Lögberg - 05.07.1917, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ 1917
lögbtvg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Mzrn.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
J. J. VOPNI, Business Manager
Otanáskrift til blaðsins:
TlfE OOLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnípsg, tyar|.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, IRan.
VERD BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Rógur.
“Eg skammast mín fyrir marga ættfeður mína”,
sagði séra pórhallur Bjarnarson biskup á studenta-
félagsfundi í Reykjavík árið 1897, “en þó er þar
einn sem eg skammast mín dýpra fyrir en nokkum
annan og það er Mörður Valgarðsson. En það
sem veldur mér mestrar áhyggju er þó hitt, að enn
þá skuli hann eiga nokkra syni hér í landi, sem eru
lifandi eftirmynd föður síns.”
Að þessum orðum var gerður góður rómur að
makleikum. En hversu miklu dýpra mundi hinn
ágæti maður pórhallur Bjamarson taka í árinni
ef hann væri lifandi og staddur á meðal vor Vest-
ur-íslendinga nú á dögum?
Vér höfum hér tvö blöð á voru kæra feðramáli,
sem fylgja í stjómarskoðunum sínum flokknum
hvort. Við það er ekkert að athuga ef slíkt er
gert samvizksamlega og á ærlegan hátt.
Jafnvel þótt afturhaldsflokkurinn sé orðin svo
alræmdur og illa þokkaður að það sé hverjum ís-
lendingi stórblettur á siðferði að fylgja honum,
þá geta þó til þess legið ýmsar ástæður að ekki sé
sanngjamt að kasta þungum steini á blinda menn,
er út á villigötur láta leiðast. þeim er það ósálf-
rátt.
Af þeim ástæðum er það að vér bemm hrygð
í huga þegar vér íhugum það að kunningi vor
ólafur Tryggvason skyldi leiðast út á þær óhreinu
götur og niður í þá svörtu undirheima að leigja
sjálfan sig þeim flokki sem að verðleikum er al-
ment bæði hataður og fyrirlitinn í landinu.
Að hann, ungur og alþýðlegur, fremur vel gef-
inn og að eðlisfari ærlegur drengur, skyldi gerast
vilja laust tól í höndum eða klóm auðvalds og harð-
stjómar til þess að berja á flokksbræðrum sínum
— verkamönnum og alþýðunni.
Af þessu hryggjumst vér í einlægni; teljum
það ógæfu manninum sjálfum og þjóðinni hneysu.
En það var aðallega eitt atriði í starfsaðferð
Heimskringluráðsins, sem vér vildum minnast á
í eitt skifti fyrir öll. Vér höfum veitt því eftirtekt
fyrir löngu, en látið það svo að segja afskiftalaust.
petta atriði er rógburðaraðferð Heimsk. síðan vér
tókum við ritstjóm Lögbergs.
pegar vér korhum fyrst að blaðinu árið 1914,
notuðu andstæðingar vorir rógsaðferðina, er þeir
sáu að ekki var sigurs að vænta á annan veg.
“pegar bítur ekki á annað vopn en rógur,” sagði
skáldið Stephan G. Stephanson við það tækifæri.
Og rógburðaraðferðin hepnaðist í það skifti. En
“skamma stund varð þar hönd höggi fegin,” eins
og oft vill verða. Marðartönnin gægðist þá út á
milli vara róberans og almenningsálitið braut hana
við rætur.
pegar vér tókum við blaðinu aftur 1916, var
sama aðferð reynd. Heimskringla flutti hverja
greinina á fætur annari með rógburði um ritstjóra
Lögbergs og fór loksins svo langt að ráðleggja
útgefendum blaðsins að skifta um og láta oss fara.
Kaupendum Lögbergs fjölgaði ekki einungis
missiri eftir missiri, heldur dag frá degi og gerir
enn. Tugir bréfa, sem blaðinu berast vikulega
bera glöggastan vitnisburðinn um vinsældir þess
og álit.
