Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1917 26 Lagasafn Alþýðu greidd vinnulaun og fengið sér þau dæmd. Sömu- leiðis bera þeir ábyrgð á öllum skemdum eða tjóni. sem þeir valda, og verða að gegna kærum og sæta hegningu fyrir hvers konar brot er þeir drýgja. Vinnulaun ómyndugra má setja föst aðeins fyrir lífsnauðsynjar þeirra. Ómyndugir geta löglega tekið lífsábyrgð með vissum takmörkum og má heimta af þeim iðgjöld með dómi, ef þeir ekki borga. En ef þeir gefa víxil fyrir iðgjöldin, er ekki hægt að innheimta það með dómi. pess mætti geta að í Quebec eru ómyndugra lög að nokkru frábrugðjn því sem þau eru í hinum fylkjunum. par hætta menn að vera ómyndugir við hjónaband og ef þeir stunda verzlun, banka- störf eða iðnað. peir geta þá löglega gert þá samninga, sem viðkoma störfum þeirra. En samt sem áður verða allir slíkir menn að hafa f járhalds- menn. ómyndugur maður, sem þannig fær myndug- leik getur gert samning um leigu á eign, sem ekki taki yfir lengri tíma en 9 ár; getur hann þá tekið við leigufé og gefið viðurkenningu fyrir, og ber hann lagalega ábyrgð á öllu er hann þannig gerir í sambandi við störf sín eða atvinnu. Ekki getur hann þó höfðað mál né mætt í rétti til þess að verja mál, né heldur tekið peningalán án aðstoðar fjárhaldsmanns síns og hann getur heldur ekki veðsett eign né gefið eignarbréf nema með heimild dómstóla. eða dómara. F rá Gimli. Eg hefi áður skrifaS fáeina grein- arstúfa héðan frá Gamalmenna heim- ilinu. Sumpart til þeirra, sem hafa veriS svo góðlátir að spyrja mig héö- an, eSa látiö sér svo ant um heþnilið aö vilja vita hiö rétta, — og svo þá um Ieiö til hinna, sem ekki spyrja. — t nefndum greina-stúfum hefir mér láöst að geta um eitt atriði, sem eg hefi komist að, að ollað hefir mis skilningi, af því menn hafa þar ekki vitað alveg rétt. — “Atriðið” eða spumingin er: “Er ekki gjörður munur í viðurgjörningi og viðmóti á þeim, sem borga og þeim, sem ekki borga?” Þessari óvissu eða efasemd er fljótsvarað. Fyrst með því að geta um hina upprunalegu hugmynd þess- arar kærleiksstofnunar, og svo fram- kvæmdina á henni. — Hugmyndin að stofna gamalmennaheimili var fyrst eins og hún er enn: kærleikshugmynd, — að stofna heimili fyrir þá eða það fólk, sem gamalt og bylað ósk- aði sér heldur að fara þangað en eitthvað annað, — jafnvel þótt það gamla fólk gæti ekkert borgað né heldur unnið fyrir sér. — Með þessari hugmynd — og fyrh þeya menn var heimilið stofnað, þannig fólki er heimilið helgað, og þannig fólki er það að kSerleikurinn knýr hina styrkari og veglyndu til að hjálpa og halda uppi stofnuinni með gjöfum og fjárframlögum. Það er kærleikurinn til þessa gamla og van styrka fólks, sem vakir t huga gef- endanna og veitir þeirn gleði og hjart- ans-frið eftir að gjöfin er færð. — Þvl er það, að þetta fólk þarf ekki að bera neinn kinnroða né kvíða- þrunginn huga vegna þess að það sé að njóta án þess að endurgjalda, — þá hefir gleði gefandans, eða þeirra, sem af kærleiksríkum huga styrkjá stofnunina ekki tilætluð not. Það er ætlast til að fólkið á Heimil- inu njóti æfikvöldsins glatt og rólegt, og að sólsetrið geti orðið fagurt og friðsælt. Maðurinn