Lögberg


Lögberg - 19.04.1917, Qupperneq 2

Lögberg - 19.04.1917, Qupperneq 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1917 'L % Að gefnu tilefni birti eg nú í fyrsta sinn þýðing mína af eftirfylgjandi smákvæði eftir Longfellow; hún hefir legið yfir 30 ár í ruslakistunni og hrakist með mér. Séra B. B. Jónsson á nú reyndar þýðing af sama kvæði í nóvember nr. “Sameiningarinnar” síðastliðið ár. í söfnuði hans eru hjón ein, sem eru vinir mínir og er vel kunnugt um að eg þýddi vísumar, og mæltust þau til þess, að eg léti þessa þýðingar-tilraun koma á prent. Svo kæri eg mig þá kollóttan og læt hana flakka, ef herra ritstjórinn vill ljá henni rúm í heiðruðu blaði sínu, Lögbergi: REGNDAGURINN. Eftir II. W. Jjongfellow. Rigning er á og dimt og dapurt í dag, og stórviðri æst og napurt; samt bergfléttan vefst að veggsins mold, en visnuð laufin drífa á fold, og það er kalt, og dimt og dapurt. i Líf mitt er kalt og dimt og dapurt; það dynur stórviðri’ og regn svo napurt; með hjartað á moldum þess umliðna’ eg er, en æskuvonimar deyja frá mér nú hrönnum, óg lífið er dimt og dapurt. Haf hljótt, mín sál! pótt sorg ei þjaki, því sólin Ijómar að skýja baki, og allir menn regndag eiga sinn, og allir menn skilt við harminn þinn, og sjálfsagt stundum sé dimt og dapurt. Jón Runólfsson. Aðflutningsbann og löghlýðni. 1. Erlcndis, í vínlöndnnum. Margar fréttir berast utan yfir pollinn, á þessum §íöustu og vefstu tímum, og flestar illar. flestar en ekki allar. í sambandi við stríðið og vegna þeirra miklu krafa, sem það gerir til starfskrafta og starfsþols einstakiinganna, og heimtar allar orkulindir notaðar í landsins þjón- ustu — hafa opnast augu þjóðanna fyrir því, sem veikir starfsþolið og notar nauðsynjar og orkulindir til' ó- nauðsynlegra og skaðlegra hluta. t>að sem ófriðarþjóðunum verður mest starsýnt á i þessu efni, er áfeng- isnautnin og áfengisframleiðslan. begar framtíð og jafnvel tilvera þióðarinnar er beint lögð i hendur cinstaklinganna, þá opnast augun fyrir því, hvílikur munur er, að eiga heill föðurlandsins undir hraustum, harðgerðum, óspiltum og, óveikluðum manni, á sál og Iíkama, en undir hin- um, sem er orðinn þollaus og v'ilja- laus af hinu lamandi áfengiseitri. Og þjóðin harmar fyrirhyggjuleysí sitt. að hafa alið upp slika kynslóð. Hún finnur sárt til syndagjaldanna, að hafa látið það" viðgangast, að hin unga kynslóð sótti gildaskála og brennivínskrár, lét þar úr sér sjúga nterg og bein við feigðarbrunna Hakkusar, og það i skjóli landslaga og almenningsálits. Þegar þjóðiranr neyðast til að skamta dagskamta hverri fjölskyldu, liverjum einstakling, til þess að reyna að koma í veg fyrir, eða að fresta a.m.k. yfirvofandi almennings hungri, þá gremst henni að horfa á, að þús- undum kornmæla skuli vera varið tii þess að brugga brennivio, sem þann- ig á tvöfaldan hátt sýgur merg úr þjóðinni. Pví að fyrst og fremst ei maturinn tekinn frá munni hennar, sem gat gefið henni þrótt til að vinna, gefandi henni saðningu á sultartím- um, og síðan er matnum breytt 1 i'rennivín, sem dregur úthalds- og viðnámsþróttinn Itæði úr þeim, sen. heima cru, og þeim, sem lifið leggja í sölurnar fyrir heimilin. Og þegar þjóðirnar þurfa að nota hve^n einasta vinnufæran mann, og nverja einustu afluppsprettu landsins i þjóðustu sinna dýrmætustu áhuga- riála, þá er ekki nema eðlilegt að aug- vr. opnist fvrir þvi, hvað hún nota. dla kraftana, er hún líður það, að þúsundir knárra handa skuli vinna að þvi að búa til brennivín,' og aflsupp- snrettur landsins séu notaðar i slíkrl þiónustu, i stað þess að vera notaðav til þjóðarheilla. Út frá þessum fbrsendum öllum, er skiljanleg sú mikla hreyfing, sem nú líður eins og voldúg hafalda yfit heiminn—hreyfingin, að nota nú þá srórfeldu tima, sem yfir standa, tii þess að svifta af sér áfengisbölinu t þess mörgu og skaðlegu myndum. Augun opnast ekki fyílilega á sum- v.m sviðunt fyr en í óefni er komið. Og það má sannarlega fullyrða bað, uð ófriðurinn mikli cr þegar orðinn Íiin roldugasta bindindisprédikun, scm nokkru sinni Itcfir haldin veriS f hciminum. Og hún v'erður þvi átak- anlegri og áhrifameiri sú bindindis- prédikun, þvi lengur sem striðið síendui. Vegna þess að þjóðirnar sáu aldrei betur en nú, og eiga eftir að siá bað enn þá’ tætur, hvað áfeng- i'bölið í heild sinni stelur miklu af þrótti einstaklinganna, af