Lögberg - 15.03.1917, Side 4

Lögberg - 15.03.1917, Side 4
4 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 15..MARZ 1917 iCoqbeiq Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manatíer Utanáskrift til blaðsins: THE C0LUM3IA PRtSS, Ltd., Box 3172, Winnipsg, M&n- Utanáskrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, 8ox 3172 Winnipeg, N[an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Y f irumboðsstaðan. Fólkið í Canada, að örfáum hræðum undan- teknum, mundi skoða útnefningu Roberts Rogers í yfirumboðsstöðu, sem þjóðarsmán. petta hlýtur Ottawastjómin að vita og skilja. Og samt er engin vissa fyrir því að hann verði ekki útnefndur. Rogers er óútmálanlega mikið áfram um það að ná í þessa stöðu. Hann hefir haft augastað á < henni altaf síðan hún losnaði við dauða Strathcona lávarðar. Fyrir meira en ári voru pólitískir vinir Rogers sannfærðir um að staðan væri honum ætluð og að hann þyrfti ekki annað en flytja sig austur til Lundúnaborgar þegar honum sýndist. Sú skoðun hefir þó ekki verið tímabær; heldur hefir hún aðeins birt löngun Rogers sjálfs. Rogers skoðar yfirumboðsstöðuna sem trygga höfn til þess að flýja inn á úr þeim pólitísku vand- ræðum, sem yfir honum vofa. Hann vonast eftir að geta komið ár sinni fyrir borð á sama hátt og McBride, sem slapp við algerða pólitíska eyðilegg- ingu í British Columbia með því að fara yfir til Englands og gera sjálfan sig að aðalumboðsmanni fyrir fylkið. Rogers hlýtur að sjá það að hann getur ekki haldið áfram að vera í opinberri stöðu, sem full- trúi Manitoba. Kjósendumir bíða eftir því að ná sér niðri á honum og fara í enga launkofa moð það. Allir félagar hans í hinum alræmda flokki, sem rændu vesalings fólkið í þessu fylki, eru nú komnir út í myrkur almennrar fyrirlitningar, vonlausir og eyðilagðir og þaktir smán, frá hvirfli til ilja. Sjálfur slapp hann frá sömu vanvirðu, sem hann þó sannarlega verðskuldaði með réttu, með því að smeygja sér á brott og hverfa héðan og koma síðan fram á öðmm svæðum. — pessar sömu brellur hugsar hann sér að leika aftur. Framferði hans í Ottawa þau 5 ár, sem hann . hefir verið þar, hefir staðfest það álit, sem hann hafði hlotið hér, að hann sé svo gjörspiltur og æfður í pólitískum klækjum að engin von sé bata né afturhvarfs. prátt fyrir þetta má vel vera að sú trú vina hans að hann geti náð yfirumboðsstöðunni, hafi við eitthvað að styðjast. Kænsku Rogers þarf ekki að efa né rýra. Honum hefir gengið ótrúlega vel hingað til að koma fram áformum sínum. Hann veit æfinlega hvað hann vill, og hefir venjulega klækjaráð undir rifi hverju til þess að ná því. Hann er óviðjafn- anlegur í því að hafa áhrif á og vald yfir mönn- um. Hann er jafn leikinn í mjúkleik og laðandi aðferðum sem ósvífnum og hótunum og óvönduð- um meðulum. Hvaða aðferð hann beitir við Robert Borden vita menn ekki; en það hefir áhrif hvað sem það er. Honum hefir aldrei mistekist enn sem komið er að hafa Borden í hendi sér. Robert Borden er enn þá nokkurs konar póli- tísk gáta í Canada. Allir sem kynnast honum persónulega fá þá hugmynd um hann að hann sé sanngjam, óhlutdrægur og góðum kostum gædd- ur. En samt er ómögulegt að samþýða þetta þeirri óhæfu að hann skuli líða Robert Rogers og því hundfylgi sem hann veitir kröfum Nationa- listanna í Quebec. Óefað er það af pólitískum ástæðum, sem hann hagar sér þannig, að einhverju leyti. Borden hefir látið