Lögberg - 17.05.1917, Blaðsíða 7
LÖÖBEEG, FIMTUDAGINN 17. MAI 1917
7
ALVEG NY og
UNDRAVERÐ
UPPFUNDING
Eftir 10 ára erfiSi og tilraun'ir
hefir Pröf. D. Motturas fundiS upp
meSal búiS til sem áburS, sem hann
ábyrgist aS lækni allra verstu tilfelli
af hinni ægilegu.
og svo ódýrt aS allir geta keypt.
Hvers vegna skyldu menn vera aS
borga iæknishjálp og ferSir 1 sérstakt
loftslag, þegar þeir geta fengiS lækn-
ingu heima hjá sér. paS bregst al-
drei og iæknar tafarlaust.
Verð $1.00 giasið.
Póstgjald og herskattur 15 cent
þess utan.
Aðaiskrifstofa og einkaútsölumenn að
«14 BUILDERS EXCHANGE BLDG.
Dept 9, Winnipeg, Man.
Bergbúaljóð
eður svo nefnd Hallmundarkviða, c
er hennar helzta innihald að finna
eftirfylgjandi kvæSi, það nærst verS-
ur. fOrkt 1853 eða fyrrij.
[í öðru af frumritum Hjálmars
þessu kvæöi lætur hann kvæöinu
fylgja bæði ágrip af bergbúaþætti og
skýringar i óbundnu máli á Hall-
mundarkviðu hinni fornu, og ritar
þar að lyktum:
“Til lesarans.
flÞótt eg hafi þanninn fengist við
kviöu þessa, er það eingan veginn
hér með sagt, að útskýring þessi sé
sú rétta og sanna, því dulyröi og
dimmyröi slíkra verka getur mjög
veriö úr lagi gengin síöan fyrst var
ritað, og vil eg enginn svo frekt upp
taki; hefir og Hallmundur eitthvert
óvenjulegt mál og samsetning brúkaö,
sem hvergi er að finna hjá neinum
fornskáldum, sem eg hef séð. Líka
er hann víöast mjög sundurlaus
meiningu sinni og oft langt á eftir
sjálfum sér. En það litla, sem eg
hefi hér út í erfiðað, tel eg engum
þeim of gott, sem nýta vilja, en tek
jafnframt til stórra þakka, að, þar
sem eg hefi offrað þessum braghrœr-
ing á þjóðaraltari, að hann gæti öðl-
ast lagfœring hjá þeim, er betur vita
og síðar hagtœring til betri vegar,
Mitt eina forsvar er þetta:
Upp að grafa Óðreyrs brunna,
ausa þaðan vínið þunna
of boðið er minni ment;
Ijóðspil slegið löppum klunna
lagfæri, þeir betur kunna.
Því er fífl að fátt er kent.”]
Fyrirmáli.
Eg vil fara í jötunmóð,
járnið svara heimtar glóð,
að mýkja barinn urnis óð,
endurkara draugaljóð.
Minum létta leiðirnar
löndum nettu samtiðar,
helli slétta Hallmundar,
hraun og kletta mylja þar.
Slíka vinna vegabót
verða kynni þreyta Ijót,
að kara ólvinnan kletta brjót
og kvæði spinna af sömu rót.
Hér byrjar kviðan.
Hrumur kall í klettum blá
kúri eg, fallinn eins og strá,
fæti hallar heimi frá
heingifjalla brúnum á.
Óðins friður farinn er,
forni siður aldar þver,
kristnin ryður rúms til sér,
raunaliviður skapast mér.
Flest um gættir fyrnist hér
fjalla vætta, sýnist mér,
Óðinn hætt á flótta fer,
fylgi eg grættum hamra grér.
Undarligri fregn þar fór
fram um digran álfakór,
að kross- með -vigri kraftastór
Rristur sigri gamla Þór.
Hellisbúar hljóðna þá,
hamra smjúga fylgsni blá,
Þór ei trúa þurfum á,
því hann nú er allur frá.
