Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.03.1917, Blaðsíða 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1917 Utsœr, Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar, ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu. Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar. útsær — þú ber mér lífsins sterkustu minning. — eg sé þig hvíla í hamrafanginu víðu; eg heyri þig anda djúpt yfir útskaga grynning. Ofsinn og mildin búa þér undir bránni; þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi, þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni, en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi. Hve myndir og skuggar miklast í þínu veldi. — Eg man þig um dægur, er skín ei af ári né kveldi. pá lyftirðu þungum og móðum bylgjubarmi og bikar hins volduga myrkurs þú drekkur á höfin. Augu þín lykjast undir helsvörtum hvarmi, en hart þú bindur að ströndunum líkfölu tröfin. — pá er eins og líði af landinu svipir af harmi. peir leita í þínum val undir marareldi — og mæðuandlit svefnþung á svæfli og armi sjá þá, er varstu bæði lífið og gröfin. Mér er sem eg skygnist yfir sædjúpsins jarðir — þar er ekki hljómi líft né geisla af degi. En eins og vindar leiða hlíðanna hjarðir hafbúann straumurinn áttar á sporlausum vegi. Og Ijósgjafaaugu svipast um undirsjáinn. par sækja hafsins múgar sinn óraróður; og vegast á til bana í lágum legi, leiknir í fangbrögðum dauðans, varir og harðir. par beita sér tálkn og barðar á rastanna gróður, með bítandi tannir og skafla hvassa sem ljáinn. Til lands sækir djúpsins líf. par merkirðu klettinn og lætur þig sjást sem þú ert, með flakandi slæður. Aftur og fram, meðan ertu steininum stæður, sem stormur í kiarri þú æðir í þaranna runni. Áin sekkur í sjóinn sem dropi í brunni — en sá, sem ræður, þig stöðvar við norðlenzka blettinn. pá brýnirðu róminn og kallar af fjöru að fjalli, en f jötruðu strandirnar bergmála einum munni. Réttlausa frelsi í holskaflsins hvolfandi falli. eg heyri þig steypa í rústir og lyfta frá grunni. — Eg minnist þín löngum, heimur hverfulla mynda, í hópum, sem kemur og fer í voldugum borgum, með óma, sem líða í öræfi hverfandi vinda, með andlt, sem rísa og sökkva á streymandi torgum. Bylgjur stynja og deyja í fjöldanna flóði. par finnast ei blóðdropar tveir, sem að öllu jafnast. Og eins er hvert brimtár og andvarp þitt, sem safnast í öldustríðsins máttuga, druknandi hljóði. / En einhversstaðar á alt þetta líf að hafnast 0g einhver minnisstrengur nær hverju ljóði. pví dagar sólina uppi um unaðarnætur. pá eldist ei líf við blómsins né hjartans rætur. — Hafkyrðin mikla legst yfir látur og hreiður, en lágeislinn vakir á þúsund sofandi augum. Á firðinum varpar öndinni einstöku reyður, og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum. Báruraddir í vogavöggunum þegja. ^ Ein vísa er að e>ns hvísluð niðri í ósi. Tíminn er kyr. Hann stendur með logandi ljósi og litast um eftir hverju, sem vill ekki deyja. En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin. Strandmölin grýtir landið. pú seilist í naustin. Skýin þau hanga á himninum slitin í tötra. — J?að hryktir í bænum eins og kipt sé 1 fjötra. — pá brygðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin. Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðimar nötra. En hafáttin er í húmi og blikum til skifta; hún hleypir skammdegisbrúnunum föl undir svefninn. pá hamastu, tröllið. í himininn viltu lyfta hyljum þíns eigin dýpis og álögurn svifta. — og alt af eg man þig um mánanóttina langa; þá mæna til stjarnanna skuggar eyja og dranga og vef iast í löngum örmum, sem risi og rýgur — en röstin niðar í fjarlægð, sem blandaða strauma. pinn barmur aðeins hrærist og hljóðlega stígur er himneska segulfangið á móti þér hnígur. — Andvaka haf, í ómi glitrandi stranda, Aleinn eg dvel í stjörnuhöll minna drauma og lifi að nýju þinn ljóma og róm í anda. — Mín léttustu spor eru grafin í þína sanda. ó, kveldsól á hafsins brotnu, blikandi speglum. Bjargeyjan klæðist í liti, með snjóbleikum dreglum. — Lognið það rikir. En boðarnir bregða hrammi og bresta sem þrumur yfir döknandi flæðum. — pá skil eg að heiðnin lifir aldanna æfi með ódáinshallir, reistar í norðlægum sævi. -----Að drykkju er Ægis hirð í hylgrænum klæðum. f hálfri gátt stendur Lokasenna frammi. Og landbrimið mælir á mig í kraftakvæðum — vor kynstofn reis hæst í lífsins og guðdómsins fræðum. Fomhelga spekin veit að afl skal mót afli, en andanum gefur hún seinasta Ieikinn í tafli. Guðimir yrkja í kveðandi brims og bylja og brjóst hins illa valds er slegið með ótta. Hamar pórs hann vegur að Alföður vilja; því víkur glottið í Ægisdyram á flótta. — Loki felur sig sjálfan í þjósti og þótta. Hann þjakast og elskar í sinnar heiptar viðjum — og minning hann ber um bros frá litverpum gyðjum sem bjarma af von í myrkri eilífra nótta. Útsær, þú hastar á hjartað og göfgar þess ama. pú hylur í þögn vom fögnuð og gjörir hann ríkan. ,— Veröld af ekka, eg veit engan mátt þér líkan. Viljinn sig þekkir hjá þér og rís yfir hafið — já, hafið sem á ekki strönd með fjarlægan frama, en fimaríki í auðnir skýjanna grafið. pó deyi hjá þér okkar vonir, sem nefna þig nöfnum, og nísti þinn kali vor brjóst, er vald þitt hið sama; því handan/þín enginn átti að búast við höfnum. Eilífð og himinn er landsýnin þar fyrir stöfnum. Sem leikandi bömin á ströndu, er kætast og kvarta með kufung og skel frá þínu banvæna fangi, eg teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi, stimandi, klökkva djúp, sem átt ekkert hjarta. — Missýnir skuggar, mókandi ey og drangi, myndaskifti þín öll, þau skulu mér fylgja. pó kalt sé þitt brjóst, þar sem blikar geislanna sylgja, þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu, alt það, sem hjúpur þíns hafborðs gjörir að einu, hnígur að minni sál, eins og ógrynnis bylgja. Einar Benediktsson. —Skímir. » Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hja öllum tóbakssölum Skáldskapur Einars Benediktssonar. Fyrirlestur eftir G. Armson. Háttvirtu tilheyrendur! Eg á að tala hér í kveld utn skáld- skap Einars Benediktssonar. Fyrst vil eg leitast v'ið að gera grein fyrir því, hvernig umræðuefni þetta sam rýmist, frá mínu sjónarmiði skoðað, tilgangi fyrirlestra þessara; eg á auð- vitað við fyrirlestra þá, sem gert er ráð fyrir að fluttir verði hér í vetur undir umsjón Goodtemplara stúkn- anna, og sem< nu þegar er byrjað að flytja. Tilgangvrinn með fyrirlestrum þéssum á að vera sá, að glæða þjóð- ernismeðvitund vor Vestur-íslend- inga. Eins oe öllum eflaust gefur að skilja. geta þeir ekki orðið nema örlítill skerfur til þess verks, sem mörgum hér ber saman um að við ''restur-íslendingar eigum að taka okkur fyrir hendur að vinna ti) við- halds íslenzks þjóðernis og íslenzkrar tungu meðal allra íslendinga og af- komenda þeirra hér í Vesturheimi. Þeir verða örfáir steinar, sem lagðir verða í vegg þann, sem við öll ættum að byggja til skjóls fyrir alt gott og fagurt i þjóðararfi vorum. Félags- skap