Lögberg - 17.05.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.05.1917, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ 1917 ti l^ogberg ■ Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pres*, Ltd.,'Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manauer Utan&skriit til blaðsins: THE OOIUMBIH PREJS, Ltd., Box 3172, Winnipog, Mai- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Dýrtíð. Eins og allir vita og flestir finna er dýrtíðin í Canada orðin svo að segja óþolandi. Allar lífsnauðsynjar hafa hækkað í verði svo að 40% til 120% nemur, án þess að vinnulaun hafi vaxið nema örlítið í samanburði við það. Með öðrum orðum canadiski dollarinn hefir fallið svo í verði að hann er ekki meira virði en 60 centa í mesta lagi við það, sem hann var fyrir þremur árum. Af þessu leiðir það að jafnvel þeir, sem stöðuga vinnu hafa og veldeið fjárhagslega fyrir stríðið, eiga fult í fangi með að framfleyta fjölskyldu sinni nú. pegar eitthvað óvænt kemur fyrir eins og þetta, sem stofnar öllum hinum vinnandi hluta þjóðarinnar í voða og flytur honum erfiðleika, þá er það heilög skylda þeirra manna, sem þjóðin hefir trúað fyrir málum sínum að láta hendur standa fram úr ermum og finna einhver bjargráð í samráði við fólkið — húsbændur sína. Allar mögulegar aðferðir hafa verið reyndar, til þess að vekja hina steinsofandi stjórn í Canada í þessu efni; en hún hefir daufheynst við því öllu. pað er eins og hún heyri ekkert og vakni ekki til neins nema þegar hennar kærasta og hjart- fólgnasta barn kvakar til hennar — auðvaldið og kúgunarfélögin. pá er ekki þykt móðureyrað. pá er ekki lengi verið að bregða blundi og veita það sem um er beðið eða eftir spurt. í stað þess að stjómin færi að eins og allar aðrar stjórnir; stjómir sem bera hag fólksins fyrir brjósti og ákvæði verð á allri nauðsynjavöru, er kæmi í veg fyrir þrælatök og sveltutilraunir okur- félaganna, hefir þessi svokallaða stjóm í Canada horft rólegum augum á allar þær ógurlegu að- ferðir, sem auðvald landsins og fjárdráttarlið hef- ir beitt fólkið — framleiðendurna. pessi stjórn, sem er ekki kosin né viðurkend af fólkinu, heldur hefir kosið sig sjálf fyrir þann tíma sem yfir stendur og flestir vildu sjá fara veg allrar veraldar, sem allra fyrst, hefir engum kröfum gegnt og engar bænir heyrt. Og hún hangir við völd um stuttan tíma enn. Á meðan sá hörmungatími stendur yfir verður fólkið sjálft að reya nað klóra þannig í bakkann með einhverjum ráðum að ránsverð undir stjóm- arvernd geti ekki rifið það á hol með klópi skorts og dýrtíðar. Eitt aðalatriðið, sem um er að gera, er það að neyta þeirrar fæðu, sem minst kostar samanborið við næringargildi. Um það er yfir höfuð of lítið hugsað að spara á þann hátt að reikna út næringargildi þeirra fæðutegunda, sem neytt er; Lögberg hefir nokkr- um sinnum í heilbrigðisbálki sínum vakið máls á þessu, en þörf er enn að brýna það fyrir fólki. Grein birtist nú í blaðinu, sem mikilsverða leiðbeiningu veitir í þessu efni og ætti fólk að færa sér hana í nyt, sem allra flest. G. P. Thordarson gerir íslenzkri alþýðu það tilboð, sem getur orðið mörgum heimilum pen- ingavirði, ef ekki er látið hjá líða að færa sér það í nyt. Brauðefni það, sem venjulega er notað, er nú orðið svo afskaplega dýrt og stígur í verði svo að segja daglega, að útlit er fyrir að þeir einir geti neytt brauðs innan skamms er fulla vasa hafa fjár. Tilboð það, sem Thordarson kemur með, getur í því efni komið til bjargar og er líklegt að það