Lögberg - 09.08.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.08.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Af þeirri ögn sem eftir er í flöskunni, er það sjáanlegt, að það hefir verið blandað fáeinum drop- um í lyfið, nógu mörgum til að eyðileggja líf, en ekki fleirum”, sagði John. “Stephen”, bætti hann við um leið og hann lækkaði röddina og talaði nokkuð hikandi, “eftu viss um—fyrirgefðu spum- ingu mína—en ertu alveg viss um að þú hafir ekki, í einhverri óskiljanlegri leiðslu blandað sjálfur blá- sýrunnií ?” John Grey hafði heilbrigða og raunhæfa skyn- semi, en gat samt ómögulega skilið þetta atvik. pegar hann stóð við banabeð hinnar látnu, hafði hann íhugað þetta nákvæmlega, og sú eina sann- gjarna niðurstaða sem hann komst að var, að eitrið hefði af vangá verið blandað í lyfið við tilbúning þess. Og þó sýndist þetta vera afar ósanngjamt, því hann vissi hve aðgætinn bróðir hans var. “Eg hefi ekki búið til lyf í tuttugu ár, John, til þess að síðustu að framkvæma jafn ógæfusama vangá”, svaraði Stephen. “Nei lyfið var nákvæm- lega og rétt tilbúið”. “Eg stóð hjá pabba og horfði á hann búa það til, John frændi, og eg er viss um að það var ná- kvæmlega rétt tilbúið”, sagði Friðrik fremur gramur yfir efa föðurbróður síns. “Heldur þú að hann í einhver skonar leiðslu hafi tekið krukkuna með blásýrunni ofan úr hillukróknum ? Hann hefði einu sinni ekki getað náð henni án lausastig- ans, og hann hefir ekik verið í læknastofunni í dag. Hr.Ficher sá hann líka blanda lyfið”. “Sá hr. Ficher það?” “Að Ficher sá það, skeði á þann hátt”, sagði Stephen. “pegar eg yfirgaf frú Crane, strax á eftir að klukkan var sjö í kvöld, sá eg Ficher standa í götudyrunum sínum, og hann kom mér til að ganga inn. pað var afmælisdagur frú Ficher, og hann hafði kampavínsflösku á borðinu; hann ætlaði einmitt að fara að opna hana og eg hjálpaði honum að drekka úr henni; svo gekk Ficher út með mér í því skyni að hreyfa sig sér til hressing- ar, en fór fyrst með mér inn í lyfjastofuna og beið þar á meðan eg blandaði lyfið fyrir frú Crane”. “Og var Di^k fengin flaskan strax?” “Ekki alveg strax”, sagði Friðrik, “Hún stóð litla stund á borðinu á meðan Dick var að borða kvöldmatinn. En það var ekki litið af henni eitt augnablik á meðan, eins og hr. Whittaker gétur borið vitni um”, bætti hann við, eins og hann grun- aði hver næsta spuming frænda hans yrði. “Whit- taker kom inn áður en pabbi var búin með lyfið — það er að segja, áður en hann límdi seðilinn á flöskuna — og hvorki Whittaker eða eg fórum út úr stofunni fyr en Dick var farinn með hana”. “petta virðist vera alveg óskiljanlegt”, sagði John Grey. pað fyrsta sem þeir gerðu, þegar þeir komu heim, var að spyrja Dick spjörunum úr. Hann svaf í kvistherberginu í húsi Johns; þeir gengu upp til hans og vöktu hann; Dick var bráðlyndur fjórtán ára gamall herramaður, sem spriklaði í rúminu og starði tryllingslega á þá af undrun. “Vaknaðu, Dick”, sagði húsbóndi hans. “Eg er vaknaður, hr.”, svaraði Dick. “Á eg að fara á fætur. Á eg að fara með lyf ?” “Nei, þess þarftu ekki”, svaraði John. “Eg ætla að eins að spyrja þig um nokkuð. Fórst þú með nokkurt lyf til frú Gould í kveld ?” “Eg fór með nokkuð þangað, hr., litla flösku”. “Hver fékk þér hana?” “Friðrik fékk mér