Lögberg - 08.11.1917, Side 4

Lögberg - 08.11.1917, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER 1917 3L“bgbciQ Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TAIiSIM I: GARRY 11« og 117 I. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE 00LUMBt/\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, K|an- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: >2.00 um árið. Avarp Sir Wilfrid Lauriers. Lengi höfðu menn beðið eftir ávarpi Sir Wil- frid Lauriers til canadisku þjóðarinnar viðvíkjandi stefnu hans í stjómmálum; ávarpið kom á mánu- daginn og er það á þessa leið: ómögulegt að komast hjá kosningum. pióð sem er frjáis á heimting á því að fá að velja sér stjóm reglulega með stuttu millibili. • Stjómarskráin ákveður því kosningar fimta hvert ár. pví verður ekki neitað að. sterk tijhneiging hefir verið til þess að halda ekki kosningar meðan stríðið stæði yfir. Sumir virðast hafa þá skoðun að ef eg hefði tekið höndum saman við forsætisráðherrann og gengið í samband við stjóm hans, þá hefði verið mögulegt að framlengja kjörtímabilið. petta er með öllu villandi; sannleikurinn er' sá að tilboðið til mín var því skilyrði háð að samsteypustjómin lögleiddi fyrst herskyldu og færi síðan til kosn- inga; þannig var kosning undir öllum kringum- stæðum óhjákvæmileg. Stjórnin sem nýlega hefir verið endurfædd — hin svo kallaða samsteypust.jóm — kemur nú fram • fyrir kjósenduma og beiðist kosninga. Sex menn úr frjálslynda flokknum — surnir þeirra nánir persónulegir vinir mínir — hafa látið tilleiðast að taka sæti í stjóminni og stefna sú er þeir ætla sér að fylgja hefir þegar birst almenningi; en í þess- ari stefnu sjást þess alls engin merki að hinum frjálslyndu mönnum hafi telcist að fá samstjóra- m endur síná til þess að innleiða eitt einasta atriði . af því, sem þeir þó töldu bráðnauðsynlegt, ekki einungis stríðinu til sigurs á vora hlið, heldur þjóðinni til heilla nú og æfinlega. Flest atriðí stjómarávarpsins eru myglaðar skorpur og molar, teknir úr stefnuskrá afturhalds- flokksins frá 1911, sem gleymst höfðu eftir þær kosningar, en eru nú matreidd aftur handa þjóð- inni fyrir nýju kosningarnar. pannig eru til dæm- is loforðin um sparnað, um hagsýni; þannig eru loforðin um ýmsar innanlands umbætur í stjóm- arfari. par hefir á ný verið lofað ýmsu, sem and- stæðingar stjómarinnar hefðu með ánægju hjálp- að henni til að framkvæma á síðasta þingi, ef stjómin hefði gefið tækifæri til þess. 0 Innflutningar mikilsvert málefni. Eitt atriðið er þess virði að það sé rækilega athugað. Stjómin lofar atkvæðamikilli og fram- takssamri stefnu í innflutningamálum. pessi spurning verður ef til vill mikilsverðust allra spuminga eftir stríðið. Byrði sú sem nú vex dag- lega og verður framvegis að hvíla á baki canadisku þjóðarinnar, verður borin léttilega ef notaðar eru og hagnýttar hinar miklu nytjar landsins. En til þess að geta hagnýtt auðsuppsprettur vorar em það aðalskilyrðin að fólkinu fjölgi fljótt og góðir menn og konur fáist til þess að flytja til vor. pess vegna er þörf á miklum framkvæmdum og góðum ráðum til aukinna innflutninga. pað liggur í aug- um uppi að innflutningar hafa verið hindraðir til stórra muna með því að svifta fjölda manna can- adiskum borgararétti. petta hlýtur að vera sá steinn