Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 5
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1917 b Dr. Robinson Sérfræðingur í tannsjúkdómum BETRI TANNLÆKNING FYRIR MINNI BORGUN Ef þú ert í vafa um hvcrt tennar þínar séu heilbrigðar eða ekki þá þarft þú að fá ráðleggingu tannlæknis. Sá tannlæknir ætti að vera maður sem hefir gott álit á sér sem lœknir og sömuleiðis er það áríðandi að hann sé eins vel að sér í list sinni og nokkur getur verið. Nú á dögum eru þeir fáir sem ekkv viðurkenna þýðingu sérfræðinganna, hvort heldur er í al- mennum lækningum eða tannlækningum. Minnist þess að ef þér kom- ið til vor þá verður traust yðar ekki ódrengilega notað, því allar vorar að- ferðir eru reyndar og sannaðar og fólk veit um áreiðanleik vorn. Fyrir tíu árum voru það margir af borgurum Manitoba sem trúðu mér fyrir því að lagfæra tennur þeirra. Þessa fyrstu sjúklinga tel eg byrjun hinnar miklu aðsóknar sem eg hefi haft síðan eg fór að stunda tannlækningar. Svo vel hefir mér gengið að tugir tannlækna hafa sest að í nágfenni mínu Látið því ekki blekkjast þegar um það er að ræða að velja stað. Permanent Crown og Bridge Work, hver tönn . Og það yar áður $10.00 Whalebone Vulcan- ite Plates. Settið . . Opið til kl. 8 á kveldin BIRKS BUILDING, WINNIPEG, MAN. 12 Stólar Dr. Robinson TANNLÆKNIR Meðlimur Tannlœkna Skólans í Manitöba. 10 Sérfræðingar 5 Kvenmenn 28 Lagasafn Alþýðu ugi verði ekki sóttur að lögum fyrir víxilskuld, þá bera aðrir ábyrgð á víxli, sem þeir skulda hon- um eða samningi, sem þeir gera við hann. 35. Eignarbréf ómyndugra. Eignarbréf, sem ómyndugur gefur er ónýtanlegt — ekki ógilt — þegar hann kemst til lögaldurs getur hann stað- fest bréfið eða tekið það til baka, rétt eftir því sem honum sýnist. ómyndugur, sem vill taka til baka eignarbréf er hann hefir gefið, getur það því að eins, að hann skili aftur því, sem hann hefir fengið á móti. Ef ómyndugur stefnir eða er stefnt í sambandi við eignarbréf, þá getur hann staðfest eignarbréf- ið eða tekið það aftur; en þá er það bindandi, er hann ákveður við slíkt tækifæri og verður ekki breytt síðar nema með samþykki beggja. pegar fasteign er seld ómyndugum og hann borgar út í hönd, þá eru það afgerð kaup, sem ekki verða rofin. Ef hann aftur á móti kaupir þannig fasteign að hann borgar nokkum hluta af verðinu, en lofar að borga hitt síðar, þá er ekki hægt að halda honum að þeim saminngi. Hann getur þá ónýtt samninginn og krafist endurgreiðslu þess fjár er hann hefir borgað. Ef hann aftur á móti fær samninginn öðrum í hendur eða selur hann fullveðja manni, þá má halda þeim þriðja manni ábyrgðarfullum fyrir öllu því, er samningurinn tiltekur. Lagasafn Alþýðu 25 Sá sem ómyndugur er getur undirskrifað skjal sem vitni, ef hann er nógu gamall til þess að skilja um hvað skjalið fjallar; sömuleiðis getur hann löglega komið fram sem vitni fyrir rétti. ómyndugur getur einnig verið umboðsmaður og gert þannig löglega samninga fyrir hönd þeirra er hann vinnur fyrir. pegar ómyndugur segir kaupanda frá því að hann sé ekki myndugur, getur hann ekki varið sig með því síðar að samningar hans séu ógildir fyrir þá skuld. 