Lögberg - 23.08.1917, Page 6

Lögberg - 23.08.1917, Page 6
LÖGBEBG, FTMTLÍJL»AG1«« 23. ÁGÚST 1917 Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þenr\an hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Arnott, Transcona. Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. timbur, fjalviður af öllum iNyjar VOrilbir^Oir tegundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limltad HENRY AVE. EAST WINNIPEG GÓDAR VÖRUR! /.. SANNGJARNT VERÐ! Áreiðanlegir verkamenn Petta er það sem hvern mann og konu varðar mestu á þessum tímum. Heim- sœkið verkstœði vort og þér sannfærist um alt þetta. Nýjustu snið, lægsta verð í bœnum. Velsniðin föt sem ætíð fara vel H. SCHWARTZ & CO. The Popular Tailors 563 Portafi:e Ave. Phone Sh. 5574 gagns, en mörgum til óhagræðis og þegar striöiö væri úti og friður sam- skaprauna. Benedikt Sveinsson. Heilbrigði. fFramh.). Afarnauðsynlegt er aö tyggja mat- inn vel, eins og áöur er sagt. Mat- urinn nýtist á þann hátt miklu betur, og illa tuggin matur veldur mjög oft meltingarkvillum. Varast skal aö súpa á mjólk eða öörum vökva, meö- an annar matur er í munninum, held- ur láta munnvatnið sjálft þynna mat- inn. Góðar tennur eru vitanlega nauðsynlegar. Skyldu menn bursta þær og skola nægilega oft, helzt eftir hverja máltið, og láta tannlækni gera við þær ef þarf. Annars gengur venjulegíf vel að Tíftia, ef menn að öllu leyti lifa eftir heilsuhælisreglum. Offitun er ekki að eins ónauðsynleg, heldur einnig skaðleg. Til skamms tíma var lögð alt of njikil áhersla á fituna. Nú vita menn að offitun tefur fyrir batanum, þreytir um of hjarta og lungu og veik- ir allan líkamann. Það er fullkom- lega nóg að ná mcðalþyngd. Hún fer eftir hæðinni. Reynslan sýnir, að meðalþyngd fullorðins manns er h. u. b. eins m'órg kílógrömm, eins og hœd- iti er tnargir sentimetrar fratn yfir metcr. F.f maður er t. d. 170 senti- metrar á hæð, þá á hann áð vera 70 kílógrömm að þyngd, og hann á ekki að gera sér ngitt far um að verða þyngri. Munaðarvara. Eg vil að eins drepa á áferigi kaffi og tóbak. Afengi er að vísu frábrugðið hin- um tveim tegundunum að þvi leyti, að það hefir ekki alllítið næringar- gildi. 1 grm. af hreinu alkóhóli sam- svarar 7 hitaeiningum, en sá galli er á gjöf Njarðar, að eiturverkanir þess koma fram ef neytt er svo mikils, að nokkru næringargildi nemur, og er það þv'i óhæfilegt næringarmeðal. Sem lystarlyf getur það einstöku sinnum komið til greina, sérstaklega ef sjúkl- ingurinn er vanur hóflegri vínnautn áður, en sjaldan gerir það mikið gagn Hitt er vitanlegt, að ofnautn víns et afar skaðleg bæði sjúkum mönnum og heilbrigðum og er varla ástæða til áð fara frekari orðum um það/ síst í “þurru” bannlandi! Kaffi er að vísu ónauðsynlegur drykkur og skaðlegur, ef mikils er neytt, en venjulegast skaðlaust að drekka 1—2 bolla á dag ef ekki er hiti, blóðuppgan^ur eða sér- stök sjúkdómsfrábrigði. Tóbaksnautn er varhugaverð fyrir brjóstveika menn, ef hún er mikil, þá er hún á- reiðanlega skaðleg — veikir slímhúð- ir, hjarta og taugar. Sérstaklega er hún skaðleg ef sjúklingurinn hefir hálskvilla. Neftóbaks- og munntó- baksnautn er þar að auki ó^jrifleg. Neftóbak veldur stundum stiflu í nefi og munntóbak oft miklu munnvatns- rensli. Enginn brjóstveikur maður skyldi reykja í húsum inni, og helzt ekki dvelja í herbergi, þar sem aðrir