Bruna sveitast bjargálfar,
bænir heitar kristninnar
á oss leita alstaðar,
illar veita hremmingar.
Kvelja drauga kristin tár,
klýfur hauga ótta fár,
gef eg auga þessu þrár,
þykkjan laugar gamlar brár.
Siðabót mig særðan lét,
sveiflar fót í heljar net,
galdra blót og geira hret
geri eg móti, það sem get.
Læt eg amra ylgdar þá —
undir glamrar dýra lá —
út um hamra götin grá
glóðar kamra mökkinn blá.
Þórs eru vinir fallnir frá,
feigðarginið svelgir þá,
haltra eg iinur eftir á,
undir stynur hraunið blá.
Stoðum ökla flýta fer
feigðar hökli vafinn hver,
spreingir jökla og björgin ber,
burt þá hröklast landvætter.
Illa verði Óðinn þér,
oss þú gerðir senda hér
•Þór, sem verður einkis er,
afli skerður háðung ber.
Man eg tíðir fegri fjörs,
friðuðu lýði synir Bjors,
deyfðu stríð og hrynur hjörs,
hófu prýði aldaknörs.
Vorra nutum verka þá,
vallar lutum skautið á,
fræin hrutu af fingrum smá,
föxum skutu i loftið blá.
Vildi eg búnað bæta minn,
brúkaði túna verkfærinfnj,
hauðurs krúnu hársvörðinn
hrifu snúnu plógjáminfný.
(Versna tíðir veldi á,
voðahríðir niður slá
skóginn friða og blómstrin blá,
byrjar stríð og vopnaþrá.
Spáir muni mælsku skýr,
meginunaðs blóminn flýr,
jöklar duna, en járnið gnýr,
jörðin brunahraunum spýr.
Taka að þynnast trygðirnar,
tals ógrynnis þjóðimar
bröndum tvinnast blóðþyrstar,
borgir vinnast öflugar.
Detta í sjálfan dauðans hver
dvergar, álfar, landvætter,
goðin skjálfa og alt hvað er,
enn eg bjálfann hrista fer.
Veldishrumur visnar nár,
vetrar fuma tíðir þrjár^
Norðri þrumar eins og ár,
ekkert sumar milli gár.
Veðurbarða gýjan grá
gleypir jarðar haddinn smá
vorri Garðarseyju á,
einkum harðast v'iðrar þá.
En þá neyðar aldafar
á því skeiði heimsvistar,
djörf í reiði dunar þar
drepsótt eyðileggingar.
Múspells synir þyrpast þá
þjóðarkynið jarðar slá,
Ragna dynur rökkur á,
reið í hvinar lofti blá.
Ógnir drauga eins og mý
elds með flaugum vekja gný,
súrnar augum sjáldar í,
saman haugast reykjarský.
Veröld flýja verð eg þá,
vondar knýja hurðir á,
Bifröst skýjum brotin frá
bannar nýjan himin sjá.
Fætur þreytu þjakaðar
Þramma um reitu helgrindar,
eg má streytast ofan þar
í eldinn heita og kvalirnar.
Hlýt eg barinn bölvum þeim,
betri kjara firtur seim
Níðhögg svarinn, elds með eim
ofan fara í þriðja heim.
Tek eg að brýna tröllskapinn,
í trausti Hlínar fram knúinn,
vonin skín á veikri kinn,
vini mína í helju finn.
Þór einn forðum þaðan bar
þvert af storðu heljunnar
undir skorðum allsherjar
efni Norðurstjörnunnar.
Ferjumanninn Karon kall
kenni eg þann við eljar stall
rishærðanfnj um reikar fjall,
reynist glanninn afgamall.
Minni kvamu kvíðir hann,
krafta ramur ferjumann,
við mig amast ókendanfnj,
af er gaman tíma þann.
Geing eg nökkva gnæpur frá
í ginið dökkva Vítis þá,
tekur að rökkva um tárga brá,
tímann slökkva eilífð má.