32. pegar ómyndugir semja um nauðsynjar. ómyndugur getur samið um hvaða lífsnauðsynjar sem hann þarfnast, sé hann ekki hjá foreldrum sínum eða forsjármönnum, sem bæði geta og vilja sjá um hann. Borgi hann ekki fyrir slíkar nauðsynjar, þá getur sá er seldi stefnt honum og fengið sér dæmt verðið alveg eins og um fullveðja mann væri að ræða. pað sem venjulega eru taldar nauðsynjar fyrir ómynduga er fæði, klæðnaður, mentun og læknis- hjálp og fer kostnaður þess eftir stöðu þeirra í mannfélaginu. J?ess vegna er það að ekki mundi verða talið nauðsynlegt fyrir son verkamanns eða fátæks bónda að fá gullúr eða selskins yfirhöfn, en fyrir auðmanns son væru það taldar nauðsynj- ar samkvæmt þessum lögum. ómyndugir, sem ekki eru heima í föðurhúsum og bjargast á eigin spýtur, geta stefnt fyrir ó- ingarö fyrir ævikveldiö, og geta nú setið viö rósarunna og aldinauppskeru sinna farsælu verka og vel unna ævi- starfs, lofaöir og vegsamaöir af áliti sinna meðborgara? Eg segi jú viö því, að hvern ber að virða eftir ár- vekni, atorku og skyldurækni. En ekki eftir því hvernig uppskeran hepnaöist. Annar maöurinn getur oröiö fyrir sífeldu frosti og fellibylj- um, en hinn hefir sólaryl og silfur- skæra dögg í gegn um alt sitt Iif og því er mjög eðlilegt að ávöxtur æv'istarfsins verði mjög ólíkur. Samt veit eg ofur vel, eftir þrjátíu ára lærdóm í Svartaskóla vestur-ís- lenzka þjóðlífsins, aö níu af hverjum tíu verða á móti mér í mínu áliti. Reynsluskólinn hefir sýnt mér aö álit og heiður manna veröur aö miðast viö álnir og fiskviröi. Ef enginn er sjóðurinn, þá er enginn heiðurinn. iÞá er maðurinn einskis virði og má drepast, eins og útslitinn klakaklár- inn á helköldu eiöihjarni. Hann er stjörnuhrap sinnar þjóöar. Ljós- glampi staölaus, sem ekki er hægt aö festá augun á. Kæri herra ritstjóri! Af hverju heklurðu aö eg hafi skipt mér af ýmsu sem fram hefir farið og aldrei látið hlut minn fyr en í fulla hnefana? Af því aö eg v'issi, fyrir guöi og samvizku minni, að eg hefi barist eins og ærlegur maður fyrir minu húsi, með veikari kröftum en fjöldi manna og aldrei sett vanvirðu blett á vort þjóðarbrot með útliti eöa af- komu fjölskyldu minnar, þótt fátæk sé. Og enga eða sáralitla hjálp eöa hluttekningu fengið. hversu hörö sem haglélin hafa staðið í fang mitt. Því hefi eg ekki kunnað að beygja höfuö mitt fyrir neinum, og skoöað sjálfan mig—þrátt fyrir alt—jafn réttháan sem hvern annan, þótt sæti skipaði undir heiöari himni auðs og velsældar. Og kæri herra ritstjóri. Hafðu hjartans þökk fyrir þín sönnu, björtu og hlýju orð. Alt tilfinningamál hreyfir viö beztu strengjum, sem ó- slitnir eru enn í mínu veika brjósti. Ef eg heföi nokkurn tíma látiö tíu cent úr v'asa mínum fyrir áfeng n drykk, þegar konu mína og börn vantaði brauö eöa pott af mjólk, eða á annan óheiöarlegan hátt átt blett á baki mínu, þá hefði eg aldrei vogaö aö rita þessar línur. Fyrir guös náö er eg sjálfstæður fram að þessari stundu. — En nú eru mínir kraftar óömu aö þverra og syrta fyrir augu min. — Já, hafðu hjartans þökk; þér