Lögberg - 23.08.1917, Side 1

Lögberg - 23.08.1917, Side 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verÖ sem veriÖ getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FI’MTUDAGINN 23. AGÚST 1917 NÚMER 33 Winnipeg-herdeild vinnur mikinn sigur á Prússum Hafa umkringt kolaborgina Lens og halda henni. ítalir hafa snúið á Austurríkismenn og tekið 109000 fanga og mikið herfang. Banda- mönnum veitir alstaðar betur. í stríSinu hefir margt gerst síðan í vikunni sem leið. ítalir hafa sótt fram með meiri dugnaði en nokkru sinni fyr. Stórkostleg orusta átti sér stað milli þeirra og Austurríkismanna á Isonzo hervóllunum nýlega; svignaði þar herlína Austurríkismanna; féllu margir og 10,000 voru teknir fangar. Auk þess hafa ítalir hertekið sterkar víggirðingar milli Corite og Selo. Um 260 loftskip hafa verið þar yfir herstöðvunum. í þessum orustum hafa Italir hertekið alls 243 yfirmenn og 10,103 hermenn. Að vestan hefir einnig margt verið sögulegt; bærinn Lens hefir v’erið $5,500.00 voru samþyktir í Ottawa þinginu á föstudaginn til útborgunar fyrir rannsóknina á skýrslu Galts dómara viðvíkjandi Robert Rogers Kosningasvik. Maður að nafni M. A. MacDonold einn þeirra sem kosnir v'oru af frjáls- lynda flokknum í British Columbia, var kærður um svik við kosningarnar og sagði af sér út af því. Sá heitir Tisedale er hánn sótti á móti. Nú hefir málið verið rannsakað og skýrsla lögð fram; er þar sannað að svik hafa átt sér stað að þvi leyti að menn voru látnir greiða atkvæði, sem ekki höfðu rétt til þess og atkvæði greidd á nöfn fjarverandi manna. Sá heitir Scott, sem þessu stjórnaði fyrir hönd MacDonalds. Sprenging og stórtjón í Quebec, f jöldi manns bíður bana. Á laugardaginn varð voðaleg sprenging í púðurverksmiðju í Que- beck. Félagið sem verksmiðjuna átti heitir Curtis & Harvey Ltd. og var hún í bænum Rigard. 5,000 manr. unnu í verksmiðjunni og náði hún yfir 5 fermílur. Þessi bær er hér um bil 45 mílur fyrir norðvestan Motreal á árbakka. Sprengingarnar heyrðust í margra mílna fjarlægð eins og sv'æsnustu fallbyssuskot og stóðu yfir lengi. Um upprunan veit enginn. Manntjón varð afarmikið, ekki færri en 250 liéldu menn að hefðu farist samstundis og fjöldi lemstrast alla vega; fólkið fanst í hrönnum og hrúgum limlest og blint og hálf táið í sundur, sumt dautt og sumt í dauða- teygjunum. Er þetta talið eitthvert allra stórkostlegasta slys, sem fyrir hefir komið af sama tagi. Jolin Johnson. Hann er sonur Jónasar heitins Jónssonar frá OÞjófsstöðum í Núpa- sveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Móð- ir hans heitir Maren, ættuð frá Fær- eyjum; fluttu 'þau hjón til Ameríku árið 1913, frá Seyðisfirði í Norður- Múlasýslu. Dvöldu þau fyrst hjá frændfóiki sínu í Argyle-bygð í Mani- toba, en fluttu svo þaðan norður tii Big Point-bygðar við Manitobavatn. Þar dó faðir hans um haustið 1908. Flutti þá ekkjan þaðan til Dog Creek P.O. með börn sín og hefir búið þar síðan. — Jolin er elztur þeirra barna, hann er efnis piltur, vinsæll og vei látinn, dulur i skapi og fáskiftinn, er. skýr og fróður ef