mæti ekki daufum eyrum meðal landa vorra. ______ i Kosningarnar í Saskatchewan. Á villigötum. L Ritstjóri Heimsk. er ungur maður; hann er að byrja blaðamenskustarf sitt. Vér höfum þekt hann um alllangan tíma; þekt hann bæði persónu- lega og í gegn um bréfaviðskifti. Hann er mörgum og góðum hæfileikum gædd- ur; vel að sér að ýmsu leyti og yfir höfuð ærlegui drengur, ef hann fær að njóta sín. pað er æfinlega sorglegt þegar ungir menn komast í álfa- eða trölla-hendur og leiðast á villi- götui> pegar ólafur Tryggvason tekur sér hörpu í hönd og semur ljóð, keVnur hann sjálfur fram eins og hann er í raim og sannleika; tilfinninga- góður og ærlegur drengur. En fyrir rás viðburðanna hefir hann því miður vilzt inn á meðal þeirra manna í stjómmálum, sem afklæða hann þeim andlega búningi, sem náttúran og hamingjan hafa gefið honum og færa hann í flíkur afturhalds og ósanninda; auð- valds og hnefaréttar, sem ávalt hafa verið þau föt, sem þeim flokki hafa farið bezt, er hann nú fylgir og vinnur fyrir. í síðasta blaði birti hann langa rollu um rit- stjómargreinamar í Lögbergi og í næsta blaði þar áður um kosningarnar í Saskatchewan. Báðar þessar greinar bera það með sér að hann talar ekki af sínu eigin. Hann er ekki nógu forhertur til þess að gera það af sjálfsdáðum að fara eins langt frá sannleikanum og hann geri»* í þessum greinum. f fyrri greininni birtir hann stefnuskrá aftur- haldsflokksins í Saskatchewan í 12 liðum og telur hana taka langt fram því, sem framsóknarmenn hafi að bjóða. En hann getur þess ekki að þessi “skrá” var samþykt af afturhaldsmönnum á þingi þeirra eftir að framsóknarmenn höfðu komið með svo að segja alla þessa liði og nokkra fleiri. Hann gat þess ekki að þessi “stefnuskrá” aft- urhaldsmanna er ekkert annað í flestum atriðum, en einmitt það sama sem framsóknarmenn voru búnir að samþykkja — og sumt það, sem þeir höfðu þegar komið í framkvæmd. Hér skal stuttlega farið yfir þessa stefnuskrá og sýnd afstaða framsóknarmanna til saman- burðar. 1. Afturhaldsflokkurinn segist vera með því að vínbann sé samþykt innan fylkisins. petta er gott og blessað. En það er harla lítils virði, þegar það er borið saman við kröfu fram- sóknarmanna í því máli. Samkvæmt stjórnarskrá þessa lands hafa fylkin aðeins takmarkað vald að því er vínbanns- löggjöf snertir. Nú er t. d. vínbann í Manitoba og Alberta og í Saskatchewan, þannig að ekki má selja þar áfengi. En fylkin hafa ekki vald til þess að banna flutning áfengis fylkja á milli. Sambandslögin heimta það að Manitobabúar megi panta áfengi frá Saskatchewan og Saskatchewan- búar frá Manitoba. Fylkislögin geta ekki bannað flutning né til- búning áfengis, heldur aðeins sölu innan fylkis. pess vegna get'a víngerðarmenn haft það eins og nú er að verzla með vín á landamærum fylkjanna og selja inn í þau á víxl. petta hafa fylkin ekki vald til að banna samkvæmt núgildandi lögum. Framsóknarmenn settu í framkvæmd vín- bann í Saskatchewan, eins langt og lögin leyfðu þeim; en þeir eru ekki ánægðir með það. peir krefjast þess að samin séu alríkislög fyrir Canada, sem banni það Pöllu rikinu—allri Canada —að búa til, flytja inn, selja eða höndla á nokkurn hátt áfengi til drykkjar. petta er sú krafa, sem bindindismenn bera fram einhuga; þetta er það mark, sem altaf hefir verið stefnt að og þetta er það sem framsóknar- flokkurinn í Saskatchewan krefst. pað er ólíklegt að nokkrir bindindismenn láti blekkjast af afturhaldsflækjum í þessu máli. Manitoba kjósendur létu