Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NOVEMBER 1916. Heilbrigði. Fæða handa berklaveiku fólki. Þótt allir þeir sem berklaveikir eru ættu helzt aS vera á hæli, þá er langt frá aS svo sé eSa að því verSi viö komiS undir núverandi kringumstæSum. Til þess eru margar orsakir aS berklaveikt fólk er heima, og er þaS þvi mikils vert aS alt mögulegt sé til þess gert aS styrkja heilsu þess aftur. Eitt aS- alatriSiS þegar um berklaveikt fólk er aS ræSa, er þaS aS fæSan sé sniSin eftir þörfum hins sjúka. Hér skal birt ræSa sem flutt var á læknaþingi af Joseph Eichberg lækni i Cincinnati i Ohio og er hún prentuS í riti sem heitir “varnir 'gegn berklaveiki og lækning henn- ar.” RæSan er þannig: “HvaS sé hæfileg og heppileg fæSa fyrir berklaveikt fólk, er auS- vitaS fyrir lækni aS skera úr i hverju einstöku tilfelli; en þaS sem hér segir mætti þó verSa alþýSu manna aS nokkru liSi. Dr. Laurence F. Flick formaSur Chipps stofnunarinnar segir: “Nú- tíSar lækning eftir vísindalegum reglum, þeear um berklaveiki er aS ræSa, innibindur í sér skynsamlega valdar fæSutegundir, reglubundn- ar og hæfilegar útiverur; skynsam- legar likamsþreyfingar og þau meS- ul sem hjálpa til þess aS hin veikl- uSu liffæri geti unniS störf sin. FæSan verSur aS vera þannig valin og i þeim hlutföllum aS hún veiti sem mesta næringu, jafnframt þvi sem hún krefjist sem minstrar á- reynslu liffæranna viS framleiSslu næringarinnar. ÞaS er þvi ekki einungis næringargildi fæSunnar, sem hafa þarf í hyggju, heldur bæSi næringargildi hennar og þaS aS liffærin eigi auSvelt meS aS breyta henni í likariísefni. ÞaS er vafalaust aS mjólk er sú fæSuteg- und, sem veitir mesta næringu meS minstri fyrirhöfn. Næst mjólkinni eru egg. þá nautakjöt og sauSakjöt og siSan ýmsir jarSarávextir. 1 kjöti er mikiS af næringarefni. en til þess þarf mikla fvrirhöfn aS breyta því í likamsefni og þess vegna ætti þess ekki aS vera neytt oftar en einu sinni á dag. Fyrir flest berklaveikt fólk er sú fæSa bezt sem nálægt er því, sem hér segir: ein máltíS á dag af nær- ingarmikilli fæSu og þrjár merkur (quarts) af mjólk og sex hrá egg á dag. Alls konar ávexti má leyfa þess utan og sumra ávexti ætti aS neyta daglega. Ýmsar tegundir hneta sem eru auSmeltar má einnig leyfa og er þaS góSur siSur aS Iáta sjúklingana hafa dálítiS af þeim, þegar þá langar í þær, sökum þess aS viS þær þarf talsvert aS beita tyggingarfærunum. Enga fæSu ætti aS viShafa sem einuneis er til þess aS örva matarlystinu; og umfram alt ætti aS forSast sætindi. Mjólk og egg má gefa á tveggja klukkustunda fresti, en hvorki ætti aS láta neyta mjólkur né eggja i 2—3 stundir á undan næringarmik- illi máltíS. né heldur í jafn’angan tíma á eftir. Altaf þarf að fara eftir læknisráSi meS þaS hve oft og hve mikiS skuli leyft af fæSu handa hverjum einstökum sjúklingi, og þess verSur aS gæta stranglega aS hinn sjúki neyti alls þess er læknir- inn fyrirskipaSi, hvort sem hann hefir verulega lyst á því eða ekki. Þegar sjúklingar eru fullvissaðir um aS þeir geti neytt ákveðins hluta af vissri fæðutegund og aS það sé þeim fyrir