Lögberg - 09.08.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.08.1917, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMtUDAGINpi 9. ÁGÚST 1917 Jórunn Jónsdóttir ljósmóöir í Borgarhreppi. F. 20. segt. 1843. D. 27. april 1917. Mikilhæf var hún og mannkostum búin beztu, •bragnr kvenna, ríklunduS, röggsöm og rausnar-drjúg, hyggin, hollráö og hjartagóö. Ung var hún sveipuð yndisþokka ættmæöra ágætra íslendinga. Sópaði’ af sviptign, er silfurkranz henni ellin að enni sveigði. Glatt var á garði, er gestafjöld húsfreyju heim í hópum sótti. Sjálf var hún glöðust, er sumarbros æskunnar ljómuðu að arni hennar. Hugul og v’eitul, hverjum manni vel hún vildi vera’ í öllu. Tregafögur er íósturbarna minning mild um móður góða. Nú hefir ljósmóður lausn og frið veitt hin ljúfa ljósmóðir alheims: elskunnar drottins eilíf sól, — aflgjafi, ljósvaki allra sálna. Svo kveður þig síðast sveit og bær, er sann-nefnd varst allra móðir kær. Og saknandi konan þín minnist mörg, er múkhent þú veittir likn og björg. Og heiman fylgir þér hópur þinn, er hhnin og ljósið fyrsta sinn á skauti þér sá, og síðar fann í sál þinni tryggan kærleikann. Svo leggur héraðs-sveit heiðurskranz í heilögu nafni kærleikans á hviluna þina’ og viknar við. — Guð veiti þér nú sinn dýrðar-frið! Guðm. Guðmundsson. Heilbrigði. Lœkning og'meðferð brjóstveikinnar. Eins og áöur er sagt myndar lík- aminn móteitur eða varnarefni á móti berklagerlunum og eituráhrifum þeirra. Ef þessi varnarefni eru nægi- leg, læknast sjúkdómurinn, ef þau reynast ónóg, nær sjúkdómurinn yfir- tökunum. Að efla þessi varnarefni sem mest er því tilgangur allrar lækn- ingar. Það þarf að hlynna að lækn- ingarkrafti náttúrunnar,” bægja frá öllum þeim áhrifum, sem geta haft skaðlegar verkanir á líkamann, og hins vegar styrkja hann og stæla og efla orku hans. í þessu er heilsuhœl- islœkningin fólgin, og er hún grund- völluð á heilsufræðinni ("‘hygiænisk- diætisk” meðferð). Skal hér gerð grein fyrir helztu atriðum hennar. Þó að hér sé að eins rætt um brjóst- veikina, þ. e. berklaveikina í lungun- um, þá er ekki þar með sagt, að lík meðferð geti ekki komið til greina við aðrar tegundir berklaveiki, svo sem berklaveiki í beinum, liðum og kirtlum, — þar er hún einnig nauð- synleg—, en við slíka sjúkdóma er oft og einatt þörf- á skurðlækningum, umbúöum og öörurh aðgeröum, en út í slíkt verður ekki farið hér. Loftið. Alkunnnugt er að ljós logar illa í loftlitlu herbergi, og því meir sem loftið spillist, því daufara verður ljós- ið, og svo ilt getur loftið orðið, að ljósið slokni. Eins logar illa í ofnin- um þegar hreint loft vantar — þegar lítill loftsúgur er i ofninum. Hvað er nú ilt loft og hvað er gott? Vér skulum fyrst athuga samsetn- ing v'enjulegs útilofts. Hún er þessi: 78 pct. er köfnunarefni og 21 pct. súrefni. Þetta eru aðalefnin, en auk þess er í loftinu vatnsgufa og kolsýra. Vatnsgufan er nokkuð mismunandi, til jafnaðar hér um bil )4 pct. Kol- sýran 0,03 pct. Þó mest sé af köfnunarefni, þá er það súrefnið, sem í þessu sambandi er mikilvægasta efnið. Það er á því sem ljósið lifir og það er það, sem brennir kolunum. Það sem fram fer er það, að súrefnið gengur í samband við kolefnið og vatnsefnið í kolunum, steinolíunni eða kertinu og