Lögberg - 26.04.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ Þ Á!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
S5-59 Pearl St. - Tals. Garry 3885
Forseti. R. J. BARKER
R&ðsmaður, S. D BROWN
30. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 26. APRlL 1917
NÚMER 16
Blóðugar orustur halda
áfram á Frakklandi.
Mannfall mikið, meira þó á Þjóðverja
hlið, þeir missa fjölda loftskipa og
þar að auk hafa Bandamenn tekið
ógrynni fanga, vopn og vistir og
náð mörgum bæjum.
Blbðugar orustur standa yfir dag-
lega á Frakklandi. Lengi v'ek veittu
F>jót5verjar litla mótstötSu og létu und •
an síga; en eyöilögðu alt sem þeir
gátu áöur en þeir yfirgáfu stöSvar
sínar. Þá tóku bandamenn mörg
þúsund fanga ósærða.
Upp á síökastiö hafa þeir sýnt
tneiri rnótstöCu og hafa daglega sta«-
ið yfir skseðari orustur en dæmi séu
til í sögunni, ef trúa má fréttum sem
berast Blöðin hafa flutt heilar blað-
síður af nöfnum fallinna Canada-
manna; hafi hlutfallslega jafn mikiö
fallið af öllum bandamönnum, eins
og gera má ráð fyrir og þó miklu
meira af Þjóðverjum, eins og frétt-
irnar herma, þá er mannfalliS voöa-
legt.
Það er þó víst að bandamenn hafa
unnið alimikið á Frakklandi síðast-
liðnar 3 vikur. Er nú farið að fylgja
Islendingadagsfundur
verður haldinn föstudagskveldið 4.
maí kl. 8. e. h. í Goodtemplarahúsinu
til þess ag kjósa 6 menn i Islendinga-
dagnefndina; tólf manns eru i henm
alls, og 6 kosnir árlega.
Nefndin leggur frarn skýrslur og
reikninga, útbýtir v'erðlaunum o. fl.
Menn ættu að fjölmenna.
223. herdeildin farin.
Sjaldan hafa eins margir íslend-
ingar safnast saman á járnbrautar
stöð hér og siðastliðinn mánudag, og
sjaldan hafa þeir verið eins samhuga
og “ktanflokka og þeir voru þá.
223. herdeildin, sem aðallega hefir
v'erið safnað af íslendingum var að
leggja af $tað til vigvallarins.
Þar fóru 150 ungir og hraustir ís-
lendingar í einum hópi; hundrað og
fimmtíu úrvalsmenn af voru fá-
menna þjóðarbroti, auk hundraða,
sem áður eru farin.
Þess þarf ekki að geta að þrátt
fyrir það þótt reynt væri yfir höfuð
af fremsta megni að bera sig vel, þá
var þetta einhver mesta sorgarstund,
sem íslendingar hafa lifað í þessu
landi.
Vér hvorki megum né viljum lýsa
því, eins og það kemur oss fyrir hug-
skotssjónir og látum því nægja að
kveðja þessa bræður vora og óska
[>eim heilla.
Farið sælir, sælir bræður,
sé það okkar skilnaðsmál;
komið heilir, heilir aftur
—1 heilir bæði á lífi og sál.
Haraldur IVilhelm Johaimssou.
I^andi vor Haraldur W. Johanns-
s°n, sem fór i stríðið með 18J. her-
'leildinni héðan frá Winnipeg 2. okt.
1 haust er særður.
Skeyti sein barst segir að hann hafi
‘1;erst af byssuskoti 16. apríl og liggi
a hospítali. Haraldur er fæddur í
^yrevjlle í New Jersey í Bandaríkj-
unum óg er bakari að iðn. Foreldrar;
Guðjún A. Johnson og Hólmfríður
kona hans. fSjá Lögberg 19. okt.
1916J.
þeirri stefnu frá þeirra hálfu að
senda viðstöðulaust herlið á vígstöðv-
arnar jafnótt óg það fellur; munu
þeir hugsa sér að beita öllu því afli
sem þeir hafa og spara ekkert til þess
að til skara skríði. Verið er að senda
svo að segja alla hermenn sem ti!
eru í Canada.
