Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917 3 Sigurgeir Bnrdal. Sigurgeir Bardal læknir, er sonur þeirra hjóna Páls Sigur- geirssonar Bardals frá Víðidals- tungu í Húnavatnssýslu og Hall- dóru Björnsdóttur Bardal frá Valþjófsstað í Norður-Múla- sýslu, systur ólafs Bjömsson- ar læknis í Winnipeg. Hann er fæddur í Winnipeg 2. október 1891, og naut skóla- mentunar hér í æsku. Vorið 1909 lauk hann fullnaðarprófi við Central Collegiate, miðskól- ann í Winnipeg, en innritaðist í læknaskólann sér haustið 1913. Fullnaðarprófi í læknisfræði lauk hann í síðastliðnum nómevberj mánuði með fyrstu einkunn og hlaut þá einnig verðlaun fyrir ritgerð um skurðfræði. í félagslífi skólanna hefir Sig- urgeir tekið öflugan þátt. Síð- astliðið ár va rhann forseti læknaskóla félagsins í Winnipeg. Ber það glöggan vott um, að skólabræður hans virtu hann j mikils og treystu honum öðrum betur, er þeir völdu hann til þeirrar stöðu. Dr. B. J. Brand-j son er sá eini íslendingur, sem j áður hefir skipað það sæti. íþróttamaður er Sigurgeir svo | góður að fáir hafa verið^ honum jafnsnjallir við Háskólann í seinni tíð. Er hann 6 fet 3^ þuml. á hæð, þrekinn að því skapi og hraustmenni. pykir oss karl- menskan þeim vel fara, sem stillilega framkomu og þægilegt viðmót hafa, sem hann. pá skal þess getið að Sigur- geir er söngmaður góður. Var hann lengi í “Franklin Quar- tette”, sem mörgum skemti hér um skeið. Hann hefir einnig svo árum skiftir verið í söngflokk Fyrstu lútersku kirkjunnar hér. í bandalagi þeirrar kirkju hef- ir hann starfað í mörg ár, og verið öflugur stuðningsmaður margra framfaramála, sem þaðj hefir haft með höndum. Af því sem nú hefir verið sagt, er öllum ljóst, að námsskeið þessa unga læknis hefir verið að mörgu leyti ólíkt námsskeiðum annara íslendinga, sem hér hafa gengið mentaveg. Og að þessu leyti einkum, að þrátt fyrir öt- ulleik og ástundunarsemi viðj nám sitt, hefir félagslundin ver- j ið svo rík, að henni hefir aldrei j verið stungið undir stól — að hún hefir aldrei verið lítilsvirt eða vanrækt — eða fómað á blót- stalli fánýtrar metorðagimdar eða skamvinnrar frægðar, fyrir verðlaun fyrir “gott próf”. En svo bezt virðist oss mentun hvers hróss verð, að gáfur og þekking, sem hún er bygð á, séu ekki nótt og nýtan dag lokaðar innan fjögurra veggja, hvorki meðan á námskeiðinu stendur eða síðar. Oss þykir einnig lofsvert að Sigurgeir hefir að mestu leyti starfað í íslenzkum félagsskap, og vonum að svo verði framveg- is, því ef okkar eigin mentamenn láta sig engu skifta velferð ís- lendinga hér, hverjir aðrir munu verða til þess að greiða götu þeirra ? íslenzkum blöðum hér hefir ekki að jafnaði orðið tíðrætt um þá fslendinga, sem hafa gengið mentaveginn. Ekki um þá, sem af atorku og dugnaði hafa brotist í gegn um margra ára námsskeið, þar sem margar tor- færur og erfiðleikar hafa verið á leiðinni. pví síður um þá—og er það mikill meiri hluti náms- manna vor íslendinga — sem fyr eða síðar hafa gefist upp á erv- iðri göngu nemandans. Oss virðist þó þetta harla þýð- ingarmikið — ef til vill þýðingar mest af þeim málum sem fyrir oss liggja, hvort heldur, sem á það er litið frá sjónarmiði íslend- inga, sem sérstaks þjóðflokks, eða frá sjónarmiði allrar þjóðar- innar, sem einnar heildar. pað er nú ljóst að yfir stendur voldugt og grimt alheimsstríð, þar sem mentun og mannúð er annars vegar, en vanþekking og ágirnd