beztu, jafnvel þótt þá bjóði viS því, þá neyta þeir þess og telja þaS sjálfsagt, alveg eins og þeir taka bragðslæmt meðal: en ef þvi er aftur á móti ekki haldið aS j>eim og þeir hafa fyrir fram þá sannfæringu aS þeir hafi ekki lyst á þessu eSa hinu, þá afsegja þeir aS neyta þess. Gildi feitra fæðuteg- unda, svo sem olíu, feits kjöts, smjörs o. s. frv. til þess að varna berklave'ki er talið mikið af strnium læknum, t. d. Dr. A. N. Bell frá Brooklyn í New York í ágætri ræðu er hann flutti á alþjóSafundi um berklaveiki, sem haldinn var í St. Louis 3. október 1914. Hann tekur greinilega fram bann sann- leika að heilsa og hæfileg næring veiti mótstöðu gegn berklaveiki. en lasleiki og næringarskortur bjóða veikinni heim. Og til þess að styrkja staðhæfingu sína um það að fita væri sóttvamandi í þessu tilliti. bendir hann á sögu ýmsra þióðflokka sem hafa verið hraustir eða tæringarveikir í beinu hlutfalli við þaS hvort þeir höfðu fitu til fæðu eða ekki. Það er kunnusra en frá þurfi að segia að Indiánar í NorSur Ame- ríku, sem lifðu svo aS segia ein- göngu á dvrum er þeir veiddu, áð- ur en hvíti kynflokkurinn kom og brevtti fæðunni. voru annálaðir fvr- ir heilsu og hraustleika, en síðan takmörk voru sett við veiðum beirra og hin svo kallaða menning brevtti fæðunni hafa þeir taoað heilsnnni og er nú tæring algeng meðal þeirra. Sama er að segja um íbúana í Nýia Sjálandi; þeir hafa orðið berklaveikir siðan þeir fenvu kartöfb'r i staðinn fvrir feitt kjöt; sem aðalfæðu. Dr. Bell segir með- al annars: "MótstaSa líkamans oeen tær- ingu er í flestum tilfellum, eÞir minni skoðtm, undir því komin hversu mikillar fitu menn nevta. Skoðun mín í þessu efni stySst mjög við þá reynslu sem eg hefi haft til þess að athuga tæringu meðal einstaMinga, heimila oe stofnana: hefir veikin bar verið talsvert í hlutföllnm við þaS, hversu mikils neytt var af fitu. Glögeasta dæmið um þetta eru Svertingjamir í Ameríku, og hefi eg ávalt haft þaS í huga síSan eg fvrst byriaði á læknineum. Eg byrjaði læknjsstörf meðal þeirra meðan þeir voru þrælar og voru látnir hafa nóg af svínákiöti oe annari fitu; var það ýmislega til- reitt og blandað alls konar annari fæðu. Fengu þeir feitt kjöt að minsta kosti í ana máltíS á dag. Þeir voru tiltölulega fáir tæring- arveikir. Og betta byggist ekki ein- ungis á minni reynslu, heldur ber öllum athugulum læknum saman um það, sem tækifæri hafa haft til að veita því eftirtekt. ÞaS er með öllu óþarft aS bera saman heilsu þeirra nú og þá, síSan matartilbún- ingur breyttist og fæSutegundirnar urðu aSrar; sú breyting er öllum kunn. Þeir hafa tapað svinakjöt- inu og engin önnur fitutegund hefir komiS í þess staS, og afleiðingarn- ar urðu þær að tæring er nú tvisvar sinnum tíðari meSal þeirra, eða vel það. Sama er að segja um smærri hópa, heimili og einstaklinga. Tær- ing er tíöust meðal þeirra sem minst neyta af fitutegundum, svo sem steikts svínakjöts, (bacons) og smjörs; nefni eg þessar tvær fitu- tegundir sökum þess að þær eru auðmeltari en flestar aðrar, þótt einnig megi mæla meS fleirum. Allir hafa sannfærst um þaS um