ekki blekkjast á tál- boðum þeirra 1915 og ólíklegt er að Saskatchewan kjósendur láti gjöra það í ár. Vér hindindismenn og bannmenn krefjumst þess að fá algert vínbann í allri Canada frá jaðri til jaðars; þetta vilja framsóknarmenn veita oss og vér erum svikarar við vort eigið mál, ef vír höfnum því. Sá sem fylgst hefir með vínbanns baráttunni í Canada í seinni tíð veit það vel frá hvorum flokknum vér bannmenn megum vænta meiri og einlægari framkvæmda. pað voru framsóknarmenn í Manitoba, sem komu á vínbanni; það voru afturhaldsmenn, sem börðust gegn því til hins síðasta. pað voru framsóknarmenn, sem komu á vín- banni í Saskatchewan; það voru afturhaldsmenn, sem þar gengu í samsæri við brennivínsmenn, samkvæmt eiðfestum vitnisburði. pað voru framsóknarmenn, sem komu á vfn- banni í Brtish Columbia; það voru afturhalds- menn, sem svo langt fóru í baráttu sinni gegn því að þeir seildust heim á England til þess að halda eitrinu kyrru vestur á Kyrrahafsströnd. pað voru framsóknarmenn, sem komu fram og neyddu afturhaldsmenn til að ljá lið vínbanni í Ontario; það voru afturhaidsmenn, sem börðust gegn því með hnúum og hnefum til hins síðasta. Svona er sagan um alla Canada. Afturhaldið og brennivínið; brennivínið og afturhaldið. petta veit ritstóri Heimskringlu og þetta vita allir, sem með stjórnmálum fylgjast. En það er ekki að sjá á þeirri grein, sem á var minst að ritstjórinn hafi látið anda sannleikans eða þekkingarinnar stjóma penna sínum, og er það ilt að leiðast þannig út á villigötu í byrjun ferða. 2. Annað atriði í stefnuskrá afturhaldsmanna eru kvenréttindi. ^ Að því atriði munu flestir hlæja, sem þekkja hvemig þeim málutn er háttað í Saskatchewan. Stjómin hefir þegar veitt konum jafnrétti við menn í Saskatchewan og krefst þess nú að konur fái algert jafnrétti í öllu ríkinu — allri Canada. petta veit ritstjóri Heimskringlu. Hann fer því vísvitandi með blekkingu, þegar hann reynir að telja fólki trú um að það sé afturhaldsflokkur- inn, sem berjist fyrir kvenréttindum 1 Saskat- chewan. Hann hefði getað sagt satt hefði hann orðað það þannig að afturhaldsmenn hefðu gjama viljað koma þessu máli í framkvæmd, en þeir væru of seinir, því ólukku framsóknarmennimir væru búnir að því. Svona er stefnuskráin frá byrjun til enda, og á svona miklum sannleika byggist ritgerðin í Kringlu frá upphafi til hins síðasta. Frá hinni hliðinni. Á öðmm stað í blaðinu birtist grein frá nokkrum mönnum, sem gengist hafa fyrir því að safna hlutum í Eimskipafélaginu. Um þá grein skal hér ekki farið mörgum orð- um í þetta skifti, þar sem hún barst blaðinu ekki fyr en það var rétt um það leyti fullbúið til prentunar. En sökum þess að þar er bæði ein- hliða frá sagt og sumstaðar algjörlega hallað réttu máli, skal hér til bráðabirgða sögð í fáum dráttum sagan, eins og hún er í raun og veru. Á páskadaginn fékk eg símskeyti frá fulltrúa bannmanna á fslandi, þess efnis, að biðja mig að sjá um að fulltrúar, sem mættu fyrir vestur-ís- lenzka hluthafa á Eimskipafélagsfundinum í Reykjavík í sumar væru bannvinir. Eg sendi annað skeyti og bað um frekari skýringar og fékk þetta svar: “Vér bannmenn viljum útiloka alla brennivínssölu á skipunum; þau eru verstu vínsmöglarar nú; andstæðingar vorir ætla að flytja tillögu um undanþágu frá bannlögunum og vilja fá að selja brennivín innan landhelgi og inni á höfnum, eða láta alt standa eins og er. Ágætt er að fela umboð Pétri Halidórssyni eða Jónasi frá Hriflu”. pannig hljóðar skeytið. pannig er