Lögberg


Lögberg - 01.11.1917, Qupperneq 6

Lögberg - 01.11.1917, Qupperneq 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1917 Hvað verður um arf- leifð Islendinga? (AlþýBufræ&sla stúdentafélagsins). I. Arfurinn. ÞaS er kunnara en frá þurfi a?5 segja hvílikir ágpetismenn hinir fornu íslendingar voru. Menn vita það al- ment, að tunga siú, er þeir fluttu meö sér frá Noregi, mótaSist svo i þöndum þeirra, aS engri tungu er gefiS meira afl, meiri mýkt, meiri auSur og lipurS meiri skýrkiki eSa fegri hljómur Menn vita, aS þeir rituSu á þessa tungu ódauSleg snildarverk. Hitt er og kunnugt, aS gæfan varS önnur en gjörfuleikurinn. Syrti fljótt yfir, er landiS hafSi komist undir erlent vald, og reyndust rétt varnarorS þinars Þveræings, er hann skoraSi á menn hér á landi aS ljá konungi einskis fangstaSar á landi eSa þjóS. Því aS íslendingum varS þaS ofraun, aS gæta þess réttar, sean þeir höfSu áskiIiS sér i gamla sáttmála. Komu því brátt hinar mestu ratinaaldir yfir landiS, svo aS landsmönnum varS eklcert frjálst, en kúgun, óstjórn og sultur á al'Iar hliSar. Þá varS gáfu- rnönnum vorum enginn Vegur fær, og urSu þeir aS flýja inn í eigiS hug- skot sitt. Má segja sama um þjóSina sem Bjarni kvaS um Jón Hjaltalín, aS hún “gerSi sér þar hlátraheim, er heimur grætti’’. En þetta varS þó oss til góSs, afkomendum þeirra, því aS af þessum rökum er þaS runniS, aS þjóSin geymdi andarauS fornmanna og jók viS, þrátt fyrir alt hiS mikla böl, sem á hana lagSist. Nú hafa íslendingar bætt mjög efnahag sinn hina síSustu áratugi, og hafa sýnt í því kapp meS forsjá. Og þótt lengra sé leitaS verSur hiS sama ofan á. Má segja, aS heila öld hafi þeir unniS aS J>e»su, þqtt mestu hafi munaS hin síSustu árin. ÍÞessu miega allir fagna, og væri vel, ef hag- ur vor hefSi blómgast svo vel á öfflum sviSum. Þar er nú á aS Hta. Eigi er minna vert aS gæta fengins fjár en afla. Vér áttum eigi mikiS, þegar einokunarkrumlan réttist upp. Hún hafSi tekiö alt, sem tækt var. Þó var til eign, sem hún náöi ekki. Þá eign nefni eg arf tslendinga. Hver er nú sá arfur? munuö þér spyrja. En eigi þarf þó þar mörgum blööum um aS fletta, þvi þaS er al- kunna, enda nefndi eg hann í upphafi máls niins: tunguna og hinar fornu bókmentir vorar. Þessu sinni mun eg aö eins tala um hinn síöastnefnda hluta arfleifSarínnar. Engin þjóS á NorSurlöndum hefir fengiS slíkan bókmentaarf sem vér. Og þaS Veit eg, aS hver hinna þjóS- anna sem væri, mundi gefa fyrir arf vom, tunguna og bókmentirnar, 'hundr uö miljóna af krónum, ef slíkt feng- ist fyrir fé. Er þar fyrst á aS minn- ast kviöurnar í hinni eldri eddu eöa Sæmundareddu. Þar fylgist alt aS, fegurS máisins og aflmikil orösnild og gagnorS, hugnæmt efni, sem er gullnáma þeirra manna, er fræSast vilja um hug og háttu hinna fornu þjóöa, feöra vorra og frændþjóöa J>eirra, og frábær meöferS þess. Má hér minna á SigurSarkviöurnar, HelgakviSurnar, Völsungakviöu o. fl. Munu flestir kannast eitthvaS viS þær kviSurnar, sem eg nefndi fyrstar, enda Iiöur engum úr minni þessi lýs- ing, sem heyrt hefir: Svá bar Helgi af hildingum sem itrskapaSr askur af þyrni, eöa dýrkálfr döggu silunginn, sá er öfri ferr öllum dýrum, en horn glóa viö himin sjálfan. En VöIsungakviSu þekkja miklu færri, og er hún þó einna fegurst