við það myndast kolsýra og vatn. Við þessa efnabreytingu myndast hiti og ljós. Ef ljós eða eldur logar i inniluktu rúmi, eyðist súrefnið smámsaman og i þess stað kemur kolsýra. Af þessu skilst, að ilt loft er súrefnis-snautt og kolsýruauðugt. Ef vér nú berum saman ljósið eða eldinn og mannslíkamann, þá er hér Iíkt í efni. í likama manna (og dýraý fer fram sífeld brensla. Lungun taka við súrefninu úr loftinu. Það fer svo inn í blóðið og flyst út um allan líkamann, og við efnabreytinguna myndast meðal annars kolsýra og vatn. Kolsýran fer svo aftur með blóðinu til lungnanna og fer þar út 'f andrúmsloftið. Vatnið, sem myndast fer sumpart (sem vatnsgufa) út um lungu en sumpart út um húðina, en sumt fer burt með þvagi og saur. Við þessa efnabreytingu framleiðist einn- ig hiti, sem eins og kunnugt er, er kringum 37 stig ('celsiusý. Ef menn dvelja lengi t herbergi þar sem endurnýjung loftsins er ekki full- nægjandi, þá spillist loftið á sama hátt og við bruna eldsins. Það verður æ súrefnis-snauðara og kolsýru-auðugra Menn, sem inni eru, fer nú að vanta súrefnií blóðið og það getur liðið yfir þá. Þegar, súrefnið er rýrnað um helming, þ. e. þegar það er orðið að eins einn tíundi hluti andrúmslofts- ins, þá kafna mennirnir. Menn geta einnig gert sér grein fyr- ir spillingu loftsins ef mæld er kol- sýran. Þegar hún er orðinn einn hundraðasti af andrúmsloftinu, þá er loftið skaðlegt. Enn fremur gefur hörundið frá sér skaðleg efni, sem myndast hafa i lík- amanum, og spilla þau þannig loftinu. Þegar menn dvelja lengi í v’ondu lofti, getur svo farið að menn venjist að nokkru leyti viö það, og finni ekki til sérstakra óþæginda svo teljandi sé, en engu að síður er það skaðlegt. Eins og Ijósið logar illa í vondu lofti, eins logar lífsljós mannsins þar illa. Efnabreyting likamans sljófgast, lífs- þrótturinn dvínar. Það er hægra að slökkva það ljósið sem illa logar. Loftið undir berum himni er því bezta loftið, og þegar menn verða að dvelja inni, á Ioftið þar að vera sem næst útiloftinu. En loftið getur spilst á annan hátt, þó súrefnið sé nægilegt. Það getur verið meira eða minna ryk í loftinu. Að ryk sé ilt manni er skiljanlegt. Lungnapípurnar eru að innan klædd- ar fíngerðri slímhúð, og þessa slím- húð getur rykið sært, og gert margs- konar sjúkdómsgerlum hægra fyrir að komast inn úr henni, og í ryki eru oftast ýmiskonar gerlar. Að vísu er þessi lungnapipu-slimhúð ekki alger- lega varnarlaus. Hún er víða klædd einskonar bifhárum, sem eru á sifeldu iði og hreyfast þannig að þau sópa rykinu út úr lungunum, en ef rykið er mikið, veita þau ekki nægilega vörn. énda eyðast bifhárin af ýmsum lungnasjúkdómum. í nefi eru einnig slík bifhár, og þar síast einnig rykið frá. Sést af því að hollara er að draga andann gegnum nefið en gegn- um munninn. Það er einnig margt, sem bendir á það að berklaveiki leggist fremur á þá, er vinna að þeirri iðju, er hefir mikið ryk í för méð sér. Menn hafa í öðrum löndum talið hve margir eru berklaveikir meðal manna af ýmsum stéttum, og bendir sú upptalning á þetta. A’nnars er mikill raunur á, hvert rykið er. T. d. þykjast menn hafa tekið eftir, að kola-, kalk- og mölryk sé tiltölulega meinlaust. Aftur á m'óti er steinryk einna skaðlegast. Þvi til sönnunar