síðir, þótt oft hafi verið um seinan, að þorskalvsi er gott fvrir tærine- arveikt fólk; en fáir virðast hafa skilið það aS fæða sem er sama eöl- is og þorskalýsi, og hæfileg til borðhalds, ver tæringu. Eftir alla mína sextíu ára revnslu sem læknir. hefi eg aldrei vitað til þess að fiölskylda né einsfaklingur sem hafði nóg smér eða svinakjöt í uppvexti hafi fengiS tærineu. Þess- ar fæðutegnndir bvgeja unn líkam- ann og veita honum mótstöðu gegn tæringu.” Þetta ber alveg saman við grein Dr. Eichbergs', bar sem hann ritar nm fæðutegundir og læknineu tær- ingarveikra í óhentugu loftslagi. Úr bygðum Islend- inga. Vatnabygðir. Þessar fréttir segir Wynyard Advance 16. nóvember: Tohn Scyrup og Tngibiörg kona hans lögöu af stað vestur til Calgary fvrra sunnudag, þar sem framtíðarbústaður þeirra verður John er systursonur H. T- Halldórs sonar kaupmanns í Wvnvard, en Tngibjörg er dóttir þeirra Ingi- mundar Eiríkssonar í Foam Lake bygð og konu hans Steinunnar. Uppboð er haldið að Leslie 18. þ. m. á allri búslóð Péturs Anderson- ar bónda þar. sem nú hefir flutt til Winnipev alfarinn. Tónas Evjólfsson Ivfjasali sem hefir verið umboðsmaSur talsímans hefir sagt af sér þeim starfa, en i hans stað hefir tekið við John Johnson stjúpsonur Dr. Jakobsson- ar. Þar er*nú kominn bæði hér- aðssími og firðsimi oe á að vera, starfandi nótt og dag. Mrs. Fannie Jacobs, sem rekiö hefir klæðasaum að Wvnyard um nokkur ár að undanförnu er nú flutt til Sasikatoon. MaSur hennar var farinn þangað löngu áður og hafa þau sezt þar aS. Mrs. Dr. Jakobson fylgdi henni til Saska- toon. R. A. Westdal fór til Winnipeg snöggva ferS vikuna sem leiS. Miss Bertha Samson sem kent1 hefir á Harvard skólanum í Vatna- VÉR KENNUM GREGG Hraðritun SUCCESS VÉR KENNUM PITMAN Hraðritun BUSINESS COLLEGE Limited HORNI PORTAGE OÖ EDMOMON ST. WINNIPEG, - MANITOBA ÚTIBUS-SKOLAR frá hafi til hafs TÆKIFÆRI pað er mikil eftirsókn eftir nemendum, sem út- skrifast af skóla vorum. — Hundruð bókhaldara, hraðritara, skrifara og búðarmanna er þörf fyr- ir. Búið yður undir þau störf. Verið tilbúin að nota tækifærin, er þau berja á dyr hjá yður. Látið nám koma yður á hillu hagnaðar. Ef þér gerið það, munu ekki að eins þér, heldur foreldr- ar og vinir njóta góðs af. — The Success College getur leitt yður á þann veg. Skrifist í skólann nú þegar. YFIRBURÐIR Beztu meðmæli eru með- mæli fjöldans. Hinn ár- legi nemendafjöldi í Suc- cess skóla fer langt fram yfir alla aðra verzl- unarskóla í Winnipeg til samans. Kensla vor er bygð á háum hugmynd- um og nýjustu aðferð- um. ódýrir prívatskólar eru dýrastir að lokum. Hjá oss eru námsgreinar kendar af hæfustu kenn- urum og skólastofur og áhöld eru hin beztu. — Lærið á Success skólan- um. Sá skóli hefir lifað nafn sitt. Success verð- ur fremst í flokki. SUCCESS-NKMANDI HEJjDUR IIAMARKI I VJELRITUN INNRITIST HVENÆR SEM ER Skrifið eftir bæklingi SUCCESS BUSINESS COLLEGE Limited F. G. Garbutt, Pres. D. F. Ferguson, Prin. bygðinni er nýfarin suður til Edin- borg. Miss Soffia Magnússon frá Kandahar fór með henni þangaö snöggva ferð. Jakob Lindal í Wynyard