærileg og
ruplið úr öllum áttum, snúiö og
sligað úr öllum hugsana sambönd-
um. Hún væri rétt til aö hafa
hana fyrir skemtiibók á vitlausra-
spitala.
Höf. þessa rits einkennilegur
maður. Hann hefir sterkt vilja-
þrek, óbilandi kjark og einlæga
sannleiks ást. Hann er frjálslynd-
ur maður og ann frelsi öllu frem-
ur, og langar til að vinna gagn því
fagra, góöa og sanna. En hann
skortir mentun eins og oss hina
leikmennína og kann sér svo ekki
hófs, veit ekki um takmörk sins
eigin máttar og fer svo útfyrir
sanngjöm takmörk og leggur út í
ófæmr, sem hann kemst efkki upp-
úr. Hans náttúrlegu örlög sem rit-
höfundar eru þau því, aö drukna
þar sem hann er kominn. Hann
hefir þann sÉema galla ofan á fá-
fræðina, að skorta bæöi mál og
málfæri til aö geta útlistað hugsanir
sínar.
Þegar maður les þetta rit, má
finna á bak við alt glamrið, hringl-
iö og vitleysumar, heilbrigðan anda,
vakandi skynsemi, sem grípur og
skilur mikiö, sem finnur fálmandi
og blindandi á aöra hlið, lýgi,
hræsni og kúgun, og á hina hliðina
sannleik, fegurð og réttlæti, og
finnur einkar vel þörfina til um-
bóta.
Þessar tilfinningar setja hann
svo af stað til starfa að endurbót-
um og byltingum.
Eg ann þessum manni fyrir hans
sannleiksást, en gremst við hann
fyrir hans blinda sjálfsálit. Eg ann
sömu málefnum og hann og þaö
svo að mér sárnar þegar frjálsar
skoðanir eru svo afskapaðar og
svívirtar í augum hugsandi manna.
Það er ástæöa til að dæma frí-
hyggjendur eftir þessu þokkalega
flaggi, sem þeir hér hafa dregiö á
stöng. En, sem betur fer, þá eru
til margir meðal Islendinga svo
mentaöir að vita aö ekki er ástæöa
til aö skoða þetta bókmenta skrípi
höf. hið sanna vörumerki frí-
hyggjenda.
Því ber ekki aö neita, að í þessu
riti em málsgreinar hér og þar, sem
eru gullfallegar. En meðferðin á
þeim, bæði þýðing og niðurröðun
gerir þaÖ næstum að vitleysu.
Það er vandi að flytja fyrirlest-
ur, en enn þá meiri vandi að gefa
hann út á prent, því þannig verður
hann aö standa um aldur of æfi,
án þess aö hægt sé að lagfæra. En
munnlegar ræður gleymast, og þær
má endurbæta síðar og gefa út í
endurbættu formi.
Á y. bls. þessa fyrirl. — Kraftur
og efni — byrjar höf. fyrst á að
komast að efninu. Og þó er þaö
óskiljanlegur samtíningur aðeins.
Fram aö því er höf. aö ræða trú-
mál, tína saman ímislegt úr ritum
fríhyggjenda um trúmál og kirkju-
mál og pólitík. En ritið, sem hann
tíriir mest úr, “Force and Matter”
nefnir hann ekki á nafn og ekki
höfund þess. Sama er að segja um
kappræðurnar á milli Mangasarian
og Crapsy um persónulega tilveru
Krists'. Hann nefnir þaö rit ekl<i
á nafn og ekki höfundana, nema
Crapsy einu sinni og nefnir hann
þá Graspe, sem er einstaklega lið-
legt og upplýsandi! ! Úr því riti
hnuplar hann þó talsvert. Hann
veður sumstaöar inn í Socialism
og sumstaðar inn í “hærri krítik-
ina”, og nefnir menn og hugmynd-
ir alt í graut innan um sínar eigin
athugasemdir, sem eru fullar af
misskilningi og vitleysum.