þeim, sem gengst fyrir því að fyrirlestrar þessir eru haldnir, hefir fundist, að nú, þegar aðalstarf hans er ekki eins umsvifamikið og það hefir verið að undanförnu, gæti hann ekki á annan hátt unnið meira til gagns fyrir íslenzka þjóðflokkinn hér í bæ, en það, að leggja þennan skerf til þjóðernismálsins. Það er aðeins óskandi að fyrirtækið beri á sínum tíma einhverja góða ávexti, að það stuðli að því að þjóðernismeðvitund okkar allra glæðist þv’í betur, sem við lærum betur að skilja hvað það er, sem við ættum að leggja alt kapp á að varðveita. Það þarf naumast að taka það fram að til þess að viðhalda ísl. tungu °g þjóðernismeðvitund hér, hvort sem um lengri eða skemmri tíma er að ræða, er nauðsynlegt að halda við þekkingu á íslenzkum bókmentum. Að gera nokkra tilraun ti! að vernda málið og glæða þjóðernistilfinning- una án þekkingar á bókmentunum, væri hið sama og að reyna að plægja akur án pfógs eða fella við i skógi axarlaus. Þekking á bókmentum ís- lenzku þjóðarinnar og réttur skiln- ingur á gildi þeirra er grundvöllur sá, sem allar tilraunir okkar í þá átt Verða að lokum að hvíla á. Fyrsta spurningin hjá þeim, sem láta sér á sama standa um þetta mál, er ávalt þessi: til hvers ættum við að vera að reyna að hakla við málinu; kenna það börnum okkar og innræta þeim ást á því og virðingu fyrir þjóðareðlinu ís- lenzka? Og eina svarið, sem þeir, er þannig spyrja, verða að viður- kenna, sem réttmætt svar, já, eina svarið, sem á að skoðast sem rétt- mætt er það, að íslenzkar bókmentir ekki aðeins jafngildi því, sem okkur stendur hér til boða af því tagi, held- ur séu betri en það. Því verður alls ekki neitað, að það hefir enga praktiska þýðingu að vera að reyna að halda við íslenzkunni hér, enda er aldrei sparað að benda á það; en þá verður að leita að fullgildum ástæð- um til þess annarsstaðar en í praktiska lífinu. Og sannarlega ætti ekki að þurfa að benda oft á það, að ekki ber síður að hugsa um andlega lífið en hið praktiska, ekki síður um þarfir sálarinnar en likamans. Það er andlegum þroska okkar fyrir beztu að við höldum áfram að draga næringu frá hinu andlega lífi -worrar eigin þjóðar, ekki síður en annarsstaðar að. Menning okkar og menning framtíð- arþjöðarinnar hér á ekki að verða, má ekki verða, eintóm líkamleg menning;.- hún á einnig að verða andleg; hún á að vera þroski lífsins í víðtækasta skilningi. En sé þetta rétt, þá vitanlega á það, sem einu nafni nefnist bókmcntir, að eiga sinn þátt í þroskanum, á að vera einn hornsteinn menningarinnar. Eg held þá að fullyrða megi að viðhald ís- lenzkunnar hér, í þeim tilgangi fyrst og fremst að við höldum áfram að þekkja og hafa not af íslenzkum bókmentum sé tnenningarmeðal, og að þar með sé þeirri mótbáru rutt úr vegi, að það sé tilgangslaust að v’era að berjast fyrir því. Svo fjarri er því, að eg fyrir mitt leyti vil hik- Iaust halda því fram, að ef við, með því að gleyma málinu viljandi, köst- um frá okkur hinum íslenzka bók- mentaarfi, þá skerðum við að allmiklu leyti grundvöll þann, sem við höfum að byggja á andlega menningu okkar, enn sem komið er, og ef til v’ill um alla framtíð. Eftir þennan útúrdúr vil eg þá réyna að komast að efninu, sem fyrir liggur, skáldskap Einars Benedikts- sonar. Til þess að reyna að gera ykkur ofurlítið auðveldara að sjá þau einkenni, sem mér virðast vera eftirtektaverðust, í skáldskap hans, vil eg leitast við að ræða um hann frá fjórum hliðum, eða með öðrum orðum, eg vil flokka skáldskap Einars á þessa leið: 