af öllum fornum kvæSum. þar er getiS svan- tneyja, er þeir Völundur ög bræSur hans fundu viS Úlfsjá í Úlfdölum. Sátu J>ær þar og spunnu lin, en svana- hamirnir lágu hjá J>eim. Þeir gengu aö eiga J>ær, og voru þau ásamt sjö vetur, en allan áttunda veturinn þráöu svanmeyjarnar eöa valkyrjurnar sína fyrri iöju. “En þann niunda nattör of skildi, meyjar fýstusk á myrkvan viS”. En J>ótt menn muni nú lítt til kviöunnar, þá er þó auSsætt af þjóö- sögunum, aS hugmyndin um svan- meyjarnar hefir lifaö frá kyni til kyns Því sagan um konu úr sjónum er auö- sjáanlega sama saga í ööru gerfi. “Meyjar fýstqsk á myrkan viö” segir i kviöunni. “Mér er um og ó, eg á sjö börn í sjó og sjö á landi”, sagSi konan. Nútíma höfundur einn hefir tekiö sér þetta fyrir yrkisefni, en því miöur hrært þar saman viö biblíu- hugmyndum um Faraó og. selina. Þetta ágæta yrkisefni bíöur enn þá eftir. nægilega högum manni, er gæti gert úr því sniidarverk. Annars er J>aríleysa aö nefna sér- stakar kviSur, því þar vaöa menn i gullsandi, hv'ar sem þeir stiga. — Enn má minna á skáldakvæöi og vísur og nægir aö minna á jafnágætt skáld sem Egill var Skallagrímsson. Eg get eigi stilt mig um aö nefna nokkur dæmi. Lýsing Egils á Eiríki konungi mun verSa minnisstæS hverjtim, er les eSa heyrir: Vara J>at tunglskin tryggt aö lita né ógnlaust Eiriks brá, þá er ormfránn ennimáni skein allvalds ægigeislum. Sjálfslýsing hans í sama kvæöi Ar- inbjarnardrápu, er einkennileg og góölátlega spaugsöm: Né haimfagrt höldum þótti. skaldfé mitt at skata húsum, þá er úlfgrátt viö Yggar miöi hattar staup af hilnii iþák. Síöasta vísa J>essa kvæöis sýnir, svo sem ótal aörar, aS þaS er engin nýj- ung á íslenzkum kveöskap, aS skáld noti likingar og haldi J>eim sjálfum sér samkviemum til enda: Var eg árvakr, bar ek orö saman mcö málþjóns morginverkum. KlóS eg 'lofköst, J>snn er lengi stendr f>' rotgjarn 1 bjargar túni. Þá ætti helzt hver maSur aö kunna Sonartorrek hans, þvi þaS er hrein perla í íslenzkum skáldskap : Mjök hefir Rán of rysktan mik. Emk ofsnauör at ástvinum. Sleit marr bönd minnar áttar, snaran þátt af sjálfum mér. Og svo gengur sorgin nærri honum yfir sonarmissinum, aö hann heitast viö guöina, svo sem siöar geröi Bólu- Hjálmar. Egill kvaS: Veit eg sök sveröi rækak var ölsmiö allra tíma. Roöa vágs bræSr ef vega mættak, færak andvígr Ægis mani.. Þetta er tekiö af handahófi úr kvæSum Egils, en þaö er sannast sagt aö þau eru öll gerö af hinni mestu snild. Og J>ótt eg hafi eigi nefnt fleiri en Egil, þá eru þó fjöldamörg önnur fornskáld, sem eru prýöi bókmienta vorra og væri prýSi hvers lands bók- mentum, og fuk er af gullfallegum lausavísum í sögunum víösvegar. Mun eg láta nægja aS minna á }>essa vísu Þóris jökuls, er hann kvaS áSur en hann var leiddur tíl höggs: Upp skaltu á kjól klifa, köld er sjávar drifa, 'kostaSu huginn aö heröa, hér muntu lífit veröa. Skalf beygjattu, skalli, }>ó at skúr á þig falii, ást hefir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. Þá er eigi siöttr mikils vert um rit forfeöra v'orra í óbundnu máli. Þar er J>á fyrst á aö minnast íslendinga- ögur, er hafa alia hina sömu kosti sem kvæöin: gagnoröa snilli i máli og meöferö, og sannikaliaSar námur J>eim mönnum, er leita aö fornu gulli J>jóS- menningar