geng- ttr ekkert nema gott til, og Þó þú hefðir þúsund bresti og þar á ofan stjörnuhröp, eg augu þar á ekki festi eöa reikna skyldi glöp. Það er dálítið harðsnúið aö rita nafn sitt undir svona málefni. En fjöldi af fólki þekkir rithátt minn og í öðru lagi hefi eg skömm á öllum feluleikjum. Eg á marga sterka drætti til úr minni lífsbaráttu, en slæ hér botn í aö sinni. Lárus Guffmundsson. Bréf Gimli, á Mattíasmessu 1917. Herra ritstjóri Lögbergs;— Ef þér Viljiö ljá rúm fáeinum lín- unt til svars fyrirspurninni um sumar- auka og rimspillisár íslenzka tímatals- ins, er stóð í Lögbergi nýlega, skal eg gefa fáeinar skýringar, svo hljóð- andi: Sumarauki er æfinlega þegar sunnu- dagsbókstafur er G á almennu ári; svo seinni sunnudagsbókst. er C á hlaupári; þegar sunnudagsbókstafur er A á almennu ári er fer nœst á und- an hlau p ár i; er þá, í þessu síö- asta tilfelli, almenná áriö kallað rím- spillis ár meö sumarauka, en hið síö- ara (Tilaupárið) Þorrarímspillisár. Þessi rímspillisár koma fyrir, ekki oftar en einu sinni á 28 árum, og ekki sjaldnar en á '40 árum, eins og síðast, frá 1871—.2 til 1911—12. Þessum piismun olli Sólar-Equation sú, er varö um síðustu aldamótin, og hefi eg lýst þessum Solar- og Lunar-Equations í Heimskringlu fyrir 15 árum síðan f27. febr. 1902J, þegar allir rím- menn, beggja megin hafsins, ætluðu aö ærast, sem von var, yfir því, aö almanökin stálu frá þeim góupáskum, sem áttu, eftir þeirra reikningi aö veröa þaö ár. En þó eg drægi taum almanakanna, geröi eg það á svo mildan hátt, aö eg veit ekki betur en aö allir yrðu.ásáttir meö málalokin. Að minsta kosti hefi eg engin mótmæli séð né heyrt, og viö enga skekkju hefi eg orðið var sjálfur, frá því sem þar var haldið fram. Ástæðan fyrir því að Þorrarím- spellir fylgir hinum strax eftir, ætti að vera hverjum rímmanni auðsæ, er n. 1. sú að á rímspillisári er veturinn talinn að koma viku seinna en hann kemur í fyrsta lagi, og sunnudagsbók- stafurinn bendir á (n.l. 27. í stað 20.J, en það er degi seinna en nokkurntíma endranær. Af því leiðir að þorrinn þann vetur, sem er á öðru ári, og því með öörum sunnudagsbókstaf, verður aö færast fram á sama hátt, gagnstætt hinu v'analega, því alt af verður að vera jafnlangt milli vetrarkomu og þorra—13 vikur, svo aö okkar ísl. mánaöatal ekki raskist. Eitt datt mér í hug aö minnast á í sambandi við dagsetninguna á þess- um línum. Mattíasmessa er 24. febr., á almennum árum, en 25. á hlaupári, og er því sú eina messa sem ekki er rímfastur dagur, sem rímmenn kalla, en á hlaupári er degi smeigt inn milli hins 23. og Mattíasmessu og er kall- aður Hlaupársmessa eða Hlaupárs- dagur; sá dagur er ekki til hin árin, því hann er aukadagur ársins, sem fellur burt endranær, þangað, og ekki lengra, ná áhrif fvrri sunnudagsbók- stafs ársins, þá tekur hinn við, árið út. Fyrir þessu má finna óyggjandi rök í okkar bestu fornritum t. d. Hungurvöku og víöar, en almanökin rugla Jjessu oft saman, og gera eitt úr tvennu; en þó þetta sé Iítilsv'ert í sjálfu sér, er þó betra aö vita rétt, en hyggja ragnt. Kristm. Sœmundsson. 1,000 manns farast. 