betur er að gætt. Hann innritaðist í 203. deildina 8. marz 1916 og fór með henni til Eng- lands 23. apríl 1917. hertekinn og er það mikill vinningur vegna legu og afstöðu þeirrar borg- ar; einnig vegna vista og skotfæra. Canadamenn og sérstaklega Winni- pegmenn hafa verið í þeirri orustu og unnið sér stórfrægð; er þeirra sér- staklega minst í herfréttunum. Á bökkum árinnar Meuse hefir verið barist af miklum ákafa. Tókn Frakkar þar marga smábæi; þar á meðal Regneville og Sampogneux. Einnig tóku þeir skotgrafir á 344. hæð, Cerney hæðina og Craonne há- sléttuna. Mannfall af Canadamönnum er sagt að hafi orðið mikið, en þeir gengið fram eins og hetjur. Vínbann í British Columbia. Brewster forsætisráðherra bar upp frumvarp í þinginu á fimtudaginn þess efnis að algert vínsölubann yrði gert að lögum 1. október þar í fylki. Atkvæði fóru fram um það í vor, var það samþykt heima fyrir með mörgum þúsundum atkvæða meiri hluta; en hermanna atkvæðin, sem greidd voru í Evrópu voru svo mörg í móti að lögin voru feld. Bailey fulltrúi bannmanna kveður þar hafa verið sv'ik í tafli; telur forsætisráð- herrann það satt vera og ætlar að setja lögin i gildi 1. október með þingsamþykt. Hjálp fyrir bændur. Eins og lesendur “Lögbergs” muna tók stjórnin upp á því nýmæli að hjálpa fátækum bændum til þess að kaupa kýr með aðgengilegum kjörum. Maður sem J. J. R. De Deuus heitir nálægt Ericksdal, skýrði frá því í vikunni sem leið hvernig þetta Ifefði hepnast. Kvað hann það hafa orðið til mikillar blessunar mörgum bænd- um milli Manitoba- og Winnipegvatna Sjálfur hafði hann fengið 4 kýr í fyrra; tvær þeirra voru kvígur, en allar með kálfum og farnaðist vel. Hann kveðst hafa fengið $175.00 fyr- ir rjóma úr þessum fjófum kúm upp að 10. ágúst, grætt $17.00 á fjórum svínsungum er hann hefði fóðrað á undanrenningu; sér hefði verið boðn- ir $85.00 fyrir kálfana alla fjóra, sem hann hefði að mestu leyti alið á undanrenningu úr kúnum og alt ár- ið hefir hann haft nóg af mjólk, smjöri og rjóma handa heimili sínu fhann hefir 6 rnanns í heimili). Alt þetta hafði hann af þessum fjórum kúm er hann keypti af stjórninni og samt kvaðst hann geta selt allar kýrn- ar nú, ef hann vildi fyrir hærra verð en hann borgaði fyrir þær. “Kýrnar verða búnar að borga alt v’erð sitt á einu ári,” sagði hann. “Tvö rjóma- bú eru komin upp nálægt Ericksdale; annað einstaks manns eign, en hitt bændafélags eign, og hafa þau bæði verið stofnuð vegna þess að kúm íjölgaði svo mjög þegar stjórnin hljóp undir bagga með bÆndum; og eg er þess fullviss að margir bændur þar í grendinni, sem eg þekki til hefðu orðið að flýja lönd sín ef þetta hefði ekki orðið þeim til bjargar.” Stjórnin hefir stigið stórt og þarft spor þegar hún tók upp þessa reglu. UHarverzIun. Manitobastjórnin hefir haft með höndum ullarsölu fyrir bændur í fylk- inu. Hefir hún nýlega selt fyrir þá 180,000 pund; hæsta verð var 65 cent pundið en lægst 48; meðalverð um 60 cent. Kína komin í stríðið. I vikunni sem leið sögðu Kinverjar Þjóðverjum stríð á hendur. Gerðu þeir J)að óháð og ekki i ncinu