Lögberg - 09.08.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.08.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST 1917 i Bannmálið. Vér lifum á alvarlegum tímamótum; á tímum byltinga og stórviðburða. Nú er ekki verið að reitá laufin af trjánum, heldur er verið að höggva þau upp með rótum. Hvar sem eitthvert böl sést eða þjóðinni er hætta búin, þá þora menn nú að mæla hátt og einart, en þurfa ekki að tala í hálfum hljóðum. Vínbannsmálið er eitt af aðalmálum allra þjóða. Fyfir flokksþingið sem hér stendur yfir var ætlast til þess að bindindismenn létu eitthvað til sín taka. Goodtemplarar reyndu sitt bezta. Nefndir voru kosnar í báðum íslenzku stúkunum og svo átti að ná saman framkvæmdarnefndarfundi í stórstúkunni, en það tókst ekki. Of fáir voru í bænum af embættismönnum hennar, til þess að löglega gæti orðið fundarfært. En tíminn leið og að elleftu stundu var komið. Eitthvað varð að gera. Ritstjóri þessá blaðs, sem nú er Stórtemplar, tók sér því.það leyfi eða vald að skrifa ávarp til þeirrar nefndar, er tillögur hef- ir með höndum á þinginu. petta gerði hann á bak við Reglusystkini sín af þeim ástæðum einum að tíminn var liðinn og ekki hægt að fá þau til starfs og ráðagerða; en hins vegar fanst honum að málið mætti ekki leggj- ast undir höfuð. pað þykir sanngjamt að birta hér þetta bréf, til þess að hlutaðeigendur viti glögt hvað um er að ræða, ef einhverjar ásakanir skyldu koma fram í sambandi við það. Bréfið er því þannig: “Til frjálslynda flokksþingsins í Winnipeg, 7. og 8. ágúst 1917. Léiðtogar frjálslynda flokksins í Vestur Can- ada hafa boðið þeim, er fyrir framkvæmdarhreyf- ingum standa að bera upp mál sín á þinginu, bæði ( stjómarefnum og siðferðisefnum. Bindindismenn minnast þess glögt með hversu mikilli einlægni og árangri frjálslyndu stjómim- ar í öllum vesturfylkjunum hafa farið með bann- málið. pess vegna bíða þeir þess tíma með mik- illi eftirvæntingu að frjálslyndi flokkurinn komist til valda í Ottawa. Síðan stríðið hófst hefir stöðugt verið barist fyrir því af öllum þeim er velferð þjóðarinnar bera fyrir brjósti að sambandsstjómin lögleiddi algert vínbann í landinu. Hefir þeim blætt í augum alt það kom, sem eytt hefir verið í eiturgerð og mala mætti og ætti til matar og viðurværis. pessum sérlega sanngjömu kröfum hefir stjómin daufheyrst við, en vemdað áfengisverzl- unina eftir sem áður; þessa verzlun, sem er í fylsta máta fjandsamleg velferð þjóðar vorrar og allra bandamanna vorra. pegar vér hugsum um hina heilbrigðu og sann- gjömu stefnu stjómanna í Vesturfylkjunum í þessu máli, leyfum vér oss allra virðingarfylst og í einlægni voru um góðan árangur að fara þess á leit við flokksþing frjálslyndra manna að það taki upp á stefnuskrá sína það atriði að ekki síðar en innan fjögra mánaða frá því að flokkurinn komist til valda, ef hann verði kosinn, láti hann fram fara almenna atkvæðagreiðslu í Canada um algert bann gegn tilbúningi, sölu, innflutningi, útflutn- ingi og umflutningi allra áfengra drykkja í ríkinu. Og ef málið verði samþykt með einföldum meiri hluta kjósendanna, þá verði það gjört að logum innan sanngjams tíma, sem ákveðinn sé af stjóm- inni og bindindismönnum í sameiningu. Verði þetta gert heitum vér því bindindis- menn að veita fylgi vort og afla fylgis annara fyrir frjálslynda flokkinn. Frjálslyndu stjóraimar í British Columbia, Alberta, Saskatchewan og Manitoba hafa einmitt tekið þessa stefnu hver hjá sér og sendum vér því þessa beiðni með fylsta trausti. Fyrir hönd Stórstúkunnar í Manitoba, Saskat- chewan og Norðvesturlandinu. 