Lögberg - 19.04.1917, Page 3

Lögberg - 19.04.1917, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1917 3 Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. “Verður hann það?” spurði John Pendleton háðslega. “J?að held eg naumast, því eg vil ekki hafa hann, Pollyanna; þetta er marklaust rugi.” “pú getur ekki meint það í alvöru, að þú viljir ekki hafa hann, hr. Pendleton?” mótmælti Polly- anna alvarleg. “Jú, það er alvara mín.” “Já, en það yrði þó “nærvera barns” — og svo skemtileg líka,” stamaði Pollyanna, henni lá við að gráta. “Og þá myndi þér ekki finnast þú vera einmana — þegar þú hefðir Jikimy hjá þér.” “Nei, það myndi mér líklega ekki,” svaraði maðurinn með beisku brosi; “en — eg held eg kjósi heldur einveruna.” pá var það að Pollyanna, í fyrsta skifti í marg- ar vikur, mundi eftir nokkru, sem Nancy hafði eitt sinn sagt henni. Hún leit upp með móðguðum svip. “Máske þú álítir að flinkur og blíður' lítill lif- andi drengur, sé ekki eins góður og gamla, dauða beinag'rindin, sem þú geymir í einum skápnum þínum; en eg álít hann betri.” “Hvað geymi eg? beinagrind?” “Já, 'Nancy sagði að þú geymdir beinagrind í einhverjum skápnum hérna.” “Nú hefi eg aldrei heyrt! —” En alt í einu hallaðist John Pendleton aftur á bak og fór að skellihlæja. Hann hló bæði lengi og glaðlega; hann hló svo dátt að Pollyanna, sem var óróleg og sárhrygg, fór að gráta. En þegar Pendleton sá það, rétti hann sig strax við í stólnum og varð alvarlegur á sama augnabliki. “Pollyanna,” sagði hann alúðlega, “eg held að þú hafir á réttu að standa — jafnvel betur en þú sjálf veizt. Eg sk.il líka, að það sem þú segir, “að góður og lítill lifandi drengur” mundi vera langtum betri en — en beinagrindin mín í skápn- um. * En — við, manneskjumar, emm ekki alt af fúsar til að farga beinagrindinni. pað kemur fyr- ir að við höldum okkur fast við hana, Pollyanna. En samt sem áður — þú getur sagt mér nákvæm- ar frá þessum litla dreng; vilt þú gera það?” Og svo sagði Pollyanna sögu hans. pað hefir ef til vill verið hláturinn, sem hjálp- aði til að hressa loftið. Eða máske það áhrifa- mikla í Jimmy Beans sögunni, sem Pollyanna með ákafa miklum og biðjandi augum sagði frá, hafði þau áhrif á manninn, sem fyrirfram var vakin samhygð hjá, að þegar Pollyanna fór heim þenna dag, hafði hún með sér heimboð til Jimmy Beans, um að koma og sjá John Pendleton næsta laugar- dag ásamt Pollyönnu. “Já, eg er svo glöð að þú getur ekki skilið það,” sagði Pollyanna, þegar hún ætlaði að fara. “Og eg er viss um að þér geðjast að honum, John Pendleton. Og eg óska þess svo innilega, að Jimmy Bean geti fengið heimili — og manneskju, sem þætti vænt um hann, þú skilur.” XXII. KAPÍTULI. óhappatilviljun. Dag nokkurn var Pollyanna, samkvæmt beiðni frú Snow, farin að finna Chilton lækni til að fá nafn á lyfi, sem hún hafði gleymt. í skrif- stofu læknisins hafði Pollyanna aldrei komið fyr. “Eg hefi aldrei komið á heimili þitt fyr; því þetta er nú heimili þitt,” sagði hún og leit með at- hygli í kring um sig. Læknirinn brosti, en það var angurvært bros. “Já — það á líklega að þýða eitthvað slíkt,” svaraði hann, meðan hann skrifaði nafn lyfsinsi á pappírsmiða; “en það, er lélegt fyrir heim- ili, Pollyanna. pað eru fáein herbergi; það er alt; — en heimili getur það ekki