Lögberg - 18.10.1917, Page 4

Lögberg - 18.10.1917, Page 4
0 4 Sögba-g Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre$$, Ltd.,]Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE OOLUtyBI^ P^ESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, IV|an. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, tyan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um AriC. „Blaðdrusla“ pegar tveir hlutaðeigendur gera samning sín á meðal, löglegan, undirritaðan, innsiglaðan, stað- festan með vitnum og afhentan. pá er slíkur samn- ingur bindandi fyrir báða parta. Pó svo skyldi vilja til síðar að annar málsaðili fyndi það út að það væri óhagur fyrir sig að halda samninginn, þá losar það hann alls ekki við hann; hann er skuldbundinn til þess að halda samningin hv-órt sem honum geðjast betur eð^ ver; skuld- bundinn til þess ekki einungis samkvæmt siðferð- islögmáli sem alstaðar er viðurkent, heldur einnig löglega. Samningnum verður ekki riftað nema með samþykki beggja hlutaðeigenda. Ef annar máls- aðili brýtur hann má stefna honum fyrir rétt og krefjast af honum skaðabóta eða fá honum hegnt. Allir viðurkenna þessi atriði. Væri þessu ekki þannig varið þá væri alt fjármála- verz!unar- og félagslíf vort eins og sandur sem hryndi í sundur. pað sem gildir milli einstaklinga og félaga, gildir einnig þegar stjórn í einu landi gerir samn- ing við stjórn í öðru landi og ekki síður þegar ein- staklingur og stjórn gera samninga sín i milli. Sökum þess að pýzkaland hélt ekki samninga sem gildir voru samkvæmt alþjóðalögum; samn- inga sem það hafði hátíðlega gert við aðrar þjóðir í Evrópu, viðvíkjandi því að viðurkenna og vemda hlutleysi Belgíu, er pýzkalá'nd þann dag í dag talið afhrak og útlagi frá öðrum þjóðum heimsins. Skeytingarleysi þess lands um sinn eiginn heiður; hið svívirðilega brot á og fyrirlitning fyrir loforðum og samningum; athófn þess lands á því að kalla löglega samninga “blaðdruslu”, sem enga þýðingu hefði, hefir réttilega unnið því fyrirlitn- ingu allra þjóða. J7að hefir cyðilagt álit pýzka- lands í heiminum; sett biksvartan blett á sögu þess sem aldrei verður afmáður og skapað vantraust á sér og þjóð sinni, sem hlýtur að verða því til stór- kostlegrar hindrunar í viðskiftum þess við önnur lönd, fjárhagslega, verzlunarlega og félagslega. pýzkaland getur aldrei fullkomlega ná5 sér aftur eftir þá vanvirðu og það óálit sem það hefir þannig bakað sjálfu sér. Stjómin í Canada hefir um margra ára skeið gert samninga við tugi þúsunda einstaklinga af öllum stéttum manna, öllum þióðflokkum og öllum trúarbrögðum. Samningamir voru gerðir við hvern sem var heiðarlegur maður, hvaðan sem hann kom úr heiminum. Canadiska stjómin hefir auglýst svo að segja á öllum málum veraldarinnar að hún væri viljug að gera slíka samninga, hun sendi umboðsmenn sína út um allan heim, til þess að láta menn vita og skilja hvaða samninga hún væri reiðubúin að gera við það og hvaða kjör hýn byði. Samn- ingurinn sem canadiska stjómin þannig auglýsti öllum heimi að hún væri ekki einungis viljug held- ur sæktist eftir að gera, var þess efnis að hún veitti heimilisréttarland ókeypis þeim er setjast vildu þar að og yrkja jöfðina í Canada; byggja sér þar heimili og leggja fram krafta sína, og það var gert að skilyrði fyrir þessu að menn yrðu að taka borgarabréf; isegja upp hollustu við sitt eigið land og verða brezkir borgarar. Fyrir það að