Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.11.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NOVEMBER 1916. Joqbeiq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnip>egp Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓIIANNESSON, Editor J. J. VOHNI, Business Manuuer Utan&skrift til blaðsins: THE 00LUIH8UV PfJESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Uianáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: »2 00 um árið. 27 Alvörumál Canada. Blaðið “Liberal Monthly” flytur grein í fyrradag með þessari fyrirsögn; er útdráttur úr henni á þessa leið: “Vér erum ekki bölsýnismenn. Vér höfum ósigrandi trú á framtíð þessa mikla lands. En vér getum ekki lokað augum vorum fyrir virki- leikanum — þeim virkileika að canadiska þjóð- in horfist í augu við alvarleg efni, erfiðar gát- ur, sem aðeins uppbyggjandi og heilbrigð fram- sýni og samvizkusöm stjórn getur ráðið fram úr. Látum oss athuga eitt alvarlegasta atriðið. Það er meðferð eða umönnun heimkominna, særðra hermanna. Það er fyrsta og langfyrsta atriðið, sem stjórnin verður að snúa huga sín- um að. Það mál eitt út af fyrir sig verður sú gáta sem löng og alvarleg heilabrot þarf — jafnvel þó um stórvitra menn væri að ræða. Að sjá þeim fyrir góðri líðan, sem í stríðinu bafa tapað heilsu sinni, andlega eða líkamlega. Það er heilög skylda þjóðarinnar; ekki að sjá fyrir þeim sem þurfamönnum; heldur á öll um- önnun þeim til handa að vera ljúf greiðsla lítils hluta þeirrar þakkarskuldar, sem vér erum í við þessa menn, sem lagt hafa líf og limi í sölurnar vor vegna og lands vors. Ekkert á þessi þjóð að láta ógjört til þess að æfidagar þeirra manna megi verða sem bærilegastir. En þjóðirnar eru oft gleymnar; afreksverk hetjanna í dag eru oft glevmd á morgun. Því trúum vér þó að ef stjórnin Iætur dug- lega til sín taka í byrjun, þá fylgi þjóðin henni og reynist göfuglynd og skyldurækin. Endursköpunar tímabilið eftir stríðið, ef svo mætti kalla, þarf að skoðast frá mörgum hliðum. Millibiístíminn frá því að stríðið hætt- ir og þangað til tckið er til virkilegra og frið- samlogra starfa verður að sumu leyti vandræða tímabil. Stór hluti iðnaðarstofnana vorra er nú til þess notaður að framleiða hervörur og skotfæri og ekkert annað; og þess er tæplega að vænta að þær komist aftur í samskonar lag og á frið- artímum fyrstu mánuðina eða jafnvel fyrsta árið. Þetta tímabil verður erfitt og jafnvel hættulegt fyrir Canada. Einmitt nú er þörf á framsýni og dómgreind, góðri stjórn og forsjálum leiðtoga, til þess að ráða þessar gátur. Við verðum að vera við þessum tíma búnir, til þess að hann komi ekki að oss óvörum. Þá eru skattamálin ekki síður athugaverð. Það hvernig hægt sé og sanngjarnt að fá þær tekjur, sem nokkurn veginn hrökkvi til þess að mæta hinni afskaplegu skuldabyrði sem á herð- um þjóðarinnar hvílir eftir stríðið, hlýtur að liggja þungt á hugsun allra þeirra borgara, sem ekki stendur á sama hvernig alt draslast. Aukin ársgjöld þjóðarinnar eftir stríðið hljóta að verða afarmikil. * Þjóðskuldin verður þá um biljón dollara ($100,000,000). Með því að reikna af þeirri upphaíð 5% vexti er það $60,000,000 (fimtíu miljónir dollara) á ári sem þjóðin yrði að borga aðeins í rentur, án þess að greiða eitt einasta eent af höfuðstólnum. Eftirlaunaféð