Lögberg - 17.05.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAl 1917
3
Pollyanna
Eftir Eleanor H. Porter.
Ungfrú Polly langaði til að spyrja um meira,
en barnið var svo feimið og vandræðalegt, að hún
hætti við það. f stað þess sneri hún sér við og
gekk beina leið niður í eldhúsið til Nancy.
"Nancy!”
Rödd ungfrú Polly var hörkuleg. Allar þessar
undarlegu heimsóknir með hinar dularfullu kveðj-
ur höfðu haft slæm áhrif á taugar hennar. Svo
hörkulega og styttingslega hafði Nancy ekki
heyrt hana tala, síðan Pollyanna meiddist.
“Nancy, viltu vera svo góð að segja mér hver
þessi undarlegi “leikur” er, sem allir héraðsbúar
tala um að mér finst? Og að hverju leyti hann
snertir systurdóttir mína? Og hvers vegna allir,
frá frú Snow að telja til þessarar frú Tarbell,
senda henni kveðju sína og segja, að þeir leiki
hann ? Mér leikur grunur um að allir héraðsbúar
séu “glaðir” og gangi með ljósbláar borðalykkjur
um hálsinn, og séu orðnar sem aðrar manneskjur
og hafi nýjar og alt aðrar skoðanir á hlutunum,
og að þetta sé Pollyönnu að þakka. Eg hefi reynt
að tala um þetta við barnið, en eg vil auðvitað
ekki kvelja hana núna, vesalings litlu stúlku.na.
En þú sagðir nokkuð í gærkveldi, sem kom mér
til að ætla að þú hefðir máske verið með í þessum
“leik.” pessvegna verður þú að segja mér hvað
alt þetta á að þýða ?”
Ungfrú Polly til stórrar undrunar fór Nancy
að gráta.
“J?að þýðir, ungfrú Polly, að síðan hún kom
hingað, hefir þetta blessað bam gert alla bygðar-
búa glaða, og að þeir þess vegna reyna r.ú að end-
urgialda það með því, að gera hana glaða.”
“Glaða — yfir hverju ?”
“Glaða. Að eins glaða. pað er hað sem “leik-
urinn” er.”
Ungfrú Polly rykti höfðinu til óþolinmóðlega,
svo að litlu skrýfðu lokkamir sem Pollyanna hafði
búið til í hári hennar, dönsuðu fjörlega um ennið.
“Hú, þú ert ekki hóti betri en allir ■ ðrir, Nan-
cy. Leikurinn! Hvaða leikur?”
Nancy leit upp; hún leit upp og horfði beint í
augu húsmóður sinnar.
“Já, nú skal eg segja yður það ungfrú. pað er
leikur sem faðir Poilyönnu kendi henni að leika.
Hún fekk einu sinni tvær hækjur frá tr-úboðsfé-
lagi, sem hún hafði beðið að senda sér brúðu, og
svo grét hún auðvitað, eins og hvert annað barn
mundi hafa gert. Og það mun hafa verið þá sem
faðir hennar sagði, að það væri enginn hlutur til
í heiminum svo öfugur, að ekki væri eitthvað við
hann sem maður gæti glaðst yfir; og að hún gæti
verið glöð yfir hæjunum líka.”
“Glöð yfir — yfir hækjunum?” Ungfrú Polly
bældi niður í sér grátinn — hún hugsaði um litlu
máttlausu fætuma uppi.
“Já, ungfrú, það sagði eg líka. Og ungfrú
Pollyanna sagði að það hefði hún líka sagt. En
svo skýrði hann fyrir henni, að hún gæti verið
glöð — yfir því að þurfa þeirra ekki.”
“Ó, nei!” sagði ungfrú Polly að eins.
“Og eftir þetta fann hann upp á því, að búa til
leik úr þessu — og hann átti að vinna í þá átt, að
maður gæti fundið eitthvað til að vera glaður yfir
sérhverjum hlut. Og þann leik kölluðu þau “að-
vera-glaður-leikinn.” pannig er það ungfrú; og
síðan hefir hún leikið þenna leik á hverjum
degi.”