Útgefendumir aðhyltust því ekki ráð fjand-
manna sinna; mundu eftir því að Loki hafði aldrei
heilráður verið.
Svo fór þannig að ritstjóri sá, er við Heims-
kringlu hafði verið var svo ógætinn að skrifa
sanngjama grein og rétta og var rekinn fyrir
vikið; slíkur ritháttur leiðst ekki þeim megin;
hann var brot á móti fyrsta og síðasta boðorði aft-
urhaldsins.
pá er fenginn annar maður til þess að vera rit-
stjóri að nafninu til, og annaðhvort hefir hann
vitað hvað “kellu kom” eins og Grímur Thomsen
sagði, eða honum hafa verið lagðar þannig lífs-
reglumar að halda áfram rógburðarstefnunni.
Um langan tíma hefir tæplega birst eintak af
Heimskringlu án þess að þar væri rógburðargrein
um ritstjóra Lögbergs.
Samkvæmt stefnu frjálslynda flokksins og
samkvæmt þeirri stefnu sem núverandi ritstjóri
Lögbergs hefir haldið fram, síðan hann fyrst fór
að fást við blaðamensku fyrir rúmum 20 árum,
hefir Lögberg talað máli fólksins; haldið fram
jafnrétti æðri sem lægri, kvenna sem karla, án
tillits til auðæfa, stöðu, þjóðemislitar, titla eða
trúarbragða.
Til þess að sanna þetta þarf ekki annað en
vitna í Dagskrá, er vér gáfum út í Reykjavík
1898—9; Dagskrá II., sem vér gáfum út hér eftir
aldamótin; margar greinar sem vér skrifuðum í
Heimskringlu á meðan hún var fólksins blað á
ritstjómarárum Baldwinssonar og síðast Lögberg,
sem vér höfum nú verið ritstjóri að talsvert á
þriðja ár. Heimskringlustjómin hefir fundið til
þess að vinsældir Baldwinssonar vom henni horfn-
ar. hann hafði stjómað henni svo að hún ávann
sér hylli fólksins í mörgum efnum. nú hafði hún
ekkert að bjóða nema stríðsfréttir, flestar ýktar,
sumar lognar og klunnalega skrifaðar, einhliða
og óábyggilegar, og svo hnefaréttarkenningu aft-
urhaldsins og auðvaldsins. .
Bezta sönnun fyrir því að hér sé með rétt mál
farið, er sú að biðja menn að lesa Heimskringlu
sjálfa, ef þeir hafa þolinmæði til þess eða geta lagt
það á sig. Af þessu leiddi það að mismunur blað-
anna að því er vinsældir snerti óx svo að segja
daglega.
Úrræði Heimskringlustjómarinnar var ekki
það að breyta og bæta og reyna að hefja sig upp
í áliti með ærlegu móti, til þess að mæta Lögbergi
í drengiegu kappi á hreinni götu og í björtu ljósi,
heldur hitt að taka Marðar-aðferðina og rægja.
En rógsefnið varð að vera eitthvað; og úr
vöndu var að ráða. Ekki var tiltök að segja fólk-
inu að Lögberg væri dauft og fjörlaust; enginn
hefði trúað því; ekki var til nokkurs hlutar að
segja því að það væri tilbreytinga lítið; því hefði
enginn trúðajþá hefði verið bent á alla hina fjöl-
breytilegu flokka sem Lögberg flytur og ekkert
íslenzkt blað hefir áður flutt: þá hefði verið bent
á Sólskin, heilbrigðisdálkinn, lagasafnið, “glaðar
stundir”, bita og margt fleira. Nei, það varð að nota
einhver önnur ráð, eitthvað sem væri sandkent og
gæti blindað; eitthvað sem ynni á svipaðan hátt
og áfengi eða annað eitur.
