Lögberg - 26.04.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.04.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1917 3L‘öqbciq Gefið út hvern Fimtudag af The C«I- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor 7. J. VOPNI, Business Manauer Utanáskrift til blaðsins: THE 00LUN|BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Wlnnlpog, M»n- Utanáskrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpog, Man. VEHÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriB. «A»27 Framtíð Canada. ‘ VarSar mest til allra oröa, undirstaöan rétt sé fundin.” n. pegar um framtíð lands eða þjóðar er að ræða, þá kemur tvent til greina aðallega, til þess að nokkum veginn réttir spádómar séu mögulegir. Fyrst: hvemig er landið? Hvemig eru fram- tíðarskilyrði að því er landið sjálft snertir frá hendi náttúrunnar? Hvemig er jarðvegurinn? Hversu miklar em auðsuppsprettumar? Hvemig er loftslagið? Er landið hæfileg móðir margra bama, sem geti látið þeim það alt í té, sem þau þurfa — og látið þeim líða vel? í öðru lagi, hvaða fólk er það, sem landið byggir? Hvemig er líklegt að það færi sér gæði landsins í nyt? Er það líklegt til þess að neyta sinna andlegu og líkamlegu krafta — leggja fram sínar beztu gáfur og eiginleika til þess fyrst og fremst að lyfta í einingu og samvinnu hinu þunga loki af nægta kistu landsins, og í öðru lagi að skifta þannig á milli sín þegar hún er opnuð að allir njóti hlutfallslega til jafns og enginn verði útundan? Er þjóðin friðsöm og sanngjöm, þannig að hver einstaklingur kappkosti sanngimi og til- hliðrunarsemi við alla aðra til sameiginlegrar vel- ferðar? Er þjóðin þannig lynt að einstakir limir henn- ar líti hvorki upp né niður á neina aðra, heldur skoði sig þar allir sem jafningja? Frá því er sagt í gamalli dæmisögu að maður vaknaði við hávaða. Hann varð þess var sér til skelfingar, þegar hann lauk upp augunum, að allir fingumir á annari hendinni á honum voru komnir í háa rifrildi. Og deiluefnið var hver þeirra væri mestur og merkastur. ‘‘Eg er mestur”, sagði litli fingurinn, "vegna s þess að þegar einhver verður reiður og slær hend- inni í borð, þá kem eg fyrst niður. Eg er því leið- togi; eg fer á undan og þið verðið allir að koma á eftir, hvort sem þið viljið eða ekki.” "Bíddu hægur, lagsi!” sagði baugfingur. ■"Veiztu það ekki að gullið er það sem mest er dýrkað í veröldinni? Veiztu það ekki að sá sem á nóg af gulli getur alt? Veiztu það ekki að eg er sá fingurinn sem geymi gullið. Auðurinn er afl alls sem gera skal, og eg hefi hann. Eg er því áreiðanlega mestur”. “pér skjátlast, og ykkur báðum” sagði langa- töng. “pað er stærðin, aflið og hnefarétturinn, sem ræður öllu; sá sem hefir nógu mikla krafta til þess að bæla aðra undir sig, hann er mestur. Og svo annað. Eg hefi tvo verði á hvora hlið. pið eruð allir mér til stuðnings og þjónustu; þið verj- Ið mig alveg eins og konung í hásæti. pið getið ekki borið á móti því að eg er mestur.” "Verið þið rólegir bræður” sagði þumalfingur- inn. “Vitið þið það ekki að sjálfstæðið er mikils- verðast af öllu í heiminum? pið verðið allir að styðja hvor annan og standa þétt saman; eg er einn út af fyrir mig — eg er sá eini ykkar, sem er sjálfstæður; eg er tvímælalaust mestur ykkar allra.” En bendifingur horfði á alla bræður sína og hlustaði á þá; og nú var hann einn eftir. Hann “gaf þeim öllum langt nef” oð hló að þeim. “Skiljið þið ekki hvílík heimska þetta er?” sagði hann. “Skiljið þið ekki