Lögberg - 17.05.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞÁ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
65-59 Pearl St.
- Tals. Garry 3885
Forseti, R. J. BARKER
Ráðsmaður, S. D BROWN
30. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 17. MAÍ 1917
NÚMER 19
Skrásetningin.
Skrásetning kjósenda í Manitoba byrjar 21.
þ. m. (næsta mánudag).
pað er áríðandi að allir geri sér .glögga grein
fyrir því hversu miklu meiri þýðingu skrásetning
hefir í þetta skifti, en nokkru sinni áður. Mani-
tobastjómin hefir veitt konum jafnrétti við menn
og samkvæmt því eiga þær rétt til þess að verða
á kjörskrá framvegis.
Lög landsins eru þannig að því er Manitoba
snertir að við sambandskosningar er farið eftir
fylkisskráseningu, hafa því konur í Manitoba hér
eftir rétt til þess að greiða atkvæði bæði við
fylkis- og sambandskosningar.
peim til skýringar, sem ekki vita áður, skal
það tekið fram hér, að allar konur hafa heimting
á að fá nöfn sín á kjörskrá með sömu skilyrðum
og menn.
pær þurfa að vera 21. árs að aldri og hafa
annaðhvort tekið borgarabréf eða öðlast borgara-
réttindi með manni sínum eða föður.
Kona^ sem gift er manni þarf ekki borgara-
bréf; hún hefir rétt til þess að fá nafn sitt á kjör-
skrá og greiða atkvæði.
Dóttir manns, sem hefir borgarabréf, þarf
ekki borgarabréf sjálf, hún fær borgara-réttindi
með föður sínum og á heimtingu á að verða skrá-
sett. Aftur á móti þurfa ógiftar konur, sem ekki
fá rétt með föður sínum að fá borgarabréf til þess
að hafa rétt til skrásetningar.
Með öðrum orðum sömu reglur gilda um kon-
ur og menn (nema giftar konur þurfa ekkert
borgarabréf). pað er áriðandi að allar konur og
stúlkur, sem til þess hafa rétt, noti tækifærið og
komi nöfnum sínum á kjörskrá.
í síðasta blaði Lögbergs voru auglýstir allir
þeir staðir, þar sem skrásetning fer fram og þeir
menn, sem að því vinna.
Mikilsverð mál geta verið til úrslita í sumar,
ef kosningar fara fram, og því er áríðandi að eiga
nafn sitt á kjörskrá.
priggja þjóða þing.
Vel farið með vistir.
Mabur er nefndur Kerbell C.
Hoover; hann hefir verið umsjónar-
maöur viö útbýtingu vista meöal Bel-
gíumanna. Nú hefir Wilson Bancla-
ríkjaforseti útnefnt hann til þess að
vera aðalumsjónarmann vista í
Bandaríkjunum meðan stríöið stend-
ur yfir. Hoover skýrði frá þvi fyrir
rúmri viku aö i fyrra heföu verið
notaöir 90,250,000 mælar af byggi i
Bandarikjunum til þess aö búa til
58,633,624 tunnur af öli og 39,748,697
mælar af korni til þess að. búa til
sterkari áfengisdrykki og um 30-
000,000 mæla í önnur vín. Alls hafði
verið cytt í áfengisgerð á áriiju
130,000,000 mæla, sem kostað hefði í
minsta lagi $150,000,000.
Hundrað og þrjátíu mUjónum mœta
af korni cytt til vcrra en ckki neins
á cinu ári. Mcð þcssu Itcfði mátt
bjarga tuguin þúsunda fólks frá hung
urdauða.
Járnbrautah nefndar skýrsla.
Fyrir ári var skipuð nefnd í Canada
til þess að rannsaka hag járnbraut-
aima og koma með tillögur viövíkj-
andi þeim. 1 nefndinni voru: Sir H.
L. Drayton, W. M. Acworth frá.
London og A. H. Smith formaður
New York Central brautarinnar.
Tveir hinir fyrnefndu leggja það til
að allar járnbrautir í Canada séu
teknar af félögunum sem hafa þær
(nema C.P.R.ý og geröar að þjóð-
eign. Hinn síðast nefndi aftur á
móti leggur það til að brautirirar
haldi áfram aö vera einstakra manna
eign og undir þeirra stjórn, en rikiö
haldi áfram að leggja þeim til fé eins
lengi og þess þurfi. Járnbrautarfé-
lpgin í Canada hafa verið þær blóð-
sugur sem þjóðin þarf að vara sig á
og vernda sig gegn framvegis. f>að
mun dæmalaust i sögu nokkurs lands
að fáir m'enn hafi komist eins djúpt
ofan i vasa fólksins og t. d. Mc-Ken-
zie and Mann.