nauðsynja- vörttm og af vinnukrafti ntannsins og náttúrunnar. Nú er varla hægt að opna svo hir. merkari erlend blöð og tímarit, að maður reki sig ekki á hugsanir, sem stefna í lika átt og þessar. Brenni- vínskóngarrtir og whiskýbruggararn- ir hafa aldrei orðið fyrir slikum að- súg og mi, aldrei hafa þeir verið jafn b: æddir um sig og aldrei hafa alþjóð- araugtt verið betur opin fyrir því er. nú, að þeir eiga blátt áfram engan tilverurétt. Og beztu rrlenn þjóðanna krefjast skjótra aðgerða og benda á hversu mikið hefir áunnist í þeim löndum, þar sem eitthvað verulegt hefir gerst. Brennivínsbannið á Rúss- landi, absint-bannið á Frakklandi, hin mikla bindindishreyfing á Fng- lnrdi og sigur bindindismanna í fleiri fylkjum Bandarikjanna og Kanada en nokkru sinni áður — þetta eru einungis fyrstu sýnilegu afleiðingar þessasrar voldugu hreyfingar, en fyr- irsjáanlegt að eitthvað miklu, miklu meira fer á eftir. Eða, er það líklegt, að þegar ein- hvern tíma, hver veit hvenær, verður farið að - reyna a reisa rústirnar, bæta spellvirkin og græða sárin, þeg- ar þjóðirnar eiga jafnframt því að byggja upp, að borga hinar ógurlegu álögur, sem af ófriðnum standa —■ er það liklegt, að þær líði þá fremui að enn á ný sjúgi áfengið þrótt úv sonunum, að enn á ný sé varið mil- jónum mæla hins dýrmæta korns ti! að búa til eitur, og að ann á ný sé miklum mannafla og afllindum varið til þess markmiðs — þegar á ölluni kröftum þarf að halda til að byggja upp og afborga, þegar allar nauð- synjar þarf að nota til nauðsynja, þegar allar afllindir þarf að nota beint í þjónustu þjóðarinanr, til þess að reisa við og hjálpa til að bera 1 mar ógurlegu byrðar. Nei. bá er eg viss um aS þjóðirnar krefjasi þess að hafa krafta sonanna, þeirra srm þá eftir lifa, óveiklaða, svo sen, hœgt er, af vindrykkju, þær neita um það, að kornið sé notað til þess að 'oúa til úr því brennivín, þœr leyfa ckki, að kolin séu notuð til að brcnna 'whiský, og láta ekki stela frá sér þeim mannshöndum sem þarf til að framleiða slíkt. Eg er sannfærður um, að þessi mikla bindindis og bannalda, sem striðið hefir vakið, hún hnígur ekki með stríðinu, heldur fær hún byr und- r báða vængi og verður enn voldugri er það loks hættir, þegar loks á að fara að byggja upp aftur. Því að eg hefi það traust á sumum ófriðarþjóð- anna, þrátt fyrir alt, að þær séu svo þroskaðar, að þær sjái hve mikln ■ crðmæti áfengið stelur, frá einstak- língnum og þjóðinni: starfsþoli, fjár- magni, nauðsynjum og orkulindum-^- sjái það allra bezt, þegar svo mikið jiarf á sig að leggja til að bæta aftur, og heimti þess vegna að höggvið verði á hnútinn svo drengilega og eftirminnilega, að veruleg bót fáist, með stórkostlegum takmörkunum ftamleiðslunnar eðu fullu banni. 2. Hcirna, í bannlandinu. Hér sitjum við íslendingar, í bann- landi, og eigum að vera alveg lausir við áfengið og afleiðingar þes . Fregnirnar utan úr heimi, um hinn mikla byr, sem stríðið gefur bindind- is- og bannhreyfingunni, virðast ckki eiga annað erindi til okkar, en að festa i okkur gleðitilfinninguna yfi* því, að við þurfum ekki Iengur a5 berjast við slíkan fjandmann, að við séum, sem betur fer, Iausir við böl- vun hans, að við megum vera upp með okkur af því, að v'era svona langt komnir á undan bræðrum okk- ar svo að við getum gefið þeim góða fyrirmynd. Fregnirnar ættu að hafa þau áhrit á landsstjórn og lögreglu, að alt kapp væri lagt á að framfylgja vel og drengilega hinum farsælu lögum sem við höfum eignast á undan öðrum þjóðum. Og þær ættu að vekja svo srerkt almenningsálit, aö ekki liðist einum einasta manni, að spilla árangri jiessa hnoss, sem við höfum hlotið og aðrir keppa svo mikið eftir. Þetta. að aðrar þjóðir þrá og öðlast það, sem við höfum fengið, á enn fremui að styrkja oss í vissunni, að við stig- um rétt spor, er við samþyktum að- fl ttningsbann á áfengi. En hvernig er bað? Það er í fyrsta lagi svo, að allut' almenningur á íslandi hefir mjög ó- ljósa og ófullkomna hugmynd um, hversu stórkostlega bindindis- og bannmálið hefir gripið huga lang- flestra beztu manna erlendis. Blöðin komast að vísu ekki hjá þvi, að skýra ftá mestu atburðunum á þessu sviði. en þatj hafa ekki nálægt því eins og vera bar, skýrt frá hreyfingunni, svc sem hún hefir gripið um sig, né látið getíð hvað af henni hlýtur að leiða i framtiðinni. Og þtessi vanræksla blaðanna, og ókunnugleiki