hana, hr. Eg fór með hana og afhenti hana hinni digru Pepperfly, því það var hún sem opnaði dymar”. “Fórstu beint þangað, eða varstu einn að slaap- ast um gótuna og settir körfuna frá þér ?” “Eg fór beint þangað”, svaraði drengurinn al- varlega. “Eg slæptist alls ekkert annarstaðar og skildi aldrei körfuna við mig. Hefir þdesi Pepper- fly sagt, að eg hafi ekki skilað henni, hr. — eða að eg hafi komið með hana brotna?” bætti hann við, af því hann hélt að þessar óvanalegu flækju- spurningar væru ásökun gegn honum sjálfum. “Ef hún hefir sagt þetta, þá er hún lygari”. “Hún hefir ekkert sagt um þig”, svaraði hús- bóndi hans; “eg vil að eins vita, hvort litla lyfja- flaskan var afhent hjá frú Gould, ósnert og í sama ásigkomulagi og þú tókst við henni ?” " “Já það var hún, hr.”, svaraði drengurinn frjálslega, svo þeir vissu að hann talaði sannleika. peir sögðu honum að hann mætti sofna aftur, og gengu svo ofan í læknastofuna. par var enginn á þessu augnabliki og gasljósið var dauft. Stepnen skrúfaði ljósið upp og sóttí lausastigann út í skáp- inn, þar sem hann var geymdur. í afviknu horni á efstu hiílunni stóð glerkrukka með seðli á, sem á var skrifað “blásýra”; hann gekk upp stigann og tók hana ofan. * “Sjáið þið!” sagði hann, “það er raunar kóngu- lóarvefur, ofinn frá tappanum og niður um krukk- una, og rykið er næstum þumlungsþykt. pað sannar að hún hefir ekki verið snert um langan tíma. pað hljóta að vera að minstá kosti sex vikur, síðan við höfðum tækifæri til að nota þetta eitur”. petta var sú eina blásýra sem þeir höfðu af nokkuru tagi, enga aðra, hvorki þynta né á annan hátt, og við að sjá þessa krukku hvarf efinn að öllu leyti í huga Johns með tilliti til bróðursins — hann sá að hann gat ekki hafa notað hana. peir studdu olnbogum sínum á háa borðið, þar sem lyf- in voru vanalega búin til og blönduð, og töluðu saman um þetta málefni án þess að koma með nokkrar tilgátur eða gruna, hvernig mögulegt væri að fá nokkra upplýsingu um þetta. í þessu ásigkomulagi tóku þeir ekki eftir hreyf- ingum Friðriks. Hann, sem var eirðarlaus og reyndi alt af að gera eitthvað, eins og flestir dreng ir á hans aldri eru, tók hvítu léreftsþurkuna sem var í læknastofunni, og þurkaði rykið af gler- krukkunni, sem eitrið var í. John varð litið á starf hans um leið og hann var búinn. ó, Friðrik, hvað hefir þú gert?” “Að eins þurkað kóngulóarvefinn og rykið af krukkunni, frændi”, svaraði drengurinn undrandi yfir hinni hræðsluríku rödd frænda síns. “Veizt þú”, hrópaði John Grey, sem í Geðs- hræringu sinni talaði afar hörkulega, “að þetta getur kostað líf föður þíns? eða að minsta kosti hans góða mannorð ?” Friðrik stokkroðnaði en svaraði engu. “Á meðan rykið var kyrt á krukkunni, var það óhrekjandi sönnun þess, að hún hefði ekki verið opnuð. Sást þú kóngulóarvefinn sem var spunn- inn frá tappanum og niður eftir krukkunni ? Hvað gat verið betri sönnun þess, að tappinn hefði ekki verið tekinn úr? pessi kóngulóarvefur hefði get- að frelsað föður þinn”. Friðrik Grey fanst eins og eitthvað stæði í sér, svo að hann ætlaði að kafna, eða eins og hann yrði alla æfi sína að líða fyrir þessa óforsjálni, sem hann hafði gert sig sekan um. “pað er ekki sennilegt að þeir vilji gruna föður minn”, sagði hann, “og hvað snertir að kæra hann — nei, frændi, það gerið þér ekki”. “Hver heldur þú að vilji kæra hann? pú eða eg? Lyfið kom frá þessu húsi og var afhent í sama ásigkomulagi til hjúkrunarkonunnar Pep- perfly, var svo gefið sjúklingnum ósnert, að svo miklu leyti við vitum, eða getum gizkað á. Hr. Carlton, maður í heiðarlegri stöðu eins og við, vottar að lyfið lyktaði af blásýru, þegar hjúkrun- arkonan rétti honum það; hann gat þess strax, segir hjúkrunarkonan. Til hvers á þá grunur manna að snúa sér, ef ekki til hans, sem bjó lyfið til ? pú berð traust til föður þíns, og eg ber traust til bróður míns, að hann geti ekki verið og sé ekki sekur um slíka yfirsjón, að blanda eitri í sefandi drykk; en krukkan með rykinu og kóngulóarvefn- ^ um gat verið næg sönnun fyrir þá, sem ekki treysta honum. Og þú hefir þá eyðilagt þessa sönnun. Farðu heim og háttaðu, drengur. pú hefir gert nóg ógagn í kveld”. Friðrik sárnaði ósegjanlega mikið að heyra þessi orð. Samvizkubit er líktist sálarangist greip huga hans yfir þessari óforsjálni, sem hann hafði framkvæmt. Hann svaraði ekki, hann var alveg sundurmarinn; hann þráði að komast burt frá augum allra, þar sem hann gæti verið einn með sorg sína og iðrun — þar sem hann gæti hugsað um aðferðina, ef hún annars væri til, til að bæta úr yfirsjón sinni og biðja guð að koma í veg fyrir hið illa. Hann óskaði frænda sínuln'góðrar nætur með auðmjúkri rödd og sneri sér svo að föður- sínum. “Góða nótt og'guð blessi þig. kæri sonur minn”, saðgi Stephen innilega. “pú gerðir ekki rangt með ásettu ráði. Vert þú að eins rólegur; eg veit að eg er saklaus, og eg ber fult traust til guðs, að hann opinberi sannleikann”. Friðrik Grey fór heim og lagðist í rúmið, hann grét og skalf af ekka eins og hjarta hans ætlaði að springa, þótt hann væri sextán ára. Hann hafði engan, sem hann gat leitað huggunar hjá. Hann var eina barnið, og móðir hans, sem hann elskaði heitara en alt annað á jörðunni, hún var farin til útlandaí því skyni að styrkja heilsu sína við breytt loftslag. John Grey og bróðir hans, ásamt aðstoðar- manni þeirra, hr. Whittaker, sem var duglegur læknir, voru kyrrir í læknastofunni. peir töluðu um málefnið við hann, án þess að komast að nokk- urri niðurstöðu. “Að lyfið var afhent drengnum, eins og hr. Stephen skidi við það, getum við Friðrik borið vitni um”, sagði aðstoðarlæknirinn. “Að því er séð verður, þá afhenti Dick það í sama ásigkomu- lagi til frú Pepperfly, sem fór með það beina leið til hr. Carlton, er strax fann blásýrulyktina. Eg skil þetta ekki. Eg hefi heyrt getið um galdra- listir; þetta virðist vera af því tagi. pað var slæmt að hr. Carlton tók ekki lyfið með sér, þegar hann kom hingað”. “Töluðuð þér við hann, Whittaker?” spurði Stephen Grey. “Já, eg gerði það. pað var enginn annar en eg til staðar, þegar hann kom; hann spurði hvort hann gæti fengið að tala við hr. Stephen Grey. Eg sagði honum að hr. Stephen væri ekki heima og hann fór aftur”. “Já”, sagði Stephen Grey, “það sýnist alveg óskiljanlegt, en tíminn mun leiða sannleikann í ljós eins og hann gerir við flest annað”. IX. KAPÍTULI. Almenningsálitið í South Wennock priðjudagsmorguninn rann upp. Morguninn næsti eftir dauða frú Crane, og allir í South Wennock voru í æsingi, það er að segja, líkinga- lega talað. Allir voru að tala