Sanngjörn tillaga feld.
George Kvte þingmaður fríi Ricli-
mond lagði það til nýlega i þinginu í
Ottawa að stjórnin tæki |)annig í
taumana að ekki væri leyft að selja
hveitimjöl hærra verði en það sem
bóndinn fengi fvrir kornið að viðlögð-
um mölunar og flutnings kostnaði.
Kvað hann hveitiverðiö nú sent stæði
stafa af samtökum til þess að ræna.
Tillagan var feld, þafmig að allir li-
berals greiddu atkvæði með henni en
allir Con.tervatives á móti. l>á kom
Kyte fram með aðra tillögu þess efnis
að stjórnin tæki alt hveiti nema það
sem bændur liefðu og borgaði fyrir
|)að sama verð og bændur hefðit
fengið auk flutningsgjalds og geymslu
kostnaðs. Vildi hann síðan láta
stjórnin semji við mylnueigendur
um að mala kornið fyrir sanngjarnt
verð til ]>ess að fólkinu yrði selt' það
til bjargar án þess ránsverð væri á.
En ef mylnueigendur neitu^^því
þá vildi hann láta stjórnina taka í
sínar hendur mylnurnar á meðan á
stríðinti stæði fyrir sanngjarna leigtt
og láta hana mala kornið sjálfa. Um
þetta ijrðu langar umræður og var til-
lagan feld eins og sú fyrri. Það er
auðvaldið en ekki bændurnir eða al-
þýðan sem stjórnin ber fyrir brjósti.
t
Fulltrúar frá Danmörku. Noregi og
Svíþjóð héldu þriggja daga þing þar
sem ráðherrar allra landa voru sam-
an komnir til þess að ræða stríðið.
Var það ákveðið í einu hljóði að vera
hlutlaus hér eftir sem liingað lil og
fer þvi engin þessara þjóða í stríöiö.
Spain náðaður.
John P. J. Spain, sá er myrti hjón
í Stonwall og dæmdur var til að
hengjast á þriðjudaginn hefir verið
náðaður. Bænaskrá margra þúsunda
barst stjórninni. lögmaður hans bað
fyrir hann líknar og siðbótafélagið í
Manitoba sömuleiðis. Hann var náð-
aður fyrir þá sök hversu ungttr hann
er, að eins 16 ára.
Ritfrelsi í Bandaríkjunum.
Frumvárp var borið ttpp nýlega i
Bandaríkjunum uni það að takmarka
ritfrelsi þar í landi á meðan stríðið
stæði yfir; \ ildi forsetinn að það
væri gert. Þetta var borið upp í efri
deildinni á fimtudaginn, en felt með
39 atkvæðum gegn 38. Seinna var
borin upp breytingartillaga um eftir-
lit með blöðum, en það var líka felt
með 65 gegn 5.
Skuldasúpa.
Sir Henry Drayton formaður
járnbrautarnefndarinnar i Canada
flutti ræðu á fimtudpginn í Toronto
og sagði frá því meðal annars að
járnbrautarmálum hér í landi væri
afarjlla kömið. Fé hefði þar verið
kastað miljónum sarnan í botnlaust
hyldýpi. Alls hefði landið eða þjóö-
in lagt járnbrautarfélögunum til
$968,451,737, án þess að reiknað
væri það land, sem þeim hefði veriö
gefið; og það væri sérlega lágt reikn-
að á $100,000,000.
Með öðrttm orðum, landið hefir
látið járnbrautarfélögunum í té um
tvö hundruð miljónir dollara, og
samt eru þau á hausnum og biðja um
meira.
Annaðhvort er þetta sökum þess
að landið er svo lélegt að járnbraut-
irnar bera sig ekki eða ai) þeim er
ráðlauslega stjórnað eða óraðvandir
menn hafa ]wr i höndum.
Stórkostlegt málaferli.
Fylkisstjörnin í British Columbia
hefir ákveöið að Jiöfða mál gegn
“Pacific Great East" járnbrautinni
fyrir upphæð, sem nemi $4,000,000.
