Lögberg - 14.12.1916, Síða 1

Lögberg - 14.12.1916, Síða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem Ijúffengast. G.ftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ð i. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4140 29. ARGANGUR Jón Jónsson. snírnfr »‘ðlnu:iir. Halldór Hermannsson, bókavörður. “A8 veita heilnæmum straumum heim og a’S heiman, þa8 er aS vera sannur sonur þjóðar sinnar.” H. H. Eitt af því sem Jrjóð vorri heima hefir staðið stórkostlega fyrir þrifum, er það, hversu hún hefir verið lítið kunn er- lendis. Sjálfir hafa íslendingar vitað það, að þefír áttu gull og gimsteina í bókmentum sínum; sjálfir hafa þeir vitað það, að þeir stóðu ef til vill engri þjóð að baki mentunarlega í vissum' skilningi. En umheimurinn hafði lítið af því að segja. Ljóð vor og bókmentir voru ekki til á öðrum tungum en vorri eigin | og hana skildu engir nema vérl sjálfir. f síðari tíð hefir þetta; mjög breyzt. Nú er farið að þýða margt af voru máli á ann- ara og vér þannig farnir að kynnast. Heimurinn er farinn að vita af því, að vér erum til. Einn þeirra manna, er í síð- ari tíð hefir unnið meira að því en nokkur annar að gera bók- mentir vorar kunnar erlendis, er Halldór Hermannsson í New York. Hann er fæddur 6. janúar 1878 að Velli í Rangárvallas., sonur Hermaníusar, er var sýslunjað- ur þar og konu hans. Hann kom til lærðaskólans í Reykjavík 1892 og útskrifaðist þaðan árið 1898 með ágætum vitnisburði. Sigldi hann samsumars til há- skólans í K.höfn og byrjaði þar á laganámi. Rétt eftir að hann kom þang- að vildi það til, að fslandsvinur- inn Fiske þurfti að fá tvo menn til þess að fara með sér til Flor- ence á ítalíu og fá þá til að semja skrá yfir bókasafn sitt. Var þar í stór deild af íslenzk- um bókum og þurfti hann því íslenzka menn. ' Til þessa verks valdi hann tvo stúdenta, þá Bjarna Jónson nú- verandi bankastjóra á Akureyri og Halldór. Við þetta starf voru þeir í heilt ár, 1900—1901. Að því loknu talaðist þannig til, að Halldór varð hjá Fiske áfram við ritstörf og ýmsar bókmenta legar rannsóknir; ferðaðist hann méð honum um ýms lönd, svo sem pýzkaland, ftalíu og víðar. Árið 1904 andaðist Fiske. Hafði hann svo ráð fyrir gert, að bókasafn hans yrði flutt til Comell háskólans í New York og íslenzkur maður skyldi verða þar bókavörður. Var Halldór sjálfkjörinn til þess og hefir gegnt þeim starfa síðan. pegar safnið byrjaði, voru þar 8,500 bindi íslenzk, og hafa öll íslemzk blöð og tímarit og allar bækur, sem út hafa komið verið keypt þar síðan, auk afar- margra rita gamalla og stór- merkilegra. Auk þess sem Halldór gegnir bókavarðarstörfum, sér hann um útgáfu ársrits á ensku um íslenzkar bókmentir; er það stórt rit og vandað og orðið stórmikið safn. Er því valið nafnið “fslandica”, og hefir Halldór skrifað það alt frá upD- hafi til enda. Mundi það hafa verið sumum nægiegt æfistarf, þótt lítið annað hefði gert, því safnið er þess eðlis, að nákvæma og ítarlega vandvirkni þarf við að hafa, svo að fádæmum sætir, þar sem það eru mestmegnis fróðlegar skýrslur. Auk þessa hefir hann skrifað margar merkar ritgerðir bæði í íslenzk tímarit og ensk og er/ hann jafnvígur á bæði málin, ritar þau bæði afburða vel. pað er flestra manna álit, að sú staða sera þessi landi vor nú skipar, sé einhver sú þýðing- armesta sem til sé erlendis, með því að sá er hana skipar hefir takmarkaaust tækifæri til þess