Lögberg - 02.08.1917, Side 5

Lögberg - 02.08.1917, Side 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 2. ÁGúST 1917 o einn hólinn, sem Helgahóll heitir og er þar svo víösýnt í allar áttir aö tugi mílna sést. Höllin er skamt frá kírkjunni og hinum forna bústaö sóknarprestsins; var oss sagt aö séra Hafsteinn Pétursson heföi haft þaö fyrir siö aö ganga þangaö þegar hann þurfti á því að halda aö and- inn kæmi yfir hann. Þar haföi hann setið löngum stundum og mörgum og drukkið innblástur í ræður sínar og rit. Þar haföi hann samið ræöurn- ar “Miss Canada” og “Jónatan”, sem flestir munu kannast við. Hér skal ekki lýst gestrisni Argyle- búa; hún er öllum þekt og þaö væri móðgunarefni aö geta hennar, eins og þaö væri ekki öllum ljóst aö hún þekkir svo aö segja engin takmörk, og aö nefna einhverja sérstaka væri aö gera öörum rangt, því svo var sem allir keptust hver viö annan að tara þar sem lengst. Hópur manna úr bygðinni fór með okkur út til Ninette. Þangað hefi eg aldrei komið fyr og er staöurinn alt annaö, en eg haföi gert mér í hugar- lund. Landslagið er undur fagurt; eru byggingarnar utan í brattri hliö í Pembinadalnum, þar sem útsýni er hiö allra fegursta yfir Pelican vatn. Sumir halda ef til vill aö sjúkrahælið sé einn kofi eöa bygging og ekkert annaö; en því fer fjarri aö svo sé; þar er stór þyrping fagurra húsa, rétt eins og þaö væri dálítil borg. “En dapur er leikur og dauflegur þar sem dauðinn og læknarnir búa”, segir Þorsteinn Erlingsson, og ekki get eg að því gert aö margar daprar hugs- anir flugu í gegn um huga minn, þegar eg var aö skoöa þessa stofnun. En mikil blessun er þó aö eiga slíka stofnun, því margur hefir sótt þang- aö bót meina sinna. Á hælinu eru um 144 sjúklingar, en veriö er aö bæta við það bygg- ingum til þess aö þaö rúmi 220. Dr. Stewart, forstöðumaður hælis- ins, hefir auðsjáanlega miklu meira aö gera en hann kemst yfir; verkið viö slíka stofnun er afskaplegt, ef þaö á aö vera gert fullkomlega vel. Séra Friörik Hallgrímsson var meö í þessari ferð, er hann öllum kunnur á hælinu og var þar sem heimamaður. Séra Friörik er lífið og sálin í fé- lagsskap þeirra bygöarbúa; jafn reiöubúinn til þess aö taka fullan þátt í því sem veraldlegt er og hinu, sem beinlinis hevrir til hans verka- hring. “Svona eiga sýslumenn að vera”, sagöi Skuggasveinn gamli. Svona eiga prestar einmitt aö vera. Þaö er méira virði en margur gerir sér grein fyrir að presturinn í sveit- inni sé alþýölegur maður, sem ekki veigri spr við aö fara úr treyjunni og taka á meö hínum drengjunum. Þetta gerir séra Friörik auðsjáanlega. Vér erum kvenfélögunum í Argyle bygöarbúum í heild sinni mjög þakklátir fyrir þessa sönnu • gleði stund. Jórunn Jóosdóttir ljósmóöir F. 20. sept. 1843. D. 27. apríl 1917. Kveöja héraösbúa.