Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 23. NOVEMBER 1916. 5 Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Meira um Útsœði. 1 vikunni sem leiíS var athygli manna dregiS að þvi alvarlega ásig- komulagi, sem nú er í sambandi viS útsæSi í mörgum héruSum Mani- tobafylkis. í þeirri grein var bent á 38. flugrit, sem ritaS var af J. H. Bridge B.S.A. jurtafræSingi viS búnaSarskólann í Manitoba. Þetta flugrit (prentaS á Ensku) verSur sent hverjum þeim sem þess æskir skriflega á Ensku. Flugrit herra Bridge er skýrt með þremur myndum, prentuSum eftir ljósmyndum. Ein myndin sýnir heilmikiS af korni, þar sem kornin eru stór og þrifleg og heil- brigS, sem hafa veriS látin frjófg- ast milli votra þerripappírsblaSa. Jafnframt þessu er sýnd önnur tegund af útsæði, sem hefir rySgaS og skrælnaS korn, en hefir veriS farið með nákvæmlega eins. A6 þvi er stóra og hdilbrigða hveitiS snertir, framleiddi svo aS segja hvert eina.sta korn sterka frjóanga. önnur myndin sýnir pott meS jurtum, sem vaxiS hafa upp af góSu, þriflegu útsæSi og annan pott með jurtum sem vaxiS hafa upp af smáu og ryðguSu útsæði. Hvort-- tveggja var látið vaxa samhliSa og alveg eins farið meS. Plöntumar frá góSa útsæSinu eru fleiri, miklu þéttari og sterkari og miklu lengra komnar áleiSis aS vaxa. ÞriSja myndin er af tveimur glaspipum; í hvorri fyrir sig eru 500 kom af hveiti. Mismunurinn á hæSinni sem hveitiS nær i gler- pípunum sý#ir mismuninn á gæð- um og stærð hveitikomanna; í annari pipunni er rySgað korn, en í hinni heilbrigt. Það sem af þessu má læra er það að jafnvel þótt korniS hafi ekki verið mjög* rySgað og þó þaS hafi náS hér um bil 60 punda vigt mælirinn, þá hafði það samt ekki getað vaxiS svo aS þaS næSi fullri stærð, og spruttu miklu færri plöntur upp af hverju korni, og hafði miklti minna plöntufóSur. ASalatriSin sem fram em tekin í flugritinu má i stuttu máli skýra þannig. 1. ÞaS að ná í hæfilegt útsæði til næsta vors er alvörumál, sem ekki má draga aS ráSa fram úr. 2. RySgaS hveiti, sem er flokk- aS sérstakt er venjulega allgott til útsæSis. 3. Þrátt fyrir það þótt þaS vaxi, þá er þaS óáreiðanlegt útsæði fyrir þá sök að plantan verður veikluð og frjófgunin fer seint fram, en það seinkar þroskun. 4. Aukin hætta á meira ryði næsta ár er ekki líkleg, jafnvel þótt ryðgað útsæSi sé notað. 5. Þvert á móti er öruggasta veernd gegn rySi aS nota sama hveiti til útsæðis, sem hefir orSiS fyrir ryðinu áSur; gott hveiti sem þannig hefir staSið af sér ryS er bezt. 6. Það væri óskynsamlegt fyr- ir bændur sem eiga gott hveiti að selja þaS alt og kaupa svo annað útsæði; væri þeim miklu betra aS nota blástursvél og skilja frá stærstu, þriflegustu og þyngstu kornin og nota þau fyrir útsæSi. 7. Vegna þess hve frjófgunin er veik þegar um rySgaS hveiti er aS ræða, ætti ekki að sá því fyr en hætta af vorfrosti er um garð gengin. 8. Blástursvélina ætti að nota þangað til hveitið sem eftir er, er aS minsta kosti þrir fjórðu af venjulegri stærð og þyngd. . 9. ÚtsæSi sem er smátt og létt ætti ekki aS sá of djúpt. 10. ÞaS er sérstaklega heppilegt aS láta reyna alt útsæSi áSur en því er sáS. 11. Búnaðardeildin reynir út- sæSishveiti fyrir bændur endur- gjaldslaust. 