verður að líkindum ekki minna en $20,000,000 (tuttugu miljónir dollara) •á ári, og borganir af gömlum skuldum eru að minsta kosti $10,000,000 (tíu miljónir) á ári. Auk þessa nemur sú byrði sem járnbrautirnar hafa bundið þjóðinni mörgum miljónum á ári ’ um langan tíma. I allra minsta lagi verða því árleg útgiöld ríkisins ekki lægri en $70,000,000 til $80,000,000 (sjötíu til áttatíu miljónum dollara), eftir stríð- ið, en voru ekki nema $13,000,000 (þrettán mil- jónirt fyrir það. Hingað til hefir stjórnin ekkert gert til þess að greiða úr þessu vandamáli svo að varan- legt sé. Herskattar þeir sem hún hefir lagt á inn- fluttar vörur og verzlunarágóða eru vanskapn- ingar og væru með öllu óverjanlegir á friðartím- um, sökum þess að þeir eru óheilbrigðir í sjálfu sér og óréttlátir í reyndinni. Það væri skynsamlegt að endurskoða og brevta öllu skatta- og tollafyrifckomulaginu. Reglan sem fylgja ætti þegar nýr mælikvarði væri lagður fyrir sköttum ætti að vera sú að skatta bæði beinlínis og óbeinlínis og með jöfn- vði hvern einstakling eftir gjaldþoli, og hlífa þeim veikari og efnaminni alstaðar þar sem því yrði mögulega við komið. Jafnvel bezta skattafvrirkomulag í beimi hefir sínar veiku hliðar og óréttlát sérréttindi í för með sér. Á þessu atriði þarf að hafa vak- andi auga á því þarf að ráða bót hiklaust og vægðarlaust. Núverandi Bordenskattar. með 7(4% auka- tolli er að mörgu leyti ranglátur og synd gegn alþýðunni. Vísindaleg endurskoðun tollalöggjafarinn- ar, bygð á fullri þekkingu og sannreynd með sérstöku tilliti til tekjunauðsynja, er það sem þjóðin þarfnast fremur en alls annars, ekki að- eins verksmiðjueigendum til verndar, heldur allri þjóðinni. Gamla liberalstjórnin gerði tollalöggjöfina einfaldari og lækkaði tollana allmikið, svo að til mikilla hagsmuna varð, ekki einungis fyrir landið eða þjóðina í heild sinni, heldur einnig fyrir verksmiðjueigendurna sjálfa jafnframt, og tóku þeir miklum framförum á dögum þeirr- ar 8tjórnar. Sama árangur má fá með sams- Konar hvgni og framsýni, ef hún er viðhöfð nú. Það er jöfnuður og sanngirni sem mest ríður á. Því ætti ekki að gleyma að leggja skatta á landverð. Það virðist máske vera bvltinsra- blandið, en það er heilbrigt og réttlátt, hvernig sem á það er litið. I and sem bvs-t er upn hækk- ar í verði fyrir beinar og óbeinar tilraunir þjóðfélagsins eða fólksins sem þar býr. Hvers vegna skyldi þá ekki að minsta kosti nokkur hluti þess ágóða sem verðhækkunin hefir í för með sér renna til þarfa þess mannfélags, sem hún er að þakka? Sir Thomas White fjármálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar hefir enn ekki snert hendi sinni við auðsafni og erfðafé hinna voldugu. Hann hefir lagt auka byrði á herðar hinum fá- tæku með innflutningstolli á lífsnauðsynjum, sem hækka stórum söluverð á öllum fæðutegund- um í Canada, en hina ríku hefir hann látið sleppa tollfría. Hér þarf bráðra og alvarlegra breytinga og þeim ætti að verða tekið fegins hendi af hinum fátækari* hluta þjóðarinnar. Þá er járnbrautamálið. Það er mál sem virðist vera komið í vonlaust efni. Vér megum ekki og getum ekki haldið áfram að .kasta út tugum miljóna árlega í “International”, “Transcontinental”, G.T.P. og C N.R. félögin, án þess að nokkur gild ástæða virðist vera