að voita straumum heim og að heiman og hafa á aðra hönd áhrif á þjóð sína með þeirri þekkingu er hann fær er- lendis, og hins vegar að opnu augu umheimsins f> rir þeim sannleika, að til er þjóð, sem fs- lendingar nefnast og er þess virði að henni sé gaumur gef- inn. Og það mun flestra manna mál, að tæplega gæti þetta starf verið í hæfari manns höndum, en þáð er nú. Halldór er mikill maður á velli, fríður sýnum og gerfileg- ur, bjartur á brún og brá, og höfðinglegur með afbrigðum. Jón Jónsson, saRnfræðingur. “Bf hver einstaklingur hefir það hugfast, aS verða ekki ættleri, þá er þjó'Binni borgið.”-—J. J. Fáir eru þeir bræður vorir heima, sem menn þekkja hér betur án þess að hafa séð þá, en Jón Jónsson sagnfræðingur. Og fáir eru þeir þar, sem meiri og varanegri áhrif hafa haft á hugi vor Vestur-íslendinga og opnað oss betur útsýni og inn- sýni í líf forfeðra vorra en hann. Að undanteknum sumum ljóðabókum hefir víst ekkert rit, sem að heiman hefir kom- ið, mótað sig eins óafmáanlega í hugskot vor og sumar bækur hans, t.d. “fslenzkt þjóðerni”, “Skúli landfógeti”, “Oddur lög- maður” og “Gullöld fslands.” Hversu mikil áhrif hann hafi haft á oss hér verður aldrei talið né mælt og þó eru áhrif hans óendanlega yfirgripsmeiri og dýpri á ættjörðu vorri. Sá eldmóður sem hann hefir kveikt í hugum yngri manna og kvenna þegar hann hefir kallað forfeður þeirra og fornmæður fram í nutíðarlífið og látið þau mæla upörfunarorðum—sá eld- móður á ekkert til að mælast við af sama tagi sem þjóðinni tilheyrir. pað er eitt af kraftaverkum 19. aldarinnar á íslandi að vek.ja þar upp mann, er önnur eins á- hrif hefir haft með ritum sín- um og Jón Jénsson. Hann verður ávalt í sögu vorri talinn meðal hinna stajrstu spámanna. Jón Jónsson er fæddur 25. apríl árið 1869 í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi; k;om í latínu- skólann 13 ára gamall; útskrif- aðist árið 1889; sigldi til háskól- ans í K.höfn og byrjaði þar á læknisfræðisnámi; hætti því brátt og tók að lesa sögu Norð- urlanda— sérstaklega fslands; en aldrei tók hann háskólapróf. Síðasta verk hans í bókment- um og ef til vill það allra merk- asta, er saga íslands, skrifuð á ,svo aðgengilegu máli, eins og öl hans rit, að unun er að esa. Jón er kennari við háskólann og nýtur þar mikils álits bæði fyrir þekkingu sína og prúð- mensku. Hann sat á þingi um eitt skeið fyrir Reykjavíkurbæ, en ekki kvað þar eins mikið að honum og við bókmentimar. í Jón verður ein þeirra stjama er alt af skín bjart á bókmenta-1 himni íslands. l WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER. 1916 Oskasynir Islands heima og erlendis Lögberg flytur í þetta skiftj myndir af fáeinum ágætismönn- um ættjarðar vorrar; er það ekki ofsögum sagt, að þeir allir skari fram úr hver í sinni grein. Guðmundur Björnsson, landlæknir. “Hver stund sem vér llfum í ISju- leysi, er stolin tir fjársjóSi lands og ÞjóSar.”—G. B. peir eru allmargir, sem geta verið bæði stórvirkir og vel- virkir í einhverju einu; þeir eru nokkrir, sem geta verið góð- virkir og mikilvirkir í tvennu eða jafnvel þrennu; en þeir eru hreinasta undantekning, sem bæði eru vandvirkir og afkasta- miklir í mörgu. Elnar Hclgason, jarðyrkjumaður. Einn þessara örfáu manna er Guðmundur Bjömsson, land- læknir á íslandi. 