Lögberg


Lögberg - 22.11.1917, Qupperneq 2

Lögberg - 22.11.1917, Qupperneq 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER 1917 Huldir fjársjóðir Gullið í Leirunni við Akureyri. Þaö er ckki gullið í sjónum, sem ná má á kemiskan hátt, né heldur í hraunum Islands og móhellu, sem eg á hér viö, né heldur málmblendingar þeir, sem hér og iþar finnast í klettum og mýrum og meöfram ám og fjörS- um, né dýrmætir gknsteinar, sem jarSeldar hafa steypt, og ei heldur er þaS elfýriS (rafmagniS) í fossuwi landsins og vindum, né radíumefni í biksteini, og effi heldur auSlegS sjávarins, sem hefir gefiS af sér ár- lega um og yfir 100 milj. kr. virSi nú á síSustu árum — en þaS er guövef- urinn, sem geislar ljóss og ihita vefa úr moldardufti jaröarinnar, og dagg- ardropum himinsins, og getur huliö margra mílna svæöi i dölum og á lág- Iendi Island'S, og eins viö strendur þess, meö gulgrænni ábreiöu af feg- urri gerö, en dýrmætasta silki og grænna en hreinasta simaragS. Þessi svæöi má finna, eigi aS eins hér á SuSurlandi, sem allir Reykvíkingar }>ekkja, eigi aö eins á stórsléttunum í Flóanum og i ölfussveit, né hér í grend viS Reykjavík, þar sem hraun- iö er oröiö aö túnum; þessi svæöi finnast einnig NorSanlands, og eitt þeirra er rétt sunnan viö Akureyri. ÞaS er leiran, fram af Eyjafjaröará, mynduS af ánni, sem um háfjöru er þurir sandar og aurleöja, en annars þakin sæ, sem hér er um aö ræSa. Þetta svæöi er hér um bil 2)4 km. á breidd frá austri til vesturs og lý> —1)4 km. frá suSri til norSurs, eöa ca. 4 ferkm, eöa 400 hektarar aö stærS. Alt þetta svæöi, 1200 vallar- dagsláttur, má gera aS bezta starengi, sé aö eins sterkur grjótgaröur bygS- ur þvert yfir, vib ytri brún leirunnar, frá suöurhluta Akureyrarbæjar og austur yfir, aö bœnunf VarSgjá. AuS- vitaö verSa sveiflubrýr aS vera þar sem álar eru, en þeir eru eitthvaö 5 aö tölu. Sé þetta gert, og flóögaröar hlaSnir meöfram ánni, má þurka alt þetta svæöi upp og eftir nokkur ár, t. d. 10—15, n’tindi þaö vera oröiö aö mjög grösugu engi. ÞaS er því eng- an vegin í fyrsta sinn, aö þessi hug- mynd kemur fram, aö byggja garö yfir Leiruna, bæöi til þess aS verja Akureyrarhöfn, sem alt af er aS grynnast og rr.inka, heldur einnig til þess aö breyta }>essu mikla flæmi i ágætt graslendi og tryggja bænum talsveröanágóöa af þvi, og eins þann hagnaS, aS geta fóöraö alt aö þvi 400 nautgripi af því svæöi, sem nú eru arölausar eyrar. Hugmyndin er 20 ára gömul eöa meir, aö þvl er kúnnugir hafa sagt mér, en efnaleysi og framtaksleysi bæjarbúa, og ef til vill athugunarleysi verkfræöinga hef- ir oröiö aöalorsök þess, aö ekkert hefir enn veriö gert í þá átt aö nota leiruna. og byggja garSinn, jafnframt og fariö var aö brúa ána, en þaö eitt mun kosta aÖ minsta kosti 100 þús. kr., Iíklega talsvert meira, eins og verö á byggingarefni er nú. Akur- eyri hefir skirrzt viö aö færast hiÖ stærra fyrirtæki í fang; hún hefir látiS sér nægja, aö biSja um fé til aS brúa ána, líkl. af ótta viS, aö féÖ mundi eigi fást, og af vantrausti á ör- lyndi sinna eigin auSmanna, sem vel gætu lagt fram y2 milj. til aS byggja garöinn, ef þeir aö eins vildu, því Akureyri á nú 2 menn, sem teljast miljónaeigendur, eftir útsvörum þeirra aö dæma, og 3 eÖa 4 hálfmiijóna-eig- endur, auk smærri stórmenna. Allir þessir mógúlar hafa getaö horft á þaö meö jafnaSargeöi, aö höfnin fylt- ist smámsaman af sandi og leir, og ekki boöiS bænuim svo sem % milj. af auöi sínum, til aö verjast framburöi árinnar, og ei heldur til aö byggja granda fyrir utan Oddeyri, til aS verjast hafísnum, sem hefir tilfinn- anlega heimsótt Akureyri, eins og alt NorSurland, fyrir skemstu. Bærinn á því enn viS ramrnan reip aö draga og þykrst líkl. lánsamur, ef hann fær nægan styrk úr landsjóöi til þess aS brúa Eyjafjaröará, þar sem hún fellur í 4—5 kvíslum, eitthvaö 200 m. á breidd, eSa meira, rétt eins og Rvík, höfuöborg íslands, lætur sér nægja meö, aö byggja granda út af Efferisey og þaðan í austur, sem gefur ekki mikið yfir ferkm. aö stærö, í stað þess aö byggja hafnar- garö norður aö Engey, frá Effersey, og annan vestur af Lauganesi, er gæftt bænum