í götu innflytjendunum sem erfitt verður yfir að stíga, sérstaklega þegar stefna og aðferð stjómarinnar í Canada er borin saman við það sem Bandaríkin gera, þar sem enginn þess konar ójöfn- uður hefir verið í frammi hafðúr við innflutta borgara. Eitt atriði í stefnu stjómarinnar talar um hagkvæma flutninga, en þetta er þjóðinni sagt í þokukendum og óákveðnum orðum. Ekki er minst á C. N. R. brautina; samt var þetta mál þó ekki útkljáð á síðasta þingi og verður því eitt af hin- um mikilverðustu málum, sem næsta þing hefir um að f jalla. C. N. R. kaupin. Eitt atriði á síðasta þingi var það að gera stjómina eiganda að hlutum C. N. R. félagsins, sem að nafninu til áttu að vera $60,000,000 virði. Aldrei hefir þó einn einasti dalur verið borgaður í þeim hlutum. Sérfróðir menn voru útnefndir af stjóminni sjálfri til þess að rannsaka allan hag félagsins; voru það menn með miklum hæfileik- um og þekkingu; þessir menn hafa sjálfir skýrt frá því að félagið eigi ekki eins einasta dals virði. Samt sem áður hefir stjórain látið sér sæma að skipa virðingarmenn til þess að verðsetja þær sömu eignir, sem sérfræðingar stjómarinnar sjálfrar hafa lýst með öllu verðlausar. Andstæðingar stjórnarinnar fóra fram á að skýrsla virðingamannanna, hvemig sem hún væri, yrði lögð fyrir þingið til samþyktar. pótt þessari kröfu væri neitað þá er það samt réttur fólksins að lýsa því yfir að kaupin hefðu ekki átt að vera til lykta leidd af deyjandi þingi, heldur skuli mál- ið frá byrjun vera höndlað og því ráðið til lykta af hinu nýkosna þingi. ToIIabreyting eina mögulega leiðin til þess að bæta úr dýrtíðinni. Eðlilegt var að ætlast væri til þess að hin endurfædd^ stjóm kæmi fram með mikilsverða breytingu a högum landsins og þjóðarinnar, sem nú er aLöllum viðurkent að sé í bágbomu lagi. Á þetta atriði er þó ekki minst nema í hinum óljósu orðum, sem lofa að hindra “of mikinn ágóða”, að vama “of mikilli auðsöfnun og samsteypum til þess að hækka verð og auka þannig dýrtíðina”. Fjármáfum landsins verður að ráða bót á tafar- laust, ekki með orðum einum sem eru jafn óákveð- in og þessi, heldur verður þar að ganga hreint að verki og hlífðarlaust. Verð á öllum lífsnauðsynjum hefir farið stöðugt hækkandi síðan stríðið hófst. pað er að verða meira og meira áhyggjuefni fyrir alla dag- launamenn að geta séð fyrir sér og sínum, ef þeir hafa ekki því hærra kaup. pessar áhyggjur liggja eins og farg á öllum þorra manna. pað svar full- nægir ekki að segja að þetta séu eðlilegar afleið- ingar stríðsins. pegar þess er gætt að verð á brauði og reyktu svínakjöti — til þess að minnast sérstaklega á eitthvað ákveðið — er hærra hér í Canada en á brezku eyjunum. petta út af fyrir sig er óræk sönnun þess að verðið hér hjá oss er hækkað af einhverjum öðrum ástæðum en stríð- inu ; nema því að eins að stríðið sé til þess haft að setja ránsverð á lífsnauðsynjar manna í skjóli þess og skugga. pað er víst og áreiðanlegt að engar • aðrar orsakir geta verið fyrir þessu háa verði, en þær sem stjórain minnist á og kallar “of mikinn t ágóða”, “auðsafn” og “samsteypur til þess að hækka verð”. pegar nú stjómin veit hvar kýlið er, hvað er þá því til fyrirstöðu að hún stingi á því og geri það hlífðarlaust? Lækningin er við hend- ina og benti eg á það í byrjun. Engin ráð