0 Guðm. Björnsson er fæddur 12. október 1864 í Gröf í Víði- dal í Húnavatnssýslu; er hann sonur Bjöms bónda Guðmunds- sonar og porbjargar konu hans Helgadóttir á Marðarnúpi Hann útskrifaðist af lærðaskól- anum í Reykjavík árið 1887 og tók læknisfræðispróf við há- skólann í Kaupmannahöfn árið 1894. Var hann þá þegar sett- ur héraðslæknir í Reykjavík, en fékk veitingu fyrir því embætti skömmu seinna. Hélt hann því þangað til árið 1906; þá varð hann landlæknir á fslandi. Hafði hann aflað sér óvenju- lega mikillar mentunar auk hinnar venjulegu skólafræðslu og var því sérlega hæfur fyrir stöðuna. pannig ferðaðist hann til Noregs fyrir stjórnina árið 1896 til þess að kynna sér lækn- ingaaðferð Norðmanna og vam- ir þeirra gegn holdsveiki. peg- ar hann kom heim bjó hann út frumvarp er lagt var fyrir þing- ið um það mál, og var sérstak- lega orð á því haft, að aldrei hefði frumvarp verið betur og vandvirknislegar úr garði gert. pegar Guðmundur var í skóla bar snemma á því, að hann var starfsamur framkvæmdamað- ur og eftir því sem honum óx þekking og tækifæri, kom það fram betur og Ijósar með ári hverju, hvílíkum heljarkröft- um hann átti yfir að ráða. pað var því ekki að óvæntu, að hann lét til sín taka, þegar honum var fengin í hendur ein- hver vandasamasta og mesta trúnaðarstaða þjóðarinnar — það að vaka yfir heilsu hennar og lífsskilyrðum. Hann tók sig til svo að segja umsvifalaust og hóf hlífðar- lausa baráttu gegn berklaveik- inni á íslandi, sem áður var sá vágestur, sem þjóðinni stóð af hinn mesti voði. Ritaði hann hverja greinina á fætur annari um það mál í blöð og tímarit; flutti um það fyrirlestra og rit- aði um það bækur. Hafði hann lag á því að koma þannig orðum að því sem hann hafði að segja um þetta mál, og alt annað, að öll þjóðin hlustaði þegar hann talaði. Og nú er á fslandi eitt með beztu berklaveikishælum, sem til eru í Evrópu. pá sneri hann athygli sinni að öðru máli, er embætti hans snerti; það var geðveikramálið. Var það að mestu leyti fyrir hans óþreytandi dugnað að bygt var geðveikrahæli á íslandi og var það ein hin þarfasta stofnun, sem þar hefir komið upp. Ritgerðir Guðmundar um það mál verða þjóðinni ávalt í fersku minni og honum til ævar- andi sóma. priðjastórmálið heima í heil- brigðisáttina, sem hann berst fyrir, \er landsspítali. Flytur hann n\i hverja ræðuna á fætur annari um það mál og skrifar um það í blöð og tímarit með þeim sama eldmóði, sem hef- ir einkent starf hans frá því fyrsta. Skylt þessum störfum var það, þegar hann í félagi við aðra stéttarbræður sína byrjaði á því að gefa út alþýðlegt íæknablað á fslandi; var það nefnt “Eir” og flutti margar leiðbeiningar og ógrynni af fræðslu. En Guðm. Bjömsson hefir ekki látið sér nægja að skara fram úr sem læknir að dugnaði og framkvæmdum. Hann hefir auk síns yfirgripsmikla starfs gefið sig meira við opinberum málum en flestir aðrir núlif- andi menn á fslvodi. Hann var í bæjarstjórn R.vík- ur í sex ár (1900—1906) og reyndist þar frábærlega starf- samur. Barðist hann þar ó- trauðlega fyrir vatsnveitu, lét gera uppdrætti of bænum til vatnsleiSslu og margt fleira. Ekki var laust við að hann þatti of stórstígur og fékk hann stundum allharða mótstöðu; en slíkt láta mikilmenni aldrei á sig bíta, enda hélt hann jafnt fram máli sínu fyrir það, hvort margir voru með eða móti. Á þingi hefir Guðm. Björns- son verið hvað eftir annað og gegnt þar ýmsum trúnáðar- störfum, enda verið þar flestum atkvæðameiri. Nú í haust var hann kosinn á þing við lands- kosningarnar. Eitt