Upp sér hreykja áleingdar
ýldureykjar þokurnar,
blossi steikir bustamar,
bláar ’sleikir hvelfingar.
Sezt að erfi herjans hjón
heyra gervan píslartón,
tannir sverfa elds vjð ón,
allri hverfur veröld sjón.
Hús mitt slegna hrauns við reim
hels fyrir megni skýldi beim;
neyðar vegna um nætursveim
nú hafa þegnar sótt mig heim.
Hefi eg eigi hingað til
Hleiðólfs fley í gríðar byl
siglt á megin Sónar hyl,
sjaldan slegið gamanspil.
Ykkar hver, sem ekki kann
út að bera kviðling þann,
fallinn gerist fjörs í bann.
Fræða hér eg læsi rann.
Niðurlag.
Svo eru vunnin vignisljóð,
vorn í runninn tíðaróð;
sér alkunnan þekkir þjóð
þeirra klunnavirkan bjóð.
Kveð eg fjöll og kletta blá
kominn Tröllabotnum frá.
Ljósari spjöllin lesa má
• lýð gjörvöllum núna hjá.
Legg eg hærur hrömaðar
hægt á gærur svefnværðar;
mér til æru messa þar
melir, flær og dordinglar.
Frosti bitið fellur strá,
fingra titrar brellan smá,
hausnum situr ellin á,
ennis þvitar hrelling fá.
YFIRLIT
yfir mannvirki á Islandi 1916
1. Vegir og brýr.
í fjárlögum ársins 1916 var veitt
til vega og bmargerða 169,400 kr,, en
v’egna ófriðarins voru miklir erfið-
leikar á að útvega efni til brúargerða
og fá það flutt til landsins. Var því
frestað að gera tvær stórbrýr, sem
veitt var fé til, yfir Austurkvísl Hér-
aðsvatna út við sjó of yfir Vatns-
dalsá hjá Hnausum. Að öðrum
verkum var unnið svo, sem til var
ætlað.
Var unnið að lagningu allra þeirra
flutningsbrauta, sem enn eru ófull-
gerðar. Flutningsbrautin um Borg-
arfjörð, frá Borgarnesi á þjóðveg-
inum frá Kláffossi var fullgerð og
afhent sýslufélögum Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslu til viðhalds. Hún er
um 34 km. á lengd og hefir kostað
samtals 145 þús. kr. Enn fremur v'ar
unnið nokkuð að lagning akfærra
þjóðvega og gerðar þær 4 stein-
steypubrýr, sem taldar eru í töflunni,
sem hér fylgir, auk nokkurra enn
minni brúa.
Helztu akvegskaflar lagðir á árinu
eru þessir:
Húnvetningabraut 1,5 km. löng,
3,75 metra breið og varkostnaður við
bygging hennar 10,200 krónur.
Skagafjarðarbraut 2,7 km. löng,
3,75 m. breið, verð 7,700 kr.
Grímsnesbraut 3,6 km. löng, 3,75
m. breið, verð 10,000 kr.
LangadalsVegur í Hvs. 2,4 km.
langur, 3,15 m. breiður, verð 7,500 kr.
Hróarstunguvegur 2,4 km. langur,
3,15 m. breiður, v'erð 5.800 kr.
Brýr gerðar á árinu:
Miðfjarðará 30.0 m. bogi, verð
9,500 kr.
Árfarið hjá Hnausum 9,0 m. bitar,
verð 2,100 kr.
Ljá 9,5 m. bitar, verð 2,200 kr.
Breiðumýrará 9,0-)-9,0 m. bitar,
verð ca. 7,000 kr.
Til flutningsbrauta og brúa á þeim
var samtals varið um 70 þús. kr.
þar af til viðhalds þeim brautum, sem
á landssjóði hvíla, um 11 þús. kr.
Til þjóðvega og brúa á þeim var
samtals varið um 35 þús. kr., þar af
til viðhalds um 12 þús. kr.
Til viðgerðar á fjallvegum var eytt
um 3 þús. kr.
