Lögberg - 01.11.1917, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1917
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
Fyrsti kafli.
Horfin, en hvert var hún horfin? Carlton
vissi það ekki og gat enga ímjmdun gert sér um
það. Að hún kom ekki ofan stiginn, var áreiðan-
legt, því þá hefði hún orðið að ganga fram hjá
honum, og það var eins víst að hún hafði ekki
íarið inn í húsið, því þá sæist enn þá til hennar,
ekki gat hann heldur haldið að hún hefði horfið *
mn á milli trjánna; því hann hafði ekki heyrt hana
hreyfa sig. Hingað til hafði hann álitið sjálfan
sig djarfan mann, hugrakkari en menn alment eru
en nú fór hann samt að skjálfa. Sama óskiljanlega
hræðslan og sú er greip hann hitt kveldið, gerði
hann magnþrota nú. pað er ekki sú hræðsla sem
hann gat skilið og barist við; það var einhver veil,
skuggakend hræðsla, sem var honum dulin og ó-
skiljanleg; eitt augnablikið líktist hún áþreifanleg-
um ótta, sem hann annaðhvort gat flúið frá eða
hervætt sig til varnar gegn; hitt augnablikið
hafði hún í sannfæringu hans að eins ímyndaða
hjátrúarsýn. Aldrei á æfi sinni hafði Carlton trú-
að því að andar yrðu séðir; hann hefði orðið fyrst-
ur til að hlæja og hæðast að þeim sem tryðu því;
það var þess vegna mjög undarlegt að andlitið, sem
hann hafði séð um kveldið er ógæfan átti sér
stað, skyldi hafa framleitt hjátrúarótta í huga
hans á þann hátt, að hann áleit það vera sýn frá
öðrum heimi; það var undarlegt að hin sama sýn
skyldi nú eiga sér stað, óbeðin og óvænt.
Carlton stóð sem jarðfast bjarg með jafnfölt
andlit og það, sem hann hafði séð — með þeim
hryllingi, sem hann reyndi að hrinda frá sér, og
með sýkjandi hræðslu í huga sínum meðan hann
reyndi að jafna sig, og svo þaut hann þangað sem
hann hafði skilið við Lauru Chesney, með þeim
fasta ásetningi að segja henni ekki eitt orð um
þetta, sem við hafði borið; hve mikil varð því ekki
undran hans, þegar hann sá hana koma þjótandi
til sín og þrýsti sér að honum til að leita vemdar,
og fór svo að gráta með jafn mikilli skelfingu og
hann fann hjá sér.
“Laura, elskan mín, hvað þýðir þetta?”
“ó, Lewis, sást þú hana? sást þú hana?” sagði
hún snögtandi. “Veruna sem hefir verið hér?”
Hjarta Carltons barðist enn hraðar en áður,
en samt vildi hann ekki gera uppskátt um, að
hann vissi neitt um þetta.
“Hvaða veru, Laura ?”
“Eg veit það ekki; eg veit ekki hver eða hvað
það var. pað var bak við mig á milli trjánna, og
eg sá það þegar eg sneri mér við til að líta eftir
sjalinu mínu. Fyrst hélt eg að það væri kvenn-
maður, röddin var lík kvennrödd; en seinna hélt
eg að það væri karlmaður; eg veit ekki hvort
heldur var”.
“Röddin þess?” endurtók Carlton. “Talaði
það?”
“Já, hún talaði þessi vera, og það sem verst
var, hún varaði mig við þér. Annars hefði eg
haldið að það væri einhver forvitinn er fram hjá
hefði gengið, og sem hefði heyrt okkur tala og
síðan komið inn um hliðið til að sjá okkur. ó,
Lewis!” sagði hún í klökkum róm, sem skelfdi
Carlton eins mikið og hana, “það er ekki satt, er
það satt ? Lewis, Lewis!”
Geðshræringin var svo mikil að hún misti alla
sjálfsstjóm, alla hugsunina um nauðsynina á að
halda sér leyndri. Carlton varð nú hræddur um
að þau væru orðin uppvís.
“pey, þey”, sagði hann. “Yertu róleg og
segðu mér við hvað þú átt. Hvað er það, sem þú
spyrð um hvort satt sé?”