andlega, er eins og “dag- urinn” eða veðrið. Þegar hann hugsar dapurlega er dagurinn eða hið andlega veður þungbúið, drungalegt og kalt, máske með úrkomu. En þeg- ar maðurinn hugsar glaðlega og með þakklæti til guðs og manna, — fer að birta til, sólin skín úr skýjum og veðr- ið indsplt og blítt. En svo eg snúi mér áð aðalefninu aftur, —þá er það að segja að þeir, sem á heimilinu geta borgað fyrir sig, þá er það náttúrlega vel þegið, sem hver og einn getur eftir kröftum sín- um unnið heimilinu gagpi. Þær forstöðukonurnar hér hafa að- dáanlega vel siglt þann sjó, að gera aldrei neinn mun á þeim, hv'orki í orði né verki, sem borga fyrir sig og ekki borga, fevo enginn þarf að bera dap- urt andlit þess vegna. Sama er að segja um stjórnarnefndina þessarar stofnunar, — alla i henni, — þeir vinna það verk sitt með aðdáanlegri alúð og kærleika, og ekki sizt for- maður hennar Dr. Brandson, sem þó hefir svo voða víðtækan verkahring þar fyrir utan. Allir gegna þeir verki sínu í Gamalmenna-heimilis- stjórninni svo snildarlega að trauðla Lagasafn Alþýðu 27 Allar þessar undantekningar gilda aðeins í Quebec, en að öðru leyti eru ómyndugra lög að öllu eins í öllum hinum fylkjunum. 33. pegar ómyndugir kaupa munaðar vörur. pegar talað er um munaðar vörur í þessu sam- bandi, þá telst þar til alt það sem ekki heyrir til nauðsynjum. Fyrir slíka muni sem keyptir eru með borgunarfresti getur sá er selur ekki innheimt borgun með lögum. En hafi kaupmaðurinn vör- urnar í sinni hendi, getur hann haldið þeim; en honum er ekki heimilt að taka þær aftur með valdi hafi þær verið afhentar. 34. Víxlar ómyndugra; jafnvel þótt fyrir nauðsynjar séu verða ekki innheimtir með lögum. Ef kaupmaður tekur víxil fyrir nauðsynjar af ómyndugum, getur hann ekki stefnt fyrir upp- hæðinni. Aftur á móti getur hann haldið víxlin- um þangað jjl hann fellur í gjalddaga, og stefnt þá fyrir skuldina samkvæmt reikningi og lagt fram víxilinn til styrktar, sem vottorð þess að skulda- krafan sé rétt. Fyrir gjalddaga tiltekinn á víxlin- um getur hann ekki stefnt. pað er ekki svo að skilja að víxill undir þess- um kringumstæðum sé ógildur. pess vegna er það að ef nafn annars manns væri þar til trygg- ingar, eða annara manna, þá bæri hann eða þeir ábyrgð á borguninni, og það jafnvel þótt víxillinh væri gefinn fyrir munaðarvörur. ómyndugur getur selt víxil sem hann hefir eða innheimt hann með lögum, því þó hinn ómynd- skoðun mín, að þeir hafi átt drjúgan þátt í því mikla verki, að kynna Is- lenzku þjóðina fyrir umheiminum. Svo sem kunnugt er þá eru þeir allir hermenn í 223. herdeildinni, sem innan skamms leggur af stað í áttina ti' vigvallarins, svo litlar líkur eru til að þeim auðnist að sýna sig aftur á svellinu, í það minsta ekki sem heild. Því þótt einhverjir þeirra ætti aftur- kvæmt, þá er vafasamt að þeir eftir heimkomuna verði færir til íþrótta- iðkana. — Um leið og þessum leikjum er lokið, réttum vér íslendigar þeim því höndina í kveðju skyni, þakkandi þeim fyrir alla starfsémina, alt frá öndverðu og til þessa tíma, og óskandi hugheilla framtíðar hamingju. Óska, sem hugurinn ekki getur látið tunguna lýsa til fulls. Eg býst við að