heitið.” Pollyanna kinkaði kolli samþykkjandi. Sam- hygðin blikaði í augum hennar. “Nei, eg veit það. pað þarf kvenmanns. hönd og hjarta og nærveru bams, til að mynda heimili,” sagði hún. “Hvað þá?” spurði læknirinn og sneri sér skjótlega að henni. “Jú, það segir hr. Pendleton,” sagði hún og kinkaði kolli, “þetta um kvenmanns hönd og hjarta og nærveru barns, þú skilur. En hvers vegna útvegar þú þér ekki kvenmanns hönd og hjarta, hr. Chilton? ESa máske þú viljir taka Jimmy Bean — ef Pendleton vill ekki hafa hann ?” Chilton Hló fremur raunalega. “Svo John Pendleton segir, að það þurfi kven- manns hönd og hjarta til að mynda heimili?” spurði hann kýminn. “Já, hann segir að húsið hans sé að eins hús en ekki heimili. En hvers vegna gerir þú ekki þetta, hr. Chilton?” “Geri hváð?” spurði læknirinn, hann var sezt- ur aftur við hallborðið sitt. “Fá þér kvenmanns hönd og hjarta? ó — já, það er satt — eg hefi alveg gleymt —” andlit Pollyönnu var hárautt af feimni — “eg hefi alveg gleymt að segja þér, að — það var ekki Pendleton, sem Polly frænku þotti vænt um fyrir löngu síðan — nei, sem — nei, það var ekki Pendle- ton, sem þótti vænt um Polly frænku, og þess vegna, þá eigum við ekki að flytja þangað til að vera þar. pú manst ,að eg sagði að við ættum að gera það, en það var misskilningur. Og eg v^na að þú hafir engum sagt það?” cndaði hún ræðu sína áköf. “Nei — eg hefi engum sagt það, Þollyanna,” svaraði læknirinn með einkennilegum raddhreim. “pað var gott,” sagði Pollkanna glöð. “pví þú varst sá eini sem eg sagði frá þessu. En mér sýndist Pendleton nokkuð einkennilegur, þegar eg * aagði honum að eg Kefði sagt þér frá þessu.” “Á? var hann það?” sagði lwknirinn glaður á svip. “Já — því hann vildi auðvitað ekki að margir vissu þetta, af því það var rangt, eins og þú skilur. En hvers vegna fær þú þér ekki kvenmanns hönd og hjarta, hr. Chilton?” Nú varð þögn um litla stund, svo svaraði lækn- irinn mjög alvarlegur: “Menn geta ekki ávalt fengið slíkt — jafnvel þó menn biðji um það, litla stúlkan mín.” Pollyanna varð hugsandi. “Já, en eg verð þó að halda að þú hljótir að geta fengið það,” sagði hún álcveðin. pað var svo glögg vissa og saruifæring í orðum hennar, að læknirinn varð að brosa. “pökk fyrir þitt góða álit, það gleður mið mik- ið,” svaraði hann. Svo bætti hann við alvarlegur: “En eg er hræddur um að sumar af þínum eldri systrum séu ekki á sömu skoðun. pær hafa að minsta kosti ekki hingað til verið svo — svo — stimamjúkar.” Pollyanna varð aftur hugsi, svo leit hún á hann stórum og undrandi augum. “En — þú átt þó ekki við það, hr. Chilton, að þú — að þú hafir einhvern tíma reynt að fá kven- manns hönd og hjarta, en hafir ekki fengið það — alveg eins og hr. Pendleton ? pú átt ekki við það, hr. Chilton ?” Læknirinn stóð upp fremur snögglega. “Nú, Pollyanna, þetta er ekki af því tagi sem menn vanalega spyrja um. Og þú mátt í öllu falli ekki hugsa um það núna. Hvað segir þú um það, að hlaupa nú aftur til Frú Snow með lyfjaávísan- ina ? Eg hefi skrifað nafn lyfsins og hvernig hún á að neyta þess. Var nokkuð annað, sem þú vildir vita?” Pollyanna hristi höfuðið. “Nei, þúsund þakkir, læknir,” sagði hún kurteislega og gekk til dyra, en á þrepskildinum sneri hún sér við og sagði skyndilega glöð á svip: “En mér þykir samt sem áður