hefir fengið bréf frá herforingja þeim er stýrði deild þeirri er Jakob sonur hans var í þegar hann féll. Her- foringinn heitir O. C. Harper; læt- ur hann í ljósi djúpa hluttekningu og kveSur Jakob hafa verið hug- rakkan og dugand? hermann. Segir hann aS hann hafi fallið oe dáiS á augabragði, en ekkert kvalist. Argyle. Baldur Gazette getur þess aS Baldurbúar sem af islenzku bergi séu brotnir ætli að vinna ötullega í vetur að lestrarfélagi sínu. HafSi fundur veriS haldinn fyrra föstu- dag heima hjá Mr. ísberg til þess að ræSa um félagiö. Þár er einnig frá því sagt að Christian Frederickson og Mary Margrét Bannerman frá Wighton hafi veriö gefin saman i hjónaband nýlega. Nafniö á brúðgumanum bendir til þess aS hann muni vera islenzkur. Sama blaö getur þess að þau Christian Sveinsson frá Glenboro og Olava Oddson frá Baldur hafi verið gefin safnan í hjónaband 3 nóvember. Fóru ungu brúöbjónin til Winnipeg eftir hjónavígsluna og ætla síSan vestur til Seattle og setjast þar að. Moose River. Þann 7. október síðastliðinn and- aöist aS heimili Bergs Magnús- sonar bónda við Moose River, ekkjan Þorbjörg Jónsdóttir 93 ára gömul, banamein hennar var elli- lasleiki. Þorbjörg var fædd á Mælfells- seli í Lítingsstaðahreppi í Skaga- ÞAÐ BORGAR SIG EKKI að kaupa lélegar vörur til heimanotkunar, hversu lítil- fjörlegur sem hluturinn er. Það er með eldspýtur eins og með alt annað að það borgar sig að kaupa það bezta. EDDY’S “SILENT PARLOR” spara þér tíma og éþæsindi, því auðveldlega kvikrar á þeim, þær eru bættulausar. áieiðanlegar cg hljéð- lausar. Biðjið altaf um “ELDVS“ fjarðarsýslu 1. júlí 1823. Voru for- eldrar hennar Jón Bryniólfsson og kona hans Anna Jónsdóttir, þá bú- andi á Seli. Ólst Þorbjörg upp með þeim þar til hún var 18 ára gömul. Misti hún þá báða for- eldra sína á hinunysömu misserum. Fór Þorbjörg þa vistferlum til séra Jóns sem þá var prestur að Mælifelli, dvaldi hún hjá honum um hríð, og svo á ýmsum stöSurp þar um sveitir, unz hún fluttist út á Höfðaströnd; giftist hún þar Ólafi Davíðssyni Jónssonar á Vestrahóli i Fljótum. Óláfur var svstursonur Gísla Konráðssonar sagnfræöings. Misti Þorbjörg þennan mann sinn eftir stutta samveru, var hún svo með tengdaforeUrum sínum um hríð. Frá þeim fór Þorbjörg vest- ur í Ólafsfjörð, giftist hún þar í annaö sinn Magnúsi bónda Magn- ússvni í Kólfárkoti í Þóroddstaða- hreppi, sem þá var ekkjumaður. Bjuggu þau Magnús og Þorbjörg þar um t6 ára skeið. Þaðan fluttu þau hjón til Ameríku árið 1883, hún með þiemur börnum sinum, er hún átti er Magnis fékk hennar, Lárusi sein nú er bóndi í Saskat- chewan í Canad'.; Elizabet, fluttist ves‘ur til Kvrrahafsstrandar, nú dáin, og Tngiríöi. gift enskum manni við Glenora pósthús í Manitoba. Þau Magnús og Þorbjörg dvöldu um nokkur ár í Pembina- héraði, færðu þaöan búnaS sinn vestur til Möuse River árið 1898 með Bergi syni Magnúsar af fyrra hiónabandi, með honum eyddu hin öldruðu hjón efstu árum ýnum. Magnús an^aðist í hárri elli árið 1903. Eftir þaS liföi Þorbjörg með Bergi og Pálínu konu hans, sem önnuðust hana sem móSur sína. Gerðu þau hjón alt