það sé bæði hrygðar og gleði efni að horfa þeim öllum á bak samtimis austur yfir hafið — þcim, sem eru sönn ímynd fegurðar og hresyti og eru svo ungir. Við þá hugsun nemur penninn staðar. GuSm. Sigurjónsson- Bréf frá W. Kristjánssyni. it/* •• 1 • >Y* timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegundurry, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. IComið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG er hægt að hugsa sér það betra. Eng- inn sér né heyrir neitt á neinum þeirra hvort nokkur borgar eða borg- ar ekki, —■ öllum sýnd jöfn alúð og hluttekning og veitt inntaka á heim- ilið á meðan húsrúm leyfir hvort sem umsækjandi getur borgað eða borgað ekki, ef að eldurtakmark hans leyfir, og kringumstæður hans eru þannig örðugar, að hann kýs heldur Gamalmennaheimilið en nokk- uð annað. — Ekki sér stjórnarnefndin ráðlegt enn sem komið er að stækka húsið eða byggja við það, til þess þarf svo mikið; en sjóðurinn ekki nógu stór, því ekki þykir ráðlegt að taka svo af þeim sjóði, sem til er, að ekki sé hægt að fara sómasamlega með það fólk, sem þegar er komið. Að nefnd- en geri alt það bezta, sem hægt er að gera, er óhætt að treysta; og einnig að kærleikur fólksins til þessa heim- ilis dvíni ekki, er einnig óhætt að treysta. Þegar “postulinn” talar um trú von og kærleika, segir hann að af þeíjsu þrennu sé kærleikurinn mestur, því hann breytist ekki. — Timinn breytist í skoðun, vonin í uppfyllingu; en kærleikurinn breytist ekki. — Gimli, 28. febrúar 1917. Jakob Bricm. Hockey leikarnir l'ics vinna ýturmenskuna. Þá eg reit um hockey leikana síð- ast, stóðu þeir þann veg, að 223. /landarnirý og Vics stóðu jafnir, Monarch voru tveimur á eftir, en tveir Ieikir voru óleiknir og áttu Monarch að leika þá báða, sinn á móti hvorum hinna. Þeir leikir fóru svo, að Monarch töpuðu fyrir Vics, en báru hærri hlut í viðureigninni við landana. Unnu 5 mörk gegn 4. Fæstir munu hafa búist við að land- arnir töpuðu í þetta sinn, því undan- farin reynsla hafði sýnt, að þeir voru betri Ieikarar en Monarch, en það var eins og einhver óskiljanleg óhepni elti þá þetta kveld, því hvað vel sem þeir léku á mark keppinauta sinna, þá varðist markvörður árásinni. Að leikunum loknum hafði eg ætl- að mér að ritdæma hvern þeirra út af fyrlr sig, en við nánari v’iðkynn- ingu hefi eg sannfærst betur og betur um það, að þótt þeir sem vitanlegt er, leiki mismunandi vel, þá er varla við- eigandi, enda mjög erfitt svo rétt sé gert, að gjöra upp á milli þeirra, því þessi leikur er þann veg, að Jjeir hljóta að leika hver með öðrum, svo þeir eru í rauninni einn sem allir og allir sem einn. Það er ekki ætíð hinum sama mest að þakka, sem síð- ast leggur hönd á kringluna, þó hún fari í mark, heldur jafnvel þeim, sem fyrstur benti henni í rétta átt. Eg hygg að eg fari ekki með ýkjur þó eg segi að Iandarnir séu alment taldir bezti flokkurinn, þótt þeir ekki bæru gæfu til að vera sigurv'egararnir. Ef við litum til baka til undanfar- andi vetra, þá sjáum við þessa sömu menn undir nafninu Fálkinn, vetur eftir vetur keppa að því á sama hátt og nú, að vinna sjálfum sér og þjóð sinni frægð. Þeir hafa ætíð borið W. Kristjánsson frá Otto hefir skrifað systur sinni nýlega og hefir Magnús Kristjánsson sent Lögbergi það. Bréfið er þannig. 