Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af aætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem Ijúffengast. Giftingar kökur búnar •g prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari í þeirri ðn. Kringlur og tvibökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fijótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1 1 B6-8 Inffersoll 8t. - Tals. G. 4140 W/NN/PEC'S PpfM/Ffí Laumdh^ 55-59 Pearl St Forseti, Tals. Garry 3885 R. J. BARKER Ráðsmaður, S. D. BROWN 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN I. MARZ 1917 NOMER 9 Stóri dómur. Virðist það vera, sem Canadiska þjóðin er að kveða upp yfir Conservatíva flokknum yfir leitt. — Kosningar fóru fram í Nýju Brúnsvík á laugardaginn og unnu Liber- alar þar.—Áður voru þar að eins þrír liberal þingmenn af 48 en nú eru þeir 27.—prír ráðherranna féllu.—Hvert fylkið af öðru kveður upp dauðadóm yfir fjárdrætti og svikum: Manitoba 1915, British Columbia 1916 og Nýja Brúnsvík 1917—og óefað alt ríkið í ár eða 1918. Alvarlegar ákærur. J. G. Turriff þingmaður í Ottawa flutti ræðu 26. janúar 1917, þar sem hann beindi athygli manna aö því að stjórnin væri a<5 láta byggja þrjár skotfæra verksmiðjur. Ein þeirra sag6i hann að kostaSi $1,750,000, önnur $2,000,000 og sú þriöja $2,250,- 000 eSa allar þrjár til samans $6,000,- 000 (sex miljónirj. Þessar sex mil- jónir sagöi hann a'S yrSu teknar úr vasa fólksins í Canada og Englandi. Turriff kvaS þetta vera óforsvaran- legt þegar þess væri gætt aS stjórnin hefSi í eySi járnbrautarskála útbúna meS allskonar vélum og áhöldum, til þess a'S búa til skotvopn aS fáeinum vélum undanteknum til þess aS búa til kúlur. Til þess aS gera þessa skála fullkomin verkstæSi hefSi ekki þurft aS verja meira en í mesta lagi $250,- 000. En stjórnin hefir meS öllu neit- aS aS þessir skálar fáist til skotfæra verkstæSa, og einnig hefir hún meS öllu neitaS aS nota þá sjálf, til þess aS búa þar til skotfæri fyrir sann- gjarnt verS fyrir canadiska herinn, fyrir Englendinga eSa bandamenn yf- ir höfuS. Þetta segir Turriff aS séu þær glæSur, sem fyr eSa síSar hljóti aS koma stjórninni í koll, enda sé enginn svo djarfur aS afsaka slíkt. Blessun tollanna. BlaöiS “Grain Growers Guide” flvtur fró'Slega skýrslu um þá bless- un,. sem tollarnir veita bóndanum. BlaSinu farast þannig orö: Vernd- artollarnir kosta meSalbóndabýli hér í landi $200 til $250 á ári. Hér uni bil $50 af því fara í fjárhirzlu rikisins, en $150—$200 í vasa auSfélaganna, sem stjórnin verndar. Hér um bil 200,000 bændabýli eru í Sléttufylkj- unum og tollurinn sem á þeim lendir nemur því inilli $40,000,000 og $50,- 000,000 á hverju ári. Réttur eSa sanngjarn tollur væri ekki nema lo,000,000 til $12,000,000. Bændurnir i vesturfylkjunum tapa þvi á hverju ári úr eigin vasa $30,000,000 án þess aS tollar séu tekjur, nema þær 10 milj. sem þeir borga í tollum til ríkisins. Ef bændurnir í þessum fylkjum borga þannig $30,000,000 af ósann- gjörnum tollum, þá borga hinir ibú- arnir allir til samans ekki minna en aSrar $30,000.000 eöa alls $60,000- 000 á hferju ári í þremur fylkjunum. Og þaS er ekki þar meS búiö. Bænd- urnir tapa aS minsta kosti 5 centum af hverjum mæli hveitis á því aS þeim skuli bannaS aS hafa frjálsa verzlun viö nágrannaþjóS vora — Bandaríkin. ÞaS veröur á ári $10,- 000,000 til $15,000,000. Og þó er tap- iS hlutfallslega hærra á ööru korni, svo sem hör, byggi og höfrum. Þannig er þaö sannaö aS teknir ervi yfir $75,000,000 á hverju ári af pen- ingum hændanna í þremur vestur fylkjunum