Þá er málið meðal annars heldur
ginnandi, svo sem “slugnir”, “haf-
gómlum”, “námfræðislega”, “fagr-
ari”, “hjátrúar glennu”, “tjaldsvið
saurlífis”, “kristnu trúar manga”,
“þá hryllir ei við heimsku aö kúga”,
“alt er háö eitt við lögmál”, “í
miljónþynning hver urla”, “þessi
þrótt afls þyrling aö samloðnu
dregur ný”, ,“er ein eilífðar-lífsinis
tráss”, og margt fleira þessu likt.
Það, að hann viöhefur “vér”, og
“ríð” í graut, er miður tilfinnanlegt.
Það er hvort sem er orðinn móður
að rita viö fyrir vér og það af góð-
um rithöfundum. En rangt og
kæruleysislegt er það þó, hver sem
þaö gerir og hvaö sem hver segir.
Það er málgalli.
Svo er þar svo sem til f jölbreytn-
is þýðing úr Shakespeare. Erindi
Shakespeare er svona, úr Hamlet:
“Imperious Cæsar, dead and turned
to clay
might stop a hole to keep the wind
away;
o, that the earth that kept the world
in awe,
should p>atch a wall to expell the
winters plaw!”
Þýðing höf. er svona:
“Allsherjar keisari dauöur orðinn
leir,
getur fylt gat svo haldist frá kul
þeir;
ó! þú jörö, sem heimur óttast vann,
móti vetrar kul—súg notað getum
hann.
Höf. ætti að gefa oss nýja þýöingu
af Shakespeare.
Materialism heitir ein öflugasta
og vísindalegasta heimspekisskoðun
þessa heims. Höf. er að reyna að
sanna hana. En svo mikið skortir
hann á að skilja þá kenningu, að
hann slengir henni saman viö efna-
fræöina, sem er visindagrein, (á 37.
bls. og víðar). Sama verður hon-
um með ftleiri hugtök, að hann mis-
skilur þau gjörsamlega.
Og þá eru ljóðin hans, sem hann
kryddar ritið með, reglulegt
specimen veraldarinnar. Það yrði
oflangt mál að fara lengra út í
þetta mál. Bókin úir og grúir af
slíkum vitleysum.
Bókin er gott sýnishorn af bók-
menta hnupli. Eða’hví nefnir höf.
ekki heimildarrit sín? Það er eins
og honum sé ant um aö lesandinn
trúi þvi, aö þessar fögru skoðanir
séu hans eigin “rannsóknir” og öll
þessi vizka úr hans eigin heila. En
því miður sér lesandinn miklu
fremur fiflið á bakvið og þekkir
“asnann á eyrunum”.
Af framansögðum ástæðiun get
eg því ekki þakkað höf. fyrir þetta
óhappa verk. Hann er aumkunar-
verður fyrir þaö og eg vorkenni
honum sárt. Eg ber hluttekningu
meö honum vegna hans sannleiks-
ástar, en vegna málefnisins vildi eg
að hann hefði haft vit á aö þegja.
S. B. Benedictsson.
Gullskórinn.
Edda*) sagði ömmu. amma sagði
*) “Hjón sátu þar Hár af ámi,
Ái (=lang-afi) ok Edda (=lang-
amma). — Rígsþula. Sæm. Edda.
mér. Það var æfintýrið um gull-
skóinn. Stundum hafði hún það
stutt og stundum langt, eftir þvi
hve lengi varð aö vaka í rökkrinu,
áður kveikt var. Munnmæla sög-
urnar drýgðu lika ljósmetiö. Eg
ætla að segja ykkur, það sem eg
man úr efninu í æfintýrinu um
gullskóinn, þó nú gangi mér það
eins og gömlum manni, aö rifja
upp barnabænimar sínar.