1. Um landið og þjóð- ina, 2. um náttúruna, 3. um mann- lífið, 4. lífsskoðun eða heimsskoðun. Vitanlega eru all-mörg kvæði, sem naumast geta talist til þessa flokka, en á nokkur þeirra má minnast sér- staklega. Einar hefir ort all-mikið um landið og þjóðina og lýsir heit og einlæg rettjarðarást sér í þvi öllu. Hann minnist varla á fátækt landsins eða óblíðu náttúrunnar i því skvni að kvarta eða vorkenna þjóðinni erfið lífskjör, sem stafa af þvi hversu naum náttúran er á gjöfum sínum á tslandi. En honum gremst mjög þekkingarleysið, kúgunin og fram- taksleysi íslendinga sjálfra, sem hafa valdið því, að menn hafa setið hungraðir við jaægtaborð náttúrunnar. Vit og dáð og framför er það sem þjóðin þarf að öðlast í ríkum mæli, til þess að hún geti orðið farsæl, hún þarf að læra að hagnýta sér gæðin, inín þarf að læra að nota náttúru- kraftana, hún þarf að komast i tölu menningarþjöðanna, sem hafa marg- faldað fólksfjölda sinn og auðæfi sín með þekkingunni. Nú vil eg tilfæra erindi úr nokkrum kvæðum, sem sýna þetta einna Ijós- ast. Fyrsta kvæðið í fyrstu kvæðabók lyins byrjar svona:— “Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins Iinda, litla þjóð, sem gefdur stórra synda, reistu í verki v'iljans merki — /vili’ er alt sem þarf. ‘Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undir eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi. Bókadraumum, böguglaumum breyt í vöku og starf. Síðar í sama kvæðinu:— “Sjá yfir lög og láð, autt og vanrækt horfir himinsólin. Hér er víst, þótt löng sé nótt um jólin, fleira að vinna en vefa og spinna vel ef að er gáð Sofið er til tars og fremstu nauða. Flý þó ei. Þú svafst þig ei til dauða. Þeim sem vilja vakna og skilja vaxa þúsund ráð.” Svo bendir hann á hvers þjóðin þarf með til þess að vakna af svefninum og brjóta af sér ok útlends valds, sem honum finst að hafi átt svo mikinn þátt í niðurlægingu hennar:— “Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný nú þarf dáðrakka menn — ekki blundandi þý, það þarf ,vakandi önd, það þarf vinnandi hönd, til að velta í rústir og byggja á ný. “Sjáið risastig hejms! Tröllbrot rafar og eims, selja rammleik og auð hverri mann- aðri þjóð. Eigum vér einir þol fyrir vílur og vol til að varða og greypa v'orn arðlausa sjóð ?” “Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traust á vort takmark og framtíð er sigur- von enn. Þá skal losna um vor bönd, þá er líf fyrir hönd, þá skal ljós skína um eyjuna, komandi menn. I aldamótakvæðinu kemur þessi “trausta trú” á framtíð landsins í ljós næstum að segja í hverju orði. Þessi tvö erindi nægja til að sýna hana:— “Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð, margt hérað sem eyðimörk köld og dauð. Sú öld sem nú hefst, á hlutverk að inna -7 sjá hjálpráð til alls, v^rna þjóðinni falls. En sýnir ei oss allur siðuður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbygði geimur? Að hér er ei stoð að stafkarlsins auð ? Nei, stórfé ! Hér dugar ei minna! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds, að græða upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna’, á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds. Þann lykil skal fsland á öldinni finna — fá afl þeirra hluta’ er skal vinna. — “Þvi veldur ^or fátækt oss vantar að sjá, hvað vísindi ynnu hér þjóðleg og há, sjá náttúru landsins náminu háða, sjá not þeirrar mentar, sem oss væri hent. Og hugmyndir vantar — með eins manns anda ávanst oft stórvirki þúsund handa. Skal gabba þann kraft? Er ei grát- Jegt að sjá göfuga hugsjón smáða, — sjá heilbrigða tréð vera höggvið og brent en hirt þið visna? Það þekkjum við tvent. — Að virða listir og framtak er fyrsta, sem fólkinu’ á íslandi skyldi kent. Með visindum alþjóð eflist til dáða, það æðra því lægra skal ráða.” Þekking og auður. Þetta tvent þarf til þess að hagnýta auðsupp- sprettur íslands, alveg eins og þess þarf til hagnýtingar á auðsuppsprett- um, hv’ar í heiminum, sem þær eru. Það sem er af tuttugustu öldinni hefir verið meira framfaraskeið í sögu landsins, en nokkurt ananð jafn- langt tímabil frá því landið bygðist; og það eru einmitt þessar tvær vog- arstengur framkvæmdanna, þekkingin og féð, sem eru nú að lyfta þjóðinni á hærra menningarstig. Svo rík er þessi hugsun um nægtir íslenzkrar náttúru, ef menn aðeins kunna að nota hana, í huga skáldsins, að hann kemst oft út í hugleiðingar um það þegar hann er að lýsa náttúrunni, eins og t. d. í kvæðinu “Haugaeldur”, þar sem hann er að lýsa siglingu um Borgarfjörð:— “Svo færumst við hærra að hamri og borg, þá hjaðnar þokan í sólskinsljóma, og örnefni kunnug í eyrum hljóma með ódauðl^gt hrós og sóma. Og þó finst það alt vekja saknandi sorg — því sést hér ei stórbær með Ijómandi torg og eimskip þjótandi um ísvatnsins korg. — Á aldrei að létta því fargi og dróma? Straumurinn harðnar og heitar er kynt. Við höldum upp ána langt inn i fjörð- inn, og þræðum dýpið við bakkana og börðin. Nú blasir við stærsta jörðin. 'tn neðan við kjölinn er knálega synt. Þar kastar sér lax eftir eðlinu blint! Tómt silfur og gull, eins og mynt við mynt, t málmdysaeldi glitrar öll hjörðin.” En eins o" landið er gott og fagurt í atmum skáldsins, svo er saga þjóð- arinnar raunalég og hörmungar kúg- ”nar O" éf-/ lc'cWn/'i-t rr'órcr f P'"’ er ö’l niðurl-eo'in? þjóðarinnar því að 'ænna, að hióðin hefir glatað frelsi fímt. En hióðin á að verða frjáls ■’ft"r: “”'á hin unghorna tíð, vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. —• Heimtar kotungum rétt — og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Nú er grafinn sá lýður frá liðinni tíð, er sig lægði í duftið og stallana hóf. Nú er þroskaðri öld eftir glapskulda gjöld og það gnötrar frá rótum hið aldraða hróf.” Erlendu kúguninni, eins og hún á- valt hefir komið verst fram v’ið ís- lendinga er lýst snildar vel í þessum tveimur erindum úr kvæðinu “Strand- sigling”:— “Farþegu stóð við borð með breiðum herðum, bönd í rælni höndum lék; yfirmaður fasmikill á ferðum framhjá honum vék, ýtti úr vegi hart og hrakorð lagði, hinn fór undan, beygði sig og þagði. Inn á sömu stöðvar stefnið horfði, stýrði hönd af sömu þjóð, sem þá fyr hjá búðarherrans borði barnamaður stóð og dauðableykur blóðskuld ranga leysti, blóðpeninginn siðsta í höndum kreysti.” En þetta er hverfandi, þetta er raunasagan, sem að baki er. Fram- undan liggur nýr æfiferill fyrir þjóð- ina, sem verður bjartari og giftu- meiri en sá, sem að baki er. Þetta er trú skáldsins og þess'vegna getur hann sagt við byrjun aldarinnar:— “Brj'ót íslands bönd um þvert, bann af því leystu hvert, skírðu þess skjöld. Lífgaðu alt lífsins vert, launa hvað vel er gert. 