- Guö stýrði happahendi þinni til hjálpar, líknar þjáöri drótt. Og kraft hans fanst þú sérhvert sinni í sálu þinni vekja þrótt. Hann stóð þér alt af, alt af hjá, er allra mest á styrk þér lá. í stríöi dauðans stóð hann síðast í stöfuni ljóssins rúm þitt við, og einmitt þá hans elsku blíðast þú anda fanst í brjóst þér friö. Meö bæn á vör þú brostir rótt, er bauðst þó öllum góöa nótt'. í auðmýkt hjartans, hugurn klökkum vér hneigjum þögul elsku hans, og fyrir ævi þína þökkum og þrótt í starfi kærleikans, er alt til dauöans entist þir, og aldrei gleyma skulum vér. Þín minning hvetji drótt til dáða að duga vel og reynast trú, aö styöja alla auma, þjáða í ástúð, trygö og rækt sem þú. í glaðheim ljóssins glöð þú fer, þar góöur ástvin fagnar þér. Guðm. Guðmundsson. Minni Vatnabygða Framh. Eg sagöi að bændur ættu aö skera og greiða skegg sitt og hár, þegar svo langt væri komiö dagsverkinu aö tími gæfist til stundar hvíldar og sigurinn væri orðinn vís. Tilgangur lifsins er ekki einungis sá að afla daglegs viðurværis, þótt þaö verði aö ganga fyrir ööru. Mað- ur lifir ekki af brauði einu saman; sálin verður að hafa annað fóður, annars er hætt v'iö að hún hrörni og jafnvel veslist upp. Bóndastaöan í blómlegri l)ygð eins og þessari er sjálfstæöari og heið- virðari en nokkur önnur staöa, en hún er eins og alt annaö aö vandfar- ið er með hana. Bóndinn má ekki láta þá flugu komast inn í höfuð sitt að hann sé til þess eins skapaður aö stýra plógi og stjórna reku; hann má ekki halda þaö að líkaminn heyri honum til, en sáfm fina fólkinu. Nei, heilbrigö sál kann bezt viö sig i heil- brigðum líkama og hans er hvergi fremur aö leita en hjá bændastéttinni. Kyröin á landinu; fegurö skóganna og heiöblámi himinsins, suöa lækj- anna og söngur fuglanna, litskrúö fiðrildanna og brosmildj blómanna, lífrósir sumarsins og jafnvel frost- rósir vetrarins — alt þetta getur bóndinn gert sér að innblástursefni á meöan hann vinnur að störfum sín- um, og haldiö þannig við sálinni í hlutfalli við líkamann. Náttúran er honum fjölbreytt bók, sem hann lærir að skilja betur meö degi hverjum. Og bóndi, sem þannig hefir komið ár sinni fyrir borð aö hann hefir stigiö sjálfstæöum fótum á jörð, sem hann sjálfur ræktaöi eigin höndum, en hef- ir þó ekki gleymt því að hann er ein stjarnan á himni félags'.ifsins, einn hlekkurinn í keöju samtakanna, einn lærisveinninn i skóla náttúrunnar, einn kennarinn í musteri eigin reynslu og sjálfsaflaðar þekkingar — sá bóndi sem þessu takmarki nær — og þeir geta það margir, er eins og sá er Einar Benediktsson segir um: “Hann horfir djarft á hvern sem er, hjá horjum á enginn neitt’. Hver einasta bygö hefir sinn sér- staka blæ; sitt sérstaka einkenni, al- veg eins og hver einstaklingur hefir sinn sérstaka svip. Þaö er æsku-blærinn og fjör-ein- kennið, sem þessi bygö á að tileinka sér. Þetta er yngsta bygö Islendinga v'estanhafs; yngsta bygð að árum og eg vildi einnig mega segja yngsta bygð í hugsun og framkvæmdum. Þessi bygö á því aö vera forustu- mær annara systra sinna í hvívetna; hjá henni eiga að koma fram, fæöast og þroskast nýjar hugsjónir, nýjar stefnur; nýjar byltingar og breyting- artillögur. Þessi bygö á að verja sig þvi aö þar