höfn, sem væri meira en 1 ferkm. aö stærS, líklega af lík- unt ástæðum sem Akureyrarkaup- staöur, vegna efnaskorts eða kulda. Hver ástæöan er, verður ekki íhugaö hér. heldur hitt. aS eins og Rvík þarf ferfalt stærri höfn, en hún hefir nú, til aö nægja verzlunarkröfum sínum frantvegis, eins þarf Akureyri, nú 7-falt minni bær en Rvík, aö vernda sína litlu, en ágætu höfn, Pollinn, fyrir ofangreindri hættu og urn leiS gera leiruna aö arSberandi graslendi. Og eins og Akureyrarbúar unna Rvík vaxtar og viðgangs nú og framvegis, eins er víst, aB allur fjöldi Rvikur- búa ntun unna Akureyri, höfuöstaS NorÖurlands, hagsældar og heilla, og verða fús til aö ilétta því starfi, sem Akureyri megnar ekki ein — aö minsta kosti gæti Rvík sparað henni 2 eöa 3 af sínum 16 eöa 17 ágætu verkfræöingum, og Vona eg, aö eng- inn verkfræðingur taki þetta illa upp, eins og Akureyri sé nokkurs konar Síberia eöa útlegöarland, því hvaö fegurð snertir, sem margir listamenn gangast fyrir og allur þorri alþýöu, þá hefir Eyjafj. og Akureyri ekki sist, sína töfrandi sumarfegurð að bjóða. alt eiijs og Rvík, }wtt útsýniö sé takmarkaðra en hér i Rvik, og hvað auðlegö jarövegarins snertir, er landið i kringum Akureyri fult eins liklegt til að veröa gullnáma eins og holtin hér í kringum Rvík. Báöir þesisir bæir skarta hver sínu skrauti. Rvik hefir stærri sjóndeildarhring og fjöllin eru fjær, og fornhelgur sögu- staöur í nánd, afl til ljósa, hitunar og iöju fæsthér í ám og fossum, alt eins og fyrir noröan og kveldsólin skrýö- ir þessa sveit í purpuraskrúöa kon- unglegrar hátignar um sumarkvöld- in, er sólin kveður bæinn. En Akur- eyri eöa brekkan þar fyrir ofan, sýn- ist vera hápallur helgra landvætta, sem eiga að gæta framtiöar íslands og frelsis þjoðarinnar, og vaka ætiö, einnig um miðnættisstund, þegar sólin uppljómar skýjahvelfinguna og him- ininn, sem gnæfjr yfir hinni jarö- nesku Valhöll. Eg hef ritaö þessar linur til aö benda á auðlegð þá, sem felst enn á einna 4 ferkm. svæöi rétt fyrir utan ósa Eyjafjaröarár, og sem getur meö 5—600 þús. kr. kostnaði orðið á 10— 15 árum aö bezta graslendi og fóðrað (á. 400 ha.ý 400 nautgripi, sem með vanal. aröi nemur 80 þús. kr. á ári, eöa 5% af 1 milj. 600 þús. krónum. Væri jarögarður, 6 m. breiður, 2 m. hár og 2200 m. langur bygður þar yfir ásiamt sveiflubrúm, um 200 m. löngum og flóðgöröum meSfram ál- unum, sem ekki þyrfti aö kosta, meö vanal. veröi, meira en 8—10 kr. ten.- metirinn í göröunum eöa nál. 300 þús. kr. alls og fvrir brýrnar og'flóögarS- ana 2—300 þús. kr. fþ. e. alls 5—600 þús kr.), upphæð, sem meö vöxtum yröi á 10—12 árum nál. 1 milj. kr., svo gæti hinn árlegi aröur af þes«u svæöi, ntl 80 þús. kr. árl eöa 30 þú. meira en renturnar af kostnaöarupp- hæöinni, afborgaS allan kostnaöinn á minna en 28 árum. Þetta er þaö, sem eg vildi leiöa athygli hv. verk- fr. hér i Rvík aö, einmitt nú, svo að þeir og alþingi geti greitt úr þesisum vanda áöur en í ótíma er komið, og höfnin á Akureyri hefir oröiö fyrir meiri skemdum af Leirunni. ÞaS er brýn þörf á grjótgaröi þar til varnar, og Leiran ætti aö gerast aö engi sem allra fyrst, og ef mögulegt er um leið og brú er bygö yfir Eyjafjarðará. —Lögrétta. Fossamálið. * frumvarpsformi á alþingi. Fyrir fáum dögum var útbýtt meðal þingnnanna “frumvarpi til laga um heimild fyrir landsstjórnina til aö veita leyfisbréf til mannvirkja til notkunar vatnsaflinu í Soginu”. — Enginn vissi hvaöan það kom — en hvert þaS fór var öllum ljóst. Prent- aö v'ar það eins og stjórnarfrumvörp- in, en “sem handrit”, og var af því sýnt að það átti aö vera trúnaöarmál. Nú er “uppkast” þetta orðið aö reglulegu frumvarpi, lítið breytt, og fram lagt í efri deild. Flutningsmenn þess eru; Eggert Pálsson, Hannes Hafstein og Magnús Kristjánsson. Efni frumvarps þessa er í stuttu máli þetta: Stjórninni veitist heimild til að veita fossafélaginu “ísland” leyfi um 99 ára skeiö til aö leiða afliö úr Soginu til Reykjavíkur, eða annara hafnar, í rafmagnsleiöslum. Félagiö hafi heimilisfang hér og varnarþing og meiri hluta stjórnar sinnar hér og búsettan. íslending^r hafa forgangs- rétt til aö skrifa sig