Til akfærra sýsluvega um 18. þús.
kr. gegn helmings tillagi frá hlutað-
eigandi sýslufélögum.
Verk þessi öll v'oru unnin undir
umsjón Jóns Þorlákssonar fyrverandi
landsverkfræðings.
2. Vatnsvirki.
Undir umsjón Jóns Þorlákssonar
var að mestu lokið við að fullgera
áveitu á Miklavatnsmýri. Varð
greiddur kostnaður á árinu um 17 þús.
kr. Langmestur hluti skurðgraftrar
var unninn á akkorðsvinnu samkvæmt
sérstöku útboði. Vatnið í áveituna er
tekið úr Þjórsá, skamt fyrir ofan
Mjósund, og er áveitusvæðið alt um
2,000 hektarar. Verður væntanlega
hægt að veita þar á nú í vor.
3. Ritsímar og talsímar.
Auk venjulegra viðgerða eftir
skemdir vetrarins var aðallega þetta
f ramkvæmt:
1. Lokið við talsímalínu úr tvö-
földum koparþræði til Hornafjarðar,
lagður kaflinn Svínhólar í Lóni —
Hornafjörður, 35 km.
2. Sett upp stauraröð frá Brekku í
Núpasveit til Húsavíkur ca. 60 km.
og strengd símalína úr einföldum
járnþræði milli Þórshafnar og Húsa-
víkur ca. 115 km.
Bygð talsímalína úr tv'öföldum
járnþræði frá Brekku i Núpasveit til
Raufarhafnar, ca. 29 km.
3. Settir niður staurar í talsíma-
línu frá Hafnarfirði til Grindavíkur,
ca. 16 km. ný stauraröð og frá Kefla-
vik til Hafna, ca. 13 km.
Línur þessar gátu ekki orðið full-
gjörðar á árinu vegna þess að ein-
angrara vantaði í þær.
4. Lagður tvíþættur sæsimi yfir
Hvalfjörð, vegna nýrrar talsímalínu
frá Reykjavík að Kalastaðarkoti.
5. Lagður jarðsimi fyrir innanbæj-
arsímanum á Akureyri, á svæðinu frá
símastöðinni út að Torfunefi — 1,125
metrar með 125 tvöföldum línum.
Loftkaflarnir, sem voru á þessu
svæði, voru teknir niður og lagðir
neðanjarðar eftir Oddeyrinni.
Á Siglufirði var sett upp nýtt
skiftiborð og innanbæjarsíminn end-
urbættur.
Stöðv'arnar Svínhólar í Lóni og
Esjuberg vöru lagðar niður, en þess-
ar opnaðar: Bygðarholt í Lóni,
Hólar í Hornafirði, Gerðar i Þistil-
firði, Brekka í Núpasveit, Raufar-
höfn, Skógar í Axafirði og Víkinga-
vatn.
i 4. Vitar.
Undir umsjón landsverkfræðings
vitamálanna, Th. Krabbe, voru á ár-
inu 1916 settir upp 2 nýir vitar, ann-
ar á Ingólfshöfða (var smíðaður á
verkstæði landsins 1915J, hinn í
Bjarnarey fram af Kollamúla. Auk
þess hefir einn viti verið smíðaður
en ekki settur upp JMalarrifsviti).
Ingólfshöfða-vitinn. Ljóskerið er
soðið saman úr járnplötum; það
stendur á 7 metra hárri járngrind. I
vitanum eru aceton-ljóstæki frá
Svenska a/bolaget Gasaccumulator í
Stockhólmi, með 3. flokks ljóskrónu,
stærri gerð, frá Bénard, Barbier &
Turenne í Parts. Vitinn sýnir hvitt
ljós, 2 blossa með stuttu millibili 6
sinnum á mínútu. Sjónarvídd vitans
er h. u. b. 17,5 stn. Á vitanum er
sjónventill (system DalénJ. Vitinn
kostar alls kr. 17,331.19.
Éjamareyjar-vitinn. Ljóskerið
stendur á 2yí m. háu steinsteypuhúsi.