reykja. Bezt er að venja sig af allri tóbaksnautn. Hvtld. Allir þarfnast hvildar, og ef sjúk- dóm ber að höndum, finna menn venjulega sjálfir að hvíldin þarf að veraj meiri en ella. Eitt af algeng- ustu einkennum berklaveikinnar er máttleysi, þreyta og yfirleitt minna vinnuþol en áður. Þetta er oft eitt af fyrstu einkennum sjúkdómsins sem vart verður við. Þessu /náttleysi valda eiturverkanir gerlanna og óeðli- leg efnabreyting, stundum sótthiti og megrun. Sú hvíld, sem hér kemur sérstaklega til greina, er legan — rúmlega fyrir opnum glugga, eða lega á legubekk í leguskála. Hún er einn þáttur í úti- loftslœkningunni. Ef sjúklingurinn er magur og þarf að fitna, hjálpar hún til þess. Eins hvílir hún hjarta sjúklingsins, sem oft er veiklaö. Það reynir minna á hjartað að dæla blóð- inu um líkamann þegar maður liggur flatur, en þegar hann stendur upp- réttur, enda verður við leguna blóð- sókn til lungnabroddanna, en þar byrjar brjóstveikin venjulegast, en aukin blóðsókn til hins sjúka staðar styður að lækningu. Berklaskemdin á líka hægra með að gróa, þegar hinn sjúki líkamshluti hvílist. Rauna/ hreyfast lungun ætíð nokkuð við and- ardrátt, en hréyfingin er þó erfiðari og meiri. við gang og vinnu. Legan hvílir því sjálf lungun, og við legu berast síður eiturefni og óhollir vess- ar út í blóðið. Likaminn á hægra með að takmarka sjúkdóminn. Enda sést, að hitinn lœknar ef legið er. Það er ekki ætíð þörf á jafnmik- illi hvild. Þegar sótthiti er, þá verð- ur sjúklingurinu. líærri undantekning- arlaust að liggja í rúminu. Sótthiti ber vott um það, að sjúkdómurinn sé í einfiverri framsókn, en aftur á móti er eðlilegur líkamshiti vottur þess, að sjúkdómnum sé haldið í skefjum. Á heilsuhælum mæla sjúklingar hit- ann (i endaþarminum) oft á dag. Sumum kann að þykja það óþarfi, en svo er ekki. Hitamælingin sker oft og einatt úr því, hvort sjúklingurinn þolir hreyfingu eða ekki. Það er því afarnauðsynlegt að mæla hitann sam- vizkusamlega. Eðlilegur hiti er að morgni, þegar maðurinn er nývaknaður, 36,5 til 37, hækkar svo seinna um daginn og verð- ur hæðst 37,5. Ef hann fer fram úr því, þá er hann hærri en hann á að vera, það er að segja ef mælt er eftir fullkomna hvíld Hegu) í —/4 klukkustund. Þó hitinn verði eitt- hvað hærri þegar eftir göngu eða erfiði, þarf elcki að saka, ef hann lækkar aftur nægilega eftir _y2 stund. Ef hann gerir það ekki, þá er það stundum vottur þess, að gangan hefir Verið of löng eða erfiðið of mikið, og getur þá stundum lagast ef sjúklingurirm hreyfir sig minna. Ef hitahækkunin er veruleg, þá verður sjúklingurinn að liggja í rúminu og einatt Iangan tíma á eftir að hitinn er horfínn. “ÞaS ber sjaldan við” segir nafnkendur heilsuhælislæknir, “að læknir sjái eftir því að hafa hald- Ið sjúkling of lengi i rúminu. Hitt ber oft við, að hann sér eftir því að haf^látið undan þrábeiðni og óþol- inmæði sjúklingsins og leyft honum of snemma á fætur.” Á heilsuhælinu liggja þeir, sem engan sótthita hafa, í leguskála eða undir beru lofti vissar stundir á dag, stundum allan daginn ef þrótturinn er lítill, eða einhver tákn eru þessi, að sjúkdómurinn sé að einhveiju leyti í framsókn. Legan verður að vera fyllileg hvíld, andleg og likamleg. Liggjaaskal á bakinu, helzt sem næst láréttu. Engar kappræður, söngur eða háreyst má eiga sér stað. Bkki ætti það að