Og svo fann Kringlustjórnin það í huga sér að
hentugasta rógsefnið mundi vera það sama, sem
alt af hefir verið notað og oft hefir reynst þræl-
lyndinu vel. pað var að telja þjóðinni trú um að
blaðið væri æsingablað og ritstjórinn æsinga-
maður.
pað þótti svo sem víst að hér væri tvent unnið
í senn; fyrst mætti æsa með því fólk á móti oss
persónulega og í öðru lagi mætti takast að hræða
útgefendur Lögbergs með þeirri grýlu að ef blaðið
þeirra fengi á sig æsinganafn þá væri því hætta
búin. Hervaldið og hnefinn væru þeir guðir sem
nú yrði að tigna og tilbiðja og í skjóli þjóðræknis
og ættjarðarástar mætti telja trú um að öll alþýð-
leg orð, allar kröfur fyrir hönd fólksins; öll and-
mæli gegn ráðstöfum stjómarinnar; alt nema “já”
og “amen” við öllum framkvæmdum og öllu fram-
kvæmdarleysi væri landráð.
Og svo vöfðu Heimskringlustjómendumir sína
vanhelgu persónu í flaggi þjóðarinnar og veifuðu
í loft upp fánum falskrar ættjarðarástar með há-
um hrópum og kölluðu það landráð, æsingar, föð-
urlandssvik, þegnskyldurof o. s. frv. , að krefjast
þjóðræðis í stað einræðis, eins og Lögberg gerði.
peir hafa sjálfsagt munað eftir því, hversu vel
tókst með samskonar aðferð á móti Garrison í
Boston forðum, Llogd George í Lundúnaborg, Dr.
Liebkuecht í Berlin og marga fleiri. Og þeir hafa
talið það víst að þegar Marðartönnin vann svona
vel á þessi stórmenni, í svipinn að minsta kosti,
þá ætti hún að hafa áhrif hér, þar sem ekki væri
um meiri mann að ræða en núverandi ritstjóra
Lögbergs.
En í eitt skifti fyrir öll látum vér ólaf Tryggva-
son vita það að vér munum hér eftir, sem hingað
til halda stefnu vorri í því að andmæla glapverkum
og óhæfum þess flokks er stjórnar honum og
mesta ógæfu hefir leitt yfir þessa þjóð, hér eftir
sem hingað til munum vér beita Lögbergi eins og
frjálslyndu blaði hæfir fyrir rétti og jafnaðar-
kröfum alþýðunnar á móti auðvaldi og afturhaldi;
hér eftir sem hingað til munum vér horfa ófeimn-
ir á stæltan hnefa og stórar rógburðartennur; hér
eftir ekki síður en hingað til mun þessu hvoru
tveggja mætt frá vorri hálfu með því afli, sem
allir stórir hnefar og allar rógburðartennur verða
að lúta fyrir um síðir — einurð og sannleika: hér
eftir sem hingað til mun af Lögbergi kastað björt-
um ljósgeislum inn í hið kolsvarta myrkur ein-
ræðis og hnefaréttar, sem Heimskringluliðið vill
vefja utan um íslenzka alþýðu hér í landi; hér
eftir sem hingað til munu útgefendur Lögbergs
taka því með ró og stillingu þótt Marðartönnin
reiti gras að húsbaki.
Hingað til hefir ritstjóri Lögbergs lítinn gaum
gefið rógburðargreinum Heimskringlu, hér eftir
ætlar hann sér að taka þær til bænar jafnótt og
þær birtast.
Gullaldartímabil Canada
Árin 1896 til 1911 hljóta með réttu að teljast
gullaldar tímabil þessa lands. Nú er það tvent
sem kemur borgurum landsins til þess að minnast
á þetta. Fimmtíu ára afmæli ríkisins vekur ósjálf-
rátt hjá manni löngun til að bera saman viss tíma-
bil; athuga mismuninn og gera sér grein fyrir
ástæðunum. pegar einhver afturför, einhver
hnekkir eða kyrstaða á sér stað hjá einhverri þjóð
í einhverju landi, þá á það oftast rót sína að rekja
til einhvers ódugnaðar eða einhverra glappaskota
þeirra sem stjórnarvöldin hafa.