í vitanum er aceton-ljóstæki og ljós-
kröna eins og í Ingólfshöfða-vitanum.
Ljósmagpi vitans samsvarar 15 sm.,
og sýnir hann hvítt Ijós, 3 blossar
með stuttu millibili 3svar á mínútu.
Kostnaðurinn varð kr. 13,736.35.
Auk þess voru settir upp leiðar-
staurar fyrir skipbrotsmenn á Skeið-
arársandi og sjómerki reist á Beru-
firði, Þórshöfn og Kópaskeri. Ti!
þess var varið kr. 6,654.22 á árinu.
5. Hafnarvirki.
Reykjavíkurhöfn. A árinu var
fullgert bólvirki og fylling fram und-
an miðbænum. Bólvirkið er járn-
veggur veð sérstakri gerð JSystem
LarsenJ. — Er veggurinn úr breiðum,
þunnum járnstöngum, er reknar eru
niður úr botni, renna þær í fals hver
við aðra og mynda þannig þéttan
vegg. Bólvirkið er 160 m. langt, en
flatarmál fyllingarinnar er um 18,-
000 m2. Yfirbygging Örfiriseyjar-
garðsins var fullgerð á 380 m. langd
frá landi. Stórum sívalning úr járn-
bentri steinsteypu, er gerður hafði
verið á landi i örfirisey, var komið
fvrir, þar sem hann á að standa,
fremst í Batterí-garðinum. Að mestu
v'ar Iokið við dýpkun hafnarinnar. Á
árinu var greitt í verkalaun 232,200
kr., og voru við þessa vinnu að með-
altali 140 manns. Hafnarsjóður
greiddi til hafnargerðarinnar um
milj. krónur.
Yfirverkfræðingur er sá sami og
fyr, N. P. Kirk.
Vestmannaeyjahöfn. Hringskers-
garðurinn var fullgerður og afhentur
sýslufélaginu í september, en fáum
dögum síðar bilaði hann nokkuð
fremst í ofsgveðri, og hafa skemdir
þessar heldur ágerst í vetur, því ekki
var hægt að vinna að aðgerð á hon-
um’ fyrri hluta vetrar. Hörgseyrar-
Tannlækning.
VIÐ höfum rétt nýlega fengið tannlæknir sem
er ættaður frá Norðurlöndum en nýkominn
frá Chicago. Hann hefir útskrifast frá einum af
stærstu skólum Bandaríkjanna. Hann hefir aðal
umsjón yfir skandinavisku tannlækninga-deild
vorri. Hann brúkar allar nýjustu uppfundingar
við það starf. Sérstaklega er litið eftir þeim sem
heimsœkja oss utan af landsbygðinni.
Skrifið oss á yðar eigin tungumáli Alt verk
leyst af hendi með sanngjörnu verði.
REYNIÐ OSS!
VERKSTOFA: TALSlMI:
Steiman Block, 541 Selkirk Ave. St. John 2447
%
Dr. Basil O’Grady,
áður hjá International Dental Parlors
WINNIPEG
Tals. Garry 3462 A. Fred, Stjórnandi
The British Fur Co.
Flytur inn og framleiðir ágætar loðskinnavörur bæði fyrir konur
og menn, loðskinns- feða eltiskinnsfóðruð föt. Föt búin til eftir máli.
LOÐSKINNA FÖT GEYMD ÓKEYPIS
Allar viðgerðir frá $10.00 og þar yfir hafa innifalda geymslu
og ábyrgð. Allar breytingar gerðar sem óskað er. Pantanir nýrra
fata afgreiddar tafarlaust fyrir lægsta verð og aðeins lítil niðrborgun
tekin fyrir verk gerð í vor.
ÖLL NÝJASTA TÝZKA.
- Winnipeg, Man.
72 Princes* St. 4
McDermot
Business and Messinnal Cards
Dr. R. L HUR5T,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng„ útskrlfaBur af Royal Collego of
Physiclans, London. Sérfrætflnsur I
brjúst- tauga- og kven-sjúkdðmum.