“pað — eg segi ‘það’, af því eg veit ekki hvort
það var karl eða kona — það varaði mig við þér”,
sagði Laura. “pað sagði mér, að eg mætti engin
viðskifti hafa við Lewis Carlton; að ef eg metti
nokkurs mína eigin gæfu, máske líf mitt, ætti eg
ekki —”
“Einn eða annar öfundsjúkur asni, sem hefir
komist að leyndarmáli okkar, og vill komast upp
á milli okkar”, sagði Carlton í beiskum og háðs-
legum róm.
“Hlustaðu á mig”, sagði hún. “pað sagði mér
að eg skyldi spyrja þig, hvað þú hefðir gert við
Clarice, og hvort þú verzlaðir með eitur?”
Carlton stóð sem steingervingur — eins og
hann hefði orðið fyrir eldingu. “Hvaða Clarice?”
spurði hann svo. “Hver er þessi Clarice?”
“pað veit eg ekki”, sagði Laura Chesney, um
leið og ekki henner breyttist í kvein. “pekkir þú
nokkura með því nafni ?”
“Eg þekki enga Clarice í heiminum”.
“En um eitrið”, sagði Laura með hryllingi,
“hvaða meining var í þessum orðum: ‘Spurðu
hann, hvort hann verzli með eitur’?”
“Eg álít að hann hafi átt við ‘verzlar með
lyfjajurtir’ ”, var svarið. “Læknir, sem nokkuð
hefir að gera, verzlar með þess konar”.
pað var eitthvað í rödd Carltons, setn skelfdi
Lauru meira en nokkuð annað, sem hingað til
hafði átt sér stað. Hún hopaði á hæli til að stara
á hann. Hann horfði fram undan sér út í bláinn,
eins og hann hefði mist meðvitundina um alt nú-
verandi.
“Var það fölt andlit, Laura, með svart kjálka-
sk^gg?” spurði hann svo.
“Eg gat ekki séð neitt greinilegt, nema að
það var öskugrátt andlit — eða, það sýndist svo í
tunglsljósinu. En því spyr þú um þetta? Hefir
þú nokkuru sinni séð það?”
“Eg held að eg hafi séð það tvisvar sinnum”,
svaraði Carlton með dreymandi rödd, eins og hann
væri að tala við sjálfan sig, og hafði gleymt að
nokkur annar var til staðar, hann sýndist í raun
og veru hafa mist eins mikið af sjálfstjóm sinni
r
eins og Laura. “Eg sá það fyrir utan herbergi
hinnar veiku, kveldið sem hún dó”, sagði hann,
“og eg sá það aftur á þessu augnabliki, þegar eg
kom ti! þín núna”.
pessi einkennilega frásögn og hugsanimar
sem hún vakti, urðu ekki til þess að hugga Lauru
Chesney.
“Andlitið sem þú sást fyrir utan herbergi kon-
unnar í Palace Street?” sagði hún og hljóðaði lágt.
“pað getur naumast verið það andlit”, bætti hún
við og skalf á ný. “Hvers vegna ætti það að vera
hér?”
“Hvar sást þú það ? Hvert fór það ?”
“Eg sá það á stígnum; en eg sá ekki hvert það
fór. pað virtist hverfa. pað er annaðhvort það,
sem eg nefndi, ellegar — svívirðilegur svikari,
lævís njósnari, sem læðist inn í hús manna í vond-
um tilgangi og verðskuldar gálgann. í hverju
skyni kemur hann hingað ? hingað á landeign föð-
ur þíns? Elti hann mín spor eða þín?”
“Lewis, hvers andlit var það, sem þú sást
þetta kveld ?”
“Eg vildi gefa helming af þeirri æfi, sem eg
á enn ólifað til þess að vita það”.
“pað var grunur um það, að hann hefði eitrað
lvfið. Eg er viss um að eg hefi heyrt það sagt”.
“Alveg eins og hann vildi eitra lífsgæfu okk-
ar”, sagði Carlton æstur, “eins og hann vildi eitra
hugsun þína gegn mér. Laura, þú verður að kjósa
hann eða mig, annaðhvort að velja hans lævísu
lygar eða ást mína”.
“Talaðu ekki þannig”, svaraði hún áköf; “all-
ur heimurinn getur ekki spilt á milli okkar. ó,
Lewis, elskan mín, sem bráðum átt að verða mað-
urinn minn, vertu ekki reiður við mig, þó eg endur-
tæki orð hans; hefði eg geymt þau til að hugsa um
þau í einveru minni, þá hefðu þau ollað mér sá!ar-
angistar”.