6. ágúst 1917. Sig. Júl. Jóhannesson, Stórtemplar.” pessu bréfi kom Stórtemplar til þeirrar nefnd'- ar, sem slík mál hafði til meðferðar, og fékk hann loforð tveggja kvenna, sem þar voru fulltrúar, um það að flytja málið. f gærkveldi (þriðjudag) var málið borið upp og samþykt í einu hljóði svo að segja óbreytt, eins og farið er fram á í bréfinu. Mjög líklegt er að fleiri en Goodtemplarar hafi átt þar hlut að máli, en áhrifa þeirra mun þó hafa gætt talsvert í þetta skifti. Stórtemplar biður starfssystkini sín að virða það á betri veg, þótt hann tæki sér þetta vald; honum fanst hann vera knúður til þess undir kringúmstæðunum. 'CogbciQ Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáakrift til blaðsina: THE OOLUMBIA PRESÍ, Ltd., Box 3172, Winnipeg, M&n- Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipag, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. 4M< 27 ,,Það heldur velli sem hœfast er” Með þessari fyrirsögn birtist einhverju sinni grein í “Nýju Kirkjublaði” eftir hinn mæta mann séra pórhall biskup Bjamarson. par var sýnt fram á hvemig það kæmi í ljós smám saman hvað hæfast væri til lífs og starfs og hvað ekki; eg hvemig það virtist vera alls herjar lögmál að hið góða og hæfa lifði, en hið óhæfa dæi. petta dettur oss í hug nú á þeim tímum sem yfir standa og í sambandi við þau mál sem mest er rætt um. Hér í Wininpeg stendur yfir þúsund manna þing, þar sem kosnir fulltrúar úr öllum vestur- fylkjunum koma til þess að bera saman ráð sín um það hvemig heppilegast, skynsamlegast, frjáls- legast og sanngjamast verði ráðið fram úr vanda- málum þjóðarinnar. par er rætt hvert stórmálið á fætur öðru; er samþykt hver ályktanin eftir aðra; þar virðast allir vera á eitt sáttir um það, að þjóðstjóm í orðs- ins fylsta skilningi skuli ríkja og ráða hér í þessu voru nýja heimkynni. Konum er ákveðinn réttur í öllum efnum til jafns við menn. peim er ákveðinn réttur til at- kvæðagreiðslu í öllu ríkinu og réttur til þingsetu; réttur til heimilislanda, og yfir höfuð enginp grein- armunur gerður á því að réttindum til, hvort um er að ræða karl eða konu. Fylkinu er hverju fyrir sig ákveðinn fullur umráðaréttur yfir öllum sínum nytjum, gögnum og gæðum. Til þess að styrkja þjóðstjómarhugmyndina og vinna að því að hér sé einn ráðandi mannflokk- ur — alþýðan, og að engin stéttaskifting geti kom ist hér á framvegis, eins og á sér stað í Evrópu, er það ákveðið að banna með lögum orður og titla petta út af fyrir sig lýsir betur en nokkuð annað þeim anda sem þingið hefir og þá stefnu, sem nú einkennir hina sannfrjálsyndu menn þessa lands. Áfengiseitrinu er ákveðin útlegð í allri mynd til þess að þjóðin geti lifað í ró og næði og verði ekki fyrir óheillaáhrifum þess. Yfir höfuð að tala er hér á þessu þingi innsigl- uð stefna frjálslynda flokksins og þau spor stigin, sem hljóta að vera gleðiefni allra sannra borgara landsins. En hjartapunktur frjálslyndu stefnunnar hefir enn ekki verið talinn; það sem allra mest er virði og mesta sanngimi flytur inn í stjórnarfyrirkomu- lagið. pað er beina löggjöfin. Hún var á stefnu- skrá frjálslynda flokksins í Manitoba og kemst þar bráðlega í lög. Hún verður að sjálfsögðu einnig áður en langt líður samþykt og gerð að lögum í allri Canada, með því hún er í beinu samræmi við allan þann anda, sem ríkir hjá frjálslynda flokknum. En nú komum vér að aðalefninu. petta flokksþing var kallað saman aðallega til þess að ræða eitt mál — málið sem yfirskyggir öll önnur mál og er þýðingármeira en þau öll, nú sem stend- ur. — pað er herskyldumálið. Um það eru allir sammála að sjálfsagt sé að leggja fram alt mögulegt og skynsamlegt til þess að vinna stríðið, að svo miklu leyti, sem áhrif Canadamanna geta komið þar til greina. En þeim kemur ekki saman um aðferðina. Aðallega er deilumálið um það, hvort sjálf þjóðin eigi að fá leyfi til þess að segja álit sitt um málið eða fáeinir menn eigi að skipa þjóðinni eftir eigin höfði og segja fyrir um það hvemig hún eigi að sitja og standa. Allir pólitískir flokkar í Canada svo að segja hafa tekið