Er málið á móti félaginu sjálfu fyrst
og fremst og jafnframt á móti tólf
manns, sem við það eru riðnir, ann-
aðhvort sem stjórnendúr eða um-
boðsmenn.
Kína neitar að fara í stríð.
Þingið í Kína hélt fund fyrir lukt-
uin dyrurn á fimtudagsnóttina; stóð
fundurinn fram undir morgun. Ver-
ið var að ræða um það hvort segja
ætti Þjóðverjum stríð á hendur. For-
sætisráðherrann Tuan-Chi-Jui var
eindreginn með striðinu, en ])ingið
neitaði með allmiklum nieiri hluta at-
kvæða.
Varúðarmál.
Varúðarskortur getur orðið
mestu velferðarmálum mann-
anna til baga. Áhugi fyrir þeim
er lofsverður og öllum mönnum
til hróss. En ef áhuginn verður
að ofurkappi, er oft góðu mál-
efni spilt með varúðarleysi og
er þá ekki vel farið.
Á ættjörðu vorri virðast til-
finningar manna orðnar all-heit-
ar í sambandi við bannlögin. Og
sá hiti virðist í bili bitna á
yngsta þjóðþrifa fyrirtækinu
í stórum stíl—Eimskipafélagi ís-
lands. par er mikið í húfi, ef
því ágæta fyrirtæki kynni að
verða spilt af æstum tilfinning-
um og lítilli varúð. Hvergi er
gætnin og stillingin dýrmætari,
en í sambandi við annað eins fyr-
irtæki á fyrstu árum, er litlu má
muna. En hún er dýrmæt ekki
síður í sambandi við annað eins
siðferðismál og áfengisbannið,
sem nú sýnist vera í öngum all-
miklum með þjóð vorri.
Af lofsverðum áhuga fyrir
málefni sínu virðast Goodtempl-
arar á íslandi krefjast þess, að
áfengi sé algerlega útilokað frá
skipum félagsins. peir vilja, að
skip félagsins neiti að flytja það
landa á milli og heimta, að á
þeim sé ekkert áfengi haft um
hönd, hvorki utan landhelgi né
innan. Goodtemplarar í Reykja-
vík hafa sent félagsbræðrum
sínum í Winnipeg áskorun um
að sjá um, að sendur sé einungis
sá maðnr á fund Eimskipafélags-
ins í júní, er fram fylgi þessum
krofum þeirra. Helzt fara þeir
fram á, að tveim mönnum þar
heima, sem þeir trúa í þessu efni,
sé fengið umboð vestur-íslenzkra
hluthafa til meðferðar á fund-
inum.
Goodtemplarar hér í Winni-
peg, sem leiðast láta af sama
lofsverða áhuga fyrir sínu göf-
uga málefni, vilja nú að þessar
kröfur bræðra þeirra á fslandi
sé teknar til greina. peir hafa
því heimtað, að Árni Eggertsson
fastbindi sig loforði um að fylgja
fram frekustu kröfum, er fram
komi á fundinum, til að hefta
allan áfengisflutning íslenzku
eimskipanna. pennan áhuga
þeirra kunnum vér að meta, og
vitum, að þeim gengur ekki nema
gott til.
Árni Eggertsson hefir gefið
öldungis ákveðið loforð um að
fylgja því fram á fundinum bæði
í ræðu og atkvæðagreiðslu, að
breytt sé á skipum félagsins
samkvæmt lögum þeim um á-
fepgisbann, sem gildandi eru á
íslandi. Hann vill ekki að Eim-
skipafélagi fslands sé veitt neir.
undanþága frá ák^æðum lag-
anna um áfengissölu.
En hann er tregur til að láta
binda hendur sínar að öðru
leyti í þessu efni. Hann vill fá
að koma fram á fundinum, sem
frjáls maður, er beitt getur
skynsemi sinni bæði Eimskipa-
félaginu og bannmálinu til vel-
ferðar, eftir því, sem honum
finst við horfa, og koma fram
frémur til málamiðlunar en æs-
ingar.
Með þetta eru Goodtemplarar
ekki ánægðir. peir heimta, að
hann skuldbindi sig til að fylgja
fram frekustu kröfum af þeirra
hálfu, er fram koma á fundinum
og beiti atkvæðum vestur-ís-
lenzku hluthafanna með þeim,
hvað sem verða kann í húfi. Fá-
ist ekki þetta loforð, vilja þeir
krefjast af hluthöfum hér í
landi, að þeir afturkalli umboð
þeirra. er þeir hafa þegar fengið
Árna Eggertssyni.