saka að lesa við og við í góðri bók, sem ekki er of “spennandi” eða æsandi. Það er lítið gagyi að legutímanum ef sjúklingurinn er stöð- ugt að hreyfa sig, setjast eða standa upp o. s. frv.' Það má líkja þeirri hvíld við svefn, sem sífelt er verið að trufla. Hreyfing og stœling. Hreyfing. Of mikið má af öllu gera. Of langvinn hvild getur veikl- að líkamann, sérstaklega hjarta og vöðva, enda getur fitan orðið of mikil við sífelda legu. Þegar sjúklingur- inn er hitalaus og hefir verið það nægilega lengi, þá fer að veroa þörf á að styrkja og stæla líkamann með hæfilegri hreyfingu. Sú hreyfing, sem fyrst og fremst kemur til greina, er gangan úti. Hún er hin eðlilegasta og hollasta vöðva- stæling. Enda er fátt betur lagað, ekki að eins til þess að hressa líkafn- ann, heldur einnig sálina. Þeim, sem hafa opið auga fyrir fegurð og marg- breytni náttúrunnar, þarf aldrei að leiðast. Sérhver ganga getur orðið skemtiganga. Menn mega þó ekki missa sjónar á því, að gangan er einn liðurinn í lækningu berklaveikinnar. Ef menn fara óvarlega og þreyta sig um of, getur gangan gert ógagn í stað gagns — sjúkdómurinn getur vaknað til nýs lífs. Hér sem oftar er undir því komið að rata meðalhófið. Sá sjúklingur, sem legið hefir rúmfastur, verður að byrja gætilega — ganga fyrstu dagana í hægðum sínum 10—15 mínútur á sléttum vegi, og auka svo gönguna smám saman, eftir því sem þróttur og heilsa leyfir, þangað til gengið er 1—2 stundir tvisvar til þrisv'ar _á dag og stundum i nokkrum halla. oft og einatt getur sjúklingur- urinn ekki sjálfur dæmt um, hve mik- ið hann má bjóða sér — hann ætlar sig hraustari en hann í raun og veru er og ofbýður kröftunum. Þar er því afarnauðsynegt að fara nákvæm- lega eftir ráðum læknisins, sem þekkir útbreiðslu veikinnar og ein- kenni. Einnig getur hitamælingin gefið góðar bendingar, eins og áður er sagt. Varast skal að svitna, þreyt- ast eða mæðast. Getur því verið gott að setja sig niður við og við. Afl- raunir, hlaup og stökk, dans og glímur hjólrefðar og þess konar eiga brjóst- veikir menn að varast. Eins ber að varast að tala mikið á göngu, sérstak- )ega ef gengið er upp í móti. Það, getur þreytt lungun um of. Hins veg- ar getur gangan orðið of hæg og leti- leg. Það er meiri hressing í því að ganga í greiðara lagi. Ganga skal vel beinn, með framseté brjóst. Sjaldan þarf veður að aftra mönn- um frá göngu. Þó skulu menn vera varkárir í stormi og gæta þess að þreyta sig ekki. Sjálfsagt er að klæða sið eftir v'eðrinu og gæta þess að verða ekki votur. Klaeðin eiga að vera sem léttust en þó nægilega skjól- góð og þrer.gja hvergi að líkamanum. Að dúða sig of mikið er óholt. Hör- undið veik)ast, þegar líkaminn er stöðugt í eins konar gufubaði. Skinn- vesti og skinntreyjur hindra útguf- unina frá líkamanum og eru því ó- heppileg. Þegar menn eru orðnir tiltölulega hraustir og farnir að þola mikinn gang, getur verið nytsamlegt að stæla þá vöðva, sem sízt koma til greina við ganginn. Á sumum heilsuhælum iðka sjúklingar ýmsa vinnu, svo sem garðyrkju og handavinnu, áður en þeir fara heim frá hælinu. Getur það verið gott að prófa vinnuþolið áður en heim er farið. * Sólskinsböð. Áður mintist eg á að sólskinið drepur sóttkveikjur. Allir þekkja einnig hin lifgandi og fjörg- andi áhrif sem það hefir. Það ligg- ur því nærri að nota sólargeislana til