sem í þeirra valdi stóð, til að gera hinni háöldr- uðu konu ellina sem léttbærasta. meS stakri umhvggjusemi og rækt- arsemi fyrir velliöan hennar. Þorbjörg var á yngri árum kiark- kona hin mesta og tápmikil, greind v^r hún og fröö um margt, kunni hún frá mörgu aö se^a frá yngr; árum sínum. Vár það hennar mesta vndi að rifja upp endurminningar frá gamallri tíð, hÖföu hinir yngri oft skemtun af viðræðum við hina gömlu og fróðu konu. En því mót- læti varS Þorbjörg fyrir aS missa sjonina. Sat hún því um tólf hin efstu ár æfi sinnar i .myrkri, en hélf ráði og óskertri skynsemi til hins s'ðasta. HiS andlega ljós lýsti henni og því trúði hún sjálf að inn- an skamms mundi birta. Jarðar- för hennar, fór fram í grafreit Melankton safnaðar að viSstöddu flestu fó’ki bygöarinnar. Séra Hans Thorgrímsson jós hina látnu konu moldum. KENNARA VANTAR fyrir Minerva skóla rir. 1045 frá f'Tsta jan. 1917 til fvrsta maí 1917. Mentastig annars' eða þriðia stigs próf. Umsækiandi tiltaki kaup sem óskaS er eftir og æfingu. Til- boSum veitt móttaka af undirrituð- um til 15. desember 1916. /. G. Christie, Sec.-Treas. Gimli, Man. 2 8 A T, R K I N 8 8 K I N “Sigur lífsins/’ Jólahugleiðingar til Sólskinsbarnanna íslenzku. EFTIR G. P. THORDARSON. Kæru Sólskins börn! — Mig langar til að mega leggja orð í belg með þeim sem telciS hafa aS sér það vandasama starf að leiðbeina ýkkur að leiöinni, og koma ykkur á leiðina scm liggur að sólskini lífsins. Já, það er vandasamt starf, en fagurt starf, og ósköp megiö þið, kæru Sólskinsböm, vera þakklát hverju því tækifæri sem ykkur gefst til aö fá góða og holla leiö- sögn annara, hinna fullorðnu á þessa leiö. E'kki tek eg mér penna í hönd til þess aö sýna neina yfirburði annara í þessum efnum, en aöal orsökin til þess að hjá mér hefir vaknað löngun til aS taka — aS sjálfsögðu ófullkominn þ^tt í því að kasta fáeinum steinum úr þessum, svo oft ill færa vegi, er sú, að mér hefir fundist þetta vanta helzt til of mikið enn sem komið er í margt það, að öSru leyti fagra og skemti- lega, sem þið hafið fengið til lesturs í blaðinu ykkar “Sólskini” síðan þaö byrjaöi að koma út. Mér hefir fundist. að blaðið ykkar ætti — aS minsta kosti endr- um og sinnum, að gefa ykkur aðvörunar leiöbeiningar, um leiö og þaS vill gefa ykkur’skemtandi og fræSandi umhugsunar efni til lesturs. örðugleikamir eru svo margir og margvíslegir fyrir hendi hjá allflestum — já, öllum börnum nútímans, til þess aS þau geti orðið í strangasta skilningi Sólskins börn, og mig langar til að mega þvi í þetta sinn leggja fram fáeinar bending- ar, eða öllu heldur tala viS ykkur um eitt stórt atriði í sambandi viB aövörunar leiðbeiningar, sem eg er viss um að þið viljið taka með þökkum, ef þær eru bygöar á heiIbrigSri hugsun, frá hverjum sem þær koma. En þaS er svo undur nauðsynlegt að foreldri og aðs-tand- endur ykkar fyrst og fremst, sjái svo um að þiS börn getið fengið full not af þessu einkar viðeigandi og kostnaðarlitla tækifæri sem ykkur gefst, með því aS láta ykkur vera ant um aS læra þjóStungu okkar ís- lendinga, og hvetja ykkur, og sýna ykkur fram