fyrir hlutum í félaginu í 6 mánuði aö stríðinu loknu. Félagið þarf þó ekki aö biöja um leyfisbréf fyr en einu ári eftir ófriö- arlok. (í uppkastinu var forgangs- réttur íslendinga miðaður viö þann tíma sem leyfisbréf yrði veitt og 9 mánuöi þar frá. Er því efasamt aö þessi breyting sé til bóta; hætt viö aö menn veröi seinir til aö “skrifa sig” meðan þeir vita ekki hvort félagið teku nokkru sinni til starfa). Leyfishafi er skyldur aö láta af hendi í aflstöðinni rafmagn handa einstökuni sveitaheimilum eöa hrepps- félögum ('ekki bæjarfélögumj til ljósa suðu, hitunar og smá iönaSar. við veröi sem miðað sé viö framleiðslu- kostnað aö viöbættum 10%, og meö sörnu skilmálum rafmagn til regsturs járnbrautar frá Reytkjavík austur um suðurlandsundilendiö og ennfremur iSnaöarafurðir sinar til eigin afnota landsmönnum, meö svo vægum kjör- um sem unt er. Ef leyfi'shafi leggur járnbraut, skal hann gera þaö í samráði viö lands- stjórnina, um legu og gerð, og skyld- ur að Iáta hana af héndi við lands- stjórnina eftir 10 ár og á S^Lra fresti úr iþvi, fyrir }>aö verð, sem ætla má að slík járnbraut kosti þá af nýju, meö hæfilegu tilliti til fyrningar. En ekki skal félagið þó verr sett um flutninga með brautinni en meöan þaö átti hana sjálft. (Það mun þannig ekki til þess ætlast, aö landsstjórnin geti lagt 10% á reksturskostnaðinn né neinn annan ágóöa af flutningum fyrir félagiöj. Leyfishafi er undanþeginn öllum tollum, sköttum og gjöldum í lands- sjóS, gegn því aö greiða 10% af hreinum ágóða, þegar hæfilegur frá- dráttur hefir verið gerður fyrir end- urgeiðslu höfuðstólsins og fyrningar- kostnaöi og eftir aö hluthöfum hefir verið greiddur 5% arður af hluta- fénu. úEkkert ákveðið um hvaö sé hæfrlegur frádráttur fyrir endur- greiðslu og fvrningarkostnaði). Og þyki félaginti sér um of íþyngt meö sveitarútsvörum eða bæjarsköttum, liggur það undir úrskurð stjórnar- ráðsins. Landstjórninni er heimilt að skipa mann til }>ess að rannsaka árlega alla reikninga félagsins, en undirskrifa skal hann eiðstaf um að hann skuli halda Ieyndum fyrir öörum öllum rétt- inætum leyndardómum félagsins og öðrum eikamálum þess. Eftir 55 ár á landsstj. rétt á að fá sér afhent öH mannvirki félagsins og réttindi. Skal kaupverð miöað við hv'aö leyfishafi heíir borgaö fyrir réttindin og hvers virði mannvirkin eru. (En ekki hvað kostar aS koma þeim upp af nýju, með hæfilegu til- liti til fyrningar, eins og járnbrautin. Er því nokkurt vafamál, hvort ekki ber aö taka tillit til þess hve arðsamt fyrirtækið er, þegar mannvirkin eru metin til verðs). —Vísir. Misfellar á bannlöganum. II. í framkvæmdinni hefir það reynst öröugra en viö var búist að hefta til fulls vínsölu í landinu. Og ágöllum bannlaganna var þar um aö kenna. Einstaka auðnuleysingjar gera sér aö atvinnu aö smygla inn víni. Drykkju- löngunin er sterk hvöt, og ósvífinn maöur, sem hefir vin á boðstólum, getur selt það dýrt. Slík atvinna er einna fjárvænlegust, en mest van- sæmándi af allri þektri iöju. Atvinn- an er bygö á því aö fótum troða lög landsins. Tilgangur vínsalanna er aö afla sér fjár meö þvi aS nota sér drykkjusýki viljaveikra manna. Eig- ingirni á lægsta stigi kemur fram i breytni vínsalan? í bannlandi. Hann metur svo mikils eigin gróöa aö hann hirðir ekkert um þótt hann brjóti lög landsins og leiði aöra menn á glapstigu. Meðhaldsmenn vínsins hafa komið því svo fyrir, aö atvinna slíkra manna er nú tiltölulega örugg. Þeir hafa aö líkindum gert þaö til aö greiða fyrir lögbrotunum, sem siðar myndi leiða til þess, að bannið yrði afnumið og drykkjufrelsiö lögleitt. Nokkrir þingmenn í neöri deild bera nú fram tillögu um breytingar á bannlögunum. Þar er reynt aö bæta út þessum ágalla. Þar er geröur mpnur á tvennskonar lögbotum. Fyrst aö neyta vins ólöglega og veröa ölvaður. Við því er lögð lág sekt, en }>ó svo aö líklegt er að hún hjálpi til þess aö venja menn af drykkjuskap. Hins vegar er gert ráö fyrir háum sektum og jafnvel fangelsisvist fyrir aS selja vín. Þar á engin uppgerSar- miskunsemi að geta átt sér staö. Þeir menn sem v'ilja gera sér aö atvinnu eða gróöavegi eymd annara, verða að sjá og