saman höndum um það að vilja neita um atkvæðisrétt í þessu máli og bæla fólkið niður með herrétti til þess að þegja og gera sér gott af hnefaréttinum í hljóði. Einn maður hefir risið upp vor á meðal höfði hærri en aðrir; geislar sanngimi og réttlætis hafa skinið úr augum hans; þrumur og eldingar hafa verið á tungu hans, þegar hann talaði máli þeirrar þjóðar, sem hann hefir helgað líf sitt og krafta. Á móti öllum flokkum og öllum öflum hefir þ>essi mikli maður staðið eins og klettur í hafinu, og á honum hafa allar öldur brotnað. J?essi maður er Sir Wilfrid Laurier; sami mað- urinn sem árið 1896 kipti svo í lag málefnum þjóð- arinnar með skynsamlegri innflutninga löggjöf, að hann breytti eyðimörkinin í blómlegar sveitir. Sami maðurinn sem 1911 barðist með öllu sínu afli gegn samsæri allra auðvaldsafla þessa lands fyrir frjálsri verzlun og frjálsri þjóð; sami mað- urinn sem vildi láta Canada eiga sinn eiginn flota, en ekki vera háður partur og áhrifalaus í því efni. pessi maður kom fram á tímum kúgunarinnar og neyðarinnar og talar svo hátt að allur heimur heyrir; hann heimtar rétt fólki sínu og lýsir því yfir skýrt og skorinort að sínar síðustu stundir skuli aldrei verða til þess að leiða sig út af aðal- braut frj álslegs stj órnarfyrirkomulags. Mannkynssagan hefir endurtekist hvað eftir annað á þann hátt að þegar neyðin hefir verið stærst, þá hefir hjálpin verið næst; þegar allir hnefar sýndust harðkreftir og til höggs reiddir, þá vakti hamingjan upp einhvem, sem fómaði sjálfum sér og lagði sig í fyettu fyrir þjóð sína. Svona var hér. í Canada átti nú að synja þjóðinni með svokölluðu lögvaldi og hervaldi þess réttar, sem hún og allar aðrar þjóðir eiga heimt- ing á — atkvæðisréttarins. Og það var ekkert tiltökumál þótt “Telegram” og ‘-‘Heimskringla” og önnur afturhaldsblöð, sem altaf fylgja hnefarétti og verið hafa á móti þjóðar- atkvæði, séu þessari aðferð samþykk, en það að “Tribune” og “Free Press” skuli hafa léð því fylgi sitt, það er óskiljanlegt. Að “Tribune”, blaðið sem þózt hefir vera fólksins blað, skuli þannig hafa barist á móti fólkinu, það munu fáir skilja. Og að “Free Press”, sem barðist bezt fyrir beinni löggjöf fyr meir, skuli hafa vilst út á þessa glapstigu, það er hrygð- arefni. En eins og frá var skýrt í Lögbergi er ástæðan glögg; Sifton er sagður eigandi blaðsins að miklu leyti og hann ætlaði að leika hér stóran mann. En fólkið í Vesturlandinu er ekki blint; það man enn þá aðfarir þess manns 1911 og gleymir þeim aldrei. Heimskringlu ritstjórinn hefir víst haldið að hann hafi verið að skrifa skammagrein um Lög- berg í síðasta blaði, þegar hann lagði Lögbergi það til ámælis að það væri á móti herskyldu án at- kvæðagreiðslu. petta átti víst að vera til þess að sverta blaðið í augum alþýðu. En vér getum sagt ritstjóra Heimskringlu það í fullri alvöru að hér eftir ekki síður en hingað til munum vér hafa fulla djörfung að halda fram rétti fólksins gegn hnefarétti og harðstjórn. Og vér teljum það eitt af rétti fólks- ins að því veitist kostur á að greiða atkvæði um annað eins mál og hér er um að ræða. Vér erum eindregið með beinni löggjöf; ein- dregið á móti því að herskylda sé sett á án þjóðar- samþyktar eindregið með stefnu Lauriers. Oss hryggir það að íslendingar skuli eiga blað- nefnu, sem heldur því fram að einstakir menn eigi vald á lífi og limum þjóðarinnar og hún eigi sjálf ekkert um það að segja hvað við hana sé gert. Laurier hefir bjargað þjóðinni frá þeirri niður- lægingu og því ranglæti að hún væri tekin með keisaravaldi og rekin áfram eins og lamb, sem ekk- ert mætti láta til sín heyra. Laurier hefir verið sendur af forsjóninni eða hamingjunni til þess að bjarga landinu frá upp- hlaupum og sundrung, þegar hættan var sem allra mest. Laurier hefir orðið til þess að tryggja Canada sameinaða