“Já, en hvernig — hvernig----” Ungfrú Polly
þagnaði af algerðum vandræðum.
“Og þér munduð verða hissa, ef þér vissuð
hvert gagn hann gerir,“ sagði Nancy, næstum eins
áköf og Pollyanna sjálf. “Eg vildi að eg gæti sagt
yður frá helmingnum af því, sem hún hefir gert
fyrir mömmu og þau þar heima. pér vitið að hún
hefir komið þangað og heimsótt þau tvisvar á-
samt mér. Og þau urðu glöð og eg var glöð —
yfir öllum mögulegum hlutum.stórum og smáum,
eins og þér skiljið. pað var eins og alt mótlæti
yrði miklu léttara að bera. Já, mig fekk hún t. d.
til að gleðjast yfir því, að eg héti ekki Hipatia —
mér líkar ekki nafnið mitt “Nancy” — en hún
sagði að eg gæti verið glöð yfir því, að heita ekki
Hipatia, því þá mundi fólk kalla til mín. Og svo
voru það mánudagsmorgnarnir, sem eg var svo
gröm yfir, en hún kom mér til að gleðjast yfir
þeim líka.”
“Gleðjast yfir mánudagsmorgnunum ? Hvern-
ig á eg að skilja það?”
Nancy hló.
“Já, eg veit að það lítur undarlega út, ungfrú
En nú skal eg segja yður frá því; hún vissi að það
lá sjaldan vel á mér á mánudagsmorgna, þetta
blessað barn, með heillar viku vinnu og slit í vænd-
um, og svo sagði hún að eg mætti einmitt vera
glöð á mánudagsmorgna, því að þá vissi eg að heil
vika væri þangað til að mánudagur kæmi aftur.
Já, það hjálpaði raunar, því eg varð að hlæja, og
síðan hefi eg munað eftir því á hverjum mánu-
dagsmorgni, og orðið að hlægja aftur.”
“Já, en — hversvegna — hversvegna hefir hún
ekki sagt mér neitt um — um þenna’ leik ?”
stamaði ungfrú Polly. “Hversvegna hefir hún
haidlð því leyndu í hvert skifti sem eg hefi spurt
hana um hann.
Nancy roðnaði, hún var ekki viss um hverju
hún ætti að svara. Loksins sagði hún:
“Já, afsakið ungfrú, en það var af því — af
því þér höfðuð sagt að hún skyldi ekki — minnast
á föður sinn; og þess vegna gat hún ekki sagt yð-
ur frá honum, því það var af föður sínum sem
hún lærði leikinn.”
Nú var það ungfrú Polly sem roðnaði. Rún
beit á vörina.
“Hún var fús til að segja yður frá honum í
byrjuninni,” sagði Nancy fljótlega en hikandi.
“Hana langaði að til að hafa einhvern til að leika
leikinn við, eins og þér skiljið, og það var þess-
vegna að eg byrjaði að leika hann með henni, svo
hún hefði þó eina manneskju.”
“Já — en — hinir allir?” Ungfrú Polly var
skjálfrödduð.
“Jú, hinir allir, sjáið þér — eg held að annar-
hver maður í bygðinni kunni leikinn nú. Að
minsta kosti heyri eg fólk ávalt tala um hann.
Hún hefir talað við marga um hann, og þeir hafa
svo sagt öðrum frá honum, og svo vitið þér hvern-
ig það gengur, þegar snjóköggull byrjar að velta
í frostleysu. Og svo hefir hún alt af verið .^vo
blíð og góð við alla og svo — já, svo glöð sjálf, að
allir urðu svo hrifnir af henni og töluðu um hana.
Og þessvegna eru allir í bygðinni svo hryggir yfir
þessu óhappi hennar, og vorkenna henni — eink-
um síðan þeir heyrðu hve leið hún er yfir því, að
geta ekki fundið neitt til að gleðjast yfir. Og þess
vegna er það, að hingað koma svo margir núna til
að segja henni hve glaða hún hafi gert þá, af því
þeir vona að það gleðji hana dálítið. Hún var
sjálf svo áfram um að koma fólki til að leika þenna
‘ ‘ vera-glaðu r-leikinn.”