og því stungiö i v'asa hinna vernduöu auöfélaga; og er þó ótaliö alt þaö tjón, sem kaupmenn í þessu fylki verSa fyrir v.egna verzlunar- ófrelsis. Er ])jaS furSa 'þó fólkiS flýi landiS ? er þaö furSa þótt bú- skapurinn svari ekki kostnaSi. Mikill útflutningur. Frá 1. maí 1916 til 30. nóvember fluttu 33,340 karlmenn frá Canada til Bandaríkjanna. t desember sama ár fóru héöan 27.000 karlmenn eöa alls frá 1. maí til 1. janúar 60,340. f janúar og þaö sem er af þessum mánuSi er sagt aS fariö hafi enn þá fleiri; sérstaklega i janúar. ORPHEUM. Vikan sem byrjar mánudaginn 5. Marz veröur merkileg vika á Orphe- l>nt. Alice Eis og Berth French eru iíklega allra beztu dartsarar sem nú l>ekkjast. Þær segja heilar sögur i ^ansinum og gera þaö svo vel að eng- 1,1 orö gætu jafnast viS. Svo er þar ’neÖ dans sem heitir Halloween”. Er |>aÖ eiginlega Ieikur í þrem þáttum, ^eni sýnir allskonar hjátrú. Medlin,. walsl 0g Towns koma fram á Orphe- »m meö “The New President” og þar veröur einnig sýnd “An Artists Stu- dio.” Hækkar í tignmni, Dr^ Baldur Olson hefir veriö skip- aöur yfirlæknir viö berklaveikishæli í Balfour í British Columbia. Er þar veriö aS breyta hinu mikla C.P.R. hóteli í sjúkrahús og sér Dr. Olson um þaö aS öllu leyti. Byggingin er stórkostleg og fögur eftir því sem sagt er, og landslagiö hiö ákjósan- legasta. Um 100 sjúklingar komast þar fyrir til aö byrja meS og verSur bætt viö þaS innan skamms sv'o þaö rúmi 200. Er Dr. Olson settur aöalmaSur þesasrar miklu stofnunar og hefir þar full ráS. Sýnir þetta hversu mik- iS traúst er boriS til hans. Liberal klúbburinn l>ar hefir orSiö uppihald á fundum um tima vegna hinna mörgu sam- kvæma aS undanförnu. Nú byrjar hann aftur meö fullu fjöri og verSur þar fundur í kveld (fimtudagj þar sem fram fara fjörugar umræSur. ÓskaS eftir aö sem flestir sæki. 0r boenum og grend. Skemtifundur verbur haldinn í “Bjarma”, bandalagi Skjaldborgar- safnaöar næsta þriSjudagskvöld 6. þ. m. _ Sig. Júl. Jóhannesson segir þar soguna af Heröi Hólmverjakappa og Helgu Jarlsdóttur konu hans, sem er ein hin fegursta ásta og æfíntýrasaga i íslendingasögunum. Engin íslenzk kona hefir unniö annaö eins þrek- virki og Helga, þegar hún synti til lands meö báöa syni sína eftir aö maður hennar, faöir piltanna, liaföi veriö veginn meö svikum. Jónas Jóhannesson frá Winnipeg Beach kom hingaS til bæjarins á miS- vikudaginn og fór heim samdægurs. Hann var aS leita sér lækninga hjá Dr. Brandson. Samkoma sú, sem haldin var í TjaldbúSarkirkju í vikunni sem 'leið til styrktar 223. herdeildinni var á- gætlega sókt og fór vel fram. Þau Mr. og Mrs S. K. Hall, Fred Dal- mann og Paul Bardal leystu öll hlut- verk sín af hendi hvert ööru betur.— Mrs. T. H. Johnson biöur þess^ getiS að hún sé þessu fólki og öllum, sem studdu samkomuna sérstaklega þakk- lát fyrir hönd félagsins. Þ. Þ. Þorsteinsson skáld hefir ný- lega lokiö viö mikiS verk er hann hefir haft meS höndum. ÞaS er mál- uö mynd af Vilhjálmi Stefánssyni eftir allra síöustu ljósmynd sem til er af honum. Myndin er á stóru spjaldi og fyrir neSan hana öunnr mynd af Huldárhvammi, fæSingarstaö hins fræga manns. Utan um þessar myndir er rammi meö allsókonar skáldskap og uppdráttum, þar á með- al fjórum landnámum sinu i hverju horni: landnámi Tngólfs, Eiríks rauða, Leifs hepna og Vilhjálms. — Þessu listaverki verður lýst betur í næsta blaði. Það er skrautprentað með littim élithographed) og verður til sölu innan skamms. Þetta er mynd, sem ætti aö komast á hvert íslenzkt heimili. ísledingur, sem Jóhannes Jónssott