verða fundin til þess að lækka verð á lífsnauðsynjum með því fyrirkomulagi sem nú er. Fyr en tollar hafa verið teknir af þeim nauð- synjum, sem “of mikill gróði” er af og “of mikið er safnað saman af” og “menn sameinast til að halda í háu verði” er engra bóta von. Um þetta grand- vallar atriði umbótanna segir samsteypustjórnin ekki eitt einasta orð í ávarpi sínu. Meira að segja meðlimir samsteypustjómarinnar hafa lýst því yfir að allar umbætur á tollalöggjöfum yrðu að bíða aðgeroarlausar þangað til striðið væri um garð gengið. Með því að það er skoðun mín að Canad'a geti ekki tékið þátt í stríðinu og stuðlað að sigri með neinu betur en með því að auka sem mest fram- leiðslu í landinu, mundi það verða stefna mín ef þjóðin treysti mér fyrir stjómarforustu í landinu, að afnema með öllu toll af akuryrkjuverkfærum tafarlaust. Síðan stríðið byrjaði hefir stjórain aukið töll sem nemur 7^% á allar lífsnauðsynjar sem flutt- ar era hingað annarsstaðar að en frá Bretlandi og um 5% á allar lífsnauðsynjar sem þaðan eru flutt- ar. petta hvorttveggja mundi eg afnema tafar- laust; afnema það alveg að því ér öll lönd snertir nema þau sem era í stríði við oss. pað er ekkert efa mál að undir núverandi kringumstæðum er þetta miklu fremur til hindrunar framleiðslu en aukn- ingar; og um það getur enginn efast að sá sem að síðustu verður að borga brúsann, er þjóðin — fólk- ið. petta verður að borgast með aukasköttum. pað að hækka tolla á lífsnauðsynj um frá Bret- Iandi var óvinabragð og ónauðsynlegt af hálfu Canada gagnvart móðurþjóðinni, einmitt á þeim tíma þegar brezka verzlunin stóð á völtum fótum vegna hins mikla þunga núverandi styrjaldar. pessir auka tollar halda áfram að vera óvináttu- merki við England og ættu að vera afnumdir taf- arlaust. Afnám tolla af akuryrkju verkfærum. Til þess að bæta enn betur úr núverandi erfið- leikum mundi eg afnema tafarlaust allan toll af akuryrkju verkfærum og þeim lífsnauðsynjum, sem bændur hafa farið fram á að yrðu tollfrí. Auk þess mundi eg láta lækka tolla og breyta þeim á ýmsu öðra sem nú eru þjóðinni til hindranar. Til þess að draga úr dýrtíðinni mundi eg taka undir stjómar umsjón allar fæðu framleiðslustofn- anir, til þess að matvæli yrðu seld með ákveðnu, sanngjömu verði undir eftirliti sjómarinnar, á sama hátt og gert hefir verið á Bretlandi. í þessu tilliti ætti að semja við þá sem framleiða vistir, og þeir fengnir til þess — þvingaðir til þess — að setja aðeins á vöru sína sanngjaman ágóða af höfuðstóli og rekstri, til þess að sá er kaupa þarf sé ekki neyddur til þess að borga tvöfalt verð. Yrði ekki komist að slíkum samningum mundi eg ekki hika við að taka á vald stjómarinnai allar slíkar stofnanir sem framleiða vörur. Og ekki er hér með alt talið. Stjórnin hefir vald til þess að lækka verð á öllum nauðsynjum. pessu valdi hefði hún átt að beita; og þessu valdi hefir hún þegar beitt að því er snertir pappír til fréttablaða. f febrúar mánuði í vetur var það samþykt á stjómarfundi að “til þess að tryggja blaðaútgef- endum í Canada pappír fyrir sanngjamt verð, skyldi tollmálastjóranum heimilað og gefið vald til þess að ákveða hversu mikill og með hvaða verði pappír skyldi seldur til útgenfenda í Canada”. Með þessari fyrirskipun hefir stjómin neytt papp- írssala til þess að