—Skrlfst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (ft. mðtl Eaton’s). Tals. M. 814.
Helmlli M. 2696. Tíml til viðtals:
kl. 2—5 og 7—8 e.h.
Reyndir klæðskerar og loðfata-
---------— gerðarmenn------------------
Föt á menn og konur gerð eftir máli.
Kosta $27.50 og þar yfir.
Hreinsun, sléttun og viðgerðir. Ekkert
tekið fyrir geymslu. Fötin sótt heim og
flutt heim eftir að búið er að gera við þau
526 Sargent Ave., - Winnipeg, Man.
Talsími Sherbr. 2888
garðurinn var orðinn um 40 metra
langur um nýjár.
Yfirverkfræðingur er N. P. Kirk.
I Bolungarvík Var endurbygður sá
partur brimgarðsins, er skemdist 8.
nóv. 1915, og var kostnaðurinn við
það hér um bil 12,500 kr.
Á Siglufjarðareyri var unnið að
framhaldi sjóvarnargarðsins er byrj-
aður var 1915, og auk þess lagaðar
skemdir þær, er orðið höfðu á honum
í óveðrinu 5. febr. 1916. Kostnaður-
inn var alls um 18,500 kr.
6. Rafniagnsst'óðvar.
Byrjað var á byggingu rafmagns-
stöðva í Húsavík, Patreksfirði og
Bíldudal, en á engum staðnum gat
verkinu orðið lokið 1916 sökum örð-
ugleika á útvegun efnis stríðsins
v’egna,
7. Mannvirki Reykjavíkurbcejar.
Á árinu hefir verið unnið að götu-
gerð í þessum götum:
Suðurgata 100 m. langur akvegur,
6,0 m. breiður, verð 3,000 kr.; hellu-
lagðar stéttir 100 m., verð 1,900 kr.
Bankastræti 300 m. langttr akv.,
8,5 m. breiður, verð 10,8(K): hellul.
stéttir 400 m., verð 7,900 kr.
Kirkjustræti, 160 m. hellul. stéttir,
verð 2,900 kr.
Akvegirnir eru gerðir með tjöru-
púkki og þjappaðir með gufuvaltara
6 tonna þungum.
Enn fremur hefir verið varið til
viðhalds gatna 5 þús. kr., til holræsa
4,800 kr„ til þrifnaðar 8,100 kr.
Til fullkomnunar v’atnsveitu bæj-
arins var gerður vatnsgeymir á Rauð-
arárholti. Hann er stór sívalningur
úr járnbentri steinsteypu, hæð að
innan er 6,75 m. og þvermál 14,0 m„
og er yfir lok úr sama efni, sem hvil-
ir á hliðarveggjum hans og 9 súlum
steyptum, er standa í botni geymisins.
Hann rúmar um 1,000 tenm. og hefir
kostað 30 þús. kr.
Vegna mikillar húsnæðiseklu, lét
bæjarstjórn gera timburhús einlyft
50 álna langt og 10 álna breitt. Eru
þar 10 íbúðir, tveggja herbergja, en
eldstæðið er í öðru herberginu, og
skúr fylgir hverjum tveim ibúðum,
er þar inngangur og dálítið geymslu-
rúm. Hús þetta stendur við Laufás-
veg sunnarlega og kostaði 16 þús.
kr. Þessi verk voru unnin undir um-
sjón bæjarverkfræðings Þórarins
Kristjánssonar.
—Tímarit Verkfræðingafél. Isí.
Grikkir deyja úr hungri.
Bandamennn hafa bannað eða tak-
markað svo aðflutning vista til Grikk-
lands að fólkið deyr tugum saman á
dag úr hungri. Þetta er farið að
ganga svo langt að við sjálft liggur
að þjóðin hrynji niður ef ekki er að
gert.
Ormameðal
Prof. SIITTON’S
og Jurtir
sem Iosa líkamann
viö orma og eitur.