mál er það á íslandi, sem flesti^m öðrum málum hefir verið meira barist um og nú er farsællega til lykta leitt; það er bindindismálið. Hjá því gat tæplega farið, að annar eins starfsmaður og hann legði þar hönd á plóg; enda hefir hann í síðastliðin 20 ár verið einn hinna allra áhrifamestu framsögu- manna þess. J?eir eru víst fáir á íslandi, sem bindindismálið á meira að þakka en honum. í upphafi sögðum vér, að hann væri einn hinna fáu, sem un’nið gæti að mörgu og gert alt vel. Sannleikurinn er sá, að Guðmundur Bjömsson skiftir sér svo að segja af hverju ein- asta máli, sem á dagskrá kem- ur heima fyrir, og það sem ó- skiljanlegast er, er það, að hann fjallar um þau öll hvert fyrir sig eins og hann væri sérfróður í því sem hann vinnur að í það og það skiftið. Heilbrigðismál, mentamál, bindindismál, skáldskap og bók- mentir, íþróttir, siðbótamál, IlaHclór Herniaiinsson, bókavörður. stjómmál og atvinnumál. Um alt þetta fer hann höndum sér- fræðingsins með hinni mestu þekkingu og nákvæmni. Og starfsþrekið og áhuginn er ó- venjulega mikill. Æfisaga Guðmundar Björns- sonar ver^ur svo merkileg þeg- ar hún verður rituð með sann- gimi, að hún verður alveg ein- stök í sinni röð, ekki einungis sökum þess, hversu pundið hef- ir verið stórt, heldur einnig og öllu heldur fyrir þá sök hversu afar vel það hefir verið ávaxtað. Jóhann Sigurjónson, skáld. “Taktu eldinn úr hlóSunum, |>& er húsiS kalt; taktu hitann úr ljóSunum, þá er hel yfir alt.”—J. S. NÚMER 50 ( Guðniundur Björnsson landlæknir. Tæplega munu Jæss dæmi, að jafnungur maður og Jóhann Sigurjónsson er, hafi náð eins mikilli festu í bókmentaheimin- um yfirleitt og hann. Jóhann er ekki einungis talinn meðal allra fremstu skálda íslands og langfremsta leikritaskáld þióð- ar vorrar, heldur er hann viður- kendur um öll Norðurlönd og jafnvel um alla Norðurálfu, auk þess sem nafn hans stækkar með hverju árinu sem líður meðal Ameríkumanna. Tímaritið “Scandinavian Re- view” gefur Jóhanni Sigurjóns- syni tignarsæti og stærra en flestum öðrum skáldum Norð- urlanda. Jóhann er að eins 36 ára gam- all. Hann er fæddur 19. júní I 1880, sonur Sigurjóns bónda á I Laxamýri í Suður pingeyjar- sýslu og konu hans. Gekk Jó- hann í 2. bekk lærðaskólans ár- ið 1896 og var þar þangað til hann tók fjórða bekkjar próf. pá sigldi hann til Kaupmanna- hafnar 'og byrjaði á dýralækn- inganámi , við háskólann, en hvarf frá því eftir að hann hafði lokið fyrri hluta prófs með ágætis vitnisburði. Var hann þá farinn að gefa sig svo við bókmentum, að hann ákvað að helga þeim krafta sína heila og óskifta. Jóhann var snemma atkvæða- maður mikill ;tók hann flestum öðrum meiri þátt í félagsmál- um þegar hann var í skóla, og hverju máli sem hann fylgdi, kynti hann þá elda, sem bæði lýstu og hituðu. Hann er til- finningamaður í mesta lagi og hélt fram þeirri stefnu þegar í æsku, að eins og hitinn væri öllu viðhald í hinu líkamlega lífi, þannig væri hann það einnig í hinu andlega. Fyrstu merki þess að Jóhann var efni í skáld, var kvæði er hann orti fyrir Dagskrá 1898, með fyrirsögninni “Reynitrén”. pað kvæði vakti mikla eftirtekt og er það einkennilegt, að þar byrjar Jóhann á þeirri skáld- skaparstefnu, sem hann hefir jafnan fylgt síðan. Hún er sú, að taka eitthvað úr hinni merki- legu þjóðarsögu fslendinga, færa það í frambærilegan bún- ing og gefa því vængi skálds- ins til þess að það geti