selja eins mikinn pappír og með því verði til útgefendanna, sem stjómin sjálf á- kveður; og pappírssalamir hafa engin mótmæli borið fram. Fyrst stjómin hafði vald til þessara ráðstafana að því er pappír snerti, hvers vegna hélt hún þá ekki áfram? Hvers vegna lækkaði ekki stjómin kostnað á öllum þeim mörgu lífs- þægindiím, sem valda öllum þorra alþýðu þungra áhyggja og íólkið getur tæplega veitt sér? petta er eitt aðal atriðið sem vér verðum að ráða bót á, og það tafarlaust. Hergróði. Eitt af því sem mest á ríður til þess að vinna stríðið er stöðvun á hinum óhóflega gróða, sem einstakir menn og einstök félög hafa rakað sam- an í skjóli stríðsins. Stjómin hefir af ásettu ráði hvatt til f járdráttar í sambandi við stríðið til hags- muna fyrir sína pólitísku gæðinga. Eitt af fyrstu verkum mínum mundi vera það að ná inn aftun í fjárhirzlu landsins sem borgun fyrir stríðsvörum- ar, hinum geysi mikla aukna ágóða, sem fjárdrátt- armennimir hafa hrúgað saman. Ef til þess þyrfti að taka mundi eg ekki hika við það til þess að stöðva tafarlaust þessa tegund fjárdráttar, að taka haldi á þeim stofnunum, sem framleiða her- vörur og selja með ósanngjömum ágóða; einmitt þetta hefir verið gert á Bretlandi; mundu þá hér eins og nú er þar verða framleiddar vörur með sanngjömum ágóða af höfuðstóli og raksturs- kostnaði. petta álít eg bezta ráðið til þess að tryggja hervöruframleiðslu, og beztu aðferðina til þess að bjarga þjóðinni frá því að vera féflett af fjárdráttarmönnum; ættu þeir að láta af hendi til stjórnarinnar þær verksmiðjur sem til þessa væru vel fallnar. par með ætti að teljast matarfram- leiðsla, skotfæri, skip o. s. frv. petta ætti alt að vera gert þjóðinni til hagsmuna og alt selt með sanngjömu verði. Á móti herskyldu. Á það verður ekki lögð of mikil áherzla að þessu stríði varð ekki afstýrt af bandamönnum. þeir voru neyddir í það. Stríðið er barátta upp á líf og dáuða fyrir menningu heimsins. pað að Bandaríkin fóru í stríðið er frekari sönnun fyrir þessu, ef nokkurra frekari sannana hefði verið þörf. Bandaríkjaþjóðin vonaðist lengi til að henni yrði hlíft við þeim skelfingum, en brot pjóðverja á hinum helgustu alþjóða-samningum lét Banda- ríkjunum engan annan veg opinn en þann sem þau tóku; þau tóku höndum saman við hina aðra bandamenn til þess að berjast gegn hinum sameig- inlega óvini mannkynsins. pegar stríðið fyrst hófst og vér vildum gera alt mögulegt til þess að stuðla til sigurs, bauð mótstöðuflokkurinn stjóm- inni alla aðstoð sína í öllum mögulegum efnum. Vér samþyktum allar hemaðarráðstafanir þeirra, nema einungis þær sem vér vorum sannfærðir um að fremur væru til hindrunar en sigurvona. í ár hefir stjómin innleitt lög til þess að þvinga'menn í stríðið með herskyldu. pessu til- tæki var mér ómögulegt að vera sammála. Verði þess spurt hvemig eg geti samrýmtA þetta þeirri margýfirlýstu staðhæfingu minni að eg vilji leggja fram alla krafta mína til þess að stríðið geti unn- ist, þá svara eg því hiklaust að þessi snöggi snún- ingur stjómarinnar frá sjálfboðaaðfefð til her- skyldu er að mínu áliti miklu frekar til þess, að hindra sigur en að flýta honum, til þess að vinni á móti stríðinu fremur en til þess að vinna með því. pess ber að minnast að fyrir stríðið var herskylda óþekt í öllum brezkum