segja upp borgararétti þess eig- in lands skuldbatt canadiska stjómin sig til þess með helgu loforði og löglegum samningum að veita þessu fólki öll réttindi, völd og sérréttindi, sem brezkbomir menn nytu. Setnipgin í samn- ingnum sem fjallar um þetta atriði er á þessa leio: “Hver sá sem borgarabréf er veitt af ríkis- ritaranum í Canada skal hafa fullan stjómarfar- legan rétt og önnur réttindi, og vera háður sömu skyldum og kvöðum sem brezkbomir borgarar hafa og frá dagsetningu þessa skjals er hlutað- eigandi í sama rétti hér á landi og brezkborinn borgari”. Tugir þúsunda af mönnum frá öllum löndum trúðu og treystu því fullkomlega að þessi samn- ingur væri áreiðanlegur; þeir vissu um áreiðanleik brezku þjóðarinnar og þeir vissu að brezka flaggið átti að tákna sanngirni í öllum viðskiftum; og ekki sízt samningum; ]>eir treystu Jtví að brezka flaggið ætti að tákna það að loforð yrðu ekki rofin undir helgi þess og vemd; þeir trúðu því að brezka flaggið táknaði hæsta, fylsta og sannasta frelsi. peir komu til Canada; :þeir hafa bygt heimili sín hér; þeir hafa ræktað jörðina; þeir Iiafa alið hér upp fjölskyldur sínar og uppfylt kvaðir sem samn- ingurinn lagði þeim á herðar;' þeir hafa afsalað haldið samninginn sem þeir gerðu bæði bókstaf- lega og eftir anda hans. En Canada stjómin undir forustu Robert Laird Bordens hefir brotið samninginn að sínu leyti. Eins og pýzkaland hefir Canada rofið samn- inginn sem væri hann ekki annað en marklaus blaðdrasla. Á meðan Canada áleit að samningurinn væri sér hagstæður hélt það hann og taldi hann full- kominn og bindandi, en þegar stjómin áleit það frá eigingjömu og hlutdrægu sjónarmiði að samn- ingurinn væri sér ekki þægilegur, þá rauf það skuldbindinguna við þetta fólk og braut samn- inginn. Stjómin skeytti þá hvorki um heiður né ráð- vendni; hún neitaði þessu fólki um brezka sanr.- gimi, hún lét það skilja að það styddist við brotinn reyr, þegar það treysti hinu alviðurkenda brezka réttlæti og ráðvendni, að því er J?ann hluta brezka ríkisins snertir, sem Canada nefnist. Vegna þess að þingið er æðsti dómstóll landsins þá getur vel verið að þetta fólk næði ekki rétti sín- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1917 um og ga^i ekki fengið réttlátar skaðabætur frá canadisku stjóminni þótt það lögsækti hana; það er ekki víst að það næði svo rétti sínum að það gæti neytt stjómina til Jæss að standa við hinn löglega samning; samning, sem er undirritaður innsiglaður og staðfestur og er fólki þessu miklu meira virði en þótt um peningaupphæð hefði verið að ræða eða þó það væri einhver almennur verzi- unarsamningur. þýzkaland byrjaði striðið með því að setja þann blett á þjóðarheiður sinn, sem aldrei verður afmáður. pað verður að borga og borga dýru verði þá illu athöfn. Og Robert Laird Borden hef- ir einnig sett óafmáanlegan blett á hið hreina nafn Canada með því að fremja þetta samningsrof; það verðum vér að játa með dj úpum kinnroða og beygðum höfðum sem canadiskir borgarar. Hann hefir vafið blæju vanvirðunnar um höfuð þjóðar vorrar með þýzku ofbeldi. Hann hefir gefið óvin- um þessa lands tækifæri til þess að hlakka yfir ósamkvæmni vorri, þar sem vér lýsum því fyrst jfir fyrir öllum heimi að vér höfum farið í þetta stríð til þess að vemda helgi löglegra samninga milli þjóða og einstaklinga og förum síðan að ráði voru eins og hér hefir verið gert”. pýtt úr “Regina Leader” 