um þenna óhappa- viðburð. Fólk dróg sig alls staðar saman í hópa; á gangstígunum, á aðalbrautinni, við búðardyrnar, í götudyrum húsanna, og á öllum mögulegum stöð- um komu menn saman, og allir Jiöfðu sama um- talsefnið. Daginn áður, á mánudaginn, hafði all- mikið verið talað um óhappið, sem Carlton varð fyrir. vinnumaður hans og hestur; en sú nýung var ekkert í samanburði við þessa. Lesarinn veit vel hve gráðugir við erum eftir öllum nýungum, og því sólgnari sem nýungamar eru dularfyllri; hvernig við rannsökum allar slíkar tilviljanir og reynum að skilja þær hvíldarlaust; menn geta því hugsað sér hvílík sælgæti þessi sorglega nýung hlýtur að hafa verið fyrir South Wennock íbúana, umkringd jafn óskiljanlegum leyndardómum og hún var. John Grey hafði rétt fyrir sér þegar hann á- leit, að aðal þyngsli þessa ógæfusama máls myndi lenda á bróður sínum. Hin almenna skoðun var sú, að Stephen Grey hefði gert þetta glappaskot af kæruleysi, þegar hann bjó til þenna sefandi drykk. Sú staðreynd, að hann hefði verið ná- kvæmur og umhyggjsamur með lyfjatilbúning sinn alla æfi sína, féll nú úr gildi. “Eg hefi ekið með hestum mínum í fimtán ár núna, og aldrei velt farþegum mínum úr vagnin- um; en það sannar alls ekki að slíkt óhapp geti ekki viljað mér til einhvern daginn”, sagði ökumaður sá er fór með póstvagninn með fjórum hestum fyrir daglega milli tveggja bæja, og hvíldi þá í gestgj afahúsinu Rauðaljónið í South Wennock. “Og það get eg vel skilið að er tilfellið með hr. Stephen Grey; hann hefir blandað lyfin rétt þang- að til núna; en nú getur honum hafa skjáltað. Bezti matreiðslumaður getur af vangá látið graut- inn brenna við, það vitum við allir”. pað var stór hópur manna sem var saman kom- inn hjá ökumannahliði Rauða ljónsins. Hópurinn samanstóð af .fólki af mismunandi nafntign og stöðu — höfðingjum, iðnaðarmönnum og verka- mönnum. f smá bæjum þar sem allir íbúarnir þekkja hver annan, eru menn vanir að tala alúð- lega saman án tillits til stétta mismunar. “Eins og fyrir mér”, sagði járnsmiðurinn. “Eg rak nagla beina leið inn í fótinn á hesti í vikunni sem leið, svo hann varð haltur, og eg get svarið það, að slíkt óhapp hefir mér ekki viljað til í mörg ár”. “Mér þykir þetta leitt vegna Stephen Greys”, sagði einn heldri maður. “Ef það hefir skeð af misgripum hans, mun hann iðrast þess alla æfi sína. Stephen Grey er viðkvæmur maður”. “Mér finst þetta málefni alveg óskiljanlegt”, sagði hinn velæruverði séra Jónas, sem var prest- ur við St. Markús kirkjuna, og sem var komin til að taka þátt í hinum almennu umræðum og æs- ingi — máské af því að hann stóð í fjölskyldu- sambandi við Greys bræðurna á þann hátt, að kona hans og kona John Greys voru systur. “Eg hefi heyrt, að það væru órækar sannanir fyrir því. að krukkan, sem sem blásýran var í — og þeir höfðu aðeins þá einu í læknastofunni, að því er séð verð- ur — hafi ekki verið snert”. “Hr. John Grey sagði mér það sjálfur”, greip önnur áköf rödd fram í. “Sem sönnun þess, að glerkrukkan þeirra hefði ekki verið snert, var hún þakin með kóngulóarvef, sagði hann, og var þannig á sig komin eftir að konan var dáin; en svo fór Friðrik litli og þurkaði ruslið af henni af eintómri greiðasemi”. Nú varð augnabliks þögn. Hópurinn hugsaði nú um þessa síðustu nýung. pað