'Fyrir vort fólk þú sért frelsisins öld. blessaðu alt búalið, bát hvern og fiskimið, hérað og höld. Hefji þá auðnuafl. Upp ! Yfir hrönn og skafl! Lát snúast tímans tafl, tuttugasta’ öld,” Það mætti lengi halda áfram að til- færa kafla úr kvæðum og heil kvæði, sem sýna hve frelsi og framfarir þjóðarinnar eru skáldinu bjartfólgin mál, og hversu óbilandi trú hann hef- 'ir á þv’í, að enn sé svo mikil mann- dáð til í íslenekil þjóðinni, að glæsi- legustu voni'r í þessa átt gæti ræzt. En hér verður að láta staðar numið með það, til þess að rúm gefist fyrir annað. Aðeins verður að bæta við nokkrum orðurn frá skáldinu um tunguna og þjóðernið. Þar er líka mörg hvetjandi orð að finna og marga gullfallega hugsun, sem við Vestur- fslendingar mættum gjarna festa í minni og ryfja sem oftast ,upp fyrir okkur. Eg tilfæri þá aftur úr fyrsta kvæð- inu í elztu bók skáldsins, íslandsljóð- um; þar standa þessi fögru erindi um íslenzka tungu, sem hvert einasta mannsbam ætti að kunna:— Eg ann þínum mætti í orði þungu, eg ann þínum leik í hálfum svörum grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í ljúfum kjörum. Eg elska þig málið undurfríða og undrandi krýp að lindum þínum. Eg hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum mínum.” IÞað hefir oft verið sagt, að málið sé ekki sem hreinast á vörum almenn- ings í Reykjavík fremur «n hér meðal Vor, og er eflaust einhver sannleikur í því. Um það farast Einari orð á þessa leið í kyæði, sem ort-er fyrir minni Reykjavíkur þjóðminningar- dag einn fyrir nærri tuttugu árum:— “En þó við Ftóann bygðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi er hún ber, er betra að vanta brauð. •— Þeir segja að hér sé hættan mest og hérna þróist frónskan verst og útlend tízka tímgist bezt og tungan sé í nauð. — “Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemur nýr að vekja land og lýð, er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól skín hátt um strönd og hlíð, skal sjást, að bylgjan brotnar hér. — Við byggjum nýja sveit og ver, og munum vel, hvað íslenzkt er um alla vora tíð. Og ennþá úr aldamótakvæðinu þessi fáu orð um íslenzkuna:— —• Fegurra mál á ei veröldin víð, né varðveitt hefir á raunanna tíð; og þrátt fyrir tízkur og Ienzkur og lýzkur það Iifa skal ómengað fyr og síð. Án þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins, án þess glatast metnaður landsins. (Frh.). Úr bréfi frá Vancouver B. C., dags. 17. þ. m. “Það er hvorttveggja að Islend- ingar í Vancouver bæjar-kerfinu — í því kerfi tel eg sve tirnar South Vancouver. Burnaby, Point Gray og North ^’ancouver — eru fáir og á v:ð 07 dreif n eð margra mílna milli- ’ i'i. enda ern islenzkar samkomur s;a1dgæf?r. nú í seinni tíð. Ekki svo að skilja að skortur sé á vilja, því allur fjöl'i þeirrn þráir innilega að hittast á a' ís'enz' ri samkomu, — að s'tía sr’rran eina 'r"e1 'srund og rvfia unp gamlar endurminningar, þó ekki v»>—j ar>r,'’x ir1<‘nzi<t samkomu- á fund. Að auki er og sá “Þrándur| í Götu” sífelt til fyrirstöðu að annríki hindrar þennan það kveldið, sem annar getur verið laus. Alt þetta framleiðir doðariki í okkar íslenzka félagslíf, sem við fáum ekki reist rönd við, í svipinn. Stuttu eftir nýjárið varð fyrir til- viljun kunnugt nokkrum vinum þeirra heiðurshjóna Árna og Mrs. Friðriks- son, að 9. janúar 1917 væri brúð- kaupsafmæli þeirra, — að þau þá væru búin að búa saman og líða súrt og sætt í 37 ár. Þar var þá fengin góð og gild ástæða til þess að kv'eðja þá alla til fundar, sem hægt væri að ná til á stuttri stund. Tækifærið var gripið tveim höndum og var umsvifa- laust ákveðið að boða til fundar að heimili þeirra hjóna og koma þangað þeim að óvöru klukkan 8. að kvfeldi 9. janúar. Naumur eins og tíminn var, svo ómögulegt var að koma boð- um til margra, sem sjálfsagt hefðu viljað vera með, komu þó saman um 50 