“Ó já, ef maður að eins gæti — ef maður að
eins gæti —” Rödd ungfrú Pollys þagnaði sökum
gráts og hún sneri sér við og flúði úr eldhúsinu
með tárin sín.
Nancy stóð kyr og starði á eftir henni.
“Nei, nú — nei, nú,” tautaði hún. Nú er eng-
inn hlutur til, sem eg ekki get ætlað ungfrú Polly”
Fimtán mínútum síðar var ungfrú Polly alein
hjá Pollyönnu í herbergi hennar. hún hafði beðið
hjúkrunarstúlkuna að yfirgefa þær litla stund.
“Kæra Pollyanna mín,” sagði Polly frænka með
þeim blíða, alúðlega hreim, sem rödd hennar hafði
fengið þessa síðustu daga; “nú hafa margir kom-
ið til að spyrja um líðan þína í dag, er það ekki?
Og allir hafa beðið mig að segja þér, að þeir léki
þenna leik, það var til að gleðja þig, eins og þú
skilur.“
“Já, en þú Polly frænka, þú — talar alveg eins
og þú þekkir — eða kunnir-------þekkir þú leik-
inn, Polly frænka?”
“Já, hugsaðu þér, það gjöri eg.” Ungfrú Polly
gerði hvað hún gat til að tala blíðlega og ánægju-
lega. “Nancy hefir kent mér hann.skal eg seg:a
þér og mér finst það vera svo indæll leikur, að mig
langar til að leika hann með þér.”
“ó, Polly frænka, Polly frænka! ó, hvað eg
eg er glöð. J?ví, sjáðu, mig hefir alt af, mest af
öllu langað til að leika hann við þig — já, alt af.”
Varimar á Polly frænku skulfu. Nú var enn
þá erfiðara að tala í vanalegum og glaðlegum róm,
en hún þvingaði sig til þess.
“Já, nú skulum við leika hann á hverjum dííri,
þú og eg. En það hefir verið skemtilegt að leika
hann með öllum hinum líka. Góða mín, eg held að
annarhvor maður í héraðinu leiki hann. Eg hefi
hvað eftir annað í öllu falli hitt fólk, sem hef’r
talað um hann, og alt segist það vera svo undur
glatt. Að minsta kosti er helmingur héraðsbúa
gíaðari en áður, og það er þér að þakka, Pollyanu i.
pú hefir kent fólki nýjan leik; þú hefir kent því að
vera glatt. J?að er sá bezti leikur, sem þú getur
kent nokkri manneskju.”
Pollyanna klappaði höndum saman.
“ó, eg er svo glöð,” hrópaði hún. Og alt í einu
geislaði ánægjan með dásamlegu ljósi á litla and-
litinu hennar. “Polly frænka, — ó, Polly frænka,
nú skil eg að það er samt sem áður nokkuð, sem
eg get glaðst yfir. Eg get verið glöð yfir því, að
eg hefi getað hlaupið um kring á fótunum mín vn.
því annars hefði eg ekki getað gengið /á meðal
manna og sagt þeim frá leiknum.”
XX VIII. KAPÍTULI
Opinn gluggi
Hinir stuttu vetrardagar liðu hver á eftir öðr-
um, en þeir voru ekki stuttir fyrir Pollyönnu.
Peir voru svo langír, svo langir; og stundum líka
svo kveljandi. En þrátt fyrir það reyndi litla
stúlkan að vera örugg og hughraust, og að mæta
því sem koma kunni með hugrekki. Var hún ekki
skyldug til að leika leikinn með glöðum huga núna
þegar Polly frænka lék hann líka? Og Pohy
frænka fann upp á svo mörgu til að gleðjast yfir.
pað var Polly frænka sem einn daginn fann sög-
una um tvö, litlu foreldralausu börnin, sem voru
stödd úti í kafaldsbyl, og fundu hurð sem vindur-
inn hafði feykt um koll að hálfu leyti, skriðu inn
undir hana og furðuðu sig svo á því, hvað J^ær
vesalings manneskjur gætu gert,. sem ekki hefðu
neina hurð að skríða inn undir. Og það var Pol’.y
frænka, sem kom með hina söguna um gömlu ko'-
una, sem að eins hafði tvær tennur, og og sem var
svo glöð yfir því að tennurnar voru sín í hvorum
góm og mættust, svo hún gat tuggið.