vænt um að það var ekki hönd og hjarta mömmu minnar, sem þú vildir fá en gazt ekki fengið, hr. Chilton.” * * * Svo var það seinasta daginn í október að óhappið kom fyrir. Pollyanna, sem flýtti sér heim frá skólanum, hljóp þvers yfir veginn fyrir framan bifreið er var á ferðinni, og sem henni sýndist í nógu mikilli fjarlægð. Hvernig það skeði, gat enginn vitað með vissu, því enginn sá það og gat því <kki vitað hvoru það var að kenna. En tilfdlið var, — klukkan hálf fimm síðdegis var Pollyanna, meðvitundarlaus, blóðug og óhrein borin upp í herbergið, sem henni þótti svo vænt um. par var hún færð úr fötunum , og lögð í rúmið“af Polly frænku og Nancy — Polly frænka var mjallhvít í andliti, og Nancy grátandi og snöktandi; neðan úr þorpinu kom Warren læknir, sem kallað hafði verið á í gegn um síma, akandi í bifreið með hraða miklum. “Og menn. þurftu ekki annað en líta snöggvast á andlit ungfrú Polly til þess, að geta séð að það var annað en “skyldan” sem kvaldi hana á þessu augrtabliki,” sagði Nancy grátandi við gamla Tom niðri í garðinum, þegar læknirinn var kominn og • var aleinn uppi í hálfdimma herberginu hjá Polly frwnku og litlu stúlkunni. “Maður er ekki sjálf- hentur — og ekki eins fölur og sjálfur dauðinn, þegar maður gerir ao eins skyldu sína, Tom — nei, ekki líkt því.” “Heldur þú að það sé hættulegt?” Gamli maðurinn var skjálfraddaður. “J?að er ekki mögulegt að vita,” sagði Nancy snöktandi. “Hún liggur í rúminu eins kyr og hvít og hún væri dauð; en ungfrú Polly sagði að hún væri ekki dáin, og hún ætti að vita það, því hún gerði ekki annað en hlusta og hlusta á hjart- að hennar og þreifa eftir lífæðinni á hverju augna- bliki.” “Svo þú veizt ekkert um hvemig hún hefir meift sig, blessuð litla, góða—.” Varir gamla Tom fóru að skjálfa. “Og að hugsa sér að slík bansett — slík djöfuls bifrtið —” Nancy stokkroðnaði. “Já, reglulegur djöfull, já,” hrópaði hún. “Að hugsa sér, að aka yfir þetta. indæla barn. Já, eg hefi alt af hatað þessi óþolandi þefdýr, sem fara ’eins og fellibylur eftir þjóðveginum.” “En hvar er hún meidd, Nancy?” spurði Tom aftur. “J?að er nú það, sem eg veit ekki,” tautaði Nancy. “pað er lítið sár á höfðinu, sem blóðið vætlar úr, en það er ekki það — segir ungfrú Polly. pað er innvortis, segir hún.” “ó, svo J)að er innvortis?” sagði Tom og hristi höfuðið. “Já, eg held það sé svo — eg veit það ekki — eg veit ekki,” sagði Nancy kveinandi. “Mér finst eins og eg ætli ekki að halda það út, þangað til læknirinn kemur ofan aftur, svo við getum fe ,gið að vita eitthvað. ó, bara að eg hefði eitthvað að gera — stórþvott, þann mesta stórþvott, sem eg hefi nokkru sinni unnið við.” En jafnvel eftir að læknirinn var farinn var það harðla lítið, sem Nancy gat sagt gamla Tom. pað var ekkert*beinbrot, og rispan á höfðinu þýð- ii garlaus, en læknirinn hafði verið mjög alvarleg- ur og sagt, að maðvr yrði að bíða og sjá hvað gerð- ist. pegar hann var farinn, var ungfrú Polly enn þá fölari og útlit hennar hryggará. Sjúklingur- inn var enn ekki kominn til meðvitundar aftur, en hún lá alveg kyr og leit út fyrir að sofa rólega. pað hafði verið símritað eftir æðri hjúkrunarkonu, s. m átti að koma með kveldlestinni. Meira gat Nancy ekki sagt Tom, og sneri svo aftur snökt- 'andi inn í eldhúsið. Nokkru fyrir hádegið daginn