Lögberg - 05.10.1916, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.10.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER 1916. 5 Hver dagur er Purity- Flour-Dagur matreiðslu- konunnar, sem ánœgð er aðeins með bezta brauð og kökur. PURITV FtOUR "MORE BREAD AND BE.TTER BREAD’’ CANAOflí HNEST THEATR* ALLA VIKUNA SEM KEMUR °g byrjar eftir hádegi á mánudag inn 9. Okt. /aðrir leikir á Miðvdag og Laug- ardags matinees. verður sýndur hinn afar stórfeldi leikur og fagri, og Liebler- félagið kemur með, og heitir THE GARDEN OF ALLAH þar verða sýrndir Olfaldar, h'estar, Asnar og Arabar og 100 manns Sætasala byrjar föstudaginn 6. Okt. Verð: $2 til $50c. Mats. $1.50 til 50c Póstpantanir afgreiddar þegar. Vfkuna frá 16. Október WALKER. ‘fThe Garden of 'Allah” verður sýnt þar á þakklætisdaginn 9 okt. Það verður svo sýnt alla vikuna að kveldinu og síðdegis' á niiðvikudag- inn og föstudaginn. Þetta er ein- kennilegnr leikur, sjást þar alls konar eyðimerkur og frjólönd á víxl eins og í Austurlöndum. Auk ,þess er þar sýnt Austur- landalíf í öllum sínum myndum. “Hohsons Choice” er skopleikur, sem þar verður einnig sýndur, og “It Pays to Advertise”, sem er und- urfögur leiksaga. ORPHEUM. “The Mary Garden of Ragtime” verður leikinn þar á mánudaginn— Þakklætisdaginn. Leikur þar Sophie Tucker aðalhlutverkið og er mikið af látið. Hún hefir orð á sér fyrir það að vera með allra beztu leikurum; hún vann sér mikið lof í leiknum “Coun Shouting”. “Get the Fly Stuff” verður einn- ig Ieikið á Orpheum. Sömuleiðis “The Girl with the Smile” og “The Meanest Man in the World”. Yfir höfuíi er svo til alls vandað á Orpheum og svo góðir leikir, að óþarfi er að mæla með því fremar. pakkarávarp. M5g langar til í fáum orðum að minnast á dálítið, sem fyrir mig kom. í byrjun septembermánaðar. Þá lofuðu þær mér forstöðukonurn- ar í “Betel-’ að fara upp til Winni- peg til að sjá dóttur mína Elínu á- samt fleiri kunningjum. Þá stóð svo á. að hún v'ar búin að vera ein t húsi með fjögur börn á annað ár, því maður hennar er í stríðinu, og var þá orðin frásinna af sinnisveiki þegar eg kom, svo það varð að flytja hana á spítala í Selkirk, og stóð eg ]>á uppi með bömin öll ung, það elzta 12 ára en það yngsta ársgam- alt. Sökum þess skrifa eg þessar fáu línur. að mig langar til að minn- ast þeirra miklu velgjörða af ná- grannafólkinu, sem var t krittg um dóttur mína, að taka af mér þrjú börnin, því eg gat ómögulega vitað af þvi, að láta þau fara á barna- heimilið. Þau Mr. og Mrs. H. Thórólfsson tóku eitt barnið og Mr. og Mrs. Karl Goodman annað, svo tók ensk kona þar nálægt elzta barn- ið. Svo var mér boðið að koma með eitt barnið með mér ofan á gamalmennaheimilið og hafa það hjá mér ,um tíma. Þetta kærleiks- góðv'erk bið eg góðan guð að launa þessu fólki, sem tók af mér börnin, ásamt öllum, sem liðsintu mér t þegsum kringunilstæðum;, sem vlbru margir og of langt yrði að nafn- greina hér. Betel, 29. September 1916. Margrét Bergman. Nýtt fjós fýkur og mölbrotnar verður sýndur hinn neyðarlegi gam- anleikur um lífið á Englandi anleikur um lífið á Englandi HOBSON’S CHOICE 100 ára faðir hýðir 60 ára son. Halldór Sigurðsson smiður kom til Winnipeg á föstudaginn var; er hann v'ið smíðavinnu hjá herra O. Astman, Spy Hill P.O., Sask, hefir verið þar í sumar, fyrst að smíða fjós, sem kostaði um eða yfir $2,500. En þann 28. Ágúst kom þar svo mik- ið veður, að fjósið tókst í loft upp af steingrunni og var flutt til af veðrinu og þvi kastað niður í öðrum stað, þar sem það um leið brotnaði alt upp, svo varla sást óbrotin fjöl eða planki í byggingunni