flogið inn í sál þjóðarinnar, sem það upphaflega kom frá, og fundið þar sitt rétta heimkynni. petta er stefna Jóhannns og honum hefir tekist svo að kraftaverki er næst. Fj alla-Eyvindur og Galdra- Loftur eru þau skáldverk, sem jaldrei deyja á meðan einhver snefill er eftir af íslenzkum 'hugsjónum. í þessum ritum hefir Jóhanni tekist að sýna eina hlið af þjóð- lífi íslendinga í alveg nýju ljósi. Olnbogabömin í fomum munn- mælasögum eru þar leidd fram fyrir þjóðina—móður sína—og hún látin sjá það og finna, iðr- ast þess og viðurkenna það, að hún hefir ekki veitt þeim það uppeldi, sem hún skuldaði þeim. Jóhann Sigurjónsson er yfir höfuð einkennilegur maður. Hann er lausari við allan tepru- skap en menn eru alment; hvort hann flytur lof eða last, hvort hann er í minni hluta eða meiri hvort það líkar betur eða ver, þá gefur hann hugsun sinni orð á þann hátt sem honunm sjálf- um finst við eiga. Hann kallar lýgina lýgi og syndina synd, al- veg eins fyrir það, þótt einhver vilji kalla það eitthvað annað, og þótt það þyki ekki láta vel í eyrum. Einar Helgason, jiirðyrkjufracðiiíí'ur. “HvaS er þaS, sprottiS á lslandil hlynt?”—E. H. ' sem ekki getur ef vel er að þvf fslendingar em ríkir af bók- mentum, ríkir af skáldskap, nkir af hugsjónum, ríkir af alls konar andlegri auðlegð; en þeir hafa verið eftirbátar annara W'oða í ýmsum praktiskum framförum til skamms tíma. Skógar hafa verið höggnir upp með rótum þar sem þeir voru, lyngið rifið upp; landinu hafá verið veitt ótal sár en lítið gert til þess að græða þau; flíkumar hafa verið rifnar af því, en lítið gert til að klæða það. í seinni tíð hafa þó stórkost- legar framfarir átt sér stað, ekki í einu heldur öllu. Meðal þess sem mætir aug- anu, þegar til íslands er komið, nú í seinni tíð, er það, að þar er nú margskonar jarðargróði, sem eki þektist fyr. Meðfram götum í Reykjavík eru blómlegir mnnar, þmngnir þroskuðum berjum á vissum tíma ársins, og hefðu menn ekki trúað því í gamla daga, þótt einhver hefði spáð því að slíkt gæti orðið. Víðsvegar um land eru nú skógarræktun, blómreitir, kom- blettir og alls konar gróður, sem vaxið hefir upp í skjóli sívak- andi hugsana og sístarfandi og hlúandi handa. Sá maður, sem allra mest hefir að þessu unnið, er Ein- ar Helgason. Hann er fæddur 15. júní 1867 á Kristnesi í Garðsárdal í Eyjafirði Einar hefir varið öllum sín- um kröftum í þjónustu þess að “klæða” landið og “græða.” Mesta þrekvirki hans í þá átt er gróðrarstöðin í Reykjavík. Hún var byrjuð árið 1900 með 14 dagsláttum lands rétt hjá höfuðstaðnum. Er þar rejmd allskonar trjárækt, blómarækt, matjurtarækt og komrækt; sér- staklega blöndun grastegunda, og er nú selt þaðan allskonar fræ út um alt land. Fyrsta tré var gróðursett þar 1900; gerði það H. Kr. Frið- riksson forseti búnaðarfélags- ins; var það björk og nefnd Halldóra, í höfuðið á Halldóri. Er það tré nú orðið allhátt og þriflegt. par eru stórir og miklir rauðberjamnnar og önn- ur berjatré. Við stöðina vinna og læra margir ungir menn og konur og samskonar stöðvar hafa þegar verið byrjaðar víða um land í smærri stíl, þar á meðal á út- skálum, í pjórsártúni, í Birt- ingaholti, á Hvanneyri. á Sauða ein, á Selfossi og í Deildar- tungu. Einar er einn hinn allra þarf- isti sonur ættjarðar vorrar og ‘rumkvöðull hrejrfingar, sem Víinar nýtt tímabil í sögu þjóðarinr'ar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.