Einu sinni var konungssonur,
sem sigldi land úr landi, aö leita sér
unnustu. Mörgum öldum hafði
hann eytt í þessa leit, þó var hann
altaf jafn-ungur. Enga kongsdótt-
ir hafði hann þó enn fundið, sem
honum væri aö hæfi. Það var lika
varla von, hann var ekki ennþá
viss á hvemig hún ætti aö vera.
Svo var það einn dag, þegar
hann var kominn langt, langt úr
rík' sinu, að hann fann í skóginum
forkunnar fagran kvenskó úr gulii.
\Tú vissi hann hvernig drotningar-
efniö sitt átti aö vera. það var hún
sem þessi skór var mátulegur.
Þaðan gekk hann með gullskóinn
til konungshallarinnar, og gerði boö
fyrir drotninguna, því kongsdóttir-
in þar, hlaut að hafa týnt skónum.
Svo sýndi hann drotningunni, hvað
hann hefði fundið, og spurði hvort
hún dóttir hennar ætti þetta ekki.
Og drotningin sagðist reyndar
halda 'þaö, telpan hefði týnt þessu
nýlega þegar hún hefði farið ofan
í fjöru, að gá að hvort nokkur
kongsson kæmi siglandi. Það mætti
eikki minna vera, fyrir skilsemina,
en aö hún skrippi nú inn, og kæmi
svo fram til hans meö dóttur sína
meö skóinn á fætinum, svo kongs-
sonurinn sæi, að þær væru ekki að
eigna sér annara muni.
Drotningin gekk til dóttur sinnar
með skóinn, og bauð henni að setja
hann upp, 'en hún kom honum ekki
nema á stórutána, hún var svo stór-
fætt, þvi þær mæðgur voru tröll,
en það er þeirra náttúra, að skess-
urnar kunna að sýnast kvenna feg-
urstar á manna mótum, en verða
ferleg flögð, ef þær halda aö þær
séu komnar undan augum menskra
manna. Af því drotningin var
tröll, vissi hún þaö líka, að kongs-
sonurinn átti ■eirihverntima aö veröa
mesti konungurinn í heimintim, og
hafði heitstrengt, að éiga þá konu
sem kæmi upp gullskónum. Svo
hjó hún hælinn og allar tærnar af
dóttur sinni, þú. marðis't s'kórinn
upp á fótstúfinn. Hún leiddi hana
fyrir kongsson, sem þekti skóinn á
fætinum, þó honum virtist undar-
legt aö hinn skórinn var ósam-
kynja, og leit út eins og hann væri
úr mannshúð. Kongssonur sagði
drotningunni frá heiti sínu, að eiga
þá sem skórinn væri mátulegur.
Bónorðið var auðsótt, hann fékk
dóttur drotningarinnar heim meö
sér, bar hana útá skipið sitt, setti
hana í lyftingu og hélt heimleiðis.
Þegar hann hafði siglt skamma
stund, flugu tvær lóur ofan af
landi, settust á siglurána og fóru
aö syngja. Honum brá svo viö, aö
hann skildi fuglamál, og að lóum-
ar voru áð kveða þessa vísu:
“í stafni situr höggvinihæla —
Fullur skór með blóð —
Hér á landi er Mjallveig
Mánadóttir —
Snú þú aftur kongsson.”
Kongssonur vissi varla hverjum
gjörningum hann var beittur. Hann
hafði heyrt, að sú náttúra fylgdi
tröllkonum, að væri mælispjald
dregið yfir 'herðar þeirra, yrðu þær
að steini eða spryngju. Hann átti
sér eitt mælispjald, sem rekja mátti
sundur norðan frá Dumbshafi suð-
ur yfir Himinfjöll. Hann lagði
mælispjaldið yfir herðar konungs-
dótturinnar, sem, átti að vera, og
hélt það ætlaði að reynast of stutt,
en áður en hann tleygöi það á enda,
ÞAÐ BORGAR SIG EKKI
að kaupa lélegar vörur til heimanotkunar, hversu lítil-
fjörlegur sem hluturinn er.
Það er méð eldspýtur eins og með alt annað að
það borgar sig að kaupa bezta.