þjóð með sameinuðum kröftum, í stað þess að þjóðin liðist öll í sundur í smábrot hvert öðru andstætt og fjandsamlegt. Laurier hefir með þessu getið sér þann orð- stýr, sem aldrei deyr. Hann er fegursta sólin á stjómmálahimni Canada þann dag í dag, þótt skuggamir séu famir að lengjast og kveldið að færast nær. Út frá honum breiðast vemdargeislar friðar, sameiningar og sanngirni yfir hin frjálsu cana- dizku býli og heimili og til hans streyma leyndir straumar heitra tilfinninga og djúps þakklætis frá þúsundum og tugum þúsunda. Enn þá er ekki hægt að segja um það, hver verði niðurstaða hinnar miklu samkomu hér fyrir vesturlandið að því er stefnu þess snertir í stríð- inu; það mál hefir ekki verið rætt þegar blaðið er prentað. ' En vér teljum það víst að þessir frjálshugs- andi borgarar þessa frjálsa lands láti það ekki spyrjast á þingi frjálsra manna, að þjóðinni verði með þeirra samþykki bannað atkvæðafrelsi um þetta mál, sem dýpra snertir alla landsins borgara en nokkurt annað mál. Vér teljum það sjálfsagt að þingið aðhyllist stefnu Lauriers í stríðinu, sem þá einu sanngjömu og sannfrjálsu. Ef þingið bregst þannig köllun sinni og kjós- endanna að það rekur frá fomstu sinni þann manninn sem lengst og bezt og ærlegast hefir haldið uppi málefnum flokksins og hæst hefir lyft fána hins sanna frelsis; ef þingið skyldi reka for- ingja sinn fyrir það, að hann vill ekki svíkja aðal hjartapunkt frjálslyndu stefnunnar, sem er þjóð- aratkvæði, þá eru dagar frjálslynda flokksins tald- ir—og það að verðleikum. En vér erum ekki hræddir um að svo muni fara: hinn prúði skari frjálslyndra manna á þingi þessu, fer óefað burt til heimkynna sinna með hreinar hendur og án þess að hafa framið svo saurugt verk. Vér væntum þess að í dag (miðvikud.) verði samþykt tillaga á þinginu þess efnis að lýsa fullu trausti á leiðsögn Lauriers og fullu samræmi við stefnu hans í hermálunum—þeirri að fólkið fái sjálft að ráða. Sé það satt, sem blöðin halda fram, að fólkið sé hlynt herskyldu, þá er sjálfsagt að hlíta úr- skurði þess. Verði herskylda samþykt með þjóð- aratkvæði án nokkurrar fyrirfram þvingunar. Ef fólkið samþykkir herskyldu eftir að báðum hliðum hefir verið leyft fult frelsi til þess að halda óhindrað fram sinni hlið á málinu sanngjarnlega, þá er hægt að segja að fólkið sé á bak við það, en fyr ekki. Með fullu trausti þess að þing hinna frjáls- lyndu manna samþykki leiðsögn hins færasta manns—Sir Wilfrids Lauriers—spáum vér því og vitum það að hann verður næsti forsætisráðherra í Canada. i ! THE DOMINION BANK ! STOFNSETTUU 1871 Höfuðstóll borgaður og varasjoour . . $13.000,000 Allar eignir...................... $87.000,000 Bankastörf öll fllótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla iögB á aS gera skiftavinum sem þægilegust viðsklftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaöir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eöa meira, tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Brancb—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. 8. BTJBGKK, Manage*. NORTHERN CROWN BANK Höfuðitóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu......$ 846,554 formaður.................. Oa.pt. WM. ROBINSON Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWJ>F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEUD, JOHN STOVKL Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlö einstakllnga eöa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávlsanir seldar tll hvaöa staöar sem er á fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlsjóöstnnlögum, sem byrja má meö 1 dollar. Rentur lagöar viö á hverjum 6 mánuöum. T- E. THORSTEIIM9SON, Ráðsmaður Cor. Williaan Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. 