mikils hluta þjóðarinn- ar á því sem nú gerist í umheiminum, er ein orsökin til þess, að almentjings- álitið líður það, að bannlögin okkat' eru brotin svo svívirðilega sem þau eru. Því að það virðist vart hugsandi, að almenningsálitið hér gæti verið svo sofandi t svívirðingunum, ef tuönnum væri alment kunnugt um þau veðurbrigði, sem orðið hafa ytra í þessu efni. Það eru sem sé engin smáræðis lagabrot og skapraunir, sem þeir menn verða upp á að horfa hér, sem löghlýðnir vilja vera,—og frásögurn- £.r ganga fjöllunum hærra. Fyrst og fremst er það á allra vit- erði, að v'arla kemur eitt einasta skip svo hingað til landisns, að það flytji ekki meira og minna af áfengi. Það fara að verða dágóðar og nokkurn- veginn vissar aukatekjur fyrir skip- verjana. Þegar einum hepnast slíkt, cr það voðaleg freisting fyrir hina að leika satna leikinn. Siðferðilegir sjúkdómar Cru smittandi. Minst af þessu áfengi fer beina leið til neyt- endanna. Nei, hér er upp risinn nýr og blómlegur atvinnuvegur. Fyrst er smyglað á, land og hinir nýju vín- kaupmenn taka við á landi og hafa stórar leynilegar verzlanir og græða hundruð og þúsundir króna á mánuði. á því að selja hið smyglaða vín ofurv'erði. Sektir, t. d. 200 kr., eru einungis eins og títuprjónsstingir þeg- ar slíkir stór-“grósserar” eiga í hlut. Óskammfeilnin vex með fallhraða. Það er daglegt brauð að sjá drukna tnenn á götu. Það er ekki óheyrt að lögreglan verði að skerast í leik- :nn, af því að alment fyllerí verður. Inni á opinberum stöðum, t. d. kaffi- húsunum, draga menn upp vínflösk- ur og krydda gosdrykkina, sem þeir kaupa þar. Á danssamkoifíum, þar sem “bezta fólk” bæjarins er að skemta sér, eiga þau misgrip sér stað, að fólk, sem biður um gosdrykki, fær whiský-blöndu á flöskunum. Af hverju? — af því að þeir sem kunn- ugir eru og vilja að þvt lúta, fá þá blöndu, þegar þeir biðja um gos- drykkina. Menn eru nærri því að hætta að fara í launkofa með laga- og siðferðisbrotin — almenningsálit- ið hefir ekki enn risið upp og lög- reglan ræður ekki við. Svona er það á bannlandinu ís- landi. Og þó er enn.ótalin misbrúk- unin á jjví áfengi, sem löglega er inn flutt að nafninu til. Iðnaðar- mannastéttin hefir ekki getið sér mikið lof fyrir það, hvernig hún not- ar það v’ald, sem henni var gefið, að fá áfengi til notkunar við vinnu sína. Og læknastéttin liggur undir þungu ámæli vegna þess að sumir úr henní hafa misbeitt sínu valdi. Þeir hafa ekki allir gert það, það er fjarri þvt, en þeir hafa sumir gert það svo mjög, að það liggur við að það sé ámælis- vert að stóttarbræður þeirra, sern c-kki hafa gert það, hreinsi ekki hendur sínar opinberlega. Það eru ólíkar myndir, að virða fyrir sér: bindindishreyfinguna \ vtnlöndunum ytra og vakning al- menningsálitsins 9 þeim efnum þar, og hins vegar bannlagabrotin á bann- landinu íslandi og svefn almennings- álitsins hér. 3. Hið sjúka almenningsálit. Bannlagabrotin eru þau lagabrot, sem stærst eru framin, og mest et tekið eftir af þeim lagabrotum, sem framin eru að meira eða minna Ieyti i skjóli hins sjúka almenningsálits. En slík lagabrot eru miklu fleiri, það er svo langt frá að bannlagabrotin séu neitt sérstakt fyrirbrigði á ís- landi; þau eru bara það stærsta af mörgum. Við höfum t. d. fuglafriðunarlög. Það er á allra vitorði, að a. m. k. helmingur þeirra manna, sem með byssu fara, brjóta þau lög miskunn- arlaust. Þeír stæra sig af því og njóta áv'axtanna af því sumpart með því að selja öðrum, sumpart með því að hagnýta sér sjálfir, hina friðuðu fugla. Þó er hér um lög að ræða, sem sumpart hafa verið mjög lengi í gildi. Og þó er hér stórkostlega spilt einum arðsamasta aítvinnuveg landsmanna. Þetta er á allra vitorði. Liklega gæti helmingur íslendinga borið vitni fyrir rétti um þetta. ÆtV það sé einn af þúsundi, sem gerir það ? Við höfum lög, sem banna fiski • veiðar togara i Iandhelgi. En það er lika á allra vitorði, að ef til vill hafa allir íslenzkir togarar brotið þau lög, já, þráfaldlega og skipv'erjar tala um það sem sjálfsagðan og eðlilegan íilut. Alveg sama um Jaxveiðarnar í án um. Þar eru líka reglugerðir og lög, sem setja ýmisleg skilyrði. Það er blátt áfram álitið bera vott um tóm- læti og ódugnað í að bjarga sér, að vera að fara eftir sumum ákvæðun- um. Það er á vitorði allra bygðar- manna. Svona mætti telja áfram. En þetta er nóg til að sýna að