vorrar. Þessar sögur eru ekki skáldskapur, heldur sagnfræö:, sem byggja má á, þótt sumstaöar kenni þjóösagna og hjátrúar og ekki megi.taka öllu meö trúarinnar augunt. Slikt rýrir eigi tiitrú sögunnar í aöal- atriöum. En gjörsamlega ástæöulaust er aö kalla Jæssar sögur skáldskap. Þvi aö alt efni sögunnar hafa höf. haft i munnmælum þeim, er þeir höföu heyrt frá blautu barnsbeini og rituSu sem réttast þeir kunnu. Sagn- ritararnir háfa því alls eigi ort, og ef sögurnar eru skáldskapur, þá eru ij>ær þjóösögur. En þær eru eigi skáld- skapur. ÞaS er alls eigi nein minsta ástæöa til aö efast um, aö þæri hafi geymzt réttar á vörum manna, því aS þá voru eigi bækur eSa ritföng al- geng eöa almenningseign, og þess vegna uröu menn aS leggja miklu meira á minniö og uröu því langtum minnugri en vér erum. Þó þekki eg marga samtíöarmenn vora, sem segja langar sögur réttar og riákvæmar og samtöl manna orörétt. Svo voru mér sagöar fornaldarsögur NorSurlanda, og Ias eg þær skömmu siöar og sá aö sögumaöur haföi fariö svo tneö sem fyrr var sagt. En úr því slíkt er al- títt um samtíSamenn vora, J>á er þó sannarlega engin ástæSa til aö ímynda sér, aö miklu minnisbetri menn hafi eigi getaS gert jafn vel, einkum þar sem sögn hafSi veriö þeim í staS lest- urs í uppvCxtinum. ÞaS er ekki einu sipni ástæöa til aS efast um, aö mörg tilsvör manna og ræSur hafi varöveist orSréttar, svo aS varlega er fullyrö- andi, aö söguritarinn hafi ráöiö orSa- 'lagi aS öllu. En hver einkenni skáld- skapar eru þá eftir? Eg hefi aö eins nefnt þessa almennu ástæöu móti þvi aö rétt sé frásagt, er menn kal'la ts- lendingasögur sikáidskap, því aö hún nægir. Annars eru mörg fleiri rök til J>ess, sem eg segi hér, t. d. rétt- hermi sagnanna um heiti manna og staöa og um ættir manna. Sú ástæöa nægir og ein út af fyrir sig. Eitt má enn þá benda á. Efasemdamennirnir trúa því sem nýju neti, aS lögsögu- maSur hafi þuliö upp öll lög landsins á lögbergi, )>ótt óskrifuö væri. Og hann hefir þó sannárlega ekki mátt breyta mikiö um orölag. En aS menn hafi geymt rétta sögu frænda og vina. þaS J>ykir þeim ótrúlegt. ÓtvíræS- lega er þó aS minsta kosti H'eims- kringla eöa Sturlunga vísindaleg sögu rit, og má ljósast sjá á orSum Snorra sjálfs, hver aöferö hans hefir veriS, er hann samdi Heimskringlu sína. Þá hina sömu aöferö hafa hinir beztu og glöggustu vísindamenn nútímans. Um hina ágætu hljóöfærisritgerS hljóta J>ó allir aö veröa sammála, aö hún sé hrein og skær vísindi. Er þaö merki- legt, aS einstakur maSur hér hefir veriS svo glöggur á þessa hluti, þótt þá v'æri alls ekkert til aS byggja á, því aö WjóSfræSi varö eigi til fyrr en mörgum öldum síöar. Þetta er ein- stakur viti upp úr hafi a'ldanna, en sorti til beggja handa. Auk iþessa höfum vér tekiö í arf tunguna, sem fyrr var getiö, og rétt til fullveldis, þó aö illa færi stjórn- málin, gott ætterni og eölisfar, miklar gáfur og marga fleiri kosti. Ókosti einnig, en um þá tala eg ekki. Lifn- aSarháttu, siSi og menning á háu stigi, eldgamla menning hinnar þýöversku þjóökvíslar. AS þessu sinni spyr eg eigi um fleira en bókmentaarfinn: Hvernig förum vér meö hann? II. Meðferðin. Gullnáma höföum vér fengiS aS erföum, en íslands óhamingju veröur aít aö vopni. Danir sendu hingaö gáfaöa íslenzka menn, sem