sam- ráði við bandamenn. Kváðust þeir gera það til þess að flýta fyrir friði. Aðallega segja þeir þó að neðan- sjávarbáta farganið sé ástæðan, því sjórin sé ekki óhultur kínverskum lwrguruni. Gamla sagan. Ottawa stjórnin hefir ákveðið há- rnark hveitisverðs á $2.40 til 31 ágúst. Það er að segja þangað til bændurn- ir fá hveiti sitt í haust, þá fer verðið að líkindum niður eins og vant er. Annars eru hveiti kaupa svikin svö gífurleg í þessu landi að fádæmum sætir. Eimskipafélag Islands býður Vestur-íslendingum 25 þús. kr. frekari hlutakaup í félaginu. Hérmeð tilkynnist Vestur-íslend- ingum að til sölu ér nú 25 þúsund króna v'irði af hlutum í Eimskipafé- lagi íslands, með eftirtöldum skilmál- um. 1. Enginn fær keypt minna en 100 króna virði af hlutum, en eins mikið meira og hver vill. 2. Verð hvers 100 krónu hlutar ei $30.50. 3. Hlutapantanir verða að vera komnar til féhirðis hlutasölunefnd- arinnar, herra Th. E. Thorsteinsson- ar, Manager Northern Crown Bank Cor. William Ave. & Sherbrook St., Wininpeg, ekki síðar en 30. sept. n.k. 4. Full borgun verður að fylgja hverri hlutapöntun. 5. Pantanir verða teknar til greina í þeirri röð sem þær berast féhirði. Til skýringar skal þess getið að hlutaverðið er miðað vi© það verð, sem bankar í Winnipeg 14. þ. m., þeg- ar hlutaútboðið var samþykt á fundi hlutasölunefndarinnar hér í borg, kröfðust fyrir hverjar 100 krónur, út- borgaðar á íslandi. Eftir skýrslum og reikningum Eim- skipafélagsins, og þeim öðrum frétt- um, sem hlutasölunefndinni hér hafa borist, verður ekki annað ályktað er; að hver króna í hlutafé félagsins sé nú tvöfölduð í verði. Hlutakaup nú eru því beint gróða fyrirtæki og verða að líkindum ekki síðar boðin á nafnverði. Nefndin ræður því þeim, sem vildu kaupa hluti i félaginu að senda pánt- anir sínar sem allra fyrst og með fullri borgun fyrir alt það hlutafé, sem um er beðið. B. L. Baldwinsson, ritari 17. ágúst, 1917. Fjármálamanna fundur. Blöðin segja þá frétt á laugardag- inn, er sterklegar bendit á friðar- samninga en nokkuð annað ef sönn er. Fréttin er sú, að bæði á Þýzkalandi og á Englandi haldi menn því fram að leynifundir eigi sér stað um þetta leyti í Svisslandi milli þýzkra, enskra og frakkneskra fjármálamanna í þvi skyni að enda stríðið tafarlaust. Um þetta hafði birzt grein í þýzka bláð- inu “Vorwoerts”. Blaðið segir að Hefferick ráðherra, sem er einn hinna fremstu fjármálamanna Þýzkalands, hafi verið á þessum fundi fyrir hönd Þjóðverja og krefst þess að hann geri grein fyrir ^il hvers fundurinn hafi verið. Samskonar orðasveimur hefir farið um Lundúnaborg á Eng- landi um nokkurn tíma, og fyrra mánudag stóð upp Philipp Snowden í þinginu og spurði hvort stjórnin vissi til þess að leynifundir væru haldnir á Svisslandi milli fjármála- manna frá Englandi, Þýzkalandi og Frakklandi, lil þess að koma á friði tafarlaust/vegna þess að alþjóða jafn- aðarmenska væri að komast á og alls- herjar uppreistir í Evrópu ef þessu héldi áfram. Balfour utanríkisritari kvaðst ekkert vita um þetta. Bæjarstjórnin. ' u' ' ' / Gray yfirráðsmaður í Winnipeg