eftir, opnaði Pollyanna fyrst augun og áttaði sig á því hvar hún var. s “En Polly frænka, er þetta ekki morgun? Á eg ekki að fara á fætur?” hrópaði hún. “ó, Polly frænka,. eg get ekki — hugsaðu þér — eg get ekki,” kvartaði hún óttaslegin, um leið og hún hné aftur niður á koddann, eftir árangurslausa tilraun til þess að setjast upp. “Nei, góða mín, þú átt heldur ekki að reyna það enn þá,” sagði frænka hennar undir eins mjög róleg. .. “Já, en hvað er þá að, Polly frænka? Hvers vegna get eg ekki farið á fætur?” Ungfrú Polly leit kvíðandi til ungu hjúkrun- arkonunnar með hvítu línhúfuna. Hjúkrunarkon- an sem stóð bak við höfðalagsgaflinn á rúminu, svo Pollyanna gat ekki\ séð hana, hneigði Sig til svars. “Segðu henni það,” sagði munnur hennar án þess að orðin heyrðust. Ungfrú Polly gekk að rúminu og herti upp hugann til þess, að geta talað rólega. “pér var hrint um koll af bifroið í gær, Polly- anna,” sagði hún, “manstu ekki eftir því? En skeyttu ekkert um það; það jafnar sig bráðum. Reyndu að sofna aftur, þá batnar þér bráðum, skulum við vona.” “Bifreið? ó, jú — nú man eg það,” svaraði Pollyanna. Hún lyfti hendinni upp að enninu. “ó — hefi eg umbúðir? — eg kenni til af einhverju héma. Var það hér sem eg meiddist?” “Já, vina min. En hugsaðu ekkert um það — reyndu að ein sað sofna aftur.” “Já, en Polly frwnka — eg er svo — já, eg veit ekki — svo undarleg 1 kroppnum. Fæturnir eru svo undarlegir — það er eins og eg finni ekki til þeirra.” Með bænarlegu augnatilliti til hjúkrunarkon- unnar sneri Polly frænka sér við, eins og hún vildi flýja. Hjúkrunarkonan gekk strax að rúminu. “Við skulum nú heilsa hvor annari og tala dá- lítið saman,” sagði hún glaðlega. “Mér finst tími kominn til þess. Eg heiti Annie Hunt, og eg er komin hingað til að hjálpa frænku þinni að stunda þig. pað fyrsta sem eg vil biðja þig um, er, að þú takir þetta litla lyfjaber héma.” Augu Pollyönnu urðu óróleg. “Já, en — J?að þarf ekki að stunda mig. Eg vil heldur fara á fætur. Eg verð hvort sem er að fara í skólann, eins og þú veizt, að minsta kosti á morgun — eg get líklega farið í skólann é morgun ?” Polly frænka stóð yfir hjá glugganum. Herð- ar hennar skulfu allmikið og andliti sínu sneri hún frá þeim. “Á morgun?” endurtók hjúkrunarkonan með glaðlegu brosi. “Já, við skulum vita; en eg er samt sem áður hrædd um að þú getir ekki sótt skólann í bráðina. J?ú verður að hvíla þig fyrst um sinn, og á meðan skal þér líða svo vel, því við tvær, frærika þín og eg, skulum vera þjónustu- meyjar þínar. En gerðu nú svo vel að taka litla lyfjaberið, svo fáum við að vita hvaða gagn það gerir.” “Já,” svaraði Pollyanna dálítið efandi. “En eg verð að fá að fara í skólann daginn eftir á morgun — því þá er þar lærdómspróf, sjáðu.” Að lítilli stundu liðinni fór hún aftur að tala. Hún talaði um skólann, um bifreiðina, um sárið á höfðinu, sem sig verkjaði í. En brátt varð rcddin meira og meira svefnleg og hún féll í dvala, stm var að þákka litla, hvíta lyfjaberinu er hún tck, samkvæmt beiðni hjúkrunarkonunnar. XXIII. KAPÍTULI. John Pendleton. Pollyanna fór nú ekki í skólann, hvorki ‘á morgun’ né ‘daginn eftir á morgun’, en það skilli hún ekki sjálf nema einstöku sinnum, þegar hún var með fullri meðvitund. Hún lá oftast nær í dvala. pegar hún var vakandi og með