á, hvað þetta litla barnablað ykkar getur gert fyrir ykkur meS því aS leggja rækt viS þaö, fyrst meS því að lesa það, og svo hin stálpuSu meS því aö senda því smá greiriar, um, eða út af því efni sem þau lesa í því, í það og það skiftið; og gæti þannig komist á nokkurs konar samtal milli þeirra og mannsins sem umsjón hefir mpð blaðinu. Og í annan stað myndi það glæöa hjá ykkur löngun og þrá með vaxandi þroska til að skilja og lifa ykkur inn í hin ýmsu mál og viöburði, sem þið læsuð um og heyrðuS aöra tala um — mál og viðburöi sem Islandi og Islendingum tilheyrSi eingöngu, um leiS og þið æfSust í því að lesa og rita þjþðmálið ís- lenzka, sem öllum okkur hinum eldri aö minsta kosti, og þvi foreldrum ykkar, þykir svo undur vænt um. Hvert það islenzkt foreldri sem léti sér ant um að hlúa að þvi, viS börnin sin, að þetta mætti takast. myndi skapa sjálfu sér meiri ánægju en þau í fljótu bili, eða þeim nú dettur i hug í hverju liggur; en sem kæmi fram í því að sjá einhvern vel gefinn drenginn sinn geta lesiS og talað móöurmál sitt hreint og óbjagaS, kannske löngum tima áöur en sá unglingur væri búinn aS ganga í gegn um hinn andlega menta- skóla landsins, sem á að verða hans framtíöar fóstur- jörð. Ánægian yröi sameign bæöi foreldra og bðms- ins, sem þanni^ fyrir aðstoS föður eða móöur varð til þess', að barnið fann siðar meir, gimsteinana mörgu sem móSurmáliö íslenzka hefir að geyma, bæöi meS til- liti til islenzku bókmentanna; og svo hitt, aS það eitt út af fyrir sig að læra málið, er í sjálfu sér ein stór mentagrein. — Þið íslenzku böm, þurfið aö skilja það, um leið og þið eruö að mentast, hvort heldur er á ís- lenzka eða hérlenda visu, aS ykkur er, og á að vera, heiður að því að þið eruð af islenzkum foreldrum komin. Það þarf að láta ykkur skilja það að þið eruð ef til vill betur gefin andlega og líkamlega, fvrir þaS að þið eruð af íslenzku bergi brotin. Þið megið ekki undir neinum kringumstæðum láta þá hugsun vakna h’á vkk"r að þið séuð ekki að ö'lu levti hæf, og útbúin frá AlföSursins hendi meS eins góöum andlegum og likamlegum hæfileikum eins og annara þjóöa börn, sem eru með ykkur á skólabekkjunum. Það mætti miklu heldur vakna hjá ykkur eftirtekt á því, að það er, aS minsta kosti nú orðið, aS íslendingar eru komn- ir á þaS stig i augum samborgara sinna hér, aS þaS er 'heldur litið upp til þeirra, en niður, í mörgu tilliti. Frá þessu sjónarmiði skoöað, hvort er þá líklegra að Islendingurinn sem hér á að lifa og starfa i hinum margvíslegu hérlendu mentastöðum, og í samkepninni viS annara þjóða samborgara sina, hljóti meiri heiður og virSingu hjá þeim, íslendingurinn sem kann móður- mál sitt, og getur talað um þaö við mentafróða vini og kunningja sína, um leið og hann getur talaS viS þá um hina fornu frægS forn íslendinga; eða hinn íslend- ingurinn, sem litið eða ekkert veit um föðurland sitt, móöurmál, eöa nokkuð þaö sem vert er að vita og læra islenzku þjóðinni okkar viövikjandi; enda mega margir hinna svokölluðu yngri mentamanna, bæSi heima a ættjöröunni, en einkum þó hér vestra, bera kinnroða fyrir það, a*S