skilja aö þjóöfélagiö vill ekki leggja blessun sína yfir iöju þeirra. Gróöafýknin leiöir smyglarana út í lögbrotin. Og enginn kraftur nema óttinn viö stórvægilegt fjármunalegt tjón getur haldið slíkum mönnum i skefjum. Gott dæmi af þessu tagi eru Þórs- málin. Þaö skip flutti svo sem kunnug^ er svo smálestum skifti af víni hingað til lands i vetur. Vegna röggsemi Siguröar Eggerz og Magn- úsar sýslumanns i Hafnarfirði, sann- aöist sök á skipið. Vínflutningurinn var í svo stórum stil, aö hér var ber- sýnilega um gróöafyrirtæki aö ræða. Ágóöinn myndi vafalaust hafa num- iö tugum þúsunda, ef lögbrjótarnir heföu getað verzlaö meö víniö. Máliö er nú til lykta leitt. Hlutaö- eigandi skipstjóri og einn eigandi skipsins hafa gengið inn á hæstu sekt, sein hugsanlegt er aö þeir yröu dæmd- ir til aö greiða. Og sú sekt er 3000 krónur. Til samanburðar má geta þess að í einu bannríki í Ameríku tók veit- inganiaöur einn sér fyrir hendur aö verzla meö vín. Bráðlega komst upp um hann, og var hann þá sektaður undir eins um nokkur hundruö doll- ara. Hann hélt samt áfram upptekn- um hætti og v'ar Ioks sektaSur um 20,000 dollara. Þaö hreif. Þá sá vínsalinn aö }>að var ekki gróðavegur aö fótum troöa Iög landsins. Málstaöur vínsalans er svo ógöf- ugur, og svo horfinn öllum sæmileg- um stuðningi, að ólíklegt er, að hann eigi nú nokkra talsmenn í þjóðþingi íslendinga. AÖ óreyndu er að minsta kosti ómögulegt aö gera ráð fyrir því. Það má þess vegna báast viö þvj að sektir fyrir vínsölu verði nú í surnar hertar svo aö }>essi mann- skemmandi atvinnuvegur hverfi al- gerlega úr sögunni. Þá er skipabrennivíniö. Á þing- inu 1915 beittust nokkrir menn, af misskiiinni góövild við Eimskipafé- lagið, fyrir því, aS fá fyrir skip þess (og önnur íslenzk farþegjaskipj und- anþágu frá bannlögunum. Var þvl við boriö aö ef ekki væri vínsala á íslenzku farþegjaskipunum, myndu þau ekki geta staðist samkepni við erlend skipafélög. En veigalítil er nú samt þessi ástæða. í fyrsta lagi eru tekjur skipa þess- ara langmestar fyrir fluttar v'órur. en ekki fargjöld manna. í öðru lagi er að minsta kosti rúmur helmingur ís- lendinga, sem ekki kærir sig um að neyta víns, hvorki á skipum eöa ann- ars staðar. Skipin yrðu )>es.s vegna ekki farþegalaus, þó að þau væru vín- laus. í þriðja lagi eru mjög margir menn sem hcldur vilja ferðast með skipi þar sem regla er, heldur en þar sem víndrykkja er. í fjórða lagi ei þaö alkunna aö úti i löndum eru mörg skip og mörg gistihús starfrækt án þess að vín sé þar haft um hönd — og bera sig samt. Og í fimta lagi er það nokkurn veginn auðgefiö aö þjóð, sem er búin að afnema alla vín- sölu i landinu sjálfu getur ekki sam- kvæmninnar vegna, leyft skipum sin- um að vera “fljótandi vínbúðir”. Sá hafnaÖur sem Eimskipafélagið kann aS hafa af þvi aö flytja á milli landa drykkhneigöa feröalanga, getur orðiö léttur á metunum, ef þaö hans vegna lendir í ónáð við bindindissama stuðningsmenn hér heima og í Ame- ríku. Vestanhafs er hreyfingin gegn skipabrennivíninu mjög sterk og fer vaxandi. Sumir áhrifamestu hlut- hafarnir þar vilja t. d. aS starísmönn- um skipanna einkum yfirmönnunum, sé bönnuð vínnautn meðan þeir eru að starfi sínu. Sú skoðun er orðin töluvert almenn, aö félágiö hafi hvorki haft sæmd né peningahagnað af víninu, þaö sem af er. Og ef hvorki löggjafarvaldið eöa félags- stjórnin vilja “þurka” skipin, hlýtur vinsalan þar að valda miklum deilum, unz hún verður afnumin. Agnar. —Tíminn. Vinnuvísindi. Eftir Gtiðm. Finnbogason. Mannlegt hugvit finnur sífelt upp nýjar vélar, eöa bætir þær sem áður voru. Þannig eykst stöðugt notagildi þeirrar orku, sem dregin er úr skauti náttúrunnar. Því undarlegra má þaö viröast, að til skamms tíma hefir svo sem ekkert v'eriö gert af vísjjidanna hálfu til að auka notagildi mannsork- unnar, sem stýrir öllum þessum vélum Vísndaleg rannsókn á vinnuaSferðum er naumast eldri en 30 ára, og enn á byrjunarskeiSi, óþekt af flestum. Vinnuaðferöir viö hvert verk hafa hingað til gengið að erfðum frá einni kynslóð til annarar, þannig að hver lærði af þeim sem honum var næstur. Sjaldan eöa aldrei hafa vinnuað- ferðir