pegar eitthvert sérstakt tímabil í sögu ein-
hverrar þjóðar er sérlega bjart og framfarasælt,
þá er það einnig venjulega að einhverju leyti að
þakka framtakssamri, hygginni og samvizkusamri
stjóm.
pegar litið er á sögu Canada síðastliðin 50 ár,
er ómögulegt að dyljast þess hve langt tímabilið
frá 1896 til 1911 stendur framar öllum öðrum
tímabilum bæði að framförum í öllum efnum og
vellíðan þjóðarinnar. Og við þetta tímabil er óað-
skiljanlega tengdur einn maður fremur öllum öðr-
um, það er Sir Vilfrid Laurier, einhver glæsileg-
asti leiðtogi, mælskasti og frjálslyndasti, sem
nokkur flokkur hefir átt hér í landi. Og sérstak-
lega hlýtur þjóðin að minnast alls þess er til fram-
fara varð á stjórnarárum hans nú þegar hann
stendur uppi í því atriði, sem alvarlegast hefir
verið hér á landi síðan þjóðin fæddist. Laurier
er í anda og sannleika frjálslyndur þjóðstjórnar-
maður og er stefna hans í herskyldumálinu í ná-
kvæmu samræmi við það. Ef til vill hefir hann
aldrei sýnt það eins greinilega og nú hversu
mikilhæfur og sannur þjóðstjórnar maður hann er
og hversu vel og fullkomlega hann skilur þann
anda sem einkenna á sannan framsóknarflokk
gagnvart einræði fárra manna og afturhalds-
samra. ,
Aðal munur frjálslynda flokksins og stefnu
hans og afturhaldsflokksins og þess sem hann fylg
ir er sá, að hinn fymefndi skoðar stjórnenduma
sem þjóna fólksins, ráðna af því til þess að fram-
fylgja þeim störfum er það felur þeim, en hinn
síðarnefndi skoðar stjómina sem herra þjóðarinn-
ar, sem vald hafi til þess að hajda yfir henni harðri
svipuól einræðis og sjálfsþótta. pað er því komið
inn í meðvitund fólksins að það verði að losna við
afturhaldsflokkinn í fylkjum og sambandi og slíta
af sér þrælabönd þau er hann hefir lagt þjóðinni
á hendur, háls og fætur.
Vér sögðum að gullaldartímabil Canada hefði
verið frá 1896 til 1911 og og liggja fyrir því nógar
sannanir. 1896 voru í Canada að eins fáir íbúar í
samanburði við stærð og gæði landsins. Hafði
stómin áður staðið ráðalaus í því efni og ekki
kunnað tök á því að ná fólki inn í landið. Laurier
sem til valda komst 1896 tók upp alveg nýja stefnu
sem hafði þau áhrif að á hans stiómartíð fluttu
í landið á fjórðu miljón manna. Varð þetta til
þess að hið mikla vesturland bygðist og blómgað-
ist betur og fljótar, en nokkum hafði dreymt um.
par sem verið höfðu skógar og eyðisléttur var
öllu á örstuttum tíma breytt í fagra búgarða og
frjóa akra. Aldrei hefir nokkurt land tekið eins
miklum stakkaskiftum á jafn stuttum tíma og
Canada gerði á ríkisstjómarárum Lauriers. Og
þetta var ekki fyrir þá sök að landið né loftslagið
hefði breyst. Tíðarfarið var það sama; eðli jarð-
vegsins var það sama, frjó moldin hafði ávalt verið
reiðubúinn að framleiða auðæfi mönnum til bjarg-
ar; sólin var jafn hlý og vermandi og gróðrar-
skúrirnar jafn Samstarfandi lofti og láði, en þess
höfðu aldrei orðið full not fyr.