Pollyanna hafði farið að dæmi frú Snow og
var farin að prjóna. Hún prjónaði yndislega hluti
úr mislitu ullarbandi. Allir mislitu hnyklarnir láu
dreifðir á hvítu rúmábreiðunni; það var gaman að
sjá það; og Pollyanna lá — eins og frú Snow — og
var glöð yfir því, að hún gat notað hendur sínar
og handleggi.
Nú orðið fékk fólk leyfi til að heimskja og tala
við Pollyönnu, og það komu margir, og ávalt komu
þeir með innilegar kveðjur. Oft komu þeir með
ýmsa smámuni og alt af fengu þeir henni eitthvað
nýtt til að hugsa um.
Einu sinni hafði John Pendleton komið og Jim-
my Bean tvisvar. John Pendleton hafði sagt henni
að Jimmy Bean væri snjall drengur og veitti sér
mikla ánægju. Og Jimmy hafði sagt henni hve
gott og skemtilegt heimili hann hefði eignast, og
hve mikilhæfur karl John Pendleton væri. Og
báðir sagt að þeir ættu henni að þakka alt þetta.
“Svona þarna getur þú séð hve glöð eg má
vera yfir því, að hafa getað gengið,” sagði Polly-
anna seinna við frænku sína.
Veturinn leið og vorið kom. peir sem stund-
uðu Pollyönnu og með athygli og kvíða veittu Mð-
an hennar eftirtekt, sáu enga verulega breytingu
í ásigkomulagi hennar, þrátt fyrir hina nákvæm-
ustu framkvæmd á hinni fyrirskipuðu meðferð
hennar. pað virtist fyllilega ástæða til að ætla,
að spádómur sérfræðingsins um það, að Pollyanna
mundi aldrei oftar geta notað fætur sína, myndi
rætast.
Alt fólkið í héraðinu var sér úti um glöggar
fregnir um líðan Pollyönnu. En sérstaklega var
það einn maður, sem bar vaxandi kvíða og hrygð
yfir ásigkmulagi hennar, sem hann fékk glöggar
fréttir um hjá öðrum sjúklingum er hann vitjaði.
En eftir því sem dagarnir liðu, og fregnimar um
ástand Pollyönnu versnuðu en bötnuðu ekki, varð
hann enn órólegri. pað var sönn örvilnan sem
greip hann, en á hina hliðina þrákelknisleg mót-
spyrnutilfinning, og þessar tvær tilfinningar háðu
harðan bardaga um völdin í huga hans, en loks
vann örvilnanin sigur, og einn laugardagsmorgun
stóð Chilton læknir óvænt í starfsherbergi John
Fendletons.
“Pendleton,” sagði læknirinn til að byrja mað,
“eg kem til þín, af því þér er kunnugra um við-
skifti okkar ungfrú Polly Harrington, heldur en
nokkurri annari manneskju í öllu héraðinu.”
John Pendleton hugsaði eftir á, að andlit s!tt
hefði eflaust fengið undrandi svip; — hann þekti
auðvitað söguna um samband Polly Harrington
og Thomas Childton, en á þetta málefni höfðu þur
el:ki minst í fimtán ár að minsta kosti.
“Jú,” svaraði hann, og reyndi að gefa rödd
sinni áhuga og forvitnishreim. En augnarhliki
síðar sá hann, að það var þarflaust að reyna það;
— læknirinn var svo hrifinn af erindi sínu. að
hann gaf raddarhreim hans engan gaum.
“Pendleton — það er það; eg verð að sjá bam-
ið. Eg verð að fá að rannsaka hana, Pendleton.”
“Já, en getur þú það ekki?”
