Lögberg - 14.12.1916, Síða 4

Lögberg - 14.12.1916, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER 1916 3£°gb£ig Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manauer Utan&skrift til blaðaina: TlfE OOLUfJI^ PilESS, Ltd., Box 3I7Í. Wlnnipog, Utanáakrift ritstjórans: EDITOR L0C3ERC, Box 3172 Winnipog, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um &riS. «27 Frœðandi fundur var haldinn í Liberal klúbbnum 30. nóvember. par voru staddir góðir ræðumenn og snjallir og fluttar bæði fróðlegar ræður og skemtilegar. Aðalræðumennimir voru tveir: Adamson þingmannsefni fyrir Gimli kjördæmi til sam- bandsþings og Thos. H. Johnson ráðherra opin- berra verka. Adamson kom víða við og stakk á mörgum kaunum Ottawastjómarinnar; en einna dýpst rak hann hnífinn í kýlin, þegar hann talaði um toll- málin. Munu margir hafa farið af fundi fróðari en þeir komu þangað, eftir að þeir höfðu heyrt glögga grein fyrir því gerða hvfer væri hin rétta og sanna ástæða dýrtíðarinnar. pegar talað er um dýrtíðina, þá er orðum oft þannig hagað, eins og verið væri að tala um harð- indi, sem ekki yrði komið í veg fyrir. pess er ekki gætt að dýrtíðin er þjóðinni sjálfri að kenna. pað er lítils virði að kvarta og berja sér, en hreyfa hvorki hönd né fót né tungu í því skyni að breyta þeim kringumstæðum sem dýrtíðina skapa. Menn líta aðeins á yfirborðið, en grafa ekki til grunna né brjóta til mergjar. Fólkið yfir höfuð er of hugsunariaust; of leiðitamt. Ein- stakir fjárglæframenn hafa tögl og hagldir í öll um viðskiftum, aðeins fyrir þá sök að fólkið læt- ur þá hugsa fyrir sig, í stað þess að hugsa sjálft Bömin spyrja að ástæðum fyrir öllu mögu- legu. Af hverju? hvaðan? hvemig? til hvers? og svo fram vegis hljómar á vörum hvers heil- brigðs bams. Og það leitast við það af fremsta megni að svara f jálft sínum eigin spumingum pannig á þjóðin að fara að. pannig á hver sannur borgari að fara að. pað heyrir til borg- aralegum skyldum að spyrja sjálfan sig allra þeirra spuminga sem ríkið snerta og hag þjóðar- innar og reyna að svara þeim. Hvemig stendur á því að við borgum hærra verð hér fyrir brauð sem búið er til úr canadisku hveiti, en borgað er fyrir brauð úr því sama hveiti þegar það er komið til Englands? Hvemig stendur á því að við borgum hærra verð fyrir saumavélar sem búnar eru til hér í Canada, en þær eru seldar í Evrópu, eftir að búið er að kosta flutning á þeim þangað? Hvemig stendur á því að við borgum hærra verð fyrir akuryrkjuverkfæri hér, sem búin eru til í Canada, en þau em seld fyrir suður í Banda- ríkjum, eftir að búið er bæði að borga af þeim flutningsgja... og toll? Hvemig stendur á því að við hér í vesturland- inu verðum að borga miklu hærra flutningsgjald á vörum vorum, en samborgarar okkar í Austur Canada, þrátt fyrir það þótt jámbrautimar græði meira í vesturlandinu ön austur frá? pessum spumingum vill fólkið fá svarað og það getur fengið þeim svarað, ef það grefur nógu djúpt. Skattamir og tollamir í Canada eru orsök í dýrtíðinni að mestu leyti. Afturhaldstjórnin komst til valda 1911, með hjálp þeirra manna sem framleiða vörur og fá einkarétt til þess að selja þær hér í landi fyrir okurverð með vemd stjóm- arinnar. pegar þess er gætt að allir íbúar landsins eru aðeins 7,000,000 að meðtöldum bömum og gamal- mennum, en