við algeng verk verið settar í bækur, enda mundu jafnvel þeir sem bezt vinna verkiö, ekki ætiö vera færir um aö segja öðrum, hvernig þeir færu að því. l;aö er því engin furöa, þótt aðferöirnar verði margar við hv'ert verk, þar sem hver hefir þá sem hann af tilviljun hefir tamiö sér, en yfirlit vantar yfir allar þær aöferðir sem hafðar eru, og mæli- kvarða til að meta þær eftir. Og þótt einhver verkamaður fyndi upp- virinubrögð er betri væru en allra annara, þá er engin trygging fyrir því að aörir læri þau af honum og noti þau. Þeir hafa t. d. ekki aillir lært að brýna ljáinn sinn vel, sem voru samtíöa einhverjum sem kunni þaö. Allþýðu manna er ekki ljóst, að neina sérstaka vizku þurfi til þess aS vera góöur verkmaSur, og aö þykja “eigi hafa verkmanns vit”, er jafnt nú sem á dögum Sneglu-Halla talin hin mesta smán. Þaö er með öðrum orðum gert ráð fyrir, aö hver meöalgreind- ur maöur geti af sjálf síns hyggju- viti séS hver aöferð er bezt til aö vinna hvert verkið. Þessi skoSun er eitt hiS bezta dæmi þess, hvernig vaninn gerir menn heimska. Af því að menn, kynslóð eftir kynslóð og öld eftir öld, hafa lært þá vinnuaðferðina sem þeir sáu fyrir sér, finst þeim svo sem sjálf- sagt, að þar sé engrar rannsóknar þörf, iþar geti hver maður meö heil- brigöri skynsemi sagt sér hvernig það eigi aö vera alt saman. Og þó er varla svo einfalt verk, aö unt sé að segja hverni bezt sé aö vinna það, fyr en eftir meir eöa minna flóknar rannsóknir, sem fjarri fer að hver maður geti gert. Þetta eru menn loksins farnir að skilja, einkum í Ameríku. Er þaö sérstaklega að þakka manni sem heitir Frederick Winslow Taylor. Hann er fæddur 1850 í Germantown í Philadelphiu. Bjó hann sig undir háskólanám á einum bezta mentaskóla í Bandaríkjunum, og ætlaöi aö stunda nám á Harvardháskólanum, en varö að hætta sakir augnveiki. Gekk hann í þjónustu stálverksmiöju einnar í Philadelphiu 1878. Varö hann þar brátt verkstjóri og hækkaði stöðugt L völdum, unz hann v'ar oröinn yfir- verkfræöingpir verksmiðjunnar. Síöan 1889 hefir hann eingongu gefiö sig viS því aö koma nýju skipulagi vi ýms- ar iðjur, verksmiöjur, verzlanir o. s. frv. og berjast fyrir skoðunum þeim er eg nú skal minnast á. Hann hefir gert ýmsar uppgötvanir og ritað nokkrar bækur. Hann hefir og verið formaður “Hins Ameriska VerkfræS- ingafélags” (“Tht American Society of Mechanical Engineers”ý. Meöan Taylor starfaði viö stál- verksmiðjuna, komst hann inn á þá braut, aö gera ttlraunir meö vinnu- aðferðir. Það varS upphaf þeirrai hreyfingar, er síöan hefir vakið svo inikla athygli og kölluö hefir veriö ““Scientific Management” ('vísinda- leg verkstjórn). MarkmiS þeirrar hreyfingar er í stuttu máli: að finna vinnuvísindi og vinna samkvœmt þciir, en vinnuvísindi kælla eg nákvæma vitneskju um þaö, hver aðferð er bezt viS hvert verkið. Ráöin til aö finna beztu aöferöir.a viS líkamlegt starf, eru talin þessi: 1. Að finna nokkra menn, t. d. 10—15, helzt sinn úr hverri áttinni, sem eru sérstaklega leiknir í því starf; sem rannsaka á. 2. Athuga nákvæmlega allar hreyf- ingar og tilburöi hvers þessara manria við verkið sem rannsaka á, svo og verkfærin sem hann notar. 3. Athuga meö markúri tímann, scm hver þessara hreyfinga tekur, og velja sv'o úr fljótustu aöferöina viö livert atriði verksins. 4. Fella niður allar rangar hreyf- ingar, seinar hreyfingar og gagns- lausar hreyfingar. 5. Þegar öllum óþarfa hreyfing- um hefir ver'ið slept, þá er aö saín i í eina heild fljótustu og hagkvum- ustu hreyfingunum og beztu verktær- unum. ÞesSi nýja aöferð, sem hefir í sér fólgnar fljótustu og hagkvæmustu hreyfingarnar, kemur svo í stað þeirra aðferða er áður voru hafðar. Hún verður fyrirmynd, unz önnur betri er fundin; verkkennararnir læra hana fyrst, og kenna svo hinuni verkamönnunum, unz allir kunna. Kenslunni er hagaö svo, aö öll áherzla er fyrst lögö á þaö, að nem- andinn geri réttar hreyfingar, þar næst á vinnuhraöann, og loks á vinnu- gæðin. MeS því móti er taliS aö hag- virknin verði mest og fljótust fengin. Það niorgborgi sig, þó laga verði verkið á eftir framan af. Vinnugæð- in komi af sjálfu sér, þegar