lækninga, enda er það mjög iðkað hin síðari árin — eftir að landi vor, Niels Finsen, kendi mönnum að lækna hörundsberkla með ljósgeislum. Raunar þektu menn lækningarkraft sólarljóssins þegar í fornöld, hjá Grikkjum og Rómverjum. Heródót, sem lifði á 5. öld fyrir Krists burð, mintist á sólskinslækningar ogPlinius cldri (dó 79 e. Kr.) kallar sólina allra meðala bezta f“Sol est remediorum maximum”). í myrkri miðaldanna mistu menn svo sjónar á þessum sann- leika. Eins og sést á regnboganum, er sólarljósið samsett af ýmsum litum. Ef ljósgeisli er látinn falla í gegn um þrístrent gler (prisma), þá brotna geislalitirnir misjafnlega, og við það kemur fram hið svokallaða litaband (spektrum) og eru höfuðlitirnir þess- ir: rautt, gult, grœnt, blátt og fjólu- blátt. En báðu megin við þetta sýni- lega litaband eru hinir ósýnilegu geislar: infra-rautt og ultra-fjólublátt sitt hvoru megin. Þessar geislateg- undir hafa ýmiskonar áhrif. Infra- rauðu, rauðu og gulu geislarnir eru hitandi. Bláu, fjólu-bláu og ultra- fjólubláu hafa önnur áhrif. Það eru þeir, sem drepa sóttkveikjur og valda sólbruna og móleitum hörundslit, og eru hinir ultra-fjólubláu geislar á- hrifamestir til þeirra hluta. Þeir eru því sterkari því þynnra sem loftið er, og því sérstaklega áhrifamiklir á f jöll- um uppi, en hafa allmikla verkun éinnig á láglendinu. Ef nota á sólskin til lækninga, verður það að falla á bert hörundið, og áhjj^famest er það, ef líkaminn er nakinn. Verkum slíkra sólskinsbaða er þessi: 1) Blóðrauðinn eykst og rauðu blóðkornunum fjölgar. Blóðið leit- ar til húðarinnar og léttir það undir starfi hjartans. 2) Efnabreytingin verður örari. Blóðið tekur á móti meira súrefni og gefur frá sér meiri kolsýru. Majar- lyst eykst. 3) SólsLin hreinsar hörundið og drepur gerla, sem þar kunna að vera, styrkir og stælir hörundið og eykur útgöfun óhollra efna. Litarefni húð- arinnar eykst. 4) Sólargeislarnir hafa örfandi og lífgandi áhrif á taugakerfið. Þrótt- ur og lífsfjör eykst. Menn verða léttari í lund. Sólskinsböð eru víða erlendis not- uð við margs konar berklaveiki og þá einnig við brjóstveiki. En varúðar skyldu menn gæta, þvi menn þola þau misjafnlega. Skyldi læknir hlafa til- sjón með þeim. Póstávísanaseudingar milli Islands og Vesturheims. Póstávísanasendingar, sem ganga milli íslands og Vesturheims, verða allar að ganga í gegnum greipar póststjórnarinnar í Kaupmannahöfn, og hefir svo verið frá því, er fyrst var tekið að nota slíkar ávisanir. fyrir þennan mikla útúrkrók tefjast þær mjög, en ekki hefir þó verið gerð breyting á þessu, líklega með- fram vegna þess, að notkun ávísan- anna hefir ekki verið mjög almenn. Þó mun varla sú póstferð frá útlönd- um, að ekki komi nokkrar ávísanir að vestan, helzt frá Islendingum þar til ættingja sinna hér á landi. Stund- um er einnig fé sent vestur á sama hátt. Drátturinn, sem stafar af útúr- króknum, hefir valdið ýmsum mönn- um baga og óþæginda, og hefði þvi verið full ástæða til, að kippa þessu í lag fyrir löngu. Nú er þó nauðsynin á því að fá lagfæring á þessu gamla sleifarlagi miklu ríkari en fyrr hefir verið. Til skamms tima hefir fjöldi manna keypt ýmsan varning frá Þýzkalandi, Hollandi, Norðurlöndum og Englandi gegn greiðslu í póstávísunum. Nú eru slík viðskefti heft með öllu, og alls engar samgöngur við önnur lönd Norðurálfunnar. — Aftur