12. Þeir sem prufur senda til reynslu ættu að gæta þess vand- lega að fylgja þeim reglum sem gefnar eru í flugritinu. 13. BúnaSarskóladeildin hefir stofnað útsæðis skiftistöS til þess að koma bændum sem hafa gott útsæði til sölu til þess aS kynnast öðrum, sem vildu kaupa útsæði. Skýringar um sendingu á pruf- um til reynslu verSa birtar síðar. mættum viS nefnast “landar". Vita- skuld erum viS landar, samlandar þeirra sem við búum meS — en — starfsbræður þeirra aðcitts, viS eig- um aðra móður, erum af öðru for- eldri, og gagnvart okka\r foreldri höfum viS skyldur, við höfum eng- an rétt til aS fyrirlíta, vanrækja, fót- um troða, afmá minningu þeirra. Á sonurinn ekki að elska móður sína, þó hann sé heitbundinn annari konu? E gerum viS þaS ? Er alt að verða einkis virði, sem frá henni kemur? Þráum viS ekki aS heyra til hennar, heyra um hana talaS, heyra hennar eigin æfintýr? fví er erfitt' að svara með vissu, en margt bendir til, aS svo sé ekki, eða aS minsta kosti sé okkur alveg sama. Sálirnar sofna. Þær þrá ekki frekar aS heyra neitt úr annari átt, þær bara sofa, þær þrá ekkert. En er ekki þessi svefn hættulegur? Þetta athugaleysi hjá fjöldanum skaSlegt? Svari hver fyrir sig. Sem betur fer lita marg- ir svo á, að til vandræða horfi, ef ekki sé eitthv'að aöhafst—en hvaS ? Eitt af því sem teljast mætti tilraun í rétta átt var sú, er séra F. J. Berg- mann gerði meS því aS breyta út af venjulega samkomuformi er hann las upp úr sögu Kvarans. AnnaS er sú tilraun sem Good Templara stúk- urnar hafa beitt sér fyrir, eða ein- stakir menn úr félaginu, að haldnir séu alþýðufyrirlestrar af þar til fengnum færustu íslendingum sem völ er á hér í bæ og jafnvel víðar, aS þessir fyrirlestrar verSi aS minsta kosti tveir á mánuSi, og efni þeirra sé þjóölegt, mentandi og skemtilegt. ASgangur að þessum fyrirlestrum á aS verða ókeypis fyrir alla íslendinga og getur þá enginn barið því viS að hann geti ekki sótt þá af því aS þaS kosti of mikið. “Hvernig skyldu þeir verða sóttir?” hefi eg heyrt einstaka mann spyrja. ASrir hafa ekki trú á þvi, að þeir verði vel sóttir. Hvers vegna hafa þeir ekki trú á þvi? Og enn aðrir segjast svo oft hafa heyrt þessa menn tala, aS það sé ekkert gaman aS hlusta á þá enn einu sinni. ÞaS er alveg satt, hjá þeim mönn- um, sem að eins fara til að sjá og heyra manninn en ekki málefniS. Eh ekki get eg neitaS því, aS mér er for- vitni á að sjá hvernig þessir fyrirlestrar veröa sóttir. Eg trúi því ekki, aS þeir veröi illa sóttir. Eg trúi því ekki, aS viS séum allir sofn- aðir; en um fram alt ættu þeir, sem ætla að sækja fyrirlestrana, að koma á réttum tíma. ÞaS er einn þátturinn í þessu óbreytanlega samkomuformi, aS koma æfinlega hálftima seinna en tiltekiS er aS samkoman eigi aS byrja. ÞaS kemur sér ákaflega illa, fólk hefir svo fjarskalega takmarkaS þol itl aS hlusta.' Þegar sezt er i sætin, er eins og menn vakni rétt sem snöggvast og hafa menn þá ákaflega næma eftirtekt; þaS strengist hver taug og er í alspennu, en sú bið veröur stundum nokkuS löng fyrir þeim fáu, sem koma á réttum tíma, svo þegar loksins er byrjað, þá er þeirra þolinmæði þrotin, og dugar þá ekkert til aS halda þeim uppi, nema ef skemtiskráin er svo fjöl- breytt, aS menn geti skift um og hvílt skilningarvitin