Rússar aðhafast ekkert í stríðinu,
svo kunnugt sé; munu eiga nóg með
innbyrðis deilumál sem stendur; þó
vænta bandamenn þess að þeir komi
til sögunnar áður en langt líður.
Orðrómur hefir borist um það hvað
eftir annað að þeir væru að semja
sérstakan frið við Þjóðverja; en á
móti því er borið.
í Mesopotamiu hefir staðið yfir
snörp hríð milli Tyrkja og Egnlend-
inga og hafa Tyrkir farið halloka.
Svo er að sjá sem neðansjávarbát-
arnir hafi ekki látið eins mikið til sír.
taka nú og þeir hafa gert fyr.
Þorsteinn Þorsteinsson, sonur Þor-
steins bónda Þorsteinssonar í Leslie
og Önnu konu hans er nýlega fallinn
í striðinu. Frétt um það fluttu
blöðin á laugardaginn.
Þorsteinn var fæddur í White-
sand bygðinni í grend við bæinn
Theodore í Saskatchewan 2. júlí
1898. Hann innritaðist í 188. her-
deildina í Yorkton 14. des. 1915 og
fór með þeirri deild austur 28.
sept 1916.
Þorsteinn faðir hans er frá Holt-
um á Mýrum í Austur-Skaftafells-
horslcinn horsteinsson:
sýslu, en móðir hans dóttir Jóns
Torfasonar frá Arngrímsstöðum í
Hjaltastaðaþinghá i Norðurmúla-
sýslu. Þau hjón komu til Canada
1891; voru um tíma í Þingvallaný-
lendu, suður við Whitesand, en fluttu
1898 þangað sem þau hafa búið síð-
an skamt frá Leslie.
Þorsteinn sál. var vel meðalmaður
á vöxt, bjartur á brún og brá og
gervilegur á velli.
Innilega hluttekqingu vottar Lög-
berg foreldruni hans og hinum mörgu
systkin'-"
Kristinn A. Einarsson
er sonur Einars Guðmundssonar og
Guðbjargar Guðmundsdóttur að Girali
Man. Fæddur 17. júlí 1897; gekk
223. herdeildini, Canadian Skandi-
navians í Winnipeg 17. april 1916.
Fór áleiðis með deild sinni hinn 23.
apríl 1917.
Kristján Sigurðsson
25. þ. m. lagði maður af stað í
stríðið, sem Lögbergi er bæði ljúft
og skylt að minnast. Það er Kristján
Sigurðsson fyrverandi ritstjóri blaðs-
ins.
Kristján er fæddur á íslandi árið
1875; foreldrar hans voru þau Sig-
urður Gíslason hreppstjóri, á Krögg-
ólfsstöðum í Ölvesi í Árnessýslu og
kona hans Valgerður Ögmundsdóttir,
mestu merkis- og atkvæðahjón. Móð-
ir Kristjáns var systir frú Elínar
Scheving, sem lengi var hér í bæn-
um, en bróðir hans er Ögmundur Sig-
urðsson skólakennari heima.
Kristján var snemma vel gefinn og
meira en meðal gáfum gæddur; var
hann þvi látinn ganga mentaveginn
og kom í latínuskólann i Reykjavík
14 ára gamall; hann útskrifaðist það-
an með hárri einkunn árið 1893, þá
rétt tvítugur. Hann sigldi til háskól-
ans í Kaupmannahöfn samsumars og
byrjaði á sögunámi; v’ar hann allra
K'ristján SigurSsson.
manna bezt að sér í sögu þeirra er I
honum voru samtímis í skóla. Tók
hann heimspekispr-óf árið eftir en
hvarf því næst til íslands og las all-
lengi læknisfræði við læknaskólann í
Reykjavík.