aukast nú óðfluga skifti vor við Vesturheim og þangað eru beinar skipaferðir einatt við og við. Margir mundu því kaupa þaðan ýmsa þá þarflega hluti, er áð- ur hafa verið keyptir austan hafsins og greiddir hafa verið með póstávís- unum eða með póetkröfum. Mundi þvt notkun póstávísana vestur aukast íeikilega, því fremur sem póstkröfum verður ekki komið við hér frá Vest- urheimi. En fyrir þessi viíSsliifti er alveg girt, meðan ávísanirnar þurfa að leggja lykkju á leiíS sína til Kaup- mannahafnar. Jafnvel þótt samgöng- ur þangað væru í sæmilegu lagi, tefö- ust ávisanirnar svo, að þær kæmu ekki fram vestra fyrr en löngu á eftir “pöjitununum”, sem fara beint, og í annan stað er nú alls ekki unt að koma neinum póstávísunum til Dan- merkur. Það er í augum uppi, að gamla venjan þvergirðir fyrir það, að hægt sé að nota póstávísanagreiðslur héð- an til Vesturheims. Að vísu er ekki varnað að koma fésendingum vestur á annan hátt, en það er þó öllu ó- greiðara, er um lítið er að gera og menn vanari hinni aðferðinni. Gamla ávísana fyrirkomulagið hef- ir aldrei verið íslendingum til gagns, heldur ávalt til óhags og tafa. Nú er það með öllu óframkvœmanlegt. þótt einhverjir vildu halda í það, en mörgum óhagræði, að ekki er komið á beinu ávísana-sambandi. Eg geri ráð fyrir, að póststjórn og landsstjórn yrði auðsótt að nema aí gömlu óvenjuna og koma nýrri og eðlilegrí skipan á í staðinn og það mjög bráíSlega. Það er mælt að nauðsyn brjóti lög, og ætti hún þá ekki siður að hrinda gömlum óv'enjum, sem engum er tii —“Landið”. Framtíðar ráðagerðir. Sjómanna þing var haldið í Lund- únaborg 16. þ. m. Þar voru saman- komnir sjómenn frá flestum stríðs- þjóðum bandamanna og nokkrum hlutlausum þjóðum. Var þar talað um það að hefna sín á Þjóðverjum inn með því að allir sjómenn hinna þjóðanna neituðu að vinna á nokkru skipi þar sem nokkur Þjóðverji væri innnaborðs. Þetta virðist oss alleinkennilegt; að berjast gegn óvini sínum af alefli meðan á striði stendur er sjálfsagt, en að hafa í heitingum að beita hnefa- rétti þegar alt er úti, þá siðfræði skiljum vér ekki. 1 » IðLíKIH leysi þeirra og einlægni. En brúin sem þau bygðu er vetrarbrautin. petta er náttúrlega tilbúin saga, en hún er fjarska fatleg. Ritstjóri Sólskins þýddi þetta kvæði þegar hann var ungur, og partur úr því er svona: “Á blárri stjörnu bjó hún ein í björtum himingeim; en áttstöð hans var önnur sól, hann annan bygði heim; og Súlamit var heiti hans, en hennar Salami. pau tengdi saman einlæg ást, og ekkert breytti því. J?au áðyr lifað höfðu hér, og höfðu unnast þá; þau skilið hafði synd og sorg og sverð, er dauðinn á. pau hinu megin fengu flug, í för þeim skipað var,, • \ en sínu á hvora stjömu stefnt og staður búinn þar. En hvort til annars hugði þó í hæð þar ljósið skein um djúp, sem ei fær auga mælt og ekki hugsun nein; því faðir tíma falls og rúms \ þeim fjarlægð slíka bjó með ótal sólna undra mergð ' sem enginn vængur fló. En Súlamit um aftan einn — hann eilíf kvaldi þrá -<- • úr Ijósi tók að byggja brú, svo brúði mætti ná; og Salami hið sama kveld tók sama ráð og vann að brúargerð frá sinni sól úr sama efni og harm. Svo unnu þau í þúsund ár með þrek og sterka trú; * * og vetrarbrautin var þá bygð — sjá vegleg stjömubrú sem liggur hátt of himin djúp er himin guða braut og tengir öflugt strönd við