að þið hafið allir á röngu að standa? pið eruð allir jafnir, hver í sínum verkahring, bræður góðir. Litli fingurinn, sem er leiðtogj er nauðsynleg- ur, en hafi hann hvorki auð né afl né sjálfstæði, þá er hann einskis virði. Baugfingur, sem hefir gullið og gersamarnar, er Iíka mikils verður, en hvað gagnar gullið og auðurinn ef forustu og forsjá brestur, eða ef afl og sjálfstæði skortir? prek og styrkleikur er mikils virði, eins og langatöng tók fram, en til hvers yrði það ef því væri ekki rétt stjórnað, eða ef hvorki væri til •auður né sjálfstæði samhliða? Og jafnvel sjálfstæðið, sem hann þumalfingur á svo mikið af væri einskis virði ef því væri ekki stjómað, ef því væri ekki samfara auður og ef það hefði ekkert framkvæmda afl. Eg segi ykkur satt, bræður; þið eruð allir heimskingjar og allir einskis virði ef þið ein- angrist hver út af fyrir sig og verjið tímanum til þess að rífast um það hver ykkar sé nauðsyn- legastur eða mestur. pið eruð allir jafningjar; allir jafnnauðsynleg- ir; allir jafn nytsamir og jafn miklir ef þið stand- ið í stöðu ykkar hver í sínu lagi, en allir jafn ónýtir ef þið bregðist þeirri skyldu”. Svona er dæmisagan um finguma og hún er lærdómsrík. Canada þjóðirt er eins og hendi með öllum fingrum. par eru menn gæddir leiðtoga hæfileik- um; þar eru menn með auðæfi; þar eru sterkir menn og aflríkir; þar eru sjálfstæðir menn og óháðir o. s. frv. En þvemig notast að þessum mönnum og þe3sum öflum? Hvemig vlnnur þetta, alt saman í einingu þjóðinni til hagsælda? pað er spumingin. f næsta kafla verður farið nokkrum orðum um landið sjálft, en síðar um þjóðina eins og hún er og eins og hún á að verða. Vemdari þjóðarinnar, Robert Rogers flutti ræðu í Ottawa þar sem hann lagði sterka áherzlu á það hversu ant nú- verandi stjóm léti sér ura það að vemda alþýðuna og sérstaklega bænduma. Heimskringlá bergmálaði þessa staðhæfingu síðast. Hag bændanna segir hún að Borden stjómin hafi æfinlega borið fyrir brjósti. Tollana, sem þessi stjóm hefir haldið í dauða- haldi kallar hún vemdartolla og sjálfa sig þar af leiðandi vemdarstjóm. Lítum á fáein atriði sem sýna í hverju það er fólgið að stjómin eigi þetta verndamafn skilið. Hún hefir vemdað canadisku bænduma í Vesturlandinu frá því í síðastliðin 5 ár að þeir fengju það verð fyrir hveiti sitt og aðrar afurðir sem frjáls markaður hefði leyft. Hún hefir vemdað auðfélög landsins frá því að þurfa að selja bændum framleiðsluverkfæri fyrir sanngjamt verð og vemdað bændur frá því að kaupa samskonar verkfæri í Bandaríkjunum fyr- ir þriðjungi lægn verð. Hún hefir vemdað hermennina frá því að fá góða og heilbrigða hesta þegar þeir fóm í stríðið og hafa þeir því fengið halta og eineygða hesta, suma svo gamla að þeir voru of gamlir til þess að fara í Búastríðið fyrir nálega 20 árum. Stjómin lét kaupa 651 hest fyrir $162.50 að meðaltali hvem eða $105,787.50 alls sem allir reyndust með öllu óhæfir. Hún hefir verndað svo vissa borgara landsins að þeir gátu sektarlaust og hegningarlaust selt hermönnum til nota ónýta sjónauka og tekið fyrir þá $45 þegar þeir kostuðu ekki nema $8. Hún vemdaði þannig mann er Meyir Rodden heitir í Montreal að hann gat selt henni (eða þjóð- innni) land fyrir $180,000, sem hann keypti fyrir mánuði áður fyrir $84,996; það er $95,004 í hrein- an ágóða.Býsna góð vemd! Hún vemdaði þannig þrjá vin i sína að þeir gátu selt henni landblett í Louvis í Quebec, sem þeir höfðu nýlega keypt fyrir $5.500, en fengu fyrir