tollamir á ári nema 500,000,000, þá geta menn fyrst skilið hvemig á því stendur að lífsnauðsynjar eru dýrar. petta er svo að segja alt tekið í tollum af því sem vér þurfum til við- urværis. Hér er ekki svo drukkinn kaffibolli né látinn upp í sig sykurmoli, ekki látinn á sig skór né vetlingur; ekki tekið í hönd verkfæri til þess að framleiða eitthvað úr jörðinni, án þess að borgað- ur sé tollur og hann tilfinnanlegur. “En þetta er nauðsynlegt”, segja menn; “ein- hversstaðar verður að fá frá tekjur til þess að standast kostnað við stjóm ríkisins.” pað er rétt; en hversu mikið af þessum toll- um fer til þess? Lítið á skýrslumar og sannfær- ist um það að ekki nema Vi af þessum tollum fer í ríkisfjárhirzluna eða til þjóðar þarfa; hitt fer í vasa auðvaldsins og einokunarinnar. pannig var það síðasta árið sem skýrslur ná yfir að af $500,000,000 fýru aðeins $100,000,000 til ríkisins, en $400,000,000 (fjögur hundruð miljón ir) fóm í vasa einokunarinnar. Oss er kent það og prédikað að vér eigum að vemda heimaiðnað og kaupa heima tilbúnar vör- ur, og það lætur vel í eyrum þjóðrækinna manna eins og Canadamenn em yfir höfuð. En þegar eins stendur á og eins er farið að og hér í landi nú á tímum, þá er það vafasamt hvort það eru ekki blátt áfram landráð að vernda heimaiðnað. pegar fáeinir menn hafa gengið í félag til þess að sjúga merg og blóð úr þjóðinni til þess að fita sjálfa sig undir því yfirskyni að þeir séu at vemda heimaiðnað, þá em þeir eins greinilega landráðamenn og nokkur getur verið. Og það er heilög skylda vor að rísa upp gegn þeim. Með órækum skýrslum ríkisins má sanna það öllum sem opin augu hafa, að þær vörur sem hér eru búnar til eru 20%—50% dýrari en sömu vör- ur eins góðar eða betri, ef vér keypum þær ann- ars staðar ao. Maður býr til akuryrkjuverkfæri í Bandaríkj- unum og selur það svo lágu verði að hingað flutt mundi það ekki kosta nema $200. Annar maður býr til sama verkfæri hér ekkert betra. Til þess að .. essi framleiðandi hér geti sogið berg úr bein- um samlanda sinna er honum leyft að selja þetta verkfæri á $300. Og hvemig er það mögulegt? spyrja menn. Hvemig stendur á því að ekki er heldur keypt af hinum sem selur fyrir $200. pví er þannig komið fyrir að $100 tollur er lagður á það, til þess að verðið verði eins hátt, og svo er básúnað um það skýjimum hærra að sjálfsagt sé að kaupa heima fyrir. Af þessu leiðir það að varan eða verkfærið fer upp í $300, í stað þess að hún ætti ekki að kosta og kostar ekki að réttu lagi nema $200; hinu stinga auðfélögin í vasa sinn með verad og að- stoð stjómarinnar. petta er aðeins dæmi, en svona er því varið með svo að segja alt er vér þurfum að kaupa. Af þessu stafar það að tollar í Canada eru á hverju ári að meðaltali $635.00 á hvert heimili með 5 manns. Fólkinu í landinu er bannað með lögum að kaupa ódýrar og góðar vömr annarsstaðar að, og þau lög em þvinguð upp á fólkið þannig að þ’eir sem selja vilja góða vöm og ódýra eru látnir sæta fyrir það svo háum sektum, sem kallaðir eru toll- ar, að þegar sú sekt er greidd þá er varan orðin eins dýr og sú sem fólkið er þvingað til að kaupa með ránsverði hér. Einokunin útilokar góðar og ódýrar vörur frá landinu, og er það einhver ljótasta aðferð sem hægt er að hafa til þess að kúga fólkið. Tollam- ir eins