10. október. IJón*Trausti. Allir íslendingar þekkja Jón Trausta; allir hafa lesið eitthvað af ritum hans og flestir hafa dást að þeim að ýmsu leyti. Jón Trausti er gerfinafn; maðurinn heitir Guðmundur Magnússon og er prentari. Enginn fslendingur fyr né síðar hefir ritað eins mikið og Jón Trausti. En gæðin fara ekki æfinlega eftir vöxtum; meira að segja er það við- urkend regla að þeir sem afkasta mjög miklu séu oft ekki eins vandvirkir og hinir sem minna geri. pessi regla á sér þó undantekningu, eins og allar aðrar reglur. Matthías Jochumsson er sá sem mest hefir ort í bundnu máli allra íslendinga, og fáir hafa ort betur en hann — ef til vill enginn. Guðmundur Bjömsson landlæknir tekur þátt í öllum landsmálum — bókstafiega öllum; og fáir munu þeir vera er áhrifameiri tök hafi en hann, jafnvel í hvaða máli sem er. pað er örstuttur tími tiltölulega síðan Jón trausti var umkomulaus og ómentaður drengur á íslandi. Hefði einhver spáð því fyrir 15 árum að hann Guðmundur Magnússon mundi verði eitt af pjóðskáldum íslands, þá hefðu “stóru” mennirnir hlegið dátt og háðslega og ekki þótt spámannlega mælt. En hvað er komið á daginn? Nýútkomnar skýrslur á íslandi bera það með sér að enginn höf • undur á ættjörðu vorri er lesinn af eins mörgum og Jón Trausti. Og íslenzka þjóðin veit hvað það er sem hún les; það er ekki aðallega óheilbrigt rusl sem hún leggur sér til munns andlega. Einar Hjörleifsson, einn fágaðasti söguritari sem nú er uppi, hefir lengi verið víðlesinn vor á meðal og verður altaf. íslenzk alþýða hefir sýnt það í vali sínu að hún veit hvað það er, sem henni er boðið; hún veit hvað henni er holt og hvað ekki. En hvemig stendur þá á því að Jón Trausti hefir náð þessum heljar tökum á þjóðinni ? Hvem- ig stendur á því að hann er mest Jesinn allra ís- lenzkra höfunda fyr og síðar? pað er vegna þess að hann hefir fundið námu; það er að segja hann hefir öðram fremur byrjað að vinna námu, sem allir vissu af, en vora ekki nógu hepnir eða nógu framsýnir eða áræðisgóðir til þess að vinna. Fátæki pilturinn og óskólagengni, Guðmund- ur Magnússon, leggur út í þessar námur ákveðinn og einbeittur, alveg eins og Klondykefarinn fyrsti; skeytir engum erfiðleikum; lítur hvorki til hægri né vinstri, en grefur og grefur og grefur og er ákveðinn í því að halda áfram að grafa þangað til gullið finst og hann getur sýnt það. “Leitið og munuð þér fmna” var kenningin sem hann fylgdi í verki; og hpnn leitaði og hann fann. \ Og Jæssi náma var íslenzka þjóðlífið. Fom- aldar- og miðalda þjóðlífið fært í nútíðar búning og samtvinnað því. Og ^átæki námudrengurinn er orðinn að auð- ugum konungi, sem sendir gullmolana er hann hefir grafið upp, glóandi og gljáandi út um alt land; hann er orðinn að konungi sem ræður yfir hugsun og tilfinningum manna, ekki með harðri hendi, heldur með öflum andans — og eru þau tök miklu fastari og þeirra áhrif miklu dýpri. íslenzka þjóðlífið fyr og nú er svo auðugt að sú náma er óþrotleg. Jón Trausti hefir vakið upp menn og konur sem sofið hafa í hundruð ára; hann hefir rakið í sundur tilfininngalíf þeirra þráð fyrir þráð; hann hefir klætt þau holdi og blóði og látið þau endurbirtast þjóðinni Hann hefir dregið upp svo glöggar einstaklingsmyndir að óteljandi menn og konur hafa þar séð sjálf sig í réttum spegli og hann hefir gert það sama við þjóðina alla í heild isnni. pað er þetta sem hefir gert Jón Trausta tíð- astan