réttar hrevfingar eru fengnar. Á sama hátt er hvert verkfæri at- hugað og ti'lraunir gerðar meö öll til- brigði þess, til að sýna hvaða vinnu- hraöa má fá með hverju þeirra. Síö- an er smíöaö nýtt verkfæri, er sam- einar i sér kosti hinnar og gerir léttar en áöur. Þetta verkfæri verður svo fyrirmyndir. þangað til annaö enn betra er fundiö. Aðalnýjungin í öllu þessu er tíma- mœlingin. Meö því að mæla nákvæm- lega meö markúri tímann fyrir hveria hreyfingu er starfið hefir í sér fólgna, er hægt aö reikna út, hve langan tíma eitthvað tiltekið verk muni taka, ef unnið er eftir fastri reglu. Með athugunum og tilraunum er fundiS, hve miklar hvíldir þarf við verkiö, og hvernig þeim v'erður bezt hagaö. Þar er margs að gæta, t. d. þess, hve fljótt þreytan minkar og hvernig maður stirönar og kappið dvín, eftir því sem hvildin lengisfc. Rannsóknir hafa sýnt, aS hvíld má varla viö neitt verk vera minni en 12)4% a vinnutímanum, og verður oft að vera yfir 30%, og stundum yfir 50% viö erfiöustu vinnu. Þegar þessi þekking er fengin þá er hægt aö ákveða það sem eg vil kalla máilsverk á íslenzku. Málsverk er starf af tilteknum vöxtum og gæöum, sem rannsókn hefir sýnt, a'S vinna má meö tiltek- inni aöferö á tilsettum tíma. Málsverk er hnitmiðað þannig, aö verkamaðurinn geti unnið þaö dag eftir dag, án þess aö veröa eftir sig, og ár eftir ár, án þess aö spilla heilsu sinni. Málsverkshugmyndin er alls ekki ný. Henni er eiginlega fylgt í flest- um skólum. Nemendum er “sett fyr- ir”, og meö því móti læra þeir meira en ef þeim væri að eins sagt að lesa eins mikið og }>eir gætu, en látnir sjálfráðir um, hve mikiö þaö væri. Sá sem á málsverk að vinna, veit á hverri stundu hve langt hann er kom- inn, kappið vex, og.hann hefir á- nægju af því aö ná settu marki. Hér má minna á “Búalögin” ís- lenzku. Þau eru mjög gömul. Elzta afskrift af þeim er á skinni, skrifuð 1460. Þau ákveöa meöalmannsverk, en málsverkið er miöaö við eóðan verkamann. Þegar íslenzk vir.nuvis- indi koma, verður gaman aö bera saman málsverkin, sem ákveðin verða eftir þeim, og meSalmannsverkin gömlu. “VerSur er verkamaöurinn laun- anna”. Þess vegna þarf það tvent að fara saman: málsverk oð hækkuð laun. Hver sem lýkur málsverki á tilsettum tima, fær laun sín hækkuð um 30—100% af venjulegum dag- launum. ÞaÖ er auðsætt, að vinnunni verö- ur ekki hagað eftir slíkum reglum, nema þar sem verkstjórinn er lífið og sálin í henni. Verkstjórarnir veröa að búa í hendur verkamannanna, leiö- beina þeim og kenna þeim verkin. í stórum verksmiðjum, þar sem fjöl- breytt verk eru unnið, hefir sinn verk- stjórinn eftirlit með hverju atriðinu, og leiðbeinir verkamönnunum um þaö. Þetta þrent, er eg nú drap á: málsverk, ákveðiö með vísindalegri rannsókn, verkstjórar, sem kenna verkin og vaka yfir þeim, og rífileg launahækkun fyrir málsverksmenn, eru helztu afltaugar þessara nýju vinnubragða. Þau hafa þróast í Bandaríkjunum siðustu 30 árin, og margar og fjölbreyttar iðjur þar smámsaman tekiö þau upp. Aö minsta kosti 50,000 verkamenn í Bandaríkj- unum vinna nú meö þessu lagi og fá 30—100% hærri laun á dag en verka- menn af líku tagi kringum þá. og fé- lögin sem þeir vinna fyrir blómgast betur en nokkru sinni áöur. Að meS- ailtali hefir afrakstur manna og véla hjá iþessum félögum tvöfaldast. öll þessi ár hefir ekki v'erið eitt einasta verkfall hjá þeim er vinna fyrir þessi félög, og samvinna milli vinnuveit- enda og verkamanna hin bezta. Lítum svo á nokkur dæmi: Eitt hið einfaldasta verk sem hugs- ast getur, er aö hlaða bútajárni á vagna; þaö er unnið verkfæralaust, og er fólgið í því, að beygja sig, taka upp járnbút, bera hann nokkur skref, leg'g'ja hann frá sér í hlaöa. JárnverksmiSja ein þurfti aö hlaða 80,000 smálestum af bútajárni á vagna. Hún hafði til þess 75 manns, san allir voru verkinu vanir, þóttu góöir verkamenn, og höföu vanan verkstjóra. Sporbraut var lögð meö- fram bútajárnsh'lööunum, planka hallað upp á v'agninn, og verkið í því fólgið, að bera einn og einn bút upp á vagninn. Hver bútur vcg um 42 kg. Reyndist það svo, aö hver maður bar til jafnaðar 12)4 smálest á dag. Nú var