Lögberg - 14.12.1916, Side 5

Lögberg - 14.12.1916, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER 1916 5 4 PROVINCE OF MANITOBA • i Manitoba Agricultural Cullege ■ ÖTI - LEIDBEININGAR MANITOBA BÚNADARSKÓLINN ER TIL HAGSMUNA FYRIR HYERN EINASTA BÓNDA 1 MANITOBA, ALVEG SAMA HVER HANN ER OG HVAR HANN Á HEIMA. STEFNA MANITOBA-STJÓRNARINNAR ER SÚ, AD HVER EINASTI BÓNDI HAFI HAGNAD AF SKÓLANUM. MARGIR BÆNDUR KOMA TIL SKÓLANS EDA SENDA ÞANGAD SYNI SÍNA OG DÆTUR TIL ÞESS AD FÁ FRÆDSLU. ÞÚSUNDIR BÆNDA GETA EKKI KOMID ÞANGAD NJE HELDUR SENT ÞANGAD SYNI SINA EDA DÆTUR. FYRIR ÞÁ, SEM EKKI GETA KOMID EDA SENT BÖRN SÍN TIL MANITOBA BÚNADARSKÓLANS, ERU ÖNNUR HLUNNINDI, SEM ÞEIR GETA NOTAD OG HJER Á EFTIR VERDUR FRÁ SAGT Búnaðarfélög Hvert einasta sveitarfélag í Manitoba ætti að hafa sitt búnaðarfélag. Með því að stofna slík félög geta bændurnir komið saman á fundum sínum, talað um þarfir og nauðsynjar héraðsins, borið saman reynslu sína á löndunum, sagt hvorir öðrum hvemlg gengið hafi í ýmsum vrekum héraðsins, o.s.frv. Búnaðardeild fylkisstjórnarinnar er reiðubúin að veita alla mögulega aðstoð til þess að stofna slík búnaðarfélög, leggja fram fé til hjálpar þeim og vinnur í samráði við búnað- arskólann til þess að félögin geti blómgast og dafnað. Hver búnaðarfélag í Manitoba heldur sýningu einu sinni á ári, annað hvort að haustinu eða sumrinu. Eitt aðal atriðið þar er kvikfjárrækt. Að meðaltali borgar hvert félag á ári um $1,100 í verðlaunum til bændanna í héraði sínu. Búnaðardield fylkisstjórnarinnar í Manitoba borgar hér um bil helminginn af þessu fé. Útideild búnaðarskólans sér um dómendur til þess að dæma um hesta, nautgripi, sauðfé, svín, mjólkur-afurðir og alifugla. Sýningunum er þannig hagað, að dómendurnir geti haldið áfram að ferðast og alt af dæmt á þeim stað sem hent- ugast er alt sumarið og haustið. Víða þar sem sumarsýningar eru haldnar, er einnig haldin útsæðissýning alifuglasýning í Desembermánuði. Kapp-plæging, búnaðarkepni og uppskeru- samkepni á akri eru einnig haldnar hjá þessum búnaðarfélög- um. Fundir eru einnig haldnir þar á vetrum til þess að fá ráð- leggingar og skýringar hjá sérfræðingum í ýmsum búnaðar- greinum. t Héraðafulltrúar Þetta er ný hreyfing hjá Manitoba stjórninni til þess að hjálpa bændunum heima fyrir. Fyrsti héraðsfulltrúinn var út- nefndur í Aprílmánuði 1915. Köllun þessara fulltrúa er að fræða bændur um ýms efni búnaðar og skýra fyrir þeim nýjar aðferðir bæði að því er snertir griparækt og fleira. Þeir eiga að skýra stjórninni frá því, hvernig bændum gangi; þeir eiga að vinna í félagi við bóndann á allan mögulegan hátt. Meðal annars geta þeir gert það sem hér segir: Þeir geta útvegar markað fyrir gott og hreint útsæði. Þeir geta sagt bóndanum sem vill kaupa búpening, hvar hann geti fengið hann. Hann getur látið bóndanum í té uppdrætti og ráðleggingar, þegar hann ætlar að byggja sér hús, hlöðu. alifuglahús, fjós o.s.frv. Ilann getur stofnað umbóafélög í smjörgerð, kallað saman fundi þar sem bændur geta komið saman og rætt mál sín. Hann getur stofnað eggjasöludeildir, stöðvar til þess að fita alifugla o.s.frv., og séð um markað fvrir afurðir. Þeir geta hjálpað til þess að stofna drengja og stúlkna klúbba í sveitaskólum; gefið upplýsingar í því að stjórna vél- um, rækta alifugla, framleiða smjör, griparækt o. fl. Þeir geta hjálpað til þess að stofna framræzlufélög, þar sem þess þarf. Þeir get»gefið eða útvegað allar nauðsynlegar upplýsingar frá búnaðarskólum og tilraunabúum. Þetta eru að eins fáein atriði af því, sem héraðsfulltrúar geta aðstoðað við. Drengja og Stúlku Klúbbar Yfir hundrað slíkra klúbba eru í fylkinu nú sem stendur og hepnast þeir ágætlega vel. Þar fá piltar og stúlkur áhuga fyrir búnaðarstörfum. Þar læra þau beztu aðferðir og þar fá þau áhuga fyrir verðlauna sýningum sumrinu á hverju ári. —Klúbbarnir eru stofnaðir í sambandi við skólana. Piltarnir og stúlkurnar geta tekið þátt í hvaða samkepni sem er, og þau sem vinna í hverjum klúbb keppa. við vinnendur í öðrum hér- uðum