Fyrir þrettán árum fluttist hanr.
hingað vestur og hefir aðallega feng-1
ist hér við ritstörf. Var hann ajl- j
lengi ritstjóri Lögbergs með Stefán:
Björnssyni og aðalritstjóri þess frá !
1. september 1914 til 1. október 1916. I
Kristján er einstaklega vel ritfær
maður stiltur og gætinn í rithætti og
pruður í deilum sínum við andstæð-
inga, en þó laus við það að láta hlut
sinn.
Núverandi ritstjóri Lögbergs og
Kristján eru skólabræður frá Islandi,
getur hinn fyrnefndi því sagt það af
eigin vitund að Kristján var einn
þeirra manna. er allra mestum hæfi-
leikum átti yfir að ráða á námsárum
sínum. Hann las fremur lítið öðru
hvoru, en þurfti ekki annað en taka
sprett til þess að skjóta aftur fyrir
sig flestum bekkjarbræðra sinna og
svo var það þegar hann útskrifaðist.
Kristján er einkennilegur maður
að mörgu leyti; dulur i skapi og seinn
til vináttu, en þeir sem honum kynn-
ast vita það að hann á heitar tilfinn-
ingar, þyða lund og trygga.
Hann er hversdagsgæfur og Jegg-
ur fátt til mála; getur hlustað á deil-
ur manna án þess að leggja orð í
belg, en hefir þó fyrir því opin eyru
og dæmir um með sjálfum sér.
Eitt er það þó sem honum er ó-
mögulegt að heyra án þess að mót-
mæla, það eru hnjáðyrði um ísland,
þá er eins og allar hans tilfinningar
risi upp og krefjist þess að hann
tali. og þá verður honum ekki orð-
fátt. Hann er eins og flestir þeir,
sem fullorðnir koma að heiman; ást-
in til móðurjarðarinnar hefir aldre;
yfirgefið hann —’hún verður jafnvél
þeim mun sterkari sem fjarveru árun-
um fjölgar og nær dregur ólsetrinu.
Kristján er kvæntur maðttr, heitir
kona hans Þorbjörg Þorláksdóttir og
eiga þau saman fjögur börn öll í
æsku.
Lögberg kveður hann í nafni allra
lesenda sinna, óskar þess að hanr.
megi koma aftur heill heilsu til allrr.
þeirra setn nú syrgja burtför hans.
Heitið stjórnarbót, á pýzkalandi.
Sú frétt barst hingað vestur í vik-
unni sem leið að keisarinn á þýzka-
landi hefði skipað Holweg ráðherra
að bera fram fyrir sig óskir fólksins
,lm það hvernig það vildi breyta
stjórnar fyrirkomulaginu. Kvaðst
hann fús til þess að rýmka um kosn-
ingarétt og breyta þannig grundvall-
arlögunt ríkisins að þjóðin réði miklu
tttn stjórnmál. Hann bætti því við að
dæmafá trúmenska og einlægni hefði
komið fram hjá þjóðinni í þessit
stríði fyrir föðurlandið og væri sjálf-
sagt að launa það með þvt að óskir
fólksins væru uppfyltar. Þetta kvað
hann þó hagkvæmara að láta bíða
þangað til stríðið væri um garð geng-
ið til þess að ekki væri beint hugan-
um að neinu öðru en því að sigra á
meðan það stæði yfir.
Fallinn í stríðinu.
Rútur Sigurður Sölvason frá
Westbourne fór í stríðið í hitteð
fyrra. Hann var i orustu á Frakk-
landi í byrjun júní mánaðar í fyrra
og týndist 2.—5. júni. Síðan hefir
ekkert frézt af honum þrátt fyrir
margítrekaðar tilraunir, en í gær fékk
ritstjóri Lögbergs bréf frá föður
bans, þar sem frá því er skýrt að 21.
þ. m. hafi þau hjpn fengið tvö skeyti
frá Ottawa, annað þess efnis að
Torfi sonur þeirra hafi særzt 11. þ.
m. á Frakklandi; en hann fór í haust
nteð 184. deildinni til Englands og
þaðan til Frakklands með 78. deild-
inni. Um það hversu mikið hann
hafi særst er ekki getið.
