Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sœtabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem Ijúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ð i. Kringlur og tvibökur einnig til sölu Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4140 iiQbef ð. W/NN/P£C'S PfiFMICfi lAUHDfiV 55- tarl St. Tals. Garry 3785 Forseti, R. J. BARKER R&ðsmaðuJ, S. D BROWN 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER. 1916 NÚMER 47 BANDAMENN TAKA MONASTIR, VERÐUR HÖFUÐBORG SERBlU Óvinirnjr hörfa urdan í mestu óreglu no rður á bóginn. Mikill sigur bæði pólitískur og hinsvegar fyrir Frakka og Serba. Síðasta frétt segir Canada-menn hafa tekið um 700 fanga og skotgrafir. Það hefir gengið allvel fyrir bandamönnum síðustu viku. Mon- astir, einum aöalbænum í Serbiu, hafa bandamenn náö aftur úr höndum Þjóðverja. Serbiuinenn hafa verið landflótta og ættjarðar- lausir um langan tíma, en nú ætla þeir að gera Monastir að höfuðbæ sínum. MeS því að ná Monastir hafa bandamenn náð i sínar hendur járnbrautinni frá Saloniki, og er það allmikill sigur út af fyrir sig. Yfir höfuð er svo álitið, sem ' þetta sé eitthvert þýðingarmesta at- riðið sem komið hafi fyrir í stríð- inu um langan tima. Auðvitað er ekki svo að skilja sem alt sé komið í gott lag enn í Serbiu; bærinn Monastir hefir verið svo að segja gjöreyddur, þarf því mikiö til þess að byggja hann upp þannig að hann verði hæfur fyrir höfuðborg, samt sem áður er það talinn vinnandi vegur, og er sagt að Serbar hlakki til heimfararinnar eftir alt það sem á dagana hefir drifið. Bandamenn hafa unnið talsvert á bæSi aS norðan og vestan, sérstak- Iega þó að vestan. Sagt er að Canadamenn hafi gengið fram sérlega vel og náð miklu af skotgröfum frá ÞjóS- verjum og 700 föngum. Rumenar hafa fariö halloka fyr- ir liöi Þjóðverja og Austurríkis- manna og litur illa út fyrir þeim. Síðustu fréttir segja að Serber séu að vinna hverja borgina á fæt- ur annari og líti nú út fyrir að þeir muni ná öllu landi simj aftur. Ný aðferð. Ottawastjórnin hefir gefiS út þá tilskipun að hér eftir skuli engum leyft að taka próf i þeim störfum, sem stjórnarstöðu tilhevrir og eng- ir teknir í stjórnar þjónustu meðan stríðiS stendur yfir, nema þeir ein- ir sem annaöhvort séu ekki á stríösaldri eða séu komnir heim aftur særðir eSa séu ófærir til striös. Þessi regla gekk í gildi á laugardaginn og á hún aö vera til þess aö fleiri fari iherinn. 75 ára ungur. segja blööiji aS Sir Wilfrid Laurier hafi verið á mánudaginn 20. þ. m. Fékk hann bréf og heillaskeyti úr öllum áttum. Alvarleg ákæra. H. H. Dewart lögmaöur og þing* maður fyrir Toronto flutti ræðu á liberalfundi á laugardaginn þar sem hann kærði conservative þingmenn og sambandsráBherra um þaS að vera verkfæri til þess aö veita Þjóöverjum liö. ÞaS er á þennan hátt, eftir frásögn hans: AS Merton & Co. lynboðsmenn fyrir International nikkelfélagið verzli við Þjóöverja. AS Hon. F. E. Smith, dómsmála- stjóri Breta hafi sagt að Merton & Co. væri fingur á hönd þýzka málmfélagsins. AS bréf skrifað i þessum mánuði sanni að M'erton & Co. séu enn