fvrir, án nokkurra reglulegra skilyrða og án nokkurr- ar vonar um að nokkuð komi í aðra hönd. Stefna sem hefir það fyrir markmið að halda einungis við þeim járnbrautum sem borga sig, og virðist það vera sjálfsagt að stjórna þeim þannig að þær geti borgað sig. Hér mætti einnig minnast á það að John Fraser, aðalyfirskoðunarmaður ríkisreikning- anna í Canada, hefir verið sendur til Englands í mikilsvarðandi erindum. Honum hefir verið veitt vald til þess frá rdcisstjóranum, að rannsaka og gefa skýrslu viðvíkjandi því, sem evtt hefir verið í sambandi við canadiska lierinn í Evrópu. Það er skylda hans að ákveða verð þess sem keypt hefir verið af hergögnum fyrir eanadiska peninga; að .yfirfara skýrslur og reikninga að- algjaldkerans og innkaupastjóra og finna það út hve mikil sé skuld Canadaríkis við England í sambandi við Canada herinn í Englandi og á stríðsvellinum. Hingað til hefir verið gerð grein fyrir um $300,000,000 (þrjú hundruð miljónum dollara) eða liðlega það; en þar í er ekki talið það sem hermálaskrifstofan á Englandi telur til skuldar hjá oss. Enginn maður hefir haft vandasamari stöðu síðan stríðið hófst en yfirskoðunarmaður ríkis- reikninganna. Hann hefir orðið að fara yfir öll útgjaldaatriði og vera viss um að stjórnar- farsleg heimild væri fyrir öllu sem eytt hefir verið. Fyrir skarpskygni hans hefir verið komið í veg fyrir það nokkrum sinnum að ríkisfjár- hirzlan væri rænt, og auk þess hefir hann oft orðið til þess að láta skila aftur upphæðum. Með því að framkvæma skyldu sína hefir hann áunnið sér heiftarhug Sir Sam Hughes, hermálaráðherra, sérstaklega í sambandi við vitnisburðinn, sem fram kom við Davidsons rannsóknina um sölu þá er J. W. Allison stóð fyrir til brezku herstjórnarinnar. Svo lanart fór Hughes í árásum s'num á Fraser út úr þessu að hann lýsti því yfir í þinginu síðast að Allison ætti meira af ærlegheitum í minsta fingri sínum en til væri í öllu “hræi” reiknings- skoðaranna. Nú hefir st.jórnin sent Fraser til Englands, til þess að yfirskoða bækurnar þar og gefa skýrslu um fjárhagsástand Canada þar. Hingað til hefir litið svo út sem þeir er mál- um stjórna þar hinu megin telji sér heimilt að vera sínir eigin löggjafar, án þess að gera Canada þinginu reikning fyrir gjörðum sínum. (Liberal Monthly). Samtök. Þessi öld er öld samtakanna. öll möguleg öfl — góð og ill — sameina sig í hverju því sem þau vilja koma í framkvæmd. Auðfélögin sameina sig til þess að fram- kvæma stórfyrirtæki sem snerta allan heiminn. Voldugir einstaklingar gera það sama. Meira að segja heilar þjóðir ganga í sam bönd sér og málum sínum til sóknar og varnar. Iðnaðarmenn sameina sg til þess að geta notið sem fylst arðs vinnu sinnar. Verzlanir samein- ast til þess að geta rekið stórkaupa- og stórsölu- verzlun; það er að segja sölu og kaup í stórum stíl, þótt eins sé selt eða keypt það sem smátt er. Verkalýðurinn sameinast í félög til þess að geta orðið sem bezt samtaka í baráttu sinni, þó það gangi stundum skrikkjótt. Reynslan hefir sýnt það og sannað að sam- tök og samvinna, sameining fjár, sameining lcrafta og átaka geta gert kraftaverk. Þó hundrað manns bisi við það alla æfi að reyna að velta steini hver í sínu lagi, sem þeim öllum er ofvaxið, þá verður steinninn kyrd sömu skorðum og ekkert vinst nema það að