bar fram kröfu um það nýlega að rannsökuð séu sjúkrahúsin hér í bænum; segir hann að eftirlit með sjúklingum sé þar ófullkomið og vanrækslu á háu stigi. Segir hann að í King George sjúkrahúsinu hafi börn fengið næma sjúkdóma sökum hirðuleysis og vill hann að sérfróðir læknar séu fengnir annars staðar að til þess að rannsaka sjúkrahúsin yfir höfuð. Eskimóar fríaðir. Eskimóarnir, sem frá er sagt á öðruni stað að játuðu að Jieir hefðu myrt prestana, voru sýknaðir af kviðdómi á laugardaginn. Komust dómararnir að þeirrri niðurstöðu að þeir hefðu unnið þetta verk af hræðslu og ímyndaðri sjálfsvörn; töklu þeir það sannað að ef þeir hefðu haft morð í hug hefðu þeir framkvæmt það fyr, þegar betra tækifæri bauðst. Hveitiverð og verzlunarbann. Hveiti kaupanefnd Ottawa stjórn- arinnar hefir ákveðið að hveitiverð nr. 1 Northern skuli vera $2.40 til fyrsta ágúst 1917 og ekkert framtíð- ar hv’eiti má selja á hveitiprangara- stöðvum eftir 1. september 1917. Loftbátaslys. Maður frá Winnipeg, sem William Sidny Gallie hét varð fyrir slysi á loftbát hjá Mahawk stöðvum nýlega. Rakst annar loftbátur á þann sem Gallie var í 100 fet frá jörðu og dó Gallie samstundis. Hann átti heima að 225 Belle Ave. í Winnipeg og vat 21 árs að aldri. Á föstudaginn fórst annar maður hjá Toronto; var hann einnig á flugi 800 fet í lofti uppi, rakst þar á aðra flugvél og dó einnig samsttpidis. Hann hét S. H. J. Dorr. Stórtjón af regni og flóðum. Afarmikil flóð og vatnavextir komu i Quebec í vikunni sem leið. Hús fyltust og eyðilögðust vistir; Chandier áin óx um 5 fet á fáeinum klukkustundum; þrumur og eldingar voru afskaplegar og fólk flýði húsin. Margra miljón dala virði af eignum hefir eyðilagst á þessutn svæðum. Á 21 barn, vill fá skilnað. Kona i borginni Kansas heitir Dollie D. Dill og er gift manni, sem Joseph F. Dill heitir. Þau hjón eiga 21 barn og eru 17 þeirra á lífi. Hún hefir sótt um skilnað frá manni sínum vegna þess að hann drekki og sjái ekki um heimilið. Heimtar hún að hann leggi henni til $10.00 á viku með 8 börnum í ómegð og virðist það ekki ósanngjarnt. Maðurinn hefir unnið sem daglaunamaður, en konan haft greiðasöluhús og alið börnin upp þannig. Kona kosin borgarstjóri. Nylega fóru fram bæjarstjórnar- kosningar í borginni Moore Haven í Florida og v'ar þar kosin kona, sem heitir Mrs. George Qvinhard. Þetta þykja stór tíðindi. Konan er stór auð- ug; á hún 2,000 ekrur af landi þar í grendinni. Morðingjar og mannætur. Mál hefir staðið yfir í Edmonton að undanförnu, bæði hryllilegt og einkennilegt. Tveir kaþólskir trú- boðar týndust norður í heimskauta- löndum árið 1913 og komst það upp að Eskimóar hefðu myrt þá. Prest- arnir hétu Rouvér og Leroux. Tveir Eskimóar voru teknir fastir, sem sannanir virtust vera gegn; /Voru þeir kærðir um morð og játuðu þeir glæpinn viðstöðulaust, en virt- ust ekki hafa nokkra hugmynd um að hér væri um neitt alvarlegt að ræða, fremur en þótt þeir hefðu drepið seli eða bjarndýr. Eskimóarnir heita Uluksuk og Sinnisiak. Þeir sögðust liafa verið að draga sleða með prest- unum í; höfðu þeir