fyrir aðal verðlaunúnum. Meðal þess, sem piltar og stúlkur taka þátt í og geta unnið verðlaun fyrir, er hveitirækt, maís- og hafrarækt, svínarækt og kálfarækt, garðyrkja, ali- fuglarækt, matreiðsla, fata tilbúningur, niðursuða og matar- verndun, smjörgerð, blómarækt, fljótaskrift o. fl. Búnaðar- deildin og mentamáladeildin hjálpa til í þessu verki með því að leggja til ýmislegt, er á þarf að halda ókeypis með sérstökum skilyrðum og með því móti, að umsjón sé höfð yfir klúbba-sýn- ingum, þegar verðlaun eru gefin. Hver einasti mentaskóli í Manaitoba ætti að hafa pilta og stúlkna klúbb. Heimilis Hagfrœðisfélög Manitoba stjórnin og búnaðarskólin vita það, að störf kvenfólksins á landinu og á bændabýlunum eru alveg eins mik- ils virði eins og það sem karlmenn gera, og að kvenfólkið þarf aðstoðar við verk sín ekki síður en þeir. Heimilis hagfræðisfélög eru fyrir kvenfólkið það sem bún- aðarfélögin eru fyrir karlmennina. Félögin halda fundi að minsta kosti einu sinni í mánuiði, læra og fræðast um hattagerð, fatasaum, matreiðslu, barnahjúkrun og önnur kvenna verk. Útifræðsludeild Manitoba búnaðarskólans veitir allar mögu- legar upplýsingar um stofnun slíkra félaga, og veitir allar leið- beiningar sem þarf viðvíkjandi fundum. Skólinn hefir einnig séð um stutta kenslu í hattagerð, fatasaumi, barnahjúkrun, matargerð og niðursuðu ávaxta. Stuttur fræðslutími Fyrir fólk, sem ekki getur komist að heiman til þess að fara til Winnipeg og ganga á búnaðarkólann, en vill þó læra eitthvaíj. það, sem skólinn kennir í sérstökum efnum, hefir svo verið til hagað, að kensla verði gefin með aðstoð æðri skólanna til og frá í fylkinu. Tveir stuttir kenslutímar hafa verið ákvarðaðir í þessum tilgangi og ýms atriði eni þar kend. Fyrst er tveggja til þriggja vikna kenslutími, þar sem ýmislegt er kent, þar á meðal að stjórna gasvélum, griparækt, jarðrækt, kynbætur og fóður- blöndun, smjörgerð og mjólkurmeðferð, alifuglarækt og garð- rækt, byggingar, trésmíði, matreiðsla, fatasaumur hattagerð, heimahjúkrun, niðursuða og matvælavernd. 1 öðru lagi einnar viku kensla, þegar að eins eitt eða tvö atriði eiga að lærast. Þessir stuttu kenslutímar á næsta skólahúsi geta verið hve- nær sem hentugast þykir og 20 nemendur fást. Allar upplýs- ingar viðvíkjandi þessum stuttu kenslutímum fást hjá búnaðar- deildinni eða fylkisstjórninni, ef skrifað er eftir þeim. Bréfaviðskifta kensla Hver ungur piltur eða stúlka, sem vill auka þekkingu sína í búnaði, getur notið aðstoðar búnaðarskólans þó hann geti ekki komið þangað. Það fæst gegn um bréfaskriftir. Þessi kensla er alveg ókeypis, sem stendur. 1 þessari kenslu er jarðrækt, meðferð mjólkur og smjörgerð, garðrækt, kvikfjárrækt, ali- fuglarækt, uppdrátarlist til bygginga o.fl..—Fyrir stúlkur og ungar konur samskonar kensla í matreiðslu, heimahjúkrun, lín- drætti, o.s.frv. Ekki þarf annað en skrifa til útikenslu búnað- arskólans í Manitoba í Winnipeg. og verða þá allar upplýsingar sendar. Myndasýningar og^Fyrirlestrar Ef góð skuggamyndavél er til í nánd við yður, þá er hér tækifæri til þess að hagnýta sér hana til nota. Búnaðarskólinn hefir útbúið mörg myndagler með allskonar upplýsingum fvrir Manitobabændur, og eru þau lánuð ókeypis á hvaða alþýðu- skóla sem er, hverju búnaðarfélagi eða heimils hagfræðisfélagi. Mynda^lerunum fylgja upplýsingar og skýringar, sem hver meðalgreindur maður getur notað til þess að lialda með þeim fyrirlestra. Verið er að útbúa myndagler og fyrirlestra um það er hér segir: Hestn, mjólkurkýr, sláturgripi, svín, sauðfé. alifugla, garðyrkju, jarðveg, kornbindaraskýli, búnaðarskól- ann, rjómabú, niðursuðu og matarvarnir, fóðurgevmsln og margt fleira. AUK ÞESS, SEM AD OFAN ER TALID, ER ÞAD MARGT ANNAD, SEM MANITOBA BÚNADARSKÓLINN GETUR GERT FYRIR BÆNDURNA í FYLKINU. FORSTÖDUMADUR SKÓLANS GEFUR MED ÁNÆGJU ALLAR UPPLYSING- AR, SEM EFTIR ER ÓSKAD. ADDRESSID öt,L BRJEF YDAR TIL EXTENSION SERYICE MANITOBA AGRICULTURAL COLLEGE WINNIPEG, MANITOBA 9

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.