Lögberg - 08.11.1917, Side 1

Lögberg - 08.11.1917, Side 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem' verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Tals. Gnrry 1280 Stoinsett 188T Steele & Co., Ltd. MYNDASMIDIR Horni Main og Bannatyne, WINNXPEG Fyrstu dyr vestur af Main MAN. 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 8. NÖVEMBER 1917 NÚMER 44 Skilmálar fyrir „sigurláni“ Canada. Lánit5 vertSur opnað á mánudag- inn 12. þ. m fyrir fimm, tíu og tutt- ugu og fimm ára verðbréfum dag- settum 1. deSember 1917. Vextiv borgast tvisvar á áriy 1. júlí og 1. desember. Lægstu vð'Sbréf verða $50.00. Verðið er dollar fyrir dollar- inn, og vextirnir 5l/2%. Má skifta borguninni jafnt niður á fimrn mán- Kði. Þegar það er athugað að þannig má skifta borguninni og v'ext- ^ir eru greiddir fyrir fulla sex mán- uði, eru kjörin ágæt; verði vextir greiddir 1. júlí 1918. Þannig er eiginlega verðið lækkað, því verð- bréfin gefa af sér 5,61 per cent í 20 ár, 5,68 per cent í 10 ár og 5,81 per cent i fimm ár. Þessi verðbréf má nota í skiftum framvegis og verða þau undanþegin öllum tollum og gjöldum, þár á meðal tekjuskatti. Þeir sem eiga verðbréf í “Canada C------------------------------------- dabutive stock” sem í gjalddaga falla 1. október 1919 eða í herláni Canada, geta breytt þeim þannig að þeir fái sigurlánsverðbréf, sem þeim svarar, samkvæmt því sem hér segir. “Debutive stock” sem fellur í gjalddaga 1. október 1919 með fullu verði og samsettum vöxtum. Herlán sem fellur í -gjald^aga 1. desember 1925 fyrir 97/2% sam- setta vexti. Þetta hvorttveggja verður tekið gilt, sem hlutaborgun í sigurláni til hvaða tima sem er. Herlán sem i gjalddaga falla 1. marz 1931 fyrir 97/% og samsetta vöxtu. Herlán sem í gjalddaga fellur 1. marz 1937 fyrir 96% og samsetta vöxtu. Þetta hvorttveggja er tekið gilt sem hlutaborgun í Stgurláninu sem í gjalddaga fellur 1937. Rretland. Orusta varö í Norðursjónum á föstudaginn milli Breta og Þjóðverja. eru fréttirnar ekki sem glöggastar, en segja óhikað að Bretar ha'fi unnið mikinn sigur. Skipin mættust í Cattegat, sem er á milli Danmerkur og Svíbjóðar. Tóku Bretar 64 fanga og söktul alls 11 skipum fyrir óvin- um sínum; er það mikill sigur þótt skipin væru öll lítil, sérstaklega þegar þess er gætt að Bretar urðu fyrir engu tjóni sjálfir. Kosningar fóru fram í kjör- dæminu North Sanford á Englandi; á föstudaginn; var verkamanna þing- maður kosinn, en Sir Charles Mallet, samsteypu þingmanns efni beið ósig- ur; sá sem kosinn var heitir Ben Tillett. Er J^tta talinn allmikill ó- sigur fyrir samsteypustjórnina. Bretar lentu í harðri orustu við Tyrki á fimtudaginn austur í Pal- estina. Hertóku þeir borgina Beres- heba eftir harða og ltyiga mótstöðu; tóku nokkrar byssur og um 60 fanga. Frakkland. Á föstudaginn lenti í snarpri or- ustu milli Frakka og Þjóðverja þar sem heitir Corbeny, skamt frá Ailette ánni. Hafa smá orustur staðið yfir á þessu svæði síðan 23. október og höfðu Frakkar smáþokast áfram. A þeim tíma höfðu þeir hertekið 500 flanga, 422 byssur litlar og 724 stærri. En í þessari síðustu orustu flýðu Þjóðverjar á stóru svæði, en evði- lögðu alt um leið; brendu brýr og hús o. s. frv. 4--—, ........ ..... 5N IAgœtis piltur fallinn —~—-- ....—■ - ■ ■ --Jy Licut. Jón Einarsson. 