um- boösmenn International nikkel fé- lagsins. Að Merton & Co. séu einnig um- boSsmenn Frankfurt málmfélags- ins. Að bæði sambands- og Ontario- stjórnin hafi svikist um aö láta efla þennan mikla canadiska iSnað. Að Ontario stjórnin hafi svikist um að láta þýzk-ameríska félagiö greiða sanngjarnan skatt. Kosningarnar í Bandaríkiunum Loksins eru komin fullnaðarúr- slit í kosningunum syðra og liefir Wilson 403,326 atkvæöi fram yfir Hughes. I efri deildinni er meiri hluti sérveldismanna 12, en í neöri deilct aSeins 4. ÞaS sætir tíðindum við þessar kosningar að fyrsta kona var kosin á sambandsþing í Bandaríkjunum. Hún er frá Montana og heitir Jeanette Rankin. Kvenréttinda frumvarpiS sem atkvæði voru greidd um i SuSur Dakota var felt. Lengi var vafasamt hvoru megin Norður Dakota yrði, en þaS varö loks með Wilson. Helmingur Pandaríkjanna undir vínbanni. Arni Jónsson sœrður. Landi vor Árni Johnson héðan frá Winnipeg særðist nýlega á víg- vellinum þannig aS taka varð af honum annan fótinn. Hann er nú á hospítali í Southampton á Eng- landi. Ánii á konu og fjögur börn hér í bænum. Tuttugu og fjögur riki í Banda- ríkjunum hafa nú samþykt vínsölu- bann. ViS síðustu kosningar bætt- ust fjögur við þau sem áður voru. t’essi eru nú bannríki: Michigan, Nebraska, Montana, SuSur Dakota, Albama, Arizona, Arkansas, Colo- rado, Georgia, Idaho, Iowa, Kansas, Maine, Mississippi, NorS- 11 r dakota, Norður Carolina, Okla- homa, Oregon, Suður Carolina, Tennesse, Virginia, Washington, Vestur Virginia og Utah. í ýmsum ríkjum var reynt aö koma í gegn breytingum á vin- bannslögunum, jiannig aS rýmka um fyrir brennivinsliöið, og var það svo aS segja alstaSar felt. Veöurstaöan hefir breyzt þannig, hvar sem þióðarviljinn fær aS koma i ljós að bindindismenn hafa bæði tqgl og hagllir. Augu manna hafa alment opnast fyrir skaðsemi áfeng- isins og eru dagar þess augsýni- lega taldir. Hermiþingið. ÞaS byrjar í kveld f'fimtudag) kl.. 8. Svo hefir veriS um hnúta búið að þaö hlýtur að verða fjör- ugt i ár. Ríikisstjóri veröur séra B. B. Jónsson. Dómsmálastj. Gordon Paulson. ForsætisráSherra Th. Johnson. Verkamálaráðherra Sig. Tul. Jóhannesson. MentamálaráS- hierra E. P. Jónsson. Utanríkismála ráöherra J. J. Swanson. Leiðtogi andstæöinga verður Arngr. John- son. Sambandsmál verða rædd, og er þetta þvi sambandsþing. í kveld (fimtudag) veröur þingið sett, hásætisræöan flutt og fjörug- ar ræður út af henni. Konur eru sérstaklega ámintar um að fiölmenna. Nokkrar konur hafa tekiö að sér að skipa þingsæti; þar á meöal Steina Stefánson, María Anderson, Mrs. Th. Borg- fjörS o. fl. Bruni og slys. Á laugardaginn var kviknaði i söðlasmíöahúsi Babudge að 468 Ross Ave. Var þaS þrílyft bygg- ing. Hvernig eldurinn kviknaði veit enginn, en það brann til kaldra kola á stuttum tíma. Fólk var í byggingunni og vissi ekkert af fyr en alt var komiS í bál og brand. Linn íslendingur var þar í vinnu, var það Carl Thorson skopniynda- höfundnr. Hann bjargaSist meö naumindum þannig að hann stökk út um glugga á þriSja lofti. Meidd- ist hann nokkuS, en ekki skaðlega. Áður en hann