komist á nokkur útkjálka- bragur eða eyðimerkurblær. Hér í bygö æskunnar; hér hjá yngstu dótt- ur þjóðarinanr á aö vera spriklandi fjör og uppspretta ailrar saklausrar gleði. En þaö er ekki einungis gleöin og fjöriö og frelsið, sem hér á aö eiga helgistað og hlíföarhendur; ættjarö- arástin, þjóöræknin og varöveizla tungunnar á að vera hér á hæsta stigi. Eg eggja ykkur ekki á það aö van- rækja canadiskar þegpiskyldur; þér eigið aö elska þetta land, en það er samt ættjörð vor, sem ávalt á aö hafa heitasta blettinn í hjörtum yöar. Þiö minnist þess aö eg nefndi Þor- móö Kolbrúnarskáld. Saga þess manns er einkennileg. Þess er þar getið meöal annars aö hann orti heit og hjartfólgin ástarljóö um Þor- björgu ástmey sína, en aö hann við- hafði síðar þetta sama ljóö um aöra konu, og segir þá sagan aö Þormóð sótti augnaveiki svo mögnuö aö' hon- um íanst sem fingurgómar væru í höfði sér, er þrýstu augunutn út; og hann vissi það aö þetta Voru áhrif Þorbjargar, því áöur en hann veikt- ist dreymdi hann hana og var hún honum afarreið; þótti sér vanehiötir og fyrirlitning gerö með því að taka þaö kvæöi er hann haföi ort henni, og senda annari konu. Þormóöur fékk ekki linun þessarar hörmungar fyr en hann játaði opinberlega yfir- sjón sína og iðraðist. Ef íslendingar bregöast ættjöröu sinni, ef þeir syngja þau ástarljóö, sem þeir hafa henni sungiö viö aöra konu; ef þeir vanhelga þau bönd og þær minningar, sem við hana eru tengdar, þá mun þeim' eins fara og Þormóði Kolbrúnarskáldi; andi iör- tinarinnar mun þá þrýsta sínum kvelj- atidi fingurgómum á sjón þeirra inn- an frá svo að hvergi fæst friöut fyr en syndin er játuö og fyrir hana bætt — syndin sú aö týna málinu, glejma ættjöröunni. Engin þjóö á fleiri né fegri ástar kvæöi til ættjjarðar sinnar en vér; þeim eigum vér aldrei aö gleyma; viö ]>au eigum vér stöðugt aö bæta og þau eigum vér ætíð að hafa á v'örum vjr- um, en ekki þannig aö þau séu til einkuð öörum konum en Fjallkon- unni. Vér munutn öll eftir Gísla Súrssyni, hkiu velgeína, ógæfusftma íslenzka skáldi. Hann var 13 ár í útlegð og lifði viö alls konar hörmungar. Svo segir sagan að hann ltafi jafnan séö í draumi tvær konur; önnur ofsótti liann en hin varði. Eftir því sem tímar liðu fratn varð strjálla á milli heimsókna þeirrar Konunnar setn varði, en hin kom stöö- ugt; loksins hætti varökonan með öllu komum sínum og þá varö Gísla lífiö óbærilegt. Vér getum likt oss hér við Gísla Súrsson í útlegðinni; vér verðum hér æfinlega útlagar — vér sem hingað komum fullorðnir. Og i útlegðinni ofsækir oss tröllkona tómleikans, en minningin um vora kæru ættjörö ver oss og verndar. Látum ekki heim- sóknir þeirra minninga Verða strjálli eftir því sem árin líða; höldum minn- ingu íslands óafmáanlegri í hugum vorum; annars veröur vistin oss óbærileg, eins og Gísla; föðurlands- svikarinn eins og ástrofinn hefir al- drei friö á samvizku sinni. Og það er frá þessari bygö, sem vér væntum bjartra þjóðernis ljósa. sterkra og heitra verndarstrauma. Þaö