hafa menn rannsakað bana- mein steinhöggvara í Berlín, og kom það í ljós, að 90 pct. af þeim dóu úr berklaveiki, en ekki nema 10 pct. úr öðrum sjúkdómum samtals. Loftið er miklu rykminna úti en inni, og útiloftið er mörgu sinnum hreinna í svéitunum en á götum borga og kaupstaða. Htti loftsins. Fyr á tímum töldu menn berklaveikum sjúklingum nauð- svnlegt að vera í mjög hlýju lofti. Á vetrum var það álitið sjálfsagt, að sjúklingarnir ættu sæti sem næst ofn- inum, og um opna glugga var ekki að ræða. Það má geta nærri að slík meðferð var ekki heppileg. Ef þess- ir sjúklingar, sem ekkert kul þoldu, komu svo undir bert loft að vetrarlagi utðu þeir iijnkulsa og kvefaðir. Þeir líktust Johnsen presti hjá Carl Bagger i “Min Broders Levnet.” Presturinn segir þessi merkilegpj orð: “Eg er nokkuð kvefaður þessa dagana. Eg var nefnilega sv'o óvarkár hérna um daginn, að ganga gegnum herbergi þar sem gluggi var opinn. — Svona fer það þegar við gömlu karlarnir ætlum að verða karlar í krapinu og gera það sem að eins ungir menn og frískir þola.” Þó að langt sé síðan þetta var rit- að, þá eldir þó enn eftir af þessari Iofthræöslu. Hreina loftið kalla menn þá “dragsúg” og telja það komi sjálfs- morði næst að opna glugga. Að vísu getur súgur orðið óhollur þegar sérstaklega sterfdur á. Ef mað- ur situr t. d. við brennheitan ofn, sem bakar hann öðru megm, en á hina hliðina leggur kaldan gust, þá getur maður fengið gigt eða kvct. Líkam- inn þolir ekki misjafna upphitun Það er þvi varhugavert að setja mög nærri heitum ofni, að eg ekki tali um að sitja á sjálfum miðstöðvarofnunum, eins og eg hefi séð menn gera. Ekki er heldur gott að sitj'a alveg við opinn glugga að vetrarlagi, í mjög heitu herbergi. Öðru máli er að gegna þegar lítill munur er á hitanum úti og inni. Þá er það óhætt. Hitinn á að vera sem jafnastur alt í kringum mann. Best er að íbúðarherbergi séu sem stærst. Þá cr hitinn jafnari, þó Iagt sé í ofn. Gluggum skyldi ætíð skift í efri og neðri glugga, og er þá að eins efri glugginn opnaður, ef kalt er úti. Reynslan sýnir, að þeir sem hafa miklar innisetur og venja sig á mik- inn ofnhita, eru kvefgjarnari og gigt- veikari en hinir, sem mikla útiv'ist hafa og varast ofmikinn hita inni. Margir fá kvef þegar kólnar á haust- in og farið er að leggja í ofnona, ekki svo mjög af kuldanum úti, held- ur miklu fremur af hitanum inni og öllum þeim bakteríum, sem þar safn- ast fyrir. Ofnhitinn ætti aldrei að vera meiri en 12—14 stig á Celsius. Útivist er ein af allra nauðsynlegj ustu þáttunum í heilsuhælismeðferð- inni. Sjúklingarnir eru undir berum himni allan daginn og fara að eins inn til að matast. A nóttum sofa þeir fyrir galopnum gluggum og hitinn í svefnherbergjunum sem Iíkastur hit- anum úti. Auðvitað hafa þeir á nótt- um nögu mörg brekán ofan á sér, en reynslan sýnir, að þau þurfa sjaldn- ast að vera öllu fleiri en venjulega gerist, því húðin herðist við hina stöðugu útivist. Það er ofur skiljanlegt, hvers vegna útivistin er svo nauðsyuleg — efna- breytingin verður örari, matarlystin vex, allur líkaminn styrkist, hörund og taugar harðna, og þegar skemd eða Sár er í lunga, er bezt að loftið, sem kemst að sárinu, sé hreint, ryk- laust og gerlalaust. fFramh.J. Fáein svör. Herra ritstjóri Lögbergs. Eg vona að þér leyfið þessum fáu línum rúm í blaðinu. Af því J. J. Vopni lagði fyrir mig þessa hér cftirfarandi spurningu: “Hvað gerðir þú, ef þú værir ‘premier of Canada’?” Af því við höfðum ekki tækifæri til að hafa Iengri samræðu, vil eg þvl svara þeirri spurningu í hér eftirfylgjandi línum, í sumum atriðum. 