til þess leiðast að láta Rogers fara með sér til Englands, og það er mjög sennilegt að hann láti einnig undan þeirri kröfu hans að hann fái yfir umboðsstöðuna. Ef þetta skyldi koma fyrir, þá ætti canadiska þjóðin ekki að taka því með þögn og þolinmæði, eins og líklega verður búist við að hún geri, heldur ætti hún að grípa fyrsta tækifæri sem gefst til þess að grelsa landið og þjóðina frá þeirri svívirð- ingu að hafa Rogers sem fulltrúa sinn í Lundúna- borg. Robert Borden og stjórn hans verður látin bera ábyrgð á þeirri útnefningu, og mundi það verða þeim býsna þung aukabyrði í viðbót við alt, sem þegar hvílir þeim á herðum. Undir þjóðstjómar fyrirkomulagi vom höfum vér ýms réttindi, sem vér getum gripið til þegar í nauðir rekur; þar á meðal höfum vér þann rétt að neita útnefningu í embætti, sem gerð er þannig að þjóðartilfinningin er fyrir borð borin.” (pýtt úr “Free Press”). Snjöll rœða. Margar ræður og snjallar hafa verið fluttar á fundum liberal klúbbsins í vetur og margt hefir mönnum orðið þar til vakninga og umhugsana. Ein hinna beztu ræða þar var sú er Amgrímur Johnson flutti á fimtudaginn var. Hann skýrði öll þau óskapa svik og þann dóma- dags þjófnað, sem altaf væri að komast upp í stærri og stærri stíl frá dögum fylkisstjómarinn- ar gömlu. Hann fór nokkrum orðum um þær óhæfur og þau svik, sem í frammi hefðu verið höfð við nýaf- staðnar bæjarkosningar í Winnipeg. Svona kvað hann alt þjóðlíf þessa lands vera rotið inn að rótum. pað að slíkt gæti átt sér stað, sem fram hefði komið á þessum síðustu og verstu tímum, og einkum það með hversu miklu alvöru- leysi því væri tekið af þjóðinni yfir höfuð, það væri þess ljós vottur hversu víðtæk og rótgróin spillingin væri. Á meðan það þætti ekki virkilega ljótt að stela og ræna, ef það væri aðeins gert af fulltrúum þjóðarinnar, á meðan væri ekki við góðu að búast. pess konar þjófnaður og rán ætti að verða í aug- um allra sá glæpur, sem ekki væri með neinu fegraður og fyrir hann ætti að hegna hlífðarlaust. pað að sjá í gegn um fingur við slíka óbóta- menn væri órækur vottur um spilta þjóðartil- finningu. Hann kvað hina pólitíska þjófa og ræningja vera stórseka og enga afsökun gætu þeir haft; en fólkið væri engu betra, þegar það léti slíkt við- gangast árum saman, ýmist með hluttöku í ódæð- isverkunum, eða hagnaði einstakra manna af þeim, eða með afskiftaleysi, þögn og tómlæti. “pjóðin hefir vitað þetta lengi,” sagði hann, “en hún hefir horft og hlustað á það með þögn og þolinmæði — þegjandi samþykki. í því skjóli hafa skálkarnir skákað.” Heygulskap þjóðarinnar kvað ræðumaður vera svo mikinn að einstaklingamir hefðu ekki viljað styggja þá, sem komist hefðu í háar stöður. Sá heygulsháttur og þögnin sagði hann að væru glæpur—blátt áfram glæpur. Hér kvað hann svo að segja alla vera samseka. Bað hann hvem einstakan að þreifa í sinn eiginn barm, lesa sína eigin samvizku og vita hvort hann fyndi ekki að hann hefði einhverju sinni vanrækt borgaraskyldur sínar með þögn yfir pólitískum glapráðum og þjófnaði eða fjárdrætti. Hver einstaklingur sem um það væri sekur drýgði synd gegn þjóðfélaginu. Talað var á fundinum um það að kosningar mundu fram fara í sumar og væri það vel að kom- ið væri fram með þau atriði, sem koma þyrfti í framkvæmdir. Var talað um að skora á liberal- flokkinn að taka upp ýms mál, ný og gömul, á stefnuskrá sína, og voru þau sem hér fylgir þar á meðal. 