Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 1
Wi ;-N & I 7 \ J ti i; :•} : ri Sí I :•> Ij «• •i 30. ÁRGANGUR pegar bygð fslendinga hófst í Nýja íslandi (árið 1875) afskekt eins og bygð sú var, samgöngur litlar við þá er fyrir voru í land- inu og ekki nema einstöku mað- ur í nýlendunni fær um að lesa ensk blöð eða bækur sér og því síður öðrum til gagns, þá fundu menn fljótt til þess að mikil þörf var á góðu blaði, er gefið væri út á íslenzku; blaði, er ekki ein- asta færði lesendum þess fréttir heldur einnig lýsingu af landi og stjóm og dýrmætar bend- ingar og hjálp í frumbýlings- skapnum og þekkingarskort- inum. Langflestir nýlendu- manna skildu ekkert í ensku, öllu ókunnugir, allir fákunnandi og félitlir — flestir blásnauðir, en allir með það í huga að fræðast sem fyrst og sem bezt, geta sem allra fyrst hagað sér að háttum enskumælandi manna, lært að skilja og tala og vinna til þess að hafa ofan af fyrir sér og sín- um og jafnframt verða því vaxn- ir að geta tekið tilhlýðilegan þátt í landsmálum — geta eins fljótt og unt væri mælt sig við hvem sem var og kent mönnum að líta fremur upp til íslendinga en nið- ur á þá. Til þes® að flýta þessu varð að koma á fót íslenzku blaði er flytti mönnum fréttir og fróð- leik. Slíkt blað átti að verða kennari hinna eldri, er ekki gátu hagnýtt sér bamaskólana. Og svo var byrjað að gefa út blaó. Vikublaðið “Framfari” byrjaði tað koma út norður við íslendingafljót á kostnað og undir stjórn nokkurra fram- gjarnra manna með Sigtrygg Jónasson í broddi fylkingar; en af eðlilegum ástæðum náði ekki blað þetta háum aldri, og hætti að koma út eftir örstuttan tíma. Eins og gefur að skilja fylgdi útgáfu blaðsins alimikill kostn- aður, en tekjumar sára litlar, auglýsingar engar, áskrifendur eðlilega fáir og skil ill; og þar á ofan laættist það, að fjöldi ný- lendubúa tók sig upp og flutti á burt úr nýlendunni. Næsta íslenzka vikublaðið, “Leifur”, var gefið út í Winni- peg af Helga Jónssyni og entist því ekki aldur nema skamman tíma — einnig af eðlilegum á- stæðum. Priðja íslenzka vikublaðið, “Heimskringla” hóf göngu sína í Winnipeg árið 1886. útgefand- inn var Fríman B. Anderson og fyrsti ritstjórinn var Einar Hjör- leifsson. Hugsuðu menn gott til þessa nýja blaðs undir rit- stjórn Einars, enda fékk blaðið þegar í fyrstu allmikla útbreiðslu En brátt kom í ljós, að útgefand- inn og ritstjórinn áttu ekki skap saman, og lét Einar af ritstjórn- inni mjög bráðlega. Varð þá stefna Heimskringlu mörgum lítt að skapi og það svo miög, að ekki þótti við unandi. Réðust þá nokkrir menn í það fyrir öfl- uga framgöngu Sigtryggs Jón- assonar, enn þá í broddi fylking- ar, að byrja á útgáfu “Lögbergs” Voru menn þessir: Sigtryggnr Jónasson, Bergvin Jónsson, Ámi Friðriksson. Einar Hjörleifsson, ólafur S. Thorgeirsson og Sig- urður J. Jóhannesson. Hinn 14. dag janúarmánaðar árið 1888 kom út fyrsta tölublað Lögbergs, undir ritstjórn Einars Hjörleifssonar. prjátíu ára af- mæli blaðsins er því 14. janúar næstkomandi, og þykir við eiga, við það hátíðlega tækifæri, að minnast Lögbergs í jóla blaði þessu, og þeirra manna, sem blaðið á tilveru sína að þakka öðrum fremur. All misjöfnum viðtökum átti Lögberg að fagna fyrst framan af. pótti mörgum nægilegt aö haldið væri úti einu íslenzku blaði, gátu ekki skilið, að Lög- berg ætti neitt annað erindi í WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917 STOFNENDUR LÖGBERGS llt : j‘< ■" Sigtryggur Jónasson (blaða-) heiminn en að reyna til að drepa Heimskringlu, sem þá var í blóma og broddi Mfsins, und- r ritstjórn eigandans—Frímanns B. Andersonar, er í svipinn hafði náð miklu haldi á hugum margra fslendinga. Samkomulag með blöðunum, Lögbergi og Heimskringlu var framan af ekki sem bezt; gerði Lögberg einarðar athugasemdir við kenningu og stefnu Heims- kringlu, og eðhlega var aðfinsl- um þeim sjaldnast tekið þegj- andi. f fyrstu tóku vinir Heims- kringlu, einkum