“Reiður við þig”, tautaði hann, “nei’ nei. Eg
er ekki reíður við þig. Eg er reiður við — við
þenna vonda, sem ætlar að reyna að skilja okkur
að. Að eins eina nótt og dag enn þá, elskan mín,
og svo getum við boðið honum og heiminum
byrginn”.
Laura gekk aftur heim að húsinu eftir sama
stígnum og hún var komin, nefnilega að eldhús-
dyrunum. Carlton stóð kyr og leit eftir að hún
kæmist heilu og höldnu inn í húsið, og svo lagði
hann af stað heim. Garðurinn var þá, að svo
miklu leyti að hann gat séð. manntómur, og hann
gat ekki annað en haldið að hann væri það.
En þegar hann gekk ofan veginn, þar sem alt
var svo kyrt og rólegt — og undarlegur blær yfir
öllu, enginn maður á ferð og blettir skugga og
ljóss skiftust á — var Carlton þó hræddur við að
mæta einhverjum óvin við hverja bugðu á vegin-
um. Stundum horfði hann fram undan sér, stund-
um leit hann yfir öxl sér til að vita hvort enginn
elti sig, og stundum leit hann til beggja hliða, til
þess að vera viss um að enginn gengi við hlið sína,
og eitt skifti, þegar gamall héri, sem hafði falið
sig í limagarðinum, stökk á fætur fyrir framan
hann og hljóp yfir brautina inn á engið hins vegar
hopaði hann á hæli og hljóðaði. Viljaafl Carltons
var undarlega veikt þetta kveld.
Og eftir alt þetta komst upp um Lauru. pað
vildi þannig til, að stuttu eftir að búið var að taka
teáhöldin af borðinu, þurfti ungfrú Chesney að fá
skrautsaums fyrirmynd, og fór upp í herbergi
Lauru til að biðja hana um það. Laura var þar
ekki, og Jana, sem hélt sig heyra hreyfingu uppi,
gekk að efri stiganum og kallaði.
pað var ekki Laura, sem uppi var, það var
Judith. Hún kom út úr herbergi sínu, leit ofan
og sá húsmóður sína standa þar.
“Sögðuð þér nokkuð, ungfrú ?”
“Eg var að kalla á ungfrú Lauru, Judith. Er
hún uppi?”
Eina herbergið, sem hugsanlegt var að Laura
Væri í, ef hún annars væri uppi, var það sem Jana
notaði. JanaChesney hafði ávalt með sjálfsafneit-
un látið föður sinn og Lauru fá beztu herbergin á
neðsta lofti, en hún og Lucy sváfu í herbergi á
efra lofti. Jana gekk að dyrum herbergisins og
leit inn.
“Nei, ungfrú Laura er hér ekki. Eg er viss
um að hún hefir ekki komið upp, hefði hún komið
upp, þá hefði eg heyrt til hennar”.
Jana kallaði aftur, en fékk ekkert svar. Hún
leitaði að henni alstaðar þar sem hugsanlegt var
að hún gæti verið, og seinast gekk hún út í eldhús-
ið, en þar var Pompey einsamall.
“Pompey, veizt þú hvar ungfrú Laura er?”
Pompey hafði, eins og menn segja, ekki dottið
allur ketill í eld. Hann hafði þessa síðustu viku
haft eyru og augu opin, og vissi um launfundi
Lauru og læknisins utan húss í myrkrinu. Honum
kom alls ekki til hugar að slíkt væri neitt saknæmt
Pompey gamla þótti vænt um Lauru, og þagði því
algerlega yfir þessu leyndarmáli; en að hinu leyt-
inu datt honum ekki í hug, að neita húsmóður
sinni um þær upplýsingar sem hún bað hann um.
pess vegna stóð Pompey þegjandi og vandræða-
legur.
“Eg spyr þig, Pompey, hvort þú vitir hvar
Laura er”, endurtók Jana, um leið og kvíði vakn-
aði í huga hennar viðvíkjandi Lauru og gerði rödd-
hennar hörkulega. “Hvers vegna svarar þú ekki ?”