löndum. það var eitt af því sem Stór-Bretland stærði sig af að herskyldan, bölvun Mið-Evrópulandanna, var óþekt undir brezku flaggi og hafði þar engum til hugar komið; jafnvel í Napoleons stríðinu höfðu menn barist af frjálsum og fúsum vilja. Jafnframt ber þess að geta að sökum þess mikla og sívaxandi herbúnaðar í Evrópu var her- skyldu aðferð oft og alvarlega rædd í brezka þing- inu svo árum skifti að undanförnu; sömuleiðis var málið rætt í blöðunum. pess vegna var það að þegar málið loksins kom í framvarpi fyrir þingið, var það ekkert nýmælj. Fólkið var fuilkomlega undir þetta búið, og þrátt fyrir það komu samt • fram sterk mótmæli úr mörgum áttum og frá mörgum stéttum. • Herskyldan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Alt öðru vísi var farið að því að innleiða her- skylduna í Canada; hún kom þar eins og hagl úr heiðskíra lofti. Hún hafði aldrei fyr verið til um- ræðu í þinginu og blöðin höfðu verið eindregið á móti henni. í júlí mánuði 1016 hrylti eins atkvæðamikið blað og “Toronto Globe” við hugsuninni einni um herskyldu. Hér geta menn lesið hvemig það blað leit á málið í nákvæmlega hugsaðri ritstjómar- grein: “Blaðið “Globe” hefir þráfaldlega í rit- stjómardálkum sínum bent á það að herskylda í landi þar sem eins stendur á og í Canada er með öllp ómöguleg, og að enginn stjórnmálamaður með fullu viti, sem leiðtogi væri hvors flokksins sem vera vildi og gæti stjórnað honum léti sér til hugar koma að lögleiða herskyldu. Ekki heldur hefir blaðið “Globe” um skör fram ámælt Bordenstjóra- inni fyrir það að hafa ekki gert meira en raun er á til þess að láta sjálfboðaaðferðina hepnast. Að- finslur þessa blaðs og flestra frjálslyndra blaða hafa verið mjög vægar þegar þær eru bomar sam- an við hinar svæsnu ákærur blaðsins “Toronto Telegram”, “Winnipeg Telegram”, “Montreal Daily Mail” og annara blaða sem gjörsamlega hafa enga samhygð með frjálslynda flokknum”. Jafnvel er ekki lengra síðan en 27. desember 1916 að blaðið “Globe” endurtók aðfinslur sínar gegn nokkurri tilraun til þess að “þröngva Canadamönn- um í herinn” og dró blaðið saman álit almennings í þessum orðum: “Verkamannafélögin era á móti herskyldu, en leiðandi menn sem eru andstæðir öllum þjóðstjómar hugmyndum eru með henni”. Og ekki hefir stjómin sjálf fremur dregið af orð- um sínum í þeim staðhæfingum, sem hún hefir gert um þetta mál. Ræður á þinginu. f byrjun þingsins 1916 komu fram margar sparningar um það, hvort til herskyldu yrði geng- ið til þess að uppfylla það loforð forsætisráðherr- ans að senda 500,000 manns í herinn, og svaraði hann þeim spumingum á þessa leiðs “Minn heiðr- aði vinur hefir minst á herskyldu — minst á þá hugmynd sumra hér og annarsstaðar að herskylda kæmi ef til vill í Canada. f ræðum mínum á fyrstu tveimur eða þremur mánuðum stríðsins lýsti eg því greinilega yfir til þjóðarinnar í Canada að vér ætluðum ekki að lögleiða herskyldu. Nú í dag endurtek eg þá yfirlýsingu og það með áherzlu”. Jafn ákveðin og undantekningarlaus var yfir- lýsing mín í þessu máli. pess minnist eg nú greini- lega að árin 1910 og 1911 fórust “Nationalistum” þannig orð um flotamálaframvarpið, þegar þeir börðust á móti því: “Slík stefna leiðir af síðustu til herskyldu”. pá lýsti eg því yfir hvað eftir annað að aldrei yrði af oss gripið