margir annara þjóða menn vita meira um söguhetjur okkar íslendinga og eru betur að sér í islenzkum bókmentum, en margir íslen'h'ngar eru, jafnvel þótt skólagengnir séu. En um leið og “Sólskin” á, og vill vera unglingsins kennari, eða and- dyri að Islenzku náminu fyrir íslenzku börnin, sem hagnýta sér þetta tækifæri, þá má ekki gleyma því, að þaS á, og vill lika vera, eins og nafniS bendir til, í leiSarsteinn, og vill vinna aS því í gegn um þess lesmál, að hugsun og hugsjónir unglinganna megi verða þeim holl og upplyftandi, fyrir líf þeirra, eftir því sem þau þroskast líkamlega og andlega. Það vill benda þeim á, í hverju sólskin lifsins sé fólgiS; þvi auSvitað hefir orðið sólskin, nafn blaðsins ykkar, merkingu bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilninei. Öllum óspiltum bömum þykir vænt um þeear sólskin skin; einkum eftir að dimmviðri hefir gengiS á undan, eða þá sérstaklega þegar hún byrjar aS verma jörS- ina á vorin, og vekja blessuS grösin og blómin til lifs og fegúrðar eftir vetrarsvefninn. Ó, hve sólin er þá fögur, Sólskins börn! Þetta er í eiginlegum skilningi. En um leiS og þiS fariS að njóta ylgeislanna, sem sólin á himninum sendir ykkur, þá megið þiS ekki gleyma því aS misfarið lif bamanna sumra, sem ekki fengu rétta leiösögn á ungdóms árunum gjörði það að verkum að þau verða svift sólskini lifsins, og um leið ylgeislum sólarinnar og fegurö lífsins, því hvert barn (ungt eða gamalt), sem kemst út á ranga braut i lífinu og verður fyrir spiltum áhrifum heimsins, sér ekki fegurð lifsins, og nýtur ekki hinna vermandi ylgeisla sólarinnar. Alt verSur dimt og skuggalegt fyrir sálar- augum þeirra, og lifið sjálft byröi. — En þetta vill blaðiö ykkar Sólskin hjálpa ykkur til að fyrirbyggja, eða réttara sagt aöstoða foreldra ykkar til að fyrir- byggja. Ekki væri rétt að fara aS tala viS ykkur um þungskilin og örðug atriöi í sambandi viS þetta, og þaS skal heldur ekki gert, en tala má um og gera ykkur það skiljanlegt, hver sé hin bezta og tryggasta leið aö sólskini lífsins. En einu megiö þiS aldrei gleyma, þvi, aS án hjálp annara, þeirra sem eldri eru, og hafa fengið bæði fyrir lærdóm, en þó einkum lífsreynslu, meiri þekkingu í þeim sökum, getið þið aldrei komist inn á sólskinsbraut lifsins. ÞiS ætlist auðvitað til aS pabbi ykkar og mamma séu sjálfkjörin til leiösagnar og séuS verndarar ykkar aS minsta kosti á meS- an þiS eruð undir þeirra umsjá í heimahúsum, og þaS er alveg rétt og eðlilegt. En svo kemur að þvi aS þiS verSiS sjálf aö leggja af stað út á heimshafið bireiða og hættulega, og alla leið yfir þetta haf á leið ykkar ef til vill aS Íiggja. Ennþá hafið þiS ekki haft af neinu hafróti að segja á þessu mannlífs hafi, sem hér er átt viS. Vötn eöa sjór eru aS heita má bylgjulaus og stundum spegilfögur upp við landsteinana, þó þau séu úfin og öldumar háar og brattar þegar utar dregur. Þetta veit pabbi ykkar og mamma, því þau hafa farið lengra áleiSis út á þetta úthaf mannlegs lífs, en þið enn eruö komin. En þið vitiS þetta ekki, en þið þurfið og verSið aS vita af hættunum mörgu á því, áður en þið