komst út hafði hann brunnið lítiö eitt. Maður sem ráðsmensku hafði á hendi við verzlunina og E. J. Hoover hét brann svo að hann beiö bana af, en aðrir sköSuðust svo að þeir Uggja á hopítalinu. Kelly dæmdur. Hálft þriðja ár í fangelsi. Hótelhaldarar hafa í heijingum Hótelhaldarar í Winnipeg kveð- ast munu loka hótelunum í vetur; þykjast þeir ekki fá inr. nógu mik- ið fé til þess að standast kostnað. Þetta er álitiS bragS til þess aö koma óáliti á vínbannið. Loksins er Kellymálinu lokið. ÞaS var dæmt á laugardaginn var. Coyne lögmaður stjómarinnar krafðist þess aS hann væri dæmd- ur; rakti hann sögu málsins; sýndi fram á allan þann mótþróa, er hann hefSi sýnt frá því fyrsta; þann mikla auka kostnaS sem hann hefði valdiS að óþörfu, fyrir utan fjár- dráttinn, og hversu mikils virði þeir peningar hefðu veriS nú í sam- bandi viS stríðiS, sem hann hafði af fylkinu, ef þeir væru til reiðu. Anderson lögmaður Kellys hélt þvi fram að hinn sakborni hefði ekki fengiö sanngjarnan málarekst- ur; ekki næeilegan Þma til vamar o. s. frv. Hann hélt því einnig fram aS Kelly væri aSeins samsek ur mönnum alment i hans stöðu það sem Kelly hefSi aðhafst’ værí aðeins það sama sem tíðkast hefSi hér alment í 40 til 50 ár; kvaS hann þjóðiría vera seka um það og engan einstakan mann; væri því rangt að velja einn úr þeirra hópi er slíkt hefði gert og hegna honum, þar sem allir aðrir slippu. Sjálfur talaði Kelly; kvaðst vera með öllu saklaus; sagðist hafa ver- ið beittur rangindum og sér hefði ekki veriö veitt sanngjöm mál- færsla. Kvaðst hann hefði átt hæet með að sanna fólki í Manitoba saklevsi sitt, hefði sér verið veittur santieiamlega lamrur tími til. Dómarinn hélt stutta ræSu. KvaSst hann hafa tekiö a't til at- hugunar, áður en hann hefði í huga sér ákveðið dóminn. Hann kvaöst verða vægari i dómi vegna þess að Kelly væri háaldraður maður: einn- ig sökum þess að hann hefði átt góða daga og notið mikilla virð- inga, og þess vegna sé hegning honum þungbær. Hins vesrar kvaðst hann hafa tekið það til greina hversu alvarlegt málið væri, bversu mikiS það heföi kostað og hvílik nauSsvn væri á þvi að réttlætið næSi fram aS ganea. Hann kvaðst þvi dæma hann i bálfs þriSja árs fangelsi í Stony Moun- tain og þr)á mánuði auk þess fvrir lítilsviröingu á réttvísinni og ólög- hlýSni, þar sem hann heföi neitaö að koma fram meö skjöl og skil- ríki. Þessir þrir mánuðir fari þó samhliöa hinum tímanum þannig að þeir í raun og veru lengi ekki fangelsisveruna. Sekt kvað bann hafa komið sér í hug að dæma Kelly i auk hegningarinnar, en horfið frá því sökum þess að litil sekt ætti ekki viS, en afar há sekt væri ó- sanngjörn, þar sem borgaralegt mál yrði höfðaS gegn honum, til þess að ná aftur því fé er hann hefði rangíega dregið úr fylkissióði. Sagt er aS Anderson lögmaSur Kellys ætli að fara þess á leit fyr- ir hann að honum sé vægt við erfiöisvinnu í fangelsinu sökum elli og þess aö hann sé óvanur henni. Var farið með Kelly til Stony Mountain á mánudagsmorg- uninn. Þannig lendaði eitthvert harð- sóttasta mál sem staöið hefir yfir i þessu landi, og er