og þeir eru hér virðast blátt áfram til þecs gerðir að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. — Tollamir eru leyniskattar, sem lagðir em allar nauðsynjavömr — tollarnir eru löghelgað rán. Dýrtíðin er kend stríðinu, og að sumu leyti er hún því að kenna, en að minstu leyti þó. Hvemig var það fyrir stríðið ? ' pá var meira en helmingur af öllum íbúum Manitobafylkis í bæjum, en landið var autt. Og af hverju var það? Af hverju leitaði fólk ið til bæjanna, þar sem það að eins gat dregið fram lífið á daglaunavinnu; aðeins hafði til hnífs og skeiðar? Ástæðan liggur í augum uppi: Búskapurinn borgaði sig ekki. Allar afurðir voru undir lögum tollanna. Menn vom sektaðir fyrir að selja sína eigin vöru; sektaðir fyrir hvem einasta mæli koms er þeir vildu selja og flest annað; alt sem fyrir vömna fékst fór í kostnað, sökum þess að akuryrkjuverkfæri vom með tvöföldu verði. Og þetta verður eins eftir stríðið ef ekki er breytt til. Svo er reiknað að 250,000 særðra manna muni verða hér eftir stríðið, og að það muni kosta um $40,000,000 á mánuði að sjá fyrir þeim. Bóndinn er stoð og stytta þessa lands. Undir honum er öll vor velferð komin. Honum eigum vér meira að þakka en nokkurri annari stétt. En hvemig er svo farið með þessa stétt. Lög landsins eða stefna afturhalds flokksins, sem gerð er að lögum á þessu tímabili, ákveða að okurverð skuli vera á öllu sem hún kaupir; byggingaefni í hús bóndans, verkfærin sem hann þarf á að halda til þess að framleiða með gróða jarðarinnar, flutn- ingsáhöld, sem hann þarf til þess að koma vömnni frá sér, alt er honum selt með okurverði. Til dæmis er hann látinn borga $90 fyrir flutn- ingsvagn, sem ekki kostar nema $25, og svona er með alt annað. , pað sem hér er skráð að ofan er lauslegur út- iráttur úr ræðu Adamsons. Kendi þar margra fleiri grasa og er Adamson bráð mælskur maður. Má mikils vænta af honúm þegar hann kemur á ?ing, því það þarf tæpast að efa að hann nái kosn- ingu. ma THE DOMINION BANK Vppborgaður hot'uðstóU og varasjóður $13,000,000 ( Allar eigiUr ... 87,000,000 STOFNSETTUK 1871 gr ’ Höfuðstóll borgaður og varasjoour . . $13.000,000 Allar eignir................. $87.000,000 Beiðni bœndai um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notra Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BUKOER, Managor. Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Alifuglar til jólanna. Mesta eftirspurn sem nokkum tíma á árinu er eftir alifuglum er einmitt fyrir jólin. I bæjum eins og YVinnipeg eru seldir tugir þús- unda af “tyrkjum”, gæsum, hæns- um og öndum til slátrunar um jól- in. Og eftirspurnin er ekki ein ungis í 'Stórbæjunum. Smærri borgir, bæir og þorp kaupa einnig heilmikiS af alifuglum til jólanna. Jafnvel þó fólk verSi að neita sér um það sælgæti að borða fuglakjöt á öðrum tímum ársins, þá er eins og því finnist sjálfsagt að hafa það um jólin. Þ'etta gerir það að verkum að alifugla sala er venju- lega langbezt um jólin — betri en nokkum annan árstíma. Ef til vill verður það þannig fremur í ár en nokkru sinni áður, fyrir þá sök að líklega er minna til af alifuglum í landinu ^n venjulega er um þetta leyti árs. Þó þessu sé þannig varið ættu bændur samt ekki að senda til sölu mjög magra fugla eða hálfvaxna, þvi ef þeir eru mjög kjötlitlir þá borgar það sig að fita þá og geyma þá til janúarmánaðar. Ýmsar eru þær reglur sem bændur ættti vel að festa sér í minni þegar þeir senda alifugla til slátrunar eða slátraða fugla; hvort sem þeir eiga að vera til jólanna eða > til einhvers annars tíma að vetrinum. 