Hitt skeytið segir Rút munu hafa
íallið í þeim bardaga, sem hann hvarf
í. Má því telja víst að svo sé.
Þriðji sonur þeirra hjóna Lúther,
Iá alllengi á sjúkrahúsi i Nova Scotia.
Foreldrar þessara þriggja pilta eru
þau Sigurður Sölvaon, aktýgjasmið-
ur í Westbourne og kona hans. Eiga
þau um sárt að binda og fleiri i sam-
bandi við stríðið.
Sveinbjörn Pálsson. -
Sveinbjörn Pálsson frá Árborg
særðist nýlega i stríðinu, hvort það
er mikið eða lítið er ekki tiltekið.
Sveinbjörn er fæddur 15. apríl 1883
í Mjóafirði á íslandi. Foreldrar
Páll Jóhannesson og Þórey Sveins-
dóttir. Hann fór með 168. deildinni.
Sveinbjörn er kvæntur Guðrúnu
ísleifsdóttir frá Reykjavík. (Sjá
I-ögberg 21. desember 1916J.
Bœjarfréttir.
Munið eftir barnasamkomunni í
•Skjaldborg 3. maí.
Guðmundur Guðmundsson, Tón
Sigurðsson, Eiríkur Guðmundsson og
Jón Björnsson allir frá Mary Hill
voru hér á ferð á fimtudaginn.
Paul Reykdal og Jón Sigurbjörns-
son frá Lundar voru á ferð hér í bæn-
utn í vikunni sem leið.
Nýlega hefir Lögbergi borist fyr-
irlestur, sem Jónas Þorbergsson
flutti á Akureyri í vetur. Fyrirlest-
urinn er um fríkirkju og þjóðkirkju.
Tónas fór heim liéðan að vestan 5
fyrra haust alfarinn; hann er kunnut
flestum af ritgerðum sínum í Lög-
bergi. Fyrirlesturs þessa verður
getið stðar.
Sú frétt kemur frá Lundar að
Guðmundur Breckman, sem umsjón
hefir haft yfir rjómabúi bygðarinn-
ar að undanförnu, ætli að hætta þeim
starfa; þykir það illa farið því hann
hefir gert það með frábærum dugn-
aði og stakri samvizkusami.
f tilefni af mörgum fyrirspurnum
skal það tekið frarn að sumardagur-
inn fyrsti var 19. þ. m., en er ekki i
dag, eins og sttmir halda. Þessi mis-
skilningur stafar af prentvillu 5
Almanaki O. S. Thorgeirssonar, sem
hann hefir þó fyrir löngu leiðrétt 1
Lögbergi.
Meðal hinna nýlega föllnu íslend-1
inga er T. Sigurðson frá Leslie.
Fallinn í stríðinu.
Jón Hávarðsson frá Hayland-bygð
var hér á ferð í vikunni sem leið að
leita sér lækninga. Hann sagði ýms- I
ar fréttir þar að utan. Verið er með-
al annars að flytja símastaura, sem
á að leggja milli Dog Creek og
Mulvi Hill; hefir Jón samning á þvi
verki og er flutningurinn langt kom-
inn. Býst hann við að símalagning-
unni verði lokið í sumar, og eru það
miklar umbætur. Jón lét vel yfir
Skúla Sigfússyni, sem þingmanni,;
kvað hann láta sér einkar ant um hag
kjördæmis síns og hafa þegar komið
mjög miklu til leiðar. Yfirleitt er al-
menn ánægja yfir framkomu og að-
gerðum Skúla og er það gleðilegt fyr-
ir íslendinga. Meðal annara frétta
sagði Jón að Armstrong félagið væn
að láta flytja búð stna frá Narrows
til Dog Creek og hefir Bjöm Mat-
liews umsjón yfir þvt verki.