málið heima. Ástæðan til þess að skeytin voru send til mín er sú, að eg er, sem stendur, Stórtemplar í Mani- toba og Saskatchewan. Eg kallaði tafarlaust til skrafs og ráðagerða samverkamenn mína, þar á meðal marga stóra hluthafa. Var mér falið að finna Eggertsson og spyrja hann hvort hann vildi ekki lofa því að fylgja þeirri tillögu, sem lengst gengi á fundinum í sumar í því að banna vínsölu á skipunum. pessu neitaði hann með öllu. Eimskipafélags-nefndin hélt fund um málið og var eg þar. Málið var rætt og Eggertsson svaraði öllu illu og það var felt í nefndinni að skora á hann að framfylgja algerðu vínbanni. Aftur var haldinn samtalsfundur hjá Eggerts- syni, þar sem 10 manns voru mættir fyrir hönd bannmanna og var hann þar engu sanngjarnari. pá báðu bannmenn (þar á meðal margir hlut- hafar) um það að hluthafar mættu þeim á opin- berum fundi og gerðu þeir það. Var þar samþykt tillaga með 14 atkvæðum gegn 10, þar sem skorað var á Egg^rtsson að hann neitaði að taka hana til greina. / Bannmenn miðluðu málum á alla hugsanlega vegu. peir vildu ganga inn á það að Eimskipa- félags-nefndin kæmist sjálf eftir vilja hluthafa og hagaði sér eftir því, ætluðu bannmenn þá að láta málið falla niður, því þeir treystu dómgreind hluthafanna og töldu sjálfsagt að þeir réðu, en engin einvöld nefnd fyrir þá. pessu neitaði nefndin. Enn þá reyndu bannmenn að finna miðlunar- veg og báðu Eggertsson að lofa því aðeins að hann skyldi ekki greiða atkvæði á móti bann- mönnum heima, en að öðru leyti ráða hvort hann yrði með þeim eða ekki, og væri honum frá þeirra hálfu heimilt að greiða ekki atkvæði í þessu máli. Hann neitaði því. Enn var reynd sú málamiðlun að heimila Eggertssyni að fylgja því minsta, sem bannmenn heima kynnu að gera sig ánægða með til bráða- byrgða, og enn þá neitaði hann. pá fyrst tóku bannmenn hér til þeirra ráða að senda út eyðublöð til hluthafa, og biðja þá að aft- urkalla umboð sín frá Eggertssyni. Undir bréf, sem send voru jafnframt eru skrifaðir formaður og ritari bannmanna-nefndarinnar hér, sem báðir eru hluthafar. Mennirnir heima, sem bent er á að gott sé að fela umboðin, eru Pétur Halldórsson eftirmaður Sigfúsar Eymundssonar heima, einn hinna vönd- uðustu og áhrifamestu borgara í Reykjavík og Jónas frá Hriflu, kennari í Reykjavík, alþektur sæmdar og framkvæmdamaður. pað er ekki alveg rétt með farið í hinni grein- inni að farið sé fram á af okkar hálfu að banna flutning áfengis á skipunum, þótt um það væri beðið í fyrstu. Vér fórum aðeins fram á vín- sölubann. pað er heldur ekki alveg rétt í hinni greininni að vér bannmenn hér heimtum að Eggertsson fylgi frekustu kröfum, sem fram koma. Við báð- um hann um það fyrst, en slökuðum til á ýmsa vegu, eins og fyr er frá skýrt, og síðar verður skýrt betur. f nafni bræðra vorra, bannmanna heima, í nafni bannmanna hér og í nafni löghlýðni og sið- ferðis skora eg hér með á alla hulthafa í Eimskipa- félaginu, sem send hafa verið eyðublöð til útfyll- ingar, að ná sem allra flestum hluthöfum til þess að útfylla þau og senda þau til mín, ekki síðar en 23. þ. m. pað væri óheyrð vanvirða, ef Vestur-íslending- ar yrðu til þess að styðja þá, sem eyðileggja vilja bannlögin á íslandi. pví skal að endingu lýst yfir að þótt Ámi Eggertsson sé að mínu áliti djarfur og dugandi máður og að mörgu leyti merkur þá er honum ekki treystandi í þessu máli. Oss þykir fyrir því að verða að skýra frá því að ritari Eimskipafélags-nefndarinnar var svo þröngsýnn og þrællyndur að neita