“Hún er ungfrú”, svaraði Pompey loksins og
benti út í garðinn. “Hún verður ekki innkulsa;
hún lét á sig stórt, þykt, svart sjal”.
“Hver er hjá henni? Pomey, eg spyr þig, hver
er hjá henni?”
Hún talaði í skipandi róm, jafnvel þó hún yrði
að styðja hendinni á hjartað til að draga úr slög-
um þess; skipun, sem vesalings Pompey gat ekki
veitt mótstöðu.
“Eg held það sé læknirinn, en hún verður ekki
mjög lengi hjá honum, ungfrú; hún er það aldrei”.
Jana Chesney studdi sig við eldhúsborðið;
henni fanst eins og snjóflóð hefði fallið á hana og
húsið og eyðilagt alt gersamlega; það hefði verið
þolanlegra en sú svívirðing, sem nú féll á það. Á
þessu augnabliki heyrðist skrjáf í silki úti á gang-
inum; það leið fram hjá eldhúsdyrunum og upp á
loft; Jana vissi nú að Laura var komin inn og leit-
aði hælis í herbergi sínu.
Hún var komin inn frá leynifundi við Carlton.
Og orð Pompeys bentu á, að þessir leynifundir
væru alls ekki sjaldgæfir. Jönu Chesney svimaði.
óvirðingin var svo beisk.
XIX. KAPÍTULI.
Bréfin.
Morguninn eftir kom fyrir viðburður, sem
kom fólkinu í húsi Chesneys alveg óvænt. pegar
Pompey kom inn með bréfin, rétti hann þau, eins
og vant var, til Jönu. pau voru þrjú. Fyrsta
bréfið var til Chesney kapteins, og Jana rétti hon-
um það strax yfir morgunverðarborðið; annað
bréfið var til hennar, og hið þriðja bar áritunina:
“Til hins hávelboma jarls af Oakboum”.
Morguninn var ekki viðfeldinn, því regnið
streymdi niður og lamdi á gluggana. Morgun-
verðarborðið var flutt að glugganum í samkomu-
salnum þar sem hinum allsráðandi kapteini þókn-
aðsit að þau skildu borða morgunverð. Hann
kunni vel við herbergið með stóra glugganum, sem
náði niður að gólfi.
Chesney opnaði bréfið sitt undir eins, þegar
hann var búinn að taka við þvi, og las það. Jana
horfði á það bréf, sem áritað var til lávarðar Oak-
bum; en hún vildi ekki trufla föður sinn til að
tala um það, meðan hann var að lesa sitt bréf.
pegar hann var búinn að lesa bréfið, leit hann upp.
“Eru þau bæði til þín, Jana?”
“Ekki bæði, pabbi. Annað er áritað til lá-
varðar Oakburn. En eg skil ekki hvers vegna það
er sent hingað.
Chesney rétti hendi sína eftir bréfinu, skoð-
aði það og sneri því á alla kanta, alveg eins og
vanalegt er þegar eitthvert bréf kemur manni í
vandræði.
“Já, það er til hans, það er áreiðanlegt. “Til
hins hávelboma jarls af Oakbum, Cedar Lodge á
Bakkanum í South Wennock”, bætti hann við, um
leið og hann las áritunina hátt. “Hann kemur
eflaust hingað, Jana”.
“Já, það gerir hann líklega, pabbi. pað er sú
eina niðurstaða sem eg kemst að”.
Dálítið lítillæti af honum, er eg viss um”,
tautaði kapteinninn. “pað er heiður, sem hann
hefir ekki veitt mér síðan hann var í Eton. En
hvað kemur honum til að koma hingað? Máske
löngun eftir tilbreytingu”.
Jana varð hrædd. “pú heldur þó ekki að það
sé tilgangur hans að koma til að vera hér, pabbi?
Við emm illa hæf til að taka á móti honum; við
höfum enga íbúð, engin þægindi. Hann kemur
eflaust ekki til að vera hér”.
“Ef hann kemur, þá verður hann að taka það
eins og hann getur fengið það. Eg geri mér ekkert
ómak, og það þarft þú heldur ékki að gera. ‘Get
ekki lávarður’, skal eg segja við hann; ‘Frank
Chesney er of fátækur; hefði frændfólk hans gert
sér ofurlítið ómak hans vegna, þá hefði gamli
Frank getað borið höfuð sitt ögn hærra’. Alt sem
þú þarft að gera, Jana, er að sjá um að hann fái
eitthvað að borða og hengiból, sem vinda má upp
einhversstaðar. pað má líklega útvega það; það
er ferðamanna herbergi við hliðina á mínu og
láta hann svo að öðru leyti taka það, eins og við
höfum það”.