“pó guð gefi vængi, má binda við þá blý,”
segir Steingrímur. Guð hafði gefið vængi til þess
að fljúga inn í land nægta og vellíðana, en fram-
kvæmdarlaus stjóm hafði bundið við þá blý deifð-
ar og dofinskapar. pað var Laurier sem bræddi
þetta blý og steypti úr því kúlur til þess að skjóta
á úlfa erfiðleikanna; eftir það voru vængimir blý-
lausir og nothæfir til flugs.
Fólkið streymdi að úr öllum álfum og öllum
löndum. Svo að segja á svipstundu flugu þrjú
orð út um allan heim, orðin; “Canada, lán og
Laurier”. Úr öllum löndum sóttu menn lán sitt í
þetta góða land undir stjóm Lauriers.
Enginn getur með réttu borið á móti því að
mestar vom framfarirnar á stjómarárum hans.
pað brá við eins og þegar bjart sumar rennur
upp eftir dimman vetur árið 1896 og það brá við
aftur eins og þegar svört nótt kemur eftir ljósan
dag árið 1911.
Saga landsins og þjóðarinnar segir það og
sýnir með óhrekjandi dæmum ef rétt eru reiknuð.
Og þó varð engin breyting á árferði eða jarðvegi.
það vita allir. pessi breyting var bókstaflega því
að þakka að á þessu tímabili var hér framkvæmda-
söm stjórn.
pað er ekki sjaldgæft að menn berjast fyrir
frjálsum málefnum og blása lifandi anda í orð sín
og athafnir með eldmóði þegar þeir eru ungir; en
flestir eru með því marki brendir að þeir tapa sér
með aldrinum og verða íhaldssamari. Einungis eld-
heitir andar halda sér nógu vel til þess að verjast
frosti og kulda ellinnar; Laurier er einn þeirra;
frjálslyndi hans og baráttuþrek fyrir rétti fólksins
og móti ósanngimi hnefaréttar og afturhalds er
en í fullu fjöri. Og á fimmtíu ára afmæli ríkisins
eru fáar óskir betri hægt að bera fram en þá að sá
er var höfuð þjóðarinnar á mestu framfara ámm
hennar megi sem lengst lifa og framtíðin megi
líta marga syni ríkisins sömu gáfum gædda og
hann var.
Kosningarnar í Saskatchewan
Aldrei hafa dómar fallið milli tveggja flokka
eða tveggja stefna, eins ákveðið og greinilega og
raun varð á í Saskatchewan 26. júní 1917.
Af 56 þingmannsefnum, sem um var kosið,
hlutu ekki nema 6 kosningu af afturhaldsflokkn-
um. Sex á móti 51 er meiri munur en venjulega
gerist; en það er ekki þingsætafjöldinn hjá frjáls-
lynda flokknum og þingsætafæðin hjá þeim aftur-
haldsmegin, sem bezt sýnir þann dóm, er þjóðin
feldi. Hitt er miklu glöggari mælikvarði, hversu
mikinn atkvæðafjölda frjálslyndu þingmennimir
fengu og með hversu litlum atkvæða yfirburðum
þeir fáu afturhaldsmenn komust að, sem kosnir
voru.
Að undanteknum McLean í Saskatoon, sem
fékk 650 atkvæða meiri hluta, fékk enginn betri
byr en það að hann náði vel kosningu, af aftur-
haldsliðinu, og fjölda margir afturhaldsmenn töp-
uðu fé sínu.
Aftur á móti sýna eftirfarandi tölur meiri
hluta nokkurra frjálslyndra þingmanna, sem
hæstir voru.
1. pingmaðurinn í Canora 1,800 meiri hluta.
2. í Moose Jaw kjördæmi 1,800 meiri hluta.
3. f Vonda kjördæmi 1,693 meiri hluta.
4. í Saltcoats (þar sem landamir em) 1,650
meiri hluta.
5. í Yorkton 1,600 meiri hluta.
6. f Shellbrook kjördæmi 1,575 meiri hluta.
7. f Willow Bunch kjördæmi 1,444 meiri hluti.