ólöghlýðni er þjóðarlöstur okkar íslendinga og að almenningsálitið er sjúkt og spilt. Því að þessi og mörg önnur lagabrot eru framin í skjóli almenningsálits- ins. Almenningsálitið hefir á þess- um syiðum miklu meiri samúð með þeim, sem brjóta lögin, en með þeim, sem eiga að gæta þeirra. Það fellii oft miklu þyngri dóm yfir þeim, sem kemur upp brotinu, en yfir þeim, sem fremur það. Sú hugsun er ekki til nema að litlu leyti hjá íslenzkurn al- menningi, að löghlýðni er einhvcr æðsta dygð þjóðanna og það er fyrsta skylda borgarans, að hjálpa lagavörð- unum að gæta laganna og horfa ekki aðgerðalaus á lagabrotin. Bannlagabrotin eru ein af mörguni þau stærstu og viðsjálustu. Og þau eiga að opna augu okkar fyrir þvl, að hér liggur á bak við stórkostlegur siðferðislegur sjúkleiki og kæruleysi, sem getur haft og hlýtur að hafa í för með sér almenna siðferðislega spill- ing, nema þegar sé tekið rækilega í taumana. Út í það skal ekki frekar farið, því að það er öllum ljóst sem um vilja hugsa, hvílíka spilling slíkt virðingarleysi fyrir' lögunum hefir i för með sér, eða hversu holt muni \cra fyrir æskulýðinn að vaxa upp 1 svo eitruðu andlegu andrúmslofti. Bannféndur segja: Það á að af- nema bannlögin. Með alveg sama létti mætti segja: Það á að afnema friðunarlögin á æðarfugli, og Ieyfa l garaveiðar í landhelgi. Eða virðist mönnum það vera sið- aðra manna háttur að láta þau laun f:jlla þeim í skaut, sem gera sér að atv'innu að brjóta lögin, að nema lög- in úr gildi, svo þeir þurfi ekki að brjóta þau? Nei, ráðið er það, að skapa nýtt og gott almenningsálit, grundvallað a virðingu fyrir landslögum og rétti. Alveg eins og stríðið hefir orðið ti! þess, að opna augu ófriðarþjóðanna fvrir áfengisbölinu í allri hinni miklu stærð þess, á sama hátt eiga augu al- mennngs á Islandi að opnast fyrir þeim villigötum, sem hann hefir rat- að á, um virðingarleysi fyrir lög- unum og umburðarlyndi með lögbrjót- um. Þjóðin þarf að hrökkva við, og bannlagabrotin gefa sannarlega til- efni til þess að hin magnaða sljófg- tinartilfinning verði gjörsamlega þurkuð burt. Og samfara vöknun nýs og heil- brigðs almenningsálits þarf að vera ri'.iklu harðari og nákvæmari löggjöf og löggæsla. Almenningsálitið á að geta orðið svo sterkt, að það knýi hana fram. Það hefir komið fyrir með öðr- um þjóðum, að einstakir menn hafa reynt um hríð, í eigingirnis og hags- muna skyni að traðka þjóðarviljan- um, hafa virt lög og Iandsrétt að vettugi, ef til vill með fram í skjóli aðgerðarlausrar lögreglu, ef til vili ekki — svo lengi að þjóðinni þótti örvænt að lagaverðirnir skökkuðu leikinn. Þá hefir það komið fyrir, að þjóðin hefir sjálf tekið í taumana, og sett sig yfir lögin, ef svo má að orði komast. / . Það er hugsanlegur möguleiki, ef eitjstakir rnenn vilja Ieika þann leik hér á landi, vilji ekki beygja sig und- ir landslög og rétt, en halda áfram að raka saman fé á sHkan hátt, og ef lögreglunni tekst ékki, af hverjum ástæðum sem það er, að hindra þá svív'irðingu — það er hugsanlegui möguleiki segi eg, út frá því sem eg veit að gerst hefir í öðrum löndum, að friðsamir og löghlýðnir borgarar, sem v'ilja ekki una því að búa í landi, þar sem lögin eru að vettugi virt, og sem vilja ekki líða ósvífnum einstak- lingum að: græða fé á óheiðarlegan hátt, þjóðfélaginu til smánar og skaða, að þeir taki beint í sínar hend- ur ^ð framfylgja lögunum. Að þjóðin, fulltrúar hins löghlvðna hluta 1 ennar, góðir og grandvarir borgarj ar, taki hús á mönnum þessum, rrieð fullri stillingu, helli niður og hóti þtim aðgerðum áfram láti lgunsalarn- ir ekki af þessari svívirðilegu verzl- un og lagabrotum. > Niðurlag. Það, sem nú v'ar sagt siðast, er ekki nema möguleiki, sem vonandi er að ekki komi til og sem vitanlega á ekki að þurfa að koma til. Komi til þess, er það eingöngu af þeirri á- stæðu, að lagaverðirnir geta ckki af cinhverjum ástæðum framfylgt lög- unum svo að fult gagn sé að. Og þá væri á slík örþrifaráð að lita serp hjálp, sem hinir löghlýðnu borgarar veittu yfirvöldunum, og sem meðal af þeirra manna hálfu, sem ekki þola svívirðinguna, til þess að vekja sof- andi samvizku fjöldans. En til þess á ekki að þurfa að koma. Og það er ekki að ástæðu- Iausu að bannvinir og lagavinir eru ekki vonlausir um framtíðina í þessti efni. Er það fyrst og fremst sú trú að almenningsálitið sé að vakna og mönnum sé virkilega