Eimskipafélags-nefndin ber
vitaskuld hag og velferð félags-
ins fyrst og fremst fyrir brjósti,
en metur hins vegar mikils
áhuga Goodtemplara fyrir hin-
um góða málstað þeirra. Nefnd-
in veit, að allur þorri vestur-ís-
lenzkra hluthafa er bannlögun-
um á fslandi hlyntur og þykir
það miður fara, að starfsemi
Eimskipafélagsins sé þeim að
nokkru leyti til hnekkis. Hún
treystir því, að á fundinum verði
einhver leið fundin út úr þessum
vanda. svo að bæði sé hag og
velferð Eimskipafélagsins og
bannlaganna borgið.
Nefndin ber fullkomið traust
til Árna Eggertssoanr, að hann
geri sitt til þess að mál þetta fái
heppilega úrlausn. En hún álít-
ur, að því máli eigi Austur-fs-
lendingar að ráða til lykta. pað
er þeirra mál og ætlunarverk að
sjá um, að lifað sé samkvæmt
lögum og samþyktum í því efni.
Hún lítur svo á, að það væri oss
Vestur-íslendingum óhæfa að
ætla oss að knýja fram nokkurn
hlut, er orðið gæti heill félagsins
og velferð að fótakefli eða jafn-
vel til sprengingar.
Loforð Árna Eggertssonar,
eins og það er tekið fram hér að
ofan, álítur nefndin fullnægjandi
og hún skilur ekki annað en að
hluthöfum hér vestan hafs hljóti
að finnast hið sama. Vestur-
íslendingum væri það næsta
varasamt fordæmi að fara að
fela mönnum á íslandi, er þeir
alls ekki þekkja, að fara með um-
boð sitt, fremur en eigin fulltrú-
um sínum, sem kunnir eru af
margra ára reynslu að dreng-
skap og velvild til allra, velferð-
armála þjóðar vorrar. Vestur-
fslendingar færi ekki vel með álit
sitt í augum bræðra sinna aust-
an hafs með því móti, er drægi
miklu fremur öll áhrif til góðs
úr hendi sér, með því að van-
treysta beztu mönnum sínum.
Nefndin lítur svo á, að áhrif
Vestur-íslendinga á bæði þessi
velferðarmál, Eimskipafélagið
og bannmálið, verði heppilegust
og heilladrjúgust með því móti,
að þau í þetta sinn sé falin Árna
Eggertssyni og hendur hans sé
ekki bundnar um fram það, sem
hann þegar hefir lofað.
Eimskipafélags-nefndin skorar
nú á alla vestur-íslenzka hlut-
hafa að sýna Árna Eggertssyni
þetta sama traust. Hún treyst-
ir því, að enginn þeirra ljái frem-
ur ókunnum mönunm umboð sitt
en honum.
Með heppileg úrslit þessa
vandamáls í huga heitir nefndin
á alla vestur-íslenzka hluthafa,
sem hún veit að bera velferð fs-
lands fyrir brjósti, að beita nú
í þessu máli þeirri varúð, still-
ingu og forsjálni að aldrei
verði unt þeim um að kenna nein
óhöpp, sem fyrir kunna að koma.
Winnfpeg, 15. maí 1917.
B. L. Baldwinsson
L. J. Hallgrímsson
Thos. II. Johnson
.1. .1. Vopni
Rögnv. Pétursson
T. E. Thorsteinsson
F. .1. Bergmann
Jón .1. Bíldfell.
Uppþot á Walker.
Samkoma var haldin í Walker
leikhúsinu 10. ]). ml undir umsjón
kvenna til fjársöfnu tiar í |)j óðrækn-
isskyni og fyrir stríóió. Frú \) augh
og frú Walker voru ])ar forstööu-
konur. Mörgum va> hoöiö á þessa
samkomu og vorti þar mörg ])úsund
manns. Alls kom saman í gjöfum á
samkomttnni $7,024.97 i peningum.
$9,503.75 i loforðttm og lóö var gefinn
á Winnipeg Beach. sem virt er á $600.
Þegar santkoman stóö sem hæst
var kallaiS á formann félags þess sem
kallar sig Great War Weterans til
])ess aö halda ræött. Sá heitir A. C.
Hay.