. ______ ___
1 síðasta blaði var skýrt frá þvt að
særður væri sonur Bjarna Guðmunds-
sonar í Foam Lake. Oss hefir borist
leiðrétting við þá frétt. Pilturinr,
heitir Matthías og er sonur Guð-
mundar Eliasar Gttðmundssonar og
Guðrúnar Steingrímsdóttur konu
hans. Hann særðist 11. þ. m.
Benedikt Jónsson á Wynyard and-
aðist 20. þ. m. úr lungnabólgu. Hafði
verið brjóstveikur lengi. Benedikt
var sonur Jóns hómopata frá Hodd-
stöðum. Nánar síðar.
Lára Freeman frá Silver Bay ligg-
ur veik á sjúkrahúsinu í Winnipeg;
var skorin þar upp nýlega
Félagsbræður t stúkunni Vínland
C.O.F. eru beðnir að fjölmenna næsta
þriðjudagskveld (1. maí) í Good-
templarahúsinu.
Tveir Winnipeg-Islendingar sœrðir
ólafur Bardal.
Ólafur Bardal, sonur Páls Bardals
og konu hans innritaðist í 203. her-
deildina í febrúar 1916 og fór með
henni austur 19. október síðastl., eins
og getið er um í Lögbergi áður.
Skeyti kom til foreldra hans 21. þ.
m. með þeirri frétt að hann væri
særður. Ekki er hægt að segja með
vissu hversu mikið það er, en 13. þ.
m. er hann kominn á sjúkrahús þar
sem þeim er hjúkrað, sem búist et
við að verði lengi veikir. —, Ólafur er
tæplega tvítugur.
Ólafur G. Freeman,
sonur Ólafs Freemans og konu hans
Guðrúnar að 711 Pacific Ave. fór
með 184. herdeildinni í október í fyrra
haust; en þaðan var hann fluttur i
78. deild og fór með henni til Frakk-
lands 23. desember. Foreldrar hans
fengu skeyti 21. apríl þess efnis að
hann hefði særst af byssuskoti í
brjóstið og lægi á sjúkrahúsi. Hann
er 20 ára að aldri.
Kristján Sigurðsson fyrverandi
ritstjóri Lögbergs og Þorbjörg Þor-
láksdóttir voru gefin saman í hjóna-
band af séra B. B. Jónssyni síðastlið-
ið sunnudagskveld, 22. þ. m.
Skjaldborgar kvenfélagskonur hafa
kosningafund á fimtudaginn í þessari
viku (26.) að heimili Mr. og Mrs.
Guðmundar Johnsonar, 781 Beverley
St., Winnipeg.
Þau hjónin Jóhannes Jónasson og
kona hans frá Islendingafljóti komu
til bæjarins á mánudaginn ásamt
dóttur sinni. Þau fara heim aftur
í dag.
Gleymið ekki barnasamkomunni í
Skjaldborg 3. maí. Það verður
skemtilegt að hlusta á bömin.
Þau hjónin Magnús Hinriksson og
kona hans frá Churchbridge hafa
gefið Gamalmennaheimilinu “Betel"
$50.00. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf
þakkar féhirðir hælisins J. Jóhannes-
son.
J. P. Vatnsdal frá Geysi var á ferö
t bænum á þriðjudaginn og fór heim
aftur í gær.
Sigfús Benediktsson og Jóhann-
es Stephenson halda kappræðu »
kveld I'fimtud.J í Únítara kjallaran-
ttm. Umræðuefni þeirra er það
hvort biblían sé innblásin; heldur Sig-
fús því fram að svo sé, en J6~
andntælir.
Grímur Magnússon frá Geysi koni
til bæjarins á mánudaginn og fór
heim aftur næsta dag. Hann segir
snjó ekki leystan með ölltt þar nyrðra
enn þá.
Guðrún Sigurðsson frá Cypress
River var hér á ferð í vikunni og fór
heim fyrir helgina.
Barnasamkoma fer fram í Skjald-
borg 3. maí. Þar verða aðeins börr.