farnar að of- ójóða aðfarirpar. Og því næst gera menn sér vonir um öruggar ráðstafanir af hálfu stjórnar og lögreglu, ekki síður nú en áður, þar sem nú er forsætisráðherra eindreginn bannvinur og stjórnin í lieild sinni talin Rlynt röggsamlegri gæzlu bannlaganna. Og i lögreglu- stjórnarstöðu í Reykjavík situr nú sá n.aðnr, sem eins og fyrirrennari hans er sömuleiðis kunnur bannvinur. Encla hefir hann í þingræðu sagt þessl orð: “Bannlögin eiga að lifa í þessu Jandi, ekki brotin, heldur óbrotin, og þá mun þeim fylgja gifta, sem verð- ur máttugri en tízkan, sem skipar nú of hátt sæti.” -Alþ.t. B. III., 966 til 967). Og þá er hér með alvarlega skorað á Iögreglu og stjórn að losa okkur tindan fargi lögbrotanna. Og samúð allra þeirra, sem í sannleika eru og vilja Vera löghlýðnir borgarar, fylgii trhverri slikri eindreginni og drengi- legri viðleitni. En kröfumar verða því háværari sem lengralíður, að gerðar séu á- kveðnar ráðtsafanir, sem árangur bera, af því ástandið er orðið verra en það hefir nokkru sinni verið. Og menn bíða óþreyjufullir eftir þvt að lögreglan sýni að henni er ekki ófyr- irsynju fengið í hendur sverð rétt- vísinnar. Tryggvi hórhallsson. —'Lögrétta. Aðflutningsbannið í síðasta tölublaði Lögréttu hefii séra Tryggvi Þórhallsson, settur guð- fræðisketjnari við háskólann, skrifað langa grein um aðflutningsbannið. Grein þessi er í mörgum atriðúm þess eðlis að frá sjónarmiði mínu sem andbannings má henni ekki vera ó- mótmælt. Bannaldan frá ófriðarþjóðunum. Greinarhöf. byrjar grein sína með því að skýra frá ýmsum ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið í sumum ófrið- arlöndunum til þess að takmarka til- búning og sölu áfengra drykkja. Vib hann þar með sýna og sanna, “að við stigum rétt spor, er við samþykturr. aðflutningsbann á áfengi” — eins og hann kemst að orði. En þetta er hin mesta fjarstæða. Fyrst og fremst leiðir greinarhöf. ekki athygi, manna að því sérstaklega, að í ófrið- arlöndum þeim, senj hann nefnir, eru aðeins settar takmarkainr að því er sterkustu drykkina srlertir: í Rúss- landi um brennivín, Frakklandi um absinth og í Englandi um whislcý. Allar aðrar víntegundir eru jafr. frjálsar sem áður í þessum löndum. 1 öðru lagi er þess að minnast að í engu hinna annara#ófriðarlanda hefir heyrst um nokkur vínbönn, hvorki sölu- né aðflutningsbönn. Hugsa þau þó væntanlega ekki stður um hagsmuni sína. Þýzki herinn hefir ekki þótt standa að baki hinum hvað hreysti og þol snertir. Þó er ekkert vínbann í Þýzkalandi og hermönnum Þjóðverja borið áfengi í skotgrafirn- ar, eftir þvt em sagt er. í þriðja lagi er yfir höfuð þessi röksemdaleiðsla greinarhöf. bygð á algjörlega skökk- um grundvelli. Þegar hún er krufin til mergjar, þá lítur hún þannig út: Sumar ófriðarþjóðirnar hafa tak- markað framleiðslu og sölu áfengra drykkja, meðal annars vegna “þeirra miklu krafa sem það -stríðið) gerir til starfskrafta og starfsþols einstak- linganna”, vegna þess “að framtíð og jafnvel tilvera þjóðarinnar er (nú i ófriðnumý beint lögð í hendur ein- staklinganna”, vegna þess að “þegat þjóðirnar neyðast til að kamta dag- skamta hverri fjölskyldu, hverjum einstakling, til þess að reyna að koma í veg fyrir, eða að fr-sta a. m. k. yf- irvofandi almenningshungri, þá gremst þeim að horfa á, að þústtnd tttn kornmæla skuli vera varið til þess tb brugga brennivín” — og úr því að þessar þjóðir nú og af þessum á- stæðum hafa talið rétt að takmarka íramleiðsiu og sölu hinna sterkustu áfengra drykkja, þá var það líka rétt af okkur að samþykkja aðflutn- ii.gsbannslögin árið 1909 og banna ekki að eins sölu heldur einnig að- flutning allra áfengra drykkja, ekki aðeins hinna sterkari tegunda. Eg ’ na, að allir hljóti að sjá, að það er ekki heil brú t allri þessari rök- semdaleiðslu greinarhöfttndarins. Það er ómögulegt fyrir bannmenn að . anna með neyðarráðstöíunum sumra ófriðarþjóðanna nú, að það hafi ver- ið# rétt að leiða aðflutningsbannið í log hér á landi árið 1909. Engar af ástæðunum fyrir þessum ráðstöfun- um ófriðarþjóðanna voru né eru hér :í| staðar. Og það er eftirtektav’ert, að þrátt fyrir alla þá neyð, sem rikit hjá ófriðarþjóðtinum, og gretnarhöf. lýsir svo átakanlega, þá hafa sumar þcirra, eins og fyr er sagt, alls ekkert gj.