1. Herslcyldu lögin, sem nú eru á dagskrá, Iéti eg bera undir atkvæði þjóðarinnar freferendumj og stuðla að því að jafnt málfrelsi væri veitt frá báðum hliðum, svo þjóðinni gæf- ist kostur á að fá sem lj'ósastan skiln- ing á undirstöðu atriðum þeim, sem að því m:li liggja frá báðum póli- tísku flokkunum hér. 2. Eg mundi semja frumvarp til algjörlegra laga breytinga á þeim hegningarlögum, sem nú eru gildandi í landinu, og vinna að því að þau 4ög yrðu viðtekin, sem algjörlega koll- vörpuðu þeim hegnangarhúsum (stofnunum) eða því fyrirkomulagi og þeim “lögum” því viðkomandi sem nú er. Þannig að hegningarhús- unum yrði breytt í sektarskóla, þar sem hver sakfeldur fengi viðunanlegt fæði og klæði, en væru látnir vinna daglegá þjóöfélaginu til þarfa að allri landsins framleiðslu, undir ströngum siðgæðis reglum, eftir fyr- irsögn sérfræðings; að þeir væru látnir vinna við þann starfa, sem hver og einn væri bezt til fallinn. Fram- leiðslan af vinnunni mundi borga kostnaðinn, og þess konar starfsemi ekki kosta þjóðfélagið einn einasta dollar. 3. Eg mundi vinna að því, að fá þess konar lög staðfest, að þegar ein- hver væri tekinn fyrir rétt og sakað- ur um “lagabrot”, væri hann yfir- heyrður, krafinn sagna pg látinn skýra frá því hvernig hann hefði verið al- inn upp, með hvaða fólki hann hefði lifað og hvaða áhrifum hann hefði orðið fyrir og hvaða lífskjörum hann hefði orðið að sæta. Að dóminum sé hagað eftir þvi, hvort lífskjörin hafi verið hörð eða væg, og ef þau hafa verið hörð og orsök þess að maður- inn varð sekur gagnvart lögunum, þarf hegningarvistin að vera skóli, kensluleg hjálparstofnun, en ekki myrkraklefi upp á, vatn og brauð, sem með réttu ætti að kallast glötunarhús. Ennfremur: að hegningartímanum afloknum sé engum slept þaðan pen- ingalausum nema með því móti að maðurinn hafi einhvern starfa eða stöðu vísa til að ganga að þegar hann er laus látinn. , 4. Eg mundi semja og vinna að að fá samþykt fast ákveðin lög, sem á- kvæðu hvað skyldi vera hár gjaldeyrir verkalauna allra, embættismanna og stjórnar ráðsmanna og stjórnarráðs- þegna og þeirra, sem standa í opin- berri stöðu, og lög sem ákvæð^ lág- mark daglauna hins svokallaða lægri flokks verkalýðs, þannig úr garði ger að þau væru ætíð hlutfallslega í samræmi við mismunandj verðhæð og framleiðslumagn lífsnauðsynja, en gætu samt aldrei farið niður fyrir tak- markað lágmark. Lög sem gerðu allar stéttir embættismanna og stjóarnar- þegna að daglaunamönnum, og að daglaun þeirra hefðu sitt hámark, sem þau gætu aldrei farið yfir, að þeir séu sem daglaunamenn stjórnar- innar eða þjöðarheildarinnar, borgað af því opinbera. Eg mundi fá það lögleitt að þjóðin hafi heimild til að kjósa og ráða ti! eins árs tímabils í senn, nefndarfull- trúa sem væru óháðir öllum stjórn- arembættisstörfum, sem væru af al- þýðunni til þess kjörnir að rannsaka alla embættisstarfrækslu þjóðfulltrú- anna ('stjórnarinnar) á hverju þriggja eða sex mánaða tímabili og birta þær skýrslur sérprentaðar eða í opinberum blöðum að hverri rann- sókn aflokinni. J Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þennan hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Amott, Transcona. Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. •• 1 • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geúettu, ogai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limlt.d HENRY AVE. EAST WINNIPEG GÓÐAR VÖRUR! SANNGJARNT VERÐ! Áreiðanlegir verkamenn Petta er það sem hvern mann og konu varðar mestu á þessum tímum. Heim- scekið verkstœði vort og þér sannfærist um alt þetta. Nýjustu snið, lægsta verð í bœnum. Velsniðin föt sem ætíð fara vel H. SCHWARTZ & CO. The Popular Tailors 563 Portage Ave. Phone Sh. 5574 6. Eg mundi gjöra alla aflstöðva . framleiéslu að þjóöar eigii og hafaj undir starfrækslu stjórnarinnar og! allar járnbrautir landsins, og fá þaö staðfest með lögum, að allur verka- lýður, sem ekki hefir fasta stöðu fengi frítt far með öllum brautum landsins til að afla sér atvinnu. 7. Eg mundi afnema heildsöluhús- in og alt verzlunarauðvalds-samband. Þau eru einn af aukaliðunum í verz- unarsambandinu að minu áliti. Ef þau eru nauðsynleg, ættu þau að vera starfrækt af þvi opinbera. 8. Eg mundi breyta kenslu fyrir- komulaginu á barna- og hinum æðri alþýðuskólum í mörgum atriðum — og margt fleira. Að ræða þessi atriði til hlitar ásamt öðrum fleiri mundi taka upp marga dálka í nokkrum blöðum af Lögbergi. Þetta eru aðeins fá helztu atriðin, sem eg vildi vinna að, ef eg hefði tækifæri til, vald og mátt. Þinn einlægur. S. Vilhjálmsson. * iðLiinr / IðLSIIN S DUGLEG LÍTIL STÚLKA. pegar eg var búinn að drekka kaffið mitt kl. 3, leið mér ósköp vel, jafnvel þó hitinn væri voðalega mikill. Eg tók hattinn minn, sem eg gleymi svo fjarska oft hvar eg læt; hattinn, sem ein frú í Winnipeg sagði um, þegar hún var að leita að honum fyrir mig: “Hamingjan hjálpi ykkur karlmönnunum þegar kvenfrelsi er komið á, hver ætli að verði þá til að finna hattinn ykk- ar”. En þetta er nú útúrdúr frá aðalefninu, sem er að eins til að sýna ykkur, elskulegu böm, hvað hugsana gangur okkar gamla fólksins, sér- staklega okkar gömlu karlanna, er ólíkur fjöruga og bráðláta hugann ykkar, sem strax, já, strax, strax, viljið komast að aðalefninu. — Jæja þá, — eg tók hattým minn, braut niður barðið að fram- an til að gefa augunum skugga, og gekk áleiðis niður í bæinn. Eg mætti nokkru af fólki á leið- inni, bæði kvenfólki og karlmönnum. Allir báru sig hálf illa og höfðu svipað umkvörtunarefni: “ó, hvað er heitt! — mikill dæmalaus hiti er þetta, ó, nú er voða heitt”. Loksins mætti eg 10 ára gaúialli stúlku, sem eg þekti vel, því eg hafði kent henni að lesa ís- lenzku. Hún var ósköp fín, í hvítum kjól með blóm í hárinu og blóm í barminum; og alt andlitið var svo fallegt of leiftraði af gleði. Heni sýndist ekkert heitt, að minsta kosti mintist hún ekki neitt á hita. “Hvað ósköp líður þér vel, kæra bam”, sagði eg. “pað hefir oft verið á þér sólskinsandlit, en aldrei jafn mikið eins og nú. Hvað stenur þama upp úr tuskunni þinni ?” spurði eg. — “pað er Lögberg með Sólskini sagði hún svo fjarskalega hróðug og gekk sinn veg áfram, og