manns við gatnamótin “Main St. og 25th Ave.” og gengu þaðan heim að húsi þeirra. Þegar þangað kom var auglýst að vel hefði tekist að dylja fyrirætlun komumanna, þvi Árni var við verzlun sína vestur á Main stræti og Mrs. Friðriksosn aug- sýnilega meir en hissa að sjá hurð hrundið upp og margt fólk ryðjast ó- boðið inn í hús sitt. En af því að hún er enginn viðv'aningur í því að taka á móti gestum, þá náði hún sér á svipstundu og gerðj þá tvent í sömu andránni: bjóða gesti alla velkomna og senda eftir Árna. Er ekki að orð- Iengja það að hér var þá hafin ágætis kveldskemtun og var þá ekki nema eitt kvörtunarefni, það, að ein kveld- skemtun líður fljótt. Hjá ykkur, í Winnipeg, þar sem ein kveldskemtun rekur aðra, finna menn ekki tíl þessa, en hér, í einangraninni, finst mönnum kveldstundin svo langt, langt of stutt. Til menja um kv'eldstund þessa færðu gestirnir Mrs. Friðriksson perlusett brjóstnæli úr gulli ög Árna vandaöa úrkeðju úr gulli. Eggert Johannson afhenti smámuni ]>essa fyrir hönd gestanna og bað þau hjón að afsaka hve lítilfjörlegir þeir væru, og að skoða þá, í raun réttri, fremur sem menjar um þessa óvæntu heim- sókn heldur en brúðkaupsafmœlisgjöf, — til þess skorti þá alt verðgildi. Gat hann þess, að hann hefði á síð- ustu stund, verið beðinn að segja eitt- hvað um starf þeirra Mr. og Mrs. Friðriksson í þarfir íselnzks félags- skapar í síðastliðin 37 ár, en bað að hafa sig afsakaðan. Saga þeirra hjóna væri svo fléttuð inn í sögu allra íslenzkra þjóðfélagshreyfinga í Mani- toba, einkum í Winnipeg, alt frá 1876 til þess er þau fyrir fáum árum fluttu til Vancouver, að sér væri í alla staði ofvaxið að hreyfa v’ið svo stóru málefni. En hann sagðist geta og gjarna vilja þakka þeim fyrir liðnu árin og jafnframt að óska þess, fyrst og fremst, að þau eigi eftir ó- lifaða marga brúðkaupsdaga sína, og í öðru lagi að hér vaxi svo íslenzk bygð, að íslenzk þjóðfélagshreyfing verði möguleg, þeim til ánægju og gleði á efri árunum, því íslenzk fé- lagsmál væru þeim hjartfólgnust allra mála. Þau hjón þökkuðu gestum fyrir komuna og gjafirnar, — Mrs. Friðriksson með nokkrum velvöldum orðum og Mr. Friðriksson með þjóð- legri og skemtilegri ræðu um hag og ástæður íslendinga í Winnipeg á “fyrri árum”, og var, eins og ætíð, kátur og fjörugur og fyndinn í ræðu. Mr. William Anderson flutti og skemtilega ræðu, bæði fyrir sína hönd og fyrir hönd gestanna; ryfjaði upp ýmislegt frá “fornöld” ísl. í Wpg. — “fornöld”, sem hann sagðist æfinlega minnast með ánægju, og þakkaði þeim hjónum Jyrir tilkomumikla hluttökr i ísl. félagsmálum fyrst og seinast. Œtti að fœrast í vöxt. Kæri ritstjóri Lögbergs. Eftirfarandi línum vil eg hýr með leyfa mér að biðja rúms í hinú heiðr- aða blaði þínu: Þá er eg fyrir skömmu sá í Lög- bergi hið þjóðkunna kvæði góð- skáldsins Kristjáns sál. Jónssonar, “Veiðimaðurinn” í enskri þýðingu eftir séra Runólf Fjeldsted, flaug mér í hug, að margs hefði verið minst í blöðunum og þau fylt út dálka sína •neð sumu, sem síður skyldi, en þó að sövð væri örfá orð um kvæði þetta og þýðinguna á því. Skal ev þó taka það fram, að eg er því hvorki vaxinn né ætlast til að neinn taki það fyrir dóm um þýð- inguna eða lof um þýðandann, þó að hann að verðleikum ætti það skilið. -'ður áminst kvæði kom mér fyrir siónir. se"1 einn af æskuvinum min- ttm, sem e:gi þurfti þó að koma nein- um ókunnuglega fyrir, þar sem alt af er hæet að grípa til þess í Ijóða- hók skáldsins fvrir þá, sem eigi geyma þnð í minni. Én þá er eitthvað birt- Umboðsmenn Lögbergs. Jón Péturson, Gimli, Man. Albert Oliver, Grund, Man. Fr. Frederickson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. G. Valdimarson, Wild Oak, Man. I h. Gíslason, Brown, Man. Kr. Pjeturson, Hayland, Man. Oliver Johnson, Wpgosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davíðson, Baldur. Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask'. Stefán Johnson, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. O. Sigurdson, Bumt Lake, Alta. S. Mýrdal, Victoria, B.C. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. Jonas S. Bergmann, Gardar, N.D. Sigurður Johnson, Bantry, N.D. Olafur Einarson, Milton, N.D. G. Leifur, Pembina, N.D. K. S. Askdal, Minniota, Minn. H. Thorlakson, Seattle, Wash. Th. Símonarson, Blaime, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. ist rnanni í nýjum búningi frá þvl sem verið hefir, verður mörgum starsýnt á það, og svo fór mér nú. Og trúað gæti eg þvt, að einhverjir fleiri en eg gleddust við að sjá þenna góða vin sinn í nýju fötunum, /þó að hin gömlu færi honum eigi síður velý, því að mér er kunnugt um, að heima á Islandi var og er þann dag i dag kvæði þetta í miklu afhaldi hjá alþýðu, enda er það sannarlega þess virði að því sé gaumur gefinn, þar sem það samfara skáldlegu gildi lýsir djúpum skilningi á þeirri lifssögu, sem það hefir að geyma. En almént hefir verið álitið, að það væri svo vandasamt verk að þýða svo úr einu tungumáli á annað, hvort heldur væri 5 bundnu eða ó- bundnu máli, að það sem þýtt væri misti eigi eitthvað af ‘hinu frumlega gildi sínu. Og eins og eg hefi drepið á hér að framan, þá er eg engan veginn fær um að dasma um þýðingu á milli ís- lenzku og ensku, hv'orki að því er snertir þekkingu á ljóðlist eða mál- unum, en hér virðist það ekki vera neitt vafa atriði, að þýðing þessa kvæðis sé hin vandaðasta og þýðand- anum hafi tekist að varpa hinum frumlega blæ yfir á hið nýja mál og á hann þakkir slcyldar fyrir, hve vel hann hefir gert það. Og miklar lík- ur eru til, að hann hafi þýtt eitthvað áður, þó að eg minnist eigi að hafa séð það, og er vonandi oð hann haldi því áfram, þar sem auðsætt er hve vel honum lætur það. Og æskilegt væri, að það færðist i vöxt, að einhverjir fleiri, sem sam- fara leikni í íslenzkri og enskri tungu, hafa mætur og skilning á islenzkum ljóðum, vildu verja broti af tómstund- um sínum til að þýða, ýms hinna margu úrvalslijóða, svo að nokkrir fleiri en verið hefir, fengju að vita, hvað hin litla þjóð á í þeim kfStuJ handraðanum. Með v'irðingu, Guðbjörn Stcfánsson. Amelia, Sask. I. Eldur kom upp í húsi manns skamt frá Lethbridge í Alberta á mánudag- inn. Brann þar til dauðs bóndinn sjálfur, er Fred Dase hét, kona hans og systir hennar, sem hét Mrs. Tankratz, sömuleiðis tvö börn hjón- anna og eitt barn Mrs. Tankratz. Þegar komið var að húsinu v’ar það brunnið til kaldra kola og allir sem í því voru. Veit enginn hvernig eldurinn hefir kviknað, þvi enginn kornst til sagan. Kennara vantar fyrir Lögberg skóla No 206, fyrir átta rnánaða tíma, frá 15. marz næstkomandi. Kennarinn vérður að hafa annars eða þriðja flokks kennarapróf, gildandi í Saskatchew- an. Umsækjandi tilgreini kaup, mentastig og æfingu við skóla- kenslu, og sendi tilboð sin fyrir lok febrúar mánaðar til undirritaðs. Ohurchbridge, Sask., 29. jan. 1917. B. Thorbergson, Sec.-Treas. hfis er ír el-hert til og svo skortir oftpct -'•■—ð-< t’i hess rð kalla menn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.