Hundruð njálga og
orma, sem geymdir
eru I alkoholi eru
til sýnis. Vitnisburð
ir frá öllum þjóðflokkum og verðskrá.
229 Pacific Ave. Horni King St.
£:
VKR HREINN
PÖDDU-DUFTIÐ JACKSONISKA
hið fljótandi lúsadrápslyf er til sölu
á sama staðnum gamla 466 Portage
Ave„ Winnipeg, og þeir sem kaupa
segja aS ekkert sé betra til að drepa
....essi kvikindi. pað er sent svo að
segja til hverrar borgar og hvers bæj-
ar I Vesturlandinu, alla leið til Prince
Rupert, B. C.
NORWOOD’S
Tá-nagla Meðal
lseknar fljótt «g vel
NAGLIR SEM VAXA 1 H0LDIÐ
Þegar meðalið er hrókað
þá ver það bólgu og sárs-
aukinn hverfur algerlega
ÞAÐ MEÐAL BREGST ALDREI
TU sölu hjá lyfsölum eða
sent með pósti fyrir $1.00
A. CAR0THEN8, 184 l{oseberr> 8t., St James
Búið tíl í Winnipeg
Tals. M. 1738 Skrifstofutimi:
Heimasimi Sh. 3037 9 f. h. til 6 e.h
CHARLES KREGER
FÖTA-SÉIRFRÆÐINGUR (Eftirm.Lennox)
Tafarlaus lækning á hornum, keppum og
innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira.
Suit* 2 Stobart 81.190 Portags l(ve., Winippog
HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa
af húsbúnaði, þá er hægt að
semja við okkur, hvort heldur
fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að
LÁNI. Vér höfum ALT sem til
húshúnaðar þarf. Komið og skoðið
0VER-LAND
H0USE FURNISHING Co. Ltd.
580 Main St„ horni Alexander Ave.
VÉR MALMPÆGJUM HDUTI.
PIat«-o: Silfur lagning og fæging;
hreinsar og lætur húð á samtimis,
50 cent og 80 cent.
Kleen-o: Silfur- og gull hreinsun;
skemmir ekki fágaða muni, 25 cent
og 50 cent.
Touch-o: Málmblendings- kopar-
og nikkel hreinsun. 10 og 25 cent.
Winnipeg Silver Plate Co„ l.tíl.
Sími: Main 4625. 136 Rupert St„ Wpg.
Dr. B. J.BRANDSON Oífice: Cor. Sherbrooke 4 WiUiara Tblbphone oarrv 3ftO Ovncp-TfMAK: 2—3 HQlmili: 776 Vietor St. Tilbphonb oarry 8*1 Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að fá, eru notuð eingönsu. þeear þér komlð með forskriftina til vor, megið þér vera viss um að fá rétt það sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Danie Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 GiftinKaleyfisbréf seld.
Dr. O. BJORNBON Office: Cor, Sherbrooke & WUliara niLIPWmSKARRT SSt Office-timar: a—3 HBHWILII 764 Vlctor 6t>••« Tblbphonb, oarry 788 Winnipeg, Man.
Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building; C0R. P0RTVSE AVE. & EDMOJITOfi ST. Stusdar eingöngu augna, ejnna. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2 — 5 e. h.— Talsími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talsími: Garry 2315.
^ARKET JJOTEL
VIB sölutorgiö og City Hall «1.0« til «1.50 á dag Eigandé P. O’CONNELL.