EDDY’S
“SILENT PARLOR”
spara þer tima og óþægindi, því auðveldlega kviknar
á þeim, þær eru hættulausar, áreiðanlegar og hljóð-
lausar. Biðjið altaf um “EDDY’S“
var hún orðin aö kletti, og gull-
skórinn grýttist af henni. Hann
var fullur meö blóð, því hæll og tær
höfðu verið höggnar af fætinum
sem hann var á. En 'kletturinn
steyptist fyrir borö.
Kongssonurinn sneri til lands
aftur, með gullskóinn. Hann fór
um sama skóginn og áður, en ló-
urnar flögruðu á undan honum i
lynginu og kvökuöu:
“Hér á landi er Mjallveig
mánadóttir.
Þángað til hann kom að laufskál-
anum, þar sem Mjallveig sat, með
gullskó á öörum fæti. Hinum hafði
hún týnt á flóttanum, að fela sig
fyrir skessunni stjúpu sinni, sem
hafði tælt hann Mána kong, föður
htennar Mjallveigar, gert sig að
drotningunni hans, étið upp fólkið
í rikinu hans svo enginn vissi hvað
af því varð, og logið því að öllum,
að tröll-telpan dóttir sín, væri
Mjallveig Mánadóttir.
Kongssonurinn dró sjálfur
fundna skóinn á fót Mjallveigar,
þann sem skólaus var. Hann var
mátulegri en nokkur giftinga-
hringur getur verið. Svo fór
kongssour til hallarinnar aftur,
lagði mælispjaldið yfir herðamar á
drotningunni, viö þaö sprakk hún,
en Máni kongur og allur mannheim-
ur losnaði úr álögum.
Þetta er alt sem eg lærði úr æf-
intýrirfu, sem amma sagði krökk-
unum. Litlu stúlkumar lærðu þaö
samt betur, því þær eiga einhvem-
tíma aö verða ömmur líka. Við
drengirnir, ruglum þvi og aflögum,
með því aö misminna inní það eitt-
hvað, sem allir vita að viljað hefir
til, og köllum það sennilegri sögu.
Þ ví segi eg það ! Kongssonurinn er
enn á ferð, að leita að drotningar-
efninu sínu. Hann er áreiðanlega
kongssonur, sonur hans Friðfróða,
sem réöi fyrir Danmörku, þegar
gullhringur sem einhver haföi týnt,
lá óhirtur á alfaragötu í heilan
ptannisaldur, af þvi allir sem fram
á hann gengu, vissu að þeir áttv
hann ekki, né þektu hver aö myndi
hafa mist hann, og síðan er Dan-
mörk fræg fyrir að hafa átt bezta
konginn í veldi æfintýranna. Þeg-
ar Friöfróði dó, stal sá hringnnm,
áem fyrstur fór þar um. Síöan
hver af öðrum. Sonur Friðfróöa
konimgs sigldi af landi burt, að
leita sér unnusta annarsstaðar.
Hánn hefir fundið gullskóinn, en
ekki þá sem á hann.
Við íslendingar vitum hver hún
er — Eykonan, sem aldrei hefir
hertekið né veriö hertekin.
í stafni situr Höggvinhæla —
Fullur skór með blóð —
Hlér á landi er Mjallveig
Mánadóttir —
Snúöu aftur kongsson.
Stephan G. Stephansson.
Vegabótarannsóknin.
Maður sem John Probizankski
heitir og var eftirlitsmaður viö
vegagerð fyrir Roblinstjómina
1914 bar það fyrir rannsóknarrétt-
inum á föstudaginn að hann hefði
falsað f jölda margar. skýrslur til
þess að ná peningum fyrir brenni-
vín og kosnmgaborgun. Kveðst
hann hafa farið til manns er
Theodore Stefanik heitir og var
aðalformaður afturhaldsflokksins
meðal þjóöar sinnar og spurt hann
hvernig hann ætti að ná í peninga
fyrir kosningarnar: “Farðu til
Dr. Montague”, sagöi hann að
Stefanik hefði sagt. Þessum ráð-
um fylgdi hann og það ekki til
einskis, því Dr. Montague lagði á
ráöin og fylgdi hann þeim eins og
hann hafði skýrt frá áður. Það
voru $500.00 til $600.00 upphæðir
sem hann hafði falsað út á þennan
hátt. Alls var komiÖ fram með 21
ávísan sem fölsuö var.