strönd með stjömudýrð og skraut. En freistarinn í fölskum hjúp við föður alheims kvað: “ó, herra, sjá hvað Súlamit og Salami’ hefst að!” En drottinn hló; og leiftur ljós þá leið um himinveg: “Hvað helzt sem tengir einlæg ást, því aldrei raska ég!” Og Súlamit og Salami — þá sólbraut fullgerð var — þau hnigu’ í faðmlög, friðsæl, \6ng og föst til eilífðar. En björtust stjama um himinhvel í heiði birtist þar, sem eftir þúsund ára sorg var ást til helgunar.” » ---------------- 1 ---------- -------------------------------------------------- 3$ Bréf frá bömunum fe *------------------.------------------------------ Dafoe, Sask. 10. ágúst. 1917 Kæri herra. Viö sendum 25 cent hvor í Sólskinssjóöinn handa gamla fólkinu á Gimli. Annar okkar er hjá ömmu okkar en hinn hjá móöursystur okkar. Mamma okkar er dáin. Okkur langar til aö gefa þessu heimili af því það getur skeð að við þurfum einhverntíma að vera þar sjálfir. • Með góðri kveðju. Carl og Franklín Gunnlaugssynir. Walhalla N. Dak. 11. ágúst 1917. Dr. Sig Júl. Jóhannesson. Kæri herra. Systir mín og eg sendum 10 cent hvor handa Betel. Við þökkum þér fyrir Sólskinið, sem þú sendir oss altaf í hverri viku. Eg er búin að læra að lesa íslenzku á því að reyna að lesa blaðið þitt, svo nú get eg lesið það alt án þess að fá nokkra hjálp, og eg vona að eg geti bráðum skrifað íslenzku líka Eg er í 5 bekk í skólanum. Eg verð 10 ára gömul 30. október, en systir mín verður 5 ára 14. september. Við erum bara tvær systur og enginn bróðir. Afi okkar og amma kaupa blaðið þitt, og svoleiðis stendur á að eg fór að lesa það. Við erum hjá afa og i ömmu og mamma okkar líka., Afi okkar heitir Sigurð- ur Anderson. Eg ætla að reyna að í senda þér betra bréf seinna og kannske stutta sögu, en eg vil ekki að þú látir þetta bréf í blaðið, því það er ekki nógu gott. Eg þakka þér aftur fyrir blaðið þitt. Þínir litlu vinir. Sigríður Helga Hjálmarsson Margrct Ruby Hjálmarsson. * % \ IðLSKIN Þetta bréf er skrifað á ensku, en það er gaman að heyra að Sigríður litla hefir lært að lesa málið okkar á Sólskini og bréfið er svo gott að Sólskin verður að . birta það. — Ritstj. Wynyard, Sask. 15. ágúst 1917. Kæri ritstjóri Sólskins. Við systurnar höfum verið að safna nokkrum centum fyrir Sólskinssjóð Betels frá sólskinsbörnum hér í Wynvard og sendum við þér hér alls $3.50 og nöfn gefenda. Vonum við af öllu hjarta að þessi sjóð- ur okkar Sólskinsbarna geti orðið sem stærstur og til • sem mest gagns fyrir gömlu börnin sem komin eru á Betel til að njóta værðar og hvíldar seinustu daga lífsins Með vinsemd. Anna og Sigurveig Guðjónson. Svold, N. Dakota 13. ágúst 1917. Háttvirti ritstjóri Sólskins. Hér með sendi eg póstávísun upp á $9.00 sem sunnu- dagaskóli Péturssafnaðar hefir gefið í Sólskinssjóðinn. Upphæðin er smá, en margt smátt gerir eitt stórt, Guð gefi að þessi sjóður sem Sólskinsbörnin safna, geti orðið ' svo stór, að hægt verði að stækka heimili gömlu Sólskns- barnanna svo mikið að allir geti fengið þar aðgang sem þurfa. Með innilegri kveðju til allra Sólskinsbarnanna. / Jón Hannesson. Wild Oak, 10. ágúst 1917 Kæri ritstjóri Sólskins. Hér með sendast tillög í Sólskinssjóð gamla fólksins. Með þakklæti fyrir Sólskin og einnig fyrir að minna ungu börnin á að gleðja gömlu börnin. Virðingarfylst. María S- Hannesson. Silver Bay, Man., 10. ágúst 1917 