hins vegar. Vér vonum að sú stund muni fyr eða síðar renna upp, að svo margir verði orðnir mentaðir og réttsýnir, að þjóðimar geti í sátt og bróðemi skift hvor við aðra. En því marki hefir ekki enn verið náð og því er það skylda vor að keppa í sam- einingu að því, að okkar eigin þjóð mentist betur, og mentist öil — að hér verði svo voldugt og traust “Democracy” að því verði ekki haggað. Par sem svo stendur á að ung- ur og efniegur almúga piltur hef- ir af atorku og eigin ramleik rutt sér braut til mannvirðinga og þekkingar eins og hér hefir orðið, finst oss vera reist sigur- merki, sem bendir til þess, að um síðir muni menning þjóðanna komast á það stig, að þær geti sjálfar séð um sín eigin mál, og af þekkingu og bróðurhug ráðið sambandsmálum sínum til lykta á friðsamlegan hátt. Á hinn bóginn dylst oss eigi að fjöldi upgmenna verða dag- lega fráhverfir þessum hugsjón- um. Hverfa svo að segja út í iðukast stórborganna, þar sem skínandi rafgeislar fagurlega skreyttra leikhúsa og annara gleðistaða kvíslast í allar áttir; laða að sér og heilla hugi ung- mennnna og verða svo athvarf þeirra og aðal-umhugsunarefni. En því fleiri unglinga, sem menningarlöngunin dregur á skólabrautina því fleiri verða þeir, sem halda hugsunum fjöld- ans á því marki, sem vér vildum helzt stefna að og því fyr verður því náð. Vér vildum mega óska þess að námskeið þessa unga læknis, sem nú hefir stuttlega verið frá skýrt og sem svo farsællega var til lykta leitt, mætti verða öðrum unglingum hvöt til þess að beina göngu sinni inn á braut þekking- arinnar. Vér óskum þess einnig, að það mentastig, sem hann hefir nú hlotið að launum fyrir langt og ervitt starf verði honum sjálfum og sem flestum öðrum til far- sældar. Er hann nú klæðist einkennis- búningi herlæknisins og leitar austur um haf eftir öðrum frænd u-m og vinum, fylgja honum hug- heilar ámaðaróskir vorar.—Vér söknum hanns og þeirra sem á svo drengilegan hátt yfirgefa skaut sinnar eigin fósturjarðar, til þess að rétta hlut nauð- staddra bræðra sinna. En í í hugum vorum blandast þó sá söknuður feginleik, er vér hugs- um til þess, að yfir höfðum þeirra blaktir skjaldarmerki réttarins og mannúðarinnar — imynd þess sem vér vitum feg- urst og bezt. Skuldungur í Saurbæ. Minningarrit um séra Jón Bjarnason, dr. theol. er nú komið út. Er það gefið út af Hinu Evangiliska lúterska kirkjufélagi íslendinga í Vestur- heimi. Margir hafa hlakkað til útkomu þessa rits og beðið þess með óþreyju; þess ánægjulegra er að það kemur þannig úr garði gjört, bæði að efni og ytri frá- gangi, að hver'bókavinur hlýtur að hafa ánægju af því að bæta því við bókasafn sitt. petta rit sýnir þeim, er les, mynd af miklum og ágætum manni, er beztu starfsárum æfi sinnar varði til þess af heilum hug, að auðga andlegt líf Vestur- íslendinga og beina því á heil- næmar brautir. Hvert sem menn voru honum samdóma eða ekki, viðurkendu allir sanngjamir menn að hann væri mikilmenni, sannur maður og sannur fslend- ingur. Og þeim, sem kyntust honum vel og voru í verki með honum, var hann einkar kær vinur, sem þeir elskuðu og virtu, bæði vegna hinna frábæru hæfi- leika hans, og ekki síður vegna þeirrar ástúðar og trygðar, sem hann átti í svo ríkum mæli. pað er því í alla staði eðlilegt, að kristnir Vestur-íslendingar taki ‘uinunfjganpuna i uutretugjo^i fBgoui 'ní[Suoureg'Bfq 3o uinjjo^s -nisueji So jnq uin an^soA iuui -guoj ‘juAnfqÁoji i uinunuBnjsuoq So iSiréjúoAq ‘nisJÁj uinun -JB JBdBJ{S;S9ld ‘BJ9>[SB{S9jd SO Bfóqsnutpq ; uinunjBsureu ‘igJB.3 -jrtgoj t uimínjBnqsaé 3o suBq uin -jpiajoj — ‘n^sjiíj uintinjBtjæ gg bjj jtSas 3o „tSapBq gB uibj^,, ístujau jn^^B4 «S " ‘suBq sujbu J9q J9 ‘B[oqs ssáq uuBuingo^sjoj 3o sunq úosjn^soj ‘uossui9^jbj\[ jiouny; bj9s JHJ9 J9 uuún^Bq i^sjií^; •um;;B4 ui9j<j j" jbuos -BUJBÍg suop BJ9S nSosijaé jb dijS -B tsÍXj J9 nuifujBSutuuiui I ’ \ringXl JttqB' U9 xjjasq tgjoq,, uinutg.iS uinSjoui i So Bijta'q tgutjoj jnpiBsuuBui UBjtoq tún Íba uios ‘uutuubui urn nutqjJBSuTuuTui ipuoq sutS9j og loícs prestskaparárunum 'í Nýja íslandi. — Annar þáttur- inn er eftir hr. Sigurbjöm Sig- urjónsson prentara í Winnipeg. Segir hann frá dvöl séra Jóns og starfi á Seyðisfirði á árunum '880—1884. — Og þriðji þáttur- inn er eftir hr. W. H. Paulson, þingmann í Leslie, Sask., er segir frá prestskaparárunum í Winni- peg 1884—1914. pá eru þrjár ritgerðir um séra Jón sem leiðtoga, predikara og rithöfund, eftir þá séra Bjöm B. Jónsson, séra Guttorm Gutt- ormsson og séra H. J. Leo. pess- ar ritgerðir eru, eins og æfisögu- þættimir, mjög vel ritaðar og skemtilegar aflestrar. í þeim kemur fram glöggur skilningur á manninum, sem um er ritað, og starfi hans, og margt er þar prýðilega vel sagt. Benda mætti til dæmis á hina snildarlegu lýs- ingu á séra Jóni í upphafi rit- gerðar séra Bjöms, eða það hvemig séra Guttormur lýsir sannleiksást hans á bls. 100— 101; en það er ervitt að benda á einstök atriði í þessari ritgerð, er taki öðram fram, því hún er öll ágæt og höfundinum til stór- mikils sóma, og mun vekja marg- ar ljúfar endurminningar hjá þeim, er áttu því láni að fagna, að hlýða að staðaldri á kristin- dómsprédikanir séra Jóns. f þriðja aðal-kafla bókarinnar eru “Endurminningar og um- mæli” eftir þá hr. Jóhann Briem séra Matthías Jochumson, Eirík prófessor Briem, pórhall biskup Bjarnarson og Jón landskjala- vörð porkelsson. Og loks eru minningarljóð eft- ir séra Jónas A. Sigurðsson, Valdimar biskup Briem og séra Matthías Jochumson. Vel hefði farið á því, að ítar- legar hefði verið sagt frá heimil- islífi séra Jóns í ritinu. Heimili hans í Winnipeg var sannkallað fyrirmyndarheimili og þaðan geyma margir góðar og ánægju- legar endurminningar; því þau hjónin lögðu mikla alúð við það, að láta gestum sínum líða sem bezt og gjöra þeim alt til ánægju er í þeirra valdi stóð. Heimili þeirra var fyrsta húsið sem eg kom í þegar eg kom fyrst til Winnipeg fyrir rúmum 14 árum, og aldrei gleymi eg því, hve ást- úðlega þau tóku okkur langferða- fólkinu og hve vel okkur leið hjá þeim bæði þá og oft síðar. Og þeim sem þar voru kunnugir, var það bezt ljóst, hve ómetan- legur stuðningur frú Lára var rnanni sínum í öliu starfi hans og stríði. Ytri frágangur ritsins er hinn prýðilegasti í alla staði, pappír- inn ágætur og letrið fallegt; í kring um hverja blaðsíðu er smekkleg umgjörð. í því eru margar myndir af séra Jóni og konu hans á ýmsum aldri; enn- fremur af húsi þeirra í Winni- peg, kirkj u Fyrsta lúterska safn- aðar, og minnisvarðanum á leiði séra Jðns. Er óhætt að segja að þetta rit er að öllum frágangi eitt hið alira vandaðasta er út hefir verið gefið á íslenzku hér vestan hafs. pað er Prentað hjá Columbia Press í Winnipeg. Hvergi er þess getið í ritinu, hverjir fyrir útgáfunni hafa staðið. En það eru þeir: Séra Bjöm B. Jónsson, séra