úti í sveitunum, upp þykkju mikla og höfðu jafn- vel í heitingum við Lögberg. En ekki leið á löngu áður þetta breyttist. Menn áttuðu sig von bráðar, fóru að skilja Lögberg og meta það og könnuðust við, að það ætti annað og veglegra erindi en það að drepa Heims- kringlu. Með Lögbergi fengu menn loks kennarann, sem þeir löfðu hugsað sér og þráð á fyrstu frumbýhngs árunum. Áherzla mikil var á það lögð að vanda Lögberg sem mest að efni og máM, enda var ritstjór- inn mæta vel til þess vaMnn. Sér- skoðanir flokka og einstakMnga voru látnar óáreittar, sérhverju góðu og virðingarverðu var vel tekið og lagt Mðsyrði; en öMu er miður sæmdi sagt hMfðarlaust stríð á hendur. Og áhrif blaðsins komu í ljós. Bragurinn á félagsMfi fslend- 'inga tók stakkaskiftum miklum þau sjö árin, sem Einar Hjör- leifsson var við ritstjórn Lög- 1 bergs, og þótt fleiri komi þar til sögunnar og ekki væri rétt að þakka E. TI. það einum, þá átti | hann vissulega sinn þátt í því og hann ekki lítinn. Fyrstu tvö árin var Lögberg hæfilega stórt fyrir einn mann til þess að geta leyst verkið vel af hendi. pá var blaðið minna en einn þriðjungur af núverandi stærð þess. Stærra hefði Lög- berg helzt aldrei átt að vera; ekki óhugsanlegt, að blaðið hefði fengið að búa lengur að E. H., ef það hefði haldið upprunalegri stærð sinni og ekki ofþyngt hon- um með óhæfilega miklu verki. Hann kvartaði ósjaldan undan því við vini sína, að hann væn svo önnum kafinn við að fylla dálka blaðsins og lesa prófarkir, að hann hefði helzt engan tíma til nauðsynlegs lesturs bóka og tímarita eða til þess að semia sér samboðnar ritgerðir í blaðið, og því síður til þess að létta sér upp eða eiga nokkra frístund. Við fyrstu stækkun Lögbergs var svo tilætlast, að tveir menn hefðu ritstjómina með höndum, enda voru þeir tveir um tíma, en ekki stóð slíkt lengi, og mun helzta ástæðan hafa verið sú, að þröngt var í búi — tekj- urnar ekki nægilega miklar til þess að launa tvo ritstjóra. Við byrjun þriðja árgangs var Einar Hjörleifsson Lögberg stækkað (tvöfaldað) og Jón ólafsson ráðinn ritstjóri. Kom hann til blaðsins 23. apríl árið 1890. pá um vorið skifti Lögberg um eigendur. Var þá stofnað hlutafélag með 10,000.00 höfuðstól, er tók við útgáfu blaðsins; nafn nýja félagsir.s var: The Lögberg Printing & Publishing Company, Limited. Meðlimir félags þessa voru upp- runalegu útgefendumir að við- bættum nokkrum vinum þeirra og skoðanabræðrum. Heilsar nýja félagið upp á les- enduma með stuttu ágripi og er þetta aðalmergur málsins: “Ritstjóm blaðsins (Einar Hjörleifsson og Jón ólafsson) verður óbreytt, og þá einnig pólitísk stefna þess, sem ó- háðs blaðs, sem eigi selur sig neinum flokki á hönd, en lætur málstaðinn ráða undirtektum sínum í hverju máli, og er hið frjálslyndasta íslenzka blað í því að leyfa gagnstæðum skoð- unum aðgang, en útiloka ekk- ert nema heimsku, illyrði og leiðindi”. “Einrúg í kirkjulegum mál- um stendur blaðið óháð öllum flokkum og félögum”. Fyrstu stjórnarnefnd nýja fé- lagsins skipuðu menn þessir: Sigtryggur Jónasson forseti, Árni Friðriksson vara-forseti, Jón ólafsson, skrifari, fóhirðir og ráðsmaður, Páll S. Bardal, Andrés Freeman. Við byrjun 4. árgangs hætti Einar Hjörleifsson við ritstjóm Lögbergs, í því skyni að Jón ól- afsson hefði hana einn með höndum. Kafli úr kveðjuorðum E. H. til lesendanna hljóðar svo: “Og svo á eg enn eftir ótalið eitt ánægjuefni — sem ef til vill er nú ekki annað en hug- arburður. Eg geri mér í hug- arlund, að fleiri lesendur muni líta velvildaraugum á það, sem eg skrifa nú orðið, heldur en fyrir þremur árum síðan, þeg- ar eg gerðist ritstjóri”. “Fyrir rás viðburðanna”, svo maður viðhafi Jóns ólafssonar eigin orð, hvarf hann frá rit- stjórn Lögbergs eftir þrjár vik- ur. Tók Einar Hjörleifsson þá við starfinu á ný og hélt þvi uppihaldslaust og aðstoðar- mannslaust þangað til 1. marz árið 1895, og hafði hann þá verio ritstjóri Lögbergs