eftir veðr- ið. Það var nýbúið að fullgera smíðið á fjósinu þá þetta veður kom. Það var að stærð 36 fet á breidd og 76 fet á lengd og um 30 til 40 feta hátt. Þá þetta veður kom var Halldór nýbyrjaður á að smíða íveruhús hjá sama bónda, og undraði Halldór það einna mest, að húsið skyldi ekki fara lika, enda forðuðu smiðir sér niður t kjalíara undir þvi þar til veðrinu slotaði. Húsið er ákaflega dýrt og vandað, búist við að það muni kosta í það minsta um $5,000. Sami bóndi, hr. Ó. Austmann, á fjögur lönd, mest undir akri, sem alt eyðilagðist að meira eða minna leyti í nefndu of- viðri; alt hveiti eyðilagðist gersam- lega, en önnur uppskera skemdist meira og niinna. Má sjá að þetta hefir verið ómetanlegur skaði, sem þessi bóndi hefir orðið fyrir þessa litlu stund (um 5 mínúturý, sent veðrið stóð yfir. En ekki er getið um, að mikið hafi borið á Mr. Aust- man yfir öllum skaðanum; heldur liann áfrant að láta byggja hið veg- lega hús sitt, eins og ekkert hefði í skorist. — Það er gleðilegt, hversu víða sjást enn þá merkin af íslenzku stillingunni og þrautseigjunni hjá landanum hér vestra, þá eitthvað reynir á hann. A. William McCormick, 100 ára öld- ungur, mætti fyrir rétti í bænum Elizebeth í New Jersey 28. septem- ber. Sextíu ára drengur sem hanr. átti hafði kært hann fyrir ofbeldi. Gamli maðttrinn sagði að piltur- inn væri orðinn svo óþekkur að hann réði ekkert við hann. “Strákurinn lét svo illa að heim- ilisfólkið hafði engan frið”, sagði gamli maðurinn. “Hann hefir alt- af hlýtt mér þangað til nýlega. Eg tók hann því og lagði hann þvers' um yfir hné mér og hýddi hann. Honum hefir víst fundist að eg vera farinn að eldast og hefir haldið að eg væri orðmn kraftalaus, en hann veit betur hér eftir.” Æfiminning. Eins og þegar hefir verið getið um i blöðunum, andaðist að heimili sinu i Hensel-bæ í Norður Dakota, húsfreyja Halldóra Sigriður Egg- ertsdóttir Austfjörð, að kveldi þess 31. Ágúst siðastl. Banamein henn- ar var krabbamein. Halldóra sál. var fædd að Fossá á Hjarðamesi í Barðastrandasýslu þann 29. sept. árið 1866. Voru for- eldrar hennar Eggert skipstjóri Magnússon Vatnsdal (nýdáinn) og Sophía Friðriksdóttir prófasts Jóns- sonar á Stað á Reykjanesi. Foreldr- ar Eggerts föður Halldóm sálugu, voru þau Magnús Einarsson bóndi í Skáleyjum, bróðir Eyjólfs alþing- ismanns Einarssonar í Svefneyjum, af hinni alkunnu Svefneyja-ætt, og Sigríður Einarsdóttir hreppstjóra Ólafssonar, sysfir Þóru móður séra Matthíasar Jochumssonar. Halldóra sál. ólzt upp hjá for- eldrum sínum og fluttist með þeim vestur sumarið 1885. Settust þau þá að í íslenzku bygðinni í Dákota og bjuggu skamt austur af Mountain. Sumarið 1888 giftist hún Birni Jónssyni Austfjörð, frá Bkkjufellsseli í Fellum í Norður- Múlasýslu, er hingað fluttist vestur árið 1887. Byrjuðu þau búskap fyrst í Wimúpeg, en fluttust þaðan árið 1889 til hinnar svokölluðu Lögbergs nýlendu, er þá var í myndun. Dvöldu þau þar í tvö ár, en þaðan fóru þau aftur til Norður Dakota, og settust að á landi, er þau keyptu, vestur af Cavalier. Þar voru þau i sjö ár. Um þetta leyti byrjaði mikill út- flutningur úr Dákota bygðinni og fóru þá margir austur til Minne- sota, i nýbygð er þar myndaðist tmi þetta leyti, í Roseau County. Flutt- ust þau nú ]>angað vorið 1899. Voru þau þar þangað til um sumarið Halldóra Sigríður Eggertsdóttir Austfjörð. 