“Get eg það ekki? pú veizt mjög vel, Pendle-
ton að eg hefi ekki komið þar inn fyrir dyr síðustu
fimtán árin. pú veizt ekkí — en nú skal eg seg.ia
þér það, að húsmóðirinn á því heimili sagði við
mig, að í næsta skifti sem hún beiddi mig að koma
þangað, mætti eg skilja það þannig, að hvn
beiddi mig um fyrirgefningu og að alt skyldi vera
eins og áður — sem þýðir sama sem, að hún vildi
þá giftast mér. Máské þú getir nú séð, að hún
ekki getur eða vill gera boð eftir mér, skilur þú ?”
Já, en — getur þú ekki farið þangað — án
þess að sent sé eftir þér?”
Læknirinn hynklaði brýrnar.
“Hum! Eg hefi mína sómatilfinningu líka ”
“Jæja, en getur þú ekki gleymt þessu drambi,
sem eg kalla það, og jafnað þetta ósamlyndi —’
“Jafnað þetta ósamlyndi?“ sagði læknirinn
æstur. “pað er ekki þesskonar sómatilfinning
sem eg á við. Hvað það snertir, þá er eg fús til að
ganga þangað á hnjánum — eða á höfðinu ef bú
vilt — ef það gæti gagnað nokkuð. Nei, það er
iðnaðar-sómatilfinning mín sem eg á við. petta
eru veikindi, og eg er læknir. Eg get þó ekki me?'
góðu móti farið þangað og sagt: “Gerðu svo vel
og taktu mig fyrir lækni!” — finst þér að eg
muni geta það?”
“Chilton,” spurði, Pendleton, “hvað var það,
sem olli ósamlyndinu milli ungfrú Harrington og
þín ?”
“ó — hvað það var? Hvað er ósamlyndi milli
heitbundinna persóna — þegar það er umliðiðð?
pað er ekki umtalsvert. pað kemur ekki málinu
\ið.” Læknirinn gekk ákafur fram og aftur um
gólfið. “Pendleton, það skiftir engu með þetta
ósamlyndi. Eg hefi gleymt því; það er dautt hjá
mér. En eg verð að sjá bamið; það getur þýtt líí
eða dauða. pað getur táknað — já, eg trúi því
hiklaust og alvarlega —, að það getur verið ein von
og líkindi gegn tíu fyrir því, að Pollyanna geti
aftur farið að nota fætur sína.”
Læknirinn talaði þessi orð skírt og með mikilli
áherzlu; og um leið og hann talaði þau, gekk h .nn
fram hjá opna glugganum í vinnustofu John
Pendletons.
En beint undir glugganum niðri í garðreitnum
lá lítill drengur og tíndi illgresi. Og hann heyrði
hvað læknirinn sagði. pað var Jimmy Bean.
Hann settist upp í reitnum með augu og eyru
galopin.
“Nota fætur sína, hún Pollyanna?” heyrði
hann John Pendleton segja. “Við hvað áttu,
maður?”
“Eg á við það — eftir þeirri skoðun og skiln-
ingi, sem eg get. bygt á frásögn manna, án þess
að hafa skoðað barnið — að þessi tilvil.jun líkist
mjög mikið þeirri, sem einn af námsbræðrum
mínum hefir nýlega læknað. Hann hefir um
mörg ár stundað sérstaklega þess konar tilviljanir,
og nú hefir hann kenslustofnun því viðvíkjandi.
Eg hefi stöðugt átt bréfaviðskifti við hann, og
á þann hátt fylgst með í ástundunarefni hans.
Og eftir því sem mér hefir verið sagt — nú, í
fám orðum sagt: eg verð að sjá barnið.”
John Pendleton var staðinn upp af stólnum.
“pú verður að sjá hana, Chilton. Gætir þú
ekki — t. d. með aðstoð Warrens?”
Hann hristi höfuðið.
“Eg er hræddur um að það dugi ekki. Ekki af
því, að Warren hafi ekki verið mjög bróðurlegur.