og velkomnastan gest allra andlegra gesta á flestum heimilum á fslandi. Sögur hans eru þrungnar af kenningum, þar sem dregin era fram dæmi bæði til viðvöranar og eftirbreytni. Seinasta bókin sem Jón Trausti hefir skrifao og hingað er komin heitir “Tvær gamlar sögur”. Eru það tvær sögur eins og nafnið ber með sér. önnur heitir “Sýður á keipuir”, en hin “Krossiun í Kaldaðamesi”. Fyrri sagan er með Jtví allra einkennilegasta sem Jón hefir skrifað og er þar svo glögglega dregin fram ein hlið íslenzks lundemis að betur verður tæplega gert — J?að er hefnigimin. Sagan lýsir sjóþorpi á fslandi og er það sVo nákvæmlega rétt frá sagt eins og var þegar vér vorum sjómaður heima að nær verður ekki komist. f þorpinu era tveir feðgar og er grunt á því góða milli þeirra. Umrenningur fer um héraðið og beiðist gistingar hjá öðram feðganna; en er út- hýst og honum misþyrmt. Hann kom til hinna feðganna og fær þar góðar viðtökur. Segir hann frá útreiðinni, sem hann hafði fengið á hinum bænum og fer illum orðum um feðgana þar. Förumaður þessi er hagmæltur og eggja Jæir feðgamir hann á að gera níðkvæði um hina; þetta þykir honum óskaráð. Nú fara þeir á sjó feðgamir sem föramaður- inn gisti hjá, en þar átti heima kryplingur og var hann 1 landi. Kryplingurinn kemur að máli við förumann og ráðleggur honum að gera ekki níð- kvæðið, því erfitt sé að vita hvað af kunni að hljót- ast. Kveðst hann hafi verið í þessu sjóþorpi lengi og aðalstarf sitt hafa verið þar að ganga á milli manna og sætta. Kveður hann hefnigirnina vera löst, sem íslendingar séu of ríkir af; sjálfur segist hann geta borið því vitni, þ\ í hann sé kryplingur fyrir áverka sém hann hafi hlotið á yngri árum, 'sökum þess að hann hafi verið hefnigjarn og ófús til $átta. Segir hann að hvoririveggja feðgarnir séu ágætismenn að mörgu leyti, en hefnigjamir um of. Förumaður felst á Jætta. En þegar feðgarnir koma heim, spyrja þeir hvort kvæðið sé búið og draga förumann í sundur í háði, þangað til hann stenzt ekki mátið lengur og yrkir kvæðið. Næsta sunnudag þegar margir eru í kirkju koma þeir saman feðgamir, sem förumaðurinn gisti hjá, ásamt mörgum öðram í þorpinu; bjóða þangað föður hinna feðganna (en þeir vora ? kirkju) og er kvæðið lesið þar upp og mikið hlegið að. Gamli maðurinn ætlar að fara, en hinir feðg- arnir halda honum á milli sín, til þess að hann skuli verða að hlusta á kvæðið til énda. Hann lætur sem ekkert sé um að vera og hlær eins og hinir. pegar hann kemur heim og synir hans koma frá kirkju, segir hann þeim frá þeirri svívirðu, sem hann hafi orðið að þola at hendi hinna feðganna; setur hann upp rauða húfu og kveðst ætla að hafa hana, þangað til þeir hafi hefnt fyrir þetta, sem þeir verði að gera. Eftir nokkurn tíma finst förumaðurinn dauð- ur, og þykir mönnum auðsætt að það sé af þeirra völdum. En sú hefnd var ekki nóg; þeir urðu einnig að hefna sín á hinum feðgunum fyrir smánina. Morgun einn lítur illa út og ískyggilega; fara þá fegarnir sem úthýst höfðu föramanninum nið- ur að sjó, saga í sundur árarnar á skipi hinna undir skautum og negla skautana yfir á eftir svo ekkert beri á. Síðan eggja þeir hina til þess að íara á sjó og fara einnig sjáifir. Vindur stendur af landi og sigla skipin sam- hliða; eftir nokkra stund hvessir og það svo mjög að báðum lýzt snjallast að snúa til lands. Taka þeir saman segl og ætla að róa í land, en áramar brotna hver á fætur