heitir, er er sag'ður fallinn i stríöinu. —Óskar SigurSsson héðan úr bænum er sagðtir særöur. Þorsteinn Ingjaldsson og Helga Þorgeröur SigríSur Magnúsdóttir voru gefin saman i hjónaband aS heitnili foreldra brúöarinnar hjá Hnausum 26. febr. af séra Jóhanni Bjarnasyni. , Siguröur Vilhjálmsson fór norSur til Riverton og Árborgar á miöviku- dagin og dvelur þar um tveggja vikna tíma. . . Guilbaultkærurnar fórtt þannig, aS allir í nefndinni, bæði conserv'atívar og liebaralar sam- þyktu á'ð þær væru á alls engum rökttm bygðar og jafnvel Telegrám kvaö nienn hljóta að þreytast á ann- ai eins framkomu og hans. Dýr liðsafnaður. Séra W. J. Hindley sagSi frá þvi í ræSu á mánudaginn að áriö sem leið hefði 190. herdeildin innritaS 2,000 manns, en þegar til kom hefSu aSeins 600 þeirra veriS herfærir. AS afla þessara manna og æfa þá kvaS hann landiS hafa kostað $400,000, eöa nærri hálfa mijlón. Konur á þingi. N. W. Rowell leiStogi framsóknar- flokksins í Ontario flytur frumvarp á þinginu, sem heimili konum bæSi atkvæðisrétt og kjörgengi til þings. Er ekki ólíklegt aö frumvarp þetta veröi samþykt; allir framsóknarmenn verða því hlyntir og ntargir ihnna einnig. pjóðverjar láta herfanga vinna við framleiðslu. Sjötíu og fimm þúsund hefanga hafa ÞjöSverjar við jarðrækt víös- vegar um landiö, eftir þvi sem síöustu fréttir segja og bæta viS þá tölu jafnt og þétt. Fáein orð enn. 1 síSasta blaði ritar Gísli Jónsson enn á móti ritdómi vorum um bókina “Út um vötn og v’elli”. Vér skulum ekki vera langorðir viö þeirri grein. Þess er ekki þörf. AS orðið last geti naumast leitt til annars en spilla, eins og G. J. segir rná vera rétt; en að lofa og íasta að verðleikum, eins og vér tókum fram er allra ritdómara skylda. Þá er lofiS sanngjarnt og lastiö líka. Ein- tómt lof er enginn dómur nema um alfullkomið verk, en af því höfutn vér svo lítið yfirleitt. Gísli Jónsson segir að öll orðin, sem vér töldum upp, séu rétt stöfuS í bókinni, en viðurkennir samt að crskilegt hcfði verið að þau hefðu flest verið á einn veg rituð. Þar er hann oss alveg samdóma. Sum orðin eru rétt stöfuö eftir blaSamanna rétt- rituninni, sum eru rétt stöfuð eftir gömlu skólaréttrituninni; með öðrum oröum engri réttritun fylgt, heldur rituö af handahófi. Þetta staðhæfð- urn vér í upphafi og gerum enn, og þetta viðurkennir hann nú. Að margar villur finnist í því, sem ritstjóri Lögbergs “gefur út” má vel vera. En það raskar ekki sannleiks- gildi í dómi vorum. HefSi enginn sið- ferðislegt leyfi til bess aS benda á g;alla hjá öðrum, nema hann væri sjálfur óskeikull og alfullkominn, þá yrðu aðfinslurnar fáar, sökum þess að fullkomnu mennirnir eru fáir. AS svara réttlátum aöfinslum með því einu aö sá er aöfinslurnar ber fram, sé sekur um eitthvaS lika, er aöeips þeirra drengja siður, sem ekki þola sannleikann. •í sambandi við orSin hver og hvor heldur G. J. þvi fram aö báðar mynd- irnar hvjtr og hz'ör séu eins málfræði- lega réttar, þótt eigi sé þeim leyft inn í ritrnál nú á dögutn. Þaö aS þeim er ekki Ieyft inn í ritmál nú á dögum, er nægilegt til þess aö fordæma þær. Um uppruna orðsins verslun fjöl- yröir G. J. KveSur þaS orð ekki koniið af verð, heldur af staðháttum (verý. Kemur þar með orSið “piracy”, sem hann segir að sé eins til orðiö um ófriðarstörf og verzlun um hin friðsamlegu viSskifti manna. Þarna sannar hann aS orðið er komið af verð. Piracy eða rán er það þegar nienn taka muni með of- beldi, án þess að verð komi fyrir; verzlun aftur á móti er þaö, þegar hlutir eru keyptir eða fengnir fyrir verð. Þá