19Ó4, að þau seldu bú sitt og fluttu til baka aftur til Dakota og reistu | verzlun í bænum Hensel, þar sem þau hafa átt heima síðan. Fimm börn hafa þau eignast ogj eru öll á lifi: Eygarð, Sophía, Jón- ina, María og Haraldur. Eru þau tvö elztu útskrifuð af kennara há- skólanum í Valley City, en hið þriðja á þar nú að eins ólokið fulln- aðarprófi. Fjóra bræður á Halldóra heitin á lífi; eru þrír búandi hér vestur í Saskatchewan, Elías bóndi að Wyn- yard; Friðrik og Þórður, verzlun- armenn í Wadena. Veikinnar, er dró hana til dauða,- kendi hún fyrst snemma í marz í vor. En hversu sem læknishjálpar var leitað, stoðaði það ekki, og að kveldi þess 31. ágúst var friðurinn fundinn. Jarðarför hennar fór fram frá heimilinu og kirkju Vídalins safn- aðar sunnudaginn 3. sept. Flutti séra Rögnv. Pétursson, frá Winni- peg, ræðu bæði heima og í kirkj- unni. Var hún jarðsett í grafreit Vidalins safnaðar. Halldóra heitin var mesta mynd- arkona i sjón, þrekmikil, gáfuð og trygg og föst í lund, eins og frænd- ur hennar fleiri. Hún var mjög frjáls í skoðunum, tryggur vinur vina og hin umhyggjusamasta móðir. Er hennar sárt saknað af börnum og eiginmanni, ættingjum og vandamönnum, bæði nær og fjær. Var útför hennar ein með þefrn fjölmennari, er haldin hefir verið í Dakota. BÚNAÐAR-SKÓUNN í Manitoba-fylki TlUNDA ÁR Tíunda ár búnaðarskólans í Manitoba byrjar 17. október fyrir þá sem próf ætla að taka og 24. október fyrir þá sem útskrifast. Nú er tíminn til þess að byrja nám. INNTÖKUSKILYRÐI NEMENDA. Peir verða að vera fullra 16 ára, hafa gott siðferði og næga þekkingu í enskri tungu til þess að skilja og meta fyrirlestra kennaranna. ÓSKAÐ EFyR NEMENDUM Skólinn er handa ungum mönnum og konum, sem innilega óska þess að fullkomna þekkingu sína yfir höfuð og sem hafa í hyggju að búa sig sérstaklega undir það að geta orðið til meiri uppbyggingar í héraði sínu. NÁMSGREINAR OG TíMI Kenslutíma 0g starfi skólans er skift niður í þrent; það er búnaðarkensla, heimilis hagsýni, og búnaðar heimakensla. Aðalatriðið er búnaðurinn og nær hann yfir þrjú vetrar tímabil, fimm mánuði hvert. pessi kensla er fyrir unga bændur, sem æskja þess að afla sér almennrar ment- unar og læra vísindalega búfræði. Heimilishagsýni er fyrir ungar stúlkur, sem læra vilja vísindalega og hagfræði- lega heimilisstjórn og heimilisstörf. par á meðal hússtjóm, matreiðslu, hjúkrun bama og sjúkra, hænsarækt o. fl. Auk þess fá þær^lmenna mentun í skólanum. Búnaðar heimakensla er falin í tilsögn heima fyrir handa þeim, sem ekki komast í burtu til náms við skólann hér. Fæði við skólann kostar $3.50 á viku og húsnæði $1.00 á viku. Skrifið tafarlaust eftir eintaki af upplýsingabók fyrir 1916—1917. par eru allar mögulegar skýrslur. Utanáskrift: The President, Manitoba Agricultural College, Winnipeg, Manitoba. Hon. Valentine Winkler Minister of Agriculture 4 sölskin “pað er miklu stærra.” “Er það helmingi stærra en húsið hans Andrésar?” “pað er að minsta kosti tíu sinnum stærra?” “Tíu sinnum stærra! er það mögulegt að það sé tíu sinnum stærra? ósköp væri gaman að koma til Winnipeg og sjá það. Fær maður að koma þangað inn, þegar maður kemur til Winnipeg?” “Já, allir sem vilja fá að koma þangað inn.” “Hefir þú komið þangað, þegar þú hefir farið til Winnipeg?” “Já, oft; langflestir Landar koma þangað inn þegar þeir eru staddir í Winnipeg.” “Fær maður að sjá hvernig sólskin er búið til, þegar maður kemur þangað?” “Já, ef maður biður um það?” “Hefir þú séð það?” “Já, oft; eg kem venjulega inn á prentsmiðj- una þegar eg er á ferðinni, því eg þekki suma prentarana þar.” “Ætli þeir lofi mér að sjá það ef eg kem þang- að þegar eg er orðinn stór?” “Já, eg er viss um að þeir lofa þér það, og það getur vel skeð að eg lofi þér að koma með mér til Winnipeg þegar þú ert orðinn 14 ára, ef þú verður þægur