ti! skiftis, t.d. notaS aS eins sjónina í eitt skiftiS, en látið heyrnina og heilann hvíla sig, því því eru margir vanasti af hreyfimyndahúsunum hér í bænum. Þess vegna getur þessi áreynsla á þolinmæði fólksins veriS skaðleg, sérstaklega í ' sambandi viS fyrir- lestrana, þar sem ekkert annað fer fram. ÞaS ætti því hver aS vilja sjálfum sér svo vel, og koma allir á réttum tíma, og auðvitað koma allir, sem vilja vera íslendingar. En hvaS margir þeir verSa, svnir sig seinna. En—takist svo ótrúlega og illa til, að þessir fyrirlestrar verSi illa sóttir, þá—ja, hvaS má þá bjóSa okkur? Arni Sigurðsson. Œfisaga Benjamíns Franklins Rituð , honum sjálfum. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. (Framh.) Nú vildi svo til aS ríkisstjórinn t New York, sem Bumet hét, sonur Burnets biskups, heyrSi aS ungur maður hefSi verið farþegi á skip- tnu, er ætti fjöldamargar bækur, og vildi hann fá aS tala viS mig. Eg tór því til hans og hefSi haft Coll- ins meS mér, ef þaS hefði ekki verið fyrir þá sök að hann var olvaður. Rikisstjórinn tók mér tveim höndum; sýndi mér bókasafniS sitt, sem var afar stórt og merkilegt, og tóluSum við um ýmsar bækur og höfunda. Þetta var annar ríkis- stjórinn, sem hafSi sýnt mér þá viS- höfn að vilja tala viS tpig, og var paS meira en lítiS gleSiefni fyrir umkomulausan ungling, eins og eg var. ViS héldum nú áfram til Phila- delphia. Eg innheimti peninga Vernons á leiðinni og vildi þaS vel til, því annars hefSum við orðið i vandræðum með ferðakostnaðinn. Collins reyndi aS fá sér stöðu vib verzlun; en hvort sem það var at því að menn hafa fundiS af honum vínlykt eða vegna þess hvermg hann hegöaði sér, veit eg ekki, en honum var neitaS, hvar sem hann IeitaSi fyrir sig, þrátt fyrir það þótt hann hefði allgóé meSmæli; hélt hann því áfram að gista og snæSa á greikasöluhúsinu þar sem eg var á minn kostnað. Hann vissi að eg. hafSi þessa peninga sem eg hafði innheimt fyrir Vemon, og téikk hann þvi lán hjá mér hvað eftir annað og lofaSi aS borga það tafarlaust þegar hann fengi vinnu. Loksins hafSi hann fengið svo mikið IánaS af þessum peningum að eg varð hugsjúkur og vissi ekki hver ráð eg ætti að hafa ef skyndi- lega yrSi kallaS eftir peningunum. Collins hélt áfram aS drekka o°- áttum viS stundum í orðakasti út af því; þegar hann var viS skál var hann mjög uppstökkur. Einu sinni var það aS hann var á báti með mér og öðrum ungum mönuum á Delaware ánni og neit- aði að róa þegar röSin kom aS hon- um. “Eg læt róa með mig heim”, sagSi hann. “ViS förum ekki að róa undir þér”, svaraSi eg. “ÞiS verðiS aS gera það eða aS hýma úti á vatni í alla nótt”, svaraði hann. “Ef þú vilt þaS, þá er það velkom- íS”, sagSi eg. “ViS skulum róa.” sógSu hinir. HvaS gerir þetta til?” En vegna þess að eg var orðinn sár við hann sökum hans fyrri breytni í öðrum málum lagSi eg á móti því. Hann aftur á mðti sagðist sverja það að eg skyldi róa fyrir sig, eða hann skyldi fleygja mér útbyrSis. Kom hann þvi næst til min skjögr- andi og ætlaSi aS berja mig, en eg tók meS annari hendi í öxlina á honum og hinni i buxnaskálmina og henti honum á höfuSið út í ána. Eg vissi að hann var syndur eins og selur og var eg því ekkert hrædd- ur um hann; en áSur en hann gæti náð í