þeir höföu í sinni þjónustu, og létu þá smala gullinu til Kaupmannahafnar í hrúg- um. En áöur höföu þeir búiS svo í haginn ,meö stjórn sinni og verzlun, aS hér lá alt í kalda koli, svo aS eng- um kom til hugar aö varna því, aö svo dýrir fjársjóöir væru fluttir úr landi. En þetta v'arS eigi á vorum dögum og vér eigum enga sök á því. Er oss þaS gott aS vita, því aS hætt er viö aö sala forngripa vorra úr landi verSi oss til nægilegs áfellis. Þetta varö nú til J>ess, aS aörir unnu námana á undan oss, — eSa lögöu til nöfn á titilblöö bókanna, þótt íslend- ingar heföu unniö verkiS. Nú eru margar stærri og merkari þjóSir teknar aS vinna námana. ÞaS var vel Jxdandi, aö aörir yröu fyrri til aö gefa út fornrit vor og vinna aS þeim, en hitit er ó]x>Iandi, aö handritin eru horfin í annara hendur, þegar vér viljum byrja. En lesiS getum vér þó bækurnar og notaS arf vorn aS nokkru leyti. Þetta höfutn vér gert áöur meira en nú. Vil eg benda a þaö aö auöséS er á kvæöunum, aS hin eldri góöskáld v'or hafa veriö langtum kunnari eddtt- kvæStmum en hin yngri, enda kunnaS betur aS yrkja Litils háttar höfum vér unniö úr námanum. Hafa þaö gert einstakir fræöimenn vorir, sumir hér á landi. en fleiri erlendis. En þetta þótti oss hvergi nærri nóg. Vér vildum koma hér á fót ví’Sindum í þessari grein, og í því skyni settum vér kennarastól í íslenzkri tungu og íslenzkum fræöum í nýstofnaSan háskóla vorn. Valdist til þeirrar stóSu ágætur maöur og al- þektur vísindamaSur í þeirri grein. Vér fylgismenn háskólans ætluö umst til aS þess yröi skamt aö bíöa, aö hingaS sækti menn úr öllum Iönd- um til þess aö leggja stund á íslenzk fræöi, af því aö vér vilduni aS þaS yröi fastur ásetningur þings og þjóS- ar, aS hér yröi beztur staSur til Jæss náms, og framkvæmdur yröi sá á- setningur. AuSvitaS er þar mikill og illur þröskuldur í vegi, aö handrit vor eru í hershöndum erlendis. En þá mundu menn mega búast viö þv'í, aö hiö’forna víkingablóö hitnaöi viö mót- stöSuna, svo aö hrundiS yrSi úr vegi verstu erfiöleikunum. Þetta verkefni fyrir vísindamenn vora næst nú eigi aftur frá Dönum, úr því J>aS nú lenti þar einu sinnt. En Danir mundu vera allir af vilja geröir til þess aö hjálpa oss til þess að Ijósrita (fototyperaj öll handritin. Vér þurfum því eigi annaö en leggja fram nokkra tugi þúsunda króna til verksins, og er það sannast sagt, aö oss er }>aS meira en meSalskömm, ef þaS dregst lengi. AuSvitaS þurfum vér og aö fjölga kennurum í svo margbreyttri og mik- ilsverSri grein sem islenzk fræöi eiga aö vera hér. Þetta hvorttv’eggja væri engin ofætlun og er sjálfsagöur hlu-t- ur, ef vér ætlum ekki aö láta grútar- háttinn kyrkja háskólann, langmerk- asta og affarasælast fyrirtæki vort, ef rétt er meö fariö. Þiessar ættti aö vera undirtektir vorar undir stofnun háskóians og kertslunnar í islenzkum fræöum. En hverjar hafa þær orSiö? Á þingi urðu harðar deilur um mjög lúsar- lega fjárveitingu til þess, aö afrita skjöl og handrit vor erlendis. Þó er hitt verra, aS enginn verðúr til þess aS nota sér kensluna í því skyni, aS verða vísindamaSur. Og þau firn hafa heyrst, að kennarar hafi ráðiS islenzkum stúdentum til þess, aö nema heldur islenzku í Kaupmannahöfn heldur en hér, og þeir látiS sér aS kenningu verða. Þetta er þjóSar- skömm