En hann sagði mér, að hann hefði sjálfur stungið
upp á þessu við ungfrú Harrington. En hún sagði
svo ákveðið nei, að hann getur naumast fengið
sig til að bera það upp aftur, enda þótt hann viti
að mig sárlangar til að sjá barnið. Auk þess hefir
viljað svo óheppilega til, að nokkrir af hans beztu
sjúklingum hafa snúið sér að mér—og það—já,
hendur mínar eru enn fastar bundnar sökum þess.
En Pendleton, eg verð að sjá barnið. pú verður
að finna einhver ráð! íhugaðu hvað það þýðir
fyrir hana!”
“Já, að hugsa sér hvað það getur leitt af sér,
að þú færð ekki að sjá hana,” svaraði Pendleton.
“Já, en — hvernig get—? Eg get ekki farið
þangað án þess, að frænka hennar krefjist þess;
en það gerir hún aldrei.”
s
Efnafrœðislega sjálfslökkvandi
Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira
öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú
lætur þig varða, meira en lítið.
Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn-
ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á
vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver
einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð-
islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman
þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt-
an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og möeu-
legt er. /
öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s
J. N. Sommerville,
Lyfsali
Horni William & IsabeJ, Winnipeg
Tals. Garry 2370
Vér mælum me8 eftirfylgjandi
hressingarlyfum að sumrinu
Beef, Iron & Wine
Big 4 D Compound
sem er blóÍShreinsandi metSal.
Whaleys blóðbyggjandi
lyf
VoriC er komið; um þaö leyti er
altaf áríðandi a8 vernda og styrkja
líkamann svo hann geti sta8i8 gegn
sjúkdómum. Þa8 verður bezt gert
me8 því a8 byggja upp bló8i8.
Whaleys bló8byggjandi me8al gerir
þa8.
Whaleys lyfjabúð
Hornl Sargent Ave og Agnes St.
BOTNAR OG BOTNALEYSUR
Gamlar stöSvar gleymast seint,
greypt þar eru tár í stál.
Bernsku ástir ljóst og leynt
lifa dýpst í hverri sál.
H. G.
Vond er gigt í vinstri öxl,
verri þó í hægri mjöðm.
J. G. G.
Þeirra vitja Ijóst og leynt
læt eg hniginn mína sál.
J. D.
“HríÖin stranga hylur tanga,
hrannir ganga landiö á.”
Hliöarvanga byljir banga,
bjarga dranga rokur slá.
___________J. D.
Stórt spor í vændum.
William Jennings Bryan hinn
heimsfrwgi friöar- og siöbótaniaður
hafði byrjaö hreyfingu í þá átt a8
útrýma algerlega allri áfengissölu,
áfengisflutningi og áfengisgerð úr
öllum Bandaríkjunum 1920 þegar
kosningar fara fram.
Þegar Bandaríkin fóru í stríöiö,
greip hann tækifærið og hugsar sér
nú aö koma þessu til leiöar svo aö
segja tafarlaust. Hann santdi ávarp
til þjóöarinnar og skoraöi á alla
sanna borgara landsins aö taka
saman höndum og útiloka þann óvin,
sem allra væri verstur og hættuleg-
astur — áfengiö.
Þessari áskorun var vel tekiö, og
meðal annars héldu fulltrúar 25,000
bænda í New York fund, þar sem
þeir ákváðu 16. apríl aö krefjast þess,
aö áfengis tilbúningur yröi með öllu
fvrirboöinn meöan striöiö stæöi yfir.
t áfengi er þar varið árlega 625,000,-
000 mælum korns til áfengis fram-
leiöslu eða 6/ mælir á hvert manns-
barn í öllum Bandaríkjunum. Ekki
þykir ólíklegt að Bryan takist aö
korna þessu fram.
Gróði jámbrauta.
Nýlega eru útkomnar skýrslur um
járnbrautirnaar í. Caaanada yfir fjár-
hagsáriö sent nýlega er endaö. J. L.
Payne eftirlitsmaður járnbrauta
lagöi fram |jær skýrslur í Ottawa 23.
apríl. Samkvætnt þeim höföu félög-
in tekið inn á árinu $263,527,157 en
áriö áöur tóku þau inn $199,843,072.