1. Algert verzlunarfrelsi og afnám allra tolla. 2. Algert bann gegn sölu, tilbúningi og neyzlu áfengra drykkja í allri Canada. 3. Algert jafnrétti kvenna við karla í öllum málum í öllu ríkinu. 4. Bein löggjöf í sambandsmálum. 5. pjóðeign allra járnbrauta, þannig að jám- brautirnar séu keyptar af félögum fyrir sann- gjamt verð, að frádregnu því fé í löndum og öðru, sem félögin hafa fengið. 6. Kosning dómara, en ekki skipun. 7. Að kosnir séu efrideildarmenn en ekki skipaðir. 8. Ákveðinn kosningadagur fjórða hvert ár, eins og í Bandaríkjunum. 9. Að altaf sé kosið þegar þingsæti verður autt svo ekki séu fulltrúalaus mörg kjördæmi eins og nú. 10. Að enginn geti sagt upp þingmensku nema fyrir gildar ástæður. 11. Eftirlaun gamals fólks, sem ekki er sjálf- bjarga. 12. Að séð sé um að allir, sem nenna að vinna og geti unnið, fái atvinnu. 13. Að fylkið fái umráð allra landsnytja. 14. Afnám dauðadóma. Hvað verður af því? “Herra ritstjóri Lögbergs! Viltu gera svo vel og skýra í blaði þínu eftirfarandi atriði? 223. herdeildin lætur flokk manna ferðast um öll vesturfylkin — fjögur — til þess að safna saman peningum. Á þessum ferðum hafa safnast mörg þúsund. Jafnvel skift þúsundum hér í þess- ari einu bygð. Hvað verður af þessu fé? Borgar ekki stjórn- in allan kostnað deildanna? Borgar hún ekki fæði, húsnæði, föt og jámbrautargjald? Fá her- mennirnir nokkuð af þessu fé eða er það sent austur til Ottawa til þess að leggjast í herkostn- aðarsjóðinn?” Fáfróður í Vatnabygð. petta atriði, sem “fáfróður” skrifar um er mikilsvarðandi málefni og höfum vér oft áður fengið svipaðar fyrirspurnir, þótt vér höfum ekki rætt þær í blaðinu. peir eru nú orðnir svo margir, sem slíkar spumingar bera fram bæði munnlega og skriflega að oss finst rangt að leiða þær hjá oss með öllu. pað er satt að þessi sérstaka deild hefir safn- að saman ógrynni fjár frá því fyrsta, og það ekki sízt meðal fslendinga. Landar hafa Iagt henni til þúsundir — mörg þúsundir — dala. Oss hefir satt að segja ekki hugkvæmst að veita því neina sérstaka athygli hvemig á þessari fjárþörf deildarinnar gæti staðið og vér verðum að játa það að oss er um megn að svara fyrir- spurninni. Aðrar deildir hér hafa safnað Iiði víðsvegar um Canada, án þess að afla fjár á þennan hátt. par á meðal safnaði hin skandinaviska deildin mönnum í öllum vesturfylkjunum, eins og þessi gerir, án þess að vér munum eftir að hún kæmi svona nærri vasa almennings. Eftir því sem vér bezt vitum borgar stjórnin að sjálfsögðu alt fæði, hús og klæðnað, sömuleiðis alt kaup og járnbrautarkostnað allra hermanna. Enda er það sjálfsagt, til þess eru allar þær álögur og skattar, sem þjóðin borgar í því skyni. Hver deild hefir verzlun með ýmsa muni, fær vörumar með heildsöluverði og selur þær með miklum ábata og kostnaður er enginn við það, því stjórnin borgar vinnulaunin. Hlýtur þetta að vera stórkostleg tekjugrein fyrir deildimar. Sem sagt höfum vér enga hugmynd um til hvers féð fer. pví var haldið fram fyrst af sum- um að það væri fyrir lúðrana og hljómleika áhöld- in, en nú getur það ekki verið lengur. Og það að þessi sérstaka deild skuli þurfa að safna fé fremur en aðrar deildir hlýtur að vera annaðhvort vegna þess að hún hafi einhvem auka- kostnað eða hún sé höfð útundan hjá stjóminni, og verði að bæta það upp. Áhugi almennings er orðinn svo mikill fyrir því að fá að vita til hvers féð fer að svar verður