og morðtilraun viö beztu stofnun landsins. AlþjóS manna rækir og illa þenna arf 'sinn. Því að miklu minna lesa menn nú hinar fornu bókmentir vor- ar en fyr. Einkum er illa statt í bæj- unum, en íbúar þeirra eru nú orönir fullur þriöjungur alls landsIýSs. III. Hvað verður um arfinn ? Ef v'ér vanrækjum hann og kunn- um eigi aö meta hann, )>á veröur hann eign útlendra manna, og ts- lendingar munu fyrirveröa sig sárt á komandi öldum. En þá verður of seint aö naga sig í handarbökin. í bezta lagi gætu islenzkir fræði- Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. M/* .. 1 • timbur, fjalviður af öllum iNyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ala- konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co> ------------------- Limltad ----------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG menn þá átt hlut í honum meö hinum erlendu mönnum. En ef oss fer eigi sem ]>eim fuglin- um, sem verstur er og drítur í sitl eigiö hreiður, heldur vinnum vér meö rögg og drengskap aö hag vor- um og heiöri, þá veröur hann alþjóð- areign, ávaxtast hér og aflar oss maklegrar viröingar hjá öðrum þjóð- um. Á fyrri öldum varSveitti hafiö oss, en er samgþngur eru nú orönar miklu auöveldari viS önnur lönd og marg- falt tíðari, þá dugar nú eigi lengur 9ofandi mótstaða. Nú þurfum vér aS vaka og vera á verSi, gæta )>ess, aö vér gefum eigi of mikið fyrir pip- una, og beita mannviti og dugnaSi til þess aö auka og skýra erfðagullið dýra. Kallar nauösyn stofninn allan til aö gæta og v'egsemd veita vitru starfi feöra arfi. Norrænn andi yifir löndin aldir leiði frægöar heiðar. Bjarni Jónsson frá Vogi. —Skírnir. J?akkarávarp. ViS undirskrifuS vottum hér meS okkar innilegasta hjartans J>akklæti til kvenfélagsins “Fjallkonan” aö Langruth, Man., fyrir mynd í fallega umgjörö og miög faílegan blóm- krans í kringum myndina. Myndin er af Tómasi sál. syni okkar, sem féll á Frakklandi 27. maí 1917. Fyrir þessa fallegu gjöf og alla þá hlut- tekning, sem kvenfélagiS og fólkiS í Langruth og Bigg Point hefir sýnt okkur viS missi sonar okkar, þökkum viS, og v’onum aS þessar sömu kon- ur, sem eiga drengina sína í stríöinu, megi sjá þá (koma heila heim og verði ekki fyrir því mótlæti, sem við urðum fyrir. MeS bezta þakklæti til ykfcar allra. 22. október 1917. Mr. og Mrs. J. Thordarson. Langruth, Man. Bltar. Harðindi. Altaf haröna Kringlu kjör kringlur þynnast, ekkert smjör, nú er hún í næðingi, nærS á stjórnarbræðingj. Dúsan ]>ornar, dvergspeninn dreitlar næstum útsoginn, vanin undir viðriniS vafasamt er útlitið. M. Markússon. Bradbury, sem sagöi “ViS erum ekki aS skipa yfckur að fara, heldur erum við aS biðja ykkur að koma” og yfirgaf svo piltana viS blóðvöllinn, J>orir ekki aS sækja um þingmensku á móti Adamson. Hefir víst búist viS köldum viStökum hjá Islending- um. Til i}>ess að sýna einlægni sína í samsteypuverkinu hefir Borden ný- lega útnefnt fjóra menn í efr: deild, og þar af engan úr frjálslynda flokkn- um; tveir þeirra eru leiðtogar aftur- haldsflo'kknum, hvor í sínu fylki; annar hinn alþekti Willoughby. Blööin segja aö asmsteypustjórn- inni sé ant um þaS aS taka viö C. N. R. félaginu og borga allar miljónirn- ar sem allra fyrst. Samvizkusamir menn hefðu látiS þaS bíSa þangaö ti’ búið var að kjósa þá. — En þessir menn hafa haldiö aS vissara væri aö ljúka því af. pakkarávarp. Öllum J>eim mörgu vinum, skildum og vandalausum, sem veittu hjálp, bæði fjármunalega og á annan hátt aSstoðuðu dóttur mína Kristjönu Sig- urrós Stefánsson í hennar löngu og erfiSu sjúkdómslegu, sem leiddi hana til bana síöastliðinn septem'ber að Hallson í N.