verið þreyttir og vilzt. Á leiðinni fundu þeir dautt dýr og voru að skoða það; en prest- arnir reiddust töfinni og fundu að henni. Kváðust Eskimóarnir hafa orðið hræddir og spurt Leroux hvort hann ætlaði að drepa þá; hefði hanr. samþykt það með því að hneigja höf- uðið; hugsuðu Eskimóarnir sér þá að v'erða fyrri til; Sinnisiak rak hnif í bakið á prestinum, en Uluksuk klár- aði hann. Rouvier flýði þegar hinn prestur- inn var dauður, en Sinnisiak tók byssu úr sleðanum og skaut á eftir honum; hann særðist og gengu þeir síðan af honum dauðum með hníf og öxi. Þeir játuðu það einnig að þeir hefðu étið nokkuð af prestunum og var sagt fyrir réttinum að mannát væri ekki sjaldgæft meðal Eekimó- anna. Uppskeruhorfur. Stjórnaráætlun um hveiti uppskeru í haust er þannig að búist er við að hún verði ekki nema 77% af meðal- uppskeru; en alls er álitið að haust- hveitið muni verða í Canada 17,816,- 000 mælar. Magnús á Grund sjötugur. Márgir kannast við Magnús Sig- urðsson á Grund í Eyjafirði; hann var sjötugur 4. júlí og var vegleg veizla haldin þar til minningar um það og fjöldi fólks saman kominn. Magnús safnaði 5,000 kr. sjóð, er hann gaf fremstu hreppunum í Eyja- fjarðarsýslu; er sjóðurinn nefndur: “Minningarsjóður Magnúsar á Grund”. Skúli S. Thoroddsen látinn. Árni Eggertsson sagði þá frétt að 23. júlí hefði hinn efnilegi maður Skúli S. Thoroddsen'þingmaður lát- ist eftir stutta legu í taugaveiki. Skúli var sonur hins nafnfræga manns Skúla sýslumanns og ritstjóra Thor- oddsen. Hann var kornungur maður að aldri en framtíð hans hin glæsi- legasta. Sýndi það hversu mikils álits hann vnaut að hann var kosinn til þings í fyrra í hinu forna kjör- dæmi föður síns á móti séra Sigurði Stefánssyni, einum hinna elztu og at- kVæðamestu þingmanna landsins. Jóns Bjarnasonar skóli. byrjar fimta starfsár sitt að 720 Beverley St., Winnipeg, mánu- daginn 24. sept. næstkomandi. Skólinn veitir tilsögn í öllu námi miðskóla, sem lýtur að undirbúningi fyrir háskóla (arts matriculation) og annars flokks kennaraleyfi (combined course). Kennarar ráðnir til skólans eru: Séra Rúnólfur Marteinsson, B.A., B.D. Séra Hjörtur J. Leo, M.A. Miss porstína Jackson, B.A. Skólinn er að öllu leyti undir það búinn að leysa gott verk af hendi. Áreiðanlega er enginn skóli í Manitoba honum fremri. Skólinn leggur sérstaka rækt við kristindóm og íslenzku, vill hlúa að öllum góðum feðraarfi og láta hann bera sem mestan ávöxt til góðs í hinu nýja föður- landi voru. Sérstök hluninndi eru það að skólinn stendur aðeins í 9 mán- uði í stað 10, því hinn lengri skólóatími er um of þreytandi. Allir fslendingar í Winnipeg- borg og annarsstaðar ættu að styðja þennan skóla með því að senda þangað nemendur. Skólagjald nemenda er $36 á ári. Ákjósaníegast er að nemendu^ séu komnir í skólann þegar í byrjun. Allar umsóknir sendist undir- rithðum. Rúnólfur Marteinsson, “ skólastjóri. 