mennirnir eyða kröftum sínum, lýjast og slitna. Ef þessir sömu menn beita kröftum sínum allir til samans — ganga í félag og taka á í ein- ingu, þá getur takmarkið náðst á örstuttum tíma með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Þetta hafa þeir séð sem hygnir eru og fram- sýnir, og af því eru öll samtök og samvinna sprottin. Islendingar hér í landi hafa erft það af for- feðrum sínum að vera ósamhentir — ósamtaka. Félagsskapur og samvinna hefir ávalt látið þeim fremur illa og þess hefir þjóðin goldið bæði heima og hér fram á þennan dag. Hér í bænum var á ferð maður frá Nýja íslandi fyrir skömmu. Hann var staddur inni á skrifstofu Lögbergs. Maðurinn heitir Bald- vin Anderson. Hann var að skýra frá því hvernig fiskimennirnir töpuðu á því að geta ekki sjálfir selt vörur sínar beint, heldur yrðu þeir að gera það þannig að láta hana fara í gegn um hendur millimanna. En hvernig stendur á að mennirnir hefjast ekki handa og koma í veg fyrir þetta böl? — því böl er það. Þeir eyða tíma sínum og fyrirhöfn og leggja fé í neta- stúfa og önnur veiðiáhöld hver í sínu lagi. Hvers vegmi stofna ekki Ný-lslendingar og fleiri voldugt fiskiveiða- og fiskisölu félag? Þeir eru nógu margir til þess að stofna voldugt félag í þessa átt. íslendingar eru sjó- menn og sjósóknarar að fornu og nýju og nú er t. d. á ættjörðu vorri allra mesta auðs- uppsprettan fiskiveiðarnar. Og það er með samtökum og samvinnu sem þar er rakað sam- an fé í stórum stíl; þeir ha.fa loksins lært sam- tök heima, og árangurinn er auðsær nú þegar. Hvers vegna feta eklci landar vorir hér í fótspor þeirra í þessu efni? Hvers vegna stofna þeir elcki fiskifélög þar sem þeir geri alt sjálfir; veiði fiskinn, geri hann að verzlunar- vöru og selji hann án milliliða? Þeir eru sjálfir ágætir sjómenn; þeir eru sjálfir nógu viti og hæfileikum gæddir; þeir eru sjálfir nú orðið nógum efnum búnir. Vötnin eru full af auði sem öllum er opinn til afnota. Það er aðeins samtök sem brestur. Er það ómögulegt að hendur og heilar íslenzkra manna geti unnið svo saman að þeim hepnist að hag- nýta sér þann mikla arð, sem hér er um að ræða? Skaðleg ósannsögli. Laugardagsblöðin fluttu grein þar sem fram kom vitnisburður hermanns, sem var fangi á Þýzkalandi og er nýkominn aftur. Hann heitir Thomas Weir og á heima að 313 Cumberland Ave.. Þegar hann heyrði þær sögur sem hér ganga Ijósum logum, þess efnis að fangar á Þýzka- landi séu sveltir og þjakaðir, sagði hann að þær værn blátt áfram lýgi frá upphafi til enda. Hann var sjálfur 8 mánuði herfangi á Þýzka- landi og um tíma til lækninga þar í hospítali, áður en honum var skift fyrir annan fanga frá Englandi og leyft að fara heim í desember 1915. Hann segir að póstur hafi lcomið reglulega og þegar hann hafi verið á hospítalinu hafi sér verið hjúkrað vel og fæðið hafi verið óaðfinn- anlegt. Ilann kvaðst ekki hafa orðið var við neitt af hinni illu meðferð, sem hér sé talað um og mikið gert úr. “Við fengum einnig að vita hvernig alt gengi, þó það væri stundum seint. Við fengum blöð frá bandamannalöndunum og nóg af bók- um og okkur voru látin í té föt þegar við þurft- um þeirra við,” sagði Weir. Thomas Weir fór frá Winnipeg þegar stríð- ið hófst og særðist í olnbogann í orustunni við Ypres og var tekinn fangi. Hann lýsti því yfir