1. Drepið aldrei fugla fulla; sveltið þá æfinlega í 36 klukku- stundir áður en þeim er slátrað. Látið þá hafa nóg af hreinu vatni i fyrstu 24 klukkustundirnar sem }>eir eru sveltir. 2. Slátrið ekki “tyrkjum” eða hænsum þannig að höggva af þeim höfuðin. Margar konur sem kaupa yá. vilja fá þá með höfði pg öllu saman, því til eru sérstakir alifugla sjúkdómar, siem hægt er að varast einungis með því aö skoða höfuðin fuglunum. Það er líka betra fyrir bóndann að láta höfuðið fylgja, því dálítið munar um þyngd- ina. Allir góðir viðskiftavinir biðja kaupmanninn sinn að hafa hausana á fuglunum, sérstaklega “tyrkjum” og hænsum, en af gæsum og öndum má taka þá, meira að segja flestir kaupmenn vilja láta taka höfuðin af þeim. 3. Þegar “tyrkjar” eða hænsi eru drepin, þá opnið þeim æð uppi i gómnum, rétt undan vinstra eyr- ana og látið þeim blæða út. Sting- ið svo hnífi upp í heilann á þeim, eins ’ langt og hægt er, hálfsnúið hnifnum og dragið hann svo að yður. Það að æðin er opnuð veld- ur því að fuglinum blæðir fljótt, en það að stinga í heilann veldur því að fiðrið losnar á fuglinum og verð- ur því auðvelt að reita hann. Hengið fuglinn upp á fótunum áð- ur en honum fer að blæða og blæðir honum þá alveg út og er auðvelt að reita hann á fáeinum mínútum. Gætið þess vel að rifa ekki pöruna þegar reitt er. 4. Látið ekki heitt vatn á fugl- ana til þess að losa á þeim fiðrið. Fuglar sem þannig eru reittir selj- ast fyrir lægra verð, en þeir sem þurir eru reittir. 5. Takið ekki innan úr fuglun- ttm; ef þeir hafa verið vel sveltir svo að þeir eru innan tómir; halda þeir sér miklu betur ef innan í þeim er og sömuleiðis má geyma þá kngur þannig. Góðir alifugla sal- ar vilja hafa fuglana með öllu innan í. 6. Kælið alla slátraða fugla vel áður en þér búið um þá til flutnings. Látið fuglana vera úti eftir að þeir hafa verið reittir, þannig að þeir komi ekki ihver við annan og látið þá kólna vel. Stundum kælir fólk þá sem fyrst eru drepnir, en lætur þá svo í kassa saman við aðra ný- slátraða og volga. Þessir volgu fuglar skemmast sjálfir og geta skemt hina. 7. Látið slátraða fugla ekki frjósa. 8. Sendið fuglana í hreinum kössum eða tunnum og látið innan i það pappír til þess að ryk haldist úti. Látið blað í hvem kassa eða tunnu með nafni yðar og áritan og sömuleiðis með þvi á hversu Westerti <Tana6a Tf’lour ^ttills Company.TLimitcð íttillers to U)e“p4opU margir fuglar séu í kassanum eða tunnunni. 9. Neglið spjald utan á kass- ann eða tunnuna með nafni og árit- an félagsins sem sent er til, og verið einnig viss um aö skrifa þai yðar eigið nafn og áritan. 10. Skrifið félaginu spjald eða bréf, til þess að láta það vita um sendinguna. 11. Sendið alt með hraðlest. 