“Eg get samt sem áður naumast skilið,
hvers vegna hann ætlar að koma hingað”, sagði
Jana eftir litla þögn. “Hann —”
“Er hann í London eða Chesney Oaks?”
greip Lucy fram í, um leið og hún leit upp frá
mjólkinni og brauðinu sínu.
“f Chesney Oaks, góða mín”, svaraði Jana.
“Hjann fór út þangað fyrir mánuði síðan, þegar
vesalings unga konan hans var jarðsett, og eg
held að hann sé þar enn”.
“Hu!” sagði kapteinninn, “eg get skilið það.
Hann fer yfir héraðið frá Chesney Oaks til Great
Wennock einn eða tvo daga í pólitiskum erindum,
og hann vill svo nota húsið mitt fyrir afvikakompu
og til þess að fá bréfin sín send hingað. Mjög
mikið lítillæti af honum”.
“Pabbi”, sagði Lucy, hálf kvíðandi, “er þér
ekki vel við lávarð Oakbum?”
“Og jú, nokkum veginn, mér líkar hann all-
vel; en eg átti í allmiklum þrætum við föður hans.
Hvaða póstmerki er á bréfinu, Jana?”
Jana Chesney skoðaði bréfið og fann póst-
merkið “Pembury”. pað var næsti bærinn við
höfðingjasetur jarlsins af Oakburn, Chesney Oaks,
þar sem pósthús var.
“Eg verð þá að ætla að hann sé farinn þaðan”,
sagði Jana, “og að þetta bréf sé sent á eftir
honum”.
“Hevrig gat hann vitað áritun okkar hér,
pabbi?” spurði Lucy.
“Hvemig gat hann vitað áritun okkar hér?”
endurtók faðir hennar æstur. “Hvað ætti að koma
í veg fyrir að hann vissi það ? Lifi eg með höfuð
mitt undir tunnugarmi, leyfi eg mér að spyrja?
pegar eg flutti frá Plymouth og hingað, var fjöl-
skyldan látin vita það, og skrifaði eg ekki jarlinum
þegar kona hans dó? Var mér ekki boðið að vera
við jarðarförina, flón, en gat ekki farið sökum
hinnar bansettu fótagigtar ?”
“Lucy er að eins bam, pabbi, hún hugsar
ekki um það, sem hún segir”, sagði Jana í sátta-
skyni.
“Hún ætti samt að hugsa um það”, sagði gamli
maðurinn, “og gera sig ekki að flóni. pað er lík-
legt að hann vilji bráðum eignast aðra konu, svo
þú gerðir réttast í að vera á varðbergi, ungfrú
Laura, og draga upp fánann þegar hann kemur.
pú yrðir alls ekki léleg greifainna”.
pessi harði sjómaður var að spauga. Við
verðum að láta hann njóta sannleikans og segja,
að hann var ekki fær um að gera nein áform fyrir
dætur sínar á þenna hátt. Laura virtist nú samt
taka orð hans fyrir alvöru. Hún hafði setið þögul
og niðurlút og naumast snert við morgunverðinum
en nú leit hún upp blóðrjóð í framan. Faðir
hennar hló: hann hélt að þessi tilviljandi mein-
ingarlausu orð hefðu vakið hégómagimi hennar,
og vakið hjá henni vonir um greifakórónu, vonir
sem voru jafn þægilegar og heimskulegar. En
Jana, sem líka tók eftir roða hennar, eignaði hann
annari orsök, sem henni geðjaðist illa að.
MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það
að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk-
ingu í þeim efnum. En svo er nú samt.
pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en
EDDYS
EFNAFRÆÐISLE GA SJÁLFSLÖKKVANDI
“HLJÓÐLAUSAR 500”
Eddyspýtumar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er
sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir
hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu,
sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er.
Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi,
hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum.
I
........ i ■■■■■■ ................. n
Whaleys blóðbyggjandi
lyf
VoriB er komið; um þaö leyti er
altaf áríöandi aö vemda og styrkja
líkamann svo hann geti staöiö gegn
sjúkdómum. Þaö veröur bezt gert
meö því aö byggja upp blóöiö.