-Dakota, sem og öllum }>eim, sem með nærveru sinni heiðr- uSu útför hennar og sýndu hluttekn- ingu viö fráfalliS, votta eg mitt inni- legasta hjartans ]>akklæti og bið góð- an guð að launa. Selkirk, Man., 26. okt. 1917. Kristín Benson. Móðir hinnar látnu. Útgáfunefnd kirkjufélagsins mælist vinsamlega til þess aS þeir sem hafa Gjörðabók síSasta kirkjuþings til út- 9Ölu gjöri skilagrein hið allra fyrsta og sendi óseldar bækur, ef nokkrar eru til ráösmanns nefndarinnar. 1 umboði nefndarinnar. John J. Vopni, ráSsm. | Box 3144 Winnipeg, Man. a IðLIKIN IðliBKIN a vinna fyrir sér með því að syngja úti á götum og afla sér peninga, eins og fatlaðir menn og fátækir gera stundum í Winnipeg. Hann hafði ákaflega falleg hljóð og var sérlega prúður og kurteis í allri framkomu. Kona borgarstjórans í Eisenbach hét Ursula Cotta; hún veitti þessum fátæka pilti eftirtekt og styrkti hann heihnikið. Lúther fór í háskólann í bænum Erfurt þeg- ar hann var 18 ára gamall og eftir því sam hann las lengur hneigðist hann meira að guðfræði. Kann útskrifaðist í guðfræði og varð prestur árið 1507, og síðan háskólakennari í Wittenberg. Lúther var ákaflega tilfinningaríkur maður; hann var alinn upp og mentaður í kaþólskri trú og trúði einlæglega; hann ásetti sér að kenna og prédika guðs orð hreint og óblandað, en honum fanst sem kenningar kaþólsku prestanna og líf- erni þeirra ekki vera 1 samræmi hvað við annað. Hann fór til Rómaborgar árið 1511. par bjóst hann við að sjá siðferði á háu stigi, gott fólk og guðhrætt og kristilegt líferni. En í stað þess sá hann að fólkið var spilt og gjálíft; prestamir lifðu ekki eftir því sem þeir kendu o. s. frv. Og hann snerist í þeirri ferð frá kaþólsku kenning- unum. pegar hann kom heim aftur til pýzkalands 1512 var hann gerður að Dr. í guðfræði og hélt bæði áfram að kenna og prédika. En svo kom nokkuð fyrir sem varð til þess að hann varð heimsfrægur maður. pað var siður kaþólsku kirkjunnar, sem páfinn í Rómaborg á ftalíu stjómaði, að selja mönnum syndafyrirgefn- ingu fyrir peninga. Maður sem hét Johann Tetzel ferðaðist um með kofort, fult af skjölum, sem þurfti ekki annað en fylla inn og skrifa á nöfn manna og undirrita, ef þeir vildu borga fyrir það peninga. í þessum skjölum var Jtví haldið fram að páfinn leysti menn frá öllum syndum fyrir borgun í nafni guðs. Og svo gátu menn líka keypt syndafyrirgefningu fyrir aðra mann, sem dánir voru. Og fólkið trúði því að þetta væri satt og rétt; það trúði því að páfinn værr umboðsmaður guðs og gæti þetta, það streymdi í stórum hópum til Johanns Tetzels til þess að kaupa þessi bréf, og hann rakaði saman peningum fyrir þau. pið skiljið öll hversu ljótt þetta var og hversu heimskulegt. Svo kom Lúther fram opinberega á móti þessu. Hann byrjaði að prédika á móti því í kirkju sinni og sagði að það væri ekkert nema ljótar og heimfekulegar mannasetningar. 