12. Ef þér er virkilega ant um að ná í jólasöluna, þá sendu tafar- laust það sem þú hefir. Sum fé- lög neita að taka á móti sending- um til jólasölu eftir 21. desember eða 22 í það allra seinasta. Nellie McClung heitir kona hér í Canada, sem mikið hefir kveðið að síðastliðin ár. Um 3 til 4 undanfarin ár hefir hún gefið sig illmikið við stjómmálum og barlst örugglega fyrir vínbanni og ýmsum endurbótum Nellie þessi McClung hefir verið bjart von- arljós á himni þeirra manna, sem siðbótum og hreinleika hafa unnað í stjómmálum. Og sér- staklega hefir hún verið skoðuð sem talskona J allra mannréttínda. En nú er að sjá sem þessi stjama hafi verið komin of hátt og hana hafi svimað, því á mánu- daginn var hrapaði hún skyndilega niður af þeim heiðskíra himni, sem hún hafði skinið á, og féll í saurpoll ójafnaðarins. þegar Sir Robert Borden, stjómarformað- ur í Canada kom hingað á mánudaginn, tekur Nellie McClung sig til, gengur á fund hans óbeð- in í nafni kynsystra sinna, og biður hann þess, að hann veiti atkvæðisrétt að eins þeim konum hér í landi, sem séu af brezku þjóðinni komnar. Konur, sem fórnað hafa mönnum sínum, sonum og bræðrum, vinum og elskhugum brzka ríkinu til vemdar, án þess að vera brezkar sjálfar að upp- run. pær á að svifta þeim rétti, sem þeim að sjálfsögðu ber. * pað var ekkert tiltökumál, þó brezkar kon- ur. pað var ekkert tiltökumál, þó brezkar kon- ur gerðu sitt bezta fyrir sína eigin þjóð; en að hinar hafa gert það engu siður, það er meira og stærra. Og það er kynsystir þeirra og talskona, sem fram kemu með þessa ójafnaðar kenningu. Burt með alla þess konar ójafnaðarmenn, hvort sem eru í brókum eða pilsi. Nellie McClung á héðan í frá að vera brenni- merkt af öllum, sem jöfnuði unna, sem einn hættulegasti ójafnaðarpostulinn í Canada þangað til hún hefir afþlánað þessa stórsynd á þann hátt sem hægt sé að taka til greina. ÞJER HAFIÐ ÆFINLEGA FENGIÐ, 0G FAIÐ ALLA JAFNAN HJEREFTIR, BETRI PREMIUR í skiftum fyrir Royal Crown Sápu umbúðir, heldur en boðið er með nokkurri annari svipaðri vörutegund. KS8EX TK8KKIÐAR—eru meö þykkrl sllfurhúð og ábyrgst aö þær endist 'vel. ókeypls fyrlr / n .n' eö«» 996 n>nb. hfllf tylft. E88EX DESSKRT 8KEIÐAR—af sömu gerö og eíoa.nu., uallL uuo. ssent meo pósti fyrir 400 umbúölr. Abyrgstar til margra úra. E88EX MAT8KE1DAK—meö þykkri húö, og ábyrgstar til margra ára, fjóröl partur af dús. sendur meö póstl fyrir 200 umbúöir. Silfurvara með Essex gerð. E88EX DE88ERT HV18LIR—finætar S alla ESSEX MATKVISLIR—meS 6-Sætri siltur- staöl og vel silfraaðar; h&lf' tylft send höö og mikils virtsi; hálf dús. sent meti fyrir 300 umbúsir. pðstl fyrir 350 umbúíir. pjóðflokka-brúður »00. 150, *00. 250 'U JÍOO umbúÖir hverja. RúmiÖ leyfir oss ekki aö lýsa þeim. SendiÖ ors umbúöirnar, og vár sendum það besta aem vér höfum og gerum yöur ánægö. Premíudeildin er í verksmiðjunni. BARNA SKEID No. 619—(Avaiod gerö). Bezta efni, þykk húö, á- byrgst til margra ára; sendar fyrir, 160 umbúöir. rHE best. Hinn tapaði erfingi. Tveir til aex geta leikiö; 48 epil úr góðu efni, í fallega skreyttu hulstri. Send fyrir 76 Royal Crown sápu umbúðir. Klæðisbrúður á pappa. Sem akera m& af og fylla út. ViÖ höfum nýja ftg endurbætta gerö af 27 þuml. brúöum, af ýmaum Ht, úr sterku efni, g þegar þær eru fyltar eru þær fulla 27 þuml. Svo stórar <»ru þær að klæða má í barnaföt. MeÖ einni atórri brúðu eru tvær litlar, svo úr verður heill hópur. Allar ókeypls fyrir 60 Roy- al Cr.sápu umbúðir. Skrifið til: - THE ROYAL CROWN SOAPS, LIMITED Premium Department, -- Winnipeg, Manitoba

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.