er yðar hlutverk sem hér búiö aö ala svo upp bömin yðar aö þau veröi íslendingar, sannir og heilir, en ekki vesturheimskir kvnblending- ár og ættlerar meö gleymda sögu og gleymdar ættir; sem yngsta bygð þjóöar vorrar eigiö þér aö vera börn umbótanna og nýmælanna; börn íram- sóknarinnar og kappgirninnar — já, um fram alt kappgirninnar, láta það aldrei spyrjast aö vér veröum dropinn en hinir hafiö. ('Niöurl. næst). Forsetaskiftin á Þýzka- landi. Eins og kunnugt er heitir sá Bet- mann-Hollweg sem.veriö hefir stjórn- arráðsformaður á Þýzkalandi alllengi. Hann hefir verið mikill maöur fyrir sér. Nú hafa orðið þau tíöindi ný- lega, eins og frá hefir v'erið skýrt, aö Hollweg lagði niður stöðu sína eða var látinn hætta, en sá tók við er Dr. Georg Michaelis heitir. Hann flutti ræöu þegar hann tók viö embætti sínu og þótti hún vera býsna svæsin. SÞ.vt haföi veriö spáð þegar Hollwtg fór frá aö þessi nýi maður mundi flytja einhvern friðarboðskap, en þegar til kom varö tónninn annar; hann flutti einhverja ákveönustu og grimmustu ræöu, sem heyrst hefir siöan stríöið hófst og lýsti því yfir aö nú væri um engan friö að ræöa nema þannig aö Þjóöverjar settu friðarkostina einir, þeir heföu boðið sanngjarna samn- inga hvað eftir annaö, en bandamenn heföu neitað og gert gys aö öllurr. friöarboöum. Þeir heföu reynt aö láta líta svo út sem friöartillögur væru sama sem yfirlýsing um ósigur og haldiö því fram aö enginn friöur gæti komið til ntála fyr en Þjóðverjar væru með öllu upprættis sem stórv'eldi. Þannig hefðu þeir tekiö öilum sanngjörnum boðum, en nú væri tími til að láta þá vita þaö — og með þessari ræöu væru þeir látnir vita þaö — aö Þjóðverjar væru reiöubún- ir aö berjast þangaö til sigur væri fenginn og héðan af yröu það banda- menn, sem yröu að hafa upptökin að friðarboði. Skömmu eftir þetta hélt Lloyd George forsætisráöherra Breta heljar mikla ræðu og snerist hún aðallega um þaö, sem Dr. Michaelis haföi sagt. Hann kvaö það satt vera aö friðarboðin hefðu átt upptök sín hjá Þ jóðverjum, en um ástæöurnar kvaöst hann ekki vera á sama máli. Hann kvaöst ekki í neinum efa um aö Oþjóð- verjar heföu boöið frið einungis vegna þess að þeir væru aö þrotum komnr og héldu að einmitt nú væri seinasta færi aö semja friö, þannig að út liti sem þeir hefðu ekki tapað — hefðu jafnvel sigraö. — En friðut sem þannig væri til stofnað gæti al- drei oröiö tryggur; hann v’æri aðeins til þess að leyfa hinum uppgefnu Þjóöverjum að kasta mæöinni, búa sig í stríð á ný og leggja siðan út i ófriö á eftir. Hann kvað Bretland nú vera svo vel við því búiö aö halda áfram að engu þyrfti að kvíða og friður kæmi ekki til greina fyr er Þjóðverjar væru meö öllu brotnir á bak aftur. Hann kvaö England nú hafa útvegaö sér nægar vistir í heilt ár, en Þjóðverjar sagöi hann að horfðust í augu viö uppskerubrest og hungurdauða. Hann baö þjóö sína að horfa á framtíöina með sigurvissu og mundi öllu veröa vel borgið. Annar skrípaleikur Allir muna eftir rannsókn Galt dómara