31. október 1517 skrifaði hann 95 setningar á skjal og negldi það utan á kirkjuhurðina í Witten- berg. f þessum setningum voru eindregin mót- mæli gegn syndakvittunarsölunni; Lúther sagði þar að páfinn væri svikari, sem narraði fé út úr trúgjömu fólki; hann væri lygari og guðlastari, sem segðist vera fulltrúi guðs, þegar hann væri áð vinna fyrir þann vonda. Og Lúther sagði að enginn gæti fyrirgefið syndir nema guð einn og enginn gæti keypt sig undan hegningu fyrir syndir með neinum pening- um. Hann skoraði á fólkið að láta ekki narra sig til þess að kaupa þessi fölsku bréf, og hann sagð- ist vera reiðubúinn til þess að verja mál sitt á háskólanum á móti hverjum sem væri. Páfinn varð náttúrlega ofsareiður. Hann heimtaði það á hverju kirkjuþingi eftir annað að Lúther tæki aftur það sem hann hefði sagt, og hann fékk í lið með sér keisara og konunga til þess að reyna að kúga Lúther og þá sem fylgdu honum. • En Lúther lét sig ekki. Hann flutti hverja vamarræðuna á fætur annari og sýndi fram á það svo hundruð manna heyrðu, hvað páfakenningin væri svívirðileg og Ijót. Hann sagðist vera að kenna guðs orð rétt og hreint, og það væri ómögu- legt fyrir sig að breyta frá því. Páfinn bannfærði þá Lúther og samt lét hann sig ekki. Ef þið vitið ekki hvað það þýddi í gamla daga að bannfæra, þá var það svona. Páfinn gaf út yfirlýsingu um að einhver væri villutrúarmað- ur og að hann skyldi vera útskúfaður frá öllum mönnum. Enginn mátti lofa þeim sem bannfærð- ur var að vera í húsum sínum; enginn mátti gefa honum að borða — og ekki einu sinni selja honum það — enginn mátti gefa honum að drekka; eng- inn mátti hjálpa honum þótt hann væri veikur eða gera -neitt fyrir hann eða hafa neitt saman við hann að sælda. Ef það komst upp að einhver vinur hans hjálpaði honum, þá var sá kominn í bann líka. Og öllum va/ heimilt að lifláta þann sem bannfærður hafði verið. pið sjáið það því, að ekki var neitt gaman að vera settur í bann. En Lúther skeytti því ekki. Hann hélt áfram að prédika og hann skrifaði ósköpin öll af smábæklingum; eitt árið skrifaði hann og gaf út 30 og annað árið 83. Og hann var svo vel kyntur og fólkinu þótti svo vænt um hann fyrir það sem hann kendi og boðaði því, að al- staðar var troðfult hús þar sem hann talaði. Loksins var grimd páfans orðin svo mikil að vinir Lúthers voru hræddir um að hann yrði líf- látinn; þeir tóku hann því einu sinni og fóru með hann í kastala nálægt Eisenbach og héldu honum þar lengi í varðhaldi, til þess að forða honum frá því að vera brendur á báli; því í þá daga voru flestir brendir á báli, sem páfinn kallaði villutrú- armenn. f þessu fangelsi skrifaði Lúther fjölda af rit- um og þar þýddi hann biblíuna á móðurmál sitt. J?á gat fólkið lesið hana á sinni eigin tungu, en það hafði það aldrei getað áður; því hún var ekki til nema á latínu, hebresku eða þeim'málum, sem fólkið skildi ekki. Samt kom Lúther á endanum út úr þessu fangelsi og fór þá að prédika, og kendi hvað sem páfabannið sagði og fóikið fylgdi honum svo vel að bannið hafði enga þýðingu. Einu sinni til dæmis tóku sig til stúdentam- ir í Wittenberg (það var 10. desember 1520), kveiktu bál og brendu bannskjal páfans. pessi barátta stóð yfir í mörg ár á milli páfa- kirkjunnar og Lúthers manna, og á kirkjuþingi sem haldið var í Augsborg árið 1530 