er eignarfallsmyndin als, sem hann er að verja. Segist rita alls í kajdkyni, en als í hvorugkyni. En þetta er rangt Allur er lýsingarorS, eins og hatin segir, og er í kvenkyni öll og hvortigtkyn alt. “Eignarfallið verður alls, allrar og als”, segir hann. En eftir sömu reglu ætti eignarfall af or'ðinu hallur, höll halt, að vera halls, hallrar og hals, en slíkt er al- gerlega rangt. íVér nennum ekki að eltast viS fleira. MálstaSur okkar beggja ligg- ur fyrir augum lesendanna og geta þeir dæmt um hvor hafi á réttu aö standa. Sig. Júl. Jóhannesson. Vestan um haf. Þetta er i seinni tíð orSinn talsvert algengur texti til að leggja út af, eða þá eitthvaS sem bendir í sömu átt. Þannig var í Lögbergi 15. þ. m. visa eftir J. B. Hólm, og stóð á undan henni að hún væri tileinkuð séra Magnúsi Jónssyni. ÞaS er ljómandi falleg vísa, ein af þeim fallegustu, sem hér sést í blöSum, visa, sem lýsir svo inniiegum kærleika til gömlu móSur okkar norður og austur í haf- inu. Mér datt í hug: “Já. hefði Magnús Jónsson orðið var viö ntikiS af líkum hugsunarhætti, og eins v'el fram settum, þá hefSi fyrirlesturinn orðið talsvert öðruvísi en hann er.” Annars hafa dómarnir tim fyrir lesturinn veriö talsvert vægari í seinni tíð, ekki bara eintómt saurkast, og ýmsir hafa látiö til stn heyra, sem auösjáanlega hafa viljaö vera sann- gjarnir, og á það sjálfsagt talsvert rót sina í því, hve skynsamlega ritstjóri Lögbergs tók í máliö, eins og vænta mátti af gáfuSutn manni og vel ment- uöum og ættjaröarvin. Þetta get eg sagt um hann, án þess aS vera neitt aS skjalla hann; og svo Iíka hitt, aö eg felst ekki á alt, setn hann segir. Eti baö er fleira í bessu áminsta blaöi en vísan ein: . “Þú land minna ljúfustu vona og landanna kærst”. Þar er líka löng grein eftir herra Árna Sveinsson. Þann sama víst, sem alloft er á ferð í blöðunum, og kallar hann greinina: “Athugasemd viS fyrirlestur M. J., Vestan um haf”. Þar finst mér kveða talsvert viS annan tón, og tónninn ekki vera hreinn né fagur. ÞaS sem honum þvkir mest nauS- syn aö gera “athugasemd” viö, er ein grein i fyrirlestrinum, og sú grein segir liann aS sé sv'ona: “ís- lenzka þjóðin mun naumast hafa gengið í gegn um snarpari eldraun en Landar i Nýja-fslandi gerðu, þegar bóluveikin gekk þar. Enda svarf þá svo aö, að stjórnin varð aS skerast í leikinn, til þess aS ekki hryndi nið- ur úr hor og vesaldómi allur hópur- inn. Þar á ofan bættist svo vesal- dómar annara, svo aö Icelander f'ís- lendingurj var orSið nokkurs konar smánaryrði.” Dómurinn, sem herra Árni Sveins- son kveSur upp umlþessa grein, er stuttur og laggóÖur og hljóöar svo: “Þfessar setningar eru langt frá þvt sanna.” En hvaS segir liann svo sjálfur ttm ]>etta satna efni? AuðvitaS ber hann ekki á tnóti því, aS veikin hafi gengiö. Sjálfur kveöst hann hafa veriS þar og legiö allþungt, en ekki samt dáið; og af því aS hann hafi haft sérlega góöa aöhlvnningu, bá sé hann ekki með mikil bóluör. Færri mnudu hafa dáið en raun varð á, ef ástæöur hefðu veriö í góðu lagi, en því ltafi ekki verið aS heilsa. Húsakynni hafi VeriS léleg, kringum- stæður erfiðar, og fólkiö útilokaö frá öSrum mönntttn. Bólnsetningin heima á fslandi hafi þó bjargaS sunntm. Ekki ber hann heldttr á móti því, að stjórnin hafi oröið aö skerast i leikinn og leggja fólkinu styrk, en bæfir þv' viö, aS Iitöi’ hafi órðiö aö hjálpa sumum, þegar er þeir komu á land i Ameríku í Quebee. Svo ósjálf- bjarga vortt þeir. Ekki neitar hann því heldur aö nafniS “Icelander” hafi verið haft sem smánarvrði, og hann bætir því