að læknishjálp væri alveg jöfn í Þýzkalandi, livort sem um þýzkfa eða brezka fanga væri að ræða.” Þetta eru fréttir sem sumum koma líklega á óvart. Það hefir verið borið fram í flestum blöðum landsins að föngum liði álíka í Þýzka- landi og mannsálum í helvíti. Afleiðingarnar af þeirri kenningu hafa orð- ið aðrar en til var ætlast. Það kom greinilega fram við kosningarnar í Bandaríkjunum að sumum stóð ótti af því sérstaklega ef þjóðin lenti í ófriðnum, hversu illa yrði farið með þá, sem til fanga yrðu teknir. Þær voðafréttir, sem þessi nýkomni her- maður segir af eigin reynslu að séu'lognar, hafa fylt menn og konur hér skelfingu og hugarraun og áhyggjum vegna sona, bræðra og eigin- manna, sem þessum ósköpum ættu að sæta í fangelsunum á Þýzkalandi. Það verður ekki sýnt með tölum hversu mörgum þessar kenningar hafa haldið heima, sem annars hefðu farið í herinn. Á þennan hátt hafa þeir menn og þau blöð, sem þessar fréttir hafa flutt til þess að æsa þjóðina, unnið alveg í öfuga átt. Ahrifin hafa dregið úr hersöfnun og þannig orðið landráða kenning, þótt til annars hafi verið ætlast. Geturþað verið satt? BlaSiS “Regina Leader” flytur grein 15. þ. m., þar sem því er ákveSið haldið fram að skipið “Deutsch- land” hafi verið hlaðið með nikkel frá Canada. Er fréttin höfð eftir blaði sem heitir “The Providence Journal”, og segir þar að canadiska koparfélagið í Sundbury í Ontario hafi látið flytja þessar hjálpar- vörur til Þjóðverja. Blaðið segir níu vagnhlöss af nikkel, fjörutiu smálestir hvert, og tíu vagnhlöss af leðurlíki, átján smálestir hvert eða alls fimm hundruð og fjörutíu smálestir hafi verið flutt á skipið. Auk þessa hafi verið flutt þangað þrjú vagnhlöss af efni sem “Chromium” heitir, og eitt vagnhlass af “Vanadi um”; eru bæði þessi efni til þess höfð að herða með þeim stál. Enn þá segir félagið að sé eftir í vörugeymsluhús- inu í New London fjögur hundruð smálestir af leður- líki og tvö hundruð smálestir af hreinsuðu nikkel handa Þjóðverjum. THE DOMINION BANK Uppborgaður lioluðstóU og vurasjóður $13.000,000 Allar eigiilr ... 87,000,000 Bankastörl öll f 1 jótt og samvlzkusamlega af hendl leyst. Dg áherzla lögð & a6 gera skiftavinum sem þœgilegust vi6sklftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá »1.00 e8a meira, tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Diuiie Branch—W. M. HAM11/TON, Manager. 8elkirk Branch—M. 8. BUKUiiIK, Manager. V«»|il purith rtouRs Hvaða meiningu leggið þér í nafn? Spyrjið matreið^l- umanninn, PURITV FLOUR More Bread and Better Bread Alt það nikkel sem nú er flutt á Deutschland segir blaðið að sé partur af því sem keypt hafi verið í nóvember 1914 frá Intemational nikkel félaginu. Blaðið segir að þessar vörur hafi keypt þýzk- amerískir menn að nafninu til, en í raun réttri hafi þeir aðeins verið umboðsmenn Dr. Heinrich Albert fjármálaráðanauts þýzku stjórnar- innar hér í álfu og hafi vörurnar verið fluttar til geymshi til Nassau bræðslu- og hreinsunarfélagsins á 29. stræti vestur í North River í New York. Síðan var það flutt þaðan til New York hafnarfélags- ins í Brooklyn og geymt þar i 104. vöruhúsi og skift niður i parta sem vigtuðu 900 til 1400 pund. Svo þegar Deutschland var farið í fyrra skiftið var sent meira af nikkel. Var það fyrst i september í haust. Voru þá nokkur vagnhlöss flutt til “Eastern” flutningafélagsins í New London. Tvö vagnhlössin komu 14. september, eitt 15. sept. og fjögur 18. sept: 25. september komu tvö hlöss af nikkel og leður- liki og 29. september eitt vagnhlass af nikkel og leðurlíki. 