fullu ráði, kom hún með aragrúa af spurningum, en gleymdi þeim strax aftur þegar hún féll í svefnmókið. Pollyanna skildi í rauninni ekkert af þessum við- burði rétt, fyr en að Viku liðinni, þá skánaði hita- veikin og verkirnir hurfu, svo hún fékk aftur fulla meðvitund. Og þá varð að segja henni alt á ný “Svo eg er þá meidd en ekki velk,” sagði Polly- anna loksins og stundi. “Já, já, það gleður mig að minsta kosti.” “Gleður þig, Pollyanna?” spurði frænka henn- ar undrandi. Hún sat við hliðina á rúminu með handavinnu sína. “Já, eg vil miklu heldur hafa brotinn fótlegg eða eitthvað því um líkt, eins og Pendleton, heldur en að vera örkumla manneskja alla æfi, eins og frú Snow, veit eg að þú skilur. Brotinn fótleggur yerður aftur góður, en það verður ekki sá, sem er örkumla alla æfi.” Ungfrú Polly — sem ekki hafði nefnt eitt orð um beinbrot eða neitt því um líkt — stóð snögg- lega á fætur og gekk að litla búningsborðinu á milli glugganna. Hún fór að snerta á mununum, sem þar voru, tók einn eftir annan upp eða flutti þá til á undarlegan hátt, eins og hún vissi ekki hvað hún væri að gera, sem var alveg ólíkt hennar raunhæfu framkomu. Andlit hennar var mjög fölt og hún var þreytuleg og þrungin af sorg. Pollyanna lá í rúminu og horfði á hinar gljá- andi, dansandi litrákir neðan í loftinu, sem einn af þrístrendingunum, er í glugganum hékk, sendi þangað. “Eg er nú fegin því, að það er ekki bólusótt, sem að mér gengur,” tautaði hún ánægjuleg. “pví það væri verra en freknumar. Og er eg líka fegin því að það er ekki andarteppuhósti heldur. Hann hefi eg einu sinni haft, og hann var afarvondur og eg er glöð yfir því að það er ekki hálsbólga eða mislingar heldur, því það er sýkjandi veiki hvort um sig, og þá fengi eg ekki að vera hér.” “pú ert glöð yfir mjög mörgu, Pollyanna,” sagði Polly frænka; röddin var einkennileg og þreytuleg; og svo lyfti hún hendinni upp að háls- inum, eins og hálsmálið hennar væri of þröngt. . Pollyanna hló lágt og ánægð. “Já, það er eg raunar,” sagði hún. “Eg hefi legið og hugsað um þetta alt saman—núna„ á með- an eg horfði á regnbogann neðan í loftinu; mér þykir svo gaman að regnbogum. Eg er svo glöð af því hr. Pendleton gaf mér þrístrendingana. Ó- já — það er líka fleira sem gleður mig, en sem eg he(i ekki nefnt enn þá — já, eg veit ekki, en eg held næstum því að eg sé glöð yfir því að vera meidd.” “En, Pollyanna þó.” Efnafrœðislega sjálfslökkvaudi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. * Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð* islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. _ öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s --- --------------------------------------------------- /■ J. N. Sommerville, Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum meS eftirfylgjandi hressingarlyfum a<5 sumrinu Beef, Iron & Wine Big 4 D Compound sem er blóðhreinsandi meðal. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriS er komið; um það leyti er altaf áríðandi aS vemda og styrkja líkamann svo hann geti staðiS gegn sjúkdómum. ÞaS veriSur bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Homi Sargent Ave. og Agnes St. Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215J PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENNY, Artist Skrifstofu talsimi .. Main 2065 Heimilis talsími ... Garry 2821 Frá Islandi. Fimm manns hafa dáið úr misling- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Þeir eru þessir: Jónas Þorgrímsson merk- isbóndi og hreppsnefndarmaður í Hraunkoti í Aðaldal; Helga Jónsdótt- ir húsfreyja á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal; Ásmundur Sigurgeirsson bóndi í Viðum og Jón Sigurgeirsson búfræðingur í Stafni í sömu sveit og háöldruð kona í Aðaldal er Sigur- björg hét. Sömuleiðis er nýdáinn Jóhannes Jónatansson bóndi : Klambraseli í Reykjahverfi mesti merkismaður og búliöldur. 14 vélbátar ganga nú frií Keflavik fyrir utan nokkra litla inntöku báta. Ný og reisuleg kirkja hefir verið bygð þar. 14. febrúar var Þórarinn Benedikt Þorláksson málari og innheimtumað- ur Lögréttu fimtugur. Færðu vinir hans honum þá 1,150 kr. í gulli, í silfurbikar með áletran. Ólafur Björnsson ritstjóri ísafoldar afhenti gjöfina ásamt Ásgrími Jónssyni mál- ara, Bernhöft tannlækni, Joh. Nordal íshússtjóra og Þorsteini Gíslasyni ritstjóra. 14. ' febrúar var einmunatíð um land alt og ágætur fiskiafli á suður og vesturlandi. Kaupgjald húsasmiða i Reykjavik er ákveðið 80 aurar um klukkutim- ann v'ið húsasmíði og útivinnu, en 70 aurar fyrir fastavinnu á vinnu- stofum. Kol eru fundin i Illugastaðafjalli í Fnjóskadal. Kaupgjald verkamanna í Reykjavík er ákveðið 60 aurar um tímann; 65 aurar í eftirvinnu frá 6 til 9 að kveld- inu og 1 kr. um timann að nóttu og á sunnudögum. Nýlega er látinn í Reykjavik Þjorsteinn S. Manberg kaitpmaður. Sömuleiðis á Patreksfirði G. Olsen kaupm. Á Eyrarbakka er látinn Ólafur Guðmundsson söölasmiður, en i Árnesi hjá séra Sveini Guðmunds- syni er dáinn Tón Jónsson hrepp- stjóri fósturfaðir prestsins. Dýrtíð Verið ekki hissa á dýrtíðinni. Toll- tekjur Canada vfir fjárhagsárið sem endaði 1917 voru $145,949,147 eða $43,339,486 hærri en næsta ár á und- an. Þetta eru hæstu tolltekjur i sögu Canada. Tolltekjur yfir marz mánuð ein- ungis $15,209,118, en $10,663,234 : marz mánuði 1916 eða $4,545,884 hærri nú. Þetta voru hæstu tolltekjur á ein- um mánuði i allri sögu ríkisins. Þessar auka $43,339,486 eru aðeins mokkur hlujti af þeirri byrði, sem fqlkinu er lögð á herðar með hátoll- unum. Þegar stríðið hófst voru tollarnir hækkaðir í Canada. Þeagr striðið hófst voru tollarnir lækkaðir á Rúss- landi og Frakklandi. Sterku öflin á bak v'ið tjöldin hafa ekki eins mikil v^ld á Frakklandi og Rússlandi og þau hafa í Canada. En til allrar hamingju þarf fólkið ekki að kvarta lengur en því sýnist. Það hefir lækninguna í eigin höndum —• það eru atkvæðaseðlarnir. Þessir auka $43,339,486, sem lík- Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við............. 3&C. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir.... ....$1.50 Einnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tal8. G. 67 Winnipe^ Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga “---- * TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniaeð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Lœknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsöl um. CLARK CIIEMICAL COM 309 Somerset Block, Wlnnipeg alar voru við völd hafa þeir farið upp í $20.00 á hvert höfuð nú. Þýtt úr “Tribune”J.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.