það $32,756 eða sexfalt verð. Hún vemdaði þannig mann er Donaldson heit- ir í Saskatchewan.son Conservativs þingmanns, að hann fékk fyrir $10 160 ekrur af landi í bænum Prince Albert, land sem hann seldi tafarlaust fyrir $379,000. Hún vemdaði þannig vini sína í British Col- umbia, að þeir gátu selt henni tvo niðansjávar- báta fyrir $1,150,000, sem ekki kostuðu nema $818,000 eða $332,000 meira en þeir kostuðu. Sérstaklega var þetta mikilsverð vemd vegna þess að bátamir höfðu af stjóminni í Chile verið dæmdir með öllu óhæfir. Hún vemdaði auðuga vini sína þannig að þeir gátu haldið áfram að selja Ross byssumar löngu eftir að hún vissi að þær vom ónýtar og þeim var fleygt þegar austur kom. Pó Canadisku hermennimir mistu lífið fyrir það — hver veit hvað margir — það var minna vert — ekki hægt að sjá við öllu; um að gera að vemda það sem mest á ríður, en láta hitt sltja á hakanum. Hún vemdaði John Wesley Allison og Benja- mín Franklín Yokum þannig að þeir gátu stungið í vasa sinn $4,000,000 af peningum fólksins án þess að þeim væri hengt fyrir. Hún vemdaði þannig jámbrautarfélögln að þegar bændur sendu nefnd til hennar í því skym að biðja um lækkað flutningsgjald, leyfði hún að það væri hækkað. Hún vemdaði þannig vini sína viðarsalana í Ottawa að þegar hún keypti af þeim við þá gerði hún það með millimönnum til þess að geta borgað þeim hæzta verð en þurfa ekki að nota sér heild- sala verðið. Hún vemdaði þannig vini sína nikkel-eigend- uma, að þeir gæti selt vörur sínar þangað sem búa mætti til úr þeim drápsvopn á Canada mennn. Hún vemdaði þannig vini sína eigendur Que- bec Sagnenag járnbrautarinnar að þeir gátu selt henni jámbraut sem ekki kosliaði nema $4,000 fyrir $4,000,000 Hún vemdaði þannig Conservative klúbbana að þegar heimkomin þurfandi hermaður leitaði hjáípar hjá henni varð hann fyrst að ganga í con- servative klúbbinn. Hún' vemdaði þannig vini sína í British Col- umbia að þeir gátu selt henni kolatonnið fyrir $7.00 eftir að hún hefði tekið tilboði annara um það að fá það fyrir $5.25. f sambandi við þetta vemdaði hún einnig vin sinn W. H. Prlce þannig að hann fékk 50 cent af hverju tonni. Hún vemdaði þannig vin sinn, þingmanninn 1 Kingshéraði, N.S. að hann þurfti aldrei að gera grein fyrir $72,000, sem honum voru fengin til hestakaupa. Hún vemdaði þannig vini sína, hestalækna, í Winnipeg og Vancouver að þeir gátu átölu- og hegningarlaust þegið mútur fyrir það að kaupa óhæfa hesta handa hermönnunum. Hún vemdaði þannig skrifstofustúlku Sam. Huges að hún veitti henni $33,750 fyrir skóflu, sem ekki var cents virði. petta er að eins örfátt af þeirri miklu vemd- arstefnu sem stjómin hefir sýnt. Fleira síðar. pað er því ekki furða þótt bæði sú kringlótta og fleiri blöð vemdarstjómarinnar haldi henni á lofti. Og sérstaklega eru það bændumir sem hún bar fyrir brjósti. peir bera léttari pyngju fyrir alla þá vemd sem hér er talin að ofan. Dularfull fyrirbrigði. Um það hafði verið kept af báðum stjómar- flokkunum í Canada um marga tugi ára að fá af- numinn toll af hveiti því, sem flutt væri þaðan til Bandaríkjanna. Allir stjómmálamenn landsins höfðu tekið þar saman höndum; það var svo að segja eina mál- ið í allri pólitík landsins og þjóðarinnar, sem eng- inn ágreiningur var um. Hver sendinefndin á fætur annari hafði farið frá Ottawa til Washington í því skyni að fá því framgengt. Conservativar höfðu sent þær, þegar þeir voru við völd og liberalar þegar þeir réðu. Stundum höfðu