8. í Rosthem 1,365 meiri hluta.
9. f Kinistino 1,352 meiri hluta.
10. f Humbolt 1,270 meiri hluta.
11. í Wynyard (W. H. Paulson) 1,260 m. hluta.
12. f Pheasant Hills 1,240 meiri hluta.
13. í Redberry 1,200 meiri hluta.
14. f Pelly kjördæmi 1,051 meiri hluta.
15. í Prince Albert 1,015 meiri hluta.
16. f Last Mountain 1,000 meiri hluta.
Og í 15 öðrum kjördæmum hafa framsóknar
þingmannsefnin verið kosin með 500—1,000 atkv.
meiri hluta.
pað er margt, sem til þess hefir stuðlað að
þjóðin feldi þenna ákveðna dóm.
Stjómin hafði reynst frábærlega framtaks-
söm og ráðvönd og lögleitt fleiri réttarbætur er
snertu almenningshag, en venjulega gerist. petta
mundi fólkið, þegar það kastaði atkvæðum sínum.
Bindindismenn fylgdu henni að sjálfsögðu,
enda gat annað tæplega komið til orða, eins ög
Lögberg hefir áður skýrt. Konur höfðu þegið
atkvæðisrétt sinn af þessari stjóm og hlutu því
að fylkja sér við fyrstu atkvæðagreiðslu þeim •
SÓNHÆTTIR
(Sonneta).
V. Einkaósk.
(Afmællsvlsa).
Eg veit ei heyrist hjartans bænin mín,
fyrst hergnýr sjálfan páfann æpti’ í kaf.
En það sem sprettur instu kendum af
með ástarþökk eg legg við brjóstin þín.-----
Hver lyga-aðsókn leyti’ úr þinni sýn
svo langt í burt sem fjarst er meginhaf.
En vinarorð, sem heill þér hugur gaf,
sé hreinleik þínum ánægjunnar vín.
Svo heill með daginn! Hvert þitt æfispor
sé hugsun fegurð ný, á gömlu jörð,
sem sigling inn á Eyjafjörð um vor,
og albjört júnínótt við Skagafjörð.
Og sál þín finni sælu mesta þá,
að samúð ríki mannvitsgöfgi hjá.
P• P- p.
-+
*■
♦
*
-+
THE DOMINION BANK
SIR EDMUND B. OsLER, M.P.
President
W. D. MATTHEWS.
Vice-Preaident
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið
X
t
X
*
t
*- nagojrui ujcupai iu au nuua oiuuiu *
t Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega +
I • t
* Notre Dame Branch—W. M. HAMTT/TON, Manager. T
T* V
X Selkirk Branch—M. 8. BURGER, Mana«er. J
+ 4
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll graiddur $1,431,200
Varasjóðu.......$ 848,554
formaftur ......... Capt. WM. ROBINSON
Vlcjo-President - JAS. H. ASHDOWN
Sir D. C. CAMEltON, K.C.M.G. W. U. BAWI,F
E. F. HCTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBIOI.I,, JOHN’ STOVBJL
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlft elnstakllnga
efta félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avísanlr seldar tll hvafta
staftar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparisjóftslnnlögum,
sem byrja má meft 1 dollar. Rentur lagftar vift á hverjum 6 mánuftum.
T' E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man.
rföirss^r/itírréAtfðvií/iv
Álit lækna á
”CHIROPRACTIC“ aðferðinni
til sjúkdómslækninga eins
og þær eru notaðar af
Drs. Munro & McPhail
Dr. G. H. Patchen, liBknir í New York, segir: “Ciiiropractic” tek-
ur í brott orsakir sjúkdóma fljótar, verulegar og stöðugar en nokkui-
önnur þekt aðferð.
Dr. A. A. Gregory, læknir í Oklahoma borg, segir. “Vér vitum að
flestlr sjúkdóniar eru óliekiiandi með vorum venjulegu aðl'erðuin með-
ala og skurðla-kninga; eri mcð “Cliiropraetic” eru lieknaðir alvarleg-
ustu sjúkdóinar og langvarundi veiki er læknuð, seni oft var talin ó-
lækriandi”.