Reksturskostnaður hafði verið áriö
sem leið $180,542,259, en áriö áöur
vortt þaö $147 731 099. Hreinn á-
góöi áriö sem leiö var $83,000,000 er,
áriö áöur $52,000,000.
Eignir járnbrautanna eru nú
$1,975,358,919. Ariö 1916 höfðu
2,705,636 fleiri farþegar ferðast meö
járnbrautum en áriö 1915 og 22,455-
255 fleiri smálestir veriö fluttar meö
þeirn í ár en í fyrra.
Alls höföu 437 dáiö af járnbraut-
arslysum á árinu en 2,058 hafði slas-
ast.
Vínpöntunarfélögin.
Þegar bannlögin komu í gildi i
Manitoba tóku nokkrir prangarar upp
á því aö panta áfengi fyrir menn.
Þetta var talið ekki meö öllu ólög-
legt, en farið í kring um lögin. Síö-
asta þing samdi lög, setn ákváött, að
þessi pöntunarfélög skyldu hér eftir
vera ólögleg, var þeim veitt hlífö í
60 daga meö þeim fyrirv'ara a8 ef
þau hættu ekki aö þeim liönttm, yröu
þau lögsótt. Þessi tími er liðinn 9.
maí og veröa þá öll pöntunarfélög
að hætta. Má búast við að þaö bæti
mjög þá erfiöleika, sem á því hafa
veriö aö framfylgja bannlögunum
hér í fylkinu.
Rex Cleaners
LITA, HREINSAog
PRESSA FÖT
Búa til ný föt, gera við föt
Föt pressuð meðan þér
standið við................S5c.
Karla og kvenna fatnaður
Kreinsaður fyrir........$1.60
Einnig viðgcrðir i loðskinnsfötum
332] Notre Dune Ave.
TalS. G. 67 Winnipee
Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei
er vitjað innan 30 daga
JOSIE & McLEOD
Gera við vatns og hitavélar
__ i Kúsum. Fljót afgreiðsla.
553 Notre Dame Tals. G. 4921
TAROLEMA lœknar EGZEMA
Gylliniœð, geitur, útbrot, hring-
orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma
E-*knaf hösuðskóf og varnar hár-
fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum.
CLARK CHEMICAL CO.,
309 Somerset Block, Winnipeg
Silki-afklippur
til að búa til úr duluteppi. Vér höfum
ágœtt úrval af stórum pjötlum meðalls-
konar litum
__ Stór pakki fyrir 2Sc
5 pakkar fyrir $1.00
Embroidery silki
af ýmsum tegundum og ýmsum litum
1 unzu pakki aðeins 25c
Peoples Specialties Co.
P.O. Box 1836 Winnipef, Man.
BIFREIÐA
“TIRES”
Vér aeljum nýjar og brúk-
aðar “tires . Kaupym og
tökum gamlar í skiftum
fyrir nýjar, gefum gott
verð fyrir þær gömlu. AIl-
ar viðgerðir eru afgreiddar
fljótt og vel.
Skrifið eftir verði.
Watsons T ire
Service
180 Lombard St., Tal. M.4577
Williams & Lee
Reiöhjól og bifhjóla stykki og
höld. Allskonar viögeröir.
BifreiÖar skoöaðar og endurnýja
ar fyrir sanngjarnt verð. Barn
vagnar og. hjólhringar á reiör
höndum.
764 Sherbrooke St. Homi Hotre Da
Wm. H. McPherson,
Uppboðshaldari og
Virðingamaður . .
Selur við uppboð LandbúnaðaráKöId. als-
konar verzlunarvörur, búsbúnað og fleira.
264 Smith St Talt.M. 1781
Art Craft Studic
Montgomery Bldg. 215] Portai
1 gamla Queens Hotcl
G. F. PEN3NT, Artiat
Skrifstofu talsfmi .. Main 5
Heimilis talsimi ... Garry J
C. H. NILS0N
KVENNA- og KARLA
SKRADDARI
Hin stærsta skandinaviska
skraddarastofa
208 Logan Ave.
í öðrum dyrum frá Main St.
Wianipeg, Man.
Tals. Garry. 117