26. jan. 1917. Kæra systir. Eg skrifaði þér áður en eg flór til Frakklands. Þar sagði eg þér frá því að eg fékk tvær sendingar, eina að heiman og aðra frá kvenfélaginu. Eg er búinn að vera í skotgröfun- um og nú erum v’ið komnir út aftur að hvíla okkur; hefi eg komist hjá meiðslum enn sem komið er. Við fórum frá æfingastöðvunum í gripavögnum og var á þá markað “8 gripir eða 50 menn”. Við urðum að ferðast svo að segja eingöngu á nótt- unni og fórum afar seint. Vorum við á leiðinni hálfan þriðja sólar- hring. Við höfðum svo að segja ekk ert pláss til þess að sofa í, nema með því móti að sofa sitjandi, og var það býsna hart að gengið að láta okkur fara í skotgrafiranr heila viku undir eins þegar við komum úr ferðinni. Á leiðinni í skotgrafirnar fórum við fram hjá Rúðuborg, hinum forna bæ Norðmanna. Hér er mjög kyrlátt sem stendur og verður það víst í bráðina. Skotgrafirnar sem sumir okkar úr 107. deildinni höfum voru nýjar, hér um bil 120 til 150 fet frá óvinunum. Það voru að eins opnir skurðir i fyrstu, og var með öllu ómögulegt að verja þær að deginum; fórum við lyví inn þegar dimt var orðið og út áður en dagaði á hverjum degi. Þegar við ætluðum inn eitt kveld- ið, fundum við það út að skotgröfin var hrunin; við urðum þvi að skríða upp þaðan aftur og i annan st^ið. Skothríð dundi á ög flugu skotin alt í kring um okkur. Smádeildarstjór- inn viltist í myrkrinu og vorum við stundarkorn að skríða um völlinn í myrkrinu, áður en við fundum gröfina aftur. f annað skifti skutu Þjóðverjar á herstöðvar vorar. Kúlurnar prungu yfir höfðum vorum og v’arð hávaðinn ininn og jörðin væri að forganga. En samt meiddist enginn okkar. Aðeins lenti lítið stálstykki í handarbakinu á mér og skemdi vetlinginn minn. Okkur er ekki ætlað að vera í skot- gröfunum lengur en 6 daga í senn. En í stað þess að fara aftur til æf- ingastöðvanna erum við stundum látn- ir vinna að því að grafa nýjar skot- grafir; má því vera að stnudum líði svo tvær vikur að eg geti ekki skrifað. Bezta kveðja til allra. ViUi. No 718372 Pte W. Kristjanson B. Co’y 44th Battalion C.E.F. France. Ræða Lloyd Georges. Miljón tojina af járni hafa Jyegar verið fluttar inn. Alt mögulegt verður að gera til þess að auka heimaframleiðslu til þess að sem minst þurfi að flytja inn. fÞýtt úr Telegram 23. febr.l. höfuðið hátt, og engum hefir dulist að þeir væru Islendingar. Og það er svo mikill að engu var líkara en him- Forsætisráðherrann á Bretlandi flutti ræðu í þinginu á fimtudaginn. Benti hann á nauðsyn þess að gera ýmsar breytingar og þá alvöru, sem á ferðum væri. Þetta eru aðaldrættirnir eða at- riðin úr ræðu hans: “Alvarlega þarf að taka í taumana til þess að mæta tundurbátum Þjóð- verja. Til þess að bandamenn geti vænst sigurs verður að greiða betur fyrir flutningum. Bandamenn eiga engan annan vísan veg til sigurs heldur en þann að reka tundurbáta óvinanna burt af og úr hafinu. Allur óþarfur innflutnigur verður að hætta. Vistir á Englandi hafa aldrei verið ?ins litlar og þær eru nú. Heimaframleiðsla verður að