á skemtiskrá. Er það bæði ungra
stúlkna félag safnaðarins og íslenzki
skólinn, sem þar hefir verið haldinn
í vetur, sem samkomuna halda. Þessi
samkoma ætti að verða vel sótt.
Sumir álíta að þetta sé aðeins þýð-
ingarlaust Ioforð til þess að spekja
fólkið og villa því sjónir, aðrir halda
að það sé af því að keisarinn sjái að
óráðlegt sé að sporna á móti vilja
fólksins og muni hann því efna Toforð
sin.
Árni Freemann póstmeistari frá
Vestfold kom hingað til bæjarins á
mánudaginn og fór heim aftur á
þriðjudaginn. Hann sagði engat
fréttr aðrar en þær að talsvert marg-
tr hafa veikst af mislingum þar ytra
að undanförnu'.
E. Helgason, sem v’erið hefit
starfsmaður N. C. bankans 1 Glenboro
hefir verið fluttur til Nokomis í
Saskatehewan.
S. A. Sveinsson, sonur Árna
Sveinssonar í Argyle slasaðist í vik-
unni sem leið. Sagaði sig í aðra
hendina allmikið; en eftir því sem
Glenboro blaðið segir er búist við að
slysið hafi engar alvarlegar afleiðing-
ar.
Samkomunni í Argyle frestað til 18.
maí vagna ófærðar og snjóa.
Búendur Foam Lake bygðar ætla
að halda 25 ára afmæli héraðsins 18.
júní í sumar. Er búist við að þá
Verði mikið um dýrðir.
Séra Jóhann Sólmundsson frá
Gimli var á ferð í bænum á mánu-
daginn.
Árni Brandsson frá Kildönan og
Kristbjörg Einarsson voru gefin sam
an í hjónaband 30. marz af séra Rún-
ólfi Marteinssyni að heimili hans 493
Lipton St.
Stefán Sigurðsson kaupmaður frá
Hnausum var hér á ferð Pvikunni í
verzlunarerindum.
Franz Andersen T’sonur Andersens
klæðskera í RevkjavíkJ, sem nú er
bankamaður í Wynyard, var hér á
íerð nýlega að finna kunningja sina.
Hjálmur Þorsteinsson frá Gimli
kom til bæjarins á mánitdaginn til
þess að finna konu sína, sem hér
liggur á sjúkrahúsinu.
Borghildur Gunnlaugsson, dóttir
þeirra Hannesar Gunnlaugssonar og
konu hans Gunnþórunanr Gunnars-
dóttur andaðist að heimili foreldra
sinna 24. þ. m., eftir örstutta íegu.
Hún verður jörðuð t dag ffimtudag
26.J frá Tjaldbúðarkirkjunni kl. 2.
e. h. Borghildur var 16 ára að aldri.
Skeyti frá Noregi segir að skipið
Bergcnsfjord hafi lagt af stað frá
Bergen til Bandaríkjanna nteð 1128
farþega.
Lúðvík Kristjánsson 'og kona hans
frá Vestfold voru á ferð hér í bænum
í vikunni sem Ieið og fóru heim aftur
eftir nokkurra daga dvöl.
Thorsteinn Borgfjörð bygginga-
meistari kom v'estan frá Kyrrahafs-
strönd á þriðjudaginn. Hann segir
að nýtt tímabil sé að byrja þar vestra;
skipasmiðar eru reknar þar í stórum
itil og aukast oðum bæði i Vancouvei
og Victoria. Tiðarfar sagði hann
stirt^ þar að undanförnu, sífeldar
regningar.
Dr. Sveinn Björnsson á Gimli og
kona hans voru hér á ferð t vikunni;
hann fór heim aftur á þriðjudaginn,
en hún 5 gær. Dr. Björnsson hefir
mikla aðsókn í Nýja íslandi og er vei
látinn eftir því sem allir segja sen;
þaðan korna.
Gísli Árnason, 67 ára gantall, bóndi
á Víðirhóli í Framnesbygð í Nvja ís-
landt, Iezt að heimili sínu þ. 12 april
s I eftir örstutta legú í lífhimnabólgu.