það rnikill sig- ur réttlætinu hvernig það fór. AðalatriSiS var það að hér væri sýnt aS lögin næðu jafnt yfir rík- an og fátækan. Sumir halda þvi fram að fangelsis tíminn hefði átt að vera lengri, og má vera aö þeir hafi rétt að mæla frá vissu sjónar- miði; en hefnigirni má ekki eiga sér staö í þessu fremur en öðru, og þessi dómur er nógu þungur þegar tillit er tekið til þess hve maðurinn er gamall og liversu honum hlýtur aS bregða viS umskiftin, þótt því sé ekki aS neita hins vegar að ýmsir aSrir hafi hlotið harðari dóma fyrir minni sakir. Manitobastjórnin á heiður skilið fyrir þaS hversu vel hún hefir fylgt fram réttlæti og lögum í þessu máli frá byrjun til enda. Kelly-málið enn. Anderson lögmaður Kellys lýsti því yfir á þriðjudaginn að hann hefði sent beiðni til Doherty dóms- málastjóra Canada um þaS aö Thomas Kelly fengi nýja málsrann- sóikn, þrátt fyrir það þótt honum hafi veriö neitaS um þaö fyrir öll- um dómstólum Canada. Nýmæli. Eins og getið hefir veriö um áð- ur, hafa Goodtemplarastúkurnar haft til meöferöar mál, sem al- menning varðar, það, aS haldnir séu alþýSufyrirlestrar i vetur. ÞaS hafa þegar veriö fengnir allmargir af færustu Islendingum til aö flytja þá. Fyrsti fyrirlesturinn verSur fluttur á miðvikudagskveld- iS 29. nóvember klukkan átta af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Efni fyrir- lestursins verSur um Gretti Ás- mundsson. Vonandi er aS íslend- ingar fjölmenni. ÞaS eru allir vej- komnir. ASgangur er ókeypis, svo ekki ætti þaö að fæla neinn frá. — Komið öll og komiö í tíma. Grikkjakonungur óþjáll ASstoöar flotaforingi banda- manna eystra, sem er frakkneskur og heitir Du Foumet krafðist þess- af Grikkjum á mánudaginn aö þeir létu af hendi öll vopn og skotföng og létu fara úr landi burt ræðis- menn Þjóöverja, Austurríkis- manna, Bulgara og Tyrkja. Kon- ungur kallaði' tafarlausr saman leiðtoga sína til skrafs og ráða- gerSa, og eftir samkomulagi við þá lýsti hann þvi yfir aö hann neitaöi þessum kröfum bandamanna. Þegar konungur kom út úr ráð- stefnusalnum og ljóst var orðið hvað hann hafði afráðið, var hrpp- aö fyrir honum heilla- og fagnaö- aróp af fjölda manns er úti fyrir beið. Annars er fariS aö líta ískyggi- lega út á Grikklandi og tæplega hægt að sjá hvernig þjóðin getur haldiö sig frá stríöinu miklu leng- ur. Vilhjálmur Stefáns- 868 sjúklingar á hospítalinu. Skýrslur hospitalsins sýna aS 868 sjúklingar hafa veriö þar í október. 26 dóu; en sjúkrastund- un þar nam sli. 12,712 dögum á mánuöinum. í 10 mánuSi frá 1. janúar til 31. október voru þar 10,514 sjúklingar, sjúkrastundun 15,351 dagar. ^íeðal sjúklingatala á dag í október var 410; en í fyrra 35°' _ Jöfn eftirlaun. Mikil hreyfing hefir vaknaö um það að allir særöir hermenn fái jöfn eftirlaun og allar fjölskyldur jafn- mikið eftir fallna menn, hvort sem þeir hafa verið liðsforingjar eða óbreyttir hermenn. “Lifandi her- foringi getur verið meira virSi fyr- ir þjóöina en lifandi hermaður, en dauður herforingi ekki meira virði en dauöur hermaður,’’ þannig kemst “Free PreSs” að oröi um þetta mál í ritstjómargrein á