Dr. R. K. Smith, í Boston í Massacliusetts, segir: “Alvarlegustu
n.yrna þrautir. sem eg hefi vitað um, voru það, sem elnu slnni var
* rent að lækna af sex l:eknuin í liinii mikla Hoston hospítali. Káðlugt
var að gera uppskurð í þessu tilfclli, eftir að ait uiinað liafði brugðist,
en áður en vér gætuin skorið sjúklinginn var iiann lieknaður á svip-
stundu ineð einni “Chiropractic” tilraun”.
Dr. Charles Mayo, í Rocliestlr Minnesota, segir: “Skurðlækning-
ar verða elnhvemtíma að hverfa fyrir einliverju öðru. Súttvarnar að-
fefðir koma í stað uppskurða”. Og' Col. Sol. I.ong, fr-.egur amerískur
lögfræðingur, segir enn freniur:
“Sá dagur er nú þcgur kominn og er “Ciiii-ogractic" aðferðin varn-
ariyfið.
Ef þér þjáist af nokkrum hinna eftirfarandi sjúkdóma, efta ein-
hverju öftru, þá sendift lýsingu veikinnar og finniS úr hver áhrif
"Chirogractic” lækningar hafa á ySur: BlóSþynna, æSaþensla, hjarta-
stingur, botnlangabólga, meltingarleysi, iungnapipubólga, slímhimnu-
bólga, hægSaleysi, sykursýki, bjúgur, magaveiki, heyrnarleysi, slaga-
veiki, höSsjúkdómar, hálsæxli, gallsteinar, magabólga, hitaveiki, höf-
uSverkur, hjartveiki, kviSslit, taugaæsing, brjálsem’i, influenza, svefn-
leysi, gula, bakgigt, kvef, hálsbólga, lifrarveilii, lungnaveiki, tauga-
þrautir, taugabólga, taugasleppa, höfuSsótt, gyllinæSar, máttleysi,
lungnabólga, brjósthimnubólga, sig, gigt, beinkröm, flogaveiki, eitla-
bólga. taugaveiki, bakkreppa, o. s. frv., o. s. frv.
Vér viljum helzt það sem hingað tii hefir verið talið ólæknandi.
Fylstu upplýshiKar kostnaðarlaust til allra, sem þess óska, og’
sendu áritan sína.
H. J. MUNRO, D. C.
Graduate Universal
Collega of Chiropracitc,
Davenport. Iowa
204 CARI.TON BUII.DING
E. A. McPHAIf,, D. C.
Graduate National
College of Chiropractlc
Chicago, III.
Post Graduate Foman
Medieal Review College
Chicago, 111.
PHONE MAIN 234
megin. Bændur mundu það,
hversu ant stjómin hefði látið
sér um hag þeirra, og sýndu það
með atkvæðum sínum.
En það var tvent enn, sem
mikil áhrif hafði á kosningamar.
í fyrsta lagi vissu fylkisbúar
það, að afturhaldsfylkingin í
Saskatchewan var aðeins ein
deild af óaldarlýðnum í Ottawa,
og hefði orðið að sitja og standa
eins og Rogers og Borden skip-
uðu, ef til hefði komið.
Sönnunina fyrir þessu fengu
fylkisbúar 1911, þegar leiðtogi
flokksins varð að svíkja fólkið
og fylkið, eftir boðum þeirra,
sem aðaldeildinni stjómuðu í
Ottawa og auðfélögin réðu.
Kjósendur í Saskatchewan vissu
að hvert atkvæði greitt með
afturhaldinu þar, var til stuðn-
ings Bordenstjóminni og aftur-
haldinu í landinu, en hvert at-
kvæði greitt með frjálslynda
flokknum var til styrktar
Laurier og framsóknarflokknum
í heild sinni.