R. Mar- teinsson, séra N. S. Thorláksson, J. J. Vopni og H. S. Bardal; vom þeir til þess kjörnir á kirkjuþingi á Gimli 1914. Eiga þeir þakkir skilið fyrir þá miklu alúð er þeir hafa lagt við þetta verk. Baldur, Man., 8. des. 1917 F. Hallgrímsson. Oskiljanlegt. Bolsheviki flokkurinn, sem nú virðist ráða mestu á Rússlandi, er eins og mörgum er kunnugt æsingaflokkur, þó hann sé ekki sá allra svæsnasti, sem til er á Rússlandi, þá samt er með sanni hægt að segja, að þeir menn sem í honum eru, séu ákafir stjórn- leysingjar. Sjálfsagt finst þeim mönnum sjálfum, að þeir séu vinir frelsis og framfara. En það er með frelsið og framfar- irnar, sem í eðli sínu eru dýr- mætir fjársjóðir, að þegar þeir eru misbrúkaðir þá verða þeir argasta ófrelsi. Maður hefði mátt búast við, ef alt hefði ver- ið með feldu, að þessi flokkur hefði aðhylst hugsjónir frelsis og mannréttinda, því þeir hafa hafa viljað láta heiminn trúa því, að þeir væru frelsisvinir, og látist á þeim grundveili vilja komu góðu til leiðar. En hvað verður ? peir eru ekki f yr komn- ir til valda, en þeir svíkja sínar kenningar, og falla fram fyrir því ofurvaldi myrkranna, sem þeir áður virtust hata. Aðal- leiðtogar þessa Bolsheviki flokks eru tveir, þeir Nikolai Lenine og Leon Trotzky. Nikolai Lenine er gerfinafn, rétta nafn manns- ins er Valdimar Wyanoff, hann er af aðalsættum, fæddur 1870. Snemma bar á framsóknarþrá Wyanoffs, en af því að hann var svo óheppinn að lenda í félags- skap stjómleysingja strax og hann vitkaðist, spiltist hið mikla, og sem annars hefði getað verið hið góða upplag hans. Bróðir hans var tekinn af lífi fyrir að sýna Alexander II. banatilræði, skömmu áður en sá þjóðhöfðingi var myrtur 1881. Wyanoff gjörðist snemma leið- togi hinna íhaldsamari stjórn- leysingja á Rússlandi. Mark- mið þeirra var þá, að fá viður- Pte. Gísli Jónsson sonur Bjöms Metúsalems Jóns- sonar, Árborg, Man. H'ann er fæddur 7. apríl 1898. Innritað- ist í 223. herdeildina 1. apríl 1916 og fór með henni til Eng- lands, en til Frakklands fór hann um mánaðamót ágúst og sept. Pte. Elisa S. Sigurdson. Hann er sonur hjónanna Sigurðar H. Sigurdson og Sigríðar Jónsdóttur er búa í grend við Árborg, Man. Elias er fæddur 20. nóvember 1890, gekk í 223. her- deildina í apríl 1916, fór til Englands í sama mánuði 19*7 og var sendur yfir til Frakklands snemma í nóvember 1917. Bann er nú í 78. deildinni. kendar kenningar Karls Hinricks Max, þýzka verkamannaleið- togans alkunna, sem aðallega eru í því fólgnar, að enginn mað- ur hafi á, að eiga eða hafa undir höndum meiri eignir, en til sæmi- legrar lífsframfærslu nægði. Skömmu eftir uppreisnina árið 1905, sem hann tók mjög mikinn þátt í, varð hann stöðugt svæsn- ari, eftir því sem hann hafði meira við að stríða, þar til hon- um var ekki vært lengur í Rúss- landi, og flýði til Póllandss, og þar var hann þegar þetta stríð hófst, var þar sem fangi um tíma; fór þaðan til Sviss, og síð- an heim til Pétursborgar. Eftir heimkomuna, byrjaði hann hlífðarlaust í blaði sínu “Pravada”, að prédika um frið, úthrópaði Englendinga og Frakka. Einnig hélt hann hverja ræðuna á fætur annari og hældi pjóðverjum, en fordæmdi Eng- lendinga og Frakka. Fyrst var kenningum hans illa tekið, og stjórnin hélt að hann mundi litlu fá áorkað, en það brást, hann fékk alt af fleiri og fleiri áhang- endur, og þegar stjórnin sá hvert stefndi, þorði hún ekki að láta