1 vikunni sem le^ð kom sú harma- fregn að fallinn vær\ Eeut. Jón Ein- arsson. Hann er sonur Jóh. Einars- sonar kaupm. og bónda í Lögbergs- nýlendu og konu hans Sigurlaugar Þorsteinsdóttur. Jón tók fullnaðarpróf við liáskól- ann i Manítoba árið 1914 oe stund- aði eftir það lögfræði í 'YjBrkton í Saskatchewan, þangað til í hittið fyrra að hann innritaðist í herinn. Var hann einn af stofnendum 223. her- deildarinnar. Hann tók herstjórnar- próf bæði Lieutenants og Captains og síðan fór hann til Ottawa og iærði þar að stjórna fallbyssum. Þegar boð kom um það að sérstak- lega þyrfti á mönnum að lialda austur á vígvöllutn sem í því væru æfðir, var itann einn þeirra er buöu sig fram og fór áleiðis til Englands í fyrra sumar En í skotgröfunum hafði hann verið um-ár. Jón var sérlega vel gefinn maður eins og hann á ættir til. Prúðmenni í Jramgcíngu, stiiltur og gætinn, en jafnframt mikkill hæfileika maður. Hans er því sárt saknað. Hann á tvo bræður í hernum, Vil- hjálm ffíolínistaj, sem nú er á Frakk- landi og Jóhann sem er á förttm héðan. ítalía. Hanwlton Fyfe frá Lundúnaborg, fréttaritari biaðsins Daily Mail hefir verið í öllum hernaðarlöndum og nú síðast á ítalíu. Hann segir á föstu- daginn að stónkostleg iiætta sé á því,. að uppreist verði á ítalíu. Kveður hann allmikla mótstöðu hafi verið í byrjun gegn því, að Italía færi i stríðið og hafi foringi þess flokks verið Giolitti, maður sem hafi afar mikið fylgi. Þessi flokkur segir Tyfe að láti ekkert trckifæri ónotað til þess að prédika frið og fá þjóðinta til þess að risa upp gegn stjórninni. Matarskortur hafi orðið til þess að alvarlegar óeirðir hafi orðið í bæn- um Turin og víðar og ósigur sá sem þjóðin liafi biðið nú nýlega auki óþolinmæðina og gefi friöarkröfun- um byr undir báða vængi. Allmikið ámaeli segir hann að bandamenn hljóti fyrir það að hafa ekki sent ítölum %hjálp nógu snemma, en nú hafi þeir ekki einungis tapað öllu sem þeir höfðu unnið, beldur miklu meiru; ef Cadorna lfershöfðingja hefði verið sent lið til hjálpar, niundi hann hafa getað veitt nægilega mót- stöðu og afstýrt iþeini voða, sem nú sé skollinn á. Á föstudaginn komu fréttir er sögðu Frakka hafa sent lið til styrkt- ar ítölum; höfðu þvi mæzt samein- aðar herweitir ítala og Frakka veitt Austurríkismönnum svo mikla mótstöðu á bökkum árinnar Tagli- amento að þeir hefðu orðið að hörfa undan. Hafa Italir ákveðið að hafa þar herstöðvar sínar fyrst um sinn. Lýsingin á því, þegar Italir voru aö flýja undarf ofurafli Þjóðverja er ægileg. Straumurinn af hersveitum, hestum, vögnum og bifreiðum hélt áfram svö sólarhringum skifti, nótt og dag. Vegirnir voru stráðir særð- ttm mönnum og dauðttni, lemstruðum hestum og brotnum vögnunt. Regnið var óskaplegt og bleytan svo mikil að víða var svo að segja ófært og runnu lækir af blóðblönduðu vatni þar sem hallar voru, en stóreflis tjarnir mynd- uðust annarsstaðar. Menn urðu stundum fastir í bleytunni og var ekið yfir þá; létu þeir þannig líf sitt við mestu hörmungar. Benedikt Frímannsson látinn. Hann andaðist að heimili sínu á Gimli, Manitoba fyrsta nóvember. Jarðarförin fer frani frá heimili hins látna lattgardaginn 10. þ. m. kl. 2.30 e. h. Aðstandendur óska að engin blónt séu send. Benedikts sál. verður nánar getið í þesus blaði síðar. Noregur. 