annari hjá þeim sem níðbrag- inn höfðu látið yrkja. pess skal getið hér að þegar förumaðurinn fanst dauður og grunur féll á hina feðgana um morð, hafði gamli maðurinn sagt að ef slíkt hef xi komið fyrir sig eða sína, þá vissi hann hvað hann mundi gera; hann mundi ýta fleytu frá landi og stýra út í hafsauga. pegar áramar vora brotnar vora allar bjarg- ir bannaðar; stendur þá upp annar bróðirinn, tekur upp stein og kastar yfir í hitt skipið með svo miklu afli að hann fer í gegn um síðuna og fellur inn kolgrænn sjón. Skipið fyllir og allir drukna. nema annar bróðirinn, sem bjargað var af báti, er þar var í grend. Kryplingurinn var á skipinu með hinum feðg- unum, hann stendur upp þegjandi, lítur skipandi á gamla manninn, setur upp frjjm siglutréð og setur út seglið; en gamli maðurinn sezt þegjandi undir stýrið og stýrir beint til hafs. Eftir það spurðist * aldrei til þeirra. pannig endar sagan. 'Ef íslenzka þjóðin sér ekki sjálfa sig í spegli í þessari sögu, þá er hann hvergi til \ íslendingar eru hefnigjamir fram úr hófi. Mannhefndimar í fyrrj daga bera þess vott. pað var ekki talin mesta dygðin á Sturlungaöldinni að fyrirgefa óvinum sínum; en að hefna, það var aðalatriðið. Sá þótti bleyða og mannleysa, sem ekki hefndi bæði fyrir sig og aðra. Og vér höfum enn sama djöfulinn að draga; ef einhver segir eitthvað, skrifar eitthvað, gerir eitthvað, sem einhverjum fellur ekki í geð, þá er um að gera að hefna sín. Hefnigirain hefir mörgum fslendingi komið á kaldan klaka — ekki síður hér vestra en heima. pessi orð í sögunni “Sýður á keipum” era því orð til vor töluð ekki síður en til bræðra vorra á fs- landi. Jón Trausti hefir þegar sýnt það að hann kann að leita að gulli í námum íslenzks sálarlífs og vér vonum að honum endist aldur lengi til þess að halda áfram því starfi. Hina söguna: “Krossinn í Kaldaðamesi” höfum vér ekki lesið nægilega enn þá, en hún er miklu lengri og er misjafnlega látið af henni. Vestur-íslendingar græða þjóðemislega á því að lesa Jón Trausta, enda er hann að ná miklum vinsældum vor á meðal. Veitið þessu athygli. Verið er að senda jólagjafir til íslenzkra hermanna í Evrópu. pað er áríðandi að Jóns Sig- urðssonar félagið og aðstoðarfélag 223. herdeild- arinnar viti með vissu áritanir allra íslendinga sem í hemum eru; ekki einhverjar gamlar áritan- ir, heldur þá áritan sem þeir hafa nú. Ef sending- amar fara með gamalli áritan, þá geta þær flækst og komast ef til vill aldrei; verða því drengimir sendingar um jólimog væri það illa farið. Gleðin sem því fylgir að fá bréf, spjald eða hvað sem er sem flytur þögula kveðju og vottar um það að maður sé ekki gleymdur, það veitir þrek, kjark, von og eykur krafta. Gleymið þessu ekki! Gerið þetta tafarlaust; það kostar ekki mikið. ■» SÓNHÆTTIR — XV. 'Norðurlönd. Vort foma þjóðkyn bundu drottins bönd. — pau bönd að fullu ekkert kóngssverð skar. — pau Noreg, Svíþjóð, Finnland, Færeyiar, vort Frón og Grænland, Danmörk — Norðurlönd. pað hyllir að eins undir fyrstu rönd þess unga sæludags er framtíð bar á bak við grimt og blóðugt aldarfar og bregða’ á geislum yfir hverja strönd: Hvert land skal frjálst, en yfirskriftin ein: hvers annars hag að vemda bræðradug.-------- Vor Norðurheimur — drenglund há og hrein skal heimi öllum lyfta’ á æðra flug, er norræn lundin, einræn, seig en sein í samúð bindur mátt sinn einum hug. p. p. p. THE DOMINION BANK STOFN SETTUR 1871 TTppborgaður höfuðstóll og varasjóður $13,000,000 Allnr elffnlr ... 