J. G. SNÆDAL, 'TANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. eg Donald Streot Tals. main 5302.
Talslmið Garry 3324 J. W. MORLEY Hann málar, pappírar og prýðir hús yðar ÁÆTLANIR GEFNAR VERKIÐ ABYRGST Finnið mig áður en þér látið gera þannig verk 624 Sherbrook St., Winnipeg
592 EUice Ave. Tals. Sh. 2096 Ellice Jitney og Bifreiða keyrsla Andrew E. Guillemin, Ráðsm.
THE IDEAL Ladies & Gentlemens SH0E DRESSING PARLOR á móti Winnipeg leikhúsinu 332 Notre Dame. Tals. Garry 35
Manitoba HatWorks Við hreinsum og lögum karlaog kvenna hatta af öllum tegundum. 309 Notre Dame. Tals. G. 2426
JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR Heimllls-Tals.: St. John 1844 Skrifstofn-Tuls.: Main 7978 Tekur lögtaki 'braði húsaleiguskuldir, veðskuldir, vixlaskuldir. AfgTeiðir alt sem að lögum lýtur. Room 1 Corbett Blk. — 615 Main St.
Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. BAILIFFS Tökum Iögtaki, innheimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson Bl., 499 Main
Vér gerum við og foegjum húsmuni, einnig tónum vér pítnö mg pólerum þau ART FINISHING COMPANY, Coca Cola byggingunni Talsími Garry 3293 W innip
Dagtals. St.J. 474. Næturt. St.J.: 866.
Kalli sint á nótt og degi.
DR. B. GERZABEK.
M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá
London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá
Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknlr
v ið hospítal í Vínarborg, Prag, og
Berltn og fleiri hospltöl.
Skrifstofa í eigin hospltali, 415—417
Pritchard Ave„ Winnipeg, Man.
Skrifstofutlmi frá 9—12 f. h : 3_6
og 7—9 e. h.
Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal
415—417 Pritchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart-
veiki, magasjúkdómum, innýflave'iki,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdðm-
um, taugaveiklun.
THOS. H. JOHNSON «
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslentkir lógfraeBiagar,
Skmfstofa:— Room 8ri McArlhor
Building, Portage Avsnus
Ákirua: P. O. Box 1680,
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VBRKSTtBBI:
Homi Teronlo og Notre Dame
I k.i~iii-
Phone
Omrry MN
J. J. BILDFELL
FA3TBKÍNA3ALI
R*»m SSO Unitn Sant TCL. tð&i
Selur hús og lóCKr og aanajt
alt þar aO lútandi. Peaingalftn
'***—’*""""*■ ............
J. J. Swanson & Co.
Verale með fastoigdúr. Sjéwa
æ*u á hú.um. Annaet lán og
eUeábyrgðir o. fi.
SA4 Ha I
A. S. Bardal
8418 Sherbrooke 8*.
Selur líkkistur og annast um útfarir.
Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem-
ur hann aiskonar minnisvarða
og Iegsteina.
Heimilie Tal., - Qsirry 21S1
Skrir.taVu Tal«. - Qarry 300, 375
FLUTTIR til
151 Bannatyne Ave
Homi Rorie Str.
í staerri og betrí verkstofur
Tals. Main 3480
KanalyElectricCo
Motor Repair Speciaiist
Electric French Cleaners
Föt þur-hreinsuð fyrir 81.25
því þá borga $2.00?
Föt pressuð fyrir 35c.
484 Portage Ave. Tals. S. 2975
Lífs-jafnvægi.
Það að maður sé í Jgóí
skapi og Vel upplagður I
vinnu, er vottur um gó?
heilsu og jafnvægi er á li
færunum. Slikt ásigkomi
lag heilsunnar veitir líl
amanum mótstöðuafl geg
sjúkdómum. Notið Trii
ers American EUixir (
Bitter Wine til þess i
styrkja innýflin, taugar <
allan líkamann. Þi
styrkir meltingarfærin <
gerir þau eðlileg. Þér g<
ið ekki fengið neitt bet
við hægðaleysi, höfuðve
magagasi og magasjú
dóm, slappleika, o. s. fi
Verð $ 1.50. Fæst í lyfj
búðum.
Triners áburður flyt
heimili þínu áreiðanle
lyf bæði við alvarleg u
sjúkdómumoggigt, taug
gigt, slysum, mari, ból|
og þreytu í vöðvum
fótum. Verð 70c. Se
með pósti.
Joseph Triner, Manofactnri
Chemist, 1333-39 S. Ashla
Ave., Chicago, 111.