720 Beverley St., Winnipeg. Kominn aftur. Björn Jónsson sem heim fór til fslands í vor kom aftur á “Gullfossi”. Hann ætlaði aö byrja laxveiöar í sjó á fslandi og vildi fá til Jæss 10 ára einkaleyfi, en var synjað um. Þetta mál verður skýrtví næsta blaði. Bæjarfréttir. Séra Friðrik Hallgrímsson, tengda- móöir hans og tvö börn komu til bæjarins í bifreið á mánudaginn. Nöfn margra gefenöa í Sóls'kins- sjóðinn verða aö bíöa næsta blaðs. Mrs. F. Stevcnson fór suSur til Morden í siSastlÍSinni viku. Hún ætlar aS dvelja þar sySra um nokk- urn tima. Séra Rúnólfur Marteinsson flytur erindi um íslenzku í kirkju Mikley- inga sunnudaginn 2. september; er óskaS eftir aS allir komi, bæSi yngr, og eldri því ræSunni er þannig hátt- aS aS börn og unglingar hafa hennar full not. í fregn um lát Björns sál. Geir- mundssonar, sem lézt hjá dóttursvni sínum Birni bónda Eyjólfssyni i grend viS Árborg, þ. 20. júní s. í. er skakt skýrt frá nöfnum tveggja barna hans, sem bæSi búa i Dakota. Voru þau nefnd Björn og Bergljót, en á aS vera Sigurbjörn og Þorbergína. — Þessi skekkja stóS í handriti því er oss var sent og er hér meS leiSrétr samkvæmt timlælum þeirra er hlut eiga aö máli. Jóns Bjarnasonar skólinn byrjar bráSlega, eins og auglýst er. íslend- ingay ættu aS minnast þess, aS viS prófin í sumar, sem eru bezti mæli- kvarSi um alla skóla, hefir þaS sýnt sig aS þessi skóli hefir ekki einungis staSið jafnfætis öSrum skólum af sama tagi, heldur .etóö hann þeim flestum framar. Um þetta birtist ritgerS í næsta blaSi. Mrs. G. J. Goodmundson biöur Lögberg aS flytja VatnabygSarbúum bezta þakklæti fyrir gestrisni og góð- ar viötökur. Hún hefir veriS þar i tvo mánuSi ásamt dóttur sinni og er nýkomin heim aftur. Hún var í þeim erindum aS safna fé til styrktar alls- lausum börnum í stríSslöndunum og þakkar hún sérstaklega hversu vel því var tekiö. Séra Jakobi Kristjánssyni eigum vér aS flytja beztu þakkir frá henni fyrir starf hans í þessu máli. Nöfn gefenda verða siöar auglýst í blööunum. Samsœti, Hlutasölunefnd Eimskipafélags ís- lands haföi, ásamt nokkrum ööruni mönnum, samsæti meS herra Árna Eggertssyni á Hótel Alexandra á mánudaginn var, til þess aS votta honum v'inarþel og trúnaSartraust um leiö og hann nú. leggur af staö í er- indum Islandsstjórnar til þess aö semja viö stjórnir Canada og Banda- ríkjanna um farmsölu matvæla og annara nauSsynja fyrir ísland meSan á Evrópu stríöinu stendur. AS loknum málsverSi var honum flutt meöfylgjandi ávarp. Ræöur fluttu séra B. B. Jónsson, séra Fr. J. Bergmann og þeir herrar Magnús Paulson, John J. Bíldfell og A. P. Johannsson. Herra Eggertsson vottaöi þökk sina meö lipurri ræSu, skýrSi sitt nýja starfsefni og óskaöi stuönings allra Vestur-íslendinga því til sigursæls framgangs. Avarpið. Herra Árni Eggertsson. Þar sem þú ert nýkominn úr ís- landsför þinni í þarfir Eimskipafé- lags Islands, sem fulltrúi vestur-ís- lenzkra hluthafa og ert nú aftur aö leggja af staö austur til stórborga Bandaríkjanna og Canada, sem verzl- unarerindreki stjórnarinnar á Islandi, finnum vér, sem hér erum saman komnir, ástæöu til áö ávarpa þig nokkrum oröum. Sem fulltrúi vestur-íslenzkra hlut- hafa í Eimskipafélagi Islands hefir þú lagt á þig ferS til Islands nú á þessum hættutímum og allan þann kostnaÖ, er stendur í sambandi viS hana, öldungis endurgjaldslaust, til .