taka hann, en í staðinn steypti hann henni. Hann er snjall ræðumaður og prýðilega vel rit- fær, enda er hann vel mentaður maður. Hann hefir verið kall- aður hinn illi andi Rússa og það ekki án orsaka, því hann er ann- ar maðurinn, sem mestan þátt átti í að selja í höndur óvinanna þjóðina rússnesku, því menn em sannfærðir um að hann hafi ver- ið leigutól pjóðverja, og af þeim sendur til þess að vinna þetta ó- heilla verk. Hinn maðurinn, Leo Trotzky, sem er og líka gerfinafn, hans rétta nafn er Leber Braunstein, hánn er fæddur í bænum Kher- son, nálægt Svartahafinu. Eg kann ekki að segja frá ungdóms- árum bans, en að líkindum hefir hann fengið góða mentun, því snemma fór að bera á honum, sem mælsku ^manni, og sérstak- lega sem mjög vel ritfæmm manni. Hann gjörðist leiðtogi hinna æstustu stjómleysingja á Rússlandi, og ekki fanst honum nóg að ryðja allri stjórn, og öll- um lögbundnu stjómarfyrir- komulagi um koll í sínu föður- landi, heldur með ofsa miklum réðist hann á stjórnarfyrirkomu- lag heimsins í heild sinni. Ekki komst hann langt með þessar kenningar sínar, því út af upp- reistinni 1905, sem hann átti ekki lítinn þátt í, var hann tek- inn fastur og sendur til Síberíu, en var látinn laus eftir nokkur ár. En fangelsisvistin hafði engin áhrif á hann, því hann tók til að útbreiða kenningar sínar með meiri ofsa, en hann hafði áður gjört. Hann stökk úr landi burt eftir lítinn tíma til að forð- ast fangelsisvist á ný, og yfir til pýzkalands, og í Berlín var hann þegar stríðið byrjaði. paðan varð hann að flýja líka, því pjóðverjum var ekkert um kenn- ingar hans gefið. Svo flæktist hann til Sviss, og til New York kom hann 14. januar 1917 og hvergi gat hann haldist við. Meðan hann var í Bandaríkjun- um var hann í sífeldu bralli við þýzka og rússneska Socialista, og skrifaði hverja æsingagrein- ina á fætur annari. 27. marz 1917 fór hann frá New York. Banda- ríkin vom líka farin að verða of lítil fyrir hann, og ætlaði til Skandinavisku landanna, en komst til Halifax í Canada, þar var hann tekinn fastur fyrir til- stilli Breta og haldið í gæzlu- varðhaldi all-langan tíma, loks var hann látinn laus, samkvæmt ósk rússnesku stjómarinnar og hélt hann þá heim til Rússlands og tók að prédika stjórnleysi með meiri frekju en nokkru sinni fyr petta eru þá mennimir, sem nú ráða mestu á Rússlandi, enda þótt þeir hafi að nafninu til látið af völdum. Ef maður ætti að tala um stefnuskrá þessa flokks í stjóm- málum, eins og nú standa sakir, þá mundi hún verða á þessa leið: 1. Alt vald skal vera í hönd- um fólksins. 2. öllu landi ríkisins skal skifta jafnt á milli íbúanna. 3. Á einhvem hátt að útvega brauð til þess að geta lifað. 4. Semja frið ef við getum, og með kvaða kjörum sem við getum fengið. pannig er þá hin rússneska þjóð eins og stýrislaust skip úti á regin hafi, og veit ekkert hvert hún á að halda, hin hreina, ein- læga, rússneska sál virðist sofa, á meðan illir andar þjóðarinnar eru að reyna að svíkja hana í trygðum og selja undir þýzkt ánauðarok, en vér vitum að hún muni vakna, og rísa upp að nýju áður en fjötrinum Gleypni, þeim er til eilífðar batt Loka Laufeyj- arson, hefir verið smeigt um háls hennar og hönd. Kristján A. Skardal. Pte. Kristján A. Skardal er fæddur á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði á íslandi, sextánda maí 1899, og er sonur Magnúsar Jónssonar Skardal, bónda ná- lægt Baldur, Man. og