viö, að| stundum hafi verið skeyti framan 'við það “darn” eða “dirty”. Jafnvel hann sjálfur slapp ekki viS þetta, og þó fékst hann viS þokkalegri vinnu en flestir hinir, og hefir því sjálfsagt veriö talsvert mannborlegri aö sjá. Hvor segir nú meira og lakara af ástandinu, séra Magfnús eSa hr. Árni Sveinsson ? Dómttrinn : “Þessar setn- ingar eru fjarri því sanna”, finst mér helzt að eigi aS þýða: “Höfundur fyrirlestursins lætur ekki nærri nógu illa af ástandinu”. Einkum þar sem Iterra Árni bætir því enn við, aö þar á eftir hafi komið vatnsflóS, sem rann inn í kofana, og þá hafi hér um bil allir flúið. Engum lifandi manni dettur í hug að álasa fólkinu, þótt sv'ona gengi til. Hvað gat aumingja fóIkiS aS því gert? ÞaS er aS eins veriö aö skýra rétt frá sorglegum sannleika. AS því leyti var því athugasemd herra Árna óþörf. Mikill hluti af grein herra Árna kemur efninu lítiS eSa ekki neitt við, eins o~ menn "eta séS, en sýnir aS eins hans eiginn fróðleik og þekkingu. Eg er ekki að segja, aS hann ætlist til þess. En þetta hefir oröiS svona ósjálfrátt, og skal eg ekki lengja þessa grein meS því aS fara út í þaS. En mig langar til aö taka upp nokkur kurteisisorð, sem.hann hefir um höf- und fyrirlestursins margnefnda. Máske einhver átti sig þá betur á, hvernig á að skrifa, og hvernig ment- aðir menn gera þaS. Því mentaður hlýtur herra Árni aS v’era. Svo hart tekur hann á þeim, sem honum finst ekki vera það. Hann segir þá meöal annars: “Eg vona, aS séra Magnús Jónsson kann- ist nú viö villur sínar, skammsýni og misskilning” ------- “Þyi að þrátt fyrir allan barnaskap sinn, fáfræði og misskilning hefir hann vakið eftir- tekt manna — —■. “ýFyrirlesturinn) veröur álitinn sem markleysa. En hann sýnir prestinn í sinni réttu mynd Sýnir fáfræði, skammsýni og skort á allri praktiskri þekking” “Ekki eru nú stóryrðin, en alt skilst ]>ó”. En er það nú göfugmannlegt af herra Árna, meS sitt stóra pund, að taka svo hart á þeim, sem ekki er eins langt kominn og hann í vizku og þekkingu ? Undir lok greinar sinnar kemur hr. Árni meS þessi eftirtektaverðu orð: “VeriS getur að þetta gönuskeiS verSi honuni samt til góðs, svo aö hann framvegis taki sér tíma frá hinni óvissu guSfræði og kynni sér betur eðli og ásigkomulag mannlfsins frá rótum og eðlislögmál yfir höfuS að tala.” Hvernig lízt mönnuin nú á? Sjálf- ■ur skilur hann víst hvaö hann fer. Stefán Pétursson prentarl Fæddur 10. apríl 1867, dáinn 21. febr. 1917. Hálfnuð sagan enduð. — fslenzk saga. — Allir runnir dropar hjartablóðs. Burt í fjarlægð fluttur ljómi daga fögnuðs þess og gleði, er bað sér hljóðs. — Hálfa sögu eg las þér síðsta sinni, seinni helftin geymist framtíð hjá. Hver mun dagur ? hvert það undra inni, áframhaldið þegar lengja má? Ofar geymist svarið sefafjöllum — svarið — vissan. — Spá er alt um kring: að úr lífs vors baugabrotum öllum búum vér til nýjan sjónarhring — lending sé við lífs og dauða gjögur, landnám nýtt, sem skygt er jörðu frá. Máske allar íslendinga sögur eigi þar sín beztu lok að fá.