laug- ardaginn. Leiðrétting Þess var getiö í Lögbergi ný- lega að rangt hefði verið skýrt frá úrskuröi og skýringu Howells há- yfirdómara í blöðunum. H. A. Bergman hefir góðfúslega bent oss á þá villu. Hún er í því fólgin aS sagt var að Howell heföi lagt til að Kelly væri fríaöur af öllu nema lítilfjörlegasta brotinu og dæmdur í vægustu hegningu fyrir þaS. Þletta var ekki rétt. Kelly var kærður um þrent: 1. Þjófnað, 2. aö taka viS stolnu fé og, 3. að draga fé undir fölsku yfirskyni. En þetta voru alt sömu peningamir. Howell sagði því að ef eitt væri sannaö félli hitt niöur í raun og veru. Þar sem um eina upphæð væri aö ræða aðeins, væri þaö tæplega hægt að segia aö sömu upphæðinni í sama skiftið hefSi veriö stoliö, hún tekin sem stolið fé og henni náð undir fölsku yfirskyni og það alt af sama manninum, þó það í raun réttri gæti verið satt. Kvað hann endurrannsókn ó- þarfa kostnað og Kelly engin rang- indi sýnd ef honum væri neitaö um það, en á sama tima væri honum aðeins dæmd þyngsta hegning fyrir minsta brot sem um var kært. Og þannig var dómurinn að síðustu. Bærinn Craiova í Rumeniu féll í hendur Þjóöverjum á þriSjudag- inn. Er það talið mjög alvarlegt atriði bæði sökum þess að sá bær er á afar ríkri hveitisléttu og þar voru stórkostleg hveiti geymsluhús, og í ööru lagi eru bandam'enn með þvi útilokaðir frá jámbrautarsam- bandi á stóru svæði, því bærinn er miðstöö járnbrautakerfa. Þjóö- verjar höfðu gert svo snögga árás aö öllum kom á óvart. ' son Bréf kom frá honum nýlega þar sem hann kvaöst ekki mundu koma til mannabygöa fyr en 1918. Hann skrifar frá Kellett höfða á Banks- eyju til Dr. Herbert J. Spinders listasafnsstjóra í New York og segir aö til vandræöa horfi meö Eskimóana, þeir hafi ráöist á menn Stefánssonar og rænt þá. Höföu þeir veikst af influenzu og haldið aS þaö væru gjörningar af höndum hinna hvítu manna. Þeir grát- bændu Stefánsson um aö taka veikina í burtu og treystu honum til þess; en ef þeim batnar ekki og sérstaklega ef nokkrir þeirra deyja úr veikinni, telur Stefánsson J líklegt aö ilt verði viö þá að eiga. Landsíminn 10 ára. 1906 — 29. september — 1916. Eftir Gísla J. Óiafsson stöövarstjóra. j^Bræður sem fóru með 1 84. herdeildinni 'j » 5.« * ■ :v' s- William Björn Benson. Ingólfur Benson. Meðan landsíminn var í móðurlífi MeBgöngutíminn meö þann króa var óvenjulangur, hvorki meiri né minni en full 15 ár, og reikna eg hann þá frá þeim tíma, sem síma- málinu var fyrst hreyft af íslend- ingum sjálfum á Alþingi 1891. Það voru þeir Skúli sálugi Thor- oddsen og Jens heitinn Pálsson, sem þá lögðu til, að bygð yröi land- símalína milli Reykjavíkur og aö- alkaupstaðanna, ísafjarðar, Akur- eyrar og SeyðisfjarSar, og munu þeir meðfram hfa gert þaö í þeim tilgangi, að flýta fyrir því, aS Is- land kæmist i símasamband við um- heiminn. En þaS féll þá auðvitaö, eins og flest önnur þarfleg þjóð- þrifa- og framfarafyrirtæki, sem ný eru af nálinni. Á þessu sama þingi var þó skorað á stjórnina aö hlutast til um, aö það verði borið fram við erlend ríki, hvort og aö hve miklu leyti þau kynnu aö vilja