3J| Kvœði flutt á IsLdegi ’17 MINNI CANADA. Vor framsókn öll er nú á nýjum vegi, J?ví nýju landi bundist höfum vér, Og engum oss það dylst á þessum degi, Að draumar vorir flestir rættust hér. Vér þráðum frelsið, þmngnir andans kepni, Og þroskun sanna, meiri og f leiri ráð; í landi því, sem Leifur fann hinn hepni, Vér loksins höfum sigurmarki náð. pað sigurmark var sælan við að finna Vom sjálfskraft aukast, vilja, afl og þor; í ungu landi áfram sig að vinna Varð öllum gróði — réttnefnt heillaspor. Og fmmbyggjanna ró var ekki rofin J?ótt raunir þungar einatt stæðu mót; Úr ljóssins þrá hver hugsjón há var ofin pess hetjulýðs — er fann við öllu bót. Svo hófst það landnám, landnám feðra vorra Er lögðu grundvöll þess, sem er í dag; pví hugljúft mjög var niðjum Njáls og Snorra Að nema lönd og bæta þjóðar hag. Og landið unga, aflstöð nýrra vona Og allra þjóða skjól og frelsisgrund — pað land, er ófst í ljósþrá fyrstu sona, Er landið, sem vér minnumst þessa stund. Vort frjálsa land! pitt Ijós frá fyrri ámm Mun loga hjá oss bæði fyr og síð, Er minnumst þess að þjóðarheill vér bárum Úr þínu skauti alt frá landnáms tíð. Og vér, sem eyddum æsku á þínum stöðvum, í ungri bygð á landnámsdögum hér — Alt andans þrek og allan þrótt í vöðvum Vér allir sómm strax að helga þér. Nú þynnist óðum flokkur frumbýlinga Er falla þeir, sem oss hér ruddu slóð — Og sterkust þrá var þeirra íslendinga, Að þessi strönd oss reyndist frjáls og góð: Vort heimaland í hugsun þjóðar skýrri, Vort heillaland, þar framsókn aldrei þver, Vort feðraland í frelsissögu nýrri, Vort fósturland á meðan lifum vér. O. T. Johnson- ÍSLAND. Enn ertu bæði ung og fríð Egils og Snorra móðir. Leikur um vog og laufga hlíð Ljóminn af þinni sögutíð. Enn eru þínir allir góðir Andlegu sparisjóðir! Islendingadagurinn. Hann er nýafstaðinn. Fór hann að mörgu leyti vel fram; veðrið var hið bezta; aðsókn sæmileg, eitthvað um 1,200 manns; ræður ágætar og skemtu menn sér vel yfirleitt. pað var stór ókostur nú, sem oftar, hversu mikill hávaði átti sér stað á meðan ræðumar fóm fram. petta er ósiður, sem þarf að lagfæra. Fyrir- komulaginu þarf að breyta þannig að ekkert fari fram nema ræðumar á meðan þær standa yfir. pær eru aðalatriði hátíðarinnar og fyrir þeim á alt annað að víkja á meðan. SÓNHÆTTIR (Sonnets). IX. f hrundar rústir. í hmndar rústir — brot úr sögu’ og söng þú sækir dýpri þekking, gleggra vit, en æfin gaf með alt sitt flas og strit og aldrei veitir skólaganga löng. — pau merki hæst, sem minning reisti’ á stöng um menning alda, geyma’ ei svikinn lit. Jón ögmundsson á engin söguslit og ennþá syrgir nafna’ hans Líkaböng.------ En sagan vestra sérhvert blekuð ár úr sjálfs vors penna’—að meginþáttum fróm.— Mun fáni okkar framtíð þar sem gljár? Já, fjallaandinn — Snælenzk jöklablóm. En trúnagg vort og stökk um stjómarflár, ei staðist fær hinn þunga alda dóm. P. P. P. Hrein sem norðrið skal hugsun hver Heill þinni yfir vaka. Pú barst oss komung á brjóstum þér, Blessaðir það sem liðið er. Gafst okkur alt—tókst aldrei til baka,- um ekkert er þig að saka! Frjáls skaltu tigna fóstra mín Framtíðar-þráðinn spinna. Djörfustu’ og beztu bömin þín Bundu við nafn þitt heitorð sín, Sóttu tápið til sagna þinna — Sæmdina’ að stríða’ og vinna! Geymir í helgi hugur vor Heimalands þrastakliðinn. Fent er í okkar frumlífs spor. — Fóstrað í vestri íslenzkt þor, Dreymir títt eftir daginn liðinn Dagbjartra nátta friðinn. Einar P. Jónsson Minni íslenzkra Kermannna Lag: "Eldgamla laafold” o.s.frv. Flytji hvert ljóð og lag lifandi, þennan dag, kærleikans koss; austur um hyldjúp höf hvísli sem vinargjöf hlýtt inn í hverja “gröf” heilsan frá oss. pú, sem ert Öllum alt, alfaðir skildi halt — heyr þú vor hljóð — fyrir hvem fjarlægan föður og son og mann; blessa og hughreyst hann, hlíf vorri þjóð. Sig. Júl. Jóhanneson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.