Þegar hann.hóf ræöu sína benti
hann á tvær konur uppi á efsta lofti
sagöi aö þær værtt “útlendingar" og
]>ýzksinnaöar og hefött neitaö aö
standa upp ])egar sungiö var “God
Save the King." Hætti hann ekki fyr
en konurnar v'oru reknar út úr húsinu
af samkomunni og fólkiö hrópaöi á
eftir þeim smánaryröi.
Seinna komst þaö upp aö ])essar
konttr voru engir “útlendingar ’pg
engir "Þjóöverjar;" ])ær voru báðar
ötular starfskonur fyrir þjóðræknis-
mál og líknarstörf í sambandi viö
stríöiö.
Önnur ])eirra heitir F. W. Dudley og
á heima aö 371 Grahatn Ave., en hin
lieitir Miss Mozley og er vinkona
hennar, hraðritari á skrifstofu Naut-
ons og þeirra félaga.
Haföi Mrs. Dudley einsaman safn-
aö $7,000 handa barna hospítalinu hér
í bænum og ógrynni fjár í aöra ltkn-
arsjóöi í sambandi viö stríðið, en Miss
Mozley hafði unniö aö þvi meö henni
og er faöir hennar í skotgröfunum á
Frakklandi.
Fvrir þessa íniklu samkomu höfött
])essar tvær konur unniö sérstaklega
og gefiö stórfé.úr eigin vasa, Vortt
þær báÖar svo þreyttar og lasnar að
þeim var ráölagt aö fara ekki á sannn
komuna; e'n þær fýsti að sjá og hevra
árangurinn af ntargra daga og margra
nátta erfiðu starfi og fórtt þvl. Þegar
til kom vortt ]wr svo slappar af
þreytu og lasleik aö þær gátu ekkt
staðið meöan sungiö var og sátu þvi.
Frarn á það var farið síðar aö Hay
; bæöi fvrirgefningar á ])eirri ósvifni
I sem hann sýndi þessum konum, en
hann neitaÖi því og er mikið urti
þetta rætt í enskum blööum.
Oss ])vkir ]>etta þýöingarmikiö at-
riði. Fyrst og fremst var fruntaskap-
ur þessa manns ófyrirgefanlegur, þar
sem hann haföi engra fultnægjándi
ttpplýsinga aflaö sér óg ]>að ranglæti
sent konunum var sýnt óheyrilegt; en
aðalatriðiö er hitt að hann vfldi af-
saka sig meö því aö hann heföi hald-
iö aö konurnar væru útlcndingar.
Ef þær heföu verið útlendingar ]>á er
mjög líklegt aö ekkert veður hefði
veriö gert út af þessu hneyksli, ])áö
hefði ]>á ekki ]>ótt þess virði; tilfinn-
ingar útlendra kvenna hefði mátt
tneiða og þeim misþyfma eftir geö-
þótta og án afsakana, en af ])ví aö
þetta voru af tilviljun enskar konttr
j)á dirföust tnenn aö lýsa yfir því
gremju í hálfum hljóftutn.
Maöttrinn sem geröi sig sekan í
þessu ætti að sjálfsfigðu aði vera
dæntdur t fangelsi fyrir ]>etta tiltæki.
Kosningar í Ástralíu.
Kosningar fóru fram í Ástralíu
fyrra þriöjudag. Þær fóu þannig að
stjórnin sat kyr viö völd. Þaö er að
segja hinir svokölluðu ltberalar og
]>eir sem kenna sig viö Hughes sam-
einuöust við kosningarnar á móti
verkamönnum og með því urðtt verka-
menn í miklum minnihluta. í neöri
málstofunni eru nú 35 liberals, 15
Hughes sinnar og 25 v’erkamanna-
fulltrúar, en í efri málstofunni 10 lí-
berals, 13 Hughe& sinnar og 13 verka-
menn. þessir tveir flokkar sem sam-
einuðu sig þannig kalla sig einu nafni
National flokkinn. Þess má geta aö
þeir setn kenna sig viö Hughes eru
partur af verkatnönnunum.