styðja að þvi, sérstaklega veSur- fræöinnar vegna, aö lagður veröi fréttaþráöur til íslands”. Eftir þetta fer áhugi þings og þjóSar sívaxandi í símamálinu, þó að litið bóli raunar á því þar til 1897; þá ligrgja fyrir þinginu tvö tilboð um að leggja sæsíma frá Hjaltlandi til íslands, yfir Færeyj- ar; annað er frá 2 Englendingum, Mitchel og Cooper, og vilja þeir fá til þess 45,000 kr. styrk úr lands- sjóði á ári í 25 ár: hitt er frá Mikla norræna Ritsímafélaginu, og fer það fram á 40,000 kr. árstillag í 20 ár, en lætur þess þó jafnframt giet- ið, aS það muni líklega láta sér nægja 35,000 kr. á ári, og þessa upphæö veitti svo þingið. Þetta er í fyrsta skifti, sem simamáliS kemst inn i fjárlögin, og þetta sama árstillag hefir veriö samþykt á hverju þingi síðan. ÁriS eftir sendi Mikla norræna félagið amerískan verkfræöing, Hanson að nafni, hingaö upp til rannsókna, og f'erðaðist hann hér um í tvö ár í þeim erindagerðum. Hann kemur fyrst upp meö það aS leggja sæsimann upp til Austur- landsins, en ekki til Reykjavikur, og aS félagið greiði aftur á móti Islandi fé það, sem sparaöist viS betta, til að byggja fyrir landlínu til Revkiavíkur, og var upphæö þessi áætluö 300,000 kr. HSal ástæðan til þess aS síma- Iagn:ngunni Var ekki komiö í fram- kvæmd á næstu árum, var sú, aS fé- lögin sem sóttu um leyfi þetta, gátu ekki fengið nægilegan fjárstyrk frá öðrum ríkjum, eins og þau munu hafa gert sér vonir um. Eftir þetta er málinu aö vísu hreyft á hv'erju þingi, en lítiS í því« gert, er miði í framfaraátdna, þar| til Hannes Hafstein verSur ráð- herra 1904. Han» og hans flokkur [ tekur máliö á sínar herðar og færir það fljótt fram til sigurs. Hannes Hafstein byrjaöi þegar á samningstilraunum, bæði við Mar- coni, félagiö í undúnum og Mikla norræna RitsímafélagiS. Honum tókst að komast að töluvert betri kjörum hjá síöarnefnda félaginu en það hafði nokkurn tíma áöur boöið, og gerði hann samning viS það í September 1904, se mvar lagður fyr-1 ir alþing 1905. HvaS sem annars má um samning þennan segja, og[ ýmislegt má auðvitað að honum j finnna, þá er það varla nokkrum efa undirorpið, að með honum var stigið eitthvert allra stærsta og happadrýgsta sporiö í framfaraátt- ina, sem stigið hefir verið á þessu landi, því að þjóð, sem er simasam- bandslaus, getur aldrei orSiö fram- faraþjóö; símasambandið er sú und- irstaöa, sem allar aörar sannar framfarir verða að byggjast á. Alþingi 1905 veitti svo nauðsyn- legt fé til landlinulagningarinnar Þessir bræöur, William Björn Benson og Ingólfur Benson eru báðir fæddir í Winnipeg; hinn fyr- nefndi 16. október 1891, en sá síö- ari 1. september 1895. Foreldrar þeirra eru þau Sakarías Benson og Kristin Brynjólfsdóttir, sem heim- ili eiga aö 775 Toronto stræti i Winnipeg, bæöi ættuö af Vestur- landi. Komu þau aö heiman fyrir -þrjátíu árum og hafa lengstum dvalið hér í borg. Þeir bra^öur eru mannvænlegir menn, enda eiga þeir ætt til þess aö rekja. Séra Björn í Frosta- tungu var lanpfi þeirra. Þeir fóru 1 herinn 29. febrúar 1916 og gengu .