órt t áttina til bannlaganna og hin- ar ekki farið nærri eins langt á þeirri braut eins og við fórum hér á landi 3909 án nokkurs nevðarástands. Það } ýðir því ekkert fyrir bannmenn að vera í þessu máli að flagga með 1 cyðarráðstöftinum ófriðarþjóðanna. Astandjð hér á landi. Greinarhöf. fer síðan að athuga I.ternig ástatt er nú hér t sjálfu incsta bannlandi veraldarinnar. Eins og menn muna var það ein af ; ðalmóthárum andbanninga gegn að- ílutningsbanninu, að ómögulegt yrðí að fýlgja því, meðal annars vegna ]>ess, að almenningsálitið væri og yrði á móti lögunum, þessusm Iögum, sem fljótt fengtt nafnið “þrælalögin”, er sýndi bezt hversu langt mönnum virtust lögin fara út yfir öll takmörk lagasetningarinnar um það, hvað I orgarar mega ekki gera. Andbann- ,ngar töldu því lögin mundu verða ti! þess að brjóta niður v'irðingu rnanna fyrir lögum landsins, og reyndu að sfng mönnum fram á, “hvílíka spill- itigu slikt virðingarleysi fyrir Iögtin- um hefir t för með sér, eða hversu it It mttndi vera fyrir æskulýðinn að vaxa upp í svo eitruðu andlegu and- rúmslofti” — alveg eins og greinar- höf. einmitt kemst að orði. Þessi síðari kafli umræddrar greinar er nú næg sönnun fyrir því, að andbann- ingar höfðu rétt fyrir sér í þessu til- liti. Greinarhöf. lýsir því með mjög sterkum litum, hvernig ástandið er. En eg verð að játa, að hann fer ekki, að mér virðist, með neinar ýkjur. Astandið er svoná, eins ög hann lýsir því. Það hefir altaf verið sv’ona, síðan bannlögin gengu í gildi. Og eg held, að greinarhöf. hafi einmitt fundið hina réttu alðalástæðu, sem sé, að “almenningsálitið Iíður það, að bannlögin okkar eru brotin svo sví- virðilega sem þau eru”, eins og hann kemst að orði og að “almenningsálit- ið hefir ekki enn risið upp og lög- 1 eglan ræður ekki við”, eins og hann ennfremur segir. Það er einmitt þetta, almennings- álitið hefir altaf fordæmt aðflutn- ingsbannslögin, og meðal annars af þesisari ástæðu eru þau dauðfædd. Andbanningar héldu þessu fram frá upphafi, eins og fyr er vikið að, og teynslan er að sannfæra, að minsta kosti hina skynsamari bannmenn, um þetta meir og tneir. Greinarhöf. reynir að hugga sig við það, að ekk- ert sé undarlegt þótt aðflutnings bannlögin séu brotin, því óhlýðni sé þjóðarlöstur qþkar íslendinga, og til- færir þar sem dæmi, að brotin séu fuglafriðunarlög, laxveiðalög og lög sem banna togaraveiðar í landhelgi. En þessi samanburður á sér engan stað. Því það er rangt hjá greinat- höf. bæði að menn brjóti téð lög t nokkurri samlökingu við bannlögin og að almenningsálitið sé því hlynt, að þau Jög séu brotin. Eg veit ekki nokkurt dæmi þess, að menn hafi orðið fyrir ámæli af þvl að kæra brot á nefndum veiðilögum, en sama verður ekki sagt að því er bannlögin snertir. Það er nú einu sinni svo, að þeir sem kæra bannlagabrot eru al- ment fyrirlitnir, enda leikur orð á því að það geri ekki aðrir en þeir, sem bannmenn kaupa til þess, nema lögreglan auðvitað. En yfir höfuð lteld eg að það sé alveg ranglát ásök- un bannmanna á okkur Isl., að við scum ólöghlýðnari en “fólk er flest.” En ef svo væri, þá ætti að fara enn þá varlegar í það hér á Iandi en ann- arsstaðar, að setja lög, sem eins og bannlögin, eru þess eðlis, að mjög erfitt er að framfylgja þeim. Svo þessi ásökun bannmanna gegn lands- ntönnum er tvíeggjað sverð fyrir þá. Hvað á að geraf Greinarhöf. snýr sér loks að þvl, hvað nú skúli taka til bragðs, til þess að draga upp úr feninu. Hann segir, sem rétt er, að andbanningar telji beztu leiðina þá að afnema bannlög- in. Þegar menn eru, eins og grein- arhöf. sannfærðir um, að ástandið sé óþolandi, þá virðist lika liggja næst, að bæta úr því á þann hátt, að nema burtu fyrstu orsök meinsemdarinnar, sem eru sjálf bannlögin. Þessa leið vill greinarhöf. samt ekki fara, en til- færir ekki nema eina ástæðu gegn henni, og sú ástæða er auðsjáanlega orðin til af misskilningi. Greinarhöf. télur nefnilega þá ástæðu gegn af- námi bannlaganna, að hánn vill ^kki “láta þau laun falla þeim í skaut, sem gera sér að atvinnu að brjóta lögin, að nema þau úr gildi, svo þeir þurfi ekki að brjóta þau.” Þetta hlýtur að vera eitthvað fljóthugsað hjá greinarhöf., því við nánari at- luigun fnun hann sjá, að afnám bannlaganna er eitthvað það allra versta, sem getur komið fyrir þá, sem “gera sér að atvinnu að brjóta lögin.” Þeir mundu blátt áfram missa at- vinnuna. Leiðin, sem greinarhöf. vill fara, cr fyrst og fremsb sú, að “skapa nýtc og heilbrigt