var í fyrsta skifti sem þeir heyrðu hana. Lyfsali nokkur, Plumstead að nafni, fór nú að tala. Hann var ekki hlyntur Greys bræðrunum, því þeir verzluðu með sömu vörur; rómur hans var háðslegur. “pað hefði þá verið betra að þeir hefðu látið kóngulóarvefinn vera kyrran, svo að líkskoðunar- maðurinn og hinir eiðsvörnu hefðu getað séð hann”. “John Grey er heiðarlegur maður. Hann mun ekki segja ósatt”. “En heyrið þið nú!” byrjaði ný rödd. “Hvem- ig gat eitrið komist í lyfið nema við tilbúning þess? Og hvernig gat hr. Carlton fundið lyktina af þv’, ef það hefði ekki verið í lyfinu?” “Auðvitað var það í lyfinu. Hún hefði alls ekki dáið, ef eitrið hefði ekki verið í lyfinu”. pað er sönnunin. Lyfið var sent beina leið frá læknastofu Greys til Palace Street, og svo eru þau hr. Carlton og hjúkrunarkonan Pepperfly til að vitna um það, að blásýru lyktin af því var eins mikil og hún gat verið. Já, hr. Carlton hafði, eins og í ljós kom, jafnvel grun um að það mundi valda baga, og fór inn til Greys til að spyrja um þetta ; en Stephen Grey var ekki heima, svo hann fékk ekki að tala við hann. Eg heyri nú sagt að hann ásaki sjálfan sig fyrir það, að hann tók ekki lyfið burt með sér”. “Hann hefir auðvitað ekki álitið að það væri eins slæmt og það reyndist. Og það er sagt að hann hafi beðið veiku konuna að taka ekki lyfið”. “Hver segir það?” “Eg hefi heyrt það”. “Hvernig sem þessu er varið”, sagði maður, sem hingað til hafði þagað, “þá sýnist það liggja opið fyrir öllum, að þegar lyfið fór út úr lækna- stofu Greys bræðranna, hefir verið eitur í þvi. Og þar eð hr. Stephen Grey bjó sjálfur lyfið til, get eg ekki séð hvernig hann losnar við ábyrgðina”. “Hann getur ekki losnað við hana, hr.”, sagði annar í slæmum tilgangi. “pað getur verið nógu gott að segja, að Friðrik litli hafi þurkað kóngu- lóarvefinn af krukkunni, og hann hefir máske gert það; en ekki, það þori eg að veðja um, fyr en búið var að rífa hann í sundur af öðrum”. “Fyrst við minnumst á unga Friðrik”, sagði lyfsalinn; “hann gekk fram hjá búðinni minni áð- an, og eg spurði hann um þetta. ‘Faðir minn bjó lyfið til nákvæmlega rétt, sagði hann. Eg get lagt við drengskap minn að þetta er satt, því eg sá hann búa það til’. “porið þér að sverja það, hr. Friðrik?” sagði eg, til að vita hvort eg gæti ekki komið honum á óvart. ‘Já, það get eg, ef það er nauðsynlegt að gera það’, sagði hann og kerti hnakkann óhræddur og drembilega eins og hans er siður og horfði beint í augu mín; ‘en mitt orð er hið sama og eiður minn, hr. Plumstead? Og hann fór burt jafn státinn og hann gat verið”. “Friðrik er tryggur drengur eins og Greys fjöl- skyldan, hreinskilinn og áreiðanlegur”, hrópaði Jítill rakari. “Hann hefir ekki orðið var við nein rangindi, og þegar drengurinn segir nei, þá veit eg að hann hefir ekkert rangt séð”. “Menn segja”, sagði annar, um leið og hanr lækkaði rödd sína, “að hr. Stephen hafi drukkið sig fullan af kampavíni, og ekki þekt eina flösku frá annari; að hann og Ficher, ármaðurinn, hefðu drukkið það í félagsskap”. “Fjas”, sagði hinn geistlegi ásakandi. “Hr. Stephen Grey er ekki sá maður, sem drekkur of mikið. “Ja7 hr.”, hrópaði ökumaður, fús til að styðja sönnun hans; því þetta baknag geðjaðist honum og flestum. sem til staðar voru, mjög illa — “eg