----- Trúi, dyggi, sanni samborgari, sólskinsvinur, starfs og skyldu þjónn! hreinum alt var hreint í þínu fari, hugrenningin djúpur sannleikstónn. peir, sem nánast þektu þig og skildu — þeir, sem unnu langan dag með þér — þeir, sem sömu menning með þér vildu mega bíða unz fylt þitt skarðið er. Fyrir þig, sem sefur, sáttur er eg. sólar þó og lífs eg unni þér, pá, sem lifa, fyrir brjósti ber eg, burtför þína harmar vinur hver. Einum færra, er okkar beztu drengja, fslendinga, fyrir vestan haf, sem að þrá þann ljóssins dag að lengja lífi manns, sem frelsisandinn gaf. Orðstír sá, sem liðinn munar mestu, minning þinni hjartastaðinn kaus: par sem alúð einlægninnar beztu eldinn geymir skær og fölskvalaus. par skín mynd þín ami vorum yfir, ímynd þess, sem trútt var, satt og gott. — Heill og sæíl í þökk, sem látinn lifir ljósi dags, þótt farinn sértu brott. P. P- P- ÞaS skyldi maSur ekki efa. Og sjálfur þekkir hann ugglaust “eSli og ásigkomulag mannlífsins frá rótum og eSlislögmáliS yfir höfuS aS tala”. Þaö er sómi og heiöur fvrir hann. En er þaö nærgætni af honum aö heimta þessa þekkingu af manni, sem hann er aS atvröa fyrir einstaka fá- fræöi, barnaskap, skammsýni og skilningsleysi ? ÞaS held eg aS hann ætti ekki aS gera, en gleöjast má hann af því, aS hann er sjálfsagt eini maö- urinn í víöri veröld, sem þekkir þetta til hlítar. Séra M. J. vísar til blaöanna þeim, sem vilja kynna sér menningar ástand alþýöu hér. Og þaö er rétt, því blöö- in eru meö réttu kölluö, mál þjóö- anna. Þar heyrist, hvernig þjóöin talar, um hv'aö hún vill helzt tala. hve gott skyn hún ber á þaö, sem hún talar um, hvaö vel hún kemur orSum aS því, sem hún vill segja, og hvernig hún vill aS talaö sé viö sig. ÞaS er skemtilegt fyrir Landa hér, aö eiga annan eins mann og herra Árna Sveinsson, og aS hann er ekki mjög tregur til aS láta til sín heyra. Hjá fslendingum heima minkar ekki álitiS á mentuninni hér viö þaö aö lesa greinamar hans, einkum ef hann vildi nú taka sér fvrir hendur aö fræSa menn smátt og smátt dálítiö um eöli og ásigkomulag mannlífsins frá rótum og eölislögmáliö yfir höfuö aö tala. Já, væri þaS ekki dýrmætt? J. O. Magnússon. „Bóndinn á Hrauni“ Islenzko þjóðinni misboðið. SíSastliSinn fimtudag og föstudag var sýndur hér sjónleikurinn “Bónd- inn á Hrauni” eftir skáldiö Jóhann Siguriónsson. Þessi leikur var Vest- ur-íslendingum ekki kunnur fyr af ööru en afspurn, því þetta v'ar í fyrsta sinn, sem hann var leikinn hér vestan hafs. Sú afspurn mun hafa veriö mjög glæsileg, því heima á íslandi hefir honum í ræöum og ritum veriö hrósaö frant úr hófi og talinn mjög veigamikiS skáldrit. BæSi Danir og Sviar bergmáluSu þaö lirós. Eg býst því viö, aö þeir sem sóttu leikinn þessi tvö kveld (sem vöru mjög margir, því húsfyllir var bæöi kveldiný, hafi búist viö aö fá þykkan íslenzkan rjóma og þaö af beztu teg- und, en hræddur ér eg um, aö flestir hafi oröiö fyrir vonbrigöum: — ]>ózt fá bláa undanrenningtt, t staö rjóm- ans — því svo illa var fariö meö leikinn af hálfu leikendanna. aö hann misti algerlega gildi sitt. Eg skal taka þaö frant, aö þótt leikurinn hafi hlotiö þaS lof, sem aS frantan er greint, þá er eg þeirrar skoSunar, aS hann sé fremur efnis- lítill og langt frá því aö hafa nokkuS frumlegt aö bjóSa, nema ef vera skyldi þaö, aS bóndinn er látinn fremja sjálfmsorö fyrir þær ástæöur aS dóttir hans neitar aö kvöngast rík- um bóndasyni er hún ekki elskar, og kýs ungan fátækan mentamann, sem hún ann. Og vart veröur þaS dæmi taliö fagurt. Áftur á móti erit marg- ar gullfallegar setningar, en einmitt þær veröa hvaS sárast fyrir misþyrm- ing leikendanna. Eg hefi bæSi fyr og nú lest’S leikritiö og þess utan séö þaS. leikiö 5—7 siniium heima í Reykjavík, en þó ekki getaö fundiö verðskuldan þess mikla hróss. Eg hefi veriS hér á mörgttm sant- komum, og þar á meðal sjónleikum, sem mér hafa fundist fara illa úr hendi, en látiö þaö þó meö öllu af- skifta laust og eins heföi eg gert nú, ef ekki lægi hér til grundvallar meiðsli, er eg álít að íslenzkt þjóðerni hafi orðiö fyrir, og sem ekki ntegi vera