En mestu mun þó það hafa
ráðið um úrslitin að afturhalds-
liðið svívirti og óvirti oss út-
lendingana og vildi láta svifta
oss borgararétti, og brjóta þann-
ig á oss lands lög og rétt og
helga samninga; en þeim at-
förum mótmæltu og mótmæla
framsóknarmenn harðlega og
sýna oss sanngimi.
Annars er það eðliegt, þegar
vel er aðgætt, að flestir útlend-
ingar séu með frjálslynda flokkn-
um; þeir hafa margir farið af
ættjörðu sinni af stjómarfars-
legri óánægju; þeir voru marg-
ir að flýja hnefarétt og einveldi
og leita þangað, sem frelsi og
sanngimi ríkti. peir flýðu kon-
unga- og keisarastjóm, til þess
að fá í staðinn þjóðstjóm í sann-
leika.
peir eru flestir starfsamt og
löghlýðið fólk, hvort sem þeir
eru fi’á pýzkalandi, Austurríki,
Rússlandi, Póllandi eða ein-
hverju öðru landi.
peir fundu það brátt að sama
aflið — sami hnefarétturinn —
sem rak þá af ættjörðum þeirra,
var aðal einkennið í stefnu aft-
urhaldsflokksins; en það, sem
þeir leituðu og þráðu fundu þeir
hjá frjálslyndum mönnum. peir
söfnuðust auðvitað undir þau
merki, en flýðu og fyrirlitu hin.
peirn var sama hvort keisarinn
hét Vilhjálmur eða Borden;
hnefaréttur var þeim ógeðfeld-
ur hvaðan sem hann kom, og
þeir hötuðu hann.
petta er eins eðlilegt eins og
það að barnið, þótt nýfætt sé,
leitar ljóssins og hlýjunnar, en
flýr eða hræðist myrkrið og
kuldann.
Afturhaldsblöðin fluttu hverja
níðgreinina á fætur annari um
oss útlendingana í Canada al-
ment fyrir þessar kosningar, og
útlendingarnir, bæði íslendingar
og aðrir, neituðu því með atkvæð
um sínum 26. júní, að kyssa á
þá höndina, sem flest og hörð-
ust níðingshöggin hafði látið
dynja á þeim.
Séu nokki|r landíáð til — og
vér trúum því að það sé — þá
eru það landráð að reyna á þess-
um tímum að skapa úlfúð á
milli borgara landsins eftir þjóð-
ernum. petta eru þau landráð,
sem afturhaldsflokkurinn hefir
gert sig sekan í; þetta eru þau
landráð, sem afturhaldsliðið
saup seyðið af í Saskatchewan
26. júní; þetta eru þau landráð,
sem afturhaldið í Canada verður
gert útlægt fyrir í náinni fram-
tíð — því fyr, því betra.
Ný björgunartæki.
Sunnudaginn þann 19. maí var
sagt frá því, að Sigurjón Pétursson
ætlaði að sýna nýtt björgunartæki, til
notkunar á sjó.
Til þess að vera viðstaddir tilraur.
með það, bauð Sigurjón Pétursson
nokkrum mönnunt með sér á véla-
skipinu Sigurður I. út fyrir örfirisey.
Par var lagst við akkeri og nú tók
Sigtjrjón upp tækin.
Björgunartæki þetta er ætlað ti!
þess að gera mönnum sem sigla á
grunn skanit frá landi, þar sem ekki
er hægt að koma við björgun á bát-
um vegna brimróts, mögulegt að
koma kaðli á land. Og það er í
sjálfu sér mjög einfalt. Það er
venjuleg kúlubyssa, og er mjórri
Hnu fest í járnstöng, sem skotið er
úr byssunni upp á land. Fyrst er
byssan hlafiin og síðan er stönginni
stungið inn í hlaupið. Á þeim end-
anum, sem inn í hlaupið er settur er
Iítill oddur, sem rekinn er inn í kúl-
(