þá í 108. herdeildina (Manitoba Buffalos) og eru nú komnir til Englands. frá Seyðisfirði til Reykjavíkur til 1 $40,000 viðbótar þeim 300,000 kr., er Mikla norræna, samkv. samningi átti aö greiöa landsjóði fyrir að sleppa viö að leggja simann upp til Revkja- víkur. Ekki fæddist krói þessi hljóða- laust, því aö aldrei áöur á þessu landi haföi verið geröur eins mik- ,11 hávaSi út af nokkru máli eins og þessu, og svo miklu ‘ryki var þyrl- aö upp, aö skilningsvit sumra fylt- ust alveg. Og æsingamar náöu há- marki 'sínu meö bændafundinum sæla 1. ágúst 1905. Þrátt fyrir þessa megnu mótspyrnu gegn síma- málinu, var því þó til lykta ráðið á Alþingi 1915, og eg hygg aö flestir sanngjarnr menn muni nú játa, að þaö hafi veriö gert á þann hátt, sem ættjöröu vorri var heilla- vænlegast. Þaö er nógu gaman að athuga, hvaöa vonir þingmenn geröu sér um þetta viöskiftatæki. Flestuin mun hafa veriö þaö full-ljóst, aö hér var um aö ræða eitt af þýðing- armestu og viStækustu velferðar- málum lands og þjóðar, og að ó- beini hagnaöurinn af þvi væri óút- reiknanlegur; en synd væri að segja aö þeir hefðu gert sér of miklar vonir um beinu tekjumar af simasambandinu. (Framh.) var eytt fyrir skóflu- ræfla sem hraöritarastúlka hjá Sam Hughes fann upp, en voru einskis virSi. $400,000 var sóaö fyrir Eatons vélina sælu, sem alveg reyndist ónýt. — Nóg er til af peningum, piltar! Það sannaöist fyrir Merdith- Duff nefndinni að $1,000,000 fjár- dráttur átti sér staö í einum samn- ingi í sambandi viö skotfærakaup. ■— Hví er ekki hegnt fyrir þaö? Anderson lögmaður Kellys' fer fram á það við dómsmálastjórann í Ottawa að hann ónýti geröir allta dómstóla landsins í því raáli, frá [>eim lægsta til þess hæsta. — Svona mienn ættu að syngja þýzku einveldi lof og dýrð. Skotfæranefndin er kærð um aö hafa látið ræna frá þjóðinni $100,- 000,000 (bara hundraS miljónumj í sambandi við þau skotfæri sem hún útviegaöi áður en hún var rekin. 1. BITAR 1 Austurríkiskeisari skifti. — Hvenær deyja næst? dauöur í 4 skyldi hann “Free Press” og "Tribune” segja að Haultain háyfirdómari i Sask- atchewan ihafi að baki sér tár- hreina stjórnmálasögu. Hvaö sögðu þessi sönni blöð um hann 1911, þegar .hann (aö dómi þeirra og fleiri) seldi sig auövaldinu fyrir háyfirdómara embættið og smerist móti verzlunarfrelsi, sem hann áð- ur hafSi barist fyrír frá barnæsku? Hafa þau gleymt því? Miljónum dollara var eytt fyrir ónýtar byssur,- sem stofnuöu lífi canadiskra hermanna i lifshættu áBur en enska stjóniin lét fleygja þeim út í sorphaug. 1 Fundur til fróðleiks og skemtunar fyrir alla Islenski Liberal-klúbburinn heldur opinn fund í Good Templara húsinu fimtudagskvöldið hinn 30. þessa tnánaðar. ÞAR VERDUR MIKIÐ UM DÝRÐIR Rœðuntenn: Hon. T. C. Norris Hon. Thos. H. Johnson Mr. Adamson, (þingmannsefni frjálslynda flokksins ). Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Hon. Thos. H. Johnson flytur tölu um verka- mannalöggjöfina hina nýju A milli ræðanna verður skcmt með einsöng, tvisöng og hljóðfccraslœtti. MUNIÐ ÞF.TTA, MENN OG KONURI Aðgangur ókeypis. Fundurinn hefst kl. 8 síöd. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.