1,000 hermönnum drekt. ítalska skipinu “Minas” var sökt t vikunni sem leiö. Var þaö meö 1,000 hermönnum, á leið til Saloniki og druknuðu þeir allir að undantekn- um tveimur. Fréttin um þetta barst hingað á laugardaginn. Sama dag fréttist aö Þjóðverjar hefðu sökt 7 hollenzkum skipum á föstudaginn, og eru öll skipin með farminum virt á $11,600,000. Flest- um mönnum varö bjargað af þeim skipum. Eru vandræði mikil orðin á Hollandi þar sem þjóðverjar hindra þannig verzlun þeirra annars vegar og bandamenn hins vegar. Það er talið líklegt að í hart fari milli þeirra og þjóðverja ef þessu heldur áfram. Newton segir af sér. Patterson sá er verið hefir að rannsaka vegabótaféð eða meðferö á þvi að undanförnu, komst aö þeirri niðurstöðu aö hundruðum þúsunda hefði verið eytt af fé fólksins óráö- vandlega í sambandi við vegi. Þar á meöal $52,000 í Gimli kjördæminu um kosningaleytið 1914. Sá af þáverandi og núverandi þing- mönnum, sem hefði einna mest dreg- ið sér af slxku fé, sagöi hann að væri F. Y. Newton þingmaður fyrir Roblin kjördæmi. Hefir hann nú sagt af sér þingmensku. 1,000 manns fórust í Dresden á Þýzkalandi eftir jólin ,í sprengingu sem varö þar í skotfæraverksmiðju. Nú er þar sagt verkfall í Krupps- verksmiðjunum og taka þátt í því 40,000 manns, horfir þar til v'andræða ef ekki lagast. Bitar. Hún hnyklaði brýrnar þegar hníf- ur datt eða hurö var skelt og brosti aldrei þó enginn hnífur dytti og engri hurö væri skelt.—Goöm. Kamban. — Er ekki þetta góö lýsing á sumu fólki? Ef þið fiskar étið hverir aðra þá sé eg ekki hvers vegna viö megum ekki éta ykkur líka. — Benjamín Franklín. Vopnabúrið í Omenee í Ontario brann fyrir þremur árum, en maður sem Robert Adams heitir hefir altaf síöan eins og áöur fengið há laun fyr- ir eftirlit á byggingunum, sem ekki eru til. — Þeir eru vinir vina sinna í Ottawa. “Af 54 þingmönnum í Saskatchew- an eru 37 bændur,” segir “Wynyard Advance”. — Þaö er eins og þaö á aö vera. Walker. Miss May Robson er ein aöal stjaman á himni þeirra í Winnipeg, sem á leikhús fara. “The Making over of Mrs. Matt” heitir leikur, sem hún kemur fram í alla þessa viku. “The Eyes of the World” verður leikið þar alla næstu viku og er þaö í fyrsta skifti, sem það hefir verið leikið í Vestur-Canada. Hinn mikli leikari Robert Mantell verður bráðum á Walker leikhúsinu. Þakkarávarp. Öllum þeim, sem á einn eöa annan liátt hafa auðsýnt mér hjálp í veik- indum og dauða mannsins míns, Jóns heitins Árnasonar, votta eg hér með hjartanlegt þakklæti. Jónína Aðalbjörg A,rnason. Blaine, Wash. —Alla þessa viku— Mats á Miðv.d. og Laugard. —MAY ROBSON— í hinum fagra gamanleik “THE MAKING OVER OF MRS. MATT” —ALLA NÆSTU VIKU— Tvisvar á dag, kl. 2.30 og 8.30 Cune’s mikla myndasýning út af sögu H. B. Wrights “THE EYES OF THE WORLD” sem er ein af hinum allra merkustu myndasýningum nú. göiiSRiv 8 Og gefðu þeim, Sólskin, hvert gleðilegt ár og glæð þeirra bamslegu hljóma; því sál þeirra’ er tær eins og himininn hár í heiðríkju vormorgun ljóma. G.......? Stefánsson. Oak View, Man. 13. febr. 1917. Kæri ritstjóri Sólskins. Mig hefir lengi