Útflutningar.
Sanrkvæmt skýrslum Bandáríkj-
anna hafa flutt þangað frá Canada
sjötíu og fimm þúsund (75,000,'
manns, og er það afar eftirtekta-
vert.
2
/
8ÓLSKIN
B6LSKIN
S
stakt blað einhvem tíma, þegar það verður svo-
lítið eldra.
Lögberg er mamma þess, og þess vegna er það
með því; það verður að styðja það á meðan það
er svona ungt. J?ið munið það að þið gátuð ekki
gengið ein út um allar sveitir þegar þið voruð á
öðru árinu. pá mátti mamma ykkar til með að
bera ykkur í fanginu, og eins fer Lögberg nú með
Sólskin. En þegar það eldist og þroskast, þá fer
það að ganga eitt og óstutt. paÖ hlakkar til þess
eins og öll börn hlakka til þess að verða stór og
geta ferðast eins og fullorðna fólkið.
Fangaleikur.
þetta er einstak-
lega skemtilegur leikur.
Hann er svona. Leik-
völlur er afmarkaður á
flöt eða sléttu; hann
á að vera ferhymdur
og aflangur. Ferhym-
ingur er afmarkaður í
hverju homi og merkt-
ur eins og sýnt er á
myndinni. Tveir hom-
kaflamir heita fangelsi
og hejTa til A og B.
í miðjunni er depill sem táknar fanga.
Fjarlægðin á milli fangelsanna og heimilanna
ætti ekki að vera minni en 60 fet.
Bömin sem leika skifta sér í tvo flokka og
kalla sig A og B. Flokkamir velja sér leiðtoga.
Svo fer hvor flokkur til síns heimilis, og leiðtogi
A flokksins sendir mann frá sér út á völlinn
þangað sem depillinn er og kallar svo hátt:
“Stríð! Stríð!”
pá sendir foringi B flokksins annan frá sér
og á hann að ná í manninn frá A áður en hann
komist heim aftur. pegar þessi leikur byrjar
sendir A annan mann, sem á að ná í hinn, og svo
gengur þetta koll af kolli, þangað til allir em
komnir út á völlinn. En enginn í A flokknum má
reyna að ná í neinn frá B nema þann sem fór
næstur á undan honum, og enginn frá B ,flokkn-
um nema þann sem næstur honum fór.
pað verður því svona. Fyrst fer nr. 1 frá A,
á eftir honum fer nr. 1 frá B, nr. 2 frá A eltir
hann og nr. 2 frá B hann aftur og svo koll af kolli.
pað er áríðandi að hver leikandi muni eftir því
að hann er bæði að reyna að ná einum vissum
manni og gleymi því heldur ekki að annar maður
er að reyna að ná honum. petta gerir leikinn
ákaflega fjörugan.
Ekki þarf annað en geta snert þann sem mað-
ur eltir og sagt “náður”, þá verður hann að stöðv-
ast, og þá fer sá sem náði fanganum með hann í
fangelsið, og enginn má reyna að ná honum fyr
en hann kemur aftur. pá má hann fara heim í
friði og bíða þess að leiðtoginn sendir hann út
aftur.
Ef einhver getur snert fanga sem heyrir til
hans flokki þegar hann er á gangi hjá fangelsinu,
þá er fanginn laus. Og ef margir eru í fangelsi
mega þeir taka saman höndum og mynda röð,
þangað til þeir ná til sinna manna, en sá seinasti
verður þó altaf að hafa annan fótinn inni í fang-
elsinu.