87,000,000 Beiðni .bœnda um lán * tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BOROER, Mana»er. m ‘ 'Afyj' A»y NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll grsiddur $1,431,200 Varasjóðu....$ 848,554 formaður ......... Capt. WM. BOBINSON Vice-President - JAS. II. ASHDOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWT;F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEIiI;, JOHN STOVKli Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vlð einstakllnga eða félög og sanngjarnir skilmá.lar veittir. Avlsanir seldar tll hvaBa staðar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóBslnnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagCar viC á hverjum 6 mánuCum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og SKerbrooke St„ - Winnipeg, Man. Nýir straumar. (Framh. frá 2. bls.) VI. Eg hefi nú farið ærið langa sjóferð meö lesendur mína, til að gæta strauma þeirra, sem eru á leiö hingað, utan úr mannhafi. Skulum við nú litast um heima og sjá hvar hinir nýju straumar hafa snortið landiö. Fyrir síðustu aldamót má svo aö orði kveða, að einstaklingshyggja væri einráð í stjórnmálum og atvinnu- málum. — En um og eftir aldamótin fer þetta að breytast — raunsæis- stefnan víkur fyrir nýrri hugsæis- stefnu í skáldskapnum. (Sbr. yngri sögur E. H. Kvarans og bækur yngri höf. okkar er á dönsku ritaj. Við eignumst tvo heimspekinga, sem báðir tjarlægjast meir og meir efniskenn- inguna. Ymsar hreyfingar hefjast í trúmálum, sem ýmist brjóta mjög nið- ur bókstafstrú, og unná andlegu frelsi (Nýja guðfræðin; andatrúin). eða eru mjög hluttækar í daglegu lífi (Hjálp- ræðisherinn, K. F. U. M.J. Allar stefna þær í samúðaráttina. Ungmennafélögin hafa lagt.landið undir fót sinn. Þau hafa bundið all- an betri hluta æskulýðsins föstum sam- úðarböndum. Og þau eru frjóangar híns nýja tima. Ef þau ná að vaxa, munu þau lyfta félagsdygðum svo úr moldu, að þær kæfi sérgæðingshátt - inn i skugga sínum. — í atvinnumál- um og almennum félagsmálum hefir samvinnustefnan gripið föstum tök- um gegnum samvinnufélagsskapinn í sveitum (kaupfélög, rjómabú og slát- urfélög) og jafnaðarstefnan í kaup- túnum. Þar eru þegar orustur milli einstaklingshvggju og samvinnustefnu sú orusta er sérstaklega hörð í verzl- unarmálum. Víðsvegar um landið berjast kaupfélagsmenn og kaup- mannasinnar um J>að, hvort verzlun- ararðurinn eigi að lenda i höndum örfárra kaupmanna, eða dreifast um og auka almenna hagsæld. 1 kaupstöðum vilja jafnaðarmenn, sem þeim er títt, ná völdum í bæjar- stjórninni. Og þeim miðar ávalt 'að því marki. Þeir vilja láta bæjarfé- lögin reka ýmsa arðsama atvinnu — í Reykjavík togaraveiðar og jafnvel kúabú og lyfsölu—og láta þau byggja húsin umfram alt vilja þeir að bær- inn eigi sjálfur lóð sína, eða að minsta kosti arðinn af verðhækkun hennar. Þeir berjast ötullega fyrir hækktið- um'laununj og bættum kjörum verka- manna — og lenda þar í rimmu við kaupmenn og togara eigendur. öll stjórnmál, þau sem flokkum hafa skift, og nokkurs hafa þótt veríS, hafa hafa að eins snert stjónarfyrirkomu- iagið hið ytra, stjómarskipunarlögin og sambandið við Dani. Þjóðfélags- málin sjálf — atvinnumálin og menta- málin, hið andlega og efnalega sjálf- stæði þjóðarinnar, hefir aldrei þótt þess vert, að um það væri kosið til alþingis, eöa að skoðanir í þeim mál- um væru