farið nefndir frá báðum flokkunum til samans. ~ pað var því eðlilegt að þegar liberölum hepn- aðist það 1911 að fá þessu framgengt við Banda- ríkjastjómina, þá hækkaði brúnin á bændum vest- urfylkjanna og þeir hugsuðu gott til framtíð- arinnar. Um það voru allir sannfærðir — meira að segja Haltain leiðtogi conservativa f Saskat- chewan — að í því máli hlytu að verða samtök og samræmi. En hvað skeður? Conservativar halda leyni- fund í Ottawa og ákveða að verða á móti því, sem þeir höfðu barist fyrir. pað mætti ekki viðgangast að eins mikils- varðandi mál og þetta næði fram að ganga á stjómardögum liberala. pað var samþykt á flokksfundi í leyni að meta meira hag flokksins og láta að vilja auðfélaganna, sem eindregið börðust gegn afnámi tollsins, en hagsæld þjóðarinnar; og svo gekk flokkurinn í félag við auðvald landsins á móti bændum og alþýðu og kallaði þá landráða- menn er fylgdu afnámi tollsins. pegar flokkur manna kemur fram og telur sig einan þjóð- og konunghollan með flaggasveifl- um og stóryrðum, en hina alla landráðamenn, þá verða æfinlega margir til að trúa. En slík hefir venjulega verið aðferð hinna sönnu landráða- manna í öllum heimi og slík var aðferð conserva- tiva 1911 og altaf síðan. Allir, sem fylgdu afnámi tolls á hveiti, áttu að vera landráðamenn. Allir, sem fylgdu því, er con- servativar sjálfir höfðu barist fyrir um 50 ára skeið, áttu að vera landráðamenn! Og ekki er lengra síðan en fáeinir mánuðir að conservativu blöðin brennimerktu alla með þessu nafni, sem fylgdu afnámi tollsins. pað átti að vera hættulegt að rýmkva svo verzlun milli Canada og Bandaríkjanna; það átti að vera eggin á fleygum til þess að koma Canada í samband við Bandaríkin og rífa landið frá Bret- landi. — pess vegna áttu það að vera landráð. pað átti að vera eyðilegging á markaði vorum að láta hveitið héðan saman við Bandaríkjahveitið, sem væri og altaf hlyti að verða miklu verra; með því var eyðilagt hið góða “nafn”, sem Canada hveitið hafið. pað átti að vera hættulegt að leyfa hinum slæga Bandaríkjamanni óhindraða samkepni við hinn einfalda Canadamann—stórhættulegt. Og ekki er nema örstutt síðan Robert Rogers sagði að sú stefna að afnema tollinn af hveiti væri 90% flokksfylgi og 10% skilningsleysi í verzlun- armálum. Ekki er nema örstuttur tími síðan Borden svaraði sendinefnd frá Vesturfylkjunum því þeg- ar krafist var að afnumin væri tollur þessi, að bændumir í Vesturlandinu vissu ekki hvað til síns friðar heyrði; þeir skyldu ekki þetta mál, stjómin yrði að vemda þá og stjá fótum þeirra forráð; tollurinn væri þeim til blessunar. En hvað skeður? Kosningar eiga að fara fram í Saskatchewan í sumar; kosningar fara að líkindum fram í öllu ríkinu í sumar; tveir ráðherr- ar úr Bordenstj. hafa ferðast um alt Vestur- landið og þegar þeir koma heim aftur og hafa fundið það út hversu einbeittir bændur Vestur- landsins eru í því að hrynda þessari stjóm af stóli, sem hefir sektað þá um 10 cent af hverjum hveiti mæli, sem þeir sjálfir öfluðu með súrum sveita, ef þeir vildu selja það næstu nágranna þjóð, þá gerðust þau dularfullu fyrirbrigði að sömu menn- imir, sem höfðu sagt alt það, sem hér er greint að framan, tóku tollinn af. pá em þeir sjálfir reiðubúnir að stofna þjóð og landi í þann voða að Canada losni frá Bretlandi og gangi undir Bandaríkin! pá eru þeir sjálfir viljugir til þess að eyði- leggja hið góða “nafn” canadiska hveitisins, með því að blanda því saman við lélegra hveiti