að koma einhversstaðar frá. Fólkið hefir gefið af fúsum vilja og margir tekið nærri sér af því þeir héldu það án verulegrar íhugunar að um nauð- syn væri að ræða. pegar þeir athuga það vel, að stjórain borgar alt, sem þeim getur dottið í hug að deildin kosti, þá fara þeir auðvitað að spyrja sjálfa sig fyrst og svo aðra til hvers peningamir fari — allar þessar mörgu aukaþúsundir. Vér álítum að deildin sé háð einhverjum auka- kostnaði, sem oss sé ekki ljóst um né almenningi, og teljum vér sjálfsagt að foringjarnir verði góð- fúslega við þeim sanngjörnu tilmælum fólksins að birta í blöðunum glögga og fullkomna skýrslu yfir það, sem deildin hefir fengið í gjöfum og á annan hátt og sundurliðaða skrá yfir það hvemig fénu hefir verið varið. petta blað hefir lagt fram sinn skerf til þess að efla liðsafnað og hag þessarar sérstöku deildar; í gegnum það hafa foringjar hennar talað til fólks- ins og í gegn um það er eðlilegt að fólkið vilji tala við þá. Fólkið hefir svarað í verki áskorunum þeirra og það rækilega; nú svara þeir væntanlega hinum hógværu tilmælum fólksins, sem fram eru bomar gegn um þetta blað. Hér er um enga tortrygging að ræða; engum hefir komið til hugar nein óráðvendni í sambandi við þessa miklu fjársöfnun, en af því þjóðin veit ekki til hvers þessum hluta fjár hennar er varið sérstaklega, mælist hún til þessarar skýringar. Verkfall líklegt á öllum brautum í Bandaríkjunum. Tíl íslenzku bændanna í Vesturfylkjunum. Við tölum um kúgun, urn dýrtíð og deyfð, sem drepi’ okkur bænduma niður. Að óhindruð verzlun sé lýðum ei leyfð. Um löggjöf, sem auðvaldið Styður. Við finnum það kreppir að fætinum skór, en framar ei reynum að gæta né skilja til fulls, hvað sá skerfur er stór, sem skyldukvöð þess á að mæta. Við höldum við fáum ei framkvæmt hér neitt, sent framtíðarheil! megi glæða. í>að kosti of mikið, það verði okkur veitt, sv'o vert sé ei þar tim að ræða. En þetta er vandræða afsökun ein. — Sá óboðni hugleysis gestur. — Því við getum sigrað i sérhverri grein, ef samtök og viljann ei brestur. Að kvarta og bíða, er lítilsigld lund, sem leiðir í kúgarans helsi. Að vinna og stríða með staðfastri mund, er stefnan að manndónt og frelsi. Ef viljann við höfum að gera alt það gagn, sem göfugum borgurunt sæmir; við finnum v'ið eigum þann manndóm og niagn, sem mótspyrnu hv'erja burt flæmir. Ef samtaka vinnum og viljum það eitt, sem vellíðun almennings styður; við hjálpum því áfram að brátt fáist breytt og bætt það sem nú fer svo miður. Að standa og hýma, og hafast ei að, en horfa á er nágrannar sveitast, er dauðýflis einkenni; dáðleysi það í dugandi starf á að breytast. Við þurfum að skilja að samvinna er sæmd, og sjálfra’ okkar vissasti hagur. Er síngirni og þröngsýni fást burtu flæmd, þá fyrst Ijómar menningar dagur. Við þurfum að skilja það skyldunnar hróp, sem skýrt við oss bændurna innir: “Nú rísið á fætur og fyllið þann hóp, sem framtíðarmálunum sinnir.” Það reynir á staðfestu, og mannd'óm hvers manns að menningar braut nú sé gengin; því viðreisn hins kúgaða og velferðin hans ei verður án baráttu fengin. B. b. THE DOMINION BANK -♦- -♦ ♦- ♦- 4- ♦ -♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STOFNSEl’TUIt J871 Uppborgaður höfuðstóll og varasjóður $13.000,000 AUar eignlr - - - 87,000,000 Bankastöif öll fliótt og samvizkusamlega af hendl leyst. Dg áherzla lögð á að gera skiftavlnum sem þægilegust viðskiftin. Sparisj óðsdeild. Vextir borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira, tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Danie Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Seiklrk Bra.nc.ii—M. 8. BURGER, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu..... $ 715,600 Formaður ........ Sir 11. H. McMII,I,.\.\, K.O.M.Q. Vara-formaður ......... Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWI,F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELb, JOHN STOVKÞ Aliskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga viS einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaSa staSar sem er á lslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparisjéSsinnlögum, sem byrja má meS einum dollar. Rentur lagðar viS á hverjum sex sem byrja má meS 1 dollar. Rentur lagSar viS á hverjum 6 mánuSum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St, - Winnipeg, Man. •i 'fs a as sai íúí a; si íSí' íQí íSí íQi æi s'a rfg ai íSí asa-i gfi & ♦uwtv flouitV Hvaða meiningu leggið þér í nafn? Spyrjið- matreið>l- umanninn, PURITi/ FLOUR More Bread and Better Bread Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starísmar.n alþýðumáladeildarinnar. Kornsót. Það borgar sig fyrir hvern einasta bónda að verja þannig útsæði sitt áður en því er sáð að ekki verði sót í uppskerunni? Hv'að er sót? Til eru ýntsar teg- undir sóts í komi hér í Vestur Canada, en sú lýsing sem hér fylgir er nokkurn veginn viðeigandi unt það alt. • Sót í korni kemur fram um upp- skerutímann. í þeim stöngum sem sjúkar eru eru hausarnir fullir af smágerðu, svörtu dufti í stað korns. Stundum er þetta duft í hulstri, en í hinu alþekta þefilla sóti, sem veld- ur stórtjóni árlega hjá þeim bændum, sem ekki varna vexti þess, vex safn af sóti í hulstri, sem kallast sótbolti, þar sem hveitið átti að vaxa. iÞlessir sótboltar eru í hýtðinu á sama hátt og hv'eitikornið væri ef stangarhöfuðið væri heilbrigt. Þess- ir sótboltar verða að vera brotnir og eyðilagðir áður en sótið nær að dreifast eða lífsfræ þess. Þetta skeður venjulega þegar kornið er handleikið eða þreskt og dreifist þá hið svarta sót út um alt kornið. Þegar mikið er af sóti í korninu má finna það á lyktinni eða á því að kornið er dökkleitt í annan endann. Svarta sótið er í raun réttri frjó- korn eða útsæði sótsins. Þegar þessi frjókorn eru í korn- inu um sáðtímann og eru lifandi, hyrja þau aö vaxa þar í jurtinni. Þegar hveitið, hafrarnir eða bvggið þroskast, vex frá sótinu örmj'ó pípa eins og þráður í gegn um plöntuna og dregur frá henni næringuna. Þeg- ar því uppskerutími kemur er þetta svarta sót þar sem hveitið, hafrarnir og byggið ætti að vera. Ráðið til þess að varna sóti er að drepa sæðið eða frjókorn sótsins áð- ur en sáð er að vorinu. Þetta er gert með formalíni. Formalín má kaupa í lvfjabúðum. Hellið einni mörk fpintý af formalini í 40 gall. af vatni og hrærið það vel saman. Látið kornið sem á að hreinsa í hreinan vagnkassa eða í hreinan dúk eða á gölf og látið það v'era þar í nokkurra Jninilunga þykku lagi. Dreifið leginum vfir kornið og mokið síðan korninu til og frá svo að það vökni alt jafnt. Hellið svo á kornið aftur og farið eins að og áð- ur. Haldið þessu áfram þangað til kornið er alt orðið vott; mokið því þá í hrúgu og breiðið poka ofan á það til næsta dags. Sá hluti formalinsiíl^ sem vinnur, er gas, og eftir að það er látið í kornið