eg minn. En þegar eg kom á móts við húsið þar sem litla stúlk- an átti heima, sat móðir hennar út á pallinum; hún kallaði til mín: “Mættir þú Josie?” — svo kallaði hún: “litlu stúlkuna, sem heitir fullu nafni Josephina Margrét Johannson”. Eg kvað já við, og sagði að mér hefði sjaldan fundist hún jafn glöð og falleg. “Já það hefir gert erindið, sem hún var að hugsa um. Veiztu hvað”, sagði móð- ir hennar, “hún hefir ekki smáræði í huganum núna. Hún fór út með Sólskin bæði í huganum og töskunni að safna fyrir gamalmennaheimilið. Og mér þykir vænt um ^það, og systir hennar Thelma segist með glöðu geði skulu gera verkin hennar á meðan”. petta var kl. 3 á föstudegi eftir að blaðið Lögberg kom. En eftur kl. 3 á laugar- dag gekk eg fram hjá sama húsinu í sama veður- lagi, og jafn miklum hita og daginn áður. pá sagði Mrs. Jóhannson mér að Jósie litla væri búin að safna 12 dollurum, og alstaðar hefði henni verið tekið mjög vel og öll sólskinsbömin tekið henni með fögnuði og gleði eins og lítilli systur sinni. En svo voru einstaka menn og konur, sem ekkert vildu með þetta hafa. En Josie litla hafði nógu mikið þrek til að fara frá þeim jafn glöð og hinum, sem að tóku henni sérlega vel. Josephina litla ætlar að senda ritstjóra Lög- bergs þessa peninga. Hún segir að hann sé svo góður að hafa stungið upp á þessu; og að mamma sín segi að þetta geri öllum bömum gottt. — Josephinu litlu hefi eg ekki séð síðan, en Thelma systir hennar 14 ára gömul segir að Josie sé dæmalaust glöð, og þakklát við alla, sem að tóku henni svo sérlega vel. Gimli 28. júlí 1917 " J. Briem. Elgin, Man. 27. júlí 1917. Kæri herra:— Amma mín hefir blaðið þitt, og þegar eg fór að finna hana sá eg sólskin. Eg er 8 ára gömul og eg er í IV. bekk í skólanum. Eg fer reglulega í skóla, en eg kem of seint stundum. Mér þætti gaman að þú létir þetta í Sólskin. Eg á heima í Elgin og amma mín er í Beresford. pað eru fimm kenslustofur í skólanum okkar. Amma mín á heima 20 mílur héðan. Eg hefi aldrei séð blaðið þitt fyrri en eg kom til ömmu. Eg fer til hennar hvenær sem eg get, því eg fæ að leika mér þar. Eg kann ekki vel að tala íslenzku, en eg er að reyna eins vel og eg get að læra hana. Nú ætla eg að hætta. J?ín einlæg. Sigríður Margrét Bailey. Winnipeg, 28. júlí 1917. Kæri ritstjóri Sólskins. Mig langar til að Ieggja dálítið í Sólskinssjóð gamla fólksins, því þó eg sé lítill «nn þá, bara sjö ára í næsta mánuði, þá las eg sjálfur fyrir ömmu um Betel og gömlu Sólskinsbömin þar, og langaði þá til að gera eitthvað fyrir þau, svo eg sendi innan í þessum miða einn dollar. pað er tillag í Sólsikkinssjóðinn. Með lukkuóskum til Sólskins- sjóðsins og allra sólskinsbarnanna. Stefán Ingvar Paulson. svona fegurð nær ei neinn nema drottinn sjálfur. Sig. Júl. Jóhannesson. Sólskins -s j óðurinn „Margt smátt gerir eitt stórt.” Gimli, 30. júlí 1917. Kæri ritstjóri Sólskins:— Eg hefi altaf lesið Sólskinið síðan það byrjaði að koma út. Og altaf þykir mér vænna og vænna um það, og gleymi aldrei deginum sem það kemur. Og núna seinast þótti mér gott. að fá verkefni, þegar eg las um Betel og gömlu Sólskinsbömin, sem þar eiga heima. Eg þekki þau öll, og þar er amma mín. Eg kem þangað *bft og hefi gaman af því; öllum líður þar vel. Eg hljóp