Banda- ríkjamannsins ! pá eru þeir sjálfir reiðubúnir til þess að leyfa hinum hrekkjótta Bandaríkjamanni að leika lausum hala við bóndasauðinn í Canada, eins og þeir sjálfir voru vanir að kalla hann. pá em þeir sjálfir reiðubúnir að sleppa vemd- arhendi sinni af canadiska bóndanum, sem ekki kann fótum sínum forráð, eftir þeirra eigin dómi. Sjá ekki allir í gegn um þetta? fyrir sex vikum fékk F. J. G. McArthur, fyrverandi yfirbæjarráSsmaSur I Wir.nipeg, umbotS tll bess stofna 6háSa fbtgönguliSsdeild I Winnipeg. Honum hefir hepnast aS ná í ágæta yfirmenn, svo sem Lieut. R. M. Fitsimmons sem “Adjutant’’, “Quartermaster’’ og “Paymaster” og I.ieut. S. N. MacKay, Jalk Midwinter og Franz Thomas. ASalstöSvar deildarinnar eru I Mclntyre byggingunni 512 aS 416 Main St., sem er ágætur staöur 1 bænum. Á laugardaginn voru liönir 51 dagar^ frá stofnun deildarinnar og voru þá komnir I hana 51. Annarsstaðar I biaSinu birtast nokkrar llnur frá Lieut. Franz Thomas, sem er vel þektur meöal íslendinga, síðan hann hafSi verzlun á Ellice Ave. I slðustu 8 ár. Pegar McArthur stofnaSi deildina, seldl Thomas verzlun sina og byrjaSi á hersöfnun af alefli. Hann er reiSubúinn aS gefa allar upplýsingar þeim íslendingum, sem vilja innrit- ast, eSa hverjum, sem vill tala um hernaS 1 einhverri mynd. SkrifiS honum aS 512 Mdlntyre Block eSa slmið aS Main 6108, og veröur yöur þá svaraS meS ánægju. MeS þvl aS 223. herdeildin, sem Capt. Hannesson stjðrnaSi er nú farin frá Portage la Prairie og 197. deildin var farin áður, þá er ekki lengur veriS áS safna liBi fyrir neina sérstaka skandinaviska deild 1 Vestur Canada, og má treysta því að hver sem innritast hjá Lieut. McArthur kemst I gðða deild. No. 2. óháð fótgönguliðsdeild. ASalst/iðvar 512 McTntyre Block, Winnipcg. Nú hefir 223. herdeildin fariS austur til Englands undir forustu H. M. Hannessonar, til þess aS berjast meS öSrum deildum fyrir land og lýS. Nú skora eg á ykkur, iandar mtnir, aS taka saman höndur viS mig og ganga I no. 2 óháSu fðtgönguliSsdeildina, sem hefir aSalstöSvar stnar I Mclntyre byggingunni og er undir forustu Lieut. F. J. G. McArthurs, fyrverandi yfirráðsmanns 1 Winn'ipeg, sem lslendingar þekkja vel. Skrifið eftir upplýsingum. SímiS mér aö Main 6108 eSa komiS og talið viS mig, sem er enn þá betra. Nú er þörf á yöur eSa einhverjum, sem þér þekkiö. Franz Thomas. * í THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OSLER, M.P. Prcsident W. D. MATTHEWS. Vice-Precidcnt X t t t t t | Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið Í Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reghilega t i i | Bfotre Duu Branoh—W. M. HAMH/TON, Mjuiager. ♦ 4 Selkirk Branch—M. g, BURGKR, Hin>(rx + * I NORTHERN CROWN BANK Höfuðctóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu......$ 715,600 PormaSar............- - - Sir D. H. McMTLLAN, n n W a, Vara-íormaðnr...............- - Capt. WM. ROBITÍBON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOVVN, W. R. BAWLF E. F. HUTCHIN’GS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN 8TOY1L Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga viB einatakllnga eSa félög og sanngjarnir skllmálar veittlr. Avtsanlr seldar til hvaBa \ staSar sem er á lslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlsjóSslnnlögum, sem byrja má meS 1 doilar. Rentur lagöar viS & hverjnm • mánuSum. T* E. THORSTEIN9SON, Ráð.m.Sur Cor. William Ave. og Sherbrooke St, - Winnipeg, Man. Lv ánægður að borða „pie” PURITi/ FLOUR More Bread and Better Bread Nöfn þeirra Islendinga sem fóru með 223. herdeildinni. ak ■■■■■■■pMa VFERMENN. StaSa Nafn Heimilisfang Major Hanneson, H. M.