19. október segir bréf frá Noregi að 479 skip hafi farist upp að þeim tíma frá því striðið hófst og voru þau alls 777,000 smálestir. Þetta voru alt.gufuskip. Auk þess höfðu Norðmenn mist 160 seglskip, sem voru 155,000 smálestir. Eru það alls 932,000 smálestir. Á þessum skipum hafa farist 698 manns. Minkun verzlunarflotans norska síðan stríðið hófst eru 319 skip, 515,000 smálesta rúirn. Hefir verið mikið smíðað af nýjurn skipum, en e*kki nándar nærri jafnt við það sem sökt hefir verið. Nú eru Norðmenn að panta mörg skip frá Japan, því Japan er nú hér um bil eina landið sem getur smíðað skip til sölu. Danmörk. Þar er afar þröngt í búi. Engar nauðsynjar til nema af skornum skamti, og fá rnenn einungis það sem þeini cr úthlutað. Olíuskortur er þar svo tilfinnanlegur að til vandræða liorfir. Svíþjóð. Loksins eru stjórnmálin þar komin í nokkurn veginn samt lag. íhalds- flokkurinn sent Widen er fyrir gat ekki myndað stjórn og varð það hlut- verk Nils Edens að gera það. í ráðaneytinu eru sex ntenn úr vinstri manna flokknum svokallaða og fjórir jafnaðarmenn. Sá helzti af jafnaðar- mönnum er liinn mikilhæfi stjórn- málaskörungur Hjálmar Branting. og var hann gerður að fjármála'ráð- lierra, en Dr. Hellner heitip sá sem valinn var útanríkisráðherra og er hann utanflokka maður. F.den for- sætisráðherra er fæddur árið 1871 og hefir verið kennari í sagnfræði við háskólann í Uppsölum síðan 1899. Uppreist í Brasilíu. Blöðin skýrðu frá þvi fyrir skömmu að Brasilíustjórnin hefði sagt Þjóð- verjum stríð á hendur; en fáum dög- um síðar varð uþpreist í suðurhluta Brasilíu; eru þar stórar þýzkar ný- lendur og kvað svo mikið að óeirðum að allar járnbrautarlestir voru stöðv- aðar, nema f^einar sem varðar voru mieð herliði. Segja blöðin að her- stórnin hafi beitt hinum mesta strang leS'a við uppreistarmennina, en blöð- um er bannað að flytja fréttir um það hvernig með þá hafi verið farið. Alþingi heiðrar Stephan G. Steph- anson. “Á loknum fundi í sameinuðu þingi sem haldinn vax 15. september sam-. þyktu báðar deildir þingsins að heim- ila forsetamim að veita skáldinu Stephani G. Stephanssyni 5000 króna heiðursgjöf og telja ufiphæðina til þingkostnaðar”.—Vísir. Þetta eru skemtilegar fréttir; hafa bræður vorir heima látið sér farast sómasamlega viö þennan mikla mann. Bæjarstjórnin. Krafa barst yfirráði bæjarins á fimtudaginn' þar sem 1000 nfanns, er hjá bænum vinna heimta 10%—15% launahækkun, nemur það alls, eftir ])vi sem bæjarráðsmenn segja um $75,000 á ári. Sumir yfirráðsmenn- irnir ltalda því fram að þetta sé i þvi skyni gert að hafa það sem kosn- ingasvipu á þá sem um embættin sækja; og muni verkamánnafélögin lióta því að ikjósa sína eigin menn i bæjarráðið ef kröfunum sé ekki sint. Yfirráðsmenn bæjarins hafa á- kveðið að selja eldivið öllum aðstand- endum hermanna hér í bænum nteð mikl.u lægra verði en hann fæst ann- arsstaðar. Bærinn hefir la^t $1.000.000 ti) hjálpar sjúkum í síðastliðin þrjú ár, eru það aðallega tillög til sjúkrahús- anna tneð þeini er ekk,i gátu ixtrgað fyrir sig sjálfir. Síðastliðið ár voru borgaðir $373,428 i þesstl skyni; ti! King Edward sjúkriahússins hafði bæjarstjórnin torgað $236.981 og til aðalsjúkrahússins $36,418.25, til St. Boneface sjúkrahúissins $24,063. til Ninette $14,014, til Victoria sjúkra- hússins $5,949, til “Convalesent” sjúkra'hússins $1,053, til Misericor- dia sjúkrahússins $1,053, til Grace sjúkrahússins éSálithjálparhersins) $4,500 og til North Winnipeg sjúkra- hússins $2,000. Áríðandi skýring. “Löglærgi" berast bréf og fyrir- spurnir daglega viðvíkjandi her- skyldulögunum, sérstaklega er það mörgium óljóst hverjir eigi að gefá sig frarn og hverjir þtrfíi þess ekki. I stuttu máli eru lögin þannig, að allir ókvæntir menn á firunum 20—34 sem annaðhvort eru fæddir undir brezku flaggi eða hafa tekið borgara- bréf verða að gefa sig rram til her- þjónustu eða mæta fyrir herdómi fvr- ir 10 nóv. til