í neöri málstofunni eru alls 75
fullltrúár. Við koningarnar 1914
voru kosnir 41 verkamannafulltrúi og
34 líberals; beiö því Cookstjórnin (lí-
beral) ósigur, en verkamannaflokkur-
inn komst aö og varö Hughes fpringi
þeirra. Síðar klofnaöi sá flokkur að-
allega á herskyldumálinu. Hughes
heinitaði herskyldtt, en margir verka-
menn settu sig upp á móti henrii; var
síðan gengiö til atkvæða um það mál
og þaö felt. Út úr því máli skyldu 26
verkamannafulltrúar við Huglies, en
hann hafði að eins 15 eftir. í febrú-
ar var svo mynduö hin svo kallaða
Nationalista stjórn og voru í henni
þeir 15 verkamenn sem fylgdu Hugh-
es og 34 líberals. en Hughes varð á-
fram forsætsráðherra. Þessar kosn-
ingar sem nú eru ný afstaðnar hafa
svo að segja engu breytt um afstööu
flokkánna i neðri málstofunni. í efri
deild er öðru máli að gegna, þar hata
orötö miklar breytingai. Þar eru
all 36 manns 6 frá'diverju ríki allir
kosnir af fólkinu; eru þeir kosnir
fyrir tvö kjörtímabil hinnar deildar-
innar og jtannig ganga 3 frá hverju
riki úr á hverju tímabili og eru 3
nýir kosnir í staðinn. Þetta fyrir-
komulag sýnist hafa haft þau áhrif
að verkamenn hafa æfinlega haft
mikil völd i efri málstofunni. Þann-
ig höfðu þeir 31 af 36 éftir kosning-
arnar 1914. Af verkamannafulltrú-
unum fvlgdti 11 Httghcs en ]>á vortt
þó Nationalistar í minnihluta. Þess
vegna fóru frant þessar síöustu kosn-
ingar. Af þeim 18 efri deildarmönn-
um sem lögðu niðiir þingmensku og
sóttu aftur voru 11 með Ndtional-
ástum en 7 mcð verkamönnum, en af
þeim 18 sent kosnir vortt fylgdu svo
að segja allir stjórninni.
Sendir heim.
11.217 hermenn eru sendir heim til
Canada ófærir til herþjónustu. AIls
höfðu innritast t herinn héöan til 30.
marz 407,221 manns. Þar af höfðu
43,033 reynst óhæfir til herþjónustu
fyrir vanheilsu, að tneðtöldum særð-
utn mönnum. 29,658 manns hafa
verið sendir lieim aftur áður en þeir
kornust til Evrópu, attk ]>eirra sem áö-
ur voru taldir. Áriö 1916 fóru 245,051
í sjpífboðaliöið en af þvt voru teknn
aö eins 196,342.
Maxim Gorki
rússneski rithöfundurinn mikli, setti
kom til Vesturheims fyrir nokkrttm
átum, sem útlagi, hefir nýlega látið
til sin heyra. Hann gefur út btaö t
Rússlandi, er hann nefnir “New
Life” og segir þar aö nýja stjórnin á
Rússlandi éða utanríkisráöherrann sé
í höndum enskra og franskra auö-
manna. Maxim Gorki er einn af að-
al foringjum ]>eirra jafnaöarmanna,
sem berjast fyrir að koma á friöi.
X■
Heimsókn.
Það var glatt á hjalla á þeimili
]>eirra hjónanna Guöjóns Ingimunds-
sonar og C.uöbjargar kontt hans aö
812 Jessie Ave. hér í borg á fimtu-
dagskvöldið var. Þar var kominn
Arinbjörn Bárdal, og er það eitt ærið
nóg.til þess aö gera glaöa stund. En
auk hans var þar hópur manna og
kv'enna svo tugtim skifti. Atföfin
var gerö aö heimilinu í tilefni af því,
að þann dag höfðu þau vinsælu hjón
fullrunnið aldarfjóröungs hjónabands
skeiö. Gestir voru komnir frá Sel-
kirk fjölmennir attk l>orgarlyita. Þótt
óvænt kæmi þeint heimsóknin, fögn-
uðu hjónin gestum vel og hófst þegar
hiö ánægjulegasta samsæti. Voru stlt
urbrúöhjónin leidd á brúðarhekk og
að loknum sálmasöng flutti prestur
þeirra séra Björn B. Jónsson stutta
hjónavigslu-ræöu. Afhenti hann einn-
ig hjónunum gjöf þá er gestirnir ó-
boðnu höfðu koniið tneö. Eftir það
talaði séra N. S. Thorláksson fyrir
hönd Sélkirk-gestanna. Aörir ræðu-
menn voru : Klemens Jónason, Arin-
björn Bardal, Björn Benson og Bjarni
Magnússon, auk silfurbrúðgumans er
þakkaði fyrir hönd hjónatiía fyrir
vinahótin. Var skemt sér lengi við
söng og hljómleiki og notið margs-
konar sælgætis. Þótti öllum sín för
góð ]>að kveldið og verður þeirrar
stundar lengi minst.