farið að athuga, hve mikið ætti að liggja eftir bezta verkamann á dag, ef rétt væri aö farið, og niö- urstaðan varö 47 smálestir. Þetta var auðvelt aö reikna út, því rann- sóknir höföu verið gerðar, er sýndu hvaöa hlutfall væri hagkvæmast milli hvíldar og áreynslu við ýmsa strit- vinnu. Af þeim mátti sjá, aö viö burö á 42 kg. þunga mátti bezti verkamað- ur ekki vera lengur undir byrði en 43% af vinnudeginum, og varð að ganga laus hinn tímann (57%). Hin s vegar var auðvelt aö athuga, hve langan tíma þurfti til aö taka járn- bút og bera hann upp á vagninn. Ný bók. Gunnar Gunnarsison: Ströndin. Skáld- saga. 1 íslenzkri þýðing eftir Einar H. Kvaran. Þessi bók er nýkomin út. Það er lengsta og að mörgu leyti stórfeldasta saga höf. Gerist í sjóþorpi hér á landi og viðburöirnir miðaðir við á- standið skömmu eftir aldamótin. Að- al-söguhetjan er presturinn i sjóþorp- inu, séra Sturla, mjög mikilhæfur maður og valmenni, er verður fyrir óláni og álasi. Hreppstjórinn, vinur prestsins og bændaleiötogi, er annar máttarstólpi sögunnar. En mótstöðu- menn þeirra eru verzlunarstjóri þorps- ins og héraSslæknirinn. Deilumálin, sem lýst er, eru margvísleg: kepni um þingmensku milli prestsins og verzlunarstjórans og um kaupfélags- stofnun milli hreppstjórans og verzl- HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölom unarstjórans. Annars er heimilislifiö á prestsetrinu og sálarlíf séra Sturlu þungamiðja sögunnar. Lýsingar úr aiLþýÖulífinu eru margar, svo sem af kvennfólki viö fiskiþvott og afstöðu þess til verkstjóra verzlunarinnar, landtöku sjóróöramanna í manndráps- veðri, afstööu bænda til gamallar selstöðuverzlunar o. s. frv. Þar er lýst skipstrandi og björgun manna frá því, íkveikju í húsi í sjóþorpinu og bruna, sláturstörfum þar á haustdegi o. fl. o. fl. Lýsing á einum manni, sem ekki er nefndur hér á undan, liinni svo kölluöu “huggun ekkjunn- ar”, lífgar mikið upp í sögunhi. Merin af hans tægi eru ekki algengir, en allir kannast samt v'i'ð, að þeim bregö- ur fyrir. Svo er ofið innan um viö- burSi sögunnar lýsing á lífi og upp- eldi tveggja barna. Þetta er ein af yfirgripsmestu og viðburðarríkustu skáldsögunum, sem viö eigum, og enginn efi á þvi, að mikiö veröur um hana deilt, bæöi meöferð höf. á sögufólkinu og við- burðunum. Dómar rnanna um þetta munu ekki veröa á einn veg. En sag- an hlýtur að vekja eftirtekt vegna þess aö í henni er skáldskapur meö kröftugum skoöunum og lýsingum. Sagan er frumrituð á dönsku, kom út í Khöfn 1915 og heitir á dönsku “Livets strand” þStrönd lífsins). Geta má þess, aö þrátt fyrir dýrtíð og erf- iöleika á bókaútgáfu nú, er isienzka útgáfan seld sama veröi og sú danska. Bókin kostar í kápu kr. 4.80, en í gyltu bandi kr. 6.00. Hún er prentuö á mjög góðan pappír og útgáfan yfir höfuð vönduð. Um þýöinguna mega menn nærri geta, aö hún muni vera í góöu lagi, þar sem hún er gerö af Einari Hjörleifssyni Kvaran. Önnur saga eftir G. G., “Vargur í véum”, mun áöur langt um liður koma út, og er hún til í íslenzkri þýöingu. Leiðrétting. í seinasta “Lögbergi”, í grein Dr. S. J. J., um myndirnar af Jóni forseta og Gullfossi, hafa tvær vísur, sem þar standa, misprentast svo, að þær veröa óskiljanlegar, og eru því leiö- léttar hér. Fyrri ví'san á að vera svona: “ísland á sér a»fl í fossum, borg í bergi björk í holtum. Mannvit, mannshönd morgna nýrm. óskheim íslenzkan endurskapar.” Og síðari vísan þannig: “Eimskip íslenzkrar auðnudisar nægt og nytsemd norðri flytji. Ár og alfriður eilíf-gæöi lýðum lýsi landið blómgi.” Þar sem sagt er, að yfir myndinni af Jóni Sigurðsisyni sé “opin bók og söngur á”, á að vera: opin bók og þandir vœngir. Dómsmálaráðherrann. Winnipegosis, Man. Ritstjóri Lögbergs. Kæri herra. Siöasta Lögberg færir okkur mynd af Thomas H. Johnson, sem nú er oröinn dómsmálaráðherra. Eg sem aðrir gleðst vfir þeim heiöri. Þar af leiðandi duttu mér i hug eftirfarandi erindi til hans: Fagna þinum mæta mentavini móðurjörð með stuölabjörgin há. RéttiÖ hönd aö höfðinglegum syni Héðinshöfði, Lundey, Tjörnes-tá. Tungugnúpur, þú rnátt ekki þegja þinna vætta hreyfðu braga streng. Knarrarbrekka, satt ef viltu