fer þetta gas að vinna. Pok- arnir eru hafðir ofan á því til þess að verja gasinu frá þvi að gufa upp. Ef eitthvað er því til fyrirstöðu að korninu verði sáð eftir fáa klukkutíma eftir að þannig hefir ver- ið farið með það, ætti að dreifa því út og þurka það. Gætið þess að komið frjósi ekki eftir að formilín hefir verið látið í það, á meðan það er rakt. Gætið þess einnig vel að ekkert sót komist i kornið eftir að formalínið hefir v'erið látið í það. Pokarnir sem hafðir em til þess að flytja kornið í út á akurinn ættu að vera vel hreinsaðir og síðar renn- vættir i formalinsblöndunni. Sáð- vélina ætti að þvo með sterkri forma- linsblöndu. Ejörutiu gallon af formalínsblíndu er nóg í hér um bil 50 gallon af hveiti; meira þarf í hafra og bygg. Þegar sáð er verður að gera fyrir því að kornið þrútnar. Það þrútnar oQ: um einn þriðja eða meira. Blásteinn hefir verið notaður af mörgum bændum til þess að v'erjast sóti og er kvartað um það í ár að svo litið sé til af blátseini og að hann sé sfo dýr. Það er bæði ódýr- ara og betra að öllu leyti að nota formalin en blástein. Formalin drepur sumar tegundir af sóti, sem blásteinn drepur ekki. Bændur sem hreinsa vel útsæði sitt með blástursvél eiga í minna stríði með sót. Ef útsæðið er ekki þannig hreinsað evðileggjast sótkúlurnar ef til vill ekki af formalin gasinu, heldur brotna þær í sáðvélinni og dreifast út um alt kornið. Með því að sótkúlumar eru léttari en kornið, blæs v'élin þeim innan um alt kornið áður en formalinið er notað. Það borgar sig að nota blásturs- vélina, til þess að fá bezta útsæði sem hægt er. Or bœnum og grend. Um 50 manns söfnuðust heim til þeirra hjóna Mr. og Mrs. Carson fyrra laugardagskveld í tilefni af því að þá v'oru þau búin að vera gift i 20 ár. Voru þeim færðar góðar gjafir og fluttar margar ræður. Að- allega mælti séra F. J. Bergmann fyrir þessu tækifæri. Skemtu menn sér við ýmislegt fram á nótt og fóru heim í bezta skapi. Jóns Sigurðssonar félagið lieldur saumakvekl heima hjá Mrs. E. Han- son i Suite 5 að 393 Graham Ave. á mánudaginn 19. marz. Allar félags- konur komi og hafi saumaefni með sér. — Félagið þakkar innilega fyrir tvenna sokka sem Mrs. S. G. Nordal frá Bifröst sendi því og fyrir $1, sem Mrs. Sigríður Oddson frá Thorn- hill gaf því. J. H. Jónsson frá Amaruth var á ferð um helgina í verzlunarerindum. Lætur vel yfir líðan rnanna í sínu bygðarlagi. Háöldruð kona i Selkirk, Sigur- björg JÓnsdóttir var jarðsungin af séra N. Stgr. Thorlákssyní þ. 27. síðastl. mán. Var fædd 25. Marz 1817, dó 24. febr. 1917. Var hún rrióðir Mrs. Guðbjargar Goodman í Selkirk, ekkju Guðmundar heitins Guðmundssonar- frá Manaskál í Húnavatnssýslu, og föðursystir Ara Jónssonar á Point Douglas í Win- ■nipeg. Kom með dóttur sinni og tengdasyni frá íslandi fyrir 30 árum. Hjá dóttur sinni v'ar hún í Selkirk öll þessi ár. Guðhrædd og góð kona. Munið eftir kappræðunni á Gimli i kvöld ffimtudagj. Antóníus Eiríksson, 92 ára gamall, andaðist að Fagraskógi í grend v'ið Riverton hér í fylkinu þann 17. febr. s.l. Hann var Austfirðingur að ætt, fæddur í Hærukollsnesi í Álftafirði í Suður-Múlasýslu. Voru foreldrar hans Eiríkur Árnason og Katrín Eiríksdóttir. Kona Antoníusar var Ingveldur Jóhannesdóttir. Bjuggtt þau lengi á Steinahorg á Berufjarð- arströnd í Suður-Múlasýslu. Fluttu vestur um haf 1878 og settust að og

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.