Gullfoss.
Skeyti kom til A. Eggertssonar í
gær um að Gullfoss fer um þann 26.
frá New York. Fólk þarf að koma
til Winnipeg á laugardaginn, því
lagt verður af stað á mánudaginn.
/”■ 1 .......1,111 ■■■" ■«
Bræður, annar fallinn hinn sœrður
>— .... ■ .. u
Jóhann A. Péturson
Særður
Jón Péturson
Fallinn
Þessir bræöur eru synir Pétur;
Johannssonar og Jóhönnu konu hans,
sem lengi bjuggu hér í Winnipeg.
Þeir eru sérlega efnilegir ungir
menn og vel gefnir. Móðir þeirra
hefir nú verzlun i Calgary og liefir
hennar verið getið í blaðinu áöur.
Arnór er allmikið særður, en Jón
hefir falliö í stríðinu; hefir þvl móö-
irin utn sárt að binda.
Bœjarfréttir.
í sambandi viö þýðingu á grein
þeirri er birtist í síðata blaði ttm
223. herdeildina, má geta ]>ess áð
blaðið “Jack Cannuck” er eitthvert
svæsnasta skammablað, sem til er i
Canada og aö voru áliti óvandaö i
mesta máta. Er það undarlegt, þegar
haft er gát á blöðum á annað borð
að því skuli haldast uppi óátalið að
íara sínu fram.
Vegna áriðandi greina, sem
blaöinu bárust á “elleftu stundu"
veröttr margt aö bíöa næsta blaðs og
])ar á meðal fréttir. V. Th. Jónsson
er beðinn fyrirgefningar á því aö
greia hans varð treOal þess er bíðttr
Giiö ■ jónusta
verðtir ltaldin í Fyrstu lút. kirkju á
uppstigningardag, kl. 8 að kveldinu,
og aö aflokinni guðsþjónustu v'eröur
haldinn safnaöarfundur til þess að
kjósa erindreka á kirkjuþingið, sem
halda á í Minnesota í næsta mánuði.
Guðsþjónustur .
Næsta sunnudag (20. maí) veröa
þessar guðsþjónustur haldnar í mínu
prestakalli:
A Betel kl. 10 f. h.
A Húsavík kl. 2 e. h.
A Gimli kl. 7.3 e. h.
Allir boðnii' og velkomnir!
Vinsamlegast,
C. J. Olson.
Fjöldi fólks heimsótti Jóns Bjarna-
sonar skóla síöastliðið föstudags-
kveld, í tilefni af því að skvr^og rjómi
ásamt öðru góögæti var þar á boð-
stólum. Þær ungfrúrnar Jóntna
Paulson, Lára Blöndal og Margrét
Freeman skemtu með fögrum hljóö-
færaslætti. Aö ööru leyti skemtu
menn sér meö þvi að. skeggræða viö
kunningjana.
Þeir er aö samkomunni stóöu
]>akka þeint i Nýja íslandi og Argyle-
bygð, sem gáfu skyr og rjóma; þeim
í Winnipeg sem gáfu kaffi. sykttr og
brauð; ölluni sem hjálpuðu til og ekki
sizt þeim sem komu og keyptu.
. Skólinn hefir nú ]>egar haft ýntsar
samkomur og ætíö átt þeim vinsæld-
um aö fagna aö aðsókn hefir veriö
góö.
Á miövikudaginn 9. maí kom Jónas
Jónsson bóndi i Argyle-bygö hingað
til lækninga. Hann þjáöist af inn-
vortis meinsemd. Hann fór strax á
sjúkrahúsiö undir umsjón þeirru
Björnson og Brandson. Hann var
þar aöeins fáa daga og fór heim aftvtr
á laugardaginn. Jónas er gantall
tnaöur, nær sjötugu og hefir tapað
sjón á bátðum augum. Kona hans
Kristfríður kont því með honum. —
Maöurinn hefir veriö hraustmenni
og þó sjónin sé farin og heilsan biluö,
])á er samt eftir kjarkurinn og vilj-
inn að fylgja bömunum sínttm sem
lengst íram i lífið. Það er eins og
sálin geti ekki trúað því aö líkaminn
sé farinn aö bila. Mr. Jónsson fór
aftur með meöul frá þeim Dr.