Whaleys blóðbyggjandi meöal gerir
þaö.
Whaleys lyfjabúð
Hornl Sargent Ave. og Agnes St.
Meiri þörf fyrir]
Hraðritara og Bókhaldara
pað er alt of lítið af vel
færu skrifstofufÓIki hér í
Winnipeg. — peir sem hafa
útskrifast frá The Success
Business College em ætíð
látnir setja fyrir. — Suc-
cess er sá stærsti og áreið-
anlegasti; hann æfir fleira
námsfólk en allir aðrir skól-
ar af því tagi til samans,
hefir tíu útibú og kennir
yfir 5,000 stúdentum ár-
lega, hefir aðeins vel færa
og kurteisa kennara. Kom-
ið hvenær sem er. Skrifið
eftir upplýsingum-
SUCCfSS BUSINESS CDLLEGE
IUMITED
WINNIPEG, MAN.
SORGIR
i.
Faöirinn í vinnu fjarri heimilinu;
móöirinn í kaupstaönum aö kaupa til
matar; níu börn hehna og þaö elzta
12 ára gömul stúlka. F.ldur kemur
upp í húsinu; haföi kviknaö út frá
strompi; börnin veröa ekki eldsins vör
fyr en aít er komiö í bjart bál og
orðiö fult af reyk. Eldri börnin ganga
fram eins og hetjur í því að bjarga
yngri systkinum sínum; elzta stúlkan
fer inn í herbergi þar sem yngsta
barnið sefur; þaö er stúlka á ööru
árinu. Herbergiö er fult af reyk og
kviknaö í svo að hitinn er nálega
óþolandi; hún grípur barniö í fang
sér og stekkur út; barniö er liöiö lík
í höndum hennar, en sjálf er hún stór-
kostlega brend. Móðirinn kemur aö
og sér öskithrúgu- þar 'sem heimilið
haföi verið.
Þetta skeöi 23. október á heimili
hjóna, sem heita John Roming, fimm
mílur fyrir suðvestan bæ sem Estevan
heitir vestur í Saskatchewan.
II.
“Free Press” flytur sorgarsögu á
föstudaginn. Kona sem á son á her-
skyldu aldri, er heilsutæp sjálf og
horfir fram á aö drengurinn hennar
veröi aö fara og koma ef til vill aldrei
aftur, eöa ef til vill fatlaöur. “Eg
get ekki afborið aö missa hann”,
sagöi hún, “eg veit ]>aö fyrir víst að
eins veikluð og eg er mundi það gera
út af viö mig ef eg ætti að sjá á bak
drengnum mínum”.
Hiershöfðingi sem var aö tala viö
hana svaraði og sagöi:: “Eg þekki
konu sem hefir séö á bak manni sín-
um og fjórum sonum í striðið. Einn
drengjanna hefir veriö særöur og er
nú heima um tírna og hún er að sækja
um aö fá hann lausan til þess aö
hann megi vera kyr hjá henni. Þætti
þér þaö sanngjarnt aö taka hann, en
láta son þinn vera heima?”
“Eg veit þaö ekki”, svaraði móöir-
in, “en eg get ekki lifað það aö missa
drenginn minn”.
“Eg býst nú samt viö því kona góð”
svaraði hershöfðinginn, “aö viö tök-
um hann”.
óeirðir á írlandi.
Ekki eru þeir af baki dottnir írarn-
ir enn þá. Sinn Fein flokkurinn hót-
ar uppreistn ef Englendingar lýsi því
ekki yfir tafarlaust aö þeir skuli ekki
lögleiða eöa framfylgja herskyldu.
Kol til Canada.
, Bandaríkin hafa ákveðið að 27,00-
000 smálestir af kolum megi flytja til
Canada tvo næstu mánuðina; er því
talið áreiðanlegt aö hér veröi enginn
kolaskortur á komandi vetri.
Er þetta satt?
Á útnefningarfundi sem haldinn var
í Montreal á fimtudaginn til þess að
JOSIE & McLEOD
Gera við vatns og Kitavélar
í húsum. Fljót afgreiðsla.