á búnaðarskólabyggingunni og því hvernig hann lýsti fjárdráttar- sekt á hendur Robert Rogers. í stað þess að taka Rogers fastan sem ann- an kærðan mann, þar sem um svíviröi- legan glæp var að ræöa, rannsaka máliö þannig og dæma hann annað- hvort sýknan eða sekan, voru skipað- ir tveir aðrir dómarar til þess aö rannsaka þaö hvort Galt dómari hefði haft heimild eöa ástæður til þess að finna það út að Rogers væri glæpa- maður. Mun fæstum blandast hugur um þaö hver sé tilgangur stjórnar- innar meö þessari síðari rannsókr. eöa krókavegum. Nýlega var skipaður maöur sem O’Connor heitir til þess aö rannsaka hvort dýrtýöin væri ekki auöfélögun- um að kenna; komst hann að þeirri niðurstöðu aö félag eitt sem Flavell er formaöur fyrir; eins og skýjt vai frá í siðasta Lögbergi, heföi grætt $5,000,000 á ári á því að setja upp hverja eggjatylft um 16 cent. í staö þess að taka nú þenann mann og aöra embættismenn okurfélagsins og kæra þá meö skýrslum rannsóknar- dómarans og öðrum gögnum fvrir vitni tekur stjórnin sama króka- veginn og skipar þrjá menn til þess að rannsaka hvort hin rannsóknin hafi veriö á rökum bygð. Þessi nýja regla, sem Bordenstjórnin hefir inn- leitt er í því fólgin, að þegar ein- hverjir rannsóknardómarar eru nógti einlægir til þess að benda á sannleik- 'ann í skýrslutn sínum í staö þess aö hvítþvo alla skálka blindandi, þá er sjálfsagt aö rengja skýrslur þeirra og láta þá hætta rannsókn, en skipa aðra, sem “betur sé treystandi” til þess aö finna þaö út aö ekkert sé athugavert. En þegar sá er fyrst rannsakar hvít- þvær auöfélög eöa fjárdráttarmenn, þá eru ekki skipaöir aðrir rnenn, þá þarf ekki að efast um að niöurstaöan sé rétt. Húsfrú Lára Tómasson. Láts þessarar konu var nýlega get- ið i Lögbergi; en hér skal farið um hana nokkrum orðum. Hún var fædd 23. október 1883 í Akrabygð í Norður Dakota. For- eldrar hennar eru þau Jónas Stur- laugsson og Ásgeröur Björnsdóttir kona hans t Svoldar-bygö; átti hún fjóra bræöur: Ásbjörn og Ásgeir báöa að Svold; Sigurð og Jónas, báöir i Elfros, Saskatchewan; en fööurbróö- ir hennar er Bjarni Sturlaugsson í Kandahar-bygð og föðursystir Mrs. J. G. Dalmann aö Mountain N. D. Lára sál. giítist eftirlifandi manni sínum stefáni Tómassyni frænda B. L. Baldwinssonar fyrir 14 árum og áttu þau saman 5 börn, fjögur þeirra eru á lífi, þrír piltar og ein stúlka. Samfarir þeirra hjóna voru fyrir- mynd, og saknar ekkjumaöurinn lát- ins maka, enda v'ar hún hvers manns hugljúfi og er sárt treguö af öllum, er hana þektu. Þau sem þetta skrifa minnast þess meö innilegu þakklæti hversu mikilla vináttu merkja og mannkærleika þau nutu hjá hinni framliðnu. Lára sál. var á bezta aldri þegar hún var kölltiö burt frá bömum sín- um og jnanni. Hún andaðist á sjúkrahúsinu í Winnipeg 21. júní 1917, eftir uppskurö. Blessuð sé minning hinnar látnu. Vinur og vina. 101 árs gömul. Kona nokkur dó í bænum Lindsay i Ontario á föstudaginn, sem Eliza- beth Hopkins hét; hún var 101 árs aö aldri, sex mánaöa og 12 