Sá flokkur sem nær öllum hinum sem föngum
vinnur leikinn, Qn það þarf ákaflega snjallan leið-
toga til þess að segja vel fyrir.
Tréð á Hjótsbakkanum.
pað var einu sinni fagurt skógartré, sem stóð
fremst á fljótsbakka nokkrum. pað var svo fag-
urt að það bar af öllum trjánum í skóginum. pað
var hátt, sígrænt og breiddi limskrúðið út með
hinni mestu fegurð.
Stundum rann fljótið hægt og hátignarlega
fram hjá. pað lykkjaðist fagurlega gegnum
skrúðgrænan skóginn og sýndist sem breitt silfur-
belti svo langt sem augað eygði.
pá speglaði tréð sig í silfurtærum straumnum
og var hreykið af fegurð sinni. Gaman þótti því
þá að lifa, og þá óskaði það sér, að það mætti
æfinlega spegla sig í straumnum og gæti altaf
horft þannig á fegurð sjálfs sín.
Stundum veltist fljótið fram kolmórautt, fult
af aur og leðju, sem það reif og tætti úr giljum
og gljúfrum. Hvítfyssandi öldufaldamir hreýktu
sér eftir mætti og brotnuðu á klettunum við bakk-
ana. Líflausar greinar, blöð og sprek, sem fljótið
hafði rifið úr skóginum, þeyttist fram hjá með
ofsahraða og barðist við klettana og klappimar.
pað fór hrollur um tréð, þegar það leit slíkar
hamfarir og sá greinamar, sem höfðu orðið að
falla fyrir heljarafli fljótsins. pað óskaði þá oft,
að það stæði ögn lengra frá fljótinu, því það gat
átt sér stað, að það hrepti sömu örlög og grein-
amar líflausu. En þá hugsaði það með sér, að
ræturnar væru traustar og því engin hætta á
ferðum.
Fanflrelai A'a Fangelsi B’s
Fangi
Heimili B's Helmill A*«
Einn dag kom lítill ormur skríðandi til trésins.
Hann leit vesallega út og sýndist þrá skjól. Hann
bað tréð að lofa sér að hreiðra sig við rætur þess.
Tréð var lengi tregt til að leyfa slíkt, því það
vissi, að því gat stafað hætta af honum. En þá
lofaði ormurinn að jafna moldina fyrir rætur þess
og sjá um að þær yrðu svo sterkar og tréð fengi
svo mikla og góða næringu, að það yrði æfinlega
fegursta tréð í öllum skóginum. pegar það
heyrði þetta, lét það undan freistingunni og leyfði
orminum að hola sér niður við rætumar. pað
kendi líka í brjósti um hann, því hann var svo
dauðans aumingjalegur ásýndum. En þetta var
að eins hrekkjabragð. — Ormurinn hafði verið
sendur frá illgresi, sem hafði tekið sér bólfestu í
skóginum. pað öfundaði tréð sakir fegurðar þess
og hafði ákveðið að stytta því aldur, svo það gæti
sjálft skipað öndvegi í skóginum framvegis.
Jafnskjótt og ormurinn var búinn að gera sér
traust fylgsni, byrjaði hann að naga trésræturnar
smátt og smátt. Tréð varð ekki hættunnar vart
lengi vel, en eftir nokkurn tíma komst það að
hinum hræðilega sannleika, og sá þá loks, að nú
var orðið of seint að koma í veg fyrir hrekkja-
bragðið. pað hafði látið undan freistingu, sem
rændi það lífinu. pað fór nú óðum; að fölna og
visna og varð brátt að eins svipur hjá sjón hjá
því sem það hafði áður verið. pað iðraðist nú
mjög yfirsjónar sinnar og hugsaði til framtíðar-
innar með sárasta söknuði og brennandi kvíða.
pað mintist nú greinanna, sem það sá á fljótinu, —
greinanna, sem vom lífvana og rændar sinni
fegurð og flutu á straumnum sem fúið sprek.