hluthöfum fé- lagsins um það að sjá nafnaskrá hluthafanna. Sig. Júl. Jóhannesson. Tilboð. öllum er kunnugt hið afarháa verð, sem nú er á hveitimjöli, og þess vegna er brauðmatur nú orð- inn dýr fæða. pað er því um það að ræða fyrir hverja húsmóður hveraig hún getur aflað sér þekk- ingar á því er snertir tilbúning á brauðmat yfir- leitt, þannig að hún bæði fái sem mestan og um leið næringarmestan brauðmat fyrir hvert dollarsvirði af efni til brauða er hún leggur út fyrir. Að mínu áliti er nú alt undir því komið þessu atriði viðvíkj- andi að sem flestar húsmaíður leggi áherzlu á það að baka sín eigin brauð, en kaupa þau ekki af bök urum, ekki beint af því að það sé hagur í því að búa til brauð með þvi háa verði sem nú er á dýr- ustu tegundum af mjöli, en heldur af hinu að tím- inn mun brátt leiða í ljós, þann ábæti erfiðleik- anna að mjöl kemst í talsvert hærra verð áður en mjög langt líður heldur en það er nú.. pess vegna mikið undir því komið hveraig fólk getur, þegar neyð krefur, haft ef til vill eins góð not af hinum ódýrari tegundum af mjöli. Eins og mörgum er kunnugt hefi eg átt við tilbúning brauða í síðast- liðin 10 ár og eg er reyðubúinn undir núverandi kringumstæðum að gefa bendingar og tilsögn með tilbúning á brauðum sem eg hefi bakað fyrir heim- ili mitt í nokkura undanfarandi tíma, en sem með réttum hlutföllum í samsetning hinna ódýrari teg- unda af mjöli með öðru sem gerir þau kejmgóð og að vissu leyti ekki ólík íslenzkum pottbrauðum, gerir þau að því er verð snertir alt að því helmingi ódýrari en brauð úr bezta hveitimjöli. peir sem vildu hagnýta sér þetta, gætu sent mér áskrift sína hvort sem þeir eru í bænum eða úti á lands- bygðinni og mun eg þá senda þeim nákvæmar upp- lýsingar í þessum efnum. Af því að nokkur kostn aður verður á þessu við að láta prenta uppskrift á þessu, auk póstgjalds, þá verð eg að biðja þá sem vilja sinna þessu að senda mér með áskrift sinni 10 cent í frímerkjum. Til íslendinga hér í bæ er senda mér áskrift sína mun eg koma til eftir því sem eg fæ tíma til. pað er tvent við þetta að athuga, fyrst að fá þekkingu á þessu meðan mjöl ekki hækkar meira í verði, til þess að þeir sem sjá hagnað af þessu og líkar brauðin, að þeir geti fengið sér einhverjar byrgðir af þessum mjölteg- undum áður en þær hækka enn meira í verði, og svo annað að tíminn mun sýna það eins og áður var sagt að fólk verður að býrja á að hagnýta sér margt af hinum ódýrari fæðutegundum og mikið undir því komið að afla sér þekkingar hveraig má ná hinum bezta árangri. Með vinsemd, G. P. Thordarson, 866 Winnipeg Ave. í THE DOMINION BANK f X STOFNSETTUR 1871 ♦ t •f 1 t ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ Uppborgtiður böfuðstóU og varasjóður $13,000,000 Allar ©lgnir - 87,000,000 Bankastörf öll fllótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögt5 á aS gera skiftavinum sem þægilegust vitSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaöir eða þeim bætt við lnnstæöur frá $1.00 eöa meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dtme Brancb—W. M. HAMILTON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BURGKR, Managev. v: wj :wj yy: j ivfÁ’'v»á Áfvj yvv"*/ NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $ 1,431,200 Varasjóðu.....