daga. Hún v'ar fædd í Arundal i Sussex á Englandi og hafði átt heima í Lindsay i 50 ár. Kennari í verziunarfræði. „Háskólaráöiö í Manitoba hefir á- kvfcöið aö bæta viö kennaraembætti, sem ekki hefir veriö þar áöur; það er í verzlunarfræöi; kaupmenn í Winni- peg hafa lagt þaö til að þetta verði gert og skólaráöiö fallist á þaö. Skjóta sína eigin menn. Þær fréttir bárust frá Rússlandi á fimtudaginn var aö Kormiloff lí?rs- höföingi Rússa heföi látið skjóta meö fallbyssum heila herdeild af sinum eigin mönnum, fyrir það aö hemienn- irinr vildu ekki berjast. Walker. Það byrjar aftur á mánudaginn og veröa þar þá New Ýork leikfélag meö “Flora Bella”. Þetta fer fram i heila viku á hverjum degi og síðdeg- is á miövikudaginn og laugardaginn. “Flora Bella er söngleikur mjög aö- laðandi. Það er saga, þar sem kona rússnesks aðalsmanns reynir að halda ástum manns síns. Hún hefir veriö leikkona, en af því hefir hann ekki vitað, þau lifa saman i misskilningi; er leikurinn bæöi sorglegur og hlægi- legur. 'WS ALLA NÆSTU VIKU Siödegisleikir miövikudag og laugard. John Cort sýnir hinn æöisgengna leik t Casino leikhúsinu FLORA BELLA Hinn áhrifamesti söngflokkur sem hér hefir komið í mörg ár. Verð aö kveldinu: $2.00, $1.50, $1.00, 75c, 50c, og 25c. Verð siödegis: $1.50, $1.00, 75c, 50c, og 25c. Huog":UU LODSKtNN Ef þú bskar eftir fljótri afgre.Sslu og htcsta verði fyrirull og loðskinu, skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. / iðiiiii ir reiðu, en áður en eg hætti verð eg að biðja ykkur að bera forstöðukonunum ykkar hjartkæra kveðju mína, með þökk fyrir gamalt og gott, og sannar- lega er eg glöð meðan þið njótið þeirra umönn- unar. Mér og mínum líður vel og vona eg að sjá ykkur seinna í sumar, öll glöð og heilbrigð. Maðurinn minn og1 litlu stúljkurnar mínar biðja kærlega að heilsa ykkur. Verið þið svo öll blessuð, í orðsins fylsta skiln- ingi. og megi sólargeislar Guðs náðar og kærleiki mannanna lýsa ykkur, viiiir, alla leiðina til enda. Svo klappa eg í anda á þreyttu kinnamar og strýk gráu vangana, eg nefni engin nöfn, en þeir taki það til sín sem eiga. Ykkar einlæg. Eugenie Fjeldsted. LESIÐ. Ágæt saga frá Jakob Briem barst Sólskini, en komst ekki í þetta skifti, því blaðið var sett, þegar hún kom. Sömuleiðis hafa mörg böm sent stutt bréf með gjöfum í Sólskinssjóðinn. pau bréf birtast næst. í dag komu sendingar í Sólskinssjóðinn úr öllum áttum, $20 alls; sá listi kemur næst; komst ekki núna. Wynyard, Sask. 26. júlí 1917. Kæri ritstjóri Sólskins:— Mig hefir altaf langað tii að senda Sólskini eitthvað, en eg er svoddan klaufi að skrifa íslenzku að eg treysti mér ekki til þess að skrifa mikið, svo eg skrifa bara nokkrar línur með centunum, sem eg sendi í Sólskinssjóð gamla fólksins, og svo sendir Alma systir mín annað eins. pað sem Alma sendir fékk hún sem verðlaun fyrir að hlaupa á skemtisamkomu, og hún segist ætla að hlaupa fyrir gamla fólkið á hverju ári. Með beztu óskum til ritstjóra Sólskins og allra Sólskinsbamanna. Laufey