Svona átti að fara fyrir því, að eins vegna þess,
að það hafði trúað orminum. pað beið nú dauðans
eins og dauðadæmdur maður, sem búinn er að
leggja höfuð sitt á höggstokkinn og bíður eftir
banahögginu.
Loks var ormurinn búinn að naga allar ræt-
urnar, nema eina taug. Hann lét það hanga á
henni, því hann var að bíða eftir að vöxtur kæmi
í fljótið, svo hinn aflmikli, ólgandi straumur gæti
barið trénu duglega við klettana í bakkanum.
Nú kom vöxtur í fljótið. pað veltist fram kol-
mórautt í hamstola jötunmóði. pá vann ormur-
inn verk sitt af kappi. Loks lauk hann við taug-
ina og tréð féll um koll ofan í æðisgenginn straum-
inn, sem barði það við klettana af alefli. Greinarn-
ar fögru og blöðin, sem enn vom eftir á því, kubb-
uðust af því og það hentist áfram með ægilegum
hraða og var rænt allri fegurðinni á leiðinni. — —
Loks fleygði straumurinn því sem dauðum
drumbi upp á sandeyri niður undir sjó.
par lá það lengi, lengi. Loks kom maður og
tók það, bar það heim í kofann sinn, sagaði það
niður og brendi því til ösku.
pannig er saga þessa ógæfusama trés, bömin
góð. Sérhverjum manni má líkja við tré, sem
gróðursett er í skógi mannlífsins. Hverju tré er
ætlað að bera blöð og blóm og fagra óvexti. En
maðurinn eyðileggur oft þá möguleika, sem hon-
um eru gefnir, svo hann verður illgresi með eitr-
uðum ávöxtum, að eins vegna þess, að hann lætur
undan freistingunum. pið eruð líka öll, bömin
góð, ofurlítil tré, sem eru gróðursett í þessum
sama skógi. — Meðan þið eruð ung, er hlúð að
ykkur á ýmsan hátt, til þess að ávextir þeir, sem
af ykkur eiga að spretta, verði sem fegurstir og
þið getið orðið sem allra fegurst tré í skóginum.
En fram undan æskunni blasir við hinn ægilegi
straumur spillingar og lasta. Hann getur stund-
um verið heillandi og laðandi, en slíkt er blekking
og tál.
Pið getið átt á hættu að falla í þennan straum,
ef þið látið nokkru sinni undan freistingunum.
Hafið það hugfast, börn, að nota vel alla mögu-
leika, sem ykkur eru gfifnir, meðan þið eruð ung,
til þess að verða að góðum og nýtum mönnum.
Látið aldrei blekkjast af fagurgala þeirra, sem eru
illa innrættir og spiltir, því þeir naga frá ykkur
allar þær rætur, sem halda ykkur á vegi þess
góða. pannig fór ormurinn með tréð. Látið al-
drei undan freistingunum og sleppið ykkur ekki
út í vondan soll, því ef þið gerið það, þá megið
þið ganga að því vísu, að þið fallið í spillingar-
strauminn, sem fram hjá æðir, og hann rænir
ykkur öllu skrauti og allri fegurð óSpiltrar æsku
og hann kastar ykkur að lokum upp á eyrar og
nes örbirgðar og auðnuleysis sem ræflum. — Guð
gefi að ekkert barn falli í spillingarstrauminn!
Sneglu-HalU.
—Æskan.
„Hvar er Sólskin búið til?“
“Hvar er Sólskin búið til?” spurði Nonni litli
pabba sinn.
“pað er búið til í Winnipeg”, svaraði hann.
“í hvaða húsi í Winnipeg?”
“í húsi sem heitir Columbia bygging.”
“Hver á það hús?”
“Nokkrir íslenzkir menn sem gefa út Lögberg.”
“Er það stórt hús?”
“Já, býsna stórt.”
“Er það eins stórt og húsið hans Andrésar i
Fagraskógi ?”