óátaliö. Sveinungi, bóndinn á Hrattni, er hniginn á efri aldur. Hann er af höfundinum látinn vera lundstór og stífur, vanafatsur úr hófi, framúr- skarandi elju og dugaSarmaSttr, enda stoltur af v’erkum stnum og býöttr bæði ,gu8i og mönnum byrginn. Svein- unga leikur Óskar Sigttrösson. ÞaS er aðalhlutverkiS, og skiftir því miklu hvernig nteS þaö er farið, en því miS- ur mistekst þaS aö heita má alger- lega. Limaburöir og allar hreyfing- ar, látbragð, svipbrigði og geðshrær- ingar er óeðlilegt — og hinar mörgu kjarnyrtu setningar, sem þyrftu aS segjast vel, eru flestar sagöar meö óeölilegum hreim. Nokkrar undan- tekningar eru þó á þessu, svo sem t. d. þar sent hann í síðasta þætti talar viS Ljót, og þar sem hann aö end- ingu býr sig þreyjandi undir sjálfs- tnorSiö. Óskar er vanur leikari og hefir oft leikið dável og ágætlega, þá hann lék Skrifta-Hans í “Æfintýri á göngptför” en þetta hlutverk virðist ekki hafa verið hans meðfæri. AnnaS aöal hlutverkiö, Jórunni konu Sveinunga, leikur húsfreyja P. Fjeldsted og leikur hennar er í fæst- um orðum sagt aöeins skuggi þeirrar rausnarkonu, sem Jórunn á að vera. Framan af leiknuni segir hún þó ýmsar setningar nteð réttum áherzl- unt og skilningi, en allur síSari þát.t- urinn mistekst henni algerlega. Höf- undurinn virðist vilja láta Jórunni vera ímynd Berg]>óru á Bergþórs- hvoli, enda lætitr hann hana viShafa söntu svör, er hún fylgir Sveinunga bónda sínum inn í bæjarrústirnar og meö því stofnar lífi sinu í hættu og hún hafSi fBergþóraý, þá hún hafn- aöi útgöngu og kaus heldur aö brenna inni með Njáli "Hvað sem fyrir kem- ur, þá skal eitt yfir okkur bæði ganga”. Þessi sctning er af Jórunni T'húsfr. Fjeldstedý sögð þann veg, aS hægt væri að hugsa sér hana rétta bónda sínunt kalt vatn að drekka, án þess aö hann væri drykkjar þurfi, í staS þess aS gefa honum fyrirheit unt fvlgd út í opinn dauSann. Þá ertt næstu hlutverkin, Sölvi grasafræðingur fBenedikt ÓlafssonJ °S Ljót heimey haris, sem er einberni hjónanna ('ungfrú Hansína HjaltalínJ. Þau voru bæði yfirleitt allvel leikin, enda þótt ýmislegt smávegis mætti finna að leik þeirra ef nákværalega væri gagnrýnt. SvO sem t. d. vöntun á geöshræringum, bæði í málróm og hreyfingum og þó helzt þar sem þau Ieika ástaræfintýriö í gjánni. Þau eru bæöi fríS yfirlitum og vaxtar- lagi, hafa mjúkar hreyfingar, fagran málróm og tala hátt og skýrt — og enn fleiri fagrir meSfæddir hæfileg- leikar virðast vera þeim sameiginleg- ir, svo ósjálfrátt finst mann’ þau í virkileika vera Ljót og Sölvi AS sumu leyti er íslenzku framburöi Hansínu ábótavant, en lítiö mundi þess þó hafa gætt, ef hún heföi ekki talaS eins skýrt og snjalt, eins og hún geröi. Sé þess gætt aö hún hefir aldrei kom- ið fram á leiksvið fyr, þá leysti hún hlutverk sitt betur af hendi en nokk- ur hinna leikendanna. Jakobína, gömul kona ('ungfrú NelsonJ, var einnig yfirleitt v'el leik- in og stundum ágætlega. Málrómur- inn var nokkuS unglegur, og leiðin- legt ósamræmi lýsti sér í því, áö hendurnar skulfu sem strá fyrir vindi, en höfuðið tenaSi ekki. Þetta hlut- verk er lítið og skal ekki fjölyrt frekar um það. Þá hefi eg lauslega getiS um helztu hlutverkin, og þótt hlutverk Óskars og frú Fjeldsted væru eins illa af hendi leyst sem aS framan er getið, þá er þeim, hvaö þaS snertir, fyrir- gefandi, því bæöi hafa aö Iíkindum gert eins vel og þau gátu og upphaf- lega gengiö út frá því, aS þeim auön- aöist að leysa þau þolanlega af hendi. — En þær aðfinslur, sem hér fara á eftir, eru annars og verra eSlis og þeim, sem