og Alma Bjamason. Sólskins-sjóðurinn „Mtrft smátt gerir eitt stórt.” í síðasta Sólskini var stungið upp á því að ungu bömin söfnuði í sjóð handa gömlu bömun- um á Betel og kölluðu það “Sólskinssjóð”. Síðan blaðið kom út hafa komið peningar úr öllum áttum í þennan sjóð. Upphaflega var ætlast til að hvert bam gæfi ekki nema 10 cent, en svo mörg hafa sent meira að ómögulegt verð- ur að setja neina vissa upphæð. Sólskin er mjög þakkátt bömunum fyrir það hvað vel þau hafa tekið þessu. í hverju blaði verða birt nöfn bamanna sem gefa og gjaldkera Betel verða afhentir peningamir jafnótt. Hér eru nöfn þeirra sem sent hafa peninga. Haraldur G. P. Jóhannsson, 572 Agnes St. $ .25 Fanny Julius, 752 Elgin Av«..................25 Evelyn Julius, 752 Elgin Ave............. .10 Stefan Paulson, 694 Agnes St............. 1.00 Elenóra Margrét Júlíus, 1288 Downing S“t. .10 Guðrún Emely Julius, 1288 Downing St. .. .10 pórunn Norma Julius, 1288 Dáwning St. .. .10 Jón Kristján Julius,1288 Downing St..........10 Clarence Amór Julius.........................10 Guðrún Thorwaldson, 1288 Downing St. . . .10 Björn Hjörleifsson, Winnipeg Beach .... $1,00 CÍara Fjeldsted, 646 Simcoe St...............25 Burdie Fjeldsted, 646 Simcoe St..............25 Guðrún Fjeldsted, 646 Simcoe St..............25 Jónína Fjeldsted, 646 Simcoe St..............25 Margrét Magnússon, 919 Banning St........ ,25 Friðrik W. Magnússon, 919 Banning St..........25 Ingibjörg S. Bjarnason, 309 Simcoe St. . . .10 Halldór S. Bjamason. 309 Simcoe St...........10 Jón Sigurðsson Bjamason, 309 Simcoe St. . . .10 S. Steinunn Bjamason, 309 Simcoe St. . . .10 G. Sólveig Bjarnason, 309 Simcoe St..........10 “Sólskinsstúlka í Mozart”....................50 Gísli A. Thordarson, Beckwille...............50 Olafur Thordarson, BeBckwille................50 Snorri Thordarson, Beckwille.................50 Laufey Bjamason, Wynyard.................. 1.00 Alma Bjamason, Wynyard.................... 1.00 Elin B. Guðmundsson, Foam Lake............ 1.00 Alls.................$10.00 I * SOLSKIN Barnablaö Lögbergs. n. ÁB. WINNIPEG, MAN. 2. ÁGÚST 1917 NR.43 Jón Sigurðsson, Flestar þjóðir eiga mikla menn í veraldar- sögunni, og hver þjóð heldur uppi minningu hinna mætu manna sinnar eigin þjóðar, fæðingardagar þeirra eru settir í tímatalið ár hvert. Minning þeirra er geymd með ást og virðingu. Bandaríkjaþjóðin hefir átt tvo slíka menn, sem langt hafa skarað fram úr öllum öðrum með þeirri þjóð. Beittu þeir menn öllum sínum vits- munum til virðingar landi og lýð, það var ættjarð- arástin, sem knúði þá til að vera merkisbera þjóð- arinnar. Hverju skólabarni í landinu er kent að þekkja frelsishetjumar og ættjarðarvinina Wash- ington og Lincoln, sem báðir voru forsetar Banda- ríkjanna og fæðingardaga þeirra, 22. febr. og 12. febr. þekkja öll börn í landinu. Eru þeir dagar oft aðgreindir frá öðrum dögum með rauðu letri á veggjaspjöldum, sem út eru gefin á hverju ári með dagatalinu. Bömum er kent að þekkja