11. október kom vagnhlass af nikkel og á átta dögum þar á eftir komu tuttugyt og níu vagnhlöss af leðurlíki; þrjú vagnhlöss af Chromium og eitt vagnhlass af Vanadium. Það nikkel sem keypt var frá Inter- national kopar félaginu kom til þess frá Sudbury í Canada, fyrir milli- göngu canadiska koparfélagsins. Þetta er óefað einhver alvarleg- asta landráðakæra, sem komið hef- ir fram i nokkru landi síðan striðið hófst. Þess hefir áður verið getið í Lögbergi hverjir séu hluthafar í sumum þessum félögum, sem sagt er að þannig séu að selja skotfæra efni til Þjóðverja og mun flestum virðast það skylda þjóðarinnar að skerast í leikinn og rannsaka málið. Þegar svona greinilegar skýrslur eru gafnar með manna- og félaga- nöfnum, nákvæmri dagsetningu og ákveðinni upphæð og vissir staðir tilnefndir, þá er auðvelt að hefja rannsókn hvenær sem er. Aðgerðaleysi sfjórnarinnar í þessu tilliti mun af mörgum verða talið sem óræk sönnun um sekt þeirra sem til eru nefndir og óræk sönnun þéss einnig áð stjórnin vilji hlifa þeim og sé þess vegna samsek. Getur þetta verið satt? Hvaðá að bjóðaokkur? Það er ekki sjaldgæft að sjá auglýsinigar í íslenzku blöðunum um samkomur til arðs fyrir eitthvað af okkar mörgu félögum hér í bæ, og þá oftast getið um leið hvað verði á skemtiskránni, ræður, upplestur, pí- anó söló, o. s. frv., og þá stundum kaffi á eftit, og þetta alt fyrir að- eins tuttugu og fimm cent. Þessu erum við íslendingar hér í bæ orðn- ir svo vanir, að maður getur naum- ast hugsað sér öðruvísi samkomur, það er orðið að sterkum vana að sækja þær; mernn fárast ekki svo mjög um breytingarleysið, menn vita, þegar getið er um samkomur, hvaið þar verður á boðstólum, og það er sjálfsagt að sækja samkom- urnar vegna félagsskaparins, sem á að njóta ágóðans,—og það út af fyr- ir sig er lofsvert, að styðja það fé- lag sem maður heyrir til, og það málefni, sem maður hefir trú á. Því sækja hin ýmstt félög lítið sam- komur hvort hjá öðru, allir v'ita, að það sama er á boðs'ólum hjá öllum og það styrkir því hver sinn eigin félagsskap. Það hefir víst mörgum þótt illa brugðið gamalli venju, þegar aug- lýst var að það ætti að vera sam- koma í Tjaldbúðarkirkju á mánu- dagskveldið var og inngangurinn að eins tíu cent, sem t sjálfu sér var nú nóg, því skemtiskráin var ekki svo sérlega fjölbreytt, engin pianó sóló, engin ræða—en það gerði nú reynd- ar ekkert til—og ekkert kaffi á eft- ir. Það var eiginlega ekkert. Sum- ir sögðu að það ætti bara að lesa eithvað úr einhverri sögu um eitt- hvað, sem maður skildi líklega ekk- ert í, eitthvað um sálina, eitthvað óttalega háfleygt. Já, ekki fara þær batnandi, sam- komurnar, þær eru nú ekki einu sinni að verða tíu centa virði. Aðr- ir vissu betur, þeir vissu hvað þessi einhver saga hét og þeir vissu líka eftir hvern hún var og að þeir hefðu aldrei lesið hana; þeir vissu, að sag- an hét “Sálin vaknar”, síðasta skáld- sagan og ef til vill sú bezta, sem komið liefir út eftir Einar Hjör- leifsson Kvaran; en enginn hafði séð hana né lesið, því