bátinn, höfSum við kipt hon- um áfram með fáeinum áratogum,; svo hann náði honum ekki. Og í, hyert skifti sem hann kom rétt aS J bátnum spurSum við hann hvort' hann vildi vinna þaS til aS róa, ef viS tækjum hann innbyrSis og rér- um altaf dálitiS á undan honum í hvert skifti. Hann var svo afskap- lega reiSur að hann kvaðst fyr láta okkur drepa sig, en að láta undan. Þegar viS sáum það aS hann var farinn að þreytast, kiptum við hon- um innbyrðis og fluttum hann í land rennandi blautan. ViS töluS- um varla saman orS eftir þetta. Dominion. “The Parson of Panamint” verð- ur lleikiS þar næstu viku, mánudag, þriðjudag og miðvikudag. ÞaS er skopleikur svo snildar- legur að hann hefði vel getaS veriS skrifaSur af Mark Twain. “Each Pearl a Tear” er áhrifa- mikill leikur, sem þar verður síðari part vikunnar. Þar leikur kona sem sérlega mikið orS hefir á sér fyrir leiklist. Er þessi íeikur und- ur fagur og hrífandi; siSbætandi og kenningaríkur. WINNIPEG. “Rebecca of Sunnybrook Farm”, hinn frægi leikur, sem sameinar svo meistaralega sorg og skop, og sýnir mannlegar tilfinningar í öll- um myndum verSur leikinn þar alla næstu viku. SíSdegis leikur þriðjudag, fimtu- dag og laugardag. timbur, fjalviður af öllum ^yjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir stnkaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetranns. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. “— — Límited —------------—---- HENRY AVE. EAST , . WINNIPEÍÍ Þessi leikur er sérlega einkenni- legur. Þar eru mörg böm og fyr- ir þeim er Rebecca hin berfætta. Kenningar leiksins eru heilbrigð- ar og skemtunin hin bezta sem hann veitir. Orpheum. “The Age of Reason” er ein- hver mesti gleðileikur, sem sýndur hefir veriS • Iengi. Hann verður leikinn á Orpheum næstu viku. Þar er sú spriklandi gleSi að enginn getur varist hlátri annars vegar, en svo djúp alvara hins vegar aS fátt kemst lengra. Til þessa leiks hef- ir veriS vandaS og ekkert sparað; eru þar beztu leikhæfileikar sem völ var á, enda nafnfrægir menn og konur fyrir list sína. TROLL STERK Hið mikla meistaraverk GALLOWAY’S „SEX“ pesar þú kaupir hestafl, þá vertu vlss um að þú fálr það. þessi afar- sterka “Sex” Galloway grasoltn vél heflr heljarafl tll vlnnu. það er ábyrgst að hún framleiði fleiri hest- öfl en hún er skr&sett fyrir, og hún er send hvert sem vera vili til reynslu I 30 daga. Kauptu ekki hlnar létut vélar sem skrásettar eru fyrir fleiri hestöflum en Þær hafa. sem nú fylla markaðinn fyrir látt verð. Galloway vélin er alstaðar viðurkend sem sú er megi ttl fyrirmyndar í vislnda- samsetningu og beita vel tii allrar bændavinnu. Yfir 20.000 ánægðir bændur, sem keypt hafa Galloways vélina, rita þetta. SÉRSTÖK ATRIF)!: Herkules sivalnings höfuð, löng sveif, ágætur aflvaki, sparsamur brennari, engin ofhitun, full- kominn olíuáburður, endurbættur eldsneytisgjafi og mikill eldiviðarsparnaður.