Gish var Skagfirðingur að ætt og
broðir Björns Árnasonar sem lengi
atti heirna hér í bænum, en er nú
bondt í Framnesbygð. Gísli var
kvæntur Dýrunni .Steinsdóttur frá
Storu Gröf í Skagafirði. Eignuðusí
þau atta börn. Eru tvö þeirra dáin,
fn sex a lífi. Elzt þeirra er Guðrún
kona Halla Björnssonar sveitarráðs-
manns og fiskikaupmanns við Icé-
landic River. Næst er Steinunn tii
heimths í Víði..,M Björn, heima á
Vtðirhóli. Þá Magnús, bóndi í Fram-
nes-bygð. Og tvö heima i föðurgarði
Halldóra og Árni. — Fyrir nokkrum
arum varð Gisli: fyrir því mótlæti.
npp úr veikindurn, að tapa málfæri.
Gat ekki orð talað, en hélt íutlri
heyrn og góðum .sönsum og skrifaði
jafnan það sem ,hann þurfti að segja.
Yirtist og heilsa hans að öðru leytí
ná sér furðanlega aftur og gegnd;
hann ýmsum léttari bústörfuni fraii
td hins síðasta. Á yngri áritm mun
Gísli hafa verið röskleikantaður og
dugnaðar. Hann var og v’ænn mað-
ur og vandaður og má óhætt teljast
að hafa verið merkur bóndi. __ Tarð-
arför Gisla sál. fór fram frá heimili
hins látna þ,17.þ.m. Margt vina og ná
granna viðstatt, þrátt fyrir afarvoní
færi. Jarðsunginn af séra Tóhann;
BiarnasjTii.
B. B. Olson frá Gimli kom hingað
til bæjarins á mánudaginn; hann var
skorinn upp á sjúkrahúsinu i gær af
Dr. Brandssyni.
BITAR
Erlendson lyfsali á Edinborg fékk
einhverju sinni sendán aílstóran
böggul. Hann rakti utan af hon/m
bréf; þar innan undir var annað bréf
og það þriðja og s. frv. þangað til
komið var inn að einhverju smáv-ægi
sem reyndist að vera flöskutappi. Á
bréfið sem næst var tappanum v'ar
skrifuð þessi visa og K.n undir:
“Þótt brenni eg til ösku '
og engra njóti happa.
eg þarf að fá mér flösku
sem “fitti” þessum tappa.”
Ef það voru landráð í fyrra að
nefna afnám tolls á hveiti, eru það
þá ekki landráð núna að afnema
hann?
Ritstjóra Heimsk. er alla við
“bitana og vill ekki hafa þá á
fremstu síðu. Ef hann vissi hversti
marga nýja kaupendur Lögberg hefir
fengið vegna “bitanna”, þá mundi
hann óska þess af alhug að liann
kvnni að skamta bita.
Ef það var hættulegt að Iáta cana-
diska hveitið blandast við Banda-
rikja hveitið í fyrra, er það þá ekki
hættulegt nú?
Vorvísa.
Nú heilsar oss vordísin broshýr á brá
og ber oss það fegursta skraut, sem hún á,
og ársólin ljómar um lofthvelin blá
og ljósmynd af skugganum tekur.
Hve kært er hið langþráða sumar að sjá,
er svefnhöfga vetrarins slítur oss frá;
er hann ekki dýrðlegur dagurinn sá
sem drungann af löndunum rekur.
Loftur Kárason.
Kringla telur það sönnuf>n fyrir
áliti og vinsældum Bordens að v'el
hafi verið tekið móti honum á Eng-
landi. — En mættum Vér spyrja Ólaf
Tryggvason hvort það muni hafa
verið maðurinn eða embættið sem
fágnað var?
Ritstjóra Heimsk. finst það skrítin
kenning að þegar um tvent sé að
velja, sem hvorttveggja sé ófullkom-
ið, þá eigi að velja það skárra. —
Þetta hefir nú samt verið kent frá
alda öðli af öllum.