Heiðraði ritstjori Lögbergs. Hjartans þakkiir fyrir Sólskin og alla gleðina sem það flytur okkur börnunum. Við erum 5 bræður, föður- lausir, synir Páls Guðmundssonar, sem dó á.almenna spít- alanum í Winnipeg fyrir 4 árum. Við látum $1.25 með þessum miða og vónum að þú takir viljan fyrir verkið. Það er lítið til gamalmennaheimilinsins. Með vinsemd og virðingu. Svavar, Benjanún, Lúis, Jón, Páll. Blaine 10 ágúst 1917 Kæri ritstjóri Sólskins. Eg ætla að skrifa nokkrar línur með 25 centum sem eg sendi gömlu Sólskinsbörnunum. Eg á þrjár systur, þær senda sömu upphæð. Með beztu óskum til þín og gömlu Sólskinsbarnanna. Jóhanna R. Hafliðason Sólskins -s j óðurinn „Margt smátt gerir eitt stórt.” Alvin Guðmundgson, Ivanhoe, Minn.................$ .25 Pétur Guðmundsson, Ivanhoe, Minn....................25 Lilja Guðmundsson, Ivanhoe, Minn................ .,. .25 Elizabeth Guðmundsson, Ivanhoe, Minn................25 Vilborg Bjarnason, Markerville.................... 50 Guðmundur Bjarnason, Markerville ...................25 Guðfinna Bjarnason, Markerville.....................10 Jónía Ingveldur Bjarnason, Markerville..............10 Svanborg Bjarnason, Markerville.....................10 Bjarna Bjarnason, Markerville ......................10 Lára Bjarnason, Markerville............................ Margrét Jóhanna Bjarnason, Markerville..............10 Aron Albert Bjarnason, MarkerviIIe .................10 Elent Vikson Bjarnason, Markerville.................10 Jóhann Bjarnason, Markerville.......................59 Alfred Edvin Beck, ^larkerville.................... jo Þorbjörg Búason, Wynyard......................... ' "20 Einar Johnson, Wynyard..............................05 Helgi Brynjólfsson, Wynyard........................ .25 Guðrún Brynjólfsson, Wynyard........................25 Sigurveig Brynjólfsson, Wynyard.....................25 Jóhanna Brynjólfsson, Wynyard...................... .25 María Búason, Wynyard................!. “ 25 Þórlaug Búason, Wynyard.............................25 Guðrún Axdal, Wynyard.............................. 10 Ólöf Axdal, Wynyard.......................j..........yo Jakobína Axdal, Wynyard........................... .10 Guðjón Guðjónsson, Wynyard .. .. .................. 05 Aðalbjörg Juðjónsson, Wynyard...................... .25 25 25 25 25 25 25 Sigurveig Guðjónsson, Wynyard Anna Guðjónsson, Wynyard....................... Runie GoodmundssonYfrá WinnipegJ Wynyard Ingólfur Stanlev Kristjánsson, Hólar, Sask...... Sveinn Guðmundur Kristjánsson, Hólar, Sask .... Carl Gunnlaugsson, Dafoe, Sask.................. Franklin Gunnlaugsson, Dafoe, Sask.............. líaraldur S. Danielsson, Otto, Man.............. Anna S. Danielsson, Otto, Man................ Guðrún Jónasson, Wild Oak ...................... Helga Jónasson, Wild Oak................... Þiðrik Jónasson, Wild Oak...................... Árni Hannesson, Wild Oak........................ Arthur Hannesson, Wild Oak Svavar P. Guðmundsson, Silver Bay Benjamín P. Guðmundsson. Silver Bay............. Lúðvík P. Guðmundsson, Silver Bay............... Jón P. Guðmundsson, Silver Bay.................. Páll P. Guðmundsson, Silver Bay ................ Gísli S. Gíslason, Gerald, Sask. .. .„ .. {.... 1.00 25 25 25 25 25 25 25 25 25 25 95

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.