leggið út á þaS. Hve undur nauðsynlegt er því að þiS séuS ekki vanrækt í þeim efnum að sjá ykkur fyrir haffæru skipi, ef svo mætti að oröi komast og öllu þvi sem nauBsynlegt er f.yrir ykkur, til þess aS báturinn ykkar berist ekki í kaf, þegar út á öldurnar kemur. Þetta er að sönnu nokkurs konar likingamál, en ]>ó elcki svo margbrotið eða flókið að þið ekki skilj- ið við hvað er átt. öllum, eða allflestum foreldrum er ant um, aS börnin þeirra veröi sólskins börn, en við vitum öll hin eldri, að minsta kosti, hve þetta mistekst svo sorglega oft, og margur báturinn ferst því oft áS- ur en leiS er hálfnuS. Og hversvegna? Og nú ætla eg að segja ykkur hvers vegna, og hver sé vanalega orsökin til þess að svo mörg börn tapa af sólskini lifsins, eftir að út á þetta umrædda mannlifs haf er komiö. Flest börn hjá menningarþjóðum heimsins lifa sínu sólskiris lifi fyrstu árin framan af æfinni, undir flestum kringumstæðum, þvi það er eðli barnanna að lifa í stöSugri eftirvæntingu og gera sér háfleygar hugsanir um lífiö og það sem framundan þeim er i þeirra hugsjóna heimi. Þetta er eðlikg bvrjun á mannsæfinni. Á þessu timabili gjöra þau sér litla grein fyrir því sjálf hvað lifið er, og þýðir fyrir þau síðar meir, þau vita ekki af, eða að minsta kosti htigsa litiö sem ekkert um hinar óteljandi hættur, sem framund- an þeim eru á þeirra óförnu æfileiö. En kæru Sól- skinsböm. ÞiS viljið öll geta orSiö Sólskinsbörn, helzt alt lífið á enda. Þið viljið fá, og eigiS tilkall til að þiS fáið það veganesti með ykkur útí lífið, að þið megiö vera óhrædd við ölduganginn og hvassviSrið sem hlýt- ur að verða á leiö ykkar fyrr eða siðar, áður en lifs- far ykkar lendir við ströndina hinu megin. ÞiS þurfið að fá það veganesti aS lífiö ykkar geti orðið fagurt fyrir það, aS þiS gátuð lifaö í sólskini alla leiS, og þar af leiðandi lika aS vita þaö aS þegar leiðin er á enda, að þá tekur viö enn meira sólskin og enn meiri fegurð, en nokkru sinni var á leið ykkar hér, jafnvel hjá þeim sem þetta tekst bezt hjá. ÞaS þarf að láta ykkur vita af, og koma ykkur í skilning um, hinar margvíslegu en oft ófyrirsjáanlegu hættur á æfileið- inni og um leið hvernig komast má hjá þeim öllum. 'Á islenzku máli er talað um nokkuS sem kallað er blindsker, sem á leið sjófaranda reynast svo hættu- leg, og verða þeim sem um höfin sigla svo oft aö fjörtjóni. Þetta kom oft fyrir fyrr á timum, þegar verið var að kanna nýjar leiöir og leita að löndum á hnetti ]>eim sem við byggjum, en sem ekki voru þá þekt, en síðar hafa veriö reistar skorSur viS þvi að þessi blindsker (siem lika mætti kalla grynningar) gætu orðið þeim sem um höfin sigla aS tjóni, meS þvi, aS setja á þessa hættulegu staði sjófarenda ljósaturn. Þessi ljós eru kölluð vitar, og lýsa þau langt út frá sér og vara alla við hættunni sem af þessu stafar. Á likan hátt þurfið þið, kæru Sólskinsbörn, að hafa ljósa- vifa framundan ykkur, á lífsleiðinni, sem varar ykkur við hættunum óteljandi, sem á leiö ykkar hlióta að verða — blindskerjunum mörgu og ægilegu. Já, hætt-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.