í rúm sjö ár. Sigtryggur Jónasson tók þá! við ritstjórn Lögbergs, og farast Einari Hjörleifssyni þannig orð um eftirmann sinn í kveðju á- varpi til lesendanna, að hann trúi því naumast, að nokkrum detti í hug að bera á móti því, að ef íslenzk blaðamenska í Vestur- heimi sé í meiri skuld við nokk- urn einn mann en allra aðra, þá sé Sigtr. Jónasson sá maður. pessum ummælum E. H. hefir enginn mótmælt, enda eru þau sannleikur. Sigtr. Jónasson er NÚMER 50 maðurinn, sem fyrir því gekst. að setja á stofn prentsmiðju við fslendingafljót og gefa út blaðið Framfara og hefir vafalaust. borgað mikið af þeim kostnaði úr eigin vasa. Og hann var mað • urinn, sem mestan og beztan þátt átti í því, að ráðist var í að gefa út Lögberg. f báðum tilfellun- um var hann aðal driffjöðrin og aðal féþúfan. Enginn skyldi láta sér það til hugar koma, að Sigtr. Jónasson hafi í fjárhagslegri hagnaðarvon lagt fram fylgi sitt og fé til blaða fyrirtækjanna. Hann hefir vafalaust vitað fyrir fram að efnalega var þar einskis í að vænta; sennilegast, að maður I fengi aldrei endurborgað fé það j er fram var lagt til þess að koma | fyrirtækinu á fót. En honum skyldist það þannig, að þörf væri á blaði og hann var nógu f élags- j lyndur og nógu áræðinn til þess að ganga á vaðið og leggja fram j krafta sína til þess að bæta úr j þörfinni. Ritstjórar Lögbergs síðan Ein- | ar Hjörleifsson hætti hafa þess- j ir menn verið: Sigtryggur Jónasson, Magnús Paulson, Stefán Björnsson, Kristján Sigurðsson, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Aðstoðarritstjórar á ritstjórn- arárum Stefáns Björnssonar voru Hannes S. Blöndal, Baldur Sveinsson, Kristján Sigurðsson. Árið 1911 urðu á ný eigenda- skifti að Lögbergi. Var þá stofn- að hlutafélag með auknum höf- uðstól undir nafninu The Colum- bia Press, Limited. Færði þetta nýja félag bráðlega út kvíarnar, reisti stórhýsi á suðausturhom- inu á William Avenue og Sher- brooke Street, þar sem gamla prentsmiðjan stóð. Leigirfélag- ið þar út skrifstofur og íbúðir og hefir þar einnig skrifstofur sínar og prentsmiðju. Er þar nú rekið prentverk í stórum stíl og fjölda fólks veitt atvinna. Getur prentsmiðja þessi að mörgu leyti mælt sig við beztu prentsmiðjur borgarinnar. Allir eigendur Lögbergs hafa verið frjálssinnaðir í stjómmál- um og hefir blaðið því frá upp- hafi eðlilega aðhylst og stutt frjálslynda flokkinn að málum, bæði í fylkis og ríkismálum. Og þótt Lögberg á fyrri árum ætti oft örðugt uppdráttar og berðist í bökkum að geta staðið í skilum, þá gerði það aldrei stefnu sína og fylgi að markaðsvöru, þrátt fyrir freistandi tilboð. Sigurður .1. Jóhannesson Árni Friðriksson ólafur S. Thorgeirsson Bergvin Jónsson Nú á síðari árum eru leiðandi menn þjóðanna að vinna. að sam- eining, þykir flokkaskifting ó- þörf og jafnvel skaðleg. Kirkju- deildir eru að renna saman; fjár- málamennimir eru óðum að ganga í bandalag með banka sína og stjórmálamennirnir eru af kappi að reyna að sameina sig og innleiða þjóðstióm er skipuð sé mönnum af öllum flokkum. Hver veit nema þessi einingar- hugsjón brjótist fram þegar minst varir hjá útgefendum ís- lenzku blaðanna Lögbergs og Heimskringlu ? Mission blaðanna með núverandi fyrirkomulagi fer óðum minkandi og hverfur með öllu innan fárra ára. Ekki er þó þar með sagt, að íslenzk blöð þurfi eða eigi að hverfa úr sögunni. pað er öðru nær. En innihald blaðanna verður að breytast. BJöðin þurfa að verða alíslenzk. Ritgerðir um íslenzk efni og fréttir frá íslendingum hvar sem þeir eru — og þá ekki hvað sízt fslands fréttir, ætti að vera aðalefni blaðanna. pá verða blöðin velkominn og vinsæll gest- ur á hverju íslenzku heimili um fjöldamörg ár enn, sé vel til þeirra vandað. Myndir af stofnendum Lög- bergs birtast hér í blaðinu og mun flestum þykja það vel við eiga á þessu þrjátíu ára afmæli Lögbergs. '.v.r.v.;;; • • »: i.v.ú:: :.i7

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.