langað til að senda þessa sögu, sem eg ætla að biðja þig að setja í litla Sólskins blaðið okkar. Með beztu óskum til Sólskins- bamanna. Hið unga vitni. Fyrir nokkrum árum var lítil stúlka, aðeins níu ára gömul, kölluð fyrir rétt í þjófnaðarmáli; þjófnaðurinn hafði verið drýgður í húsi föður hennar. Hún hafði staðið þjófinn að verkinu, og var því vitnisburður hennar mjög áríðandi. Tals- manni þjófsins var ekki um að stúlkan væri leidd fram sem vitni, því hann vissi að framburður hennar mundi skaða málstað hans. Hann sagði þvi við hana þegar hún kom fram fyrir réttinn: “Stúlka mín, er þér kunnugt um eðli eiðsins?” “Eg veit ekki hvað þér eigið við, herra minn,” svaraði hún. “pama sjáið þér,” sagði talsmaður þjófsins við dómarann, “hún hefir enga hugmynd um þýðingu eiðsins. Er það ekki órækur vottur þess að hún er ekki vitnisfær? Framburður henn- ar getur ekki tekist til greina.” “Látum oss at- huga það betur,” sagði dómarinn. “Komdu hing- að, stúlka mín, og segðu mér, hefurðu nokkum tíma unnið eið?” “Nei, aldrei fyr,” svaraði hún. “pekkirðu þessa bók?” sagði dómarinn og benti um leið á biblíuna, sem lá þar á borðinu. “Já, herra minn, það er biblían,” sagði stúlkan. “Hef- urðu nokkum tíma lesið í þeirri bók ?” spurði dóm- arinn. “Já, herra minn, eg les í henni á hverjum degi,” sagði stúlkan. “Veiztu hvað biblían er?” spurði dómarinn. “Já, hún er orð drottins,” svar- aði stúlkan. “Rétt bamið mitt, legðu þá hönd þína á þessa bók,” sagði dómarinn. Hún lagði hönd sína á biblíuna. Dómarinn mælti fram orð vitnisburðarins og hún hafði þau upp eftir honum. Með hendina á biblíunni sagði hún: “Eg sver það hátíðlega að það sem eg nú ætla fram að bera er sannleikur, sannleikurinn án afdráttar og ekkert annað en sannleikur. Svo sannarlega hjálpi mér Guð.” “Nú ertu búin að vinna eið sem vitni,” sagði dómarinn. “Veiztu nú hverjar afleiðingamar verða ef þú ekki segir sannleikann ?” “Eg verð sett í dýflissu,” mælti stúlkan. “Og er þar með búið?” mælti dómarinn. “Nei,” mælti stúlkan. “Eg verð einnig útilokuð frá því að komast í Guðs ríki.” “Hvemig veiztu það ?” mælti dómarinn. Hún tók biblíuna, fletti upp 20. kap. í II. bók Mósesar, 16 versi, og las: “J?ú átt ekki að bera falskan vitnisburð á móti þínum náunga”. petta var mér kent,” sagði hún, “áður en eg kunni að lesa í biblíunni.” “Hefir nokkur sagt þér að þú ættir að bera vitnisburð í þessu máli?” spurði dómarinn. “Já,” svaraði stúlkan, “Jlegar móðir mín heyrði að það ætti að stefna mér, þá kallaði hún á mig inn í herbergi sitt og sagði mér að hafa yfir Guðs tíu lagaboðorð. Síðan féllum við á kné, móðir mín og eg, og báðum guð að gefa mér að skilja hversu óguðlegt það væri áð bera falskan vitnisburð á móti náunga sínum, og að Guð vildi hjálpa mér að segja sannleikann, ef mér yrði stefnt. Og þegar eg fór af stað hingað, þá kysti móðir mín mig og sagði: “Mundu eftir áttunda boðorðinu og gleymdu ekki að Guð heyrir hvert það orð sem þú segir fyrir réttinum.” “Og trúir þú þessu sjálf ?” sagði dómarinn og viknaði við. “Já, herra minn,” sagði stúlkan, og einlægnin skein út úr augum hennar, svo