fyrir þeim veröa, er langt frá aö vera fyrirgefandi. Einar ('Pétitr Fjeldsted) er aldraS- ur maSur. Hann er járnsmiður, og eölilegast er aö hugsa sér hann eld- kvikan og fjörugan, skemtilegan og í það minsta greindan í meðallagi, en leikandinn gerir hann eigi að eins aö líkamlegum ræfli, heldur einnig blátt áfram aS fífli. Hann veltir svo mik- ið vörigum, að eg get ekki hugsaö mér aS nokkur niaöur meS heilbrigðri skynsemi noti slíkan kæk. Tekur í nefið á þann hátt, aö hann reigir höfuöiS aftur á bak og treöur stútn- um á tóbaksbauknum upp í nasirnar og hellir þar úr Hónum ; og ]>etta gerir hann meö nokkurra mínútna miíHbili. Hann spýtir út úr sér á svo hranaleg- an og viSbjóðslegan hátt, að slíkt smekkleysi mun dæma fátt. ÞaS er bersýnilegt að leikandinn gerir alt sem hann gettír til þess að gera Ein- ar sem allra Htilfjörlegastan, og slikt er méð öllu ófyrirgefanlegt. Þá eru þrjár vinnukonur og þrír vinnumenn. .Vinnukonurnar eru all- ar samtaka í því, að gera sig sem allra druslulegastar; ’pg þegar þær koma út á hlað,. hver af annari, til þess aS sýna vinnumönnunum það sem hús- móðirin hafi gefið þe’im úr kaup- staðnum, er framkoma þeirra líkari krakkalátum en fullorðinni ntanna siS. — Vinnumennirnir eru þó hálfu verri en nokkurntíma vinnukonurnar. Þeir eru ungir að útliti, en þó niöurhang- andi fjörlattsar druslur og jafnframt kjánalegir. Einn ]>eirra (]6n) á að vera kendur, en þess gætir eigi. Skyldi L <1. nokkurntíma hafa sést til ttokkurs íslendings aðrir eins til- bttrðir og hjá IndriSa, þegar hann lyftir pokanum ■ á Helga, eöa Helga þegar hann fer út nteS pokann á bak- inu; eða þá, þar sem þeir allir þrir ertt aS skoða gjafir vinnttkonanna. — Sorglegt skilningsleysi lýsir sér hjá þeint, þar sem þeir altaf stööugt ertt með olnbogaskot, flyss og kjánaskap. þegar sem allra mestttr alvöru og hrygöarblær á að hvíla yfir leikend- unum. Helgi er meS bjart hár, sent hangir ógreitt niður á enni, en með svart vfirvaraskegg, en höfuögerfi IndriSa er svo ógeðslegt að hann lík- ist ófríSustit “Göllum”. Gjafirnar, setn húsfrevjan er látin gefa vinnitkonttnum eru litlir fer- kantaöir léreftsbútar úr litarljótu og auöviröilegu efni, sem ekki ntundi eintt sinni þykja notandi í barna- rýjtt hvað þá annað. Býsna veglegar gjafir frá rattsnar-konu !! Þessi sjónleikttr, sem er alíslenzk- ur á að sýna nútíöar svip íslenzktt þjóðarinnar, og sé réttilega meö fariS, þá þurfum vér sannarlega ekki aö skammast okkar fyrir þjóðareinkenni vor; en í meöferö leiksins er íslenzku þjóSinni svo sorglega misboðiö, aö það hlytur að vekja sársauka og grentja hvers þess fslendings, sem þekkir til, og sem hefir nokkra þjóö- ernis tilfinning. Það er eigi allsjaldan, sem eg hefi átt í hörSum deilum viö canadiska íslendinga, setn sakir þekkingarleysis hafa nítt bæSi land ('ísl.J og þjóS; og eg hefi sannfærst um það aS van- þekkingin á Islandi og þvi sem ís- lenzkt er, er mikið meiri en fjöldinn, bæði hér og heima, gerir sér grein fvrir. ÞaS fólk, sem fluzt hefir hing- að fyrir tveimur til þremur áratug- uin. getur ekki einu sinni, þótt þaS yilji, sett sig inn í þær miklu breyt- ingar, sem til batnaðar hafa átt sér stað heima á síSastliSnum árum. Þessa vanþekkingu þarf aö uppræta, og þaS að fullu, því fyr en þaS er gert, nýtur þjóöarbrotiö hérna megin hafsins, ekki til fulls, þess sem aS heiman kemur. — Og nú þegar þjóö- fraegi leiktirinn "Bóndinn á Hrapni” er leikinn, er vanþekkingunni gefinn byr undir báða veengi, Guðm. Sigurjónsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.