aukast. Innflutningur á kartöflum, eplum og ávöxtum verður að bannast. Ábyrgjast verður lægsta verð á bændaafurðum. Lægstu vinnulaun við búnað verð- ur að ákveða. Tilbúning áfengra drykkja verður að takmarka. Landeigendur v'erður að skyldi til |>ess að rækta landið. Innflutning pappírs verður að minka um helming. Innflutning á gosdrykkjum og lyfjadrykkjum verður að banna. Innflutning á kaffi, tei og cocoa verður að banna í bráðina. Ráðstafanir verður að gera til þess að korna í veg fyrir vörukaup í gróða skvni. Ráðstafanir verður að gera til þess að tryggja viðarflutninga. Reyna verður að afkasta eins miklu og skipabyggingastöðvunum er mögu- legt. 6,400,000 tonn af viði hafa þegar verið flutt inn. Hlnir miklu hreyfivélaskólar Hemphiils þurfa á fleiri nemendum aS halda til þess a8 læra atS stjórna alls konar hreyfivögnum og gasvélum. Skólinn er bæSi á daglnn og kveldin. parf aSeins fáar vikur til náms. Sérstök deild a8 iæra nú sem stendur til þess aó vinna viS flutninga á hreyfivögn- um. Nemendum vorum er kent með verklegri tilsögn a8 stjðrna bifreiSum, gasvélum og olíuvélum, stöóuvélum og herflotavélum. ókeypis vinnuvéitinga skrifstofan, sem vér höfum sambandsstjórnar leyfi til atS reka, veitir yður aöstoö til þess aö fá atvinnu, þegar þér hafið iokiö námi og skólar vorir hafa meÖ- mæli hermálastjðrnarinnar. SkrifiÖ eöa komiö sjálfir á Hemp- hills hreyfivélaskólana til þess aö fá ókeypis upplýsingabók. peir eru aö 220 Pacific Ave., Winnipeg, 10262 Pyrsta stræti, Edmonton, Alta. Tutt- ugasta stræti austur I Saskatoon, Sask. South Raiiway str., Regina, béint á móti C.P.R. stöðinni. Varist þá, sem kynnu að bjóöa yður eftirlíkingay. 'Vér höfum rúm fyrir menn og kon- ur til þess að læra rakaraiðn. Rakar- ar geta nú aistaðar fengið stöðu, því mörgum rakarabúöum hefir verið lok- að. vegna þess að ekki er hægt að fá fólk. Aðeins þarf fáar vikur til þess aö læra. Kaup borgað á meðan á náminu stendur. Atvinna ábyrgst. Skrifið eða komið eftir ókeypis upp- lýsingabók. Hemphill rakaraskólar: 220 Pacific Ave., Winnipeg. Deildir I Regina, Edmonton og Saskatoon. Menn og konur! Lærið að sýna hreyfimyndir, simritun eða búa kven- hár; lærið það i Winnipeg. Hermanna konur og ungar konur; þér ættuð að búa yður undir það að geta gegnt karlmanna störfum, svo þeir geti farið I herinn. þér getið lært hverja þess- ara iðna sem er á fárra vikna tíma. Leitið upplýsinga og fáið ókeypis skýr- ingabók I Hemphiils American iðnað- arskólanum að 211 Pacific Ave., Winnipeg; 1827 Railway St., Regina; 10262 Fyrsta str., Edmonton, og Tuttugasta stræti austur, Saskatoon. Eg tek á mðti ykkur, landar, I hvaða veðri sem er og að heita má á hvaða títna s«m er, læt vkkur fá «Ar- staka keyrslu I "Autoinu"' mlnu fjrrir rýmilega borgun. — Munið petta: A6 kaffi hjá mér og máltið er eins og eí pið væruð heima hjá ykkur. Arnl Pálsson. 678 Sargent Ave. KENNARIÓSKAST fyrir Walhalla skóla nr. 2062 í níu mánutSi. Skólinn byrjar 1. apríl 1917. Umsækjandi tiltaki kenslu- æfingu, mentastig, kaupgjald og hvert hann geti kent söng. SikrifiB til Augusts Lindal, Sec.