að auðséð var að hún sagði satt. “Guð blessi þig, bamið mitt,” sagði dómarinn, “þú átt góða móður.” Síðan sneri hann sér að talsmanni þjófsins og mælti. “petta vitni er gilt.” Eftir litla þögn bætti hann við þessum orðum: “Ef eg væri ákærður og væri saklaus, vildi eg biðja drottinn að senda mér annað eins vitni og þessi stúlka er, til að bera vitni um sakleysi mitt.” Síðan var framburður hennar tekinn til greina. pessi litla stúlka talaði sannleikann, þegar henni var stefnt fyrir réttinn, sem vitni. En vér eigum að ímynda oss að vér ætíð stöndum frammi fyrir rétti, hvenær sem vér tölum orð frá munni. Heimi þessum má líkja við stórkostlegan rétt. Drottinn er dómarinn. Með vinsemd. Juno Magnusson, 12 ára. SÓLSKIN Barnablaö II. ÁR. WINNIPEG, MAN. Kristín Kristjánsson Á Gimli er einhver allra starfsamasta barna- stúka, sem til er í Manitoba. J?að er aðallega að þakka hinni duglegu og sístarfandi konu Christ- jönu Chisvell, sem altaf hefir lagt fram krafta sína í þarfir Gnodtemplarafélagsins síðan hún var ung stúlka. Hún er gæzlukona bamastúkunnar þar og skoða bömin hana svo að segja sem móður sína. Ykkur þykir kannske gaman að heyra það, að elztu stúlkurnar í stúkunni eru að prjóna sokka Lögbergs. 1. MARZ 19l7 NR. 22 handa hermönnunum og keppast hver við aðra að prjóna sem mest og bezt. Á nýjársdaginn höfðu bamastúkubömin kaffisölu til ágóða fyrir fátæk böm í Belgíu. pað var vel byrjað árið. Mrs. Chisvell gerir meira en að hugsa um hálf- fullorðin böm. Eins og þið vitið, geta ekki yngri böm en fimm ára verið í bamastúkunum, en hún hefir stofnað deild með yngri bömum, og er það kölluð “vöggu deild.” í þessari deild eru nú mörg böm og gengur hún ágætlega. J?ið sjáið á þessu að bömin á Gimli eru dugleg og eiga góða gæzlukonu. í vor sem leið 19. maí var framsagnarkepni í stúkunni á Gimli, og tóku 5 þátt í því. pað voru tvær systur sem heita Margrét og Florence Páls- son, Kristín Kristjánsson, Lára Sólmundsson og Stefán Jónsson. Dómendurnir vom: Olafia John- son yfirkennari á skólanum, J. Jónasson liðsforingi og J. Sólmundsson. Kristín Kristjánsson fékk verðlaunin og var það heiðurspeningur úr silfri. Myndin, sem þið sjáið, er af Kristínu. Hún las “Sögu gamla manns- ins” og hafði gert það ágætlega. Hin bömin öll höfðu líka lesið mjög vel, en náttúrlega gátu ekki allir fengið verðlaunin. pað væri gaman ef eins duglegar bamastúkur væru alstaðar og sú, sem er á Gimli. Leslie, Sask. 18. febr. 1917. Herra ritstjóri Sólskins. Eg er nú sest niður til að skrifa Sólskini fyrsta bréfið. Mig langar til að reyna að skrifa í Sólskin eins og hin bömin, en það er nú gallinn á að eg hefi ekkert til að skrifa. Eg er nú farin að hlakka til vorsins, því þá fömm við að ganga á skóla. Við erum þrjár systur. Við höfum gengið á Westside skóla, en við ætlum að ganga á Leslie í sumar. Við höfum gaman af að ganga á skóla. Eg hefi gaman af að lesa Sólskin, þegar það kemur. pað eru svo margar fallegar sögur í því. Eg hefi nú ekki meira í þetta sinn. pín einlæg. Guðrún Sigurbjömsson, 10 ára.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.