$ 715,600 Vara-formaður - - - - - - - - - Capt. WM. ROBINSON Sir D. C, CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASIIDOWN, W. R. BAWLF E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISFÍ CAMPBELL, JOHN STOVKL Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlð einstakllnga eöa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanlr seldar til hvaöa staöar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparisjööslnnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagöar viC á hverjum 6 mánuöum. T- E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. 4'výéVV4uÝéV:?4V,VéA Cé^VéVVéÝVéÝVé- Hver dagur er Purity- Flour-Dagur matreiðslu- konunnar, sem ánœgð er aðeins með bezta brauð og kökur. PURITV FLOUR "MORE BREAD AND BETTER BREAD” 144 Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir ttarfsmann alþýðumáladeildarinnar. SÁÐTfMI FYRIR KARTÖFLUR í ár eru allar þjóöir aö reyna aS rækta eins mikla fæðu og mögulegt er Og sökum þess aö kartöflur eru ein aöaltegund hins bezta jaröargróða I Manltoba þá hefir búnaðardeild Mani- tobastjörnarinnar gefiö út nýtt flugrit 28 blaösíöur að stærö, sem heitir “Kartaflan". þetta flugrit er skrifað af þremur kennurum viö Manitoba búnaðarskólann og er því skift I þrjá parta sem hér segir: 1. Kartöflurækt og geymsla. 2. Kartöflusjúkdómar I Manitoba. 3. Kartöflur sem fæöa. Flugritið er á ensku og hver einasta bændafjölskylda þar sem enska er les- in ætti aö senda eftir eintaki. Til þess að fá eintak áttu að skrifa “The Pub- lieation Branch Manitoba Department of Agriculture, Winnipeg’’ og biðja um “The Potatos Bullitin.” Fáein af aðalatriðunum I flugitinu eru útskýrð hér á eftir: ■ Meiri partur fólksis notar kartöflur til fæðu I flelri löndum en nokkur önnur fæða er nótuð. 1 Manitoba er kartöflurælít að fara I vöxt ár frá ári hjá flestum bændum, og sérstaklega hjá þeim sem hafa nógan vinnukraft heima fyrir, er kartöfluræktin hjá þeim arðsöm mjög. Fimm síðustu árin hefir kartöflu- rækt fylkisins verið sem hér er frá skýrt. Ar Ekrufjöldi Uppsker: af ekru 1912 51,878 206 1913 55,743 180 1914 60,484 140 1915 67,343 114 1916 62,581 145 Ef aðalatriðið er mikil uppskera af ekrunni, þá er bezt að sá kartöflum á hálendi, sem haugur hefir verið borin á og vel plægt að sumrinu árið áður. Ef verkið hefir verið vel af hendi leyst, þá hefir illgresi að mestu eyðilagst og mikið hefir verndast af raka, en þetta er hvortVeggja mjög nauðsynlegt fyrir kartöflurækt. þar sem landið er þurara, eða um þurka- tímann , verður uppskera á hvridu landi meiri með mirnii fyrirhöfn á meðan vaxtartíminn stendur yfir en af nokkurri annari tegund lands. Litlir landblettir sem á aö hvlla geta gefið af sér gðða kartöfluuppskeru. þegar kartöflur eru ræktaðar á landi, sem ai^ öðru leyti er hvllt, er tvent unnið I einu: sem sé það að uppskera fæst og landið hreinsast. Vinna sem til þess er nauðsynleg að uppræta illgresi er meiri og ’illgresið er minna þar sem kartöflum hefir verlð sáð I hvllda jörö, en með þvl að koma þessu til leiðar fæst auka upp- skera. Meira að segja korn sem rækt- að er þar sem kartöflum hefir áður verið sáö, vex betur og hálmurinn verður sterkari og stendur betur, en hann gerir eftir hvlld á landi. Að sá kartöflum ár eftir ár I sama land er venjulega ekki heppilegt. það er að vissu rétt að kartöflu vöxtur getur veriÖ göður ár eftir ár á góðu landi nýju, en sá tími kemur alt af að annaðhvort vöxtur eða gæði uppsker- unnar minkar. Sjúkdömur og skemdir verða tlðari og verri þar sem kartöflur eru ræktaðar ár eftir ár. Kartöflur vaxa vel I ýmiskonar jarð vegi, hvort sem landið er nokkuð þungt eða létt og sendið. Samt sem áður er sendin mold bezt, helzt djúpur jarð- vegur, fastur, þurlendur og sendinn. Bæta má mikið jarðveginn og gæði kartaflanna, með þvl að bera haug I jörðina. Haugurinn gerir jarðveginn lausari og opnari ef hann er þéttur, en þéttari ef hann er laus og hjálpar þá til þess að halda vatni. Á feita jörð ætti að bera hauginn að haustinu og plægja garðinn frá sex til átta þum lunga djúpt. 