-Treas. Holar P. O., Sasik. J a IðLIEIK aðtssiN » ISvefnljóð. Eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. I. Rokkamir eru þagnaðir og rökkrið orðið hljótt; • signdu þig nú, bamið mitt og sofnaðu fljótt, því bráðum kemur heldimm hávetrar nótt. Signdu þig og láttu aftur litlu augun þín, svo vetrar myrkrið geti ekki vilt þér sýn. Lullu, lullu bía og láttu það ekki sjá, hvað augun þín eru yndislega blá því mikil eru völd þess og myrkur er þess þrá. II. Ekki ert þú konungborið óskabamið mitt, og ekki er gull- né silfurofið sængurlínið þitt. Ánægð var eg þó, eg gengi aldrei á gyltum skóm, meðan tíndi eg handa þér muna blóm. -----Eg skal vaka og gráta af gleði yfir þér, því guð átti ekkert betra að gefa mér. III. Marga hefir vetrar myrkrið vilt á sína slóð, og einu sinni manninn sem eg var góð---------- pví er eg svo hrædd og kvíðin, þegar rökkva fer, sem hjartað ætli að bresta í brjósti mér. J?á fer eg að syngja við þig svefnljóðin mín svo vetrar myrkrið getí ekki vilt þér sýn. IV. LuUu, lullu bía litla bamið mitt; bráðum kemur dagurinn með blessað ljót.- sitt. Bráðum kemur dagurinn með birtu og stundarfrið; þá skal mamma syngja t um sólskinið. —Iðunn. Um Ara fróða. Er það ekki gaman fyrir ykkur unglingana í þessu landi, sem eruð allan veturinn á enskum skólum, að fá Lögberg í hverri einustu viku með Sólskininu í? f Sólskini getið þið lært yndislega fagra málið ykkar, íslenzkuna; málið, sem forfeð- ur ykkar hafa talað í mörg hundruð ár, málið sem er svo hljómfagurt og skýrt, málið sem rithöf- undamir okkar frægu skrifuðu á allar okkar skemtilegu fomsögur, sem allir hugsandi og fróð- leiksgjamir menn hafa unun af að lesa. Ykkur langar víst til að vita hverjir þeir menn vom, sem fyrstir urðu til þess að skrifa sögumar okkar, því þeim mönnum eigum við íslendingar mikið að þakka, sem grundvöllinn lögðu undir þá bókmentalegu frægð, sem þjóðin okkar hefir hlot- ið út um löndin. Sá fyrsti maður, sjem kunni að skrifa á íslenzku hét Ari þorgilsson og kallaður var hinn fróði. porgils faðir Ara var sonur Gell- is porkelssonar á Helgafelli, þar sem Snorri goði bjó. Á Helgafelli bjó Guðrún ósvífsdóttir, var hún móðir Gellis en langamma Ara fróða. Ari fróði ólst upp á Helgafelli þar til hann var sjö ára gamall, þá fór hann að Haukadal í Biskups- tungum, sem þá var annað merkasta höfðingja- setur á fslandi fyrir lærdóm og mentun. í Haukadal var Ari í 14 ár. par skrifaði Ari hina fyrstu bók sem skrifuð var á íslandi og kölluð var íslendinga bók. Inniheldur sú bók alla hina merkustu viðburði sem gerðust á landinu á hinum fyrstu tímum fslands, og aðra bók skrifaði Ari, sem kölluð er Landnáma. Segir hún frá öllum þeim mönnum sem námu land á fslandi í fomöid. pessar bækur eru undirstaða allrar hinnar merki- legu íslenzku sagnfræði og er Ari kallaður faðir sagnfræðinnar. Hafa“allir íslenzkir mentamenn á honum miklar mætur. Á þeim tímum skrifuðu engir menn á Norðurlöndum sagnfræði nema Ari einn. Eftir að Ari fór frá Haukadal varð hann prest- ur og bjó hann langa lengi á Stað á ölduhrygg. Hann dó árið 1149. Meðan nokkur maður skilur íslenzka tungu og les okkar fjölfróðu fomsögur lifir nafn Ara fróða 'með íslenzku þjóðinni. S. Leðurblakan sem vildi lœra að syngja, Niðurlag. “Gættu