þess aö geta haft heillavænleg áhrií á þaS ágæta þjóöþrifa fyrirtæki, sem enn er einungis í b-yrjun, en gefur fyrirheit um aS verða meö tíS og tíma hin mesta bjargvættur efnalegs og andlegs sjálfstæöis þjóöar vorrar. ÞaS er sannarlega ágætt fordænii, sem þú hefir gefiö meö þessari breytni þinni. AS starfa aö velferö og viöreisn þjóöar sinnar öldungis sérplægnislaust af brennheitum áhuga um aS veröa henni aö liöi og vera fús til aS fórna fé og fjöri. Áhrifin vitum vér aö öll hafa veriö til þess að efla heill félagsins og styöja aS samvinnu Austur- og Vestur-lslend- inga. í sambandi við ætlunarverkiö, sem þér hefir veriS faliö, af stjórn ís- lands, viljum vér lýsa fögnuöi voruir. yfir, aö þaö liefir veriS þér í henduv fengiS, nú á þessum hættutimum. Vér treystum því, aö þú látir ekkert ógjört, sem í þínu valdi stendur, ti! þess aS vinna ættjörö vorri eins mikiö gagn og unt er. Óskum vér þess af heilum hug aS til Jæss berir þú gæfu. Á þingi þjóSar vorrar e^r nú talaö um aö afla íslandi fullveldis í meS- ferS allra sinna mála, og nefnd hefir veriS kosin til aö íhuga, meö hverj- um hætti fjetta skuli gjört. Eins er þaS nú oröiS brennheitt áhugamál, aS ísland fái sinn eiginn siglingafána, skipum sínum til einkennis á höfnum og höfum. Aldrei hefir annaö eins tækifæri veriö til aö koma sjálfstæöi-kröfum Islands á framfæri viS stórþjóöir heimsins eins og nú, og fá þær til aö gefa þeim gaum. Sá sem þaS gæti látiö sér’ hepnast, vinnur nú þjóö vorri þá heill til handa, er hún öl! þráir. Lát þú í þvi sambandi hugsan þína vera: Alt ivrir Island! Og vertu þess fullvís aS samúS vor og eldhug- ur fylgir þér og styöur í oröi og verki. F. J. Bergmann. B. L. Baldwinson. J. J. BíldfeU. Rögnv. Péturson. L. J. Jiallgrímson. Th. BorgfjörS. John J. Vopni. J. Stcfánsson. H. A. Bérgman. M. Paulson. i A. P. Johannson. Björn B. Jónsson. T. B. Thorsteinson. H. Hplldöfson. J. Jóhannesson. ólafur S. Thorgeirsson. SigurSur S. GuSmundsson, Fram- nes, og Sesselja Sigríöur Jóhannes- son, Árborg, voru gefin saman i hjónaband þ. 11. þ. m. af séra Jó- hanni Bjarnasyni. Hjónavigslan fór fram aS heimiíi SigurSar GuSmunds- sonar og Ingveldar Jósefsdóttur, foreldra bniSgumans, Framnes, aö viöstöddum allstórum hópi vina og vandamanna brúðhjónanna. Faöii brúöarinnar er Sigurbjörn Jóhannes- son, til skamms tíma bóndi i grend viS Árborg, en nú hermaöur i 223. her- deildinni. MóSir Sesselju og kona Sigurbjörns var Steinunn DaSadóttir, dáin fyrir allmörgum árum. — Heim- ili ungu hjónanna veröur framvegis í FraninesbygS. Gæzlustjóri á Frakklandi Capt. Jos. S. Tkorsot. íslenzkur drengskapur. Allmargir Jieirra, sein gengist hafa fyrir aS safna mönnum í stríöiö hafa fariö meS mennina austur, skiliö þá eftir og komiS heim aftur. . Landarnir liafa aöra aSferö. Ný- lega kom bréf frá Joseph S. Thorson landa vorum og er hann kominn tii Frakklands; hann haföi það ekki eins og Bradbury eöa sumir hinna. Thor9on skrifar 21. júlí og segist hafa komiö til Frakklands á