almenningsálit.” En eg fullvissa hinn háttvirta greinarhöf. um það, að þessi leið er ófær. Reynsl- an hefir sýnt það og annað. Bann- nenn hafa einmitt, alt af síðan bann- iógin voru sett, verið að reyna að skapa þetta “nyja og heilbri£ða al- menningsálit”. Bannmenn hafa haft svo að segja öll blöð landsins á sínu bandi. Þeir hafa haldið út blaði sjálfir. Landsjóður hefir styrkt þá íneð fjárframlögtfm. En andbann- ingar hafa lengst af ekkert blað haft og ekkert gert. Og hvernig hefir bannmönnum svo gengið að skapa þetta nýja almenningsálit ? hver hefir árangurinn orðið af þessum bardaga þeirra? Séra Tryggvi lýsir því bezt sjálfur í grein sinni. Árangurinn er enginn, alls enginn. Það kemur öll- tm saman unt, að enginn andbann-' ingur hafi snúist til fylgis við bann- lögin. Og margir af þeim, sem voru með því að koma bannlögunum á, hafa snúist á móti þeim. Þeir hafa séð að andbanningar hafa rétt íyrir sér i þvo mörgu, sem þeir héldu fram gegn lögunum. Með bannlögunun: var fjöldi manna, sem v'ildi reyna þau. Þeir hafa nú séð hvernig þau hafa reynst og það er nóg til þess að nú cu þeir lögunum rfráhverfir. Og hvernig hefir farið fyrir Goodtempl- a afélaginu, sem kom bannlögunum fram? Andbanningar spáðu því að það mundi drepa sjálft sig með lög- unum, það mundi vera ómögulegt að halda því uppi með þeim einum til- gangi, að “vernda” bannlögin, eða sem uppljóstursfélagi. Eftir því sem kunnugir menn hafa sagt mér hefir þetta reynst rétt. Þeir segja mér að félagið sé í hraðri afturför. Eg te! þetta illa farið, og svo mun um marga andbanninga, sem alls ekkert hafa á móti frjálsri vínbannsstarf- semi. Þegar bannlögin voru þvinguð fram, hafði Goodtemplarafélagið með 25 ára starfsemi gjörbreytt hugsui- arhætti Iandsmanna að því er vín- nautinna snerti, og unnið mikið gagn. En Goodtemplarar voru of óþolin- móðir. í stað þess að halda hinni frjálsu baráttu áfram, vildu þeir ná takmarkinu til fulls í einni svipan með þvingun. En með þesssu eyði- lögðu þeir einmitt mikið af því sem þeir voru búnir að byggja upp. Ástæðan var meðfram sú, að þeir æstu upp á móti sér marga menn, sem voru hlyutir frjálsri bindindis- starfsemi en á móti þvingunarlögun- um. Þegar nú svo stendur, og alt þetta hlýtur greinarhöf. að vita, þá er mér óskiljanlegt, hvenig hann getur látið sér detta í hug sú Ieið út úr ástandinu sem nú er, að hann og aðrir bann- menn geti skapað 'þetta “nýja, heil- brigða almenningsálit”. Siðari hluti greinarinnar ber líka með sér að greinarhöf. trúir í raun og veru ekki á þessa leið. Hann kemur þar nefnilega með vara tillögu. Og hún er sú, að bregðist alt annað, þá skuli bannmenn blátt áfram beita líkamlegu ofbeldi við samborgara sína til þess að fylgja bannlögunum. Hann minnir á að með öðrum þjóð- tim hafi það komið fyrir þegar lög- um hafi ekki verið nægilega fram- fylgt, “að þjóðin hefir sjálf tekið í humana og sett sig yfir lögin, ef svo má að orði komast”. Hann talar um að út frá þvl sem gerst hafi í öðrum löndum, og virðist þar eiga við stjórn- arbyltingar, þá sé hugsanlegt að bannmenm “taki beint í sínar hendur að framfylgja lögunum” og “taki hús á mönnum þessunt með fullri still- ingu”. Svona erum við þá komnir Iangt, lengra en nokkrir andbanning- ar hafa látið sér detta í hug að lögin mttndu leiða nokkurn mann. Einn af prestum þjóðkirkjunnar, settur leið- togi og kennari hinnar uppvaxandi guðfræðinga-kynslóðar skrifar í op- 1 bert blað, bannlaganna vegna, á- skorun til almennings um að fremja v rknað, sem beinlínis gæti komið fólki undir mjög alvarlegar greinai hi gningarlaganna, því hætt er við að greinarhöf. gæti ekki alt af séð um að alt færi fram “með fullri tillingu”, og þó svo væri, þá mundi hér samt verða um hegningarvert athæfi að ræða. Ummæli greinarhöf. má jafn- vel' skilja sem áskorun til upprejstar í landinu. Þetta skrifar greinarhöf. undir yfirskriftinni “löghlýðni”, og er alt af í greininni að halda sér og öðrum bannmönnum á lofti sem þeim, er löghlýðnir v'ilja vera I ! En þessi t'daga hans virðist bera vott um að löghlýðni hans nái ekki út yfir það sem honum sjálfum virðist rétt vera. Þá tekur við hjá honum Hkamlega ofbeldi. En í grein hans vantar ná- kvæmna tímatakmörkun um það, hvenær tíminn til þeirra sé kominn. Greinarhöf. ætlar líklega að gefa út auglýsingu um það síðar. Greinarhöf. virðist hafa gleymt því að það er hætt við, að