hefi heyrt að hr. Fich gæti borið vitni til hags- muna fyrir hr. Stephen, því hann stóð við hlið hans á meðan hann bjó til þetta margnefnda lyf”. Á þessu augnabliki kom frú Fitch út í dymar. r MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLttKKVANDI “HIJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf Vorif er kopiið; um þaö leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðiö gegn sjúkdómum. Það veröur bezt gert meö því að byggja upp blóöið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir þaö. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Gemm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phone Main 4786 N0RW00D Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215J PortageAv í gamla Queens Hotal G. F. PENNY, Artist Skrifatofu talsimi ..Main 2065 Heimilis talafmi ... Garry 2821 Innvortis bað. Eina örugga aðferðiá til þess að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfærast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsmaðurinn, sem getur sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert. Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hata útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans. hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftjr upplýsingum- SUCCESS BUSINESS COILEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Rex Cleaners LITA, HRElNSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt prusuð meðan þér standið við................S5c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir........$1.50 Einnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Ta.ls. G. 67 Wlnnipes Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga .. JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar , í húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA iœknar ECZEMA Gylliniaeð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Laeknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL COM 309 Somerset Block, Winnipeg Silki-afklippur 61 að búa 61 úr duluteppr. Vér höfum ágætt úrvel af stórum pjötlum meðalls- konar Iitum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 |Winnipeg, Man. Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld, Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Notre Oame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari Og Virðingamaður . . Selur við uppboð Laróbúrsðaiáhöld. a.s- konar verzlunarvöiur, húsbúnað og fjeira. 264- Smith St. Tals. M.1781 FINST PÉR SEM pú J70LIR EKKI SLfKA ÁREYNZLU L E N G- UR? SÉ SVO, ÞÁ ER TIMI til KOMINN FYRIR///^ ÞIG AÐ BYRJA -AD NOTA Dynamic Tonic Ef þú t lýist af þínum daglegu störfum; ef líkami þinn og taugakerfi eru slöpp og veikluð, þá getur þú reynt Penslar Dynamic Tonic með fullri vissu um það að þú munir hressast og frískast og fá nýjan taugastyrk. Samsetning þessa áreiðanlega lyfs er á meðanum, og er það notað af fjölda mörgum við- skiftavinum vorum. Vér viljum fá yður til þess að njóta hinna góðu áhrifa af þessu ágæta meðali. pað er skylda þín sjálfs þín vegna að nota þetta tauga- styrkjandi lyf og byrja það tafarlaust. Vér höfum tvær stærðir, á sjötíu og fimm cent og einn dollar og fimmtíu cent. |the sargent pharmacy, 724 Sargent Ave. Sími: Sherbr. 4630

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.