hún er enn ó- fáanleg hér í bókabúðinni, ein-s og svc margar aðrar nýútgefnar ís- lenzkar bækur á íslandi. “Það kem- ur ekkert hingað vestur,” heyrir inaður marga segja. En því koma þá ekki allir sem vetlingi geta vald- ið og fá að heyra söguna lesna? Það hvernig aðsóknin var á mánu- dagskveldið var í Tjaldbúðarkirkju, þegar séra F. J. Bergmann las kafla úr sögu Kvarans—sýnir bezt, hvað íslendingar eru sólgnir í að heyra nýjustu skáldrit, sem koma heiman af ættjörðinni, og það eftir eut bezta sögu- og leikrita skáklið sem þjóðin á. Sér F. J. Bergmann las mjög vel, fór sérlega vel með efni og sambönd sögunnar. Ef dæma má af þeim köflum sem hann las, má óhætt fullyrða að sagan er þess virði að hún verði lesin af ölluin með athygli, og vonandi verður þess ekki lengi að bíða að hún komi hing- að vestur. Aðeins tuttugu til þrjá- tíu manns hlýddu á upplesturinn 1 Hvað viljum við? Hvað á að bjóða okkur? Margir mundu segja sem svo, að það er ekki von að fólk sæki það, sem það v'eit ekki hvað er. Þetta hefst af því að vera að breyta til, það er betra að hafa það eins og það hefir verið, þá veit maður þó hverju maður á von a. Er engin löngun i fólki? er engin þörf fyrir eitthvað hressandi, vekjandi, lífg- andi, svalandi, í þessu þjóðernis móki okkar? Eða, eru allir að verða svo sljóir, svo hugsunarlausir að þeim sé sama þó að sálin sofi? sama hvort hún raknar nokkum tima við eða ekki? Það er sv'o mikið 6- samræmi í okkar félagslífi, í sam- bándi við okkar þjóðernis baráttu að það er naumast hægt að gera sér grein fyrir því, hvar við s.önd- um og hvert við stefnum. Það sjálfsagt kemur til af þvi að það eru svo margar sálir sem sofa. Það var lengi vel hrópað hvelt og sam- róma: “íslendingar viljum vér allir v'era!” Svo fóru raddirnar að verða ósamstæðari, það leið lengra á milli, ópin urðu veikari og veikari, og nú heyrast þau naumast lengur; þau eru orðin kraftlaus. Og þó erum við viðkvæmir fyrir öllum ámælum i okkar garð, sé því dróttað að okkur að við séum ekki lengur íslending- ar. I allra náðarsamlegasta máta Ert ÞÚ hneigður fyrir hljcmfrafi ? Ef svo er þá komdu og flndu okkur áður en þú kaupir annarsstaðar. Vi6 höfum mesta úrval allra fyrir vest- an Toronto af Söngvum, Kenslii-áliöldum, I,úðranótum, Sálmum og Söngvum, HljóðfæraáhiiUlnm. o.sfrv. Reynsla vor er til reiSu þér tll hagn- aSar. Vér óskum eftlr fyrirspurn þinni og þær kosta ekkeft. WRAY’S MUSIC STORE 247 Notre Dame Ave. Plione Gaiæy 688 Winnipeg NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll iöggiiíur 46,00 ),000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu...... $ 715.600 Pormaður.............- - - Slr I>. H. McMIUUAN. K.C.M.G Vara-formaður - Capt. WM. ROBINSON Sir T>. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H ASHHOWN. E. F. IIUTCHINGS, A. McTAVTSH CAMPBEUI,, JOHN STOVEI, AMrk mar bvi'rntö-f afgreiId. Vér byrjurn reikn'nga við einstaklinga eða fé'ðg og sann jjarnir ski'mtlar veitt'r Aviianir seldar til Kvaða daðar scm er á lslanti. Sértakur gi'Jiur gícinn soarisjóðsinílögum, sem byrja má með einam d rilar. Rentur lagðar við á Kverjum sex mánuðum. T. e. T 4 JTiTilMSSOIM, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SKerbrookeiSt., . * Winnipeg, Man. m\ >jg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.