þegar hann kæmi í broddi bannlagafylkingarinn- ar “með fijllri stillingu”, þá er ekki ólíklegt að þeir, sem ætti “að taka hús á” veittu einhverja mótstöðu; gæti þá slegið í bardaga, sem óvíst er hvernig færi um og gæti haft vlð- tækar afleiðingar. Eg býst nú ekki við að íójk láti æsa sig til slíkra glæpa, sem hér gæti orðið um að ræða. Væri það og ósk- andi vegna greinarhöf., sem gæti orð- ið fyrir óþægile.gum afleiðingum af ákvæðum hegningarlaganna viðvíkj- andi hvatamönnum til afbrota. Mér er óskiljanlegt hvemig grein- arhöf. getur látið sér detta í hug að þessi varateillaga hans um ofbeldis- verkin leiði til sigurs fyrir bannlög- in. Hann ætti að geta séð fyrir að þau mundu enn frekar en orðið er gera menn fráhverfa bannlögunum. En að slíkt sem þetta skuli geta kom- ið fram frá manni í þeirri stöðu sem greinarhöf. er í, sýnir bezt í hvílikí örvæntingarástand hinir æstari bann- menn eru komnir.' Sem betur fer, eru margir meðal bannmanna, sem sjá að slík framkoma sem þessi gagnar ekki bannlögunum, bætir ekki úr ástand- inu heldur er að eins til ils eins. Þeir benda margir hverjir á milliveg, sem ýmsir þeirra vildu strax í fyrstu að farinn væri, og hann er sá, að leyfa innflutning hinna léttari vín- fanga, en halda banninu að því er snertir hina sterkari drykki. Yrði þá fyrirkomulagið líkt og nú er á Rússlandi og Frakklandi. Þeir bann- menn, sem þetta vilja, álíta að með þessu mundi ávinnast að. sterkarí drykkjuunm yrði með þessu útrýmt og vilja reyna að bæta úr ástandinu á þann hátt. Auðvitað gera ekki allir andbanningar sig ánægða með þetta, en ýmsir þeirra mundu gera það. Og það yrðu allir að játa, að með þeirri aðferð yrði bætt úr þeirri afleiðing bannlaganna, að menn drekka nú til- tölulega miklu meira en áður af sterk- ustu drykkjunum vegna þess að minst fer fyrir þeim og því auðveld- ast að* ná í þá. Undir öllum kring- umstæðum hljóta andbanningar að fagna því að margir bannmenn virð- ast nú v'ilja tala um málið æsingalaust. Er vonandi að einstöku mönnum af hinum æstustu í hóp bannmanna takist ekki að spilla því og stofna til slíkra vandræða í hinu íslenzka þjóð- félagi, sem þeirra, er umrædd grein stefnir að. Reykjavík, 19. febniar 1917. Eggert Claessen. —Lögrétta. Aðflutningsbannið Og hr. Eggert Claessen. Eg veit að það eru margir, sem eru séra Tryggva Þórhallsyni }>akk- látir fyrir hina snjöllu, djarfman- legu og drengilegu grein hans í Lög- réttu 14. febr. síðastl. Einn þeirra manna er eg. Og ég geng að því vísu, að þeir séu margfalt fleiri en ég veit um, sem hefir þótt i meira lagi vænt um þessa ritgjörð hans. Ýfirdómslögmaður Eggert Claes- •sen er ekki í þessum hópnm, sem ekki er heldur von, þar sem hann er mjög ákveðinn andbanningur. Hann ritaði grein frá sínu sjónarmiði í Lögr. 21 febr. síðastl. 1 þessari grein yfirdómslögmansins eru nokk- ur atriði, sem ég furða mg á - sv'o mikið að ég get ekki bundist þess að biðja Lögr. fyrir þessar línur. Fyrsta atriðið í grein yfirdómslög- mannsins er það, hve gífurlega hann fer rangt með staðreyndir, sem kunn- ar eru öllum siðuðum heimi. Hann segir um ófriðárlöndin, Rúss land, Frakklanb og England, að þar séu „að eins settar takmarkanir að því er sterkustu* drykkjina snertirr í Rússlandi um brennivín, Frakklani um absinth og á Englandi um whiský. Allar aðrar víntegundir .eru jafn frjálsar sem áður í þessum löndum.“ Sannleikurinn er sá um Rússland, að 11. júlí síðastl. samþykti rúss- ncska þir.gið lög um algert áfengij bann — bannaði sölu, innflutning og tilbúning áfengra drykkja,’ sem hafa í sér ~y2% áfengis eða meira. þessi lög staðfesti Rússakeisari í hyrjun septembermánaðar. Meðal þeirra ráðstafana,sem gerð- ar voru samíara áfengisbaiminu, voru tvennar sem eg skal n.innast á. Annað er það, að Rússar fengu Kinverja til þess að skuldbinda sig til að banna allan tilbúning og inn- flutning áfengis á 53 kilómetra breiðri landspildu með fram landa- mærunum — i þvi skyni að aftra á- fengisinnflutningi til Siberíu og Rússlands austan að. Hinar ráðstafanirnar gerðust eitt- hvað mánuði fyrir siðustu áramót. Frakkar í Rússlandi höfðu fengið sérstakt stjórnarleyfi til þess að flytja inn í Rússland frönslc vín til heimilisneytslu. ítallr og Er.glend- ingar sóttu um það, að sér vrði veitt sama undanþága frá bannlögunum (Frh. á 7. bls.)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.