sögu þessara manna, og þeim er innrætt ást og virðing fyrir þessum góðu og göfugu mikilmennum, sem enn þann dag í dag gnæfa yfir það volduga lýðveldi. En, bömin góð, við íslendingar eigum líka einn merkan dag í árinu, sem nú er nýlega liðinn, sem sannarlega ætti að vera aðgreindur frá öðrum dögum með rauðu letri og innsiglaður í huga allra íslenzkra bama, hvar sem þau eru á hnettinum. þessi dagur er 17. júní. pið hafið líklega flest heyrt það að þann dag er fæddur mesti og undr eins göfugasti maðurinn sem íslenzka þjóðin hefir átt, Jón Sigurðsson. pegar talað er um Jón Sigurðsson, þá vita allir eldri menn við hvaða mann er átt, þó Jón Sigurðsson sé eitt af algeng- ustu nöfrium á íslandi, er eins og enginn hafi haft það nafn nema þessi eini maður. Hann er svo kunnur hinni íslenzu þjóð. pið hafið áreyðanlega heyrt pabba ykkar og mömmu tala um Jón Sigurðsson og heyrt þau tala um það hvað íslenzka þjóðin hafi átt honum mikið að þakka, væri því fróðlegt fyrir ykkur unga fólkið að vita meira um hann, uppmna hans og ættemi, hvemig maður hann var og hvað hann afrekaði í lífinu. Á vestanverðu íslandi eru all margir firðir, sem skerast inn í landið, eru þeir einu nafni kallaðir Vestfirðir. Einn af þeim fjörðum heitir Amar- fjörður. Fram með þeim firði stendur eitt nafn- kent höfuðból. sem Rafnseyri heitir. í fomöld var þessi jörð kölluð Eyri í Arnarfirði. Um aldamótin 1200 bjó á Eyri einn mætur og merkur höfðingi, sem Rafn Sveinbjarnarson hét. Var hann á’ þeirri tíð talinn einn hinn allra merk- asti og bezti maðurinn í landinu, og einn af beztu mönnum sem ísland hefir átt. Rafn Sveinbjamarson var veginn með öllu sak- laus á næturþeli aðfaranóttina 4 marz 1213, af einum manni. sem porvaldur hét Snorrason úr Vatnsfirði. Hafði þó Rafn sýnt porvaldi meiri góðvild og meiri göfugmensku, en á þeirri öld voru dæmi til. Mun slíkt ódáðaverk aldrei gleymast hinni sögufróðu íslenzku þjóð. Eftir daga Rafns, var þessi jörð kend við hann og kölluð Rafnseyri. f sambandi við þessa jörð muna allir fróðir menn á íslandi eftir þessum góða göfuga og glæsilega höfðingja Sturlunga aldar- innar. En Rafnseyri átti eftir að verða enn frægari í sögu íslands, þar átti eftir að fæðast mesti maður- inn sem fsland hefir átt, maðurinn sem ruddi brautina að endurreisn þjóðarinnar, maðurinn sem leiddi sól frelsisins yfir landið, maðurinn sem vakti þjóðina af dvala og leysti hana úr álögum, sem hún hafði verið í um sex hundruð ár, maðurinn sem gæddur var meiri hæfilegleikum. göfuglyndi og glæsimensku, en nokkur annar maður fyrir og um hans daga, og þessi maður var Jón Sigurðsson Hann var fæddur á Rafnseyri 17. júní 1811. Voru foreldrar hans Sigurður prestur jónsson á Rafns- eyri og kona hans pórdís Jónsdóttir, prests Ás- geirssonar í Holti í önundarfirði, gáfuð kona og góð. Faðir Sigurðar prests var Jón prestur á Rafnseyri, Sigurðssonar, Ásmundssonar bónda í Ásgarði í Grímsnesi, er það kölluð Ásgarðsætt.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.