—77 Ethelbert St., Winnipeg. Hanson, Skúli—Graham Ave., TVinnipeg, Capt. Thorson, J. T.—87 Home St., Winnipeg. Lindal, W.—Wynyard, Sask. Lieut. Albert, W. A.—William Ave„ Winnipeg. ’ Austman, C.—Thelmo Mansion, Burnell St„ Winnlpeg. Kelly, M, S.—Lyons Head, Ontario. Benson, J.—Selkirk, Manitoba. Johanneson, A. L.—1564 Charles St„ Vancouver, B. CL ' ” Axford, H. A.—Winnipeg, Manitoba. BattSgt.Major Thorsteinson, G. O.—Lundar, Manitoba. “SERGEANTS”. Reg. No. 294017 294028 294008 294018 294023 294048 294128 294049 294036 294020 294098 294334 294044 294301 294308 294075 S. M. Sgt. Benson, T. N.—Suite 4 Vesta Apt„ Agnea St, Winnlpeg. Thorsteinson, A—254 Ruthland St„ St James, MapBoka Davidson, S.— 686 Vtctor St„ Winnlpeg. Bjornson, O. G. —Suite 8 Pandora Apts„ Winnípeg Goodman, Wm.—688 Vlctor St„ Winnipeg. Freeman, H. A.—675 Wllliam Ave„ Winnipeg. Ingjaldson, J.—Box 3&2 Selkirk, Manitoba. Johannesson, K.—675 McDermot Ave„ Winnipeg. Olivar, G.—Framnes P. O.. Manitoba. Paulson, B. M.—Gerald P. O., Sask. SigurSson, S.—Selkirk, Man. Sigurjónsson, G.—GrlmsstöSum, Mývatnssveit, fslandi. Thorgbergson, H.—513 Beverley St„ Wpg. Thorlákson, P. T. H.—Selkirk, Mán. Thorsteinson, K.— Anderson, B.—Victor & Sargent, Wpg. “CORPORALS”. 294106 294035 294443 294009 910060 294102 294062 294807 910999 294016 Corp. Byron, W.—Box 247 Selkirk, Man. Bjarnason, V.—Langruth, Man. Christjánson, B.—Langruth, Man. Einarson, V. S.—Lögberg, Sask. Frederickson, F.—739 Elgin Ave„ Winnipeg. Ingjaldson, E.—Box 352 Selkirk, Man. ” Johnson, J. G.—Dog Creek, Man. ” Jonsson, E.—659 Willian Ave„ Winnipeg. Lindal, D. G.—Wynyard, Sask. ” Sigurdsan, M.—Arnes, Man. 294066 L/Corp. Baldwinson, Carl—622 Maryiand St„ Winn'lpeg. 294073 294531 294060 294034 294392 294052 294215 Peterson, J.—Leslie, Sask. Peterson, J.—Selkirk, Man. Stevenson, J. A.—643 Victor St„ Winnipeg. Thorsteinson, T. O.—Westbourne, Man. Asgeirson Thor.—ForæSi, Snæfellsnessýslu, falandi. Stevenson, W.—Winnipegosis, Man. Breckman, Ed.—Lundar, Man. OBREYTTIR IíIDSMENN. Reg. No. StaSa Nafn Heimilisfang 294153 Pte. 294154. 294181 294Í17 294072 294071 294907 294162 294187 294064 294087 294217 294899 294045 294172 Anderson, H. O.—Geysir P. O., Manitoba. Anderson, T. H. O.—-Geysir, Man. Árnason, M.—Framnes, Man. Bjarnason, E.—Reykjavtk, M]an. Bjarnaaon, Fúsi—Elfros, Sask. Bjarnason, H. C.—Elfroa, Sask. BJörnson, E.—Baldur, Man. Björnson, Ed.—Wynyard, Sask. Baldvinson, V.—951 éngersoll St„ Winnipeg. Benson, P. J.—570 Beverley St„ Wpg. BJerring, V. O.—676 Agnes St„ Wpg. Bjarnason, Otto—-Wynyard, Sask. Clemenson, C.— Silver Bay, Man. Crowford, S.—Winnipegosis, Man. Clemenson, B.—Silver Bay, Man. Sumarkoma. Vér fögnum þér sumar með sigurljóð og suðrænan himneskan blæ, sem breiðir líknandi ljóssins glóð um löndin og víðan sæ. f hörpunnar titrandi tónum er töfrandi kraftur og fjör, og bláloftið blikar við sjónum, en blíðvindar útrýma snjónum, með frelsið og líf í för. Nú rísa úr duftinu dýrðleg blóm þar dásemd og fegurðin skín, en fuglar kveða með frelsis hljóm hin fjölbreyttu kvæðin sín. Af fögnuði hauður og hafið og himininn, stilla sinn brag. Já, alt er í vorljóma vafið, af vísdómsins sólrúnum grafið, sér lyftir hvert lauf í dag. M. Markússon.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.