1 léttum jarðvegi er betra að plægja að vorinu. til þess að ekki fjúki að vetrinum. Ekki ætti að bera nýjan haug á land sem til kart- öfluræktar er ætlað, þvi þá er hætt viö að kartöflurnar verði kláðugar. Gott er að plægja djúft þar sem kartöflufn eöa rófum er sáð. Land sem plægt er að haustinu gljúpnar meira við vetr ar frostið og veröur moldin þá flnni og betri og heldur betur I sér vatni en það sem plægt er að vorinu. Vorplæg- ing getur gefið bærilega kartöfluupp- skeru. Herfa ætti moldina og saxa stöðugt, þangað til sáð er. Mikiö má bæta kartöflur og auka uppskeru þeirra ef útsæöið er vel valið, 4 hverju ári. Bezt er að velja útsæðið I garðlnn þegar kartöflurnar eru að vaxa og éins þegar þær eru teknar upp. Á meðan þær eru að vaxa eru þær þannig valdar að farið er um garðinn og þau grösln mörkuð sem sterkust eru. pegar tekifc er upp eru þær kartöflur sem undan þeim grösum koma látnar sér. Reglulegar kartöflur I meðallagi stórar eða vel það eru beztar til útsæðis, og þess þarf að gæta aS þær séu heilbrigðar. Oftast er þaS vanrækt aS velja kar- töflur á þann hátt; eru þær þá venju- lega valdar úr hrúgunni, og skal þfi/ sömu reglu fylgt og aS ofan er frá skýrt. Eins þarf aS gæta þegar kart- öflur eru skornar til útsæSis: Hvert stykki sem haft er til útsæðis ætti að hafa 2—3 “augu” og vera eins stSrt og mögulegt er. án þess aS hafa “aug- ,un" fleiri en þörf gerist. Stykkin ættu aS vigta 2—3 únsur. Reynslan hefir sýnt að stórt stykki meS vissum “augna” fjölda gefur af sér meira en lítið stykki meS sama “augna” fjölda. Meðal stórum kartöflum er oft skift I fernt meS krossskurSi. þegar lltir er uu kartöflur er ráSlegt að skera þær svo smátt að hvert stykki hafi ekki nema eitt “auga.” Kartöflum ætti aS sá undir eins þeg- ar ekki er lengur hætt viS frosti. Frá 15. mal til 1. júnl er hentugur tími Kartöflum er venjule^a sáS I raðir með 30—36 þumlunga millibill, en út- sæðisstykkjum sáð meS 12—15 þuml- unga bili I röSinni. SáSregla 1 litlum garði er sú sem hér segir: Gjör skor- ur 4—5 þumlunga djúpar með einföld- um plógi meS þvl milllbiH sem aS ofan er sagt, og sá síðan kartöflum meS þvl bili sem sagt var (12—15 þ.). Talsverður munur er á þvt hversu mikiS útsæSi þarf I jafn stórann blett fer það bæSi eftir stærS kartaflanna. og því hversu langt er á milli raða eSa kartafla. Frá 12 til 24 mælar fara venjulega I ekruna. ÁriS 1916 voru kartöflur I Manitoba KIRKJUÞING. Samkvæmt því, sem auglýst hefir verið í “Sameining- unni”, verður kirkjuþingið í ár haldið í Minneota. pað byrj- ar fimtudaginn 14. júní. Lagt verður af stað frá Winnipeg með Great Northem járnbrautinni kl. 5 síðdegis 12. júní. Fargjald frá Winnipeg er um 12 doll. Sérstakur svefnvagn flytur kirkjuþingsmenn alla leið til Marshall og þurfa þeir, sem taka sér fari í þeim vagni aldrei að skifta um lest á leið- inni. Aukaborgun fyrif þau hlunnindi er $2—$2.50. peir sem vildu tryggja sér rúm í þeim vagni ættu að gera aðvart um það nokkru fyrirfram—helzt sem fyrst. f því efni má snúa sér til J. J. Vopna. Búist er við að marga fýsi að fara þessa skemtilegu ferð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.