þín nú vel, stelpa mín,” sagði leður- blakan gamla við dóttur sína inni í holunni. “Nú verður þú að læra að syngja.” “Já,” svaraði litla Ieðurblakan. “Eg held eg sé strax búin að læra dálítið.” Og hún engdist sundur og saman af gleði. Nú komu kettir úr öllum áttum til þess að hlusta. peir voru hreinir og sléttir og þokkalegir, eins og virðingaverðir kettir eiga að vera, þegar þeir fara á samkomu. peir heilsuðu kettinum sem fyrir var, dönsuðu reglulegan kattadans alt í kring um vindhanann og skipuðu sér svo í reglu- lega röð. “Nú skulum við syngja þjóðsöng kattanna,” sögðu þær allar í einu hljóði. “Gættu að og taktu eftir, dóttir mín,” sagði gamla leðurblakan við litlu dóttur sína. Og svo sungu kettimir allir í einu: “Mjá, mjú og mjá, hér margt er glatt að sjá, við fóta léttar fetum og fjölda af músum étum við bemm í þær beittar klær, með beztu lyst við étum þær. Já, kátt er köttum hjá mjá, mjú, mjá.” Alt í einu staðnæmdist svarti kötturinn-og sagði: “Eg finn — eg finn músalykt!” “Já, og við líka,” mjálmuðu allir kettimir. Litla leðurblakan varð dauðhrædd og emjaði hátt. Svarti kötturinn hafði krækt klónum í annan vænginn á henni. “Eg er búinn að ná músinni,” kallaði hann. “Hjálpaðu mér til að draga hana út úr holunni, hún heldur sér fast.” Nú varð ógurlegig- gauragangur. Kettimir mjálmuðu allir í ákáfa og vindhaninn var sá eini sem var rólegur, en auðvitað gat hann eigi stilt til friðar. Hann snerist á ryðgaða fætinum og sagði: “Hverfið allar heim til baka; hér er bara leðurblaka.” En kettimir létu allir sem þeir heyrðu ekki hvað vindhaninn sagði, þeir mjálmuðu hærra og hærra og leðurblökumar báðu um hjálp. Alt í einu heyrðist loftþytur og ugluherrann kom fljúgandi. Hann leit reiðilega til beggja hliða með hvast nef og sagði ógnandi: “Sleppið ungfrúnni; annars kem eg til skjal- anna; þið skuluð eiga mig á fæti ef þið viljið.” Svo sleptu kettimir leðurblökunni litlu; þær mæðgumar flugu heim og fengu sér hvíld og hressingu. En þegar ugluherrann komst að því að það var hans vegna að leðurblakan litla hafði lagt sig í þessa hættu, þá varð hann svo hryggur að hann feldi stór tár og bað undir eins leðurblök- unnar. Og svo giftust þau og eiga heima enn þann dag í dag í kirkjutuminum, og eiga enn rúmfötin úr mannshárinu, og svarti kötturinn kemur þangað á hverju kveldi til vindhanans og syngur: “Mjá, mjú, mjá, eg mér vil konu fá í silkimjúkum, svörtum kjól og sifelt lipra eins og hjól. Mjá, mjú, mjá, eg mér vil konu fá.” (pýtt úr “Bók bamanna”). Til Sólskins. ó, veittu þeim sólskin, er sauklaus og smá þau syrgja hvem geisla með támm og kærleikans blóm hvert, sem bamshjartað á það blómstrar með fullorðins árum. Og lærðu þeim< Sólskin, að lesa um hann, sem léttir oss byrðina stranga, og breiddu þitt sólskin á þjóðveginn þann, sem þau eiga síðar að ganga. Og berðu æ, Sólskin, til bamanna heim hið bjarta í smáu og stóru og hermdu þeim, Sólskin, frá hetjunum þeim, sem hraustar og göfugar vóru. Og vertu þeim sólskin í sögum og leik og sýn þeim er barnseðlið dáir, því þau eru viðkvæm sem óþroskuð eik er ylinn og birtuna þráir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.