laugar- daginn (næsta undan). Hann hefir veriö geröur aö bæjarherráSsmanni (Town Major) í tveimur bæjum, Molliens an Bois og Roimaivelle. Þessir bæir eru fyrir aftan vígvöll- inn. Hann er herstjóri, sér um send- ing hersveita og hefir eftirlit meS her í bæjunum; hann sér um heil- brigöi, matarforöa, heraga; er auk þess friödómari milli hermanna og borgara í deilum þeirra; sér um hreinlæti á vegum o. fl. Þetta eru gleðifréttir og óskar Lögbeyg honum innilega til hamingju. Robert Rogers farinn. Hann sagði af sér á laugardaginn. Hefir aö líkindum oröiS aö gera J)aö. ÁstæSan er höfö sú aö honum hafi þótt herskyldulögin of lengi á ferö- inni. Bezt gætum vér trúaS því aö Jætta væru aðeins pólitísk svik. Rogers er sleipari maSur i óhreinni kosninga- aðferö en aðrir menn; nú eru kosn- ingar i nánd. Mundi þaS ekki geta skeS aS hann hefSi farið úr stjórn- inni i bráöina til þess aö hafa betri tíma og tækifæri til þess aö koma fram kosningabrellum og svo ætti hann aö vera í stjórninni aftur ef- afturhaldiö ynni? Þessu gætum vér trúaS. BITAR Fimi^i þúsund og fimm hundruÖ dali ($5,500.00) kostaöi aö hvitþvo Rogers. — Víöa kemur dýrtíðin í ljós, aö þvottavatn skuli vera oröiö ívona dýrt. Kelur elda. — Eimur sést eftir deilu skuggann. Pönnublossi um Bergmann prest bjarmar “Austur gluggann.” _ P.G. Börnin eru býsna góö — um Bardal ekki tölum — í gamalmenna SólskinssjóS þau safna mörgum dölum. Sig. Sölvason. Og “Heimsk.” litla er farin aö nudda sig upp viö Sifton — því heföu fáir trúaS. — “Eg vil láta hana Gunnu mín giftast einhverjum ríkum”, sagöi Jón gamli á Bakka. Þessi vísá var misprentuö í síöasta blaöi. Hún átti aö vera svona: “Hvar sem skrautmenn saman sér sitja i landsins höllum, bezt til fóta búinn er Bardal þar af öllum. “Sannarlega er komin tími til þess” segir “Free Press” á mánudaginn, “aS fólkið taki stjórnmálin í sínar eigin Iiendur.” — Þar erum vér alveg sam- dóma. En sama blað á sama dag í sömu grein segir aö fáeinir menn ættu aS taka öll völd í sinar hendur og banna fólkinu kosningar og atkvæöi — Rikið þaö er eg,” SagSi Lúövik 14. Sleikir fjárvaldsins fætur flaðrandi smjaöurbulla; . hræsnin “sér lukkast Iætur” aö ljúga “Heimskuna” fulla. Lesandi "Heimsk.” “Fólkiö á alt af aö vera æðsti dóm- ari í öllum málum; því stærra sem máliö er því meira riSur á aö fólkiö fái aö greíða atkvæSi um Jiaö,” “Tribune” 1914. “Herskvldan er stærsta máliö sem vér eigum; þaS Væri heimska aö láta fólkiS greiöa at- kvæði um þaö,” “Tribtine” 1917. Hver skilur þetta ? / ... , Adamson hreinn og beinn. Adamson þingmannsefni Gimli kjördæmis, talaði við ritstjóra Lögbergs í fyrradag. Kveðst hann óhikað og eindregið fylgja ákvæðum þeim er samþykt voru á frjálslyndaflokks-þinginu. Hann kvaðst vera algerlega og óhikandi með stefnu Lauriersað fólkiðfengi aðgreiða atkvæði um herskyldumálið. Hann kveðst ekki vera í neinum vafa um að Turriff og fylgjendur hans hafi kom- ið fram til þess að kljúfa framsóknarflokkinn og spilaöllu í hendur Siftons og hans nóta. Dýrt þvottavatn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.