var samin trúarjátning fyrir þá, sem mæltu á móti kaþólsk- unni og fylgdu kenningum Lúthers. J?að er köll- uð Augsborgar trúarjátningin og þeir kallaðir Lútherstrúarmenn sem þessari trúarjátningu fylgja. Lúther kvæntist 11. júní 1525 stúlku sem hafði verið nunna. Hún hét Katrin Bora; þau áttu sex börn og fyrirmyndar heimili. pað er sagt að aldrei hafi nokkur maður ver- ið betri við konu sína né bömin sín en Lúther og samt hafði hann altaf svo mikið að gera að alveg er dæmalaust. Lúther er einn hinna allra merkustu manna í sögunni. J?að eru ekki nema miklir menn, sem hafa fasta sannfæringu, sem þora að setja sig upp á móti eins mikilli grimd og páfavaldið var þá, og þó að siðabótin sé ekki öll honum að þakka, þá er hún það að langmestu leyti. Lúther dó 17. febrúar 1546; hann varð því 63 ára gamall. Lúther var stórgáfaður; hámentaður; bæn- rækinn; hreinhjartaður; hugrakkur; vinfastur og trúr; starfssamur; stöðuglyndur og ósérhlífinn. Einkunnarorð hans vom þessi: “J?egar eitt- hvert verk hefir verið byrjað með einlægri bæn til guðs, þá er það hálfnað”. Island. Ritgjörð skrifuð á ensku og kom út í “Tribune Junior” eftir Guðrúnu Vigfússon (15 ára). ísland, móðurlandið mitt, landið með snjó- þöktu fjöllin og joklana. — Landið sem víkingam- ir lögðu undir sig fyrir meir en þúsund árum. J?ó landið sé hrjóstmgt, dregur það að sér marga ferðamenn á hverju ári, af því fegurð náttúmnn- ar er þar svo mikii. Sumstaðar koma f jöllin beint upp frá sjónum. ótal margar ár renna frá fjöll- unum, gegnum gljúfur eftir dölunum, út í hafið. Og þar em margir tignarlegir fossar, svo sem Goðafoss, Gullfoss og Dettifoss. Með eftirtektaverðustu fjöllunum eru Hekla og Katla, með sínum stóru gýgum. Bæði hafa þau stundum gjört mikinn skaða með eldgosum og hraunleðju, sem hefir stundum eyðilagt heil- ar bygðir. Margir halda að þau séu nú nærri útbrunnin. Geysi er gaman að sjá, þegar hann kastar sjóðandi vatni mörg hundruð fet upp í loftið. Hann gjörði þetta oft, en nú er hann farinn að eldast, svo þú verður að geðjast honum með Jtví að henda torfi í vatnið. Svo fer vatnið að sjóða og þú heyrir hávaða, eins og þrumu, svo kastar risinn torfinu, sem þú hentir í yatnið, með svo miklum krafti að þú verður að gæta þín. Hvergi í heimi er svo fallegur hver, þó margir fleiri séu þar í nágrenninu. Annað fallegt á íslandi em norðurljósin með öllu sínu skrauti, kvöld eftir kvöld, dansandi eins og álfar um himinhvolfið. Eitt einkennilegt við ísland er það að á norð- urhluta landsins sezt ekki sólin í þrjár vikur að sumrinu. Jlessi guðlega sýn líður áfram við sjón- deildarhringinn þangað til hún fer að hækka á lofti að morgninum. par er því engin nótt um þann tíma. Sumarið er stutt og kalt. J?ar er því engin akuryrkja nema kartöflur og garðávextir. Gras- ið er stutt, og víða ekki hægt að slá það með sláttu- vél. En beitiland er þar mikið, og kindur og hest- ar ganga þar úti allan veturinn. Margir lifa þar á fiskiveiði. Og í mörgum ám er mikið af lax og silungi. fsland er fiskisælt, og fyrir utan landsmenn fiska þar svo hundruðum skiftir af Norðmönnum, Frökkum og Englending- um. Hvernig lítur fólkið út? J?essir afkomendur víkinganna? Eg þarf ekki að lýsa þeim, þar sem

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.