þess að biðja um undan- þágu, e^þeir vilja ekki fara í stríðið eða geta ekki komið því við. Allir sem hafa flutt hingað áður en þeir urðu 21 árs hafa eignast borg- ararétt með feðrum sínum ef þeir hafa tekið borgarabréf. Þeir aftuir á rnóti sem ekki hafa borgarabrét iþurfa ekki að gefa sig fram og eru ekki herskyldir, hv’ersu lengi sem þeir hafa verið hér í landi. En eftir 10. nóv. getur hvaða embættismaður eða hervaldsmaður tekið hvern sem er tali þar sem hann mætir honuim og krafist þess að hann sýni annaðhvort að hann hafi mætt fyrir liernefndinm eða hafi ekki þurft þess. Til bess að sanna að maður þurfi ekki að mæta. Þess vegna ættu allir íslend- ingar að fá vottorð hjá Ó. Í3. Thor- geirssyni ræðismanni Dana hér í tenum eöa einhverjum öðrum em- bættismanni sejn slikar sannanir gætu veitt. íslendingum er heillavænleg- ast að eiga við Thorgeirsson í þessu efni. Áriðandi er einnig fyrir alla að mæta fyrir herdóminum hvort sem þeir get^ farið í stríðið eða ekki; því hver sem það vanrækir tapar at- kvæði sinu, en þeir sem ekki geta farið og mæta samt til þess að biðja um undanlþágu hafa atkvæðisrétt. Lesið þessa grein vel og rækilega og er með henni svaraö fjölda bréfa sem vér komumst ekki yfir að svara. Fundir í Nýja Islandi Adamson þingmannsefni held- ur fundi á eftirfarandi stöðum og tíma. Mánudaginn 12. nóv. kl. 8 e. h. að GIMLI priðjudaginn 13. nóv. kl. 2 e. h. í ÁRNESI og sama dag klukkan 8 e. h. í RIVERTON. Miðvikudaginn 14. nóv. kl. 2 e.1t. að VIDI Sama dag kí. 8 eftir hádegi að ÁRBORG. V VILTU LÁTA CANADA NJÓT A PENINGA |?INNA? Eða viltu bíða þar til pjóðverja ----- taka þá? Kominn í dómsmála-ráðherra sœtið. Ráðherraskifti. Á laugardaginn var gerðust þau tíðindi að A. B. Hudson dómsmála- stjóri í Man'vtoba sagði af sér því em- bætti og var Tlios. H. Johnson verka- málaráðherra valinn af stjórninni til Ivess að koma í staðinn hans. Við embætti Johnsons'tekur aftur á ínóti George A. Gierson þingmaður fyrir Minnedosa. Hudson fór ekki úr ráða- neytinu v'egna neins misskilnings heldur sökum þess að hann hefir svo mörgum störfum að gegna fvrir sjálf- an sig að honurn var ómögulegt að kornast yfír þau. Hudson er vel gei- inn maður, en sá er stöðu hans tekur er ekki síðun; og áleit ritstjóri “Lög- bergs” í upphafi að liann heföi átt að skipa það embætti frá byrjun.. Staða sú er Johnson hefir fylt er erfið og vandasöm og munu flestir telja hana hafa verið vel skipaða undir hans stjórn. Sá er nú tekur við er niikilhæfur maður og má vænta þess að Itonuni farnist vel. Grieson verður að fara til kosninga samkvæmt lögum, en ekki mun það verða nema til málamynda, því að líkindum verður hann kosinn gagn- sóknarlaust. Bitar. Giftið ykkur ekki stúlkur fyr en þið hafið séð og heyrt “Barnfóstruna” Hon. Thos. H. Johnson, dómsmálaráðherra. Bæjarfréttir. Einar G. Martin frá Hnausum var >á ferð í bænum á þriðjudaginn að selja eldiv'ið. Kostar hlassið fcordið) af “Poplar” $4.00 á-Hnaus- um og seldi Martin mikið af við hér í bænum fyrir það verð. Þriðjudagskveldið 20. þ. m. veröur “Barnfóstran” leikin i Goodtemplara húsinu til arðs fvrir gainalmenna heimilið Betel. Allir velkomnir; að- gangur ókeypis. samskota leitað. auglýst i næsta blaði. Christjan Helgason frá Foam Lake Attðunn Arngrímsson frá Leslie, Jón Einarsson. Steingríniur Johnson og Eggert Björnsson frá Kandahar kornu til bæjarins um helgina; voru allir að flytja nautgripi til söht. Jón Magnússon. Helgi Björnsson og kona hans frá Marv Hill komu til bæjarins á finvtúdagiAn og fóru heim samdægurs. Mr. og Mrs. Sveinsson frá Arnaud voru hér í bænttm í fyrri viku. Gefin Sarnan í hjónaband í kirkj- unni á Hnausutn í Nýja Islandi þ. 28. okt. sft 1. vortt þau Oliwer C. Clirist- ensen og Brvnveig Aðalbjörg Einars- san. Brúðguminn er danskur að ætt. en fæddur itér í landi. Brúðurinn er dóttir Bárðar Eitiarssonar og konu hans Guðfinnu Gísladóttur er búa í Skógargerði í Árnes-bvgð. Séra Tó- hann Bjarnason gifti. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn í Árnes-bygð. Ling stúlka getur fengið vist, eng- in börn á heimilinu. 275 Auburry St. Friðrik Bjarnason frá Wynyard var hér á ferð fyrir helgina á leið suður til Dakota að finna systur sína Elenborgu, sem lá hættulega veik. Halldór Austmann, Gunnsteinn og Hálfdán synir hans frá Islendinga- filjóti voru á ferð í bænum á þriðju- daginn. ___________ \ Aritan Guðmundar Sigttrjónssonar iþróttamianns er þannig: G. Sigur- jónsson, 27th Can. Batt., B. E. F. France. Hér er áritun Gtlðjóns Þorvalds- sonar: John Thorvaldson, No. 476360, 4 Troop C. Sqd. T. G. H.. lst C. C. B. G. Erance. Jón Goodman andaðist aö heimili sínti 268 Good Str. hér í Winnipeg á þriðjudagsmorguninn 78 ára að aldri. Hann lætur cftir sig ekkju og fjórar dætur. Jón var bróðir Guðrúnar Goodman ijósmóður í Leslie. Tvær merkilegar myndir málaðar af Þ. Þ. Þorsteinsysni eru nýkomnar út. Önnur er af “Gullfossi” hin af Jóni Sig'Urössyni. Stór mynd og fög- ur og fjórar aðrar myndir af honum smærri, þar á meðal ein þar sem hann er með konu sinni. “Barnfóstran" segir, “að |>ótt inn- gangur kosti ekkert, þá sé útgangan dýr. Glevmið ekki buddunum lteima piltar!” Rússland. Þar hefir fátt skeð markvert jóð- verjar ltafa ekki ttnnið eins ntikið á Rússum nú og aö undanförntt, en þö allmikið. Kerensky forsætisráðherra sagði á fimtudaginn að Rússar værtt orðnir þreyttir á stríðinu; 'þeir hefðu verið komnir i það 18 mánuðum á undan Bretum og Frökkum og hefðu tvisv- • ar að tninsta kosti bjargað þeim þjóðutn báðunt frá óföntni. Nú kvað hann það vera skyldu banda- manna að koma til hjálpar, þvi hing- aö til hefðu þeir verið einir sin meg- in. Hann kvað þjóðina vera svo að segja að þrotum kotnna en samt væri áforitt hennar að halda áfram og berjast til þrautar; kvað hann ýmsa spvrja hvar brezki flotinn væri nú; og hvers vegna hann kæmi ekk. í ljós þegar þýzki flotinn væri kominn út. LT’m stjórnarbyltinguna sagði Kereu- j sky að ekki væri iiægt að dæma enn þá; kvaðst hann vona að hún yröi latidi og lýð til blessunar, en þar sem hún væri ekk: nema sjö mánaða göm- j ul væri ekki unt að fella neinn sann-1 ----------------------------M-------- Hon. G. A. Grierson, hinn nýi verltamála ráðherra Manitoba-fylkis. Hon. A. B. Hudson, fyrverandi dómsmálaráðherra. gjarnan dóm y.fir afleiðingum hennar á Frakklandi hefði árangnrinn ekki sést fyr en eftir ntörg ár; en alls hins bezta kvaðst hann Væntia, hvað sem verða kynni. Rússneskum og tyrkneskum her- skipunt lenti saman fyrra miðvikudag í Svaftahafinu, þar sem heitir Inada- fjörður, er það skamt frá Bosporus fSæviðar sundi). Lyktaði viðskiftum þeirra þannig að fallbyssubátur sem Rússar voru á sökti fjóirum fluvninga skipunt og einum fallbyssubáti fyrir Tyrkjum. Rússneska stjórnin hefir ákveðið að takast á hendur eúikasölu á tei til þess að ná peningum upp í herkostn- að. Er áætlað að það rnuni veita 400,000 fúbla tekjttr á ári. Stjórnin hefir ákveðið að taka 4,000,000 rúbla lán.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.