—Stærð til hvers - sem er frá 1% hest- afii til 16 hestafla, og allar seldár þannig að reyna megi ókeypis t 30 daga með 5 ára ábyrgð. ÓKKYPIS BÆKLINGDR segir alt um Galloways vélina, hvernig hún er búin til, seinasta verðskrá og söluskilmál- ar. Sömuleiðis eru þar prentaðar mikilsverðar upplýs- ingar um alt er búnaði heyrir til, um áhöld og verkfærl fyrir lægra verð en dæmi séu tll: föt handa mönnum, kon- um og börnum, skör, stfgvél. vetlingar o. s. frv. Skrifið eftir verðltstahum t dag. HANN KOSTAR EKKERT. The William Gilloway Company hafa legrl of Canada Limited Del d 29 WINNIPEO, MIN. V 4 S ó Ii S K I N umar eru margvíslegar og menn byggja og margvís- lega vita á mannlífshafinu sér til varnar gegn hættun- um, en því miSur eru þeir vitar ekki allir með nógu skíru ljósi. Sumir g'efa jafnvel af sér birtu, sem kalla mætti villuljós, þó þau séu jafnvel björt en töfrageisl- ar þeirra oft villandi fyrir hina ungu. ÞaS er aS eins ein leiS hættulaus fyrir ykkur börn, og eitt ljós sem ávalt skin fagurt, sem getur lýst ykkur hina réttu leið yfir mannlifshafiS; það er frelsari ykkar Jesús Krist- ur. Hann einn getur gefið ykkur blessaS sólskin alla leiðina, og meS hans leiðsögn verSur sólskinið bjartara og fegurra eftir því 9em lengra á leið er komið, svo framarlega sem þiS viljiS þiggja hans leiSsögn. ÞiS þurfiS aS læra það að skilja í tíma, að hann einn getur og er ávalt reiðubúinn til aS gefa hina einu óskeikulu leiSsögn yfir mannlífshafið. Hann kom til okkar mannanna til aS beina okkur þessa leið; leiSina sem liggur til lífsins og sælunnar, og hann er enn að laða öll börn til sín, og vill láta þau verða í sannleika sól- skinsbörn. Og einnjg til hinna, sem ekki hafa fundið hann kallar hann ennþá, komiS! — komið til mín! Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Nú er tíminn enn á ný að færa okkur nærri ljósahátíSinni, sem þiS cign- uSust fyrir þaB að Jesús fæddist. — Jólin eru að nálg- ast með hverjum degi, og öll börn hlakka til jólanna; öll börn sem búin eru að lifa það að þeim hafi verið sagt hvernig á jólunum stendur, og hvaSa þýðingu að ljósa- og barnahátíðin (því svo má með sanni kalla blessuð jólin) hefir fyrir alt mannkyniS, en í sannleika þó einkum fyrir þá, sem tileinka sér frelsunarkraftinn sem Jesús gefur þeim sem þiggja vilja. Sólskinsbörn! Látið ykkur vera ant um að láta Jesús lýsa ykkur alla leið á lífsleiðinni, þá verðið þiS sannarlega sólskins böm. Og svo að endingu vil eg segja ykkur af göml- um manni heima á ættjörSu okkar, íslandi. Hann var svo lánsamur að geta eignast lifandi trú í sálu sinni á mannkyns frelsarann. ,Til þess aS gera ykkur skilj- anlegra hvað þaS hefir stóra þýSingu fyrir líf okkar að missa ekki af frelsunarkrafti hans, og svo þig getið skilið það að jafnvel eftir lífið hér, og fegurS lifsins hin sýnilega hverfur sjónum ykkar, þá samt getið þið lifaS með sólskin í sálu ykkar, þetta getur Jesú einn veitt ykkur. Þessi gamli maður lifSi blindur siðustu ár æfi sinnar, en Jesús gaf honum ljós sem lýsti upp sálu hans, sem þið getiS séð á eftirfarandi hendingum, sem þessi gamli maður lét birtast gleSina og birtuna í, sem uppljómaði sálu hans eftir að hann var orðinn blindur: Vér lofum þig drottinn, vom lífskraft og skjól; vér lofum þig drottinn, fyr þessi og öll jól og barnið algóða, þér gjöldum vér þökk, þig göfga í ljóði vor bamshjörtu klökk. Ó, gleS þú öll börnin, ver ljós þeirra og líf, og líknarsöm vöm, þegar aS sækir kíf; þeim forða við syndum, og fári og neyð, og freistandi myndum, sem verða á leiS. Þú guSlega barniS, sem gefiS oss varst, þú