látnar skifta flokkutn. Og eftir skilgreining þeirri, sem gera má á erlendum stjórnmálaflokkum, eru allir gömlu flokkarnir íhaldsflokkar. En ýntislegt bendir á að hér séu breytingar í aðsigi. Utanríkismálin og stjórnarskipunarmálin eru nú kom- in í svo viðunandi horf, að eigi v'irðist liggja á bráðum breytingum, ef ófrið- urinn gerir engar breytingar á sam- bandi landsins við önnur lönd. Á næstu árum hljóta atvinnumálin og innanlandsmálin yfir höfuð að skifta flokkum. Og þá hljóta gömlu flokkarnir að missa tilverurétt sinn. Þeir voru myndaðir af mismunandi skoðunum í málum, sem nú eru út- kljáð. Ólíklegt er að allir verði sam- mála í innanlandsmálum, sem voru það í sambandsþrefinu. Gömlu flokk- arnir geta orðið að valdaklíkum, flokkum um menn en eigi málefni. Og þá verður það stefnuleysi að hanga* i gömlu flokkunum sínum. VII. Þótt gömlu flokkarnir falli,' heldur stjórnmálabaráttan áfram. En hún ætti að verða heilbrigðari og sannari. Hún hlýtur að verða barátta milli olíkra lífsskoðana og ólíkra hagsmuna — barátta milli hins nýja og gamla tíma, milli cinstaklinghyggju og sam- vinnustefnu—Yramsóknar og aftur- halds. Einstaklingshyggjan heíir verið, eins og eg gat um áður, einvöld í stjórnmálunum. Samvinnustefnan er að ná tangarhaldi á hugum margra landsmanna. En í framtíðinni munu þessar stefnur heyja einvígi á öllum sviðum stjórnmálanna. Skulum við nú líta á hin helztu Jæirra, og gæta að Tikuhutn til þessa. Skattamálin eru einna merkust allra löggjafarmála. Eins og nú stendur, eru skattar lagðir á eftir grimmustu og óhlífnustu einstaklingshyggju. Að- altekjur landssjóðs, sýslufélaga, presta og kirkna, eru nefskattar, sem leggj- ast jafn á fátæka og ríka. Vegagjöld- in eru jöín á fátækum sem ríkum. Sýslusjóðsgjöld og bjargráðasjóðs- gjald munu víðast heimtuð inn sem nefskattur, enda er svo að sjá, sem lögin ætlist til þess. * Vörutollur, kaffitollur og sykurtoll- ur — aðaltekjustofnar landssjóðs eru hreinir og beinir nefskattar, eða verra en iþað. Þeir hvíla þyngst á fátækum ómagamönnum, einkum í kaupstöðum Vörurnar, sem þeir hvíla á, eru hrein - ar og beinar nauðsynjavörur, senr engir neita sér um, hve mikið sem fá- tæktin kreppir að. Einhleypir eöa f jöl- skyldufáir nurlarar sleppa lang léttast. En fram úr öllu hófi keyrir þó skattur hinnar “réttlátu” kirkju. — Tollarnir eru grímuklæddir nefskatt- ar. En þingið lætur sér sæma að leggja á heinan kirkjuskatt, sem er jafn þungur á karlægutn ómaga og fullhraustum miljónamanni. — Óhugsandi er að allir verði fram- vegis sammála um þetta jafnrétti. Samvinnumenn hljóta að krefjast þess að skattarnir séu lagðir á gjald]x>l manna, en eigi á ómegð J>eirra. En ýmsir munu halda fram núverandi skattastefnu. Hér verður því háð hörð barátta milli íhalds og framsókn- ar, samúðar og sérhygðar. — Sam- vinnumennirnir munu heimta að toll- ar séu afnumdir af öllum nauð- MULIÐ KAFFI VELDUR BROSI sem ekki hverfur strax af vör- um ]?ess, sem það hefir, af því að hann hefir komist að niður- stöðu um gæði kaffisins. Og sem ekki hefir þennan bitra eftirkeim, sem oft á sér stað með malað kaffi. pað kemur til af því að hismið og rykið hefir horfið úr Red Rose kaffi, sem er mulið .__ekki malað. pað er varla mögulegt að trúa því hversu mikill munurinn er, þa/til þú hefir bragðað Red Rose kaffi. Sama verð og var fyrir þremur árum. w672

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.