til herskyldu undir neinum kringumstæðum. Hvað eftir annað lýsti eg því yfir eftir að þetta stríð hófst að her- skylda ætti ekki að vera lögleidd í Canada. pann- ig var afstaða mín þegar stjómin snerist og kom fram með herskyldulögin fyrirvaralaust. pað að þvinga slík lög inn á þjóðina gjörsam- lega óviðbúna og þvert ofan í margítrekaðar stað- hæfingar í gagnstæða átt, var hvorki viturlegt né varlegt, né heldur getur það hepnast. pað getur orðið til þess að safna mönnum í stríðið, en það verður ekki til þess að blása inn í þjóðlíkamann þeim anda eldmóðs og alvöra og staðfestu, sem er meira en helmingur sigurvonanna í stríðinu. pessi lög skapa klofning og auka hann, í stað þess að oss ríður lífið á sameiningu. SÓNHÆTTIR "* XVIII. Paradís. Sá sælustaður sagnar fomrar er, þau saklaus ár, sem bemskan reynslu smá í ljúfum draumi lifir, nýtur, á, svo lengi og ábyrgð þung á dyr ei ber. Ef val þá meiri varðleik gefur þér, þitt vor í sumar breytist áram hjá: pú geymir Eden æsku þinni frá til æfiloka móti fénda her. Hún tengd er eðli’ en engum vissum stað — í austri þú, í suðri, vestri þið, í norðri eg—, því vöggustokkinn við býr vorheimssælan, lífsins yndi það, sem meðfætt er, sem gjöf frá guði lands. öll gæfa sönn er bundin lögum hans. p. p. p. THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OsLER, M.P, Pre8ÍrIent W. D. MATTHEWS. Vice-President Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við Kann reglulega Notre l>ame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuðstóII greiddur $1,431,200 Varasjóðu......... $ 848,554 (ormaður Capt. WM. ROBINSON Vlce-President - JAS. H. ASHDOWN Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWT.F E. F. HIJTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBEL.L., JOHN STOVKl. Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlð elnstakllnga eSa félög og sanngjarnir skilmS.lar veittir. Avlsanir seldar tll hvaöa. staBar sem er 4 Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóBslnnlögum, sem byrja mð. meB 1 dollar. Rentur lagBar viB 4 hverjum 6 mðnuBum. T- E. THORSTEIN9SON, Ráðamaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf. Það er til mynda- smiður í borginni w. w. ROBSON yoar -- 490 Main St. pað er mér fullljóst að þær skoðanir sem eg hefi birt hafa ekki mætt samþykki alla manna, jafnvel ekki sumra þeirra, sem eru leiðandi menn í þeim flokki sem eg tilheyri. En þrátt fyrir það held eg því fram að þving- un, áður en frjálsar leiðir hafa verið samvizkusamlega reyndar í þessu efni, sé ekki heillastefna. Og í þessu atriði leyfi eg mér að skjóta máli mínu til allrar þjóð- arinnar í Canada. pegar eg setti mig á móti her- skyldunni, krafðist eg einskis frekar en þess að jafn miklu og alvarlegu máli skyldi ekki vera þrælað 1 gegn um þing án þess að leita álits fólksins. Eg hélt fram þjóðar atkvæðinu fyrir þá sök að sú aðferð er nú orðin sú alþýðlegasta og sanngjarnasta til þess að ráða til lykta með samþykki þjóðarinnar sjálfrar, án þeirra óþæginda og þeirra hindrana, sem ’kosningar æfin- lega hafa í för með sér. pjóðar atkvæðis hafði einnig verið kraf- ist af verkamanna félögunum. Kröfu minni var neitað. Eg skýt máli mínu með fullu trausti undir dómgreind alþýðu, og veit að hún lýtur svo á að her- skylda undir þeim kringumstæð- um, sem