konu hans Ingunnar Guðrunu Kristjáns- dóttur Skardal. Hann kom með foreldrum sínum til Ameríku í júlí 1902. Hann innritaðist í Cameron Highlanders í Winni- peg, ellefta júlí í sumar. Seinna var hann færður í 27. City of Winnipeg Batt. og fór með þeirri deild til Englands 30. september. Seinast þegar frá honum fréttist var hann í Shomcliffe á Eng- landi og leið vel. Utanáskrift hans er: Pte. Chris Skardal Reg. No. 2373328, E. Gompany, llth Reserve Batt., C.E.F., Shomcliffe, Kent, England. Dominien. Um hátíðavikuna verður mik- ið um dýrðir á Dominion leik- húisnu. par verður sýnd hin ágæta mynd eftir Clöru Cam- bell, sem nefnist “Shirley Kay”, og er kvikmyndaleikur sá tal- inn að skara fram úr flestu öðru, er samið hefir verið í þessari grein. Ennfremur gefst mönnum kostur að horfa á Miss Young í leikj unum: “The Marionette”, “The House of Glass”. Loks verður sýnd til hátíðabrigðis, hin afarhlægilega kvikmynd “The Country Hero”, og mun ó- hætt mega fullyrða að ekki muni vera hægt að finna neitt, sem tekur henni fram. r BRt’ÐU KERRA — Bygt5 úr við með Leatherette hettu or rubber utan um hjólin. Jóla verð $5.95 BARNA RTJGGUSTÖLAU — úr harSviS, ljóst elkarmá.1. Sérstakt vcrð .......... $1.25 STERKTJR BARXASTÖIiL, — úr haiöviC, upphleypt skraut- bek. Sérst. verð ....... $1.95 RUGGUSTÖIiIi BARNS úr “fumed” eik. Sérst. verð .... $3.50 HAR BARNASTóIiU, úr eik me8 hyllu a8 framan..... $1.55 HÁR BARNASTóIiIi, ger8ur úr har8vi8, útskori8 bak .... $2.50 KIDÐIE CARS. — Kjörkaujis verð .... $1.75, $2.25 og $2.75 SHOOFUY RUGGU HESTAR, fallega málaSir, stórir, — Sérst, verð $1.50 SHOOFIY RUGGU HESTAR, stórir, fallega málaSir, me8 yfir- klætt sæti. Sérst. verð. ... $1.75 BROCKINOIiE BOARÐ, 25 a8 eins, me8 öllu tilheyrandi. Sér- stakt verð ............ $1.55 STOFU SETT — 3 stykki, úr mahogany, fallega pólera8 og klætt yfir sæti og bök meS bezta English Tapestry klæ8i. Sérstakur .Jólaprís $55.00 Leikföng alskonar 150 a8 eins Kindergarten sett, innibindur eitt borS 15x19 þuml. og tvo stóla, mála8 rautt. Kjör- kaups verð ........................... $1.95 150 aS eins Barna sett, kringlótt borS 15x22, og tveir stólar, málað rautt. Sérst. verð .... . $2.15 100 a8 eins Barna sett, kringlótt boríS 18x26 þml. og tveir stólar, málaS rautt eSa eikar málað; þetta sett er mjög sterkt. Sérstakt verð . .. $2.50 Brúðu Rúm 25 að eins hvitmálu8 BrúSurúm, með dínu og kodd- um. Kjörkaups verð ...................... $2.10 10 aS eins BrúSurúm úr “fumed” eik, me8 dtnu og koddum. Kjörkaups verð .................. $3.00 10 aS eins Mahogany BrúSurúm, meS dínu og kodd- um. Kjörkaups verð ...................... $3.00 Búðin opin til jóla frá kl. 8 f. h. til kl. 10 e. h. /A \ða/?f/e/d Talsími: j i Garry 1580 !| /*7A1//V ST Li=U______ HÁTÍÐAGLEÐIN FER NU I HÖND Árlega um þetta leyti höfum vér sérstök kjarakaup og góða skilmála. Vér þökkum undanfarin viðskifti og æskjum nýrra. Komið og skoðið vörurnar Sumar vörur seldust svo fljótt i fyrra að ýmsir urðu fyrir von- brigðum.—Veljið þá muni sem yður vantar strax, og vér geymum þá til jóla ef þér viljið. Sérstaklega , þægilegt BANFIELD’S SI'ECTAU KODAV. — HiS elna Dav- enport, sem er eins þægi- legt og rúm aS sofa I. Úr góSri eik, “fumed” áferS, yfirfóSraS meS Crafts- man, sem er fyllilega á- byrgst. Banfield’s verS innibindur góSa díuu. $69.75

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.