Brandson og Björnson. — Vonandi
er aö gamli maðurinn styrkist aftur.
• Frú Thora Thorotldsen kona Þor-
valdar prófessors er látin í Kaup-
mannahöfn. Fréttin kom í bréfi til
Jóhanns Thorarensen.
Andrés Fjeldsted frá Hvítárvöllum
látinn, 82 ára gamall.
Kolanáma er á Tjörnesi nyrðra og
hefir töluvert veriö tekiö þar ttpp af
kolunt til eldsneytis. í ráði er að
nokkrir menn hér úr bænum (RvikJ
fari þangað noröur með Gullfossi til
að taka upp kol.
Jóns Sigurðssonar félagið hefir á-
kveöiö að halda útsölu 2. júní. A
Ixtöstólum verður heimatilbúinn mat-
ttr, hannyrðir o. fl., o. fl. Meðlimir
félagsins og vinir, sem hlyntir eru
fyrirtæki þessu, geta fengið nánari
upplýsingar um matarsöluna hjá Mr.
Albert Johnson, 414 Maryland St., og
um hannyrðasöluna hjá Mrs. Árni
Eggertsson, 766 Victor St.
Forseti félagsins.
B. Wi. Frosítdale frá Jiökuldal í
Noröur-Múlasýslu, kominn vestur
fyrir tveimur árum-, hefir verið t Salt
Lake City siöan (fyrst í New ÝorkJ,
hefir gengið ]>ar á háskóla, vinnur.
hér í sumar á Winnipeg Motor Ex-
change.
Th. Frostdale frá Wadina far í hæn-
um á laugardaginn á heimieið frá
Minneapolis. Hannrgr í þann veginn
að flytja frá Wádina til Portland,
Oregon.
Þessi hjón hafa verið gefin saman
i hjónaband af séra Sig. Ólafssyni:
Halldór B. Johnson, Blaitte, ættaöur
úr Dakota og Kristin (JónsdóttirJ
Péturssonar, frá Ginili, Man.
Th. Benjantín Thorðarson og Guö-
rúti Thorsteinsson, bæði til heimilis á
Pt. Roberts, Wash.
Þetta fólk hefir hugheilar ham-
ingjuóskir allra vina og kunningja.
r —
Vér viljttm vekja eftirtekt fólks a
lista, sem var i Lögbergi vikuna sem
leið yfir íslendinga, sem komnir eru
í herinn. Jóns Sigtirössonar félagiö
hefir safnaö þessum lista, og mælist
]>aö til að fólk góöfúslega sendi nöfn
og áritanir ]>eirra, sem ekki erit á
þessum lista og einpig breyting á ut-
anáksriftum til hinna undirrituðu.
Mrs. J. Carson,
271 Langside St., Wpg.
Miss Rur\ Arnason, ....
217 Grain Exchange, Wpg.
BOTNLEYSA.
Vond er gigt í vinstri öxl,
verri þó i hægri mjöðm.
/. G. G.
Bitar.
Eg verð að slá við slöku
í slingri ljóða ment:
Það yrkir enginn stöku
á aðeins 2%.
K.n.
Þeir “þjóðkirkjuna" þykjast “styöja
og vernda” að vanda
og vilja lát'a stjórnarskrána og eiðana
standa;
í biskupsstólinn vippa þeir samt van-
trúarprestk -
Hv'að veldttr ])á þeim ósköpum? —
Frúin á Hesti.
—Eimr.
Svo Friörik Guömundsson er orð-
inn skáld — vér óskum honum til
hamingju.
Holweg l>ýzkalands ráöherra lvafði
ætlaö aö halda ræöu fyrra fimtudag,
en svo varö ékki af því, og sökum
]>ess að hann hætti við ]>aö hækkaði
Manítoba hveitið í veröi um 32 cent
mælirinn.
Heimskur bóndi ]>ætti ]>að sem
kveikti í og brendi 130,000,000 mæla
af korni, en Bandaríkin gerðu það í
fyrra og höfðu öskuna til að eitra
með þjóðina.
— Sama þó eg segi það,
svo sem inn um skjáinn:
Bezt mér þótti bragðið að
“bitanum” frá K.—n.
—5. R.