að ofan eru skýrðar og á þann hátt sem frá er sagt, hafi verið misráðin og óheppileg; sértsaklega þegar það er haft fyrir augum að aðalatriðið hefði átt að vera og enn er það að halda sameiningu og samvinnu allra flokka og færa þá saman til einhuga starfsemi í voru mikla takmarki. Grandvallar atriðin fyrir mót- stöðu gegn herskyldulögum stjórnarinnar, eru þau að þar eru herskylduð mannslíf aðeins en engin tilraun er til þess gerð að herskylda auð, framleiðslu né þjónustu neinna þeirra manna, sem ekki eru á aldrinum sem til- tekið er í herskyldulögunum. petta er bersýnilega ranglátt. Maðurinn sem er reiðubúinn til þess að leggja alt í sölumar og hætta lífi sínu í þjónustu til varaar landi sínu, á heimting á því að fyrir honum sé fyrst bor- m umhyggja. peir sem hann á fyrir að sjá; þeir sem verða að sjá á bak hcílum og horfa á autt sæti hans, eiga að vera næstir, þegar stjómin réttir út vemdar- hendur sínar. Sú stefna sem lætur sér ant um hermennina og skyldulið þeirra, ætla eg að verði heilla- vænlegust til þess að fá menn til þess að berjast fyrir ríkið, án þess að grípa þurfi til herskyldu. Verði eg kosinn til valda ætla eg mér að hafa þá stefnu. Mín fyrsta skylda skal verða að finna færustu menn þjóðarinnar, hvar sem þeir eru, menn sem eru hag- fróðir, menn af öllum stéttum og bjóða þeirn að taka saman við mig höndum, hvað sem það kunni að kosta þá, til þess að mynda stjóm er sjái um að fá menn, fé og framleiðslu mögu- leika sem nauðsyn krefur til hjálpar vorum hugprúðu mönn- * um í hemum, og- til þess að gera / Canada það mögulegt að halda áfram til enda stríðsins með sem mestum krafti og sigurvonum. pjóðar atkvæði um herskyldu- lögin. Að því er snertir herskyldu- lögin, sem nú eru í gildi er það að segja, að verði eg kosinn ætla eg mér ekki að framfylgja þeim lengra fyr en þjóðinni hefir gef- ist kostur á því að segja álit sitt um þau með atkvæðagreiðslu. Eg skuldbind mig til þess að bera lögin undir fólkið og með sam- stjómendum mínum að fylgja fram því einu sem þjóðin sjálf vill vera láta og fram kemur við meiri hluta slíkrar atkvæða- greiðslu. Jafnframt þessu mundi eg vinna af alefli að því að menn færu sjálfviljugir í herinn. pað er atriði sem ekki verður á móti mælt að sjálfboðaliðsaðferðin var ekki samvizkusamlega reynd til þrautar, og sízt í Quebec; en væri sú aðferð viðhöfð með ein- lægni og sanngirni, þá mundu hinir drenglyndu Canadabúar koma fram með eldmóði og áhuga; mundi það verða til þess að gera útlægt úr voru canadiska þjóðlífi það óheilla aflið, sem verstu hefir til leiðar komið, sem er sundrung og samtakaleysi á tímum hinna alvarlegustu eld- rauna í sögu vorri. ENGIN HÆKKUN á þremur árum Eins og verð hefir verið á nálega öllum matartegundum, siðan stríðið hófst, þá hlýtur það að vera huggun þeim, sem þykir Kaffi gott, að engin verðhækkun hefir verið gerð á Red Rose Kaffi í þrjú ár—og hin aukna sala á Red Rose Kaffi þetta ár sýnir að verðið er ekki til fyrirstöðu. Fólk virðist alstaðar brúka meira Kaffi nú en áður. Re‘d Rose Te er spamaðar drykkur vegna framúrskarandi gæða þess—en Red Rose Kaffi er spamaðardrykkur, bæði hvað gæði og verð snertir, aðferð sem öllum tekst ekki á striðs- r •*” tímum. ^ 675 Red Rose Coffee

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.