segja syngdu ljóö um þennan fræga dreng. Lengi frægð þín lifi og metorö standi lesin gegn um alda sagna-her þú ert heiður þínu ættarlandi, Þingeyingur! Tjörnes fagnar þqr. ('Héðinshöfði, fa^ðingarstaður T. H. Johnson. Lundey, ey á Skjálf- andaflóa, liggur undir Hööinshöfða. Tjörnestá, yzti oddi á Tjörnesi. Tungugnúpur, Fjall á Tjörnesi. Knarrarbrekka, örnefni). Virðingarfylst. F. Hjálrnarson Tjörnesingur. Mesopotamía. Sigurvinningar Maude’s hershöíö- ingja upp á síðkastið, eru farnar aÖ kreppa alv’arlega að Þjóöverjum og Tyrkjum í Mesopotamíu. Hersveitir Breta hafa nýlega unnið hvern sigurinn á fætur öörum norð- vestur af hinni sögufrægu borg Bag- dad. Næsta markmið þeirra rmtn vera borgin Mosul; er hún stærst og þýö- ingar mest í löndum Tyrkjans austur þar. Áformað mun vera að sækja borgina á þrjá vegu. Herlið Araba viö Gaza, viröist benda til þess aö opnuð verði Damaskus-leiðin þangað noröur, áður en langt um líöur. Og eftir þeirri braut ætla Arabar aö senda liðsauka f rá Rauðahafinu; hafa þeir þar fjölda hermanna, er æföir hafa verið "undir herstjórn Breta. Ef aö Bretum hepnast aö ná Mosul- borg á sitt vald, þá geta þeir auðveld- lega komist i samþand við hinn rúss- neska her, er hefir bækistöö sina hjá Nereman, 50 mílur noröur af Mosul. Aö vísu er þaö nú skoöun margra að Rússar séu að miklu leyti komnir út úr stríðin, en hvað sem er um það, þá er þó hitt víst, að slavneski flokkur- inn í Litlu Asíu, telur sig með öllu óháðan atburðum þeim og óstjórn, sem ríkir og ræður í Pétursborg. Rúss neski flokkurinn í Nereman, er að miklu samsettur af Kubamönnum og K.ósökkum frá Teres, og'láta þeir sig jafnan litlu skifta innanríkismál Rússa heima fyrir. Þeir eru í marga liðu svarnir övinir Tyrkja og hlifa þeim hvergi ef færi gefst. Herlið þeirra • Erzerum Trebizond, Bitlis og Nere- man, er fyrirtaks v'el búið að vopnum og vistum, og munu þeir 'einráðir í aö flæma Tyrki brott úr Litlu-Asíu fyr en síðar. Tyrkir eru á stöðugu undanhaldi og mál þeirra mjög á ring- ulreið. Og geti Þjóðverjar ekki komiö þeim skiótilega til aöstoöar, er útlit fyrir að draumar Þýzkalands- keisara, um þýzkt, austrænt veldi. rætist ekki á næstunni. Red Cross. Frá Mrs. C. Arngrimsson, Mozart, Sask.............$100.00 ÓGjöf frá kvennfélaginu “Viljinn”). Frá Miss Jónasínu G. Stefán- son kennara við Vestri sköla Framneis, P. O., Man. arður af kaffi sölu sem skólinn stóð fyrir $11.50, arður af blómasölu $3.50 og beinar gjafir $10.00. AHs........... 25.00 Mrs. Ingibjörg Stephenson, Gull Lake, Sask.............. 10.00 First Icelandic Unitarian Churoh..................... 14.65 Samtals $149.65 T. E. Thorstcinson. Jónas Jóhannesson Þann 26. okfóber þ. á. andaöist hér i bænum Jónas Jóhannesson, fæddur 18. desember 1859 að Örlygstöðum í Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Tónsson og Hólmfríður Jónsdóttir, er þar bjuggu. Hann fluttist vestur til ísafjarðar rúinlega tvítugur að aldri og var þar i ýmsum stöðum i vinnti- mensku og við fiskiveiöar, þangað til hann fluttist hmgað til Ameríku 1888. Jónas sál. átti fimm systkini, og af þeim eru tvær systur hér vestan hafs: Jóhanna, kona Kristjáns Kjærnested og Guðrún, ekkja Vigfúsar Jósefs- sonar, búsett aö Lundar P. O., Man. Jónas giftist 6. apríl 1895 Ásdísi Pálínu Sæmundardóttur, ættaðri af ísafirði, .sem lifir mann sinn ásamt þremur dætrun: Hólmfríði May, konu Einars Guttormssonar aö Húsavík P. O., Friðriku Elizabeth og Jóhönnu Sæunni, sem báðar eru hjá móður sinni. Auk þenra áttu þau einn son, er dó tveggja ára, og hét Sæmundur Hermann. Þau hjón fluttust til Winnipeg Beach fyrir 15 árum síðan og áttu þar heima þangað til þann 17. sept. síðastliðinn að þau fluttu hingað til bæjarins, og ætlaöi hann að vinna hér yfir vetrarmánuðina hjá C. P. R. fé- laginu. Jónas sál. var mikill dugnaðar og ráðdeildarmaður, ástríkur eiginmaöur og faðir og vinsæll af þeim, sem höfðu nokkur kynni af honum. Er hans því sárt saknað bæði af vanda- mönnum og vinum. Blessuð sé minning hans. Kunningi. Betra smjör íæst með því að brúka T^e^^AOI£^SAlJ^CCUUI^TgDgj

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.