við hana mömmu þína þangað til, og duglegur að læra.” “Ó, það verður gaman.” sagði Nonni litli. Hann stökk til mömmu sinnar allur eitt bros og sagði að pabbi ætlaði að lofa sér að koma til Winnipeg þegar hann væri orðinn 14 ára, ef hann yrði góður þangað til; og þá fengi hann að sjá hvar Sólskin væri búið til og hvemig farið væri að því. Og Nonni litli hugsaði sér að vera altaf þægur og duglegur að læra, þangað til hann væri orðinn 14 ára. er sorglausa sólskríkju vermir og seður í frostum og snjó. Hann vemdar oss sér undir vængjum, — við vitum ei stormunum af. — Svo förum þá fagnandi og þökkum sem fuglamir alt, er hann gaf. —Æskan. (B. J.). Kusa úti á engjum unir sér að vana; dugar ekki drengjum dramblæti viö hana. Kusa, þegar kvelda fer kemur heim aS vana; mönnum gefur mjólk og smér, mér er vel við hana. STAFRÓFSVÍSUR. a á undan á, er þar b, c hjá, d á undan ð, e og é þar með. f á undan g, ætla eg að sé; i á eftir h, í og j og k. I, m, n og 0 ó og p-ið svo, q og r og s, áttu að gæta þess. t og u og ú, eftir v sér þú, og því fylgir x, altaf talan vex. y og ý er næst, eftir z fæst einnig þ og æ, ö eg síðast næ. Eins og ungar í hreiðri. Við erum sem ungar í hreiðri, en óvinir slá um oss hring, því nóg er af netum og snörum og næðingum alt í kring. Við erum sem fuglarnir fleygu og færu um bala og hól, er ekkert fær sært eða sakað, því sjálfur er Guð þeirra skjól. Til fata, til fæðu, til drykkjar sá faðirinn gefur oss nóg, Ef þið lærið allar þessar vísur, þá munið þið íslenzka stafrófið rétt. \ SÓLSKIN Barnablað Lögbergs. II. ÁR. WINNIPEG 5. ÓKTÓBER 1916 NR. 1 Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson ritstjóri Lögbergs og Sólskins. Prenturunum þótti viðeigandi að sýna andlitið á ritstjóranum, bæði vegna þess að Sólskinsblaðið er nú stækkað að mun, og svo einnig vegna þess að hann er mikill vinur ykkar bamanna. Ykkur ætti því að þykja vænt um að eiga myndina af honum í litla blaðinu sem hann ritar fyrir ykkur. J. W. M. Afmœlisdagur Sólskins. Sólskin er Ársgamalt. pegar það fæddist í fyrra var það ósköþ lítið og vissi ekki hvemig sér mundi verða tekið. Nú hefir það lifað í heilt ár og víða komið. Allir hafa tekið því vel; ekki einungis bömin heldur einnig fullorðna fólkið. pað hefir farið út um allan Winnipegbæ, út um allar bygðir fslendinga í Canada og Bandaríkjun- um og heim á ísland. Og Sólskin er víðast velkomið þar sem það hefir komið. pið sjáið að það hefir stækkað síðan í fyrra og kemur nú út í nýjum fötum á afmælis- daginn sinn. Hver veit nema það verði enn þá betur búið og fínna næsta afmælisdag. Sólskin þakkar öllum sem bezt fyrir viðtökum- ar árið sem leið. pað lofar því að verða eins skemtilegt og fróðlegt og því er mögulegt. pað vill reyna að hjálpa litlu stúlkunum og litlu pilt- unum til þess að læra íslenzku, og það vill lika hjálpa þeim til að verða góð böm. Af því Sólskin er stærra núna en það var í fyrra getur það kannske komið með fleiri bréf frá börnunum sjálfum, en það hefir gert. pað er áríðandi fyrir bömin að læra sjálf að skrifa, og helzt að gera það án þess að láta nokk- urn hjálpa sér til þess. Sum börnin hafa sent Sólskini ljómandi góð bréf árið sem leið, og það vonast til að þau haldi því áfram. Nú getið þið tekið árganginn af Sólskini, sem kominn er út, og beðið pabba ykkar að láta binda hann í bók, af því það sem út kemur héðan af er í stærra broti. Sólskin heilsar öllum Sólskinsbömum brosandi á afmælisdaginn sinn og vonast til að lifa marga afmælisdaga. Getur vel skeð að það verði sjálfstætt og sér-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.