guölega bamiS, er enga synd barst, þú guðlega bam, sem öll græða kant sár, þú guSlega bamiS, dvel hjá oss hvert ár. Þótt ljósin ei sjái’ eg, af ljósi eg veit, það ljós er eg þrái í sælunnar reit, þá sól er ei breytist né byrgja nein ský, hvar blessun mér veitist og gleðikjör ný. í ANDA UNGMENNA 1 tilefni af heimhvarfi séra Fr. FriSrikssonar haustið 1916. Enn skyggir, að vanda, því skamdegið er með skelfing og vetur, á ferðum; og ungmenna-vinurinn frá okkur fer, nú fyrir það sorgbitin verðum. pað bætir nepju og harðinda hríð, að hjá oss í sálum er forði; —með andagift sinni á samverutíð hann sáði þar kristindóms orði. Já, vinur vor Friðrik Friðriksson, þér fanst okkur dýrmætt að kynnast, nú geymd skal í hjörtum sú gleðjandi von, að guð lofi’ oss aftur að finnast. G. H. Hjaltalín. pessi erindi voru ort þegar séra Friðrik fór héðan,. en gleymst hefir að birta þau þangað til nú.—Ritsj. Svon« er «tl«8t tll «» nýl« flitilhútlS og siómannahalia verOI Sjómannahælið á Islandi f I SÓLSKIN Barnablað Lögbergs. II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 23. NOVEMBER 1916 NR. 8 Blessuð Jólin. Þetta er prentað núna, svo bömin úti á landinu hafi nógan tíma til aS læra það og syngja á jólunum. pau flytja mannheimi friðarmál :|: blessuð jólin :|: þau gleðja brosandi bamsins sál :|: blessuð jólin :j: þau gera alt eins og ungt og nýtt og allra heimkynni bjart og hlýtt :|: blessuð jólin :|: Og sánkti Kláus þau senda mér :|: blessuð jólin :|: með fult af öllu sem fallegt er :|: blessuð jólin :|: og gjöfum sínum til sérhvers manns ég sé þau lauma í pokann hans :|: blessuð jólin :|: pau senda ljómandi ljósatré :|: blessuð jólin :|: þau signa fólkið þó fátækt sé :j: blessuð jólin :|: þau draga flöggin í fulla stöng og fylla húsin með dýrðarsöng :|: blessuð jólin :j: Og gamla fólkið með fögnuð sinn, :|: blessuð jólin :|: þau láta yngjast í annað sinn :|: blessuð jólin :|: pau hvísla guðsrödd í huga manns um helga talþræði kærleikans :|: blessuð jólin :j: pau snerta græðandi sérhvert sár :|: blessuð jólin :[: þau gefa bros fyrir böl og tár :|: blessuð jólin :|: þau skapa voninni vængi og flug, þau veita geislum í dapran hug :|: blessuð jólin :j: J?au bera áhrif í ókunn lönd :|: blessuð jólin :j: og hlýjar óskir að hverri strönd :|: blessuð jólin :|: þau finna bústað hvers fjarlægs manns og flytja kveðju frá vinum hans :|: blessuð jólin :|: pau syngja frið inn í sálu manns :|: blessuð jólin :|: og skapa sólskin úr sorgum hans :j: blessuð jólin :j: þau flytja heimilum helgan vörð og himnaríki á vora jörð :|: blessuð jólin :|: pau færa barninu bros og gjöf :|: blessuð jólin :|: þau signa hljóðlega hverja gröf :|: blessuð jólin :j: þann sannleik flytja til sérhvers manns að sérhver annar er bróðir hans :|: blessuð jólin :|: pau rata sjálf inn í sérhvert hús :|: blessuð jólin :|: þau koma alstaðar frjáls og fús :|: blessuð jólin :j: pau koma helzt inn í hjarta manns sem hlýja ylgeislar kærleikans :|: blessuð jólin :|: pví bjóða velkomin bömin öll :|: blessuð jólin :j: þau komi jafnt inn í hreysi og höll :|: blessuð jólin :|: Frá jörð til himins þau byggi brú úr blessun, kærleika, von og trú :j: blessuð jólin :|: Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.