út og fór að taka samskot í Sólskins- sjóð gamla fólksins. Mér gekk furðu vel, og eg þakka öllum sem gáfu, og sendi eg þér listann með nöfnunum og upphæðinni. Með beztu óskum til þín og allra Sólskins- bamanna. Josiphine Margret Johannsson, 10 ára, 5. bekk. Smárablað. (pjóSmerkl lra) Hugsir þú um þetta blað, þar er margt að skoða; sorg og gleði gegn um það guð og himinn boða. Allur svipur einka hreinn, enginn dráttur hálfur; SafnaS af Josiphine MargTet Johannsson aS Gimli. Frá börnum á aldrinum tveggja vikna til fjórtán ára. Josiphine Margret Johannsson .................. $ .25 Magnus Johannsson ................................. 25 Thelma Johannsson ..................................25 George'Crane.....................■..................15 Dorthia Hugrun Arnason ........................... 50 Valdina Kristjánson............................... .10 Ella Stefánson .................................... 15 Stefán Steffánson ................................ .10 GuSbjörg Einarson .... .... ........................15 Buster Jðnasson................................. .10 Fjóla Sólmundson ....;.... ..................../rr .50 Sylvia Thorstefnson.................................25 Jon Thordarson ........... .... ....................26 SigriSur Thordarson ............................... 10 Olof Anna Jonasson..................................25 Margaret Katrin Oleon .... .........................25 Ingibjorg Lillian Olson ............................25 Aima Tergesen.......................................25 GuSrún Bjarnason .................................. 25 Anna Laruson .......................'...............25 Kuby Thorstelnson...................................15 Gertrude Scarff .................... .... ..........15 Mabel Scarff........................................10 Leona Ward ........................................ 25 Frank Ward.................................... .. .25 Konrad Poison ................... .... .............25 JJola A. Polson................................... 25 Lena B Polson .................................... 25 Blithe Mcleod .................................... ‘26 Olina Erlendson ................................. 25 SigrlSur Erlendson.................................. 25 GuSmundur Erlendson .... .......................... 25 Willle Jonasson.....................................10 Heiga Jonasson .................. .... ........ .10 Thelma Jonasson................ . . ................io Steinunn Jonasson .................................. io Jonasina Jonatansson .. ............................10 Emiiy Jonatanson .................................. 25 IndriSi Jonatanson..................................25 Laurence Benson.....................................io GuSrún Anderson ................................... 25 Olga Olson................................. . .. .. .25 Earl Valgarson...................................... 25 Jðn Sigurdson................................. .. .60 Ruth GuSbrandson............................ .. .. .10 Mekln Péturson......................................05 Oli Pótureon....................................... 05 Halldór Póturson....................................05

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.