353 Notre Dame Tals. G. 4921
TAROLEMA lœknar EGZEMA
Gylliniæð, geitur, útbrot, hring-
orm, kláða ög aðra kúðsjúkdóma
Læknar Kösuðakóf og varnar hár-
fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum.
CLARK GHEMICAL GO.,
309 Somerset Block, Wlnnipeft
Williams & Lee
Reiöhjól og bifhjóla stykki og á-
höld. Allskonar viögerðir.
Bifreiöar skoöaöar og endurnýjað-
ar fyrir sanngjarnt verö. Barna-
vagnar og hjólhringar á reiðum
höndum.
764 Sherbrooke St. tlOPBÍ HotPfi Damc
ATHUGIÐ!
Smáauglfsingar f blaðlð verfla
alls ekkl teknar framvegls nema
því aðeins að borgun (ylgt. VerS
er 35 cent fyrlr hvern þumlnng
dálkslengdar f hvert sklftl. Engtn
auglýsing tekln fyrir mlnna en 35
cents f hvert sklftf sem hún blrtiat.
Brófum með smáauglýaingum, acnt
borgnn fylglr ekkl verðnr alls ekld
slnt.
Andlátsfregnir eru blrtar án end-
urgjalds undlr eina og þtrr berast
blaðinu, en æfhnlnnlngar og erfl-
IJóð verða ails ekkl btrt nema borg-
nn fyigi með, sem svarar 15 oent-
um fyrár hvern þumtung ðálks-
lengdar.
GIGTVEIKI
Heimalækning veitt af þeim sem
hiaut hana.
Vorlð 18 9 S varð eg veikur af
vöðvagigt og bólgugigt. Eg kvald-
ist eins og allir sem þessa veikl
hafa 1 2 til 3 ár. Eg reyndl iyf
eftir. lyf og iækni eftlr lækni, en
batnkði aldrel nema rétt I bráðlna.
Loks fékk eg lyf sem læknaði mig
alveg og eg hefi aldrei orðið veikur
aftur. Eg hefi gefið þetta lyf mörg-
um sem kvöldust voðalega; jafnvel
þeim sem lágu römfastir af gigt
og það háfir aldrel hrugðtst að
lækna.
Eg vil láta alla sem þjást af
þessari voða veiki — gigtinni, reyna
þetta ágæta lyf. Sendið ekkl eltt
etnasta cent; sendtð að eins nafn
og áritun og mun eg þá senda Iyfið
Ökeypis til reynslu. Eftir að þér
hafið reynt það og það hefir lækn-
að yður af gigtinni þá getið þér
sent verðið, sem er $1.00 en munið
eftir þvl að eg vil ekki að þér sendið
peningana nema þvl að eins að þér
séuð viljugir að gera þáð. Er Það
ekki sanngjarnt? Hvað á að þýða
að þjást lengur þegar yður er boðin
llkominn lækning ðkeypis?
Dragið ekki að skrifa; gerið það
dag.
MARK H. JACKSON,
No. 458D Gurney Bldg.,
Syracuse. N. V.
útnefna frjálslynt þingmannsefni,
varö sá fyrir valinu sem Dr. J. J.
Guerin heitir fyrir kjördæmiö St.
Ann. Blaðiö “Free Press” flytur eft-
irfarandi grein i sambandi við fund-
inn:
“Þangað til striöiö hyrjaöi”, sagði
Dr. Guerin, þegar hann ávarpaði
fundinn, sem flokks þingmannsefni,
“höföum vér haldið aö vér hefðum
sjálfsstjórn í Canada; aö v'ér ættum
heima í frjálsu landi; en nú sjáum
vér þaö að vér stjórnum ekki sjálfir,
heldur skipa yfirvöldin í Dawning
stræti forsætisráöherranum aö gera
það sem þeim sýnist, og hann gerir
eins og honum er sagt. Þegar um
herskylduna er aö ræöa, þá var hún
lögleidd vegna þess aö afturhalds-
flokkurinn þurfti aö hafa eitthvað